Genie Genie Lift Operator's Manual [is]

Page 1

Page 2

Mikilvægt

Lestu, skildu og fylgdu þessum öryggisreglum og notkunarleiðbeiningum áður en vélin er notuð. Aðeins starfsfólk sem hlotið hefur viðeigandi þjálfun og hefur tilskilin réttindi má nota þessa vél. Ef einhverjar spurningar vakna skal hringja í Genie Industries.

Efnisyfirlit

Bls.
Öryggi 1
Skýringar 6
Skoðun fyrir notkun 8
Virknipróf 10
Skoðun á vinnusvæði 13
Notkunarleiðbeiningar 14
Notkunarleiðbeiningar rafgeymis og hleðslutækis 16
Leiðbeiningar um flutning 17
Töflur yfir burðargetu 18
Límmiðar 20
Tæknilýsing 22

Hafðu samband við okkur:

Vefsíða: http://www.genielift.com Tölvupóstur: techpub@genieind.com

Höfundarréttur © 1995 Genie Industries

Fyrsta útgáfa: Sjötta prentun, desember 2004

Fyrsta útgáfa: Sjöunda prentun, ágúst 2008

"Genie" er skrásett vörumerki Genie Industries í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum.

Prentað á endurunninn pappír L

Prentað í Bandaríkiunum

Page 3

Öryggisreglur

Viðvörun

Ef öryggisleiðbeiningum í þessari handbók er ekki fylgt getur það leitt til dauða eða alvarlegs líkamstjóns.

Notkun bönnuð nema:

Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari stjórnandahandbók.

1 Forðastu hættulegar aðstæður.

Mikilvægt er að þekkja og skilja öryggisreglurnar áður en farið er í næsta hluta.

  • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
  • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
  • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
  • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.
  • Notandi lesi, skilji og hlýði leiðbeiningum framleiðanda og öryggisreglum, öryggis- og stjórnandahandbókum og límmiðum á vélinni.
  • Notandi kynni sér vel og fylgi öllum öryggisreglum vinnuveitanda og reglum á vinnustað.
  • Notandi kynni sér vel og fylgi öllum lögum og reglum sem eiga við.
  • Notandi hafi hlotið viðeigandi þjálfun í öruggri notkun vélarinnar.
Page 4

ÖRYGGISREGLUR

Fallhætta

Má ekki nota til að lyfta einstaklingum eða sem tröppu.

Ekki má standa eða sitja á göfflunum, hleðslupallinum eða bómunni.

Ekki klifra á vélinni.

Hætta á veltu

Ekki fara umfram skráða burðargetu. Sjá kaflann Töflur yfir burðargetu.

Ekki lyfta farmi nema pinnar sem halda fótum hafi verið settir alla leið inn í fæturna.

Ekki lyfta farmi nema réttar lengdir á fótum séu almennilega uppsettar.

Ekki lyfta farmi nema vélin standi á traustri jafnsléttu

Ekki færa vélina með farminn uppi, nema til að gera minni háttar breytingar á staðsetningu.

Ekki halla vélinni aftur með farminn uppi.

Ekki nota blokkir til að rétta vélina af.

Ekki nota vélina í sterkum vindi eða vindhviðum. Ef yfirborðsflötur farms er aukinn minnkar jafnvægi vélarinnar í vindi.

Ekki nota vélina nema hjól/fætur séu almennilega uppsettir.

Fyrir notkun skal athuga hvort brúnir, holur, ójöfnur, rusl, óstöðugt eða sleipt yfirborð eða aðrar mögulega hættulegar aðstæður fyrirfinnist á vinnusvæðinu.

Forðist rusl og ójafnt yfirborð þegar vél er rúllað með fætur óuppsetta.

Ekki skipta vélarhlutum sem eru mikilvægir fyrir stöðugleika eða uppbyggingu út fyrir hluta með aðra þyngd eða tæknilýsingu.

Ekki valda láréttum krafti eða hliðarálagi á vélina með því að lyfta föstum eða yfirhangandi farmi eða láta hann síga.

Ekki nota vélina á yfirborði eða farartæki sem er hreyfanlegt eða á hreyfingu.

Árekstrarhætta

Ekki lyfta farmi sem ekki er rétt staðsettur með byngdina á miðjum göfflunum eða hleðslupallinum.

Aðgættu hvort hindranir eða önnur hugsanleg hætta sé í lofti.

Ekki standa undir vélinni eða leyfa starfsfólki að standa undir henni begar farmur er uppi.

Ekki láta farminn síga nema hvorki hindranir né starfsfólk sé á svæðinu fyrir neðan.

Notaðu almenna skynsemi og skipulag þegar vélin er flutt í halla eða upp stiga.

Grindarrennur skulu ætíð vera vel smurðar. Sjá hlutann Skoðun fyrir notkun. Ósmurðar grindarrennur geta fest eða hætt að hreyfast, sem getur valdið því að farmurinn færist til eða falli.

Page 5

ÖRYGGISREGLUR

Hætta á raflosti

Þessi vél er ekki einangruð frá rafmagni og veitir ekki vörn gegn snertingu eða nálægð við rafstraum.

Haltu öruggri fjarlægð frá raflínum og raftækjum í samræmi við gildandi reglur og eftirfarandi töflu.

Spenna Örugg
lágmarksfjarlægð
Fasi til fasa Metrar
0 til 300 V Forðast skal snertingu
300 V til 50 kV 3,1
50 kV til 200 kV 4,6
200 kV til 350 kV 6,1
350 kV til 500 kV 7,6
500 kV til 750 kV 10,7
750 kV til 1.000 kV 13,7

Gerðu ráð fyrir hreyfingu mastursins og sveiflum eða sigi á raflínum og varastu mikinn vind eða vindhviður.

Farðu ekki nærri vélinni ef hún kemst í snertingu við raflínur undir spennu. Starfsmenn mega hvorki snerta né nota vélina fyrr en straumur hefur verið tekinn af raflínunum.

Ekki nota vélina sem jarðtengingu við rafsuðu.

Hætta á líkamstjóni

Ekki grípa í kapalinn.

Haltu höndum og fingrum fjarri trissum, sleða og öðrum stöðum þar sem hægt er að klemmast.

Ekki setja handleggi, hendur eða fingur í gegnum grindina.

Hætta vegna rangrar notkunar

Aldrei skilja vél með farmi eftir eftirlitslausa. Starfsfólk gæti reynt að nota vélina án þess að hafa fengið viðeigandi leiðbeiningar, sem skapar hættu.

Hætta vegna skemmdrar vélar

Ekki nota skemmda eða bilaða vél.

Ekki nota vél með slitnum, trosnuðum, snúnum eða skemmdum kapli.

Ekki nota vél með minna en fjórar vefjur af kapli á vindunni begar sleðinn er í neðstu stöðu.

Framkvæmdu ítarlega skoðun fyrir hverja notkun.

Tryggðu að allir límmiðar séu til staðar og læsilegir.

Vindan skal ætíð vera vel smurð. Sjá upplýsingar í hluta- og þjónustuhandbók fyrir Genie Lift . Olía eða feiti má ekki vera á bremsuflötum.

Hætta á að kremjast

Haltu þétt um vinduhandfangið þar til bremsan læsist. Bremsan er læst þegar vinduhandfangið snýst ekki af völdum farmsins.

Lyftihætta

Notaðu rétta tækni til að lyfta þegar vélinni er komið fyrir eða hallað, eða til að flytja hana um stiga.

Ekki flytja vélina um stiga þegar hún er búin 4 punkta hjólavalbúnaðinum.

Page 6

ÖRYGGISREGLUR

Öryggi stiga

Fallhætta

Notið stigann ekki sem vinnupall.

Ekki sitja í stiganum.

Ekki teygja þig eftir hlutum. Hafðu líkamann mitt á milli hliðarhandriðanna.

Notaðu ekki efstu rimina sem þrep.

Hætta á veltu

Ekki fara umfram skráða burðargetu stigans 113 kg.

Ekki setja of mikið álag á stigann. Stigar eru hannaðir fyrir aðeins einn einstakling.

Ekki nota stigann nema hann sé rétt uppsettur.

Ekki færa stigann til meðan staðið er í honum. Forðastu að ýta eða draga þig til hliðar í stiganum.

Ekki koma stiganum fyrir á hálu yfirborði.

Ekki nota blokkir til að rétta stigann af.

Öryggi rafmagnsvindu

Hætta á raflosti

Ekki nota jafnstraumsknúið hleðslutæki nema notuð sé þriggja víra jarðtengd framlengingarsnúra sem tengd er við jarðtengda riðstraumsrafrás. Ekki brevta eða afvirkja briggja víra jarðtengdar klær.

Hætta á veltu

Ekki fara umfram skráða burðargetu. Sjá kaflann Töflur yfir burðargetu.

Ekki nota rafmagnsvinduna á gerðum með staðlaðri undirstöðu. Rafmagnsvindan er eingöngu hönnuð fyrir notkun á gerðum með gleiðri undirstöðu.

Ekki aftengja eða breyta markarofanum.

Öryggi rafgeymis og hleðslutækis - Gerðir með rafmagnsvindu

Brunahætta

Rafgeymar innihalda sýru. Alltaf skal vera í hlífðarfatnaði og með augnhlífar þegar unnið er við rafgeyma.

Forðastu að hella niður eða snerta rafgeymasýru. Hlutleystu rafgeymasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.

Rafgeymapakkinn verður að haldast í uppréttri stöðu.

Page 7

ÖRVGGISREGI LIR

Sprengihætta

Rafgeymar gefa frá sér sprengifimt gas. Haltu neistum, logum og logandi tóbaki frá rafgevminum

Hlaða skal rafgevminn á vel loftræstum stað.

Ekki aftengja jafnstraumsúttaksleiðslur hleðslutækisins frá rafgeyminum þegar hleðslutækið er í gangi.

Hætta á raflosti

Tenadu hleðslutækið aðeins við jarðtengda riðstraumsrafrás.

Ekki hafa rafgevmi eða hleðslutæki berskiölduð gagnvart vatni eða rigningu.

Fyrir hverja notkun skal athuga með skemmdir. Endurnýjaðu skemmda íhluti fyrir notkun.

Lyftihætta

Rafgeymirinn vegur 37 kg. Notaðu viðeigandi fjölda starfsmanna og réttar aðferðir við að lyfta rafgevmum.

Skýring límmiða

Límmiðar á Genie-vörum nota tákn, litakóða og áhersluorð til að tilgreina eftirfarandi:

Öryggisviðvörunartákn – notað til að vara starfsfólk við hugsanlegri hættu á líkamsmeiðslum. Fylgdu öllum öryggisboðum með þessu merki til að koma í veg fyrir möguleg slvs eða dauða.

DANG =;
Δ

Rauður – notaður til að benda á tilvist yfirvofandi hættuástands sem leiðir til dauða eða alvarlegra meiðsla ef ekki er brugðist við bví

AWARNING Appelsínugulur – notaður til
að benda á tilvist hugsanlegs
A hættuástands sem gæti leitt t
dauða eða alvarlegra meiðsla

ástands sem gæti leitt til eða alvarlegra meiðsla ef ekki er brugðist við bví.

Gulur með öryggisviðvörunartákni -
A hugsanlegs hættuástands sem
gæti valdið lítilsháttar eða frekar
alvarlegum meiðslum ef ekki er
brugðist við því.
CALITION Gulur án örvagisviðvörunartákns –

AUTION notaður til að benda á tilvist hugsanlegs hættuástands sem gæti leitt til eignaskemmda ef ekki er brugðist við bví

Grænn – notaður til að benda á notkunar- eða viðhaldsupplýsingar.

Page 8

Skýringar

Page 9
SKÝRINGAR

Page 10

Skoðun fyrir notkun

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari stjórnandahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.

Kynntu þér skoðun fyrir notkun áður en farið er í næsta kafla.

  • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
  • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
  • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.

Grundvallaratriði

Skoðun fyrir notkun er sjónræn skoðun, framkvæmd af stjórnandanum fyrir hver vaktaskipti. Skoðunin er hönnuð til að greina hvort eitthvað gæti verið að vélinni áður en stjórnandinn prófar hana.

Skoðaðu listann á næstu síðu og merktu við hvert atriði.

Ef skemmdir eða önnur óheimil frávik frá verksmiðjuafhentu ástandi uppgötvast verður að merkja vélina og taka hana úr notkun.

Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknilýsingu framleiðanda. Eftir að viðgerð er lokið verður stjórnandinn að framkvæma skoðun fyrir notkun aftur áður en hann prófar vélina.

Page 11

SKOĐUN FYRIR NOTKUN

Skoðun fyrir notkun

  • Vertu viss um að handbók stjórnanda sé heil, læsileg og þar sem hægt er að grípa til hennar.
  • Tryggðu að allir límmiðar séu til staðar og læsilegir. Sjá hlutann um límmiða.

Kannaðu hvort eftirfarandi íhlutir eða svæði eru skemmd, rangt sett í eða hvort hluti vantar eða óheimilar breytingar hafi verið gerðar:

  • Vinda og tengdir hlutir
  • Íhlutir undirstöðu
  • □ Fætur
  • 🗅 Hjól
  • Innri og ytri grind
  • Rennihnappar
  • □ Haldsamsetning sleða
  • Kapalsfesting
  • □ Kapall og trissur
  • 🗅 Hjól
  • Gafflar
  • □ Hleðslupallur og bóma (ef til staðar)
  • Rær, boltar og aðrar festingar
  • □ Kapall (skekkjur, trosnun, slit)
  • Stigi (ef til staðar)
  • Bremsukerfi (ef til staðar)
  • Markarofi (gerðir með rafmagnsvindu)
  • Ramagnsvinda og tengdir hlutir (ef til staðar)
  • Fjarstýring og vírar (gerðir með rafmagnsvindu)

Gáðu að eftirfarandi á allri vélinni:

  • Dældum eða skemmdum
  • Tæringu eða ryðmyndun
  • Garanda Sprungum í suðum eða burðareiningum
  • Gættu þess að allar burðareiningar og annar nauðsynlegur búnaður sé til staðar og að allar festingar og pinnar séu á sínum stað og vel festar.
  • Kannaðu og hreinsaðu rafgeymapóla og allar tengingar rafgeymakapals.
  • Gættu þess að hafa a.m.k. fjórar vefjur af kapli á vindunni þegar sleðinn er í neðstu stöðu.
  • Gættu þess að grindarrennurnar séu vel smurðar og lausar við rusl. Smyrðu rennurnar með þurru silíkonspreyi eða silíkonvaxi (Genie hlutanúmer 90337).
Page 12

Virknipróf

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari stjórnandahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
    • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
    • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.

Þekktu og skildu virkniprófin áður en farið er í næsta hluta.

  • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
  • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.

Grundvallaratriði

Virkniprófin eru hönnuð til að greina bilanir áður en vélin er notuð. Stjórnandinn verður að fylgja leiðbeiningunum skref fyrir skref til að prófa alla virkni vélarinnar.

Aldrei má nota bilaða vél. Ef bilanir uppgötvast verður að merkja vélina og taka hana úr notkun. Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknilýsingu framleiðanda.

Þegar viðgerðum er lokið verður notandi að sinna skoðun fyrir notkun og gera virknipróf að nýju áður en vélin er tekin í notkun.

Page 13

VIRKNIPRÓF

Virknipróf

1 Veldu prófunarsvæði sem er traust, slétt og laust við hindranir.

Uppsetning

  • 1 Hallaðu vélinni aftur.
  • 2 Renndu hvorum gaffli á sleðann og festu þá með gaffallæsipinnunum.
  • 3 Renndu hverjum fæti inn í grópina á undirstöðunni þar til læsipinni fótarins smellur inn í hann.

  • 4 Reistu vélina við.
  • 5 Fjarlægðu vinduhandfangið, snúðu handfanginu við og settu það upp. Gripið á handfanginu ætti að vísa að stjórnandanum.
  • 6 Gleið undirstaða: Stilltu í æskilega breidd. Gættu þess að læsipinni fótarins smelli inn í fótinn.
  • 7 Snúðu höldusúlunni af sleðanum.

Bóma

  • 1 Haltu bómunni í lóðréttri stöðu.
  • 2 Settu efsta hluta bómuplötunnar undir efra festingarrör gafflanna og lyftu henni upp.
  • 3 Snúðu bómunni niður þar til hún festist á sínum stað.
  • 4 Komdu lyftifestunni fyrir í hentugu opi á bómunni.

Hleðslupallur

  • 1 Leggðu hleðslupallinn á gafflana.
  • 2 Lyftu fremri hluta hleðslupallsins og ýttu honum í átt að sleðanum þar til aftari hluti hans er undir neðra festingarröri gafflanna.
  • 3 Snúðu hleðslupallinum niður þar til hann festist á sínum stað ofan á göfflunum.

Uppsetning stiga (ef til staðar)

  • 1 Komdu vélinni fyrir.
  • 2 Togaðu í smellipinnana á báðum hliðum stigans.
  • 3 Togaðu stigann niður í lægri stöðu. Gættu þess að styðja við stigann þar til hann er kominn alveg niður.

Stiginn geymdur: Hækkaðu stigann í geymslustöðu og gættu þess að smellipinnarnir festist á sínum stað.

Page 14

VIRKNIPRÓF

Bremsurnar prófaðar (ef til staðar)

  • 1 Stígðu á fótstigið til að læsa bremsunum.
  • 2 Ýttu vélinni.
  • Niðurstaða: Hjólin ættu ekki að snúast.
  • 3 Stígðu á fótstigið til að losa bremsurnar.
  • 4 Ýttu vélinni.
  • Niðurstaða: Vélin ætti að hreyfast.

Prófun vindu

Ath.: Genie Lift 4 er ekki með innri grind.

  • 1 Snúðu vinduhandfanginu réttsælis til að lyfta sleðanum.
  • Niðurstaða: Sleðinn ætti að fara að efsta hluta innri grindarinnar og þar á eftir innri grindin að lyftast. Sleðinn og innri grindin ættu að hreyfast snurðulaust, án þess að festast.
  • 2 Snúðu vinduhandfanginu rangsælis til að láta sleðann síga.
  • Niðurstaða: Innri grindin ætti að síga niður í ytri grindina, og svo ætti sleðinn að síga niður í innri grindina. Sleðinn og innri grindin ættu að hreyfast snurðulaust, án þess að festast.

Ath.: Ef sleðinn og innri grindin hreyfast ekki snurðulaust gæti þurft að smyrja rennurnar með þurru silíkonspreyi eða silíkonvaxi.

Rafmagnsvinda prófuð (ef til staðar)

Ath.: Genie Lift 4 er ekki með innri grind.

  • 1 Tengdu rafgeymapakkann.
  • 2 Togaðu út rauða neyðarstöðvunarhnappinn í on-stöðuna.
  • 3 Ýttu á upp-hnappinn á fjarstýringunni.
  • Niðurstaða: Sleðinn ætti að fara að efsta hluta innri grindarinnar og þar á eftir innri grindin að lyftast. Sleðinn og innri grindin ættu að hreyfast snurðulaust, án þess að festast. Slokka ætti á vindunni begar sleðinn er kominn í mestu hæð.
  • 4 Ýttu inn rauða neyðarstöðvunarhnappinum í off-stöðuna.
  • 5 Ýttu á niður-hnappinn, svo á upp-hnappinn.
  • Niðurstaða: Upp/niður aðgerðin ætti ekki að virka.
Page 15

Skoðun á vinnusvæði

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari stiórnandahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
    • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
    • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
    • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.

Þekktu og skildu skoðun á vinnusvæði áður en þú snýrð þér að næsta hluta.

5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.

Grundvallaratriði

Skoðun vinnustaðar hjálpar stjórnandanum að ákvarða hvort vinnustaðurinn henti fyrir örugga notkun vélarinnar. Stjórnandi ætti alltaf að framkvæma slíka skoðun áður en hann færir vélina inn á vinnustaðinn.

Það er á ábyrgð notandans að greina og leggja á minnið hættur á vinnusvæðinu og fylgjast svo með þeim og forðast þær á meðan hann færir, setur upp og notar vélina.

Aðgættu og forðastu eftirfarandi hættulegar aðstæður:

  • · brúnir eða holur
  • · ójöfnur og fyrirstöður á gólfi
  • · rusl
  • fyrirstöður í loftinu og háspennuleiðara
  • hættulega staði
  • hallandi yfirborð
  • · óstöðugt eða hált yfirborð
  • ófullnægjandi stuðning við yfirborð til að þola þyngd og álag vélarinnar
  • · vind og veðuraðstæður
  • · allar aðrar mögulega óöruggar aðstæður
Page 16

Notkunarleiðbeiningar

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari stjórnandahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
    • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
    • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
    • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
    • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.

Grundvallaratriði

Hlutinn með notkunarleiðbeiningum veitir leiðbeiningar um öll atriði sem lúta að notkun vélarinnar. Það er á ábyrgð stjórnandans að fylgja öllum öryggisreglum og leiðbeiningum í handbók stjórnanda.

Að nota vélina við nokkuð annað en að lyfta vörum er hættulegt.

Ef fleiri en einn mun nota vélina á mismunandi tímum á sömu vakt verður hver notandi að fylgja öllum öryggisreglum og leiðbeiningum í handbókinni. Það þýðir að allir nýir notendur skulu skoða vélina fyrir notkun, gera á henni virkniprófun og skoða vinnusvæðið áður en þeir nota vélina.

Uppsetning

Veldu svæði sem er traust, slétt og án hindrana.

Fylgdu ferlinu fyrir uppsetningu í hlutanum Virknipróf.

Farmur hækkaður og lækkaður -Handvirk vinda

  • 1 Hafðu farminn á miðjum göfflunum eða hleðslupallinum.
  • 2 Lyftu farminum upp með því að grípa þétt um vinduhandfangið og snúa því réttsælis. Ekki láta kapalinn vindast ójafnt á vindutromluna.
  • 3 Láttu farminn síga með því að grípa þétt um vinduhandfangið og snúa því rangsælis. Þegar hann hefur verið látinn síga í hentuga stöðu skal snúa vinduhandfanginu réttsælis (hækka farminn) í 1/4 snúning til að setja bremsuna á.

Farmur hækkaður og lækkaður - rafmagnsvinda

  • 1 Hafðu farminn á miðjum göfflunum eða hleðslupallinum.
  • 2 Tengdu rafgeymapakkann.
  • 3 Togaðu rauða neyðarstöðvunarhnappinn út í á-stöðuna.
  • 4 Ýttu á upp- eða niður-hnappinn á fjarstýringunni eftir því í hvaða átt þú vilt flytja farminn.
Page 17

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Vélin færð með farmi

Á vinnusvæði er best að færa vélina án farms. Aðeins skal færa vélina með farm uppi þegar verið er að staðsetja hana fyrir hleðslu og afhleðslu. Ef nauðsynlegt er að færa vélina með farminn uppi verður að skilja og fara að eftirfarandi öryggisreglum:

  • Gættu þess að svæðið sé slétt og án hindrana.
  • Tryggðu að farmurinn sé rétt staðsettur á miðjum göfflunum eða hleðslupallinum.
  • · Forðast skal skyndilega færslu eða stöðvun.
  • Færa skal vélina með farminn í neðstu mögulegu stöðu.
  • · Haltu starfsfólki fjarri vélinni og farminum.
  • · Ekki halla vélinni aftur með farminn uppi.

Vélin færð í stiga

Best er að færa vélina um stiga með því að nota stigarennurnar sem eru valbúnaður. Ekki er mælt með því að færa vélina um stiga án þess að nota stigarennur. Ef nauðsynlegt er að færa vélina um stiga verður að skilja og fara að eftirfarandi öryggisreglum:

  • Ekki flytja vélina um stiga ef hún er búin 4 punkta hjólavalbúnaðinum.
  • · Láttu farminn síga alveg niður.
  • Mjakaðu vélinni yfir hverja tröppu. Haltu föstu taki á handfanginu.
  • · Gættu þess að vélin haldi jafnvægi.
  • · Haltu varlega áfram upp eða niður stigann.
  • Notaðu viðeigandi fjölda starfsmanna og rétta lyftitækni með mikla þyngd.
  • Gerðir með rafmagnsvindu Fjarlægðu rafgeymapakkann.

Eftir hverja notkun

Þegar vélin er búin undir geymslu skal fjarlægja gafflana og fæturna og snúa vinduhandfanginu við. Sjá uppsetningarleiðbeiningar.

Veldu örugga geymslustaðsetningu – traustan og sléttan flöt, í skjóli fyrir veðri, án hindrana og umferðar.

Gerðir með rafmagnsvindu: Hlaðið rafgeyminn.

Page 18
NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Leiðbeiningar fyrir rafgeymi og hleðslutæki

Athugaðu og fylgdu:

  • Ekki nota utanaðkomandi hleðslutæki eða startgeymi.
  • ☑ Hlaða skal rafgeyminn á vel loftræstum stað.
    • Notaðu rétta spennu fyrir hleðslu eins og tilgreint er á hleðslutækinu.
  • Notaðu aðeins rafgeymi og hleðslutæki sem viðurkennt er af Genie.

Til að hlaða rafgeyminn

  • 1 Opnaðu lokið á rafgeymapakkanum til að komast að rafgeyminum.
  • 2 Fjarlægðu loftlokur rafgeymisins og athugaðu sýrustig rafgeymisins. Ef þörf krefur skal bæta aðeins því magni af eimuðu vatni á sem þarf til að þekja plöturnar. Ekki yfirfylla fyrir hleðslu.
  • 3 Settu loftlokur rafgeymisins á sinn stað.
  • 4 Ef til staðar: Snúðu rofanum í stöðuna slökkt. Gætið þess að úttakssnúra jafnstraums sé rétt tengd við rafgeyminn (svart í neikvætt, rautt í jákvætt).
  • 5 Tengdu hleðslutækið við jarðtengda riðstraumsrafrás.
  • 6 Ef til staðar: Stilltu riðstraumsvalrofann á rétta spennu.
  • 7 Snúðu aflrofanum í stöðuna AUTO (sjálfvirkur).
  • 8 Kannaðu á ampermælinum hvort hleðsluhraðinn sé réttur. Upphaflegur hleðsluhraði ætti um að vera um 10 A. Hleðsluhraðinn lækkar þegar rafgeymirinn er fullhlaðinn.

  • 9 Hleðslutæki með handvirkum/sjálfvirkum valrofa. Ef ampermælirinn gefur til kynna að rafgeymirinn sé ekki að hlaðast skalltu snúa aflrofanum í stöðuna MANUAL (handvirkt) þar til ampermælirinn byrjar að hreyfast. Snúðu aflrofanum svo í stöðuna AUTO (sjálfvirkt).
  • 10 Hleðslutækið slekkur sjálfkrafa á sér þegar rafgeymirinn er fullhlaðinn. Ef til staðar: Snúðu aflrofanum í stöðuna slökkt og aftengdu hann svo frá riðstraumsaflgjafanum.
  • 11 Athugaðu stöðu rafgeymasýrunnar þegar hleðsluferlinu er lokið. Bættu eimuðu vatni í botn áfyllingarslöngunnar. Yfirfylltu ekki.

Leiðbeiningar um fyllingu og hleðslu þurrgeymis

  • 1 Fjarlægðu loftlokur rafgeymisins og plastinnsiglið af loftopunum.
  • 2 Fylltu hverja sellu með rafgeymasýru (rafkleyfu efni) þar til flýtur yfir plöturnar.

Ekki fylla að hámarki fyrr en hleðslu er lokið. Yfirfylling getur valdið því að rafgeymasýra leki út meðan á hleðslu stendur. Hlutleystu rafgeymasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.

  • 3 Settu loftlokurnar aftur á.
  • 4 Hladdu rafgeyminn.
  • 5 Athugaðu sýrustig rafgeymisins þegar hleðslu er lokið. Bættu eimuðu vatni í botn áfyllingarslöngunnar. Yfirfylltu ekki.
Page 19

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Leiðbeiningar um flutning

Athugaðu og fylgdu:

  • Gættu þess að flutningsbifreiðin og flutningsfletir geti borið þunga vélarinnar. Sjá þyngd vélarinnar á raðnúmeraplötu.
  • Leggja verður flutningsökutækinu á láréttu vfirborði.
  • Fjarlægðu farminn af göfflunum, bómunni eða hleðslupallinum fyrir fermingu fyrir flutning.
  • Ganga verður tryggilega frá flutningsökutækinu til að koma í veg fyrir að það hreyfist meðan verið er að ferma vélina.
  • Vélin verður að vera kyrfilega fest við flutningabílinn.

Lyftileiðbeiningar

Sá fjöldi fólks sem þarf til að flytja vélina veltur á ýmsum þáttum, þ. á m. en ekki takmarkað við:

  • líkamlegu ástandi, afli, fötlun eða fyrri meiðslum viðkomandi fólks
  • þeirri lóðréttu og láréttu vegalengd sem færa þarf vélina
  • · þeim fjölda skipta sem þarf að flytja vélina
  • þeirri líkamsstöðu, líkamsbeitingu og tökum sem viðkomandi fólk beitir
  • · þeirri lyftitækni sem notuð er
  • aðstæðum á vinnustað og veðri (t.d. hvort bað sé hálka eða rigning)

Nota verður viðeigandi fjölda fólks og rétta lyftitækni til að koma í veg fyrir meiðsli.

Ferming fyrir flutning

  • 1 Færðu sleðann alveg niður.
  • 2 Snúðu höldusúlunni yfir sleðann. Gættu þess að læsipinninn smelli á sinn stað.
  • 3 Fjarlægðu vinduhandfangið, snúðu handfanginu við og settu það upp. Gripið á handfanginu ætti að vísa að sleðanum.
  • 4 Gerðir með rafmagnsvindu: Fjarlægðu rafgeymapakkann.
Page 20

Töflur yfir burðargetu

Athugaðu og fylgdu:

  • Ef farmi er ekki komið fyrir rétt getur það leitt til dauða eða alvarlegs líkamstjóns.
  • Gakktu úr skugga um að farmurinn sem á að lyfta sé ekki yfir hámarkinu fyrir þyngdarmiðjuna. Sjá Töflur yfir burðargetu á næstu síðu.
  • ▲ AÐVÖRUN Hætta á veltu. Ef farmi sem er yfir burðargetu vélarinnar er lyft getur það leitt til dauða eða alvarlegs líkamstjóns.

Þyngdarmiðjan er jafnvægispunktur farmsins og hún verður að vera innan þyngdarmiðjusvæðisins.

AÐVÖRUN Hætta á veltu. Ef farmi er ekki komið fyrir innan þyngdarmiðjusvæðisins getur

það leitt til dauða eða alvarlegs líkamstjóns.

Gafflar

Leiðbeiningar um staðsetningu farms

  • 1 Ákvarðaðu þyngd og þyngdarmiðju farmsins.
  • 2 Mældu að þyngdarmiðju frá þeirri hlið farmsins sem verður næst sleðanum.
  • 3 Sjá töfluna á næstu síðu fyrir upplýsingar um hvort vélin geti lyft þyngdinni miðað við staðsetningu á göfflum.
  • 4 Staðsettu farminn þannig að hann hvíli á göfflunum, eins nálægt sleðanum og hægt er.
  • 5 Komdu farminum fyrir þannig að þyngdarmiðjan sé innan þyngdarmiðjusvæðisins.

Page 21

TÖFLUR YFIR BURÐARGETU

Tafla yfir burðargetu gaffla
cm 30 35
Gerð
GL-4 kg 227 227
GL-8 kg 181 181
GL-10 kg 159 159
GL-12 kg 159 159

Bóma

Leiðbeiningar um staðsetningu farms

  • 1 Ákvarðaðu þyngd og þyngdarmiðju farmsins.
  • 2 Sjá töfluna hér að neðan fyrir upplýsingar um hvort vélin geti lyft þyngdinni miðað við staðsetningu á bómu.
  • 3 Komdu lyftifestunni fyrir í hentugu opi á bómunni.

Hámarkslengd að þyngdarmiðju

(mælist frá framhluta sleða)

Gafflar: 35 cm
Hleðslupallur: 35 cm
Bóma: 51 cm
Page 22

Límmiðar

Skoðun límmiða með orðum

Kannaðu hvort límmiðar á vélinni beri orð eða tákn. Beittu viðeigandi skoðun til að tryggja að allir límmiðar séu læsilegir og til staðar.

Part No. Description Qua antity
33468 Warning - No Riders 1
35567 Warning - Bodily Injury Hazard 1
35574 Warning - Machine Safety and Setup 1
35575 Notice - Boom Setup 1
35577 Notice - Max Capacity 350 lbs / 159 kg,
GL-10, GL-12
1
35578 Notice - Max Capacity 400 lbs / 181 kg,
GL-8
1
Part No. Description Quantity
35579 Notice - Max Capacity 500 lbs / 227
GL-4
′ kg, 1
37049 Warning - Tip-over Hazard 1
37084 Notice - Load Platform Setup 1
37111 Warning - Ladder Safety and Setup 1
37120 Warning - No Step 1
43021 Warning/Notice - Electric Winch Sat fety 1
43022 Danger/Notice - Electric Winch Batt
Safety
ery 1
52982 Cosmetic - Genie Lift 1

Page 23
LÍMMIÐAR

Skoðun límmiða með táknum

Kannaðu hvort límmiðar á vélinni beri orð eða tákn. Beittu viðeigandi skoðun til að tryggja að allir límmiðar séu læsilegir og til staðar.

Hlutanr. Lýsing Magn
52982 Skreyting - Genie Lift 1
82481 Hætta - Öryggi rafgeymis 1
82487 Miði - Lestu handbókina 3
82962 Viðvörun - Engir farþegar leyfðir 1
Hlutanr. Lýsing Magn
97510 Viðvörun - Bómuuppsetning 1
97511 Viðvörun - Hámarksburðargeta 159 kg
GL-10, GL-12
, 1
97512 Viðvörun - Hámarksburðargeta 181 kg
GL-8
, 1
97513 Viðvörun - Hámarksburðargeta 227 kg
GL-4
, 1
97532 Varúð - Hætta á líkamstjóni 1
97533 Viðvörun - Ekki stíga 2
97536 Viðvörun - Ekki teygja þig eftir hlutum 1
97539 Hætta - Hætta á raflosti 2
97540 Viðvörun - Burðargeta stiga, 113 kg 2

Page 24

Tæknilýsing

Gerð GL-4 GL-8 GL-10 GL-12
Hæð, hámarkslyfta
Gafflar uppi
1,8 m 3,06 m 3,6 m 4,2 m
Hæð, hámarkslyfta
Gafflar niðri
1,2 m 2,5 m 3 m 3,7 m
Hæð, lágmarkslyfta
Gafflar niðri
8,9 cm 8,9 cm 5,1 cm 5,1 cm
Lyftigeta 227 kg 181 kg 159 kg 159 kg
u
Sić tark
nilúainsastöflu á næati . cíðu
Sja læk 0.0
Hæð, frágengin* 1,7 m 1,7 m 2 m 2,3 m
Hæð frá jörð* 1,9 cm 1,9 cm 1,9 cm 1,9 cm
Stöðluð undirstaðar
Breidd 62,9 cm 62,9 cm Ekki til Ekki til
Lengd - frágengin 30,5 cm 30,5 cm Ekki til Ekki til
Length - í notkun 88,3 cm 88,3 cm Ekki til Ekki til
Gleið undirstaða
Breidd - frágengin 73 cm 73 cm 73 cm 73 cm
Breidd - útsett 1,1 m 1,1 m 1,1 m 1,1 m
Lengd - frágengin 48,9 cm 48,9 cm 48,9 cm 48,9 cm
Lengd - í notkun 1 m 1 m 1 m 1 m
Mótvægisundirstaða
Breidd - frágengin 73 cm 73 cm 73 cm Ekki til
Breidd - útsett 1,1 m 1,1 m 1,1 m Ekki til
Lengd - í notkun 72,4 cm 72,4 cm 72,4 cm Ekki til
Hávaðamengun í lofti frá vélinni
Hámarkshljóðstyrkur við he efðbundnar vinnuaðstæði ur (A-veginn)
Handvirk vinda 90 dB 90 dB 90 dB 90 dB
Ratmagnsvinda 95 dB 95 dB 95 dB 95 dB

* 10 tommu lofthiólið bætir 2.5 cm við bessa tæknilýsingu.

* 4 punkta hjólið, valbúnaður B, bætir 2,5 cm við þessa tæknilýsingu.

* Mótvægisundirstaðan bætir 2,5 cm við þessa tæknilýsingu.

Page 25

TÆKNILÝSING

Gerð GL-4 GL-8 GL-10 GL-12
Gafflar
Lengd 57,2 cm 57,2 cm 57,2 cm 57,2 cm
Breidd 52,1 cm 52,1 cm 52,1 cm 52,1 cm
Hleðslupallur
Lengd 58,4 cm 58,4 cm 58,4 cm 58,4 cm
Breidd 55,9 cm 55,9 cm 55,9 cm 55,9 cm

Stillingar vélar

GL-4 og GL-8 undirstaoa
*Hjól:
Lofthjól
Fremri: 2 1 /2 tommu snúningshjól
Aftari: 10 tommu lofthjól
Undirstaða: Gleið ur ndirstaða
GL-4, GL-8, GL-10 og g GL-12
*Hjól:
Lofthjól
Fremri: 2 1 /2 tommu snúningshjól
Aftari: 10 tommu lofthjól
4 punkta hjól, valbúna iður A
Fremri: 2 tommu tvöföld snúningshjól
Aftari: 4 tommu snúningshjól
4 punkta hjól, valbúna iður B
Fremri: 2 1 /2 tommu snúningshjól
Aftari: 5 tommu snúningshjól með
hliðarbremsum og
4 punkta snúningslásum
Undirstaða: Mótvæg i
GL-4, GL-8, GL-10
**Hjól:
Fremri: 4 tommu föst hjól
Aftari: 5 tommu snúningshjól með
hliðarbremsum

*Staðalbúnaður á vélum með staðlaðri eða gleiðri undirstöðu er 8 tommu hjól að aftan og 2 tommu tvöföld snúningshjól að framan.

**Staðalbúnaður á vélum með mótvægisundirstöðu er

5 tommu snúningshjól að aftan með hliðarbremsum og 4 tommu föst hjól að framan.

Vélarþyngdir
Genie Lift 4
Undirstaða: Hjólabúnaður: Þyngd:
Stöðluð Staðlaður 51 kg
Stöðluð Lofthjól 53 kg
Gleið Staðlaður 57 kg
Gleið Lofthjól 59 kg
Gleið 4 punkta hjól A 62 kg
Gleið 4 punkta hjól B 63 kg
Mótvægi Staðlaður 178 kg
Genie Lift 8
Undirstaða: Hjólabúnaður: Þyngd:
Stöðluð Staðlaður 60 kg
Stöðluð Lofthjól 62 kg
Gleið Staðlaður 66 kg
Gleið Lofthjól 68 kg
Gleið 4 punkta hjól A 71 kg
Gleið 4 punkta hjól B 72 kg
Mótvægi Staðlaður 186 kg
Genie Lift 10
Undirstaða: Hjólabúnaður: Þyngd:
Gleið Staðlaður 68 kg
Gleið Lofthjól 69 kg
Gleið 4 punkta hjól A 73 kg
Gleið 4 punkta hjól B 73 kg
Mótvægi Staðlaður 188 kg
Genie Lift 12
Undirstaða: Hjólabúnaður: Þyngd:
Gleið Staðlaður 70 kg
Gleið Lotthjól 72 kg
Gleið 4 punkta hjól A 75 kg
GIEIO 4 punkta njoi B 76 kg

Rafmagnsvindan bætir 47 kg við ofangreinda

þyngd vélar.

Loading...