AEG LAVATHERM 57520 electronic User Manual

LAVATHERM 57520 electronic57520 electronic
Barkalaus þurrkari með rakaskynjara
Notendaleiðbeiningar
Kæri viðskiptavinur,
P
Vinsamlegast lestu þessar notendaupplýsingar vandlega. Athugaðu sérstaklega“Öryggis” hlutann á fyrstu blaðsíðunum
Vinsamlegast geymdu þessar notendaupplýsingar þannig að hægt sé að fletta upp í þeim síðar. Ef þurrkarinn skiptir um eigendur , láttu leiðbeiningarnar fylgja.
Atriði sem varða öryggi þitt eru merkt með rauðum þríhyrning og/eða
1
með upphrópunum (Aðvörun!, Varúð!, Áríðandi!). Veittu þeim vinsamlegast sérstaka athygli.
0 Þetta merki leiðir þig þrep fyrir þrep í gegnum hvernig á að nota
þurrkarann.
Eftir þetta tákn, eru veittar nákvæmari upplýsingar um
3
notkunarmöguleika þurrkarans.
Með smáranum eru merktar ábendingar og ráð um hvernig á að nota
2
vélina á sparneytinn og umhverfisvænan hátt.
Vegna mögulegra bilana leitið upplýsinga um aðgerðir í kaflanum “Hvað skal að gera, þegar... “.
rentað á umhverfisvænan pappír.
Þeir sem bera umhyggju fyrir umhverfinu hegða sér samkvæmt því …
2
Efnisyfirlit
Öryggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
Almennar athugasemdir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
Förgun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
Vistfræðileg ráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
Helstu eiginleikar þurrkarans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
Lýsing á þurrkaranum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
Framhlið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
Stjórnborð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
Valhnappur fyrir þvottakerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
Fyrir fyrstu notkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
Stutt tilsögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15
Þurrkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Forvinnið tauið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Opnið hurð þurrkarans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Setjið þvottinn í vélina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Lokið hurð þurrkarans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Veljið rétt þurrkkerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Val á biðtíma fyrir kerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17
Að kveikja á þurrkkerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
Fjarlægið tauið og gangið frá því . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
Endir þurrkkerfis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
Fjarlægið tauið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
Tæmið vatnstankinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19
Hreinsið þéttilista í dyragátt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19
Hreinsið lósigti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20
Hreinsið varmaskiptirinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21
Slökkvið á þurrkaranum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21
Kerfistöflur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22
Smá fróðleikur um tau . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
Þvottamerki / merkingar í fötum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
3
Efnisyfirlit
Hreinsun og viðhald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
Hreinsun varmaskiptis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
Hreinsun síusvæðis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
Hreinsun lósigtis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26
Þrif á stjórnborði (skjáir og takkar) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26
Hreinsun þéttilista í dyragátt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26
Hvað skal að gera, þegar … ? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27
Að skipta um peru . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
Að snúa við hurðinni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
Tæknlegar upplýsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
Uppsetning og tenging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
Upplýsingar fyrir rafvirkjann . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
Aukahlutir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33
Frárennslisbúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33
Búnaður fyrir þurrkara-þvottavélar súlu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33
Atriðaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34
Þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35
4
1Öryggi
Öryggisgæði AEG-rafmagnstækjanna uppfylla viðurkenndar tæknilegar reglur og öryggislög. Samt sem áður lítum við á það sem skyldu okkar sem framleiðenda að kynna ykkur eftirfarandi öryggisatriði.
Almennt öryggi
• Viðgerðir á þurrkaranum mega aðeins framkvæmast af faglærðum viðgerðamönnum. Talsverð hætta getur stafað af ófullnægjandi eða slæmum viðgerðum. Hafðu samband við þjónustudeild eða umboðsmann ykkar, sé þörf á viðgerðum.
• Fullvissaðu þig áður en þú tekur vélina í notkun um að rafspenna (málspenna) og rafstraumur sem skráður er á tegundarplötu vélarinnar sé eins og í innstungunni þar sem setja á tækið upp. Upplýsingar um nauðsynlega rafmagnsöryggisvörn er líka að finna á tegundarplötunni.
• Takið þurrkarann aldrei í notkun ef rafmagnssnúra skaðast eða stjórnborðið er skemmt, eða platan ofan á vélinni eða sökkullinn er skemmdur upp að því marki að aðgangur sé opinn að innvolsi vélarinnar.
• Slökkvið á þurrkaranum áður en hann er þrifinn eða viðhaldsvinna er framkvæmd. Takið vélina þar að auki úr sambandi, eða ef það er ekki hægt, farið í rafmagnstöfluna og sláið út eða fjarlægið öryggið fyrir vélina.
• Aldrei taka þurrkarann úr sambandi með því að toga í snúruna, takið ávalt um rafmagnsklóna sjálfa.
• Ekki leggja þunga líkamans á opna hurð þurrkarans, hann gæti oltið.
• Ekki skola af þurrkaranum með rennandi vatni. Það veldur hættu á raflosti!
• Rykvörnin fyrir tromluljósið verður að vera skrúfuð á.
• Athugið að þvottur hafi ekki klemmst á milli þegar hurðinni var lokað
• Athugið þetta ef þurrkarinn er opnaður meðan kerfi er enn í gangi: Þvottur og tromla geta verið heit.
• Ef tækið er ekki í notkun í langan tíma takið það þá úr sambandi
• Notið ekki fjölliða klær, millistykki eða framlengingarsnúrur. Eldur gæti kviknað vegna ofhitunar!
Öryggi
5
Öryggi
Barna öryggi
• Börn átta sig oft ekki áþeirri hættu sem fylgir meðhöndlun rafmagnstækja. Tryggið því að börn séu ekki nálægt þurrkaranum án fullnægjandi eftirlits meðan hann er í gangi , og aldrei leyfa þeim að leika sér með hann, sú hætta er fyrir hendi að þau loki sig inn í honum.
• Pakkningar (t.d. plastábreiður, frauðplast) geta reynst börnum hættuleg. Hætta er á köfnun! Geymið pakkningar þar sem börn ná ekki til.
• Tryggið að hvorki börn eða smádýr klifri inn í tromlu þurrkarans. Lokið hurð þurrkarans þegar hann er ekki í notkun.
Notkun á þurrkaranum í samræmi við lög
• Af öryggisástæðum er ekki heimilt að endurnýja, eða breyta þurrkaranum.
• Notið þurrkarann einungis til að þurrka í honum almennan heimilisþvott. Framleiðandinn er ekki skaðabótaskyldur gagnvart hugsanlegum skemmdum sem kunna að verða sé tækið er notað á annan eða rangan hátt.
• Þurrkið aðeins þvott semþveginn hefur verið í vatni. Efni sem meðhöndluð hafa verið með eldfimum hreinsi og leysiefnum (bensín, eter, spíri, blettahreinsum og því um líku (t.d sumar flíkur sem hafa verið fyrirfram hreinsaðar)) má ekki þurrka í þurrkaranum. Af því gæti hlotist brunahætta og sprengihætta!
• Flíkur eða annan þvott sem inniheldur svampgúmmí, gúmmíefni eða því um líkt má ekki þurrka í þurrkaranum. Af því gæti hlotist brunahætta !
• Illa farinn þvottur og einnig þvottur sem inniheldur lausar fillingar (púðar) sem gætu lekið, er ekki hæfur til þurrkunar. Af því gæti hlotist brunahætta !
• Stífurþvottur (gólfmottur) og yfirfyllt tromla getur lokað fyrir lósigtið. Varist að setja meiri taumagn en hámarkið segir til um. Mest má setja 5 kg í einu. Annars er hætta á ofhitun og bruna !
• Varist að hlutir sem gætu sprungið (kveikjarar, spreybrúsar ) fari í þurrkarann. Af því gæti hlotist bruna og sprengihætta!
• Hreinsið lósigti eftir hverja þurrkun.
• Hreinsið varmaskiptirinn reglulega.
• Ef búið er að stafla þurrkara og þvottavél saman, setjið ekkert upp á þurrkarann, þar sem það gæti oltið vegna titrings meðan hann er í gangi.
6
Almennar athugasemdir
Uppsetning og tenging
• Verið viss um að þvottavélin hafi ekki skemmst í flutningi. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum tengja skemmda vél. Hafið samband við söluaðila ef um skemmdir er að ræða .
• Ef bera á þurrkarann, fjarlægið botnhlíf.
• Ekki stilla þurrkaranum upp þar sem hætta er á frostskemmdum!
• Stillið þurrkaranum upp lárétt!
• Ef stilla skal upp við hlið gas-, kola- eða rafmagns-eldavél: Setja þarf hitaeinangrandi, eldtrausta plötu milli eldavélar og þurrkara (Mál: 85x57,5cm).
• Ekki má setja þurrkarann á þykk teppi eða gólfefni með svampundirlagi. Það getur hindrað loftflæði gegnum loftgöt á sökkli vélarinnar!
• Athugið að þurrkarinn standi ekki á rafmagnssnúrunni.
• Aðeins viðurkenndur sérfræðingur má setja upp varanlega fasttengingu.
3 Almennar athugasemdir
• Tau með línsterkju skilur eftir sig efnaleifar í tromlunni og hentar þess vegna ekki til þurkkunar.
• Ef kerfistaflan gefur til kynna að sett hafi verið of mikið í vélina, verður að gera ráð fyrir að tauið krumpist! Ef um er að ræða mjög viðkvæm efni skal setja mest 1,5kg af taui í vélina.
• Til upplýsingar fyrir þig: Slit á efni verður 70% vegna notkunnar, 20% vegna þvotta og aðeins 10% vegna þurrkunar í þurrkara. Í þurrkaranum þínum safnast slitið í formi lóar í lósigti. Með þurrkurum falla aðeins til um það bil 0,03g af ló á móti hverju kílói af taui.
7
Förgun
2 Förgun
Förgun umbúða!
Vinsamlegast losið ykkur við umbúðirnar utanum þurrkarann á umhverfisvænan hátt. Allar umbúðirnar eru umhverfisvænar og endurvinnanlegar.
• Plasthlutar eru merktir með alþjóðlega stöðluðum skammstöfunum: – >PE< fyrir pólýetýlen, t. d. umbúðaplast – >PS< fyrir pólýsstýren, t. d. einangrunarplastefni (almennt CFC-frí) – >POM< fyrir pólýóxýmetýlen, t. d. plastklemmur
Kassinn og aðrir pappahlutar eru unnir úr endurunnum pappír og á að skila þeim til pappírsendurvinnslu.
Förgun eldri véla! Viðvörun! Þegar þurrkaranum er fleygt: Fjarlægið klóna, skerið burt
1
rafmagnssnúruna, eyðileggið hurðalæsinguna og fleygið klónni og snúrunni. Með þessu móti geta börn að leik ekki læst sig inni í vélinni og lent þannig í lífshættu.
Þegar þið í framtíðinni hættið notkun þurrkarans vinsamlega komdið honum til næstu endurvinnslustöðvar eða söluaðilans sem tekur við honum gegn smáu kostnaðargjaldi.
Hægt er að endurnýta/vinna hráefnin í tækinu samkvæmt merkingum. Hægt er að nota hamar eða skrúfjárn til að hluta tækið í sundur.
8
Vistfræðileg ráð
2 Vistfræðileg ráð
• Forðist að nota mýkingarefni! Þegar þurrkari er notaður verður tauið mjúkt og dúnkennt þótt ekkert mýkingarefni sé notað. Prófaðu það!
• Greiðið úr þvottinum! Greiðið úr þvottinum áður en hann er settur í þurrkarann. Það styttir þurrktímann og minnkar krumpumyndun.
•Þeytivindið þvottinn nægjanlega! Almennt gildir: Því betur sem þú vindur úr þvottinum áður en hann fer í þurrkarann, þeim mun betur vinnur þurrkarinn. Við söfnuðum saman staðfestum nýtnitölum og kostnaði háð fjölda snúninga í eftirfarandi töflu. Miðað er við 5 kg af þvotti þvegnum á kerfinu BÓMULL MEÐAL ÞURRT:
Þeytivinding: Þurrkun:
Snúningar á mínútu
800 3,5 70 90 3,5
1000 3,0 59 85 3,0
1200 2,7 53 75 2,7
1400 2,5 50 70 2,6
1600 2,2 44 65 2,5
Afgangsraki
Tími í mínútum Orkunotkun í kWh
í lítrum í %
• Tryggið ávallt nægt loftflæði gegnum loftgötin á botni þurrkarans!
• Tryggið gott loftflæði í rýminu!
• Fylgið þessum leiðbeiningum nákvæmlega. Best orkunýting næst ef þú fylgir leiðbeiningum um magn þvotts í kerfisvísinum. Ef mögulegt er notið það magn sem gefið er upp.
9
Vistfræðileg ráð
• Veljið rétt þurrkkerfi! Veljið rétt kerfi miðað við tegund og tausamsetningu. Þá nær þurrkarinn bestri orkunýtingu. Magn vísir:
Þurrkkerfi
BÓMULL MEÐAL ÞURRT
BÓMULL FYRIR STRAUJÁRN
STRAUFRÍTT MEÐAL ÞURRT
1. þeytivindið á 800 snúningum á mínútu
2. þeytivindið á 1000 snúningum á mínútu
1
1
2
Taumagn
í kg
5 3,5 90
5 2,8 70
2,5 1,3 35
Orku-
notkun í kWh
Ef taumagnið er minna en kerfið (t. d. FYRIR STRAUJÁRN) gerir ráð fyrir, ætti af orkusparnaðarástæðum að þurrka í þrepum: Setjið tauið í þurrkarann veljið kerfið FYRIR STRAUJÁRN; takið tauið úr þurrkaranum og strauið. Þurrkið afganginn af tauinu á MEÐAL ÞURRT.
• Ekki velja VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR ef um er að ræða meira en 2,5kg!
• Hreinsið lósigti eftir hverja þurrkun!
• Losið vatnstankinn eftir hverja þurrkun! Samanþjappaða vatnið úr vatnstankinum er hægt að nota á sama máta
og eimað vatn. Fyrst þarf samt að hella því gegnum pappírssíu. Varúð! Samanþjappaða vatnið er ekki hæft til neyslu eða notkunnar
1
með matvælum.
• Hreinsið varmaskiptirinn reglulega ! Þurrkarinn nýtir orku betur ef varmaskiptirinn er þrifinn reglulega.
Tímalengd í mínútum
10
Helstu eiginleikar þurrkarans
Helstu eiginleikar þurrkarans
Valhnappur fyrir þvottakerfi og hægt að stilla fram í tímann
• Sérhnappur: VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR fyrir milda meðferð á
viðkvæmum efnum
• Hnappur fyrir HLJÓÐMERKI þegar þurrkun er lokið.
Tímaval: Kerfið byrjar 3, 6 eða 9 tímum eftir að það er sett af stað
Skjár sem sýnir frest samkvæmt tímavali
• Skjár sem sýnir gangkerfi
11
Loading...
+ 25 hidden pages