Vinsamlegast lestu þessar notendaupplýsingar vandlega.
Athugaðu sérstaklega“Öryggis” hlutann á fyrstu blaðsíðunum
Vinsamlegast geymdu þessar notendaupplýsingar þannig að hægt sé að
fletta upp í þeim síðar. Ef þurrkarinn skiptir um eigendur , láttu
leiðbeiningarnar fylgja.
Atriði sem varða öryggi þitt eru merkt með rauðum þríhyrning og/eða
1
með upphrópunum (Aðvörun!, Varúð!, Áríðandi!). Veittu þeim
vinsamlegast sérstaka athygli.
0 Þetta merki leiðir þig þrep fyrir þrep í gegnum hvernig á að nota
þurrkarann.
Eftir þetta tákn, eru veittar nákvæmari upplýsingar um
3
notkunarmöguleika þurrkarans.
Með smáranum eru merktar ábendingar og ráð um hvernig á að nota
2
vélina á sparneytinn og umhverfisvænan hátt.
Vegna mögulegra bilana leitið upplýsinga um aðgerðir í kaflanum
“Hvað skal að gera, þegar... “.
rentað á umhverfisvænan pappír.
Þeir sem bera umhyggju fyrir umhverfinu hegða sér samkvæmt því …
Öryggisgæði AEG-rafmagnstækjanna uppfylla viðurkenndar tæknilegar
reglur og öryggislög. Samt sem áður lítum við á það sem skyldu okkar
sem framleiðenda að kynna ykkur eftirfarandi öryggisatriði.
Almennt öryggi
• Viðgerðir á þurrkaranum mega aðeins framkvæmast af faglærðum
viðgerðamönnum. Talsverð hætta getur stafað af ófullnægjandi eða
slæmum viðgerðum. Hafðu samband við þjónustudeild eða
umboðsmann ykkar, sé þörf á viðgerðum.
• Fullvissaðu þig áður en þú tekur vélina í notkun um að rafspenna
(málspenna) og rafstraumur sem skráður er á tegundarplötu
vélarinnar sé eins og í innstungunni þar sem setja á tækið upp.
Upplýsingar um nauðsynlega rafmagnsöryggisvörn er líka að finna á
tegundarplötunni.
• Takið þurrkarann aldrei í notkun ef rafmagnssnúra skaðast eða
stjórnborðið er skemmt, eða platan ofan á vélinni eða sökkullinn er
skemmdur upp að því marki að aðgangur sé opinn að innvolsi
vélarinnar.
• Slökkvið á þurrkaranum áður en hann er þrifinn eða viðhaldsvinna er
framkvæmd. Takið vélina þar að auki úr sambandi, eða ef það er ekki
hægt, farið í rafmagnstöfluna og sláið út eða fjarlægið öryggið fyrir
vélina.
• Aldrei taka þurrkarann úr sambandi með því að toga í snúruna, takið
ávalt um rafmagnsklóna sjálfa.
• Ekki leggja þunga líkamans á opna hurð þurrkarans, hann gæti oltið.
• Ekki skola af þurrkaranum með rennandi vatni. Það veldur hættu á
raflosti!
• Rykvörnin fyrir tromluljósið verður að vera skrúfuð á.
• Athugið að þvottur hafi ekki klemmst á milli þegar hurðinni var lokað
• Athugið þetta ef þurrkarinn er opnaður meðan kerfi er enn í gangi:
Þvottur og tromla geta verið heit.
• Ef tækið er ekki í notkun í langan tíma takið það þá úr sambandi
• Notið ekki fjölliða klær, millistykki eða framlengingarsnúrur. Eldur
gæti kviknað vegna ofhitunar!
Öryggi
5
Page 6
Öryggi
Barna öryggi
• Börn átta sig oft ekki áþeirri hættu sem fylgir meðhöndlun
rafmagnstækja. Tryggið því að börn séu ekki nálægt þurrkaranum án
fullnægjandi eftirlits meðan hann er í gangi , og aldrei leyfa þeim að
leika sér með hann, sú hætta er fyrir hendi að þau loki sig inn í
honum.
• Pakkningar (t.d. plastábreiður, frauðplast) geta reynst börnum
hættuleg. Hætta er á köfnun! Geymið pakkningar þar sem börn ná
ekki til.
• Tryggið að hvorki börn eða smádýr klifri inn í tromlu þurrkarans.
Lokið hurð þurrkarans þegar hann er ekki í notkun.
Notkun á þurrkaranum í samræmi við lög
• Af öryggisástæðum er ekki heimilt að endurnýja, eða breyta
þurrkaranum.
• Notið þurrkarann einungis til að þurrka í honum almennan
heimilisþvott. Framleiðandinn er ekki skaðabótaskyldur gagnvart
hugsanlegum skemmdum sem kunna að verða sé tækið er notað á
annan eða rangan hátt.
• Þurrkið aðeins þvott semþveginn hefur verið í vatni. Efni sem
meðhöndluð hafa verið með eldfimum hreinsi og leysiefnum (bensín,
eter, spíri, blettahreinsum og því um líku (t.d sumar flíkur sem hafa
verið fyrirfram hreinsaðar)) má ekki þurrka í þurrkaranum. Af því gæti
hlotist brunahætta og sprengihætta!
• Flíkur eða annan þvott sem inniheldur svampgúmmí, gúmmíefni eða
því um líkt má ekki þurrka í þurrkaranum. Af því gæti hlotist
brunahætta !
• Illa farinn þvottur og einnig þvottur sem inniheldur lausar fillingar
(púðar) sem gætu lekið, er ekki hæfur til þurrkunar. Af því gæti
hlotist brunahætta !
• Stífurþvottur (gólfmottur) og yfirfyllt tromla getur lokað fyrir
lósigtið. Varist að setja meiri taumagn en hámarkið segir til um. Mest
má setja 5 kg í einu. Annars er hætta á ofhitun og bruna !
• Varist að hlutir sem gætu sprungið (kveikjarar, spreybrúsar ) fari í
þurrkarann. Af því gæti hlotist bruna og sprengihætta!
• Hreinsið lósigti eftir hverja þurrkun.
• Hreinsið varmaskiptirinn reglulega.
• Ef búið er að stafla þurrkara og þvottavél saman, setjið ekkert upp á
þurrkarann, þar sem það gæti oltið vegna titrings meðan hann er í gangi.
6
Page 7
Almennar athugasemdir
Uppsetning og tenging
• Verið viss um að þvottavélin hafi ekki skemmst í flutningi. Ekki má
undir nokkrum kringumstæðum tengja skemmda vél. Hafið samband
við söluaðila ef um skemmdir er að ræða .
• Ef bera á þurrkarann, fjarlægið botnhlíf.
• Ekki stilla þurrkaranum upp þar sem hætta er á frostskemmdum!
• Stillið þurrkaranum upp lárétt!
• Ef stilla skal upp við hlið gas-, kola- eða rafmagns-eldavél: Setja þarf
hitaeinangrandi, eldtrausta plötu milli eldavélar og þurrkara (Mál:
85x57,5cm).
• Ekki má setja þurrkarann á þykk teppi eða gólfefni með
svampundirlagi. Það getur hindrað loftflæði gegnum loftgöt á sökkli
vélarinnar!
• Athugið að þurrkarinn standi ekki á rafmagnssnúrunni.
• Aðeins viðurkenndur sérfræðingur má setja upp varanlega
fasttengingu.
3 Almennar athugasemdir
• Tau með línsterkju skilur eftir sig efnaleifar í tromlunni og hentar þess
vegna ekki til þurkkunar.
• Ef kerfistaflan gefur til kynna að sett hafi verið of mikið í vélina,
verður að gera ráð fyrir að tauið krumpist! Ef um er að ræða mjög
viðkvæm efni skal setja mest 1,5kg af taui í vélina.
• Til upplýsingar fyrir þig: Slit á efni verður 70% vegna notkunnar,
20% vegna þvotta og aðeins 10% vegna þurrkunar í þurrkara. Í
þurrkaranum þínum safnast slitið í formi lóar í lósigti. Með þurrkurum
falla aðeins til um það bil 0,03g af ló á móti hverju kílói af taui.
7
Page 8
Förgun
2 Förgun
Förgun umbúða!
Vinsamlegast losið ykkur við umbúðirnar utanum þurrkarann á
umhverfisvænan hátt. Allar umbúðirnar eru umhverfisvænar og
endurvinnanlegar.
• Plasthlutar eru merktir með alþjóðlega stöðluðum skammstöfunum:
– >PE< fyrir pólýetýlen, t. d. umbúðaplast
– >PS< fyrir pólýsstýren, t. d. einangrunarplastefni (almennt CFC-frí)
– >POM< fyrir pólýóxýmetýlen, t. d. plastklemmur
Kassinn og aðrir pappahlutar eru unnir úr endurunnum pappír og á að
skila þeim til pappírsendurvinnslu.
Förgun eldri véla!
Viðvörun! Þegar þurrkaranum er fleygt: Fjarlægið klóna, skerið burt
1
rafmagnssnúruna, eyðileggið hurðalæsinguna og fleygið klónni og
snúrunni. Með þessu móti geta börn að leik ekki læst sig inni í vélinni
og lent þannig í lífshættu.
Þegar þið í framtíðinni hættið notkun þurrkarans vinsamlega komdið
honum til næstu endurvinnslustöðvar eða söluaðilans sem tekur við
honum gegn smáu kostnaðargjaldi.
Hægt er að endurnýta/vinna hráefnin í tækinu samkvæmt merkingum.
Hægt er að nota hamar eða skrúfjárn til að hluta tækið í sundur.
8
Page 9
Vistfræðileg ráð
2 Vistfræðileg ráð
• Forðist að nota mýkingarefni!
Þegar þurrkari er notaður verður tauið mjúkt og dúnkennt þótt ekkert
mýkingarefni sé notað. Prófaðu það!
• Greiðið úr þvottinum!
Greiðið úr þvottinum áður en hann er settur í þurrkarann. Það styttir
þurrktímann og minnkar krumpumyndun.
•Þeytivindið þvottinn nægjanlega!
Almennt gildir: Því betur sem þú vindur úr þvottinum áður en hann fer
í þurrkarann, þeim mun betur vinnur þurrkarinn.
Við söfnuðum saman staðfestum nýtnitölum og kostnaði háð fjölda
snúninga í eftirfarandi töflu. Miðað er við 5 kg af þvotti þvegnum á
kerfinu BÓMULL MEÐAL ÞURRT:
Þeytivinding:Þurrkun:
Snúningar á mínútu
8003,570903,5
10003,059853,0
12002,753752,7
14002,550702,6
16002,244652,5
Afgangsraki
Tími í mínútumOrkunotkun í kWh
í lítrumí %
• Tryggið ávallt nægt loftflæði gegnum loftgötin á botni þurrkarans!
• Tryggið gott loftflæði í rýminu!
• Fylgið þessum leiðbeiningum nákvæmlega.
Best orkunýting næst ef þú fylgir leiðbeiningum um magn þvotts í
kerfisvísinum. Ef mögulegt er notið það magn sem gefið er upp.
9
Page 10
Vistfræðileg ráð
• Veljið rétt þurrkkerfi!
Veljið rétt kerfi miðað við tegund og tausamsetningu. Þá nær
þurrkarinn bestri orkunýtingu. Magn vísir:
Þurrkkerfi
BÓMULL MEÐAL ÞURRT
BÓMULL FYRIR STRAUJÁRN
STRAUFRÍTT MEÐAL ÞURRT
1. þeytivindið á 800 snúningum á mínútu
2. þeytivindið á 1000 snúningum á mínútu
1
1
2
Taumagn
í kg
53,590
52,870
2,51,335
Orku-
notkun í kWh
Ef taumagnið er minna en kerfið (t. d. FYRIR STRAUJÁRN) gerir ráð
fyrir, ætti af orkusparnaðarástæðum að þurrka í þrepum: Setjið tauið í
þurrkarann veljið kerfið FYRIR STRAUJÁRN; takið tauið úr þurrkaranum
og strauið. Þurrkið afganginn af tauinu á MEÐAL ÞURRT.
• Ekki velja VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR ef um er að ræða meira en 2,5kg!
• Hreinsið lósigti eftir hverja þurrkun!
• Losið vatnstankinn eftir hverja þurrkun!
Samanþjappaða vatnið úr vatnstankinum er hægt að nota á sama máta
og eimað vatn. Fyrst þarf samt að hella því gegnum pappírssíu.
Varúð! Samanþjappaða vatnið er ekki hæft til neyslu eða notkunnar
1
með matvælum.
• Hreinsið varmaskiptirinn reglulega !
Þurrkarinn nýtir orku betur ef varmaskiptirinn er þrifinn reglulega.
Tímalengd
í mínútum
10
Page 11
Helstu eiginleikar þurrkarans
Helstu eiginleikar þurrkarans
• Valhnappur fyrir þvottakerfi og hægt að stilla fram í tímann
• Sérhnappur: VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR fyrir milda meðferð á
viðkvæmum efnum
• Hnappur fyrir HLJÓÐMERKI þegar þurrkun er lokið.
• Tímaval: Kerfið byrjar 3, 6 eða 9 tímum eftir að það er sett af stað
• Skjár sem sýnir frest samkvæmt tímavali
• Skjár sem sýnir gangkerfi
11
Page 12
Lýsing á þurrkaranum
Lýsing á þurrkaranum
Framhlið
Tromluljós
Tegundarplata
Loftrist
Stjórnborð
Vatnstankur
með handfangi
Lósigti
12
Fætur
(stillanlegir)
Sökkulspjald fyrir framan
varmaskipti
Hurð
(Hægt að snúa)
Page 13
Stjórnborð
Lýsing á þurrkaranum
A
B
D
C
A Valhnappur fyrir þurrkkerfi
B Stöðuljós: sýna á hvaða stigi þurrkunin er.
C Valhnappar fyrir þurrkun
– VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR: fyrir viðkvæmann þvott.
– HLJÓÐMERKI: Ef þessi hnappur er valinn , heyrist hljóðmerki þegar
þurrkkerfi er lokið.
– START/STOPP: Rofi fyrir gangsetningu/stopp
– TÍMAVAL: til að stilla kerfi þannig að það byrjar 3, 6 eða 9 tímum
eftir að það er sett af stað. Skjár sýnir stillingu.
– Skjár: Sýnir hve langt er þar til kerfið hefst.
• SLÖKKT:
Slekkur á þurrkaranum. Í öllum
öðrum stillingum er ennþá kveikt
á vélinni.
•LJÓS:
þegar hurðin er opin kviknar ljós
inni í tromlunni
• BÓMULL:
Kerfi fyrir bómull og lín.
Mest 5kg.
•STRAUFRÍTT:
Kerfi fyrir blandaðan vefnað og
gerfiefni.
Mest 2,5kg.
•Tímakerfi:
fyrir eftirþurrkun þvotts eða til að
þurrka taumagn undir 1kg
• STRAULÉTT:
Sérstakt þurrkkerfi með
krumpuvörn fyrir straufrítt tau;
Mest 1kg.
•ULL:
fyrir eftirmeðhöndluná
ullarefnum eftir loftþurrk.
Mest 1 kg.
•VIÐRAÐ:
til að fríska uppá tau eða fyrir létta hreinsun með þurrhreinsunarefnum.
(Fylgið leiðbeiningum á pakkningu í hvívetna);
Tímalengd: 35 mínútur;
Mest 1 kg.
Fyrir fyrstu notkun
0 Þurrkið tromluna með rökum klút eða setjið rakan þvott á 20 mínútna
kerfið.
14
Page 15
Stutt tilsögn
Stutt tilsögn
• Tryggið að tauið sé nægilega vel undið áður en það er sett í þurrkarann.
• Forvinnið tauið.
• Opnið þurrkarann og setjið tauið inn.
•Lokið hurðinni
Athugið! Tau getur festst milli stafs og hurðar.
• Veljið rétt þurrkkerfi
– á kerfisvalshnappinum
– og HLJÓÐMERKI og VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR ef við á.
• Ræsið þurrkarann með því að þrýsta á START/STOPP takkann.
Á meðan á þurrkun stendur er hægt að opna þurrkarann og taka út tau
eða bæta við meiru.
Eftir að þurrkferlinu er lokið:
(Það kviknar á ljósinu ENDIR / KRUMPUVÖRN, hljóðmerki heyrist ef það
er valið, krumpuvörn hefst):
• Takið tauið út.
• Tæmið vatnstankinn.
• Hreinsið lósigtið.
Ef ljós merkt VARMASKIPTIR lýsir:
• Hreinsið varmaskiptirinn!
• Slökkvið á þurrkaranum og stillið kerfisvalhnappinn á SLÖKKT.
15
Page 16
Þurrkun
Þurrkun
Forvinnið tauið
• Til að hindra að þvotturinn flækist í kúlur: Lokið rennilásum, sængum
og koddaverum (ef það er hægt) og hnýtið saman bönd, svo sem á
svuntum.
• Tæmið alla vasa!
• Fjarlægið alla lausa málmhluti (bréfaklemmur, öryggisnælur, o.s.frv.).
• Snúið hlutum með ytra og innra byrði á rönguna (svefnpokar, úlpur,
o.s.frv.) Þannig þorna þeir betur.
• Greiðið úr þvottinum.
Opnið hurð þurrkarans
Opnið hurð þurrkarans:
• Þrýstið þéttá hurðina (þrýstipunktur )
Setjið þvottinn í vélina
• Greiðið úr tauinu áður en það er sett í þurrkarann.
Lokið hurð þurrkarans
Lokið hurð þurrkarans
• Þrýstið á hurðina þar til smellur heyrist.
Athugið! Varist að festa þvott á milli þegar hurðinni er lokað!
1
Þvotturinn gæti skemmst!
Veljið rétt þurrkkerfi
0 Veljið rétt þurrkkerfi með
kerfisvalshnappinum (Sjá Kerfistöflur)
16
Page 17
0 Veljið HLJÓÐMERKI og VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR ef við á.
• VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR
Kerfið sem valið er heldur áfram en með minni hita.
Veljið kerfið VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR fyrir efni sem merkt eru S. Einnig
er mælt með að efni sem eru viðkvæm fyrir miklum hita ( t.d. akrýl og
viscósaefni) séu þurrkuð á vægum hita.
• HLJÓÐMERKI
Á meðan krumpuvörnin vinnur (eftir þurrkunarferilin sjálfan) heyrist
hljóðmerki með vissu millibili ( sjá “Eftir að þurrkferlinu er lokið”).
Val á biðtíma fyrir kerfi
Með hnappinum TÍMAVAL er hægt að stilla kerfi þannig að það byrjar 3,
6 eða 9 tímum eftir að það er sett af stað.
0 Veljið rétt þurrkkerfi.
0 Haldið TÍMAVAL hnappinum inni þar til
skjárinn sýnir réttan biðtíma.
0 Þrýstið á START/STOPP.
Eftir að tímalengdin sem valin var er liðin,
byrjar þurrkarinn sjálfkrafa á kerfinu sem
valið var. Skjárinn sýnir hve langt er þar til
þurrkkerfið byrjar.
Þú getur leiðrétt biðtímann hvenær sem er.
Þurrkun
17
Page 18
Þurrkun
Að kveikja á þurrkkerfi
0 Þrýstið á START/STOPP hnappinn.
Þurrkkerfi hefst. Á stöðuljósunum er hægt að
fylgjast með gangi þurrkunarinnar.
Fjarlægið tauið og gangið frá því
Á meðan á þurrkun stendur er alltaf hægt að opna þurrkarann og taka
út tau eða bæta við meiru.
0 Opnið hurð þurrkarans.
Varúð! Þvottur og tromla geta verið heit.
1
0 Takið út tau eða bætið við.
0 Lokið hurðinni.
0 Þrýstið á START/STOPP til að setja þurrkarann aftur
af stað.
Endir þurrkkerfis
Þurrkarinn byrjar kæliferli stuttu áður en kerfi endar: Á meðan er
slökkt á hitanum. Eftir kæliferlið kviknar á stöðuljósi merktu ENDIR /
KRUMPUVÖRN. Nú er hægt að taka tauið úr þurrkaranum.
Eftir kæliferlið hefst krumpuvörninn. Tromlan snýst af og til. Það
heldur tauinu lausu í sér loftkenndu og krumpfríu.
Ef þú hefur valið það heyrist HLJÓÐMERKI með jöfnu millibili á meðan
þetta kerfi er í gangi.
Til að forðast krumpumyndun ætti að taka tauið út í síðasta lagi eftir
krumpuvarnarferlið.
Fjarlægið tauið
0 Opnið dyrnar og fjarlægið tauið.
18
Page 19
Tæmið vatnstankinn
Varúð! Samanþjappaða vatnið er ekki hæft til neyslu eða notkunnar
með matvælum.
Ventu þig á að tæma vatnstankinn eftir hverja notkun. Annars gæti
þurrkarinn stöðvast í miðri þurrkun vegna þess að tankurinn er fullur.
0 Grípið í handfangið á tankinum og dragið
að fullu út.
0 Hellið úr tankinum með því að snúa
honum við eins og myndin sýnir.
0 Látið tankinn aftur á sinn stað.
Ef þurrkferlinu er ekki lokið:
0 Þrýstið á START/STOPP til að setja
þurrkarann aftur af stað.
Þurrkun
Vatnsgeymirinn tekur ca. 3,8 lítra sem jafngildir vökva úr um 5kg af
3
þvotti sem hefur verið settí þeytivindu á 800 snúningum á mínútu.
Hreinsið þéttilista í dyragátt
0 Strjúkið þéttilistann með rökum klút.
19
Page 20
Þurrkun
Hreinsið lósigti
Til að tryggja bestu afköst þurrkarans ætti að hreinsa lósigti eftir hverja
notkun þurrkarans. Athugið hvort að fatatægjur eða ló eru í tromlunni
og fjarlægið þær.
0 Þrýstið niður lokunni sem heldur sigtinu.
Sigtislokið opnast.
0 Takið lósigtið út.
0 Fjarlægið lóna úr lósigtinu með rakri
hendi.
0 Látið lósigtið aftur á sinn stað.
0 Þrýstið á lósigtislokuna þar til hún
smellur á sinn stað
Ef sigtið vantar í þurrkarann er ekki
3
hægt að loka hurðinni.
Athugið! Notið ekki þurrkarann ef sigtið
1
er stíflað eða skemmt!
20
Page 21
Hreinsið varmaskiptirinn
Athugið! Ef kviknar á ljósi merktu VARMASKIPTIR er nauðsynlegt að
1
hreinsa varmaskiptinn. Annars getur þurrkarinn skemmst. Ef
varmaskiptirinn er er stíflaður notar þurrkarinn meira rafmagn.
0 Opnið hurð þurrkarans.
0 Þrýstið ofan á plastspennurnar sem
halda sökkulhlífinni og fjarlægið hana.
0 Snúið hringspennunum sem halda
varmaskiptinum um fjórðung úr hring
út á við.
0 Grípið í varmaskiptinn og togið hann út
úr sökklinum.
Þurrkun
0 Best er að hreinsa varmaskiptinn með
bursta eða að skola lóna burt með
handsturtu. Passið að stútarnir til að
losa vatnið út um séu ekki heldur
stíflaðir.
Athugið! Varist að nota oddhvassa
1
hluti svo að ekki komi gat á varmaskiptinn. Annars getur hann lekið.
0 Setjið varmaskiptirinn aftur á sinn stað, munið að snúa
hringspennunum. Orðin “top - oben - en haut” eiga að snúa upp.
0 Festið sökkulhlífina aftur.
Athugið! Notið ekki þurrkarann án varmaskiptisins.
1
Slökkvið á þurrkaranum
0 Slökkvið á þurrkaranum og stillið kerfisvalhnappinn á SLÖKKT.
21
Page 22
Kerfistöflur
Kerfistöflur
Kerfi fyrir BÓMULL:
Þvottamerki R, Q; Magn allt að 5kg
KerfisvalHitastigDæmi um tau/efni
MJÖG ÞURRT
VEL ÞURRT
MEÐAL ÞURRT
RAKTÞunn efni sem á að strauja.Bómullarskyrtur og nærföt.
FYRIR STRAUJÁRNVenjulegt bómullar og líntau. Borðdúkar og rúmföt.
FYRIR STRAUVÉL
Þung eða marglaga efni, sem
eiga að þorna í gegn.
Þykk eða marglaga efni sem
eiga að þorna í gegn.
Efni sem eru jöfn að þykkt og
eiga aðþorna í gegn.
Bómullar og líntau sem á að
setja í strauvél
Frotte efni, baðsloppar
Frotte efni, þvottapokar
Frotte efni, þunn handklæði og
þvottastykki.
Borðdúkar og rúmföt.
Kerfi fyrir STRAUFRÍTT:
1
Þvottamerki R, S
KerfisvalHitastigDæmi um tau/efni
MJÖG ÞURRT
MEÐAL ÞURRT
, Q; Magn allt að 2,5kg
Þykk eða marglaga efni sem
eiga að þorna í gegn.
Þunnt tau, sem þarfnast ekki
þarfnast eftirmeðferðar
(s.s. straumeðferðar )
Peysur, rúmföt og borðdúkar.
Straufríar skyrtur, borðdúkar,
barnaföt, sokkar og nærföt.
22
RAKTÞunn efni sem þarf að strauja. Bómullarskyrtur og nærföt.
1. Veljið hnappinn VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR!
Tímastillt kerfi
1
Þvottamerki R, S
Þú getur notað 20 og 40 mínútna kerfin til að þurrka betur staka hluti eða til að
þurrka lítið magn í einu.
1. Veljið hnappinn VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR!
, Q; mögulegt að þvo minna en 1kg
Page 23
Kerfistöflur
STRAULÉTT:
1
Þvottamerki R, S
Þurrkun á efnum eins og skyrtum og blússum; til að sem minnst þurfi að strauja.
Árangurinn fer eftir tegund og gæðum efnisins.
Mælt er með : að vinda tauið á ca. 1200 snúningum í þvottavélinni og setja síðan
beint í þurrkarann. Takið þvottinn strax út þegar hann er orðinn þurr og hengið á
herðatré.
1. Veljið hnappinn VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR!
, Q; Magn allt að 1kg (ca. 5-6 skyrtur)
Kerfi fyrir ULL:
Allt að 1kg
Eftir að ullarflíkur hafa verið lagðar til þerris, þegar búið er að vera í flíkunum eða þær
hafa legið ónotaðar lengi er gott að setja þær í stutta stund íþurrkarann til að laga
ullarþræðina. Ullin verður silkimjúk.
Mælt er með : að taka tauið út um leið og það er orðið þurrt.
VIÐRAÐ:
Allt að 1kg
Til að fríska uppá tau eða fyrir létta hreinsun með þurrhreinsunarefnum (Fylgið
leiðbeiningum á pakkningu í hvívetna);
Tímalengd: 35 mínútur.
23
Page 24
Smá fróðleikur um tau
Smá fróðleikur um tau
Þvottamerki / merkingar í fötum
Athugið hvort setja megi fötin í þurrkara. Á þvottamerkinu ætti að vera
eitthvert eftirfarandi merkja:
Almennt má þurrka þvottinn í þurrkara, framleiðandi efnisins segir ekki
Q
til um hvort þurrka megi þvottinn á venjulegan eða mildan hátt.
Venjuleg þurrkun
R
Mild þurrkun ( ýtið á VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR !)
S
Ekki má þurrka í (tromlu- ) þurrkara.
T
Þegar ekkert þessara þvottamerkja er til staðar:
Þurrkið bæði suðuþvott, mislitann og straufríann þvott við venjulegt
hitastig. Veljið kerfið VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR þegar þurrka á viðkvæman
þvott.
Við mælum með að fataleiðbeiningar á fatnaði séu ígrundaðar vel áður
en hann er keyptur.
•Ull og dúnn.
Þurrkið aldrei ull í þurrkaranum! Hætta á flóka!
Þurrkið ekki dún í þurrkaranum, nema sagt sé í þvottaleiðbeiningum að
það megi.
Veljið kerfið ULL til að eftirmeðhöndla ullarefni allt að 1 kg.
• Efni sem þola lítinn hita.
Þegar þurrka á viðkvæm efni sem þola lítinn hita (s.s. akrýl- eða
viskósefni) og efni sem merkt eru með þvottamerkinu S veljið
hnappinn VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR.
• Prjóna- og vefnaðarvara
Hætt er við að prjóna- og vefnaðarvara hlaupi! Þurrkið þessi efni með
kerfinu MJÖG ÞURRT. Þegar um er að ræða gæðavöru er þó yfirleitt
lítil hætta á að flíkurnar hlaupi.
• Nýtt, litríkt tau
Þurrkið nýtt, litríkt tau ekki með ljósum þvotti. Liturinn gæti smitað!
24
Page 25
Hreinsun og viðhald
Hreinsun og viðhald
Hreinsun varmaskiptis
Athugið! Ef kviknar á ljósi merktu VARMASKIPTIR, er nauðsynlegt að
1
hreinsa varmaskiptinn. Annars getur þurrkarinn skemmst. Ef
varmaskiptirinn er er stíflaður notar þurrkarinn meira rafmagn.
Sjá kaflann “Þurrkun, hreinsun varmaskiptis”.
Hreinsun síusvæðis
Þrátt fyrir lósigtið kemst örlítið af ló inn á síu svæðið. Hreinsið því allt
síusvæðið af og til – a.m.k á 3ja mánaða fresti.
0 Takið lósigtið út.
0 Takið í sigtislokið að ofan og togið fram á
við þar til lokið losnar báðum megin.
0 Fjarlægið alla lóúr sigtinu – helst með
ryksugu.
0 Ýtið báðum töppum sigtisloksins í
festingarnar við hleðsludyrnar, þar til þeir
smella inn.
0 Látið lósigtið aftur á sinn stað.
0 Þrýstið á lósigtislokuna þar til hún smellur
á sinn stað
25
Page 26
Hreinsun og viðhald
Hreinsun lósigtis
Athugið! Hreinsið stáltromluna ekki með ræstiefnum (skrúbbefnum)
1
eða stálull.
Þvottaefni eða kalk getur sest í tromluna og myndað nær ósýnilega
skán. Þá skynjar þurrkarinn rakastig þvottarins ekki nógu vel, og
þvotturinn kemur rakari úr þurrkaranum en hann ætti að vera.
0 Strjúkið tromluna og kantinn með venjulegu hreinsiefni
(t.d. edikhreinsi).
Þrif á stjórnborði (skjáir og takkar)
Athugið! Notið ekki venjuleg húsgagna- eða sterk hreinsiefni.
1
0 Strjúkið af skjá og hnöppum á stjórnborði með rökum klút. Notið
aðeins heitt vatn.
Hreinsun þéttilista í dyragátt
0 Strjúkið yfir þéttilistann með rökum klút strax eftir að þurrkun lýkur.
26
Page 27
Hvað skal að gera, þegar … ?
Hvað skal að gera, þegar … ?
Ef truflanir verða, reyndu að nota eftirfarandi leiðbeiningar til að laga
vandann. Ef þú kallar á viðgerðamann vegna þeirra atriða sem hér eru
upp talin eða til að lagfæra yfirsjón, þarf að greiða fyrir þá vitjun
jafnvel þótt þurrkarinn sé ennþá í ábyrgð.
Vandamál Hugsanleg ástæðaÚrlausn
Þurrkarinn vinnur ekki
Þurrkarinn þurrkar ekki eins
og ætlast er til
Þurrkarinn er ekki í
sambandi
Ekki hefur verið ýtt á
START/STOPP hnapp
nógu lengi.
Ekkert kerfi valiðVelja kerfi.
Hurð þurrkarans er opinLokið hurð þurrkarans
Öryggi sprungið
Rangt kerfi valið
Lósigti stíflað.Hreinsið lósigti
Varmaskiptir þakinn ló.Hreinsið varmaskiptirinn.
Ekki rétt magn í
þurrkaranum
Tau ekki nógu vel undið
Lokað fyrir loftinntak
neðan á þurrkaranum.
Stingið þurrkaranum í
samband
Ýtið á START/STOPP
hnappinn þar til
þvottaferlið byrjar.
Athugið öryggi. Kallið á
rafvirkja ef raflagnir eru
bilaðar.
Næst þegar þurrkað er,
veljið annað kerfi eða
aðra tímalengd.
Fylgið leiðbeiningum um
taumagn
Þeytivindið þvottinn
nægjanlega
Fjarlægja hindrun fyrir
loftinntak.
Ekki hægt að loka hurð
þurrkarans
Skán innan í tromlu eða
á tromlukanti.
Lósigti ekki í eða sigtislok
ekki lokað
Hreinsið innan úr tromlu
og tromlukanti
Setjið lósigti og/eða
sigtislok á réttan stað.
27
Page 28
Hvað skal að gera, þegar … ?
Vandamál Hugsanleg ástæðaÚrlausn
Kerfisvalshnappur stilltur
Tromluljósið virkar ekki
LOSA VATN ljósið er kveiktVatnstankur er fullur.Tæmið vatnstankinn.
Ljós lýsir við LOSA VATNþó
búið sé að tæma geyminn og
hreinsa lósigtið.
Þurrkari slekkur sjálfkrafa á
þvottakerfi : Ljósið ENDIR
kviknar fljótlega eftir að
kerfið fer af stað.
Þurrkkerfið tekur
óvenjulangan tíma.
Ábending : Eftir 3 tíma
stöðvast þurrkarinn sjálfkrafa:
- Ljós merkt ÞURRKUN og
KÆLING
- hljóðmerki heyrist
blikka
á SLÖKKT
Pera virkar ekki
Aðskotahlutur, t. d.
dýrahár, geta hafa stíflað
aðrennslisbarkann
Of mikið af taui eða þurrt
tau hefur verið sett í
þurrkarann
Varmaskiptiri þakinn ló.Hreinsið varmaskiptirinn.
Lósigti stíflað.Hreinsið lósigti
VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR
valið fyrir of mikið
taumagn
Uppgefið magn þvottarMinkið taumagn
Snúa kerfisvalshnappi á
LJÓS eða velja þurrkerfi.
Skipta um peru ( sjá kafla
um peruskipti)
Kveikið stutta stund á
tækinu með
vatnsgeyminn úti. Þá er
hægt að ná stíflunni eða
aðskotahlutni úr s.s hári
úr ventli.
Veljið tímakerfi eða kerfi
semþurkar meira (t.d.
MJÖG ÞURRT í stað VEL
ÞURRT).
Athugið kerfisval :
VIÐKVÆMUR ÞVOTTUR
virkar ekki fyrir yfir 2,5kg
af taui
28
Þvottur er of rakurÞeytivindið betur
Ef þú finnur bilunina og viðbrögð við henni ekki í þessum lista leitaðu
þá þjónustuverkstæðis.
Page 29
Hvað skal að gera, þegar … ?
Að skipta um peru
0 Hægt er að fá nýja peru hjá þjónustuaðila AEG. (Vörunr : 647072580).
Viðvörun! Aldrei nota venjulegar perur í þurrkarann! Þær mynda of
1
mikin varma sem leiðir til of mikillar hitamyndunar undir rykvörninni
og geta valdið skemmdum.
0 Takið vélina úr sambandi ; ef hún er tengd með fasttengingu : Losið
öryggi eða slökkvið á því.
0 Skrúfið hlífina af ljósinu. (Ljósið er staðsett efst á bak cið hurðina; sjá
Lýsing á þurrkaranum-Framhlið).
0 Skiptið um peru.
0 Skrúfið hlífina á ljósið aftur .
Aðvörun! Af öryggisástæðum þarf að skrúfa hlífina á. Alls ekki má nota
1
þurrkarann án hennar.
29
Page 30
Að snúa við hurðinni
Að snúa við hurðinni
Ef þörf er á er hægt að snúa hurðinni þannig að hún snúi í aðra átt.
Einungis faglærður maður má framkvæma snúninginn.
Aðvörun! Takið þurrkarann úr sambandi áður en þetta er gert. Losið
1
öryggi eða slökkvið á því.
Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum :
A
C
B
F
H
J
G
G
J
F
A
C
B
E
D
E
0 Losið skrúfur merktar A á framhlið þurrkarans.
0 Togið hurðina lárett frá þurrkaranum.
0 Losið skrúfur merktar B innan á hurðinni og takið hjarirnar C af.
0 Skrúfið læsinguna D af.
0 Losið hlífðarplötur E, F og G með því að þrýsta skrúfjárni á lokurnar og
hnika þeim til hliðar. Takið þær af og setjið þær á samsvarandi staði
hinum megin á tækinu.
0 Skrúfið hjarirnar C og læsinguna D fasta hinum megin á þurrkaranum.
0 Skrúfaðu hurðarkrækjuna H af og fjarlægið hana.
30
Page 31
Að snúa við hurðinni
0 Losið krækjuna J og fjarlægið.
0 Færið H þangað sem J var og öfugt og komið þeim fyrir.
0 Ýttu hurðinni með hjörunum inn í raufarnar og skrúfið vel fast.
Athugið ! : Ekki er öruggt að taka tækið aftur í notkun fyrr en allir
plasthlutar hafa verið festir aftur.
31
Page 32
Tæknlegar upplýsingar
Tæknlegar upplýsingar
Hæðxbreiddxdýpt85x60x60cm
Dýpt eftir að hurð hefur verið opnuð117cm
Upp að hvaða mörkum er hæð stillanleg1,0/–0,4cm
Þyngd án þvottarca. 46 kg
Þvottamagn (fer eftir hvaða kerfi er notað)hámark 5kg
(Mismunur á þvottamagni milli landa
er vegna annara mæliaðferða)
Orkunotkun samkvæmt IEC 1121 s.e.3,5 kWh
(5 kg bómullar, þeytiundiðá 800 snúningum á mínútu,
á kerfinu BÓMULL VEL ÞURRT)
NotkunarstaðallHeimili
Réttur umhverfishiti+5°C til +35°C
Þetta tæki uppfyllir eftirfarandi EC viðmiðunarreglur :
;
– 73/23/EWG(19.2.1973) Lágspennutilskipun með takmörkun
– EMC viðmiðunarreglan 89/336/EWG (3.5.1989) Tilskipun um
rafsegulssviðssamhæfi
92/31/EWG Breyting á EMC 89/336/ECC
32
Uppsetning og tenging
Sækið upplýsingar um rafmagnstengingar á tegundarplötu. Áður en
vélin er tekin í notkun þarf að vera öruggt að rafspenna (málspenna) og
rafstraumur sem skráður er á tegundarplötu vélarinnar sé eins og í
innstungunni þar sem setja á tækið upp. Upplýsingar um nauðsynlega
rafmagnsöryggisvörn er líka að finna á tegundarplötunni.
Upplýsingar fyrir rafvirkjannyrir rafvirkjann
Þegar tækið er tengt með fasttengingu þarf að gæta þess að það sé rétt
gert. Vinsamlegast fylgið viðeigandi upplýsingum í kaflanum um
uppsetningu og tengingu tækisins.
Fyrir þau tæki sem hafa breytilega rafspennu, er skýringarmyndin á
lokinu yfir tengikassanum aftan á tækinu.
Page 33
Aukahlutir
Þú getur fengið eftir farandi aukahluti hjá Bræðrunum Ormsson.
Frárennslisbúnaður
Með þessum búnaði (E-Nr. 916 019 000) geturðu leitt þéttivökvann
beint í niðurfall í allt að 1m hæð frá fletinum sem þurrkarinn stendur á.
(3m á lengd). Ekki þarf þá lengur að tæma vatnstankinn. Þú getur þá
hunsað LOSA VATN ljósið eftir þurrkun. Vatnstankurinn verður samt
sem áður að vera á réttum stað.
Búnaður fyrir þurrkara-þvottavélar súlu
Með þessum búnaði geturðu gert samstæða súlu úr LAVAMAT þvottavél
og þurrkara. Þannig raðast tækin á plássparandi máta, þvottavélin niðri
og þurrkarinn uppi.
Um tvær gerðir er að ræða :
– án plötuE-Nr. 916 018 900
– með útdraganlegri borðplötu E-Nr. 916 018 901
Í kaflanum ”Hvað skal að gera, þegar…” er listi yfir fjölda bilana sem þú
getur sjálf(ur) ráðið fram úr. Ef bilun á sér stað skaltu byrja að skoða
listann. Ef þú finnur engin hjálpleg ráð þar, þá vinsamlegast hafðu
samband við þína þjónustudeild.(Heimilisföng og símanúmer eru skráð í
kaflanum um þjónustumiðstöðvar.)
Hvert svo sem vandamálið er, vertu vel undirbúin(n) þegar þú hringir.
Það mun gera það auðveldara að ákvarða hvort senda þarf
viðgerðamann á staðinn .
Skrifaðu hjá þér PNC-númerið og S-númerið. Þú finnur bæði þessi
númer á tegundarplötunni fyrir innan hurðina á vélinni.
PNC ................................
S-Nr................................
Finndu út eftirfarandi atriði ef þú mögulega getur:
• Hvernig lýsir bilunin sér ?
• Undir hvaða kringumstæðum átti bilunin sér stað ?
Hvenær þarft þú sjálfur að leggja út fyrir kostnaði, meðan vélin er
ennþá í ábyrgð ?
– Þegar þú hefðir geta lagað bilunina sjálf(ur ) með því að fara eftir
leiðbeiningalistanum um bilanir.
– Þegar viðgerðamaður frá þjónustudeildinni þarf að koma oftar en
einu sinni vegna þess að hann / hún fékk ekki allar þær upplýsingar
sem þörf var á áður en komið var á staðinn, og viðkomandi þurfti að
fara aftur t.d. til að ná í varahluti. Hægt er að forðast þetta með því
að vera vel undirbúin áður en hringt er í viðgerðaþjónustuna, líkt og
lýst er að ofan.
35
Page 36
AEG Hausgeräte GmbH
Postfach 1036
D-90327 Nürnberg