SIM kortið (Subscriber Identity Module), sem farsímafyrirtækið lætur þér í té, inniheldur
upplýsingar um áskriftina þína. Slökktu alltaf á símanum og taktu hleðslutækið úr sambandi
áður en þú setur SIM kort í hann eða tekur SIM kort úr honum.
Hægt er að vista tengiliði á SIM kortinu áður en það er tekið úr símanum.
PIN númer
Þú gætir þurft PIN númer (Personal Identity Number) til að geta notað þjónustu og eiginleika
í símanum. PIN númerið fæst hjá símafyrirtækinu. Hver tölustafur PIN númersins birtist sem
*, nema það byrji á tölustöfum neyðarnúmers, t.d. 112 eða 911. Þetta er gert til þess að
hægt sé að sjá og hringja í neyðarnúmerið án þess að slá inn PIN númer.
SIM kortinu er læst ef rangt PIN númer er slegið inn þrisvar sinnum í röð. Sjá Vörn SIM-korts á
bls. 59.
Biðstaða
Heiti símafyrirtækisins birtist þegar kveikt hefur verið á símanum og PIN númerið slegið inn.
Þessi staða kallast biðstaða. Nú geturðu byrjað að nota símann.
Græjustjóri
Þú getur sýnt, falið eða bætt við græjum með græjustjóranum. Græja er uppfærsla á
vefsvæði, vefsíðu eða skjáborði, til dæmis Facebook™, Twitter™. Græja inniheldur
persónugerð efni eða forrit sem valið er af notandanum.
Þessi valkostur er ekki í boði á öllum mörkuðum.
Til að ræsa græju
1
Úr biðstöðu ýtirðu stýrihnappinum upp.
2
Til að velja græju, ýttu á stýrihnappinn til vinstri eða hægri.
3
Ýttu á Velja til að ræsa græjuna.
Til að stjórna græjum
1
Úr biðstöðu ýtirðu stýrihnappinum upp.
2
Veldu Vinna með. Græju tákn birtist.
3
Til að velja græju, ýttu á stýrihnappinn til vinstri eða hægri.
4
veldu Fela til að fela græju eða Sýna ef þú vilt að græjan birtist í biðstöðuskjánum.
Til að slökkva á græjustjóranum
1
Í biðstöð, velurðu Valmynd > Stillingar > Skjár > Forrit í biðstöðu.
2
Veldu Ekkert.
Minnismiða græja
Notaðu minnismiða græjuna til að gera minnismiða, setja inn ný verkefni og skoða þær úr
græjuskjánum þínum.
Til að fá aðgang að minnismiða græjunni
1
Úr biðstöðu ýtirðu stýrihnappinum upp til að fá aðgang að græjuskjánum.
2
Finndu og merktu minnismiða græjuna með því að ýta stýrihnappinum til vinstri eða
hægri.
3
Veldu Sýna ef þú vilt að græjan birtist á græjuskjánum.
Klukkugræja
Notaðu klukkugræjuna til að stilla klukkuna með öðrum útlitsvalkostum og tímastillingaskjá.
Úr biðstöðu ýtirðu stýrihnappinum upp til að fá aðgang að græjuskjánum.
2
Finndu og merktu klukkugræjuna með því að ýta stýrihnappinum til vinstri eða hægri.
3
Veldu Sýna ef þú vilt að græjan birtist á græjuskjánum.
Notkun annarra símkerfa
Það getur verið að þú fengið viðbótarkostnað þegar þú reikar útfyrir heimasímkerfið. Til
dæmis, ef þú hringir eða notar skilaboð og þjónustu á internetinu á öðrum netkerfum, getur
verið að þú þurfir að borga meira. Frekari upplýsingar fást hjá símafyrirtækinu.
Hjálp
Viðbót við þessa notandahandbók er frekari upplýsingar í boði á
www.sonyericsson.com/support.
Í símanum er hjálparforrit og notandahandbók. Eftirfarandi leiðbeiningar sýna hvernig þau
eru opnuð.
Flettu að valkosti og veldu Upplýs., ef það er í boði. Í sumum tilvikum birtast Upplýs. í
Valkost..
Til að skoða kynningu símans
•
Veldu Valmynd > Afþreying > Sýnikennsla.
Til að skoða stöðu símans
•
Ýttu á hljóðstyrkstakka. Upplýsingar um símann, minnið og rafhlöðuna birtast.
Studd þjónusta og aðgerðir
Sum þjónusta eða valkostir sem lýst er í þessari notendahandbók er ekki studd af öllum
símkerfum og/eða þjónustuveitum á öllum svæðum. Án þess að um neinar takmarkanir sé að
ræða, gildir þetta einnig um alþjóðlega GSM neyðarnúmerið 112. Vinsamlegast hafðu samband
við símafyrirtækið þitt eða þjónustuveituna til að fá upplýsingar um hvort tiltekin þjónusta eða
aðgerð er í boði og hvort henni fylgi aukinn aðgangur eða notkunargjöld.
Síminn hlaðinn
Rafhlaða símans hefur þegar verið hlaðin að hluta þegar síminn er keyptur. Það eru tvær
leiðir til að hlaða rafhlöðuna.
Tengdu rafmagnssnúruna við símann og settu straumbreytinn inn í innstungu.
Til að hlaða símann með tölvu
•
Tengdu símann við USB braut á tölvunni með viðeigandi USB snúru.
Ef slökkt er á símanum, mun hann ræsast sjálfkrafa þegar þú tengir símann við tölvuna með USBsnúru.
Rafhlaðan byrjar að losa stuttu eftir að hún er fullhlaðin og hleður þá aftur eftir vissan tíma. Þetta
er til að auka rafhlöðuendinguna og getur leitt í að staða hleðslunnar sýni undir 100 prósent.
Hámörkun endingar rafhlöðunnar
•
Hladdu símann oft. Rafhlaðan endist lengur ef þú hleður hana oft.
•
Ef þú ert utan þjónustusvæðis leitar síminn endurtekið að tiltækum símkerfum. Það gengur
á hleðslu rafhlöðunnar. Ef þú kemst ekki á stað með betra sambandi skaltu slökkva
tímabundið á símanum.
•
Ekki hylja loftnet símans meðan á símtölum stendur.
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Flýtileiðir.
2
Flettu að valkosti og veldu Breyta.
3
Flettu að valkosti og veldu Flýtileið.
Flýtileiðir aðalvalmyndar
Númer valmynda hefjast í vinstra horninu og færast svo yfir og niður, röð fyrir röð.
Til að fara beint í aðalvalmyndaratriði
•
Veldu Valmynd og ýttu á – , , eða .
Útlit aðalvalmynd. verður að vera stillt á Tafla. Sjá Útliti aðalvalmyndar breytt á bls. 57.
Yfirlitsskjár
Yfirlitskjárinn veitir skjótan aðgang að:
•
Nýir atburðir – ósvöruð símtöl og ný skeyti.
•
Opin forrit – forrit sem eru keyrð í bakgrunni.
•
Flýtileiðir mínar – bættu við uppáhaldsaðgerðum þínum til að fljótlegt sé að nálgast þær.
•
Internet – tengjast við internetið á auðveldan hátt.
Til að opna upplýsingaskjáinn
•
Ýttu á .
Minni
Hægt er að vista efni á minniskorti, í minni símans og á SIM kortinu. Myndir og tónlist er
vistuð á minniskortinu, ef minniskort er í símanum. Ef ekki, eða ef minniskortið er fullt, eru
myndir og tónlist vistuð í minni símans. Skilaboð og tengiliðir eru vistaðir í minni símans en
þú getur valið að vista þá á SIM kortinu.
Minniskort
Hugsanlega þarftu að kaupa minniskort sérstaklega.
Síminn styður microSD™-minniskort, sem eykur geymsluplássið. Einnig er hægt að nota
þessa kortagerð sem laust minniskort með öðrum samhæfum tækjum.
Hægt er að færa efni milli minniskorts og minnis símans.
Minniskort sett í símann
•
Opnaðu rafhlöðuhlífina og settu minniskortið í símann þannig að gylltu snerturnar snúi
niður.
Fjarlægðu rafhlöðuhlífina og ýttu á kant minniskortsins til að losa það og fjarlægja.
Tungumál símans
Þú getur valið hvaða tungumál þú notar í símanum.
Tungumáli símans breytt
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Tungumál > Tungumál símans.
2
Veldu einhvern valkost.
Texti sleginn inn
Hægt er að slá inn texta með beinritun sem og með flýtiritun . Flýtiritun notast við innbyggt
orðabókarforrit símans.
Tungumál valið fyrir innslátt
•
Þegar þú slærð inn texta heldurðu inni .
Til að breyta innsláttaraðferðinni
•
Þegar þú slærð inn texta heldurðu inni .
Til að skipta á milli há- og lágstafa eða talna
•
Þegar þú slærð inn texta ýtirðu á .
Til að slá inn tölustafi
1
Þegar þú slærð inn texta skaltu ýta oft á þar til birtist efst á skjánum.
2
Ýttu á – til að slá inn tölu.
Haltu inni
Til að slá inn greinarmerki og tákn.
1
Þegar þú slærð inn texta ýtirðu snöggt á .
2
Flettu að tákni og veldu Setja inn.
Þú getur einnig ýtt á
Til að nota flýtiritun við textainnslátt
1
Veldu til dæmis Valmynd > Skilaboð > Skrifa nýtt > Skilaboð.
2
Ef birtist ekki heldurðu inni til að skipta yfir í flýtiritun.
3
Í flýtiritun er aðeins ýtt einu sinni á hvern takka, jafnvel þó að stafurinn sé ekki fyrsti
stafurinn á takkanum. Orðið „Jane“ er til dæmis skrifað með því að ýta á
, . Skrifaðu allt orðið áður en þú skoðar tillögur um orð.
4
Ýttu á
5
Ýttu á til að samþykkja tillöguna og bæta við bili.
– til að slá inn tölu í textainnsláttarstillingu.
til að velja úr þeim greinarmerkjum sem oftast eru notuð.
eða ýttu stýrihnappinum niður til að sjá orðatillögur.
Þú verður að kveikja á símanum þínum og hann verður að vera innan símkerfis.
Hringt og símtölum svarað
Til að hringja
1
Sláðu inn símanúmer (með lands- og svæðisnúmerinu þegar það á við).
2
Ýttu á .
Þú getur hringt í símanúmer úr símaskrá og símtalalista.
Til að leggja á
•
Ýttu á .
Hringt til útlanda
1
Haltu inni þar til „+“ merki birtist.
2
Sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án fyrsta núllsins) og símanúmerið.
3
Ýttu á .
Til að hringja aftur í númer
•
Þegar Reyna aftur? birtist velurðu Já.
Ekki halda símanum að eyranu þegar þú bíður eftir að síminn tengir. Hátt hljóðmerki heyrist þegar
símtalið er tengt.
Til að svara símtali
•
Ýttu á
Til að hafna símtali
•
Ýttu á .
Til að breyta hljóðstyrknum meðan á símtali stendur
•
Ýttu hljóðstyrkstökkunum upp eða niður.
Til að slökkva á hljóðnemanum í símtali
1
Haltu inni . birtist.
2
Haltu inni aftur til að halda áfram.
Til að kveikja á hátalaranum meðan á símtali stendur
•
Veldu Hátalari. birtist.
Ekki halda símanum upp að eyranu þegar hátalarinn er notaður. Það gæti valdið heyrnarskaða.
Til að skoða ósvöruð símtöl í biðstöðu
•
birtist. Ýttu á til að opna símtalalistann.
.
Bakgrunnstónlist
Þú getur bætt bakgrunnstónlist við símtal sem er í gangi. Þegar kveikt er á bakgrunnstónlist
heyra allir þátttakendur símtalsins hana. Þegar slökkt er á hljóðnemanum heldur
bakgrunnstónlistin áfram að spila.
Til spila bakgrunnstónlist meðan á símtali stendur
Til stöðva bakgrunnstónlist meðan á símtali stendur
•
Ýttu á miðjuvaltakkann.
Til að breyta bakgrunnstónlist meðan á símtali stendur
•
Ýttu hljóðstyrkstakkanum upp eða niður.
Það er aðeins hægt að breyta hljóðstyrk tónlistar þegar tónlist er í spilun.
Myndsímtal
Hægt er að deila efni sem aðalmyndavél símans tekur meðan á myndsímtali stendur.
Áður en myndsímtöl eru hringd
3G (UMTS) þjónusta er í boði þegar merkið eða merkið birtist. Til að hringja myndsímtal
þurfa báðir aðilar að hafa áskrift að 3G (UMTS) sem styður 3G (UMTS) þjónustu og þurfa
þeir að vera innan þjónustusvæðis 3G (UMTS).
Til að hringja myndsímtal
1
Sláðu inn símanúmer (með lands- og svæðisnúmerinu þegar það á við).
2
Veldu Valkost. > Hringja myndsímt..
Til að nota aðdrátt í myndsímtölum
•
Ýttu stýrihnappinum upp eða niður.
Til að samnýta myndir og hreyfimyndir í myndsímtali
1
Ýttu stýrihnappinum til vinstri meðan á myndsímtali stendur til að skipta yfir á flipann
fyrir samnýtingu myndskeiða.
2
Flettu að myndskeiði eða mynd og veldu Samnýta.
Til að skoða valkosti myndsímtala
•
Meðan á símtalinu stendur velurðu Valkost..
Neyðarsímtöl
Síminn styður alþjóðleg neyðarnúmer líkt og 112 eða 911. Vanalega er hægt að nota þessi
númer til að hringja neyðarsímtöl í hvaða landi sem er, og burtséð frá því hvort SIM kort sé
í viðkomandi síma, ef síminn er innan þjónustusvæðis símkerfis.
Í sumum löndum kann einnig að vera hægt að hringja í önnur neyðarnúmer. Því getur verið að
símafyrirtækið þitt hafi vistað önnur neyðarnúmer á SIM kortinu.
Til að hringja í neyðarnúmer
•
Sláðu inn 112 (alþjóðlega neyðarnúmerið) og ýttu á
Til að skoða landsbundin neyðarnúmer
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Sérstök númer > Neyðarnúmer.
.
Símkerfi
Síminn skiptir sjálfkrafa á milli GSM og
leyfa handvirka skiptingu milli símkerfa.
Hægt er að vista nöfn, símanúmer og persónulegar upplýsingar í Símaskrá. Hægt er að
vista upplýsingar í minni símans eða á SIM-kortinu.
Þú getur samstillt tengiliðina þína með Sony Ericsson PC Companion.
Flutningur á tengiliðum
Þú getur fært upplýsingarnar um tengiliði úr flestum Nokia símum í Sony Ericsson símann
þinn. Síminn þinn getur breytt skrásniðum fyrir upplýsingar um tengiliði úr bæði S40 og S60
Nokia símum. Hins vegar, nokkrar upplýsingar flytjast ekki ef upplýsingareitirnir passa ekki
saman. Áður en þú flytur upplýsingar um tengiliði, þarftu að búa til öryggisafrit af tengiliðum
í minniskort Nokia símans.
Til að flytja upplýsingar um tengiliði úr Nokia síma í Sony Ericsson símann
1
Búðu til öryggisafrit af upplýsingum um tengiliðina á MicroSD kortið í Nokia símanum.
2
Settu sama MicroSD kortið inn í Sony Ericsson símann.
3
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Forrit > Flutningur tengiliða til að leita sjálfkrafa
af skrám á MicroSD kortinu.
4
Veldu skrárnar sem þú vilt setja inn í Símaskrá forritið í Sony Ericsson símanum.
5
Merktu tengiliðina sem þú vilt flytja fyrir hverja skrá.
6
Veldu Valkost. > Flytja inn til að flytja valda tengiliði.
7
Ýttu á Í lagi til að ljúka.
Sjálfgefnir tengiliðir
Hægt er að velja hvaða upplýsingar sjást sjálfkrafa. Ef Símaskrá er valið sjálfkrafa, einungis
símaskrá upplýsingar vistaðar á minni símans er skráð í Símaskrá. Ef þú velur SIM-
tengiliðir sem skjálfgefið, einungis nöfn og númer vistuð á SIM-kortið eru sýnd í
Símaskrá.
Til að velja sjálfgefna símaskrá
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Fleiri valkostir > Símaskrá í notkun.
3
Veldu einhvern valkost.
Símaskrá í síma
Símaskrá getur innihaldið nöfn, símanúmer og persónulegar upplýsingar. Upplýsingarnar
eru vistaðar í minni símans.
Til að setja tengilið í símaskrána
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Nýr tengiliður og veldu Bæta við.
3
Sláðu inn nafnið og veldu Í lagi.
4
Flettu að Nýtt númer: og veldu Bæta við.
5
Sláðu inn númerið og veldu Í lagi.
6
Veldu einhvern valkost fyrir símanúmer.
7
Flettu á milli flipanna og bættu upplýsingum í reitina.
Veldu valkost og bættu við meiri upplýsingum, ef þær eru í boði.
6
Veldu Vista.
Þú þarft að stilla SIM-tengiliði sem sjálfgefið. Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Fleiri
valkostir > Símaskrá í notkun > SIM-tengiliðir.
Tengiliðum eytt
Til að eyða öllum tengiliðum
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Fleiri valkostir > Eyða allri símaskrá.
3
Veldu einhvern valkost.
Staða tengiliðaminnis
Það hversu marga tengiliði er hægt að vista í símanum eða á SIM korti veltur á því hversu
mikið minni er laust.
Til að skoða stöðu tengiliðaminnis
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Fleiri valkostir > Staða minnis.
Ég
Þú getur slegið inn upplýsingar um sjálfa/n þig og t.d. sent nafnspjaldið þitt.
Til að slá inn upplýsingar í Ég sjálf/ur.
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Ég sjálf/ur og veldu Opna.
3
Flettu að valkosti og breyttu upplýsingunum.
4
Veldu Vista.
Til að bæta við þínu eigin nafnspjaldi
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Ég sjálf/ur og veldu Opna.
3
Flettu að Um mig og veldu Bæta við > Búa til nýtt.
4
Flettu á milli flipanna og bættu upplýsingum í reitina.
5
Sláðu inn upplýsingarnar og veldu Vista.
Hópar
Þú getur búið til hóp með símanúmerum og netföngum úr Símaskrá og sent skeyti á hópinn.
Þú getur líka notað hópa (með símanúmerum) þegar þú býrð til lista yfir þau númer sem þú
vilt svara símtölum úr.
Til að búa til hóp með símanúmerum og netföngum
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Hópar.
3
Flettu að Nýr hópur og veldu Bæta við.
4
Sláðu inn heiti fyrir hópinn og veldu Áfram.
5
Flettu að Nýtt og veldu Bæta við.
6
Flettu að öllum þeim símanúmerum og netföngum sem þú vilt merkja og veldu
Með hraðvalsnúmerum geturðu valið níu tengiliði sem þú vilt geta hringt í á fljótlegan hátt
úr biðstöðu. Hægt er að vista tengiliði á tökkum (sætisnúmerum) 1 til 9.
Til að tengja hraðvalsnúmer við tengiliði
1
Veldu Valmynd > Símaskrá.
2
Flettu að Nýr tengiliður og veldu Valkost. > Hraðval.
3
Flettu að sætisnúmeri og veldu Bæta við.
4
Veldu tengilið.
Til að hringja með hraðvali
•
Sláðu inn sætisnúmerið og veldu .
Fleiri hringieiginleikar
Talhólf
Ef áskriftin þín felur í sér talhólf geta þeir sem hringja skilið eftir skilaboð þegar þú getur ekki
svarað símtali.
Veldu Já > Ný raddskipun og veldu tengilið. Ef tengiliður er með fleiri en eitt
símanúmer skaltu velja það símanúmer sem þú vilt bæta raddskipuninni við.
3
Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast. Bíddu eftir tóninum og segðu svo skipunina sem
þú vilt taka upp. Taktu upp raddskipunina, t.d. „farsími Nonna“. Síminn spilar svo
raddskipunina fyrir þig.
4
Ef upptakan er í lagi velurðu Já. Ef hún er ekki í lagi velurðu Nei og endurtekur skref
3 og 4.
Raddskipanir eru aðeins vistaðar í minni símans. Ekki er hægt að nota þær í öðrum síma.
Til að raddhringja tengilið
1
Haltu inni hljóðstyrkstakka.
2
Bíddu eftir tóninum og segðu upptekna raddskipun, t.d. „farsími Nonna“. Síminn
spilar skipunina aftur og tengir hringinguna.
Til að virkja raddstýrða svörun og upptöku raddskipana
Flettu að skipun og veldu Valkostir > Skipta út raddsk..
3
Bíddu eftir tóninum og segðu svo skipunina.
Flutningur símtala
Þú getur flutt símtöl, til dæmis í talhólf.
Sumir valkostir símtalaflutnings eru ekki í tiltækir þegar Takmtaka símtöl er notað.
Til að flytja símtöl
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Símtöl > Flytja símtöl.
2
Veldu gerð símtalsins og flutningskost.
3
Veldu Virkja.
4
Sláðu inn símanúmerið sem á að flytja símtöl í og veldu Í lagi.
birtist.
Símtal bíður
Ef þjónustan er virk heyrist tónn ef reynt er að hringja í þig á meðan á símtali stendur.
Til að gera biðþjónustu virka
•
Veldu Valmynd > Stillingar > Símtöl > Vinna með símtöl > Símtal bíður > Virkja.
Fleiri en eitt símtal
Hægt er að sinna fleiri en einu símtali á sama tíma. Til dæmis er hægt að setja eitt símtal í
bið meðan öðru er svarað. Einnig er hægt að skipta á milli tveggja símtala. Hins vegar er
ekki hægt að svara þriðja símtalinu án þess að leggja á annan hvorn aðilann.
Til að skipta á milli tveggja símtala
•
Meðan á símtalinu stendur ýtirðu á .
Til að sameina tvö símtöl
•
Meðan á símtalinu stendur velurðu Valkost. > Sameina símtöl.
Til að ljúka virku símtali og tengjast aftur símtali í bið
•
Ýttu fyrst á
Til að hringja í annað símanúmer
1
Meðan á símtalinu stendur ýtirðu á . Þetta setur virka símtalið í bið.
2
Veldu Valkost. > Nýtt símtal.
3
Sláðu inn númerið sem þú vilt hringja í og ýttu á
Til að svara öðru símtali
•
Meðan á símtalinu stendur ýtirðu á
Til að hafna öðru símtali
•
Ýttu á
og síðan .
.
. Þetta setur virka símtalið í bið.
meðan á símtali stendur til að halda því áfram.
Til að ljúka virku símtali og svara öðru símtali
•
Meðan á símtalinu stendur velurðu Skipta út virku.
Meðan á símtali stendur sýnir síminn hversu lengi búið er að tala. Einnig er hægt að kanna
lengd síðasta símtals, úthringinga og heildartíma allra símtala.
Lengd samtalsins sýnd er um það bil. Raunveruleg símanotkun og verð er eingöngu ákveðið af
verðskrá þjónustuveitans. Hafðu samband við þjónustuveitan þinn til að staðfesta raunverulega
notkun.
Þú getur hlustað á tónlist, hljóðbækur og netvörp. Notaðu Media Go™ forritið til að flytja
efni til og frá símanum. Frekari upplýsingar, sjá Flutningur efnis til og frá tölvu á bls. 38.
Tónlistarspilari
Til að spila tónlist
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Tónlist.
2
Skoðaðu eftir flokki með stýrihnappinum.
3
Flettu að heiti og veldu Spila.
Inn í flokki getur þú ýtt á – til að opna færslur sem byrja á sérstökum bókstaf.
Til að stöðva spilun tónlistar
•
Ýttu á miðjuvaltakkann.
Til að spóla áfram eða til baka
•
Haltu stýrihnappinum til hægri eða vinstri.
Til að fletta á milli laga
•
Ýttu stýrihnappinum til hægri eða vinstri.
Til að stilla hljóðstyrkinn
•
Ýttu hljóðstyrkstökkunum upp eða niður.
Til að fela tónlistarspilarann
•
Veldu Valkost. > Fela.
Farið aftur í spilarann
•
Veldu Valmynd > Miðlar.
Stutt skrásnið
Eftirfarandi skrásnið eru stutt af símanum:
Valkostur
Hringitónaspilun3GP
SniðFramlengingar
AAC
MP4
M4A
MP3
AMR
AMR-WB
WAV
SMF (GM, GML, SP-MIDI eru studd)
iMelody
XMF (Mobile XMF/DLS eru studd)
WMA
Þú getur búið til lagalista til að skipuleggja tónlistina þína og bæta við lögum og möppum
við lagalistann. Þú getur líka búið til lagalista með því að nota lag á meðan það spilar. Svona
lagalisti getur náð yfir svipaða tónlist, til dæmis, frá sama flytjanda eða sömu stefnu. Það
getur tekið nokkrar mínútur að búa til lagalista.
Til að búa til lagalista
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Tónlist > Lagalistar.
2
Flettu að Nýr lagalisti og veldu Bæta við.
3
Sláðu inn heiti og veldu Í lagi.
4
Fyrir hvert lag sem þú vilt bæta við flettirðu að laginu og velur Merkja.
5
Veldu Bæta við til að bæta merktum lögunum á lagalistann.
Fyrir hvert lag sem þú vilt bæta við flettirðu að laginu og velur Merkja.
5
Veldu Bæta við til að bæta merktum lögunum á lagalistann.
Hljóðbækur
Ef þú getur notað Media Go™ forrit til að flytja hljóðbækur yfir í símann frá tölvunni, getur
þú hlustað á hljóðbækur í símanum þínum. Það getur tekið nokkrar mínútur áður en
hljóðbókin sem flutt er birtist á listanum í hljóðbókum sem eru í boði.
Fá aðgang að hljóðbókum
•
Veldu Valmynd > Miðlar > Tónlist > Hljóðbækur.
Hljóðbækur á öðru sniði en M4B og þær hljóðbækur sem eru ekki með ID3v2 kaflamerkingar er
að finna í möppunni Lög.
Kauptu núna
Ef þú gerist áskrifandi á tónlistarþjónustu sem leyfir takmörkuð, lausa not símans þíns, getur
þú merkt lag sem þú hefur áhuga á að kaupa seinna. Næst þegar þú samstillir tónlistina
þína við Microsoft® Windows Media® Player forrit á tölvunni með kveikt á Internetinu, verður
spurt ef þú vilt kaupa lagið sem þú merktir áðan. Ef þú samþykkir verður lagið hlaðið niður
á tölvuna þína og tónlistarþjónustan sem þú valdir rukkar þig um verðið. Þessi þjónusta
krefst áskriftar og áskriftar á niðurhlaðanlegri tónlistarþjónustu, tölvu með Microsoft
Windows Media® Player 11 forrits eða seinni samhæfri útgáfu af Microsoft® Windows
Media® Player forriti og USB tengingu.
®
Þú getur ekki séð að lagið er merkt. Þú getur ekki afmerkt lag sem þú þegar hefur merkt.
Til að merkja lag
•
Þegar verið er að spila lagið sem þú vilt merkja skaltu halda niðri .
Tónlist og myndskeið á netinu
Hægt er að horfa á myndskeið og hlusta á tónlist með því að straumspila efnið af internetinu
í símann. Ef þú getur ekki notað internetið skoðaðu þá Ég get ekki notaðinternetþjónustu á bls. 61.
Ekki nota símann sem útvarp á svæðum þar sem það er bannað.
Kveikt á útvarpinu
1
Tengdu handfrjálsan búnað við símann.
2
Veldu Valmynd > Afþreying > Útvarp.
Til að leita sjálfkrafa að stöðvum
•
Veldu Leita.
Til að fínstilla tíðnina
•
Ýttu stýrihnappinum til hægri eða vinstri.
Til að stilla hljóðstyrkinn
•
Ýttu hljóðstyrkstökkunum upp eða niður.
Til að fela útvarpið
•
Veldu Valkost. > Fela.
Til að fara aftur í útvarpið
•
Veldu Valmynd > Afþreying > Útvarp.
Vistun stöðva
Hægt er að vista allt að 20 stöðvar.
Til að vista stöðvar sjálfkrafa
•
Veldu Valkost. > Rásir > Sjálfvirk vistun.
Til að vista stöðvar handvirkt
1
Þegar útvarpsstöð er fundin velurðu Valkost. > Rásir > Vista.
2
Flettu að sæti og veldu Setja inn.
3
Þú getur breytt heiti stöðvarinnar ef þú vilt. Veldu Vista.
Einnig er hægt að vista stöð á takka með því að halda inni
Til að skipta á milli vistaðra stöðva
•
Ýttu stýrihnappinum upp eða niður.
Einnig er hægt að velja vistaða stöð með því að ýta á
- .
- .
TrackID™ forrit
TrackID™ tækni er þjónusta sem ber kennsl á tónlist. Þú getur leitað að titli, flytjanda og
nafni á lagi sem þú hefur heyrt spilað í hátalara eða í útvarpi símans. Ef þú getur ekki notað
TrackID™ forritið, sjáðu Ég get ekki notað internetþjónustu á bls. 61.
Til að leita að upplýsingum um lag
•
Þegar þú heyrir lag spilað í gegnum hátalara velurðu Valmynd > Afþreying > TrackID™ >
Byrja.
•
Þegar þú heyrir lag spilað í útvari símans velurðu Valkost. > TrackID™ > TrackID™.
Notaðu TrackID™ í hljóðlátu umhverfi til að ná sem bestum árangri.
Þegar þú opnar PlayNow™ forritið, slærðu inn PlayNow™, þar sem þú getur hlaðið niður
tónlist, leiki, hringitóna, þemu og veggfóður. Þú getur forskoðað eða hlusta á efni áður en
þú kaupir og hleður það niður í símann þinn. Ef þú getur ekki notað PlayNow™ forritið, sjáðu
Ég get ekki notað internetþjónustu á bls. 61.
Þessi þjónusta er ekki í boði í öllum löndum.
Fyrir auka virkni getur þú einnig fengið aðgang að PlayNow™ í vefbúð á tölvunni frá
www.sonyericsson.com/playnow. Frekari upplýsingar, opnaðu
www.sonyericsson.com/support til að lesa PlayNow™ valkostshandbókina.
Til að nota PlayNow™ forritið
1
Veldu Valmynd > PlayNow™.
2
Flettu í gegnum PlayNow™ og fylgdu leiðbeiningunum til að forskoða og kaupa efni.
Hljóðupptaka
Hægt er að taka upp tal eða símtal. Hægt er að nota hljóð sem hafa verið tekin upp sem
hringitóna.
Samkvæmt lögum sumra landa þarft þú að láta viðmælandann vita fyrirfram að þú ætlir að taka
upp samtalið.
Til að taka upp hljóð
1
Veldu Valmynd > Afþreying > Taka upp hljóð > Taka upp.
2
Veldu Vista til að stöðva upptökuna og vista.
Til að taka upp símtal
1
Meðan á símtali stendur velurðu Valkost. > Taka upp.
Hægt er að laga myndir með Photo fix. Birtustig, ljós og birtuskil eru lagfærð til að gera
myndina eins góða og hægt er, með einum smelli. Lagfæringarnar eru vistaðar sem afrit af
myndinni. Þetta hefur ekki áhrif á upphaflegu myndina.
Til að laga mynd við Photo fix
1
Virktu myndavélina og ýttu á stýrihnapp til að fletta að .
2
Tryggðu að Skoða myndir valkosturinn sé stilltur á Kveikt. Veldu Valkost. og flettu
að Skoða myndir > Kveikt.
3
Taka mynd.
4
Þegar þú skoðar myndina velurðu Valkost. > Laga mynd.
5
Skoðaðu lögunina og veldu Vista til að vista.
6
Ef þú vilt ekki vista viðbæturnar velurðu Bakka.
Góð ráð við notkun myndavélarinnar
Þriðjungsregla
Ekki setja myndefnið í miðju rammans. Þú færð betri útkomu ef þú staðsetur það aðeins til
hliðar, við fyrsta og annan þriðjung rammans.
Haltu myndavélinni stöðugri
Komdu í veg fyrir óskýrar myndir með því að halda myndavélinni stöðugri. Þú getur reynt
að halda hendinni stöðugri með því að setja hana upp við fastan hlut. Einnig er hægt að
nota tímastillingu til að tryggja að síminn verði stöðugur þegar mynd er tekin.
Farðu nær
Með því að fara eins nálægt myndefninu og hægt er þarftu ekki að treysta á aðdráttinn.
Prófaðu að láta myndefnið fylla út í myndgluggann.
Passaðu upp á flassdrægnina
Myndir sem eru teknar út fyrir hámarksdrægni flassins verða of dökkar. Hámarksdrægni
flassins er u.þ.b. fjögur skref frá myndefninu.
Prófaðu nýja hluti
Skoðaðu önnur sjónarhorn og færðu þig nær myndefninu. Taktu lóðréttar myndir. Prófaðu
mismunandi stöður.
Notaðu einfaldan bakgrunn
Einfaldur bakgrunnur dregur fram myndefnið.
Haltu linsunni hreinni
Farsímar eru notaðir við alls konar aðstæður og geymdir í vösum og veskjum. Því getur
myndavélarlinsan orðið skítug og kámug. Notaðu mjúkan klút til að þrífa linsuna.
Að nota upptökuvélina
Til að taka upp myndskeið
1
Veldu Valmynd > Myndavél.
2
Ýttu stýrihnappinum til vinstri eða hægri til að fletta að
3
Ýttu á miðju valtakkans til að byrja upptökuna.
4
Ýttu miðju valtakkans til að stöðva upptökuna. Myndskeiðið vistast sjálfkrafa.
5
Ýttu á Bakka til að fara aftur í myndgluggann og taka upp annað myndskeið.
Virktu myndavélina og ýttu á stýrihnapp til að fletta að .
2
Veldu Valkost. > Skoða allar.
3
Ýttu stýrihnappinum til vinstri eða hægri til að fletta að mynd.
Til að skoða myndskeið
1
Virktu myndavélina og ýttu á stýrihnapp til að fletta að .
2
Veldu Valkost. > Skoða öll.
3
Ýttu stýrihnappinum til vinstri eða hægri til að fletta að myndskeiði og ýttu á miðju
valtakkans. Myndskeið eru táknuð með efst í vinstra horninu.
Til að skoða myndir í skyggnusýningu
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Mynd > Myndamappa.
2
Veldu mánuð.
3
Flettu að mynd og veldu Skoða.
4
Veldu Valkost. > Skyggnusýning.
5
Veldu blæ.
Myndir skoðaðar á korti
Þegar mynd er tekin er hægt að tengja upplýsingar um landfræðilega staðsetningu við. Þetta
köllum við að staðsetningarupplýsingar. Myndir með staðsetningarupplýsingar eru merktar
með í Miðlar. Ef ekki er hægt að skoða myndir á korti, sjáðu Ég get ekki notaðinternetþjónustu á bls. 61.
Upplýsingar sem þarf af sendi-birti er áætlað. Sony Ericsson tekur enga ábyrgð á nákvæmni af
staðsetningu gagna.
Til að skoða myndir á korti
•
Veldu Valmynd > Miðlar > Mynd > Hnit.
Kveikt eða slökkt á jarðmerkingu
1
Virktu myndavélina og ýttu á stýrihnapp til að fletta að
2
Veldu Valkost. > Bæta við hnitum.
3
Veldu valkost.
.
Myndamerki
Hægt er að skipuleggja myndir með myndamerkjum. Hægt er að búa til ný merki, tengja
eitt eða fleiri merki við mynd, eða fjarlægja merki. Myndir sem eru með sama merki er
vistaðar saman undir Myndamerki. Til dæmis er hægt að búa til merki sem kallast 'Frí' sem
er notað til að merkja allar myndir úr sumarfríi. Að því loknu er hægt að skoða allar myndirnar
í Myndamerki undir heitinu 'Frí'.
Til að búa til ný myndmerki
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Mynd > Myndamappa.
2
Veldu mánuð.
3
Flettu að mynd og veldu Skoða.
4
Veldu Valkost. > Merkja myndina > Valkost. > Nýtt merki.
5
Sláðu inn heiti merkis og ýttu á Í lagi.
6
Flettu að viðeigandi tákni undir Merkistákn og ýttu á miðju valtakkans.
Til að merkja myndir
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Mynd > Myndamappa.
2
Veldu mánuð.
3
Flettu að mynd og veldu Skoða.
4
Veldu Valkost. > Merkja myndina.
5
Ýttu stýrihnappinum upp eða niður til að fletta að merki.
6
Ýttu á miðjuvaltakkann. Valið merkistákn birtist á skjánum.
Flettu að merki og veldu Valkost. > Fjarlægja merki.
Notkun mynda
Hægt er að tengja mynd við tengilið, nota hana sem ræsiskjá, veggfóður í biðstöðu eða
sem skjáhvílu.
Til að nota myndir
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Mynd > Myndamappa.
2
Veldu mánuð.
3
Flettu að mynd og veldu Skoða.
4
Veldu Valkost. > Nota sem.
5
Veldu valkost.
Þú getur aðeins sett myndir inn á tengiliði sem eru vistaðir á minni símans.
Að nota vefalbúm
Ef áskriftin þín styður þessa þjónustu geturðu sent myndir og myndskeið á vefalbúm. Ef þú
getur ekki sent efni á vefsvæði skaltu skoða Ég get ekki notað internetþjónustu á
bls. 61.
Vefþjónustur geta beðið um sér leyfissamning á milli þín og þjónustuveitandann. Viðbótar reglur
og auka kostnaður getur bæst við. Frekari upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Til að senda vistaðar myndir í símanum í vefalbúm
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Mynd > Myndamappa.
2
Veldu mánuð og ár.
3
Flettu að mynd og veldu Valkost. > Senda > Í vefalbúm.
4
Veldu þjónustu fyrir vefalbúm. Sláðu inn innskráningarupplýsingar ef beðið er um það.
5
Veldu gildandi albúm eða stofnaðu nýtt albúm.
6
Sláðu inn texta, ef vill, og veldu Senda.
Til að senda vistuð myndskeið í símanum í vefalbúm
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Myndskeið > Myndskeið.
2
Flettu að myndskeiði og veldu Valkost. > Senda > Í vefalbúm.
3
Veldu þjónustu fyrir vefalbúm. Sláðu inn innskráningarupplýsingar ef beðið er um það.
4
Veldu vefalbúm eða bættu við nýju vefalbúmi.
5
Sláðu inn texta og veldu Senda.
Til að senda myndir eða myndskeið í vefalbúm eftir töku
1
Þegar þú hefur tekið mynd eða myndskeið velurðu Senda > Í vefalbúm.
2
Veldu þjónustu fyrir vefalbúm. Sláðu inn innskráningarupplýsingar ef beðið er um það.
Þú getur skoðað og spilað myndskeið með myndspilaranum í Miðlar og Skráasafn.
Myndskeið sem þú hefur tekið upp með myndavélinni eru í Myndamappa. Önnur
myndskeið eru í Myndskeið.
Myndskeiðsspilun
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Myndskeið > Myndskeið eða Myndamappa.
Þú getur flutt og meðhöndlað efni eins og myndir og tónlist.
Ekki er leyfilegt að skiptast á öllu efni sem er varið með höfundarrétti. gefur til kynna að efnið
sér varið með höfundarrétti.
Skipuleggja efni
Símaefni eins og myndir, myndskeið, hljóð, þemu, netsíður, leiki og forrit eru vistuð í minni
símans eða á minniskortinu. Þetta efni er vistað í sérmöppu í Skráasafn, sem gerir það
auðveldara að finna það sem þú ert að leita að.
Þú getur fundið skráasafn undir Valmynd > Skipuleggjari > Skráasafn. Það eru þrír flipar
til að kanna:
•
Allar skrár – öll efni í minni símans og á minniskortinu.
•
Á minniskorti – öll efni á minniskortinu.
•
Í símanum – öll efni í minni símans.
Höfundarréttarvarnað efni
Hlutir sem eru sóttir eða fengnir með einu af flutningsaðferðum sem eru í boði geta verið
höfundarréttarverndaðir af stafrænum réttindum (Digital Rights Management). Það getur
verið að þú getir ekki afritað, sent eða flutt þess konar hluti.
Til að skoða höfundarréttarupplýsingar um skrá
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Skráasafn.
2
Flettu að möppu og veldu Opna.
3
Flettu að skrá og veldu Valkostir > Upplýsingar.
Meðhöndlun efnis í símanum
Þú getur notað Skráasafn í símanum til að meðhöndla efni sem er vistað í minni símans
eða á minniskortið. Flipar og tákn í Skráasafn sýna hvar efni er vistað. Þegar minnið fyllist
skaltu losa um pláss með því að eyða einhverju efni.
Til að skoða upplýsingar um minnisstöðu
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Skráasafn.
2
Veldu Valkost. > Staða minnis.
3
Veldu Minniskort eða Sími.
Til að velja fleiri en einn hlut í möppu
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Skráasafn.
2
Flettu að möppu og veldu Opna.
3
Veldu Valkost. > Merkja > Merkja nokkrar.
4
Fyrir hvern hlut sem þú vilt merkja flettirðu að hlutnum og velur Merkja.
Til að færa hluti milli minni símans og minniskortsins
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Skráasafn.
2
Finndu hlut og veldu Valkost. > Vinna með skrár > Færa.
Hægt er að senda efni með því að nota mismunandi flutningsaðferðir, t.d. skilaboð eða
þráðlausa Bluetooth-tækni.
Til að senda efni
1
Flettu að hlut og veldu Valkost. > Senda.
2
Veldu flutningsaðferð.
Gakktu úr skugga um að viðtökutækið styðji flutningsaðferðina sem þú velur.
Tengja símann við tölvuna
Það eru tvær leiðir til að setja tengingu milli símans og tölvunnar:
•
Notkun USB-snúru
•
Nota þráðlausa Bluetooth™ tækni
Tengja með USB-snúru
Hægt er að tengja símann við tölvu með USB-snúru sem er samhæf símanum.
Áður en þú tengir símann við tölvuna þarftu að velja PC-snið.
Til að velja tölvusnið
•
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > USB > Velja sjálfgefið snið og síðan
PC-snið.
Til að tengja símann við tölvu með USB snúru
1
Tengdu símann við tölvuna með USB-snúru.
2
Tölva: Ef þú hefur ekki þegar sett upp Sony Ericsson PC Companion, birtist Install
Sony Ericsson PC software valmyndin. Smelltu á Install til að setja sjálfkrafa upp
nauðsynlegan hugbúnað.
3
Í Portable Device valmyndinni, veldu Take no action.
Aftengdu ekki USB-snúruna þegar efni er yfirfært þar sem þetta getur skemmt efnið.
PC Companion
PC Companion leyfir þér:
•
Kanna efni símans.
•
Nota símann sem mótald.
•
Uppsetja hugbúnað tölvunnar notað til að samstilla, flytja og búa til öryggisafrit af efni
símans.
Nánari upplýsingar er að finna í www.sonyericsson.com/support.
Þú getur sótt útgáfu fyrir Media Access Control® á www.sonyericsson.com/support.
Til að setja upp PC Companion
Ef ekki sé búið að setja upp nauðsynlegan USB hugbúnað á tölvunni, ertu beðin(n) um að setja
upp Sony Ericsson PC Companion. Það þarf einnig að kveikja á Autoplay virkninni á tölvunni.
1
Notaðu USB-snúru sem er studd af símanum, tengdu símann við tölvuna sem keyrir
Microsoft® Windows® stýrikerfi.
2
Tölva: Farðu eftir leiðbeiningunum á skjánum.
Draga og sleppa efni
Þú getur dregið og sleppt efni á milli símans, minniskortsins og tölvunnar með því að nota
Microsoft® Windows® Explorer forritið.
Til að vafra minni símans eða minniskortið úr tölvu
Aftengdu ekki USB-snúruna þegar efni er yfirfært þar sem þetta getur skemmt efnið.
Tölva: Tvísmelltu á Tölvan mín táknið á skjáborðinu.
3
Til að skoða möppurnar minni símans og minniskortið, tvísmelltu á símatáknið undir
tæki með færanleg geymslu í Tölvan mín glugganum.
Til að draga og sleppa efni
1
Tengdu símann við tölvuna með USB-snúru sem er stutt af símanum.
2
Tölva: Bíddu þangað til minni símans og minniskortið birtast sem ytri diskur í
Microsoft® Windows® Explorer forritinu.
3
Dragðu og slepptu völdum skrám milli símans og tölvunnar.
Til að aftengja USB-snúruna á öruggan hátt
Aftengdu ekki USB-snúruna þegar efni er yfirfært þar sem þetta getur skemmt efnið.
1
Tölva: Hægrismelltu á Aftengja vélbúnað á öruggan hátt táknið í Microsoft
®
Windows® Explorer forritinu.
2
Veldu drifin sem þú villt aftengja. Veldu stöðva.
3
Bíddu þar til Windows tilkynnir um að það sé öruggt að fjarlægja drifið. Aftengdu
USB-snúruna.
Stýrikerfi sem þarf
Þú þarft eitt af þessum stýrikerfum til að nota Sony Ericsson PC hugbúnað:
•
Microsoft® Windows® 7
•
Microsoft® Windows Vista™
•
Microsoft® Windows® XP, Service Pack 2 eða nýrra
Tengja með þráðlausri Bluetooth™ tækni
Þú getur sett þráðlausa tengingu á milli símans og tölvunnar sem styður þráðlausa
Bluetooth™ tækni. Það verður að kveikja á Bluetooth™ valkostinum í símanum og tölvunni
áður en þú byrjar að tengjast. Hámark 10 metra (33 feta) fjarlægð fyrir Bluetooth™
samskipti, án gegnheilla hluta á milli tækja.
Til að kveikja á Bluetooth™ valkostinum
•
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth > Kveikja.
Tryggðu að búnaðurinn sem þú vilt para saman við símann sem hefur Bluetooth™ valkost virkan
og er sýnilegur öðrum búnaði.
Til að slökkva á Bluetooth™ valkostinum
•
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth > Slökkva.
Slökktu á Bluetooth valkostinum þegar hann er ekki í notkun til að minnka rafhlöðunotkunina.
Þú getur notað Media Go™ forrit til að flytja efni milli símans og tölvunnar. Hægt er að sækja
Media Go™ forrit í gegnum PC Companion eða frá www.sonyericsson.com/support.
Mac® samhæfður hugbúnaður er einnig í boði hjá www.sonyericsson.com/support.
Til að flytja efni með Media Go™
1
Tengdu símann við tölvuna með USB-snúru sem er stutt af símanum.
2
Tölva: Þegar færanlegur búnaður valmynd birtist velurðu flytja í eða frá búnaði með
Media Go og smelltu á OK. Media Go™ forritið opnast.
3
Tölva: Bíddu þangað til búnaðurinn birtist á Bókasafns stýriborðinu til vinstri í Media
Go™ glugganum. Þú getur núna valið að flytja skrár milli símans og tölvunnar.
4
Færðu skrár á milli símans og tölvunnar með Media Go™ forritinu.
Nafn símans
Þú getur slegið inn heiti fyrir símann sem er birt á öðrum símtækjum, t.d. þegar notuð er
þráðlaus Bluetooth™ tækni.
Til að slá inn nafn símans
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Nafn símans.
2
Sláðu inn nafn fyrir símann g veldu Í lagi.
Nota þráðlaus Bluetooth™ tækni
Notaðu Bluetooth™ tæknina til að tengja þráðlaust við önnur tæki, án gjalds. Þú getur til
dæmis:
•
Tengst við handfrjálsan búnað.
•
Tengst nokkrum búnaði á sama tíma.
•
Tengst við tölvur og fengið aðgang að internetinu.
•
Skipst á MP3 skjölum, sýndarnafnspjöldum myndum og fleiru.
•
Spila leiki með öðrum.
Mælt er með mest 10 metra (33 feta) fjarlægð fyrir Bluetooth samskipti, án gagnheilla hluta á milli
tækja.
Áður en þráðlaus Bluetooth™ tækni er notað
Þú verður að kveikja á Bluetooth™ valkostinum til að hafa samskipti við önnur tæki. Það
getur verið að þú verðir að bera símann þinn við önnur Bluetooth™ tæki.
Til að para símann við annað tæki
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Bluetooth > Bæta við nýju tæki.
Þetta er einungis mögulegt með tækjum sem krefjast aðgangs að öruggri þjónustu.
Orkusparnaður
Hægt er að spara rafhlöðu símans með orkusparnaðinum. Þegar orkusparnaður er notaður
er aðeins hægt að tengja símann við eitt Bluetooth tæki. Þú verður að slökkva á þessum
valkosti ef þú vilt tengja símann við fleiri en eitt Bluetooth-tæki samtímis.
Veldu valkost. Í síma flytur hljóð í símann. Í handfrjálsum flytur hljóð í handfrjálsan
búnað.
Ef þú velur Í síma valkostinn og svarar með handfrjálsa takkanum, flyst hljóðin í handfrjálsa
búnaðinn.
Til að flytja hljóð meðan á símtali stendur
1
Meðan á símtali stendur velurðu Hljóð.
2
Veldu úr listanum um fáanlega handfrjálsa búnaði.
Búa til öryggisafrit og endurheimta
Þú getur búið til öryggisafrit og flutt símaskránna þína, dagbók, verkefni, minnismiða og
bókamerki með því að nota Sony Ericsson PC Companion eða frá
www.sonyericsson.com/support
Þú getur einnig búið til öryggisafrit og endurheimtað símaskrá í símanum með því að flytja
efni á milli minniskortsins og minni símans. Sjáðu Meðhöndlun efnis í símanum á bls. 35.
.
Búðu reglulega til öryggisafrit af efni símans til að tryggja að þú tapir því ekki.
Til að taka öryggisafrit með Sony Ericsson PC Companion
1
Tölva: Ræstu Sony Ericsson PC Companion úr Start/Programs/Sony Ericsson/
Sony Ericsson PC Companion.
2
Fylgdu leiðbeiningum um hvernig á að tengjast í Sony EricssonPC Companion.
3
Farðu í hlutann fyrir öryggisafrit og endurstillingar í Sony Ericsson PC Companion og
taktu afrit af innihaldi símans.
Efni símans er flutt með Sony Ericsson PC Companion
Sony Ericsson PC Companion skrifar yfir allt efni á símanum meðan á flutningi stendur. Ef þú
truflar ferlið geturðu valdið skemmdum á símanum.
1
Tölva: Ræstu Sony Ericsson PC Companion úr Start/Programs/Sony Ericsson/
Sony Ericsson PC Companion.
2
Fylgdu leiðbeiningum um hvernig á að tengjast í Sony Ericsson PC Companion.
3
Farðu í hlutann fyrir öryggisafrit og endurstillingar Sony Ericsson PC Companion og
endurstilltu efni símann.
Þú getur uppfært símann í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins til að hámarka afköst og fá nýjustu
viðbæturnar. Þú þarft að hafa USB-snúru og nettengda tölvu.
Leiðbeiningar eru á
www.sonyericsson.com/update
Mundu að taka öryggisafrit af innihaldi símans áður en þú uppfærir. Sjáðu Búa til öryggisafrit og
endurheimta á bls. 39.
Uppfærsla símans með Sony Ericsson PC Companion
Þú getur uppfært símann með því að nota USB-snúru og Sony Ericsson PC Companion.
Þegar síminn er tengdur leitar hann sjálfkrafa að og tilkynnir um nýjar uppfærslur.
Síminn uppfærður þráðlaust
Hægt er að uppfæra símann þráðlaust með forritinu Update Service í símanum. Þú glatar
ekki eigin efni eða efni sem þegar er í símanum.
Til að nota Update Service þarf gagnaaðgang eins og GPRS, 3G eða HSDPA.
Skeyti geta innihaldið texta, myndir, hljóð, hreyfimyndir og lög.
Þegar skeyti er sent velur síminn sjálfkrafa bestu aðferðina (sem textaskeyti eða
myndskilaboð) til að senda það.
Ef þú getur ekki notað myndskilaboð skaltu skoða Ég get ekki notað internetþjónustu á
bls. 61.
Sending skeyta
Hægt er að senda skeyti úr símanum. Hámarksstærð venjulegs skeytis er 160 stafir (að
meðtöldum bilum) ef engum öðrum hlutum er bætt við það. Ef þú slærð inn meira en 160
stafi eru annað skeyti búið til. Skeytin eru sent í litlum bútum.
Til að búa til og senda skeyti
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skrifa nýtt > Skilaboð.
2
Sláðu inn texta. Til að bæta hlutum við skeyti ýtirðu stýrihnappinum niður, flettir með
því að ýta honum til hægri eða vinstri og velur hlut.
3
Veldu Áfram > Leita í símaskrá.
4
Veldu viðtakanda og veldu Senda.
Ef þú sendir skeyti til hóps kann að vera tekið gjald í samræmi við fjölda viðtakenda. Frekari
upplýsingar fást hjá þjónustuveitunni.
Til að afrita og líma texta í skeytum
1
Þegar þú skrifar skeytið velurðu Valkost. > Afrita & líma.
2
Veldu Afrita allan texta eða Merkja og afrita. Flettu og merktu texta í skeytinu.
3
Veldu Valkost. > Afrita & líma > Líma.
Skeyti móttekin og þeim svarað
Þú færð tilkynningu um leið og þú færð skeyti.
í minni símans. Þegar minni símans er fullt er hægt að eyða skeytum eða vista þau á
minniskorti eða SIM-kortinu.
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboð og veldu möppu.
2
Flettu að skeyti og veldu Valkost. > Vista skeyti.
Til að skoða skeyti í innhólfinu
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboð > Innhólf.
2
Flettu að skeytinu og veldu Skoða.
Til að hringja í símanúmer sem er í skeyti
•
Þegar þú skoðar skilaboðin flettirðu að símanúmerinu og ýtir á
eða birtist. Skeyti eru sjálfkrafa vistuð
.
Valkostir fyrir skeyti
Hægt er að stilla suma valkosti, eins og skilaboðatón og sjálfgefinn vistunarstað, til að þeir
eigi við um öll skilaboð. Hægt er að stilla aðra valkosti, svo sem forgang afhendingar eða
afhendingartíma fyrir hvert skeyti sem er sent.
Hægt er að senda og taka við hljóðupptökum í talskilaboðum.
Sendandi og móttakandi verða að hafa áskrift sem styður margmiðlunarskilaboð.
Til að taka upp og senda talskilaboð
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skrifa nýtt > Talskilaboð.
2
Taktu upp skilaboðin og veldu Stöðva > Senda > Leita í símaskrá.
3
Veldu viðtakanda og veldu Senda.
Tölvupóstur
Þú getur fengið tölvupóst í símann og notað allar staðal tölvupóstaðgerðir.
Hægt er að samstilla tölvupóst með Microsoft® Exchange ActiveSync® forriti.
Áður en tölvupóstur er notaður
Þú getur notað uppsetningarálfinn til að athuga hvort hægt er að hala stillingar niður fyrir
pósthólf. Ef þetta virkar ekki, færðu kvaðningu um að fara í stillingar sjálf/ur.
Réttar internetstillingar þurfa að vera í símanum til að nota tölvupóst. Ef þú getur ekki notað
internetið skoðaðu þá Ég get ekki notað internetþjónustu á bls. 61.
Slá inn netfangsstillingar handvirkt
Þú getur búið til pósthólf í símanum með því að slá handvirkt inn tölvupóstsstillingum. Áður
en þú notar uppsetningarálfinn, þarftu upplýsingar um nauðsynlegan reikning og stillingar.
Þú getur haft samband við símafyrirtækið hvort pósthólfið sé innifalið í áskriftinni. Annars
ættir þú að hafa samband við netfangs þjónustuveituna.
Þú þarft eftirfarandi upplýsingar:
•
Netfang – netfang sem aðrir nota til að senda tölvupóst til þín. Því fylgir alltaf ‘@’ stafurinn.
•
Aðgangsorð netfangsins – nafnið sem þú notar til að skrá þig inn í pósthólfið. Þetta getur
verið það sama og netfangið, sem fer eftir netfangsreikningnum þínum.
•
Lykilorð netfangsins – lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn í pósthólfið.
•
Innkomandi netfangþjónn (POP3 eða IMAP4). Þetta ber kennsl á þjóninn þar sem
innkomandi tölvupóstskeyti eru geymd (til dæmis, póstur.dæmi.com).
Veldu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur til að ræsa uppsetningarhjálp fyrir
tölvupóst.
2
Fylgdu leiðbeiningunum til að útbúa pósthólfið.
Ef þú þarft að færa stillingar inn handvirkt geturðu haft samband við tölvupóstþjónustuna til að
fá frekari upplýsingar. Tölvupóstþjónusta gæti verið fyrirtækið þar sem þú fékkst netfangið.
Til að búa til POP3 pósthólf handvirkt
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur.
2
Ef þú notar nokkur pósthólf skaltu velja eitt þeirra.
3
Veldu Breyta stillingum.
4
Flettu að Nýtt pósthólf og veldu Bæta við. Uppsetningarhjálpin opnast.
5
Veldu tegund reikningsins.
6
Sláðu inn nafnið þitt og veldu Áfram.
7
Sláðu inn netfangið þitt og veldu Áfram.
8
Sláðu inn notendanafnið fyrir innkomandi netþjón og veldu Áfram.
9
Sláðu inn lykilorðið fyrir innkomandi netþjón og veldu Áfram.
10
Til að ljúka uppsetningunni handvirkt, veldu Nei.
11
Veldu POP3 og svo Áfram.
12
Sláðu inn innkomandi POP3 netþjónsnafn og veldu Áfram.
13
Sláðu inn útfarandi netþjónsnafn (SMTP) og veldu Áfram.
Það getur verið að þjónustuveita tölvupóstsins noti viðbótarstillingu í uppsetningu
tölvupóstfangsins. Ef svo er, þarftu að breyta pósthólfinu áður en þú notar það.
Til að búa til TIMAP4 pósthólf handvirkt
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur.
2
Ef þú notar nokkur pósthólf skaltu velja eitt þeirra.
3
Veldu Breyta stillingum.
4
Flettu að Nýtt pósthólf og veldu Bæta við. Uppsetningarhjálpin opnast.
5
Veldu tegund reikningsins.
6
Sláðu inn nafnið þitt og veldu Áfram.
7
Sláðu inn netfangið þitt og veldu Áfram.
8
Sláðu inn notandanafnið fyrir innkomandi netþjón og veldu Áfram.
9
Sláðu inn lykilorðið fyrir innkomandi netþjón og veldu Áfram.
10
Til að ljúka uppsetningunni handvirkt, veldu Nei.
11
Flettu að IMAP4 og veldu Áfram.
12
Sláðu inn innkomandi IMAP4 netþjónsnafn og veldu Áfram.
13
Sláðu inn útfarandi netþjónsnafn (SMTP) og veldu Áfram.
Það getur verið að þjónustuveita tölvupóstsins noti viðbótarstillingu í uppsetningu
tölvupóstfangsins. Ef svo er, þarftu að breyta pósthólfinu áður en þú notar það.
Til að skrifa og senda tölvupóstskeyti
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur.
2
Ef þú ert með nokkur pósthólf skaltu velja það sem þú vilt senda skeytið úr.
3
Veldu Skrifa nýtt.
4
Flettu að Til: og veldu Bæta við > Slá inn netfang til að bæta við viðtakanda. Sláðu
inn netfang og veldu Í lagi.
5
Til að bæta við fleiri þátttakendum flettirðu að Til: og velur Breyta. Flettu að valkosti
og veldu Bæta við. Að þessu loknu velurðu Lokið.
6
Sláðu inn titil með því að fletta að Titill:, velja Breyta, slá inn titil og velja Í lagi.
7
Sláðu inn texta skeytisins með því að fletta að Texti:, velja Breyta, slá inn texta og
velja Í lagi.
Flettu að skeytinu og veldu Skoða > Valkost. > Vista skeyti.
Til að svara tölvupóstskeyti
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur.
2
Ef þú notar nokkur pósthólf skaltu velja eitt þeirra.
3
Veldu Innhólf.
4
Flettu að skeytinu og veldu Valkost. > Svara.
5
Skrifaðu svar og veldu Í lagi.
6
Veldu Áfram > Senda.
Til að skoða viðhengi í tölvupóstskeyti
•
Þegar þú skoðar skeytið velurðu Valkost. > Viðhengi > Nota > Skoða.
Virkt pósthólf
Ef þú ert með nokkur pósthólf geturðu breytt því hvert þeirra er virkt.
Til að búa til fleiri pósthólf
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur.
2
Ef þú ert með nokkur pósthólf skaltu velja eitt.
3
Veldu Pósthólf.
4
Flettu að Nýtt pósthólf og veldu Bæta við.
Til að breyta virku pósthólfi
1
Veldu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur.
2
Ef þú ert með nokkur pósthólf skaltu velja eitt.
3
Veldu Pósthólf.
4
Veldu pósthólfið sem þú vilt virkja.
Athugaðu sjálfvirkt ný tölvupóstskeyti
Þú getur stillt símann þinn til að athuga sjálfvirkt ný tölvupóstskeyti. Bæði er hægt að stilla
tímabil á milli athugana á nýjum pósti eða láta símann halda stöðugri tengingu við
tölvupóstþjóninn (tölvupóstvöktun). Síminn athugar aðeins póst á pósthólfinu sem er virkt.
Þegar þú færð ný tölvupóst, birtist
Flettu að gagnatengingarhlutnum og veldu Valkost. > Búa til nýja.
3
Veldu Rásaskipt gögn.
4
Veldu Heiti > Breyta.
5
Sláðu inn nafn fyrir gagnatengingunni og veldu Í lagi.
6
Veldu Símanúmer > Breyta.
7
Sláðu inn símanúmerið sem þú fékkst frá þjónustuveitunni þinni og veldu Í lagi.
8
Veldu Notandanafn > Breyta.
9
Sláðu inn notendanafnið sem þú fékkst frá þjónustuveitunni þinni og veldu Í lagi.
10
Veldu Lykilorð > Breyta.
11
Sláðu inn lykilorðið sem þú fékkst frá þjónustuveitunni þinni og veldu Í lagi.
12
Veldu Vista til að vista reikninginn.
13
Veldu gagnatenginguna sem þú bjóst til og veldu Vista. Þú ert tilbúin(n) til að nota
internetið.
Internetöryggi og vottorð
Síminn styður örugga vefskoðun. Sumar internetþjónustur, s.s. netbankar, þurfa vottorð í
símanum. Síminn gæti innihaldið vottorð þegar hann er keyptur en þú gætir einnig þurft að
hlaða niður nýjum.
Til að skoða skírteini í símanum
•
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Öryggi > Vottorð.
Virkni mótaldsins
Síminn hefur innbyggt mótald. Þú getur notað það til að tengja tölvu við netveita (ISP) til að
vafra internetið eða sýsla við tölvupóstskeytin þín.
Þú þarft að setja Sony Ericsson PC Companion upp á tölvuna þína.
Áður en byrjað er
Áður en þú setur upp tölvuna og ræsir með því að nota mótaldið sem þú þarft:
•
GSM símkerfaáskrift sem styður EDGE, GPRS eða 3G.
•
Símaáskrift sem nær yfir vöfrun á Internetinu. Ef þú ert ekki viss hvort þú hafir þetta,
vinsamlegast hafðu samband við símafyrirtækið þitt.
Stilla upp internettengingu
Þú getur stofnað internettengingu í gegnum símann með því að nota eftirfarandi aðferðir:
Stilla upp internettengingu með Sony Ericsson PC Companion
Sony Ericsson PC Companion leyfir þér að fá aðgang að internetinu með tengikapal milli
símans og tölvunnar. Þegar þú tengir tvö tæki með samþykktri snúru, leiðbeinir How toconnect wizard í PC Companion þér í gegnum aðferðina. Internet tenging er stofnað
sjálfkrafa á einn af þremur leiðum:
•
Ef það er internet gagnatenging undir Internetstillingar sem samsvarar núverandi
stjórnanda, mun tengingin verða stofnuð sjálfkrafa.
•
Ef það er engin internet gagnatenging undir Internetstillingar sem samsvarar núverandi
stjórnanda, mun forrit búa til síma gagnatengingu.
•
Ef það er nóg af plássi til að vista internetgögn í símanum, er spurt um að yfirrita gildandi
gagnatengingu.
Til að tengjast internetinu með Sony Ericsson PC Companion
1
Tvísmelltu á Sony Ericsson PC Companion táknið á skjáborði tölvunnar.
2
Til að opna How to connect hjálpinni, smelltu á How to connect hnappinn.
3
Í How to connect hjálpinni, smelltu á Next.
4
Veldu tegund tengingar: USB cable eða Bluetooth wireless technology.
5
Smelltu á Next og farðu eftir leiðbeiningunum.
6
Smelltu á Internet connection.
7
Í Internet connection glugganum, smelltu á Connect.
Tryggðu að sendistyrkurinn er nóg og góður til að staðfesta gagnatengingu.
Til að ljúka tengingu
•
Smelltu á Aftengjast í Internettengingar glugganum.
Stjórna tengingum í Sony Ericsson PC Companion
Þegar þú tengist við internetið með Sony Ericsson PC Companion, getur þú sýslað
tengingunum frá Advanced settings valmyndinni í Internet connection glugganum. Þú getur:
Símanúmer: Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > USB > Fleiri valkostir >
Tenging við Internet > Internet um síma.
3
Tölva: Nýja tengingin birtist í nettenginga möppunni þinni.
Stilla upp fyrir Bluetooth™ mótald
Ef tölvan styður þráðlausa Bluetooth™ tækni, geturðu tengst og notað símann sem mótald.
Tengingin birtist í nettengingar möppu á tölvunni. Það verður að kveikja á Bluetooth™
valkostinum í símanum og töflunni áður en þú byrjar að stilla upp mótald. Hámark 10 metra
(33 feta) fjarlægð fyrir Bluetooth™ samskipti án gegnheila hluta á milli tækja.
Til að setja upp Bluetooth mótald
1
Tölva: Tvísmelltu á Bluetooth™ táknið.
2
Smelltu á Skoða tækin á svæðinu. Ef síminn er ekki sýndur, smelltu á Leita að tækjum
á svæðinu.
3
Hægrismelltu á símanafnið og veldu Para tæki.
4
Veldu PIN-númerakóða og smelltu á OK.
5
Símanúmer: Þegar Bæta við Tækin mín? birtist velurðu Já.
6
Sláðu inn PIN-númerakóðanum eins og áður og veldu Í lagi.
7
Tölva: Tvísmelltu á símanafn í Bluetooth tækjaglugganum.
8
Tvísmelltu á raðtengitáknið.
9
Símanúmer: Þegar Leyfa? birtist velurðu Já.
Skráarflutningur
Skráarflutningsstjóri fylgist með skrám sem þú hleður niður frá Internetinu, til dæmis,
margmiðlunarskrám, netvörp og leiki og hjálpar þér að fá aðgang að skránum. Það heldur
einnig utan um myndir sem þú hleður inn á vefsvæði, t.d. vefalbúm eða blogg. Einnig er
hægt að setja upp sótt Java-forrit og setja niðurhal í bið, halda áfram með það eða hætta
við það.
Til að fá aðgang að skrá með Skráaflutningi
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Skráarflutningur.
2
Flettu að skránni.
3
Ýttu á miðvaltakkann til að opna skrána eða veldu Valkost. til að framkvæma aðrar
aðgerðir.
Vefstraumar
Með vefstraumum er hægt að fá áskrift að niðurhali á efni sem er uppfært reglulega, t.d.
fréttum, netvarpi eða myndum.
Til að bæta við nýjum straumum af vefsíðu
1
Þegar þú skoðar vefsíðu sem inniheldur vefstrauma (gefið til kynna með ) velurðu
og síðan .
2
Fyrir hvern straum sem þú vilt bæta við flettirðu að straumnum og velur Bæta við >
Já.
Flettu að fyrirsögninni með því að ýta stýrihnappinum til vinstri eða hægri.
5
Flettu að hlutnum sem þú vilt sækja með því að ýta stýrihnappinum niður og veldu
síðan Valkost. > Hlaða niður skrá.
Þú færð aðgang að sóttum skrám í skráaflutningsforritinu. Sjáðu Skráarflutningur á bls. 49.
Þú getur einnig gerst áskrifandi til að hlaða niður vefstraumefni á tölvuna með Media Go™ forriti.
Sjáðu Til að flytja efni með Media Go™ á bls. 38.
Uppfærsla vefstrauma
Bæði er hægt að uppfæra vefstrauma handvirkt og velja tíma fyrir sjálfvirkar uppfærslur.
Þegar uppfærslur eru mótteknar birtist á skjánum.
Til að tímasetja uppfærslur vefstrauma
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Vefstraumar.
2
Flettu að vefstraumi og veldu Valkost. > Uppfæra:.
3
Veldu einhvern valkost.
Tíðar uppfærslur geta verið dýrar.
Vefstraumar í biðstöðu
Þú getur sýnt nýjar uppfærslur á biðstöðuskjánum með fréttaborðsforriti.
Þessi valkostur er ekki í boði á öllum mörkuðum.
Til að sýna vefstrauma í biðstöðu
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Vefstraumar.
2
Flettu að straumi og veldu Valkost. > Stillingar > Fréttaborði á biðskjá > Sýna í
biðstöðu.
Til að opna vefstrauma úr biðstöðu
1
Af biðstaða skaltu velja Borði.
2
Til að lesa meira um straum ýtirðu stýrihnappinum upp eða niður til að fletta að
fyrirsögn og velur síðan Skoða.
Netvörp
Netvörp eru skrár, t.d. útvarpsþættir eða myndskeið, sem þú getur hlaðið niður og spilað.
Þú gerist áskrifandi að og sækir netvörp með því að nota vefstrauma.
Til að fá aðgang að hljóðnetvörpum
•
Veldu Valmynd > Miðlar > Tónlist > Tónlistarstr..
Til að fá aðgang að myndnetvörpum
•
Veldu Valmynd > Miðlar > Myndskeið > Myndstr..
Myndastraumar
Þú getur gerst áskrifandi að myndastraumum og hlaðið niður myndum.
Hægt er að samstilla símann á tvo mismunandi vegu: með tölvuforriti eða internetþjónustu.
Aðeins skal nota eina samstillingaraðferð í einu með símanum.
Samstillingarvalkostur í Sony Ericsson PC Companion
Til að stilla samstillingarvalkostinn í Sony Ericsson PC Companion
1
Tölva: Ræsa Sony Ericsson PC Companion.
2
Tengdu símann við tölvuna.
3
Í Synchronisation glugganum á Sony Ericsson PC Companion, smelltu á Settings og
veldu valkostina þína.
Samstilltu skipugeggjara hluta
Í Sony Ericsson PC Companion Settingsglugganum getur þú fengið aðgang að
samstillingarstillingunum fyrir skipugeggjara hluta eins og tengiliði, dagbókaratriði, verkefni,
minnismiða og bókamerki. Fyrir tengiliði, dagbókaatriði, verkefni og minnismiða getur þú
notað fellilista til að velja persónulegan upplýsingastjóra (PIM). Fellilistinn felur í sér öll forrit
sem hafa fundist í tölvunni. Í Propertiesglugganum getur þú stillt hvaða möppu þú vilt láta
samstillast með.
Bókamerki
Þegar Sony Ericsson PC Companion er sett upp, er undirmappa fyrir My Sony Ericsson
bókamerki búin til í Internet Explorer bókamerkjamöppunni. Þetta verður sjálfgefin mappa
fyrir samstillingu.
Ef internet Explorer er ekki sett upp eða er ekki sjálfgefin netvafri, verður sjálfgefin mappa
fyrir bókamerki Skjölin mín/Sony Ericsson PC Companion/Bókamerki.
Reglur
Í Reglu glugganum getur þú stillt reglur fyrir hvað gerist þegar árekstur er fundinn milli símans
og tölvunnar meðan á samstillingu stendur.
Tímaáætlun
Þú getur virkt Sjálfvirka samstillingarvalkostinn í tímaáætlunar glugganum. Þetta leyfir þér
að stilla hversu oft síminn mun samstillast við tölvuna.
Samstilling með SyncML™
Áður en samstillt er
Svo hægt sé að samstilla símann við netþjón internetsins, þarftu að búa til reikning í
símanum þínum. Hafðu samband við símafyrirtækið þitt til að fá nauðsynlegar upplýsingar.
Stillingarnar sem þarf fyrir SyncML samstillinguna og fyrir skráningu samstillingu
reikningstengingu við þjónustuveita eru:
•
Slóð netþjóns – vefslóð netþjóns
•
Nafn gagnagrunns – gagnagrunnur til að samstilla með
Þú getur fengið aðgang og samstillt félagsskiptum upplýsingum eins og tölvupóst, tengiliði
og dagbókarskráningu í símanum með Microsoft® Exchange Server.
Frekari upplýsingar um samstillingar, hafðu samband við upplýsingartækniskerfisstjórann.
Áður en þú byrjar að samstilla
Stillingin sem þarf Microsoft® Exchange ActiveSync® til að fá aðgang að Microsoft
Exchange Server er:
•
Slóð netþjóns – vefslóð netþjóns
•
Lén – netþjóns lén
•
Notandanafn – notandanafn reiknings
•
Lykilorð – lykilorð reiknings
Til að slá inn stillingar fyrir Microsoft® Exchange ActiveSync
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Samstilling.
2
Flettu að Ný samstilling og veldu Bæta við > Exchange ActiveSync.
3
Sláðu inn nafn fyrir nýjan reikning og veldu Áfram.
4
Sláðu inn stillingarnar sem þarf.
5
Flettu á milli flipa til að slá inn viðbótarstillingum.
Hægt er að nota USB-snúru eða þráðlausa Bluetooth tækni til að samstilla símaskrá símans,
stefnumót, bókamerki, verkefni og minnismiða með því að nota netþjónustu eða tölvuforriti
Áður en þú samstillir þarftu að setja upp Sony Ericsson PC Companion. Sony Ericsson PC
Companion hugbúnaðurinn má sækja í gegnum PC Companion eða frá
www.sonyericsson.com/support
.
Mac® samhæfður hugbúnaður er einnig í boði hjá
www.sonyericsson.com/support
.
Til að samstilla með Sony Ericsson PC Companion
1
Tölva: Ræstu Sony Ericsson PC Companion úr Start/Programs/Sony Ericsson/
Sony Ericsson PC Companion.
2
Fylgdu leiðbeiningum um hvernig tengingin er fyrir Sony Ericsson PC Companion.
3
Þegar tilkynning birtist um að Sony Ericsson PC Companion hafi fundið símann er
hægt að ræsa samstillinguna.
Notkunarleiðbeiningar er að finna í hjálparhluta Sony Ericsson PC Companion þegar
hugbúnaðurinn hefur verið settur upp á tölvunni.
Samstilling með internetþjónustu
Hægt er að samstilla símagöng í gegnum internetþjónustu með SyncML™ eða notað
Microsoft® Windows® Server í samsetningu við Microsoft® Exchange ActiveSync® forritið.
Slökkt er á net- og útvarpssendiviðtækjum í Flugstilling til að koma í veg fyrir truflun á
viðkvæmum búnaði.
Þegar flugstillingin er valin er beðið um að velja stillingu næst þegar kveikt er á símanum:
•
Venjulegur – með alla valkosti virka
•
Flugstilling – með takmörkuðum fjölda valkosta
Flugstilling valin
•
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Flugstilling > Áfram > Sýna við
ræsingu.
Til að velja flugstillingu
1
Slökktu á símanum þegar flugstillingarvalmyndin opnast.
2
Kveiktu á símanum og veldu Flugstilling. birtist.
Vekjarar
Þú getur valið hljóð eða útvarpið sem vekjara. Vekjarinn hringir jafnvel þótt slökkt sé á
símanum. Þegar vekjarinn hringir er hægt að slökkva á hljóðinu eða vekjaranum.
Til að stilla vekjarann
1
Veldu Valmynd > Vekjaraklukka.
2
Flettu að tíma og veldu Breyta.
3
Flettu að Tími: og veldu Breyta.
4
Sláðu inn tíma og veldu Í lagi > Vista.
Til að stilla á endurtekna hringingu
1
Veldu Valmynd > Vekjaraklukka.
2
Flettu að tíma og veldu Breyta.
3
Flettu að Endurtekin vakning: og veldu Breyta.
4
Flettu að degi og veldu Merkja.
5
Annar dagur er valinn með því að fletta að honum og velja Merkja.
6
Veldu Lokið > Vista.
Til að velja vekjaratón
1
Veldu Valmynd > Vekjaraklukka.
2
Flettu að tíma og veldu Breyta.
3
Flettu að
4
Flettu að Vekjaratónn: og veldu Breyta.
5
Finndu og veldu vekjaratón. Veldu Vista.
Til að slökkva á vekjaranum
•
Ýttu á hvaða takka sem er þegar vekjarinn hringir.
•
Til að endurtaka hringinguna velurðu Blunda.
Til að slökkva á hringingunni
•
Ýttu á hvaða takka sem er þegar vekjarinn hringir og veldu svo Slökkva.
Flettu að minnismiða og veldu Valkost. > Sýna í biðstöðu.
Til að fela minnismiða sem sýndur er í biðstöðu
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Minnismiðar.
2
Flettu að minnismiðanum sem birtist á biðstaða. Hann er merktur með tákninu .
Veldu Valkost. > Fela í biðstöðu.
Verkefni
Hægt er að bæta við nýjum verkefnum og breyta þeim sem fyrir eru.
Til að bæta við verkefni
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Verkefni.
2
Veldu Nýtt verkefni og Bæta við.
3
Veldu einhvern valkost.
4
Færðu inn upplýsingar og staðfestu hverja færslu.
Til að stilla hvenær áminning eigi að heyrast
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Verkefni.
2
Flettu að verkefni og veldu Valkost. > Áminningar.
3
Veldu valkost.
Áminning sem er valin í dagbókinni hefur áhrif á áminningu í verkefnum.
Snið
Hægt er að breyta stillingum líkt og hringistyrknum og titringi fyrir mismunandi aðstæður.
Hægt er að núllstilla öll snið símans á upphaflegar stillingar.
Til að velja snið
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Snið.
2
Veldu snið.
Til að skoða og breyta sniði
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Snið.
2
Flettu að sniði og veldu Valkost. > Skoða og breyta.
Ef þú velur borg uppfærir Tímabeltið mitt tímann þegar skipt er yfir í eða úr sumartíma.
Þema
Hægt er að breyta útliti skjásins með því að nota valkosti eins og ýmsa liti og veggfóður. Þú
getur einnig búið til nýja þemu og hlaðið þeim niður. Nánari upplýsingar er að finna á
www.sonyericsson.com/fun.
Til að velja þema
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Skjár > Þema.
2
Flettu að þema og veldu Velja.
Útlit aðalvalmyndar
Hægt er að breyta útliti tákna í aðalvalmyndinni.
Útliti aðalvalmyndar breytt
1
Veldu Valmynd > Valkost. > Útlit aðalvalmynd..
2
Veldu einhvern valkost.
Staða skjásins
Hægt er að skipta á milli láréttra og lóðréttra mynda
Til að breyta stöðu skjásins í Miðlar
1
Veldu Valmynd > Miðlar > Stillingar > Uppsetning.
2
Veldu einhvern valkost.
Hringitónar
Til að velja hringitón
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Hljóð og tónar > Hringitónn.
2
Finndu og veldu hringitón.
Til að stilla hljóðstyrk hringitónsins
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Hljóð og tónar > Hljóðstyrkur.
2
Ýttu stýrihnappinum til vinstri eða hægri til stilla hljóðstyrkinn.
3
Veldu Vista.
Til að slökkva á hringitóninum
•
Ýttu á og haltu inni
Þetta hefur ekki áhrif á verkjatóninn.
Til að stilla titring
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Hljóð og tónar > Titringur.
2
Veldu einhvern valkost.
. birtist.
Leikir
Í símanum eru nokkrir leikir. Einnig er hægt að hlaða niður leikjum. Nánari upplýsingar er að
finna í www.sonyericsson.com/fun. Flestum leikjunum fylgja hjálpartextar.
Þú getur hlaða niður og keyrt Java™ forrit. Einnig er hægt að skoða upplýsingar um þau
og velja mismunandi leyfi. Ef þú getur ekki notað Java forrit, sjáðu Ég get ekki notaðinternetþjónustu á bls. 61.
Java forrit valið.
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Forrit.
2
Veldu forrit.
Til að stilla heimildir Java forrits
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Forrit.
2
Flettu að forriti og veldu Valkost. > Heimildir.
3
Heimildastillingar.
Skjástærð Java-forrita
Sum Javaforrit eru hönnuð fyrir ákveðna skjástærð. Nánari upplýsingar má fá hjá söluaðila
viðkomandi forrita.
Þessi valkostur er ekki í boði á öllum mörkuðum.
Til að velja skjástærðina fyrir Java forrit
1
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Forrit.
2
Flettu að forriti og veldu Valkost. > Skjástærð.
3
Veldu einhvern valkost.
Til að stilla Java forrit sem veggfóður
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Skjár.
2
Veldu Forrit í biðstöðu > Forritaveggfóður.
Þú getur aðeins séð Java forritið sem hefur stuðning fyrir veggfóðrið.
Vírusvörn
Vírusvörnin greinir og fjarlægir vírussmituð forrit sem þú setur upp í símanum. Það skannar
forrit sjálfkrafa við uppsetningu. Þegar smitað forrit finnst er hægt að eyða eða sleppa því.
Hægt er að velja um 30 daga prufutíma eða að slá inn áskriftarnúmer. Við mælum með því
að þú uppfærir vírusvarnarforritið reglulega. Þú þarft að hafa réttar internetstillingar í
símanum til að nota þennan eiginleika.
Vírusvarnarforrit frá okkur eða notkun þín á vírusvarnarforritum tryggir ekki að notkun á vörunni
verði laus við vírusa, spilliforrit eða annan skaðlegan hugbúnað.
Til að kveikja á skönnun vírusvarnarinnar
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Öryggi > Vírusvörn.
2
Fylgdu leiðbeiningunum til að nota uppsetningarhjálpina.
Þessi læsing verndar aðeins áskriftina þína. Síminn þinn mun virka með nýju SIM-korti. Ef
læsingin er á, þarftu að slá inn PIN-númerið.
Ef þú slærð inn rangt PIN númer þrisvar sinnum í röð lokast SIM kortið og þú þarft að slá
inn PUK númerið þitt (Personal Unblocking Key). PIN-númerið þitt og PUK-númerið fylgja
með frá símafyrirtækinu þínu.
Til að opna SIM-kortið
1
Þegar PIN-númer er læst birtist skaltu slá inn PUK-númerið og velja Í lagi.
2
Sláðu inn nýtt fjögurra til átta stafa PIN númer og veldu Í lagi.
Sláðu inn nýtt fjögurra til átta stafa PIN númer og veldu Í lagi.
4
Sláðu aftur inn nýja PIN númerið og veldu Í lagi.
Ef textinn Númerin passa ekki saman birtist hefurðu slegið nýja PIN númerið rangt inn. Ef textinn
Rangt PIN-númer birtist hefurðu slegið gamla PIN-númerið rangt inn.
Þú getur stöðvað óheimila notkun símans með því að virkja símlásaverndina. Eftir virkjun
verður þú beðinn um að slá inn símaláskóðann í hvert sinn þegar þú ræsir símann aftur.
Sjálfgefni símaláskóðinn er 0000. Það er mælt með að þú breytir honum í hvaða fjögra til
átta talna kóða af eigin vali.
Það er mikilvægt að þú munir nýja kóðann. Ef þú gleymir kóðanum þarftu að fara með símann til
sölu- eða þjónustuaðila Sony Ericsson.
Veldu Kveikt ef þú vilt slá inn lásakóðann í hvert sinn sem þú ræsir símann eða veldu
Sjálfvirkt ef þú vilt að kóðinn sé aðeins sleginn inn þegar síminn er ræstur aftur eftir
að nýtt SIM-kort sé sett í.
3
Sláðu inn símaláskóðanum (0000 sjálfgefið) og veldu Í lagi.
Til að taka símann úr lás
•
Þegar Síminn er læstur birtist skaltu slá inn láskóðann og velja Í lagi.
Hægt er að nota takkaborðslás til að koma í veg fyrir óviljandi aðgerðir. Þegar takkaborðið
er læst, birtist . Hægt er að svara innhringingum án þess að taka lásinn af.
Hægt er að hringja í alþjóðlega neyðarnúmerið 112 þótt takkaborðið sé læst.
Takkalásinn tekinn af
1
Ýttu á .
2
Veldu Opna.
IMEI númer
Geymdu afrit af IMEI númerinu þínu (International Mobile Equipment Identity) ef símanum
þínum skyldi vera stolið.
Hægt er að laga sum vandamál með uppfærsluþjónustunni. Ef uppfærsluþjónustan er
notuð reglulega verður frammistaða símans eins og best verður á kosið. Sjá Síminnuppfærður á bls. 40.
Sum vandamál eru þess eðlis að þú þarft að hafa samband við símafyrirtækið þitt.
Frekari aðstoð er að finna á www.sonyericsson.com/support.
Algengar spurningar
Hvar finn ég nauðsynlegar upplýsingar eins og IMEI-númer ef ég get
ekki kveikt á símanum?
Ég á í erfiðleikum með minni símans eða síminn vinnur hægt.
Endurræstu símann hvern dag til að losa um minni eða framkvæmdu Núllstilla símann.
Núllstilling símans
Ef þú velur Núllstilla stillingar er þeim breytingum sem þú hefur gert á stillingum símans
eytt.
Ef þú velur Núllstilla allt er stillingum og efni (s.s. tengiliðum, skilaboðum, myndum, hljóðum
og leikjum sem hefur verið hlaðið niður) eytt. Þú gætir einnig tapað efni sem var í símanum
þegar þú keyptir hann.
Til að núllstilla símann.
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Almennt > Núllstilla símann.
2
Veldu einhvern valkost.
3
Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast.
Ég get ekki hlaðið símann eða rafhlaðan hefur ekki nægilegt afl.
Hleðslutækið er ekki tengt rétt eða tenging rafhlöðunnar er léleg. Fjarlægðu rafhlöðuhlífina
og hreinsaðu tengin.
Rafhlaðan er ofnotuð og það þarf að setja inn nýja. Sjá Síminn hlaðinn á bls. 9.
Rafhlöðutákn birtist ekki þegar síminn er í hleðslu.
Nokkrar mínútur geta liðið þar til rafhlöðutáknið birtist á skjánum.
Sum valmyndaratriði eru grá
Þjónusta er ekki tengd. Hafðu samband við símafyrirtækið þitt.
Ég get ekki notað internetþjónustu
Áskrift þín felur ekki í sér gagnasendingar. Stillingar vantar eða þær eru rangar.
Þessi valkostur er ekki í boði á öllum mörkuðum. Hafðu samband við símafyrirtækið eða
þjónustuveitanda til að fá frekari upplýsingar.
Ég get ekki sent skeyti úr símanum
Til að senda skeyti, þarftu að stilla númer SMS- miðstöðvar. Þú færð númerið hjá
símafyrirtækinu/þjónustuveitunni og það er venjulega vistað á SIM-kortinu. Ef númer
þjónustumiðstöðvarinnar er ekki vistað á SIM-kortinu þarftu að slá það inn.
Til að senda flest myndskilaboð þarf að velja MMS-snið og vistfang skilaboðaþjónsins. Ef
engar MMS stillingar eða skilaboðaþjónn eru fyrir hendi geturðu fengið allar stillingar
sjálfkrafa frá símafyrirtækinu, með því að nota stillingaforritið eða farið á
www.sonyericsson.com/support.
Til að slá inn númer þjónustumiðstöðvar
1
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengingar > Skilaboðastillingar > Textaskeyti og
flettu að SMS-miðstöð. Númerið birtist ef það er vistað á SIM kortinu.
2
Ef ekkert númer birtist skaltu velja Breyta.
3
Flettu að Ný SMS miðstöð og veldu Bæta við.
4
Sláðu inn númerið, þ.m.t. + merkið og landsnúmerið.
Gakktu úr skugga um að Hljóðlaus stilling hafi ekki verið stillt á Kveikt. Sjá Til að slökkva
á hringitóninum á bls. 57.
Kannaðu hljóðstyrk hringitónsins. Sjá Til að stilla hljóðstyrk hringitónsins á bls. 57.
Kannaðu sniðið. Sjá Til að velja snið á bls. 56.
Kannaðu símatalaflutningskosti. Sjá Til að flytja símtöl á bls. 22.
Engin önnur tæki finna símann með Bluetooth
Þú ert ekki með kveikt á Bluetooth. Gakktu úr skugga um að sýnileikinn sé stilltur á Sýna
síma. Sjá Til að kveikja á Bluetooth™ valkostinum á bls. 37.
Ég get hvorki samstillt né flutt efni á milli símans og tölvunnar eftir að
hafa tengt tækin með USB-snúru.
Hugbúnaðurinn eða USB-reklarnir hafa ekki verið rétt uppsettir. Opnaðu
www.sonyericsson.com/support til að lesa ítarlegar leiðbeiningarkafla um uppsetningu og
úrræðaleit.
Það er ekkert SIM kort í símanum eða þá að þú hefur sett það rangt í símann.
Sjá SIM-kortið sett í símann á bls. 7.
Hreinsa þarf SIM-kortatengin. Hafðu samband við símafyrirtækið þitt ef kortið er skemmt.
Settu rétt SIM-kort í símann
Síminn er stilltur þannig að hann virkar aðeins með tilteknum SIM-kortum. Gakktu úr skugga
um að þú notir rétt SIM kort.
Rangt PIN-númer/Rangt PIN2-númer
Þú hefur slegið PIN eða PIN2 númerið rangt inn þrisvar sinnum í röð.
Sláðu inn rétt PIN eða PIN2 númer og veldu Í lagi.
PIN-númer er læst/PIN2-númerið er læst
Þú hefur slegið PIN eða PIN2 númerið rangt inn þrisvar sinnum í röð.
Upplýsingar um hvernig SIM-kortið er opnað aftur eru í Vörn SIM-korts á bls. 59.
Númerin passa ekki saman
Kóðarnir sem þó slóst inn passa ekki saman. Þegar þú vilt breyta öryggiskóðanum, til
dæmis PIN-númerinu, þarftu að staðfesta nýja kóðann. Sjá Vörn SIM-korts á bls. 59.
Ekkert samband
•
Síminn er í flugstillingu. Sjá Flugstilling á bls. 54.
•
Síminn móttekur ekki merki frá símkerfi eða móttekið merki er of veikt. Hafðu samband við
símafyrirtækið þitt og vertu viss um að símkerfið nái til staðarins sem þú ert á.
•
SIM-kortið virkar ekki rétt. Settu SIM-kortið inn í annan síma. Ef það virkar er líklegt að síminn
þinn sé orsök vandans. Hafðu samband við næsta þjónustustað Sony Ericsson.
Aðeins neyðarsímtöl
Þú ert innan símkerfis en hefur ekki leyfi til að nota það. Hins vegar leyfa sum símafyrirtæki
hringingar í neyðarnúmerið 112. Sjá Neyðarsímtöl á bls. 17.
PUK-númerið er læst. Hafðu samband við símafyrirtækið.
Þú hefur slegið PUK-númerið rangt inn tíu sinnum í röð.
Þessi notandahandbók er gefin út af Sony Ericsson Mobile Communications AB eða dótturfyrirtæki þess í viðkomandi
landi án nokkurrar ábyrgðar. Sony Ericsson Mobile Communications AB er heimilt hvenær sem er og án fyrirvara að
gera endurbætur og breytingar á handbók þessari sem nauðsynlegar kunna að vera vegna prentvillna, ónákvæmni
núverandi upplýsinga eða endurbóta á forritum og/eða búnaði. Slíkar breytingar verða þá gerðar á seinni útgáfum
notandahandbókarinnar.
Útgáfukóði: 1241-2592.2
Með farsímanum er hægt að hlaða niður, vista og framsenda viðbótarefni, svo sem hringitóna. Notkun slíks efnis kann
að vera takmörkuð eða bönnuð vegna réttar þriðja aðila, þar með talið, en ekki eingöngu, takmarkanir viðeigandi laga
um höfundarrétt. Þú, en ekki Sony Ericsson, berð algera ábyrgð á því efni sem þú hleður niður í farsímann eða
framsendir úr honum. Áður en þú notar utanaðkomandi efni, vinsamlegast sannvottaðu að viðeigandi leyfi séu til fyrir
ætlaðri notkun þinni eða hún sé samþykkt á annan hátt. Sony Ericsson ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði
utanaðkomandi efnis né annars efnis frá þriðja aðila. Undir engum kringumstæðum er Sony Ericsson ábyrgt á nokkurn
hátt vegna misnotkunar þinnar á utanaðkomandi efni eða efni frá þriðja aðila.
Þessi notandahandbók getur vísað til þjónusta eða forrita frá þriðja aðila. Notkun af þess konar forritun eða þjónustur
geta þurft sérskráningu við þriðja aðilann og geta verið viðbótar notkunarskilyrði. Vinsamlegast farðu fyrirfram yfir
notkunarskilyrði og tengd friðhelgi fyrir hvert forrit sem eru fengin á eða í gegnum vefsíðu þriðja aðila. Sony Ericsson
ábyrgist ekki nákvæmni, samkvæmni eða gæði efnis né annars efnis eða þjónustu frá vefsíðu þriðja aðila.
Smart Smart-Fit Rendering er vörumerki eða skráð vörumerki ACCESS Co., Ltd.
Bluetooth er vörumerki eða skráð vörumerki Bluetooth SIG Inc. og sérhver notkun Sony Ericsson á því er samkvæmt
leyfi.
Liquid Identity og Liquid Energy merkin, SensMe, Cedar , PlayNow og TrackID eru vörumerki eða skráð vörumerki
Sony Ericsson Mobile Communications AB.
TrackID™ er keyrt af Gracenote Mobile MusicID™. Gracenote og Gracenote Mobile MusicID eru vörumerki eða skráð
vörumerki Gracenote, Inc.
Sony, "make.believe", Walkman og Walkman merkið eru vöruheiti eða skráð vörumerki Sony Corporation.
Media Go er vörumerki eða skráð vörumerki Sony Media Software and Services.
microSD er vörumerki eða skráð vörumerki SanDisk Corporation.
PictBridge eru vörumerki eða skráð vörumerki Canon Kabushiki Kaisha Corporation.
Google Maps™ er vörumerki eða skráð vörumerki Google, Inc.
SyncML er vörumerki eða skráð vörumerki Open Mobile Alliance LTD.
Facebook er vörumerki eða skráð vörumerki Facebook, Inc.
Twitter er vörumerki eða skráð vörumerki Twitter, Inc.
Ericsson er vörumerki eða skráð vörumerki Telefonaktiebolaget LM Ericsson.
Mac er vörumerki Apple Computer, Inc., sem er skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
3GPP er vörumerki eða skráð vörumerki ETSI.
Adobe Photoshop Album Starter Edition er vörumerki eða skráð vörumerki Adobe Systems Incorporated í
Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
Microsoft, Windows, Outlook, Windows Vista, Windows Server, Windows Media og ActiveSync eru skráð vörumerki
eða vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum/svæðum.
Vara þessi nýtur verndar tiltekinna hugverkaréttinda Microsoft. Notkun eða dreifing slíkrar tækni án tengsla við þessa
vöru er bönnuð ef ekki er fyrir hendi leyfi frá Microsoft.
Eigendur efnis nota stjórnkerfi stafrænna réttinda í Windows Media (WMDRM) til að vernda hugverkarétt sinn, þ. á m.
höfundarréttindi. Þetta tæki notar WMDRM hugbúnað frá Windows Media til að fá aðgang að WMDRM-vörðu efni.
Geti WMDRM hugbúnaðurinn ekki varið efnið, kunna eigendur efnis að biðja Microsoft um að fella niður eiginleika
hugbúnaðarins til að nota WMDRM til að spila eða afrita varið efni. Niðurfelling hefur ekki áhrif á óvarið efni. Þegar þú
hleður niður notkunarleyfi fyrir varið efni samþykkir þú að Microsoft megi láta lista yfir niðurfellingar fylgja með leyfunum.
Eigendur efnis kunna að krefjast þess að þú uppfærir WMDRM til að geta fengið aðgang að efni þeirra. Hafnir þú því
að fá uppfærslu munt þú ekki eiga kost á að fá aðgang að efni sem þarfnast uppfærslu.
Þessi vara nýtur einkaleyfisverndar undir MPEG-4 visual og AVC patent portfolio leyfum til einkanotkunar og án
viðskiptatilgangs viðskiptavinar til að (i) kóða myndefni í samræmi við MPEG-4 staðalinn („MPEG-4 myndefni“) eða
AVC staðalinn („AVC myndefni“) og/eða (ii) afkóða MPEG-4 eða AVC myndefni sem var kóðað af viðskiptavini í eigin
tilgangi og án viðskiptatilgangs og/eða var fengið frá myndefnisveitu með leyfi frá MPEG LA til að veita MPEG-4 og/
eða AVC myndefni. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, þ.m.t. sem
tengjast auglýsingum, notkun innanhúss og notkun í viðskiptaskyni og leyfisveitingu, er hægt að fá frá MPEG LA, L.L.C.
Sjá http://www.mpegla.com. MPEG Layer-3 hljóðafkóðunartækni með leyfi frá Fraunhofer IIS og Thomson.
Java, JavaScript og öll vörumerki og fyrirtækismerki sem byggjast á Java eru vörumerki eða skráð vörumerki Sun
Microsystems Inc. í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Notandaleyfi fyrir Sun・Java・Platform, Micro Edition.
1. Takmarkanir: Hugbúnaðurinn felur í sér trúnaðarupplýsingar sem njóta einkaleyfisverndar og öll afrit hans haldast í
eigu Sun og/eða leyfisveitanda. Viðskiptavininum er óheimilt að breyta, bakþýða, baksmala, ráða dulritun á, stunda
gagnadrátt úr eða á annan hátt vendismíða hugbúnaðinn. Óheimilt er að leigja út hugbúnaðinn eða framselja eignarrétt
eða notandaleyfi fyrir honum í heild eða að hluta.
2. Útflutningsreglur: Þessi vara, hugbúnaður sem inniheldur tæknileg gögn kann að lúta útflutningslöggjöf
Evrópusambandsins, Bandaríkjanna eða annarra landa. Notandinn samþykkir að fara í einu og öllu að slíkum reglum
og viðurkennir að hann beri ábyrgð á því að verða sér úti um nauðsynleg leyfi fyrir útflutningi, endurútflutningi eða
innflutningi á hugbúnaðinum. Án takmarka af áðurnefndu, og sem dæmi, notandinn og hvaða eigandi af vörunni: (1)
má ekki vísvitandi flytja út eða endurútflytja á annan hátt, hugbúnaðinn til ákvörðunarstaða skilgreind samkvæmt
greinum í kafla II af European Council Regulation (Reglur Evrópuráðsins) (EC) 1334/2000; (2), verða að lúta bandarískri
útflutningslöggjöf, (lögum um útflutningseftirlit Bandaríkjanna) („EAR“, 15 C.F.R. §§ 730-774, http://
www.bis.doc.gov/ ) útdeilt af bandaríska viðskiptaráðuneytinu, skrifstofu iðnaðar og öryggis; og (3) verða að lúta reglum
um viðskiptabann (30 C.F.R. §§ 500 et. seq.,., http://www.treas.gov/offices/enforcement/ofac/) útdeilt af bandaríska
fjármálaráðuneytinu, skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Viðskiptavininum er óheimilt að flytja eða senda út vöru,
aukabúnað eða hugbúnað til landa, svæða, heildar eða persóna óheimilað af þessum reglum.
Takmarkaður réttur: Notkun, fjölföldun og birting bandarískra stjórnvalda á upplýsingum er háð þeim takmörkunum
sem greinir í ákvæðum um réttindi varðandi tækniupplýsingar og tölvuhugbúnað í DFARS 252.227-7013(c) (1) (ii) og
FAR 52.227-19(c) (2), eftir því sem við á.
Felur í sér „protobuf-c“, http://code.google.com/p/protobuf-c/.
Höfundarréttur 2008, Dave Benson.
Leyft undir Apache License, útgáfu 2.0 („Leyfi“); þú mátt ekki nota þessa skrá nema í samræmi við leyfið. Þú getur
fengið afrit af leyfinu á http://www.apache.org/licenses/LICENSE-2.0.
Hugbúnaður sem er seldur undir leyfinu er seldur eftir „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“ GRUNNI, ÁN NOKKURRA
ÁBYRGÐAR EÐA SKILYRÐA, hvorki eindreginn né undirskilinn nema að krefjist af viðeigandi lögum eða skriflegu
samþykki. Sjá leyfið fyrir tiltekin tungumála stjórnarleyfa og takmörkunum undir leyfinu.
Önnur nöfn vara og fyrirtækja sem nefnd eru í handbók þessari kunna að vera vörumerki hlutaðeigandi eigenda sinna.
Allur réttur sem ekki er veittur skýlaust í handbók þessari er áskilinn.
Myndir hafa það hlutverk að gefa notendum hugmynd um vöruna og ekki er víst að þær lýsi símanum nákvæmlega.