Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-320 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar
eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/
er vörumerki Nokia Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki
has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in
connection with MPEG-4 video provid ed by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional inf ormation,
including that related to promotional, internal, and commercial uses, may be obtained from MPEG LA, LLC. See http://www.mpegla.com.
Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið
kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við
MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar.
Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu
skjali án undangenginnar tilkynningar.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA, STARFSMENN ÞESS EÐA SAMSTARFSAÐILAR UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ
VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM EÐA
UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS, Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYR GÐ Á AÐ
VARAN HENTL TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TILBAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR
TILKYNNINGAR.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki
höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða
þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM
EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKO MANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD F ÉLÖG VEITA NOKKURS
KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL
TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu það, ásamt tungumálavalkostum,
hjá Nokia söluaðila þínum.
Útflutningstakmarkanir
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar
á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
Tilkynning frá FCC/INDUSTRY CANADA
Tækið getur valdið truflunum í sjónvarpi og útvarpi (t.d. þegar síminn er notaður nálægt viðtæki). FCC eða Industry Canada geta krafist þess að þú
hættir að nota símann þinn ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Hafðu samband við þjónustuaðila þinn ef þú þarfnast aðstoðar. Þetta
tæki fellur undir grein 15 í reglugerðunum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og
(2) Tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess. Sérhverjar breytingar sem
Nokia hefur ekki samþykkt geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki
fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög.
Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari
Öryggisatriði
upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun
þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún
kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum.
Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra
ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal
ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir
truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á
SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á
tækinu nálægt lækningabúnaði.
10
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í
FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir. Þráðlaus tæki
geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN
ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota tækið nærri eldsneytisdælu. Notist
ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ
ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar takmarkanir. Ekki nota tækið
þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI
Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og
lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast
skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp
eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykkta aukahluti og
rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf
tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá
yfir allar mikilvægar upplýsingar sem
geymdar eru í tækinu.
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa
notendahandbók með því vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja
saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL
Tryggja skal að kveikt sé á símaaðgerðum
tækisins og þær séu virkar. Ýta skal á
endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa
skjáinn og fara aftur í biðstöðu. Sláðu inn
neyðarnúmerið og ýttu á hringitakkann.
Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta
símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt
til notkunar á (E)GSM 850, 900, 1800, 1900 og UMTS 900
og 2100 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari
upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða
staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi
annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé
að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist
(þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Tækið styður internettengingar og aðrar tengiaðferðir.
Líkt og með tölvur geta vírusar, skaðleg skilaboð og
forrit, ásamt öðru skaðlegu efni haft áhrif á tækið. Gæta
skal varúðar og aðeins opna skilaboð, samþykkja
tengibeiðnir, hlaða niður efni og samþykkja
uppsetningar frá traustum aðilum. Til að auka öryggi
tækisins ættirðu að setja upp, nota og uppfæra
reglulega vírusvarnarhugbúnað, eldvegg og annan
slíkan hugbúnað í tækinu og sérhverri tölvu sem tengd
er við það.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu
tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu.
Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra
tækja getur valdið truflun eða hættu.
Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word,
PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og
2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum
skráargerðum.
Tækið getur hitnað við stöðuga notkun, líkt og þegar
hreyfimyndir eru samnýttar eða háhraða
gagnatenging er í notkun. Það er í flestum tilvikum
Öryggisatriði
11
eðlilegt. Ef tækið vinnur ekki rétt skal fara með það til
næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir
vefsíður þriðju aðila. Einnig er hægt að skoða vefsíður
þriðju aðila með tækinu. Vefsetur þriðju aðila tengjast
ekki Nokia og Nokia hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á
þeim. Ef þú vilt heimsækja slík setur skaltu beita
Öryggisatriði
öryggisráðstöfunum.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en
á skjá tækisins.
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að
þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi.
Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu.
Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum.
Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram
á sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu.
Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir
þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna
að hafa takmarkanir sem hafa áhrif á hvernig hægt er
að nota sérþjónustu. Til dæmis er ekki víst að öll
símkerfi styðji alla stafi tungumála og þjónustu.
Þjónustuveitan þín kann að hafa farið fram á að
tilteknir valkostir hafi verið gerðir óvirkir í tækinu. Ef
svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann
einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og
12
táknum valmynda að hafa verið breytt. Þú færð frekari
upplýsingar hjá þjónustuveitunni þinni.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglurnar (HTTP og
SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Sumar
aðgerðir þessa tækis, svo sem MMS, vefskoðun og
tölvupóstur krefjast símkerfisstuðnings við þessa
tækni.
Aukahlutir, rafhlöður og
hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið
áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau
eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til
notkunar þegar það er hlaðið orku með DC-4, AC-4 eða
AC-5 hleðslutæki og með AC-1, ACP-8, ACP-9, ACP-12,
eða LCH-12 hleðslutæki þegar það er notað með CA-44
millistykki fyrir hleðslutæki.
Númer hleðslutækisins getur verið mismunandi eftir
klónni sem er notuð. Gerð klónnar er auðkennt af einu
af eftirfarandi: E, EB, X, AR, U, A, C eða UB.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-6F rafhlöðu.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður,
hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til
nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar
gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri
notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega
aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar
aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki
leiðsluna.
Öryggisatriði
13
Tengstu
Tengstu
14
Nokia N95 8GB styður eftirfarandi tengimöguleika:
● 2G og 3G símkerfi
● Bloetooth-tenging — til að flytja skrár og efni í
samhæfa aukahluti.
“, bls. 36.
● Nokia AV-tengi (3.5 mm) — til að tengja samhæf
höfuðtól, heyrnartól, sjónvörp eða
hljómflutningstæki.
„Sjónvarpsúttak“, bls. 84.
● Gagnasnúra — til að tengjast við samhæf tæki,
s.s. prentara og tölvur.
● Þráðlaust staðarnet (WLAN) — til að tengjast við
internetið og tæki sem styðja tengingar við
þráðlaus staðarnet.
staðarnet“, bls. 33.
● Innrautt — til að flytja og samstilla gögn á milli
samhæfðra tækja.
tenging“, bls. 39.
● GPS — til að tengjast við GPS-gervihnetti og finna
staðsetningu þína.
(GPS)“, bls. 91.
Sjá „Bluetooth-tengingar
Sjá
Sjá „USB“, bls. 40.
Sjá „Þráðlaust
Sjá „ Innrauð
Sjá „Staðsetning
Gagnlegar upplýsingar
Gerð: N95-2
Héreftir kallað Nokia N95 8GB.
Hjálp
Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp
til að skoða hjálpartexta þess.
Hægt er að skipta á milli opins forrits og
hjálpartexta þess með því að halda inni
takkanum.
Til að opna hjálpina úr aðalvalmyndinni skaltu velja
Verkfæri > Hjálparforrit > Hjálp. Svo er forrit
valið til að sjá hjálpartexta þess.
Tækið tekið í notkun
Sjá leiðarvísinn um fyrstu skrefin en þar eru
upplýsingar um takka og hluta tækisins og fyrirmæli
um hvernig stilla eigi tækið fyrir notkun auk annarra
mikilvægra upplýsinga.
Upplýsingar um
þjónustustöðvar Nokia
Á www.nseries.com/support eða heimasíðu Nokia í
þínu landi er að finna nýjustu handbækurnar,
viðbótarupplýsingar, efni til niðurhals og þjónustu
fyrir Nokia-vöruna þína.
Ef þú þarft að hafa samband við þjónustudeild
skaltu skoða lista yfir Nokia Care þjónustuver á
www.nokia.com/customerservice.
Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næsta
Nokia Care þjónustuveri á www.nokia.com/repair.
Önnur forrit
Í tækinu eru forrit frá Nokia, sem og frá öðrum
hugbúnaðarframleiðendum, sem tryggja að þú
getir nýtt þér tækið til fullnustu. Þessum forritum er
lýst í leiðarvísum sem finna má á þjónustusíðum
Nokia á www.nseries.com/support eða vefsvæði
Nokia í þínu landi.
Gagnlegar upplýsingar
15
Hugbúnaðaruppfærslur
Nokia kann að framleiða hugbúnaðaruppfærslur
með nýjum möguleikum, bættum aðgerðum eða
aukinni virkni. Þú getur nálgast þessar uppfærslur
með forritinu Nokia Software Updater PC. Til að
uppfæra hugbúnað tækisins þarftu að hafa Nokia
Software Updater forritið og samhæfa tölvu með
Microsoft Windows 2000, XP eða Vista stýrikerfi,
háhraðatengingu og samhæfa gagnasnúru til að
tengja tækið við tölvuna.
Nánari upplýsingar um Nokia Software Updater
Gagnlegar upplýsingar
forritið er að finna á www.nokia.com/
softwareupdate eða vefsíðu Nokia í þínu landi. Þar
er einnig hægt að hlaða niður forritinu.
Ábending: Til að skoða hvaða
hugbúnaðarútgáfa er í tækinu slærðu inn
*#0000# í biðstöðu.
Stillingar
Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun
og þráðlaust internet yfirleitt valdar sjálfkrafa
samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni.
Verið getur að þjónustuveitan hafi þegar sett upp
stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að fá þær
sendar eða biðja um þær í sérstökum
textaskilaboðum.
16
Hægt er að breyta almennum stillingum í tækinu,
s.s. tungumáli, biðstöðu, skjástillingum og takkalás.
Sjá „Almennar stillingar“, bls. 148.
Lykilorð
Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú
gleymir einhverjum af þessum aðgangsnúmerum.
● PIN-númer (Personal identification
number) — Númerið hindrar að SIM-kortið sé
notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4 til 8 tölustafir)
fylgir yfirleitt með SIM-kortinu. Þegar PINnúmerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er
númerinu lokað og þá þarf að slá inn PUKnúmerið til að opna það.
● UPIN-númer — Númerið kann að fylgja með
USIM-kortinu. USIM-kortið er endurbætt gerð
SIM-korts til að nota í UMTS-farsímum.
● PIN2-númer — Númerið (4 til 8 tölustafir) fylgir
sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta
notað suma valkosti tækisins.
● Læsingarkóði (einnig kallaður
öryggisnúmer) — Þetta númer (5 tölustafir) er
hægt að nota til að læsa tækinu til að koma í veg
fyrir óleyfilega notkun. Upphaflega númerið fyrir
læsingu er 12345. Breyttu númerinu fyrir
læsingu til að koma í veg fyrir óleyfilega notkun
tækisins. Haltu nýja númerinu leyndu og á
öruggum stað fjarri tækinu. Reyndu að slá inn
númerið aðeins einu sinni ef þú gleymir því. Ef
númerið sem þú slærð inn er ekki rétt skaltu hafa
samband við Nokia Care þjónustuver eða
símafyrirtækið þitt.
● PUK-númer (personal unblocking key) og PUK2-
númer — Þetta númer (8 tölustafir) er
nauðsynlegt til að breyta PIN-númeri eða PIN2númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja
ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við
símafyrirtækið sem lét þig fá SIM-kortið.
● UPUK-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er
nauðsynlegt til að breyta lokuðu UPIN-númeri. Ef
númerið fylgir ekki með USIM-kortinu skaltu hafa
samband við símafyrirtækið sem lét þig fá USIMkortið.
Lengri líftími rafhlöðu
Margar aðgerðir tækisins auka orkuþörf og draga úr
líftíma rafhlöðunnar. Til að spara rafhlöðuna skaltu
hafa eftirfarandi í huga:
● Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan
aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar
rafhlöðuorku. Til að lengja endingu rafhlöðunnar
skaltu slökkva á Bluetooth þegar þú ert ekki að
nota það.
● Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet (WLAN)
eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni
meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast
aukinnar rafhlöðuorku. Slökkt er á þráðlausum
staðarnetum þegar þú ert ekki að reyna að
tengjast eða ert ekki með tengingu við annan
aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi. Til
að spara rafhlöðuna getur þú hins vegar stillt
Nokia-tækið þannig að það leiti sjaldan eða ekki
að tiltækum netkerfum í bakgrunni. Það slokknar
á þráðlausa staðarnetinu milli þess sem leit fer
fram í bakgrunni.
staðarnet“, bls. 33. Þegar Leitað að
staðarnetum er stillt á Aldrei birtist táknið fyrir
tiltæk þráðlaus staðarnet ekki í biðstöðu. Þó er
hægt að leita handvirkt að tiltækum þráðlausum
staðarnetum og tengjast þeim eins og vanalega.
● Ef þú hefur stillt Pakkagagnatenging á Ef
samband næst í tengistillingum og ekkert
pakkagagnasamband er til staðar (GPRS) reynir
tækið reglulega að koma á
pakkagagnatengingu, sem þá styttir
endingartíma rafhlöðunnar. Til að lengja
endingartíma rafhlöðunnar velurðu
Pakkagagnatenging > Ef með þarf.
● Kortaforritið hleður niður nýjum
kortaupplýsingum þegar þú flettir á ný svæði á
kortinu en það eykur á orkuþörfina. Hægt er að
koma í veg fyrir að tækið hlaði sjálfkrafa niður
nýjum kortum.
Sjá „Þráðlaust
Sjá „Kort“, bls. 93.
Gagnlegar upplýsingar
17
● Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur a
þínu svæði verður tækið reglulega að skanna
tiltæk símkerfi. Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í
símkerfisstillingum leitar tækið að UMTS-kerfinu.
Ef það er ekki tiltækt notar tækið tiltækt GSMsímkerfi. Til að tengjast aðeins við GSM-símkerfi
ýtirðu á
Sími > Símkerfi > Símkerfi > GSM.
● Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Til að
breyta tímanum sem líður þar til slökkt er á
baklýsingunni ýtirðu á
Gagnlegar upplýsingar
Stillingar > Almennar > Sérstillingar >
Skjár > Tímamörk ljósa. Til að stilla
ljósnemann sem fylgist með birtuskilyrðum og
stillir skjábirtuna velurðu Ljósnemi í
skjástillingum.
● Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar
rafhlöðuorku. Til að loka öllum forritum sem eru
ekki í notkun skaltu halda inni
á listanum og ýta á C.
Ekki er slökkt á tónlistarspilaranum þegar ýtt er
á C. Til að slökkva á tónlistaspilaranum verður að
velja hann af listanum og svo Valkostir >
Hætta.
og velur Verkfæri > Stillingar >
og velur Verkfæri >
18
, fletta að forriti
Laust minni
Margar aðgerðir tækisins vista gögn og taka þannig
upp minni. Tækið tilkynnir þér ef lítið minni er eftir.
Til að skoða hvaða gerð gagna er í tækinu og hversu
mikið minni mismunandi gerðir gagna taka skaltu
ýta á
Valkostir > Minnisupplýsingar. Laust minni sýnir
hversu mikið minni er laust.
Til að losa minni skaltu flytja gögn yfir í samhæfa
tölvu.
Gögn eru fjarlægð með því að nota skráastjóra til að
eyða skrám sem þú þarft ekki lengur á að halda eða
að fara á þann stað sem þau eru geymd. Hægt er að
fjarlægja eftirfarandi:
● Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin
● Vistaðar vefsíður
● Tengiliðaupplýsingar
● Minnispunktur í dagbók
● Forrit sem birtast í stjórnanda forrita og ekki er
● Uppsetningarskrár (.sis eða sisx) fyrir forrit sem
● Myndir og myndskeið í galleríi. Gerðu öryggisafrit
og velja Verkfæri > Skr.stj. >
tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
lengur þörf fyrir
þú hefur sett upp í tækinu.
af uppsetningarskrám á samhæfðri tölvu með
Nokia Nseries PC Suite.
Ef þú eyðir mörgum hlutum og ein af eftirfarandi
skilaboðum koma upp skaltu eyða hlutum, einum í
einu og byrja á þeim minnsta:
● Ekki nægilegt minni fyrir aðgerð. Eyða þarf
einhv. gögnum fyrst.
● Lítið minni eftir. Eyddu einhverjum gögnum
úr minni símans.
Gagnlegar upplýsingar
19
Tækið
Tækið
Velkomin
Þegar kveikt er á tækinu í fyrsta skipti birtist
opnunarkveðjan.
Veldu úr eftirfarandi:
● Still.hjálp — til að velja mismunandi stillingar,
t.d. fyrir tölvupóst. Nánari upplýsingar um
stillingaforritið er að finna í bæklingum á
þjónustusíðum Nokia eða vefsetri Nokia í
viðkomandi landi.
● Símaflutn. — Til að flytja efni, svo sem tengiliði
og dagbókarfærslur úr samhæfu Nokia-tæki.
„Flutningur efnis“, bls. 20.
Einnig kann að vera hægt að skoða kynningu um
tækið í forritinu Velkomin.
Til að opna forritið Velkomin síðar ýtirðu á
velur Verkfæri > Hjálparforrit > Velkomin/n.
Einnig er hægt að opna einstök forrit í
valmyndastöðum þeirra.
20
Símaflutningur
Flutningur efnis
Með símaflutningsforritinu er hægt að flytja efni,
líkt og tengiliði, milli samhæfra Nokia-tækja með
Bluetooth eða innrauðri tengingu.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að
flytja úr því. Ef hitt tækið styður samstillingu er
einnig hægt að samstilla gögn á milli hins tækisins
og tækisins þíns. Tækið lætur þig vita ef hitt tækið
er ekki samhæft.
Sjá
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIMkort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Þegar
kveikt er á tækinu án þess að SIM-kort sé í því er
ótengda sniðið valið sjálfkrafa.
og
Flutningur efnis
1. Til að flytja gögn úr hinu tækinu í fyrsta skipti
velurðu Símaflutn. í forritinu Velkomin/n eða
ýtir á
Símaflutn..
2. Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja
gögn. Bæði tækin verða að styðja tengigerðina.
og velur Verkfæri > Hjálparforrit >
3. Ef þú velur Bluetooth: Veldu Áfram til að láta
tækið leita að Bluetooth tækjum. Veldu tækið
sem þú vilt flytja efni úr. Beðið er um að þú sláir
inn kóða í tækið þitt. Sláðu inn kóða (1-16
tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn
sama kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru
tækin pöruð.
Í sumum tækjum er símaflutningsforritið sent í
hitt tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er
sett upp í hinu tækinu með því að opna
skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á
skjánum.
Ef þú hefur valið innrauða tengingu skaltu tengja
tækin saman.
4. Í tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja
úr hinu tækinu.
Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum
síðar.
Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er
afritað.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á
samsvarandi stað í tækinu þínu.
Sjá „Pörun tækja“, bls. 38.
Sjá „ Innrauð tenging“, bls. 39.
Efni samstillt, sótt eða sent
Eftir fyrsta flutninginn skaltu velja úr eftirfarandi til
að hefja nýjan flutning (veltur á gerð tækisins):
til að samstilla efni milli tækisins og hins
tækisins, ef hitt tækið styður samstillingu. Samstillt
er í báðar áttir. Ef efni er eytt í öðru tækinu eyðist
það í báðum tækjunum. Ekki er hægt að
endurheimta eydda hluti með samstillingu.
til að sækja gögn úr hinu tækinu. Þegar gögn
eru sótt eru þau flutt úr hinu tækinu í tækið þitt. Það
kann að vera beðið um að upphaflegu gögnin verði
geymd eða þeim eytt, allt eftir því af hvaða gerð hitt
tækið er.
til að senda gögn í hitt tækið
Ef Símaflutn. getur ekki flutt hlut er hægt að setja
hlutinn í Nokia mappa í C:\Data\Nokia eða E:\Data\Nokia og flytja hann þaðan, allt eftir hvaða
gerðar hitt tækið er. Þegar þú velur möppu til
flutnings eru hlutir í samsvarandi möppu hins
tækisins samstilltir og öfugt.
Notkun flýtivísa við að endurtaka flutning
Þegar gagnflutningi er lokið er hægt að vista flýtivísi
í flutningsstillingarnar á aðalskjánum til að
endurtaka sama flutning síðar.
Flýtivísi er breytt með því að fletta að honum og
velja Valkostir > Stillingar flýtivísis. Til dæmis er
hægt að búa til eða breyta heiti flýtivísis.
Flutningsskrá birtist eftir hvern flutning. Til að
skoða skrá eldri flutnings flettirðu á flýtivísi á
Tækið
21
aðalskjánum og velur Valkostir > Skoða
notkunarskrá.
Meðhöndlun flutningsárekstra
Tækið
Ef hlut sem á að flytja hefur verið breytt í báðum
tækjum reynir þetta tæki sjálfkrafa að sameina
breytingarnar. Ef það er ekki hægt kallast það
flutningsárekstur. Veldu Skoða hvern fyrir sig,
Forg. í þennan síma eða Forg. í hinn símann til
að leysa áreksturinn. Skoða má nánari upplýsingar
með því að velja Valkostir > Hjálp.
Vísar á skjá
Verið er að nota tækið á UMTS-símkerfi
(sérþjónusta).
Tækið er notað í UMTS-símkerfi (sérþjónusta).
M ap pa n Innhólf inniheldur ein eða fleiri ólesin
skilaboð.
Nýr tölvupóstur hefur borist í ytra pósthólfið.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf.
Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað.
Gerð hringingar er stillt á hljótt og slökkt er á
skilaboða- og tölvupósttónum.
Takkaborðið er læst.
22
Vekjaraklukkan mun hringja.
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll móttekin símtöl eru flutt í annað
símanúmer. Ef notaðar eru tvær símalínur sýnir
númer hvaða lína er í notkun.
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið.
Samhæf snúra sjónvarpsúttaks er tengd við
tækið.
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið.
Gagnasímtal er virkt (sérþjónusta).
GPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin er í bið og að tengingu sé
komið á.
Pakkagagnatenging er virk í þeim hluta kerfisins
sem styður EDGE-tengingu (sérþjónusta).
tengingin er í bið og
Táknið sýnir að boðið er upp á EGPRS-tengingu í
kerfinu, en ekki er víst að tækið noti EGPRS við
gagnaflutninginn.
UMTS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin er í bið og að tengingu sé
komið á.
Háhraðatengill fyrir niðurhal (HSDPA) er studdur
og virkur (sérþjónusta).
bið og
„Flýtiniðurhal“, bls. 25.
að tækið hefur verið stillt á að leita að þráðlausum
að tengingin sé virk. Sjá
Hægt er að tengjast við þráðlaust staðarnet (eftir
að tengingu sé komið á.
táknar að tengingin er í
sýnir að
staðarnetum). Sjá „Um þráðlaus
staðarnet“, bls. 33.
Tækið er tengt við dulkóðað þráðlaust
staðarnet.
Tækið er tengt við ódulkóðað þráðlaust
staðarnet.
Kveikt er á Bluetooth. Sjá „Bluetooth-tengingar
“, bls. 36.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth. Þegar
vísirinn blikkar er tækið að reyna að tengjast við
annað tæki.
USB-tenging er virk.
Kveikt er á innrauðri tengingu. Ef vísirinn
blikkar er tækið þitt að reyna ná sambandi við hitt
tækið, eða þá að tengingin hefur rofnað.
Stillingar hljóðstyrks og
hátalara
Til að auka eða minnka hljóðstyrkinn þegar verið er
að tala í símann eða hlusta á tónlist (eða annað) er
ýtt á hljóðstyrkstakkann.
Innbyggði hátalarinn gerir
þér kleift að tala í tækið og
hlusta á það sem
viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að
þurfa að halda á tækinu við eyrað.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt
eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur
getur verið mjög mikill.
Þegar verið er að tala í símann er kveikt á
hátalaranum með því að velja Valkostir > Virkja
hátalara.
Slökkt er á hátalaranum með því að velja
Valkostir > Virkja símtól.
Takkaborðinu læst
Til að læsa tökkunum ýtirðu á vinstri valtakkann og
svo hægri valtakkann.
Til að opna takkana opnarðu 2-átta rennilokuna eða
ýtir á vinstri valtakkann og svo hægri valtakkann.
Hægt er að gera takkalásinn sjálfkrafa virkan eftir
tiltekinn tíma eða þegar 2-átta rennilokunni er
lokað.
Sjá „Öryggisstillingar“, bls. 150.
Snið án tengingar
Ýttu á og veldu Verkfæri > Snið >
Ótengdur.
Með sniðinu án tengingar er hægt að nota símann
án þess að tengjast við símkerfið. Þegar ótengda
sniðið er notað er slökkt á tengingunni við
þráðlausa símkerfið og það gefið til kynna með
Tækið
23
í svæði sendistyrksvísisins. Lokað er á allar
þráðlausar sendingar til og frá tækinu. Ef þú reynir
að senda skilaboð er þeim komið fyrir í úthólfinu
Tækið
þaðan sem þau eru send síðar.
Þegar ótengda sniðið er valið er hægt að nota tækið
án SIM-korts.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að
hringja eða svara símtölum, eða nota aðrar
aðgerðir sem þurfa tengingu við farsímakerfi.
Áfram kann að vera hægt að hringja í það
neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja
verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að
skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá
inn lykilnúmerið.
Þegarþú hefur valið ótengda sniðið geturðu áfram
notað þráðlaust staðarnet, t.d. til þess að lesa
tölvupóst eða vafra á internetinu. Mundu að fara að
öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á
og notar þráðlausa staðarnetstengingu. Einnig er
hægt að nota Bluetooth-tengingu þegar ótengda
sniðið hefur verið valið.
Slökkt er á ótengda sniðinu með því að ýta í stutta
stund á rofann og velja annað snið. Þá verða
þráðlaus samskipti aftur möguleg (ef nægur
sendistyrkur er fyrir hendi).
24
Margmiðlunarvalmynd
Með
margmiðlunarvalmyndinni er hægt að skoða það
margmiðlunarefni sem er oftast notað. Valið efni
birtist í réttu forriti.
Til að opna eða loka margmiðlunarvalmyndinni
ýtirðu á margmiðlunartakkann. Flettu til hægri eða
vinstri til að skoða titla. Hlutir eru valdir með því að
ýta á skruntakkann. Ýtt er á margmiðlunartakkann
til að fara aftur í margmiðlunarvalmyndina úr opnu
forriti.
Veldu úr eftirfarandi:
● Tónlist — Opnaðu Tónlistarspilarann og skjáinn
'Í spilun', flettu í gegnum lögin þín og
spilunarlista, eða sæktu og meðhöndlaðu
netvörp.
● Gallerí — Skoðaðu myndina sem þú tókst síðast,
opnaðu skyggnusýningu með myndunum
þínum, eða skoðaðu skrár í albúmum.
● Leikir — Prófaðu Nokia Nseries leiki.
● Kort — Skoðaðu uppáhald staðsetningarnar
þínar í Kort.
● Vefur — Opnaðu uppáhalds tenglana þína í
vafranum.
● Tengiliðir — Bættu þínum eigin tengiliðum við,
sendu skilaboð eða hringdu símtöl. Nýjum
tengilið er bætt við laust sæti á listanum með því
að ýta á skruntakkann og velja tengilið. Skilaboð
eru send með því að velja tengilið í
margmiðlunarvalmyndinni og svo Senda
textaskilaboð eða Senda margmiðl.boð.
● Myndskeið — Skoðaðu uppáhalds myndskeiðin
þín sem eru vistuð í myndefnisþjónustu Nokia.
Uppröðun titla er breytt með því að velja
Valkostir > Raða titlum.
Flýtiniðurhal
HSDPA (High-speed downlink packet access, en
einnig kallað 3.5G, táknað með
í UMTS-símkerfum þar sem boðið er upp á mjög
hratt niðurhal. Þegar HSDPA-stuðningur er virkur í
tækinu og tækið er tengt UMTS-símkerfi sem styður
HSDPA er hægt að hlaða gögnum, svo sem
tölvupósti, og vefsíðum hraðar niður en ella. Virk
) er sérþjónusta
HSDPA-tenging er táknuð með . Sjá „Vísar á
skjá“, bls. 22.
Hægt er að kveikja og slökkva á stuðningi fyrir
HSDPA í stillingum tækisins.
gagna“, bls. 158.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um
gagnaþjónustu og áskrift að henni.
HSDPA hefur aðeins áhrif á hraða við niðurhal en
ekki á gagnasendingar til símkerfisins (svo sem
sendingar skilaboða og tölvupósts).
Sjá „Stillingar pakka-
Tækið
25
Netvafri
Netvafri
Með vafranum er hægt að skoða HTML-vefsíður
(hypertext markup language) á netinu í
upprunalegri gerð. Einnig er hægt að vafra um
vefsíður sem eru sérstaklega gerðar fyrir farsíma og
nota XHTML (extensible hypertext markup
language) eða WML (wireless markup language).
Til að vafra verður þú hafa stilltan netaðgangsstað
í símanum.
Vafrað á vefnum
Ýttu á og veldu Vefur.
Flýtivísir: Til að ræsa vafrann heldurðu inni
0 takkanum í biðstöðu.
Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er
treyst og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn
skaðlegum hugbúnaði.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota
forrit og annan hugbúnað frá traustum aðilum, t.d.
forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið
prófuð með Java Verified
26
™
.
Til að skoða vefsíðu skaltu velja bókamerki á
bókamerkjaskjánum eða slá veffang hennar inn í
reitinn (
Sumar vefsíður geta innihalda efni, t.d. myndir og
hljóð, og til að skoða þær þarf mikið minni. Ef minni
tækisins er á þrotum þegar verið er að hlaða slíka
síðu birtast ekki myndirnar á síðunni.
Til að fletta vefsíðum án mynda og spara þannig
minni velurðu Valkostir > Stillingar > Síða >
Hlaða efni > Aðeins texti.
Til að slá inn veffang nýrrar síðu sem þú vilt skoða
skaltu velja Valkostir > Opna vefsíðu.
Til að sækja nýjasta efni síðunnar af miðlaranum
velurðu Valkostir > Valm. í leiðarkerfi > Hlaða
aftur.
Til að vista veffang síðu sem þú ert að skoða sem
bókamerki skaltu velja Valkostir > Vista í
bókamerkjum.
) og ýta á skruntakkann.
Ábending: Til að opna vefsíðu sem er vistuð
sem bókamerki á bókamerkjaskjánum, á
meðan þú ert að vafra, skaltu ýta á 1 og velja
bókamerki.
Til að nota sjónrænt yfirlit til að skoða ramma með
síðunum sem þú hefur skoðað á meðan þú vafraðir
skaltu velja Til baka (í boði ef kveikt er á Listi yfir
fyrri síður í stillingum vafrans og síðan sem er opin
er ekki fyrsta síðan sem opnuð er). Til að skoða síðu
sem áður hefur verið heimsótt skaltu velja hana.
Til að vista síðuna á meðan vafrað er skaltu velja
Valkostir > Verkfæri > Vista síðu.
Hægt er að vista síður og skoða þær síðar án
tengingar. Einnig er hægt að raða vistuðum síðum
í möppur. Vistaðar síður eru opnaðar með því að
velja Valkostir > Bókamerki > Vistaðar síður.
Til að opna undirlista með skipunum eða aðgerðum
fyrir þá síðu sem er opin velurðu Valkostir >
Þjónustuvalkostir (ef vefsíðan styður það).
Til að leyfa eða banna sjálfvirka opnun margra
glugga velurðu Valkostir > Gluggi > Loka f.
sprettiglugga eða Leyfa sprettiglugga.
Flýtivísar þegar vafrað er
● Ýttu á 1 til að opna bókamerkin þín.
● Ýttu á 2 til að leita að texta á opinni síðu.
● Ýttu á 3 til að opna fyrri síðuna sem var skoðuð.
● Ýttu á 5 til að sjá hvaða gluggar eru opnir.
● Ýttu á 8 til að sjá yfirlit síðu sem er opin. Ýttu aftur
á 8 til að auka aðdrátt og skoða tiltekinn hluta
síðunnar.
● Ýttu á 9 til að slá inn nýtt veffang.
● Ýttu á 0 til að opna heimasíðuna (hafi hún verið
valin).
● Ýttu á * og # til að auka eða minnka aðdrátt á
síðunni.
Ábending: Til að fara aftur í biðstöðu en hafa
vafrann opinn í bakgrunninum skaltu ýta
tvisvar sinnum á
að vafra á ný skaltu halda
vafra af listanum.
eða á hætta takkann. Til
inni og velja
Tækjastika í vafra
Tækjastika vafrans hjálpar þér að velja algengar
skipanir í vafranum.
Til að opna tækjastikuna skaltu halda inni
skruntakkanum á auðum stað á vefsíðu. Til að
færast til á tímalínunum er fletta til hægri eða
vinstri. Atriði er valið með því að ýta á
skruntakkann.
Hægt er að velja úr eftirfarandi atriðum á
tækjastikunni:
● Vinsælir tenglar — Til að skoða lista yfir vefföng
sem oft eru notuð.
● Yfirlit síðu — Til að sjá yfirlit yfir opna síðu.
● Leita — Til að finna leitarorð á opinni síðu.
● Hlaða aftur — Til að uppfæra síðuna.
Netvafri
27
● Áskrift að vefstraumum (ef það er í boði). — Til
að skoða lista yfir vefstrauma á opinni vefsíðu og
gerast áskrifandi að vefstraumum.
Netvafri
Flett um síður
Smákort og yfirlit síðna hjálpar þér að fletta um
vefsíður sem innihalda mikið magn upplýsinga.
Þegar stillt er á smákort í stillingum vafrans og flett
er um stóra vefsíðu opnast smákortið og sýnir yfirlit
yfir vefsíðuna sem er opin.
Kveikt er á smákorti með því að velja Valkostir >
Stillingar > Almennar > Smákort > Kveikt.
Flett er um smákort með því að fletta upp, niður, til
hægri eða vinstri. Hætt er að fletta þegar komið er
að réttum stað. Smákortið hverfur þá og staðurinn
birtist.
Þegar verið er að skoða vefsíðu með miklu
upplýsingamagni er einnig hægt að nota Yfirlit
síðu til að sjá hvers konar upplýsingar síðan
inniheldur.
Ýttu á 8 til að birta yfirlit fyrir opna síðu. Til að finna
réttan stað á síðunni flettirðu upp, niður, til vinstri
eða hægri. Ýttu aftur á 8 til að súmma að og skoða
tiltekinn hluta síðunnar.
28
Vefstraumar og blogg
Vefstraumar eru .xml skrár á vefsíðum sem
bloggsamfélagið og fréttaveitur nota til að deila t.d.
nýjustu fyrirsögnunum eða texta. Blogg eru
dagbækur á vefnum. RSS- og Atom-tækni er í
flestum tilvikum notuð í vefstraumum. Algengt er
að finna vefstrauma á vef-, blogg- og wiki-síðum.
Vefforritið finnur sjálfkrafa vefstrauma á vefsíðu.
Til að fá áskrift að straumum á vefsíðum velurðu
Valkostir > Gerast áskrifandi.
Til að skoða vefstrauma sem þú ert áskrifandi að
skaltu velja Vefmötun á bókamerkjaskjá Vefsins.
Til að uppfæra vefstraum velurðu hann og svo
Valkostir > Uppfæra.
Til að skilgreina hvernig á að uppfæra vefstrauma
velurðu Valkostir > Stillingar > Vefmötun.
Græjur
Netvafrinn styður gjæjur (sérþjónusta). Græjur eru
lítil vefforrit sem er hægt að hlaða niður. Þær veita
margmiðlunarefni, fréttir og aðrar upplýsingar á
borð við veðurspár í símanum þínum. Uppsettar
græjur birtast sem sérstök forrit í möppunni
Forrit.
Hægt er að hlaða niður græjur af vefnum eða með
því að nota forritið Til niðurhals.
Sjálfgefinn aðgangsstaður fyrir græjur er sá sami og
í netvafranum. Sumar græjur uppfæra efni
sjálfkrafa þegar þær eru virkar í bakgrunni.
Efnisleit
Til að leita eftir leitarorðum, að símanúmerum eða
tölvupóstföngum á vefsíðu, velurðu Valkostir >
Leita og svo valkost. Farið er í fyrri niðurstöðu með
því að fletta upp. Farið er í næstu niðurstöðu með
því að fletta niður.
Ábending: Til að finna leitarorð á síðu skaltu
ýta á 2.
Niðurhal og kaup á hlutum
Hægt er að hlaða niður hlutum eins og hringitónum,
myndum, skjátáknum símafyrirtækis, þemum og
myndinnskotum. Sumir þessara hluta eru ókeypis
en aðrir eru til sölu. Hlutir sem hlaðið er niður eru
meðhöndlaðir af viðeigandi forritum tækisins. T.d.
er ljósmynd sem hlaðið hefur verið niður eða .mp3skrá vistuð í galleríinu.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota
forrit og annan hugbúnað frá traustum aðilum, t.d.
forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið
prófuð með Java Verified
Hlut er hlaðið niður á eftirfarandi hátt:
1. Veldu tengilinn.
2. Veldu viðeigandi valkost til að kaupa hlutinn
(t.d. 'Kaupa').
3. Lestu vandlega allar upplýsingar.
4. Til að halda áfram með niðurhalið eða hætta við
það velurðu viðeigandi valkost (t.d. 'Samþykkja'
eða 'Hætta við').
Þegar byrjað er að hlaða niður efni birtist listi yfir
það sem er í gangi hverju sinni og það sem búið er
að hlaða niður.
Listanum er breytt með því að velja Valkostir >
Niðurhal. Þú finnur hluti á listanum og velur
Valkostir til að hætta við að hlaða niður, en einnig
til að opna, vista eða eyða efni sem búið er að hlaða
niður.
™
.
Bókamerki
Bókamerkjaskjárinn opnast þegar vefforritið er
opnað. Hægt er að velja veffang frá lista eða úr
bokamerkjum í möppunni Sjálfv. bókamerki.
Einnig er hægt að slá vefslóð síðunnar sem skoða á
beint inn í reitinn (
).
Netvafri
29
táknar upphafssíðuna fyrir sjálfgefna
aðgangsstaðinn.
Hægt er að vista vefföng sem bókamerki þegar
vafrað er á internetinu. Einnig er hægt að vista
Netvafri
vefföng sem berast í skilaboðum sem bókamerki, og
senda vistuð bókamerki.
Bókamerkjaskjáinn er opnaður á meðan vafrað er
með því að ýta á 1 eða velja Valkostir >
Bókamerki.
Til að breyta upplýsingum um bókamerki, svo sem
heiti þess, velurðu Valkostir > Stj. bókamerkja >
Breyta.
Einnig er hægt að opna aðrar möppur á
bókamerkjaskjánum. Vefforritið gerir þér kleift að
vista vefsíður á meðan vafrað er um netið. Í
möppunni Vistaðar síður er hægt að sjá hvað er á
síðunum sem þú hefur vistað.
Vefurinn heldur einnig utan um það hvaða vefsíður
eru opnaðar meðan vafrað er. Í möppunni Sjálfv.
bókamerki er hægt að skoða listann yfir vefsíður
sem skoðaðar hafa verið.
Í Vefmötun er hægt að skoða vistaða tengla í
vefstrauma og blogg sem þú ert áskrifandi að.
Helstu fréttafyrirtæki bjóða yfirleitt upp á strauma
á vefsíðum sínum en þá er einnig að finna á sumum
bloggsíðum og umræðusíðum þar sem boðið er upp
á nýjustu fyrirsagnirnar og samantekt úr greinum.
30
RSS- og Atom-tækni er notuð í vefstraumum.
Skyndiminni hreinsað
Upplýsingarnar eða þjónustan sem þú fékkst
aðgang að eru vistaðar í skyndiminni tækisins.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn
til skamms tíma. Ef reynt hefur verið að komast í eða
opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem
krefjast aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið eftir
hverja notkun. Upplýsingarnar eða þjónustan sem
farið var í varðveitist í skyndiminninu.
Skyndiminnið er hreinsað með því að velja
Valkostir > Eyða gögnum > Hreinsa
skyndiminni.
Tengingu slitið
Til að rjúfa tenginguna og skoða vefsíðuna þannig
velurðu Valkostir > Verkfæri > Aftengja. Til að
rjúfa tenginguna og loka vafranum velurðu
Valkostir > Hætta.
Hægt er að færa vafrann í bakgrunninn með því að
ýta einu sinni á hættatakkann. Tengingin er rofin
með því að halda inni hættatakkanum.
Til að eyða upplýsingunum sem netþjónninn safnar
um heimsóknir þínar á ýmsar vefsíður velurðu
Valkostir > Eyða gögnum > Eyða fótsporum.
Loading...
+ 149 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.