Nokia N93 User's Guide [is]

Nokia N93 Notendahandbók
9245299
2. ÚTGÁFA IS
LEYFISYFIRLÝSING Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION, yfir því að RM-55 er í samræmi við
eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu táknar að innan Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig um þá aukahluti sem merktir eru á þennan hátt. Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar er að finna í
Eco-yfirlýsingu vörunnar eða í landaupplýsingum á www.nokia.com. © 2006 Nokia. Öll réttindi áskilin. Nokia, Nokia Connecting People, Nseries, N93, Visual Radio og Pop-Port eru
vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er vörumerki Nokia corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda. Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for personal and noncommercial use in connection with information which has been encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with MPEG-4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall be implied for any other use. Additional information, including that relating to promotional, internal, and commercial uses may be obtained from MPEG LA, LLC. See <http://www.mpegla.com>.
This product includes software licensed from Symbian Software Ltd (c) 1998-2006. Symbian and Symbian OS are trademarks of Symbian Ltd.
Java™ and all Java-based marks are trademarks or registered trademarks of Sun Microsystems, Inc.
grunnkröfur og aðrar kröfur, sem gerðar
Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa verið kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við MPEG4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá <http://www.mpegla.com>. Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA, STARFSMENN ÞESS EÐA SAMSTARFSAÐILAR UNDIR ENGUM KRIN GUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM EÐA UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS, Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTL TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TILBAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR TILKYNNINGAR. Birgðir á tilteknum vörum og forritum og þjónusta fyrir þessar vörur getur verið breytileg eftir svæðum. Kannaðu það, ásamt tungumálavalkostum, hjá Nokia söluaðila þínum. Útflutningstakmarkanir Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar. YFIRLÝSING FCC/INDUSTRY CANADA Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar sími er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada gætu krafist þess að þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa sambandi við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Þetta tæki er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og (2) Tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess. Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila. Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN ERU AFHENT EINS OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG VEITA NOKKURS KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI, HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
2. ÚTGÁFA IS, 9245299

Efni

Öryggisatriði............................................... 7
Tengimöguleikar ......................................10
Nokia N93 tækið.....................................11
Staða tækisins......................................................................11
Flýtivísar ................................................................................13
Stillingar................................................................................ 14
Efni flutt úr öðru tæki .......................................................14
Mikilvægir vísar...................................................................15
Takkalás (takkavari)............................................................16
Stillingar hljóðstyrks og hátalara................................... 16
Klukka.....................................................................................16
Höfuðtól ................................................................................ 17
Úlnliðs- og linsuloksbönd.................................................17
Þráðlaust staðarnet............................................................17
Heimakerfi.............................................................................19
Netvafri.................................................................................. 19
Minniskort.............................................................................20
Skráastjóri.............................................................................21
Hjálp .......................................................................................22
Kennsla................................................................................... 22
Myndavél..................................................23
Upptaka hreyfimynda.........................................................23
Myndataka............................................................................25
Gallerí .......................................................30
Myndir og hreyfimyndir skoðaðar..................................31
Hreyfimyndum breytt.........................................................31
Myndum breytt....................................................................33
Skyggnusýning.....................................................................34
TV-út stilling.........................................................................34
Kynningar..............................................................................35
Albúm.....................................................................................35
Netprentun............................................................................35
Online sharing......................................................................36
Miðlunarforrit..........................................39
Tónlistarspilari......................................................................39
Myndprentun........................................................................42
Öryggisskrár..........................................................................42
Skilaboð....................................................44
Textaritun..............................................................................45
Ritun og sending skilaboða..............................................46
Innhólf—skilaboð móttekin...............................................48
Pósthólf ..................................................................................50
Skilaboð á SIM-korti skoðuð............................................52
Stillingar skilaboða .............................................................52
Hringt úr tækinu..................................... 57
Venjuleg símtöl ....................................................................57
Myndsímtöl ...........................................................................59
Samnýting hreyfimynda ....................................................60
Símtali svarað eða hafnað................................................62
Notkunarskrá ........................................................................64
Tengiliðir (símaskrá)............................... 67
Vistun nafna og númera....................................................67
Tengiliðir afritaðir ...............................................................68
Hringitónum bætt við tengiliði .......................................69
Tengiliðahópar búnir til .....................................................69
Þjónusta................................................... 70
Vefaðgangsstaður................................................................70
Bókamerkjaskjár...................................................................70
Öryggi tenginga ...................................................................71
Vafrað .....................................................................................71
Niðurhal og kaup á hlutum..............................................72
Tenging rofin.........................................................................72
Vefstillingar...........................................................................73
Dagbók......................................................74
Dagbókaratriði búin til ......................................................74
Fundarboð .............................................................................75
Dagbókarskjáir .....................................................................75
Unnið með dagbókaratriði................................................75
Dagbókarstillingar...............................................................75
Eigin forrit................................................76
Visual Radio .........................................................................76
RealPlayer..............................................................................78
Flash-spilari..........................................................................80
Leikstjóri ................................................................................81
Leikir .......................................................................................82
Tengingar..................................................83
Tölvutengingar.....................................................................83
Gagnasnúra...........................................................................83
Bluetooth-tenging..............................................................83
Innrauð tenging...................................................................87
Heimanet...............................................................................87
Samstilling ............................................................................90
Stjórnandi tenginga............................................................91
Stjórnandi tækis ..................................................................92
Mótald ...................................................................................93
Vinnuforrit ...............................................94
Upptaka.................................................................................. 94
Umreiknari ............................................................................94
Reiknivél ................................................................................ 94
Minnismiðar .........................................................................95
Zip-forrit................................................................................ 95
Quickoffice............................................................................95
Adobe reader........................................................................ 97
Strikamerki............................................................................98
Tækið sérstillt ....................................... 100
Snið—val tóna....................................................................100
Útliti tækisins breytt........................................................101
Virkur biðskjár....................................................................102
Verkfæri................................................. 103
Margmiðlunartakki...........................................................103
Stillingar..............................................................................103
Sjónvarpsstilling................................................................113
Raddskipanir.......................................................................114
Stjórnandi forrita ..............................................................114
Opnunarlyklar fyrir skrár sem eru varðar
með höfundarrétti ............................................................116
Úrræðaleit ............................................. 118
Spurningar & Svör.............................................................118
Upplýsingar um rafhlöðu ..................... 122
Hleðsla og afhleðsla.........................................................122
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum
frá Nokia..............................................................................123
Umhirða og viðhald.............................. 125
Viðbótaröryggisupplýsingar................. 126
Atriðisorðaskrá...................................... 129

Öryggisatriði

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU. Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR. Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN. Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á SJÚKRASTOFNUNUM. Virða skal allar
takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í FLUGVÉLUM. Virða skal allar takmarkanir.
Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN ELDSNEYTI ER TEKIÐ Ekki nota tækið nærri
eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM VERIÐ ER AÐ SPRENGJA Virða skal allar
takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI Notist aðeins í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
7
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI Þegar tækið
er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL Tryggja skal að kveikt sé á símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Takkaborðið er aðeins virkt þegar flipinn er uppi. Ýta skal á endatakkann eins oft og þarf til að hreinsa skjáinn og fara aftur í biðstöðu. Sláðu inn neyðarnúmerið og ýttu á hringitakkann. Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til notkunar í EGSM 900, 1800, 1900 og UMTS 2100 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Tækið styður internettengingar og aðrar tengiaðferðir. Líkt og með tölvur geta vírusar, skaðleg skilaboð og forrit, ásamt öðru skaðlegu efni haft áhrif á tækið. Gæta skal varúðar og aðeins opna skilaboð, samþykkja tengibeiðnir, hlaða niður efni og samþykkja uppsetningar frá traustum aðilum. Til að auka öryggi tækisins ættir þú að hugleiða að setja upp vírusvarnarbúnað með uppfærsluþjónustu og nota eldvegg.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Þetta tæki styður helstu aðgerðir Microsoft Word, PowerPoint og Excel (Microsoft Office 97, 2000, XP og 2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum skráargerðum.
Þegar tækið er í notkun, t.d. þegar verið er að samnýta hreyfimyndir eða háhraðatenging er virk, getur það hitnað. Slíkt er yfirleitt eðlilegt. Ef grunur leikur á að tækið vinni ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Tækið kann að innihalda bókamerki eða tengla sem veita aðgang að síðum þriðju aðila sem tengjast ekki Nokia. Nokia hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þessum síðum. Ef valið er að heimsækja þessar vefsíður skal beita sömu öryggisráðstöfunum og fyrir allar aðrar vefsíður.
8
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og táknum valmynda að hafa verið breytt. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Fyrir sumar aðgerðir í tækinu, eins og MMS, netskoðun, tölvupóst og niðurhal efnis um vafra eða með MMS, þarf símkerfisstuðning við viðkomandi tækni.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan eða annar söluaðili.
Aukahlutir, rafhlöður og hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið orku frá DC-4, AC-3, og AC-4 hleðslutækjum og AC-1, ACP-7, ACP-8, ACP-9, ACP-12, LCH-8, LCH-9, eða LCH-12 hleðslutækjum þegar þau eru notuð með millistykkinu CA-44.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BP-6M rafhlöðu.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki
og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
9

Tengimöguleikar

Hægt er að nota tækið í annarrar og þriðju kynslóðar farsímakerfi. Sjá „Nokia N93 tækið“ á bls. 11.
Tengimöguleikar
10
Notaðu Bluetooth-tækni, t.d. til að flytja skrár og tengjast samhæfum aukahlutum. Sjá „Bluetooth-tenging“ á bls. 83.
Notaðu innrauða tengingu, t.d. til að flytja og samstilla gögn milli samhæfra tækja. Sjá „Innrauð tenging“ á bls. 87.
Notaðu þráðlaust staðarnet til að tengjast internetinu og tækjum sem tengd eru staðarnetinu. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 91.
Notaðu Nokia -tengisnúruna CA-53 til að tengjast samhæfum tækjum, svo sem prenturum og tölvum. Sjá
83
. Notaðu Nokia Video-snúruna CA-64U til að tengjast
bls. samhæfu sjónvarpi. Sjá
Notaðu samhæft microSD-kort, t.d. til að flytja gögn eða taka afrit af upplýsingum. Sjá „Verkfæri fyrir minniskort“ á bls. 20.
„Sjónvarpsstilling“
„Gagnasnúra“
á bls.
113
.
á

Nokia N93 tækið

Gerð: Nokia N93-1 Hér eftir kallað Nokia N93.

Staða tækisins

Tækið er hægt að nota í fjórum mismunandi stöðum, eftir því hvernig ætlunin er að nota það: lokuð staða til að bera tækið á sér, opin staða til venjulegrar farsímanotkunar, myndataka til að taka upp hreyfimyndir og taka kyrrmyndir, og skjár til að skoða kyrrmyndir og hreyfimyndir. Skipt er um stöðu með því að snúa flipanum og skjánum á öxli sínum. Þegar skipt er um stöðu líður stuttur tími þar til hægt er að nota tækið í þeirri stöðu.

Lokuð staða

Þegar flipanum er lokað slokknar á aðalskjánum og kviknar á ljósum ytri skjásins. Öllum símtölum er slitið, nema ef kveikt er á hátalaranum eða samhæft höfuðtól tengt. Til að breyta stillingunum, sjá „Ytri skjár“ á bls. 104. Ef spilarinn er í gangi er ekki slökkt á honum.
Þegar tækið er lokað sýnir ytri skjárinn upplýsingar um tíma og stöðu. Á biðskjánum kunna að birtast upplýsingar um sendistyrkinn og stöðu rafhlöðunnar, tíminn, stöðuvísar og heiti þess sniðs sem hefur verið valið (ef það er annað en Almennt sniðið). Ef verið er að nota tónlistarspilarann til að hlusta á hljóðinnskot sést hljóðstyrkurinn ásamt upplýsingum um lagið. Notaðu hliðarskruntakkana til að spila, gera hlé, spila næsta eða fyrra hljóðinnskot og hækka eða lækka hljóðstyrkinn.
Ef þú notar Visual Radio í lokaðri stöðu birtist sjónræna efnið ekki á ytri skjánum. Hægt er að vista nokkrar fyrir fram stilltar stöðvar með upplýsingum um nafn, tíðni og staðsetningu. Þessar upplýsingar birtast á ytri skjánum. Til að kveikja og slökkva á hljóði, skipta um stöð og leita að nýjum stöðvum skaltu nota skruntakkana á hlið tækisins.
Einnig sjást hringingar dagbókarinnar og vekjaraklukkunnar auk tilkynninga um ósvöruð símtöl og móttekin skilaboð. Til að skoða móttekin textaskilaboð og texta og myndir í margmiðlunarboðum skaltu opna flipann og skoða skilaboðin á aðalskjánum.
Þegar hringt er í símann heyrist hringitónn og tilkynning birtist á skjánum. Í stillingum ytri skjásins skaltu velja
Svara við opnun flipa til að svara hringingu þegar þú
opnar flipann. Ef samhæft höfuðtól er tengt við tækið
Nokia N93 tækið
11
skaltu ýta á svartakka þess til að svara símtali. Til að breyta stillingunum, sjá „Ytri skjár“ á bls. 104.
Opnaðu flipann til að hringja eða nota valmyndina. Til að nota flassið sem vasaljós skaltu styðja á
flass-takkann á hlið tækisins. Notkun flassins:
• Styddu einu sinni stuttlega á flasstakkann. Ljósið lýsir í
Nokia N93 tækið
1,5 sekúndur.
• Styddu tvisvar sinnum stuttlega á flasstakkann.
Ljósið lýsir í 3 mínútur eða þangað til þú styður aftur á flasstakkann.
• Haltu flasstakkanum inni. Ljósið lýsir svo lengi sem þú
heldur takkanum inni eða þar til 3 mínútur eru liðnar.

Opin staða

Þegar flipinn er opnaður breytast stillingar tækisins sjálfkrafa; aðalskjárinn lýsist upp og hægt er að nota takkaborðið og opna valmyndina. Flettu valmyndinni.
Þessar stillingar verða virkar þrátt fyrir að tækið sé ekki opnað til fulls. Hægt er að opna flipann um 160 gráður, líkt og sýnt er á myndinni. Ekki skal reyna að opna flipann meira en það.

Myndataka

Þegar þú opnar flipann um 90 gráður, heldur tækinu til hliðar og snýrð flipanum niður þannig að aðalskjárinn snúi að þér, er myndatökustaðan virk. Aðalmyndavélin er virk og myndin sem hægt er að taka birtist á skjánum.
Í myndatökustöðu geturðu tekið upp hreyfimyndir og tekið kyrrmyndir. Sjá „Myndavél“ á bls. 23.
Í myndatökustöðu er ekki hægt að nota takkaborðið. Hægt er að nota myndatökutakkann, súmmtakkann, hliðarskruntakkann, myndartökutakkann og flasstakkann (allir á hlið tækisins), rofann og landslagsvaltakkana næst aðalskjánum.

Skjástaða

Þegar flipinn er lokaður og þú lyftir upp skjánum á öxli sínum er skjástaðan virk.
12
Í skjástöðu er hægt að gera eftirfarandi:
• Skoða myndir.
• Gera kyrrmyndir og hreyfimyndir í gallerí virkar og horfa á skyggnusýningu.
• Koma á handfrjálsum myndsímtölum og senda rauntímahreyfimynd meðan talað er. Stilltu skjáinn til að ná fram sem bestu sjónarhorni aukamyndavélarinnar.

Flýtivísar

Notaðu flýtivísa til að ná sem mestu út úr tækinu á skömmum tíma. Nánari upplýsingar um aðgerðir er að finna í viðkomandi köflum þessarar notendahandbókar.

Biðhamur

Skipt er á milli opinna forrita með því að halda inni takkanum og velja forritið. Ef minnið er orðið lítið er hugsanlegt að tækið loki einhverjum forritum. Tækið vistar öll óvistuð gögn áður en það lokar forriti.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Til að ræsa myndavélina skaltu styðja fast á myndatökutakkann í myndatökustöðu.
Hringt er í talhólfið (sérþjónusta) með því að halda inni .
Margmiðlunarforrit eru opnuð með því að halda inni . Sjá „Margmiðlunartakki“ á bls. 103.
Ýttu á til að velja nýtt snið. Skipt er á milli Almennt and Án hljóðs með því að halda
inni . Ef þú notar tvær símalínur notarðu þessa aðgerð til að skipta á milli þeirra.
Listi yfir númerin sem hringt var í síðast er opnaður með því að ýta á .
Haltu inni takkanum til að nota raddskipanir. Til að koma á tengingu við Þjónusta skaltu halda inni.
Sjá „Þjónusta“ á bls. 70. Upplýsingar um aðra flýtivísa sem hægt er að velja
í biðstöðu er að finna í „Virkur biðskjár“ á bls. 102.

Texta og listum breytt

Til að merkja atriði á lista skaltu velja það og ýta samtímis á og .
Til að merkja mörg atriði á lista skaltu halda inni um leið og þú styður á eða . Ljúktu valinu með því að sleppa fyrst og síðan .
Nokia N93 tækið
13
Haltu inni til að velja stafi og orð. Um leið skaltu ýta á eða til að auðkenna texta. Til að afrita texta meðan þú heldur enn inni skaltu velja Afrita. Til að setja textann inn í skjal skaltu halda inni takkanum og velja Líma.

Stillingar

Nokia N93 tækið
Í Nokia-tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og internet yfirleitt valdar sjálfkrafa, samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur að þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar í sérstökum textaskilaboðum.

Efni flutt úr öðru tæki

Hægt er að afrita efni eins og tengiliði og dagbókarfærslur úr samhæfu Nokia-tæki yfir í Nokia-tækið þitt með Bluetooth eða innrauðu tengi. Það fer eftir gerð símans hvaða efni er hægt að afrita.
Þú getur notað SIM-kortið þitt í hinu tækinu. Ótengda sniðið er sjálfkrafa valið þegar kveikt er á Nokia-tækinu án þess að SIM-kort sé í því.
Flutningur efnis
1 Ýttu á og veldu Verkfæri > Flutningur.
2 Veldu Halda áfram í upplýsingaglugganum. 3 Veldu hvort þú vilt flytja gögnin um Bluetooth eða
innrautt tengi. Bæði tækin verða að styðja gerðina.
4 Ef þú velur Bluetooth þá skaltu velja Halda áfram til að
Nokia-tækið leiti að tækjum með Bluetooth-tengingu. Veldu hitt tækið af listanum. Nokia-tækið biður þig að slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og velduÍ lagi. Þá eru tækin pöruð. Sjá „Pörun tækja“ á bls. 86. Tækið kann að senda Flutningur í sum tæki í skilaboðum. Flutningur er sett upp í hinu tækinu með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á skjánum. Ef þú hefur valið innrauða tengingu skaltu tengja tækin saman. Sjá „Innrauð tenging“ á bls. 87.
5 Í Nokia-tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt afrita
úr hinu tækinu.
Efnið er afritað úr minni og af samhæfu minniskorti (sé það til staðar) hins tækisins á samsvarandi stað í Nokia-tækinu og á minniskort þess (sé það til staðar). Afritunartíminn fer eftir því gagnamagni sem á að flytja á milli tækjanna. Hægt er að hætta við afritunina og halda henni áfram síðar.
Til að sjá skráarupplýsingar um fyrri flutning skaltu velja
Flutningsskrá á aðalskjánum.
Til að sjá úr hvaða tækjum þú hefur afritað eða flutt gögn skaltu velja Símar á aðalskjánum.
14

Mikilvægir vísar

Tækið er notað í GSM-símkerfi.
Verið er að nota tækið á UMTS-símkerfi (sérþjónusta).
Það eru eitt eða fleiri ólesin skilaboð í möppunni
Innhólf í Skilaboð.
Tölvupóstur bíður þín í ytra pósthólfinu.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf. Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað.
Birtist ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og
Viðv.tónn skilaboða, Viðv.tónn spjalls og Viðv.tónn tölvupósts eru stilltir á Óvirkt.
Takkaborðið er læst.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll móttekin símtöl eru flutt í annað símanúmer. Ef þú hefur tvær símalínur (sérþjónusta) er vísirinn fyrir fyrri línuna og fyrir þá síðari .
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið. Samhæfur hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Samhæfur textasími er tengdur við tækið.
Gagnasímtal er virkt.
Hægt er að koma á GPRS- eða
EDGE-pakkagagnatengingu.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er virk. GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er í bið. Hægt er að koma á UMTS-pakkagagnatengingu. UMTS-pakkagagnatenging er virk. UMTS-pakkagagnatenging er í bið.
Hægt er að tengjast við þráðlaust staðarnet (eftir að þú hefur stillt tækið þannig að það leiti að þráðlausum staðarnetum). Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 109.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar
dulkóðun.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar ekki dulkóðun.
Kveikt er á Bluetooth.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth. USB-tenging er virk.
Innrauð tenging er virk. Ef vísirinn blikkar er tækið þitt að reyna ná sambandi við hitt tækið, eða þá að tengingin hefur rofnað.
Nokia N93 tækið
15

Takkalás (takkavari)

Notaðu takkalásinn til að koma í veg fyrir að óvart sé stutt á takkana.
Ýttu á til að kveikja á skjálýsingunni þegar takkaborðið er læst.
• Ýttu á til að læsa og síðan . Þegar takkarnir
Nokia N93 tækið
eru læstir birtist vísirinn á skjánum.
• Til að taka læsingu af þegar tækið er opið skaltu ýta á og síðan .
• Til að taka læsingu af takkaborðinu þegar tækið er lokað skaltu halda myndavélartakkanum inni.
Þegar takkarnir eru læstir kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Stillingar hljóðstyrks og hátalara

Til að auka eða minnka hljóðstyrkinn þegar símtal er í gangi eða þú ert að hlusta á hljóð, skaltu ýta á eða .
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda á tækinu við eyrað.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Þegar verið er að tala í símann er kveikt á hátalaranum með því að velja Valkostir > Virkja hátalara.
Slökkt er á hátalaranum með því að velja Valkostir >
Virkja símtól.

Klukka

Veldu Klukka. Vekjaraklukkan er stillt með því að velja
Valkostir > Stilla vekjara. vísirinn sést á skjánum
þegar vekjaraklukkan hefur verið stillt. Slökkt er á vekjaraklukkunni með því að velja Stöðva.
Einnig er hægt að slökkva á tóninum í 5 mínútur með því að velja Blunda.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef valið er Stöðva er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða til að hringja og svara símtölum. Ekki velja þegar notkun þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Slökkt er á vekjaraklukkunni (áður en hún hringir) með því að velja Klukka > Valkostir > Slökkva á vekjara.
16

Stillingar klukku

Stillingum klukkunnar er breytt í Klukka > Valkostir >
Stillingar.
Veldu Tími eða Dagsetning til að breyta tímanum eða dagsetningunni.
Veldu Útlit klukku > Með vísum or Stafræn til að breyta gerð (útliti) klukkunnar sem sést í biðstöðu.
Veldu Sjálfv. tímauppfærsla > Sjálfvirk uppfærsla til að láta farsímakerfið uppfæra tímann, dagsetninguna og tímabelti tækisins (sérþjónusta).
Tónn vekjaraklukkunnar er valinn í Tónn viðvörunar.

Heimsklukka

Heimsklukkan er opnuð með því að opna Klukka og ýta á . Í skjá heimsklukkunnar getur þú séð tímann í hinum ýmsu borgum.
Borgum er bætt á listann með því að velja Valkostir >
Bæta við borg. Það er að hámarki hægt að bæta
15 borgum við listann. Til að velja borgina sem þú ert staddur/stödd í skaltu velja
borg og síðan Valkostir > Núverandi borg mín. Borgin birtist í aðalskjá klukkunnar og tíma tækisins er breytt í samræmi við borgina. Gakktu úr skugga um að tíminn sé réttur og að hann passi við tímabeltið.

Höfuðtól

Hægt er að tengja samhæft höfuðtól við
TM
Pop-Port
höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
tengi tækisins.
Viðvörun: Þegar

Úlnliðs- og linsuloksbönd

Böndin eru þrædd líkt og sýnt er og svo er hert að.

Þráðlaust staðarnet

Tækið getur tengst við þráðlaus staðarnet (þráðlaus LAN). Á þráðlausu staðarneti er hægt að tengjast við internetið og önnur tæki sem eru tengd við kerfið. Nánari upplýsingar um notkun tækisins á heimakerfi er að finna í „Heimakerfi“ á bls. 19.
Nokia N93 tækið
17
Til að hægt sé að nota þráðlaust staðarnet verður slíkt staðarnet að vera tiltækt á staðnum og tækið verður að vera tengt því.
Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir á notkun þráðlausra staðarneta. Frekari upplýsingar má fá hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa
Nokia N93 tækið
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukins rafmagns og draga úr endingu rafhlöðunnar.
Tækið styður eftirfarandi fyrir þráðlaust staðarnet:
• IEEE 802.11b/g staðla
• 2,4 GHz tíðni
• WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy) með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn (WPA) og 802.1x dulkóðunaraðferðir. Aðeins er hægt að nota þessa valkosti ef símkerfið styður þá.

Þráðlausar staðarnetstengingar

Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa til netaðgangsstað (IAP) fyrir þráðlaust staðarnet. Notaðu aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar við internetið. Sjá „Aðgangsstaðir fyrir þráðlaust staðarnet“ í notendahandbókinni sem fylgir viðbótarforritum.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum án heimildar.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað. Þráðlausa staðarnetstengingin er rofin þegar þú lokar gagnatengingunni. Upplýsingar um hvernig á að loka tengingunni er að finna í „Stjórnandi tenginga“ á bls. 91.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sömu tenginguna.
Hægt er að koma á þráðlausri staðarnetstengingu þrátt fyrir að Ótengdur-sniðið hafi verið valið. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending! Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir
tækið þitt skaltu slá inn *#62209526# í biðstöðu.
Upplýsingar um hjálp við þráðlaust staðarnet, sjá „WLAN-hjálp“ í notendahandbókinni sem fylgir viðbótarforritum.
18

Heimakerfi

Tækið þitt er UpnP-samhæft. Með tæki sem er með aðgangsstað í þráðlausu staðarneti geturðu búið til heimakerfi og tengt samhæf UPnP-tæki við það, til dæmis Nokia-tæki, samhæfa tölvu, samhæfan prentara, samhæft hljóðkerfi eða sjónvarp - eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er búið samhæfum móttakara fyrir þráðlaus kerfi.
Eftir að heimakerfið hefur verið stillt er hægt að afrita, skoða eða spila samhæfar skrár og prenta út myndir í
Gallerí á öðrum tækjum sem eru tengd við það. Þannig er
t.d. hægt að skoða myndir sem eru vistaðar í Nokia-tækinu í samhæfu sjónvarpi. Sjá „Heimanet“ á bls. 87 og „Myndprentun“ á bls. 42.
Til að setja upp heimakerfi á þráðlausu staðarneti skaltu fyrst búa til og stilla netaðgangsstaðinn fyrir þráðlausa staðarnetið, og svo stilla tækin. Setja skal upp stillingar í Nokia-tækinu í Heimanet. Til að hægt sé að tengja samhæfa tölvu við heimakerfi þarf fyrst að setja upp Home Media Server hugbúnaðinn á DVD-diskinum sem fylgir með Nokia-tækinu.
Þegar allar nauðsynlegar stillingar hafa verið valdar í öllum tækjunum sem eru tengd við það geturðu notað
Heimanet til að samnýta skrárnar þínar. Sjá „Skrár
skoðaðar“ á bls. 89.

Netvafri

Ýmsar þjónustuveitur halda úti síðum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir farsíma. Á þessum síðum er notað WML (Wireless Markup Language), XHTML (Extensible Hypertext Markup Language) eða HTML (Hypertext Markup Language).
Athuga skal upplýsingar um þjónustu, verðlagningu og gjaldskrá hjá þjónustuveitunni. Þjónustuveitur veita einnig leiðbeiningar um hvernig nota eigi þjónustu þeirra.
Ýttu á og veldu Internet > Vefur. Með þessum viðbótarvafra geturðu skoðað venjulegar
vefsíður, súmmað inn og út á síðu (Mini Map), skoðað vefsíður sem innihalda texta í afmörkuðu formi þannig að textinn verpist, og lesið færslur og blogg.
Til að slökkva eða kveikja á Mini Map á viðkomandi síðu skaltu styðja á . Þegar kveikt er á Mini Map birtist síðan í heild sinni þegar skrunað er um hana.
Sjá einnig „Vefaðgangsstaður“ á bls. 70.
Nokia N93 tækið
19

Minniskort

Hægt er að auka geymslugetu með miniSD-korti og spara þannig minni tækisins. Einnig er hægt að taka afrit af upplýsingunum í tækinu og vista þær á minniskortinu.
Aðeins skal nota samhæf miniSD-kort með þessu tæki.
Nokia N93 tækið
Önnur minniskort, svo sem Reduced Size MultiMedia-kort, passa ekki í raufina fyrir minniskortið og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu geta skaddast.
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Minniskorti komið fyrir
1 Til að opna lokið á
minniskortsraufinni skaltu snúa því rangsælis upp.
2 Settu minniskortið í
raufina. Gættu þess að snertifletirnir á kortinu snúi upp.
3 Ýttu kortinu inn. Smellur heyrist
þegar kortið fellur á sinn stað.
4 Lokaðu raufinni.
Minniskort fjarlægt
1 Áður en minniskortið er fjarlægt
skaltu ýta á og velja Fjarl.
minniskort. Öllum forritum er
lokað.
2 Þegar Fjarlægðu minniskort og styddu á 'Í lagi'
birtist skaltu opna lokið fyrir raufinni.
3 Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni. 4 Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja Í lagi þegar beðið er um það til staðfestingar.
Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á
aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.

Verkfæri fyrir minniskort

Ýttu á og veldu Verkfæri > Minni. Hægt er að auka minnið með því að nota samhæft miniSD-kort og setja öryggisafrit á kortið.
20
Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og setja það á minniskort skaltu velja Valkostir > Afrita
minni símans.
Til að setja upplýsingarnar aftur í minni tækisins skaltu velja Valkostir > Endurh. frá korti.
Minniskort forsniðið
Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því varanlega.
Sum minniskort eru forsniðin af framleiðanda og önnur þarf að forsníða. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðilanum um hvort forsníða þurfi minniskortið fyrir notkun.
Minniskort er forsniðið með því að velja Valkostir >
Forsníða minniskort. Veldu til að staðfesta valið.
Ábending! Til að allt virki sem best skaltu nota
Nokia-tækið til að forsníða öll ný miniSD-kort.

Skráastjóri

Margar aðgerðir/forrit tækisins vista gögn á minninu og minnkar það minnisgetuna. Þessi forrit eru m.a. tengiliðir, skilaboð, myndir, hreyfimyndir, hringitónar, dagbókaratriði, skjöl og forrit sem hefur verið hlaðið niður í tækið. Það hversu mikið minni er laust fer eftir því gagnamagni sem hefur verið vistað í minni tækisins.
Hægt er að auka minnið með því að nota samhæft miniSD-kort. Minniskort eru endurskrifanleg og því er hægt að eyða eldri upplýsingum og vista ný gögn á þeim.
Til að skoða skrár og möppur í minni tækisins eða á minniskorti (ef það er notað) skaltu ýta á og velja
Verkfæri > Skr.stj.. Skjár tækjaminnisins opnast ( ).
Ýttu á til að opna skjá minniskortsins ( ) (ef hann er til staðar).
Til að færa eða afrita skrár yfir í möppu skaltu ýta samtímis á og til að merkja skrá og velja svo Valkostir > Færa í möppu eða Afrita í möppu.
Til að finna skrá skaltu velja Valkostir > Finna, minnið sem á að leita í og slá svo inn leitartextann (allt heiti skrárinnar eða hluta af því).

Minnisnotkun athuguð

Til að skoða hvaða gerð gagna er í tækinu og hversu mikið minni mismunandi gerðir gagna taka skaltu velja
Valkostir > Minnisupplýsingar. Valkosturinn Laust minni
sýnir hversu mikið minni er laust.
Minni á þrotum—losa minni
Tækið lætur þig vita ef það er lítið minni eftir í því eða á minniskortinu.
Nokia N93 tækið
21
Hægt er að losa um minni með því að flytja gögn yfir á samhæft minniskort. Merktu þær skrár sem á að flytja, veldu Færa í möppu > Minniskort og svo möppu.
Einnig er hægt að flytja skrár yfir í önnur tæki, til dæmis tölvur, með flutningsvalkostinum í Gallerí. Sjá „Öryggisskrár“ á bls. 42.
Nokia N93 tækið
Ábending! Notaðu Nokia Phone Browser
í Nokia PC Suite til að skoða minni tækisins og flytja gögn.
Þú getur notað Skr.stj. til að fjarlægja gögn og þannig losa um minni eða opnað viðkomandi forrit. Þú getur t.d. fjarlægt:
• Skilaboðum úr möppunum Innhólf, Uppköst og Sendir
hlutir í Skilaboð.
• Móttekinn tölvupóst úr minni tækisins
• Vistaðar vefsíður
• Vistaðar kyrrmyndir, hreyfimyndir og hljóðskrár
• Tengiliðaupplýsingar
• Minnismiða í dagbók
• Forrit sem hlaðið hefur verið niður. Sjá einnig „Stjórnandi forrita“ á bls. 114.
• Öll önnur gögn sem þú þarft ekki lengur á að halda
Uppsetningarskrár (.sis) eru áfram í minni tækisins eftir að forrit þeirra hafa verið sett upp á samhæfu minniskorti. Skrárnar geta tekið mikið minni og valdið því að ekki sé hægt að vista aðrar skrár. Til að losa um minni skaltu nota
Nokia PC Suite til að taka öryggisafrit af uppsetningarskrám og setja afritið á samhæfa tölvu. Að því loknu skaltu nota skráastjórann til að eyða uppsetningarskránum úr minni tækisins. Ef .sis-skráin hefur verið send sem viðhengi í skilaboðum skal eyða skilaboðunum úr innhólfinu.

Hjálp

Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir. Hjálpartexti fyrir skjá er opnaður með því að velja Valkostir > Hjálp.
Hægt er að skipta á milli opins forrits og hjálpartexta þess með því að halda inni takkanum.
Hjálparforritið er opnað í aðalvalmyndinni með því að velja
Verkfæri > Hjálp. Svo er forrit valið til að sjá hjálpartexta
þess.

Kennsla

Kennsluforritið gefur þér upplýsingar um suma valkosti tækisins. Til að opna kennsluforritið skaltu ýta á og velja Forritin mín > Kennsla og þann hluta sem þú vilt skoða.
22

Myndavél

Í Nokia N93 eru tvær myndavélar, önnur með hárri upplausn á hlið tækisins (aðalmyndavélin) og hin með minni upplausn fyrir ofan aðalskjáinn (aukamyndavélin). Hægt er að nota báðar myndvélarnar til að taka venjulegar myndir og hreyfimyndir með andlits- eða landslagsstillingu.
Nokia N93 tækið styður allt að 2048x1536 punkta myndupplausn í aðalmyndavélinni. Myndupplausnin í þessum efnum getur virst önnur.
Myndir og hreyfimyndir vistast sjálfkrafa í möppunni
Myn. & hr.m. í Gallerí. Myndir eru teknar á .jpg-sniði.
Myndinnskot eru tekin upp á .mp4-sniði eða 3GPP-sniði með endingunni .3gp (Samnýting stillingar). Sjá „Stillingar fyrir hreyfimyndir“ á bls. 24.
Hægt er að senda myndir og hreyfimyndir í margmiðlunarboðum, sem viðhengi í tölvupósti eða um Bluetooth-tengingu.

Upptaka hreyfimynda

Kveiktu á aðalmyndavélinni með því að snúa skjánum í myndatökustöðu. Ef myndavélin er í myndatökustöðu skaldu nota myndavélartakkann eða velja Valkostir >
Skipta yfir í hreyfimynd til að skipta yfir í
hreyfimyndastillingu. Ýttu á myndatökutakkann til að hefja upptöku.
Upptökutáknið birtist og það heyrist hljóðmerki. Kveikt er á upptökutákninu sem sýnir að verið sé að taka upp hreyfimynd.
1 Hægt er að stöðva upptökuna hvenær sem er með
því að ýta á myndatökutakkann.
2 Til að gera hlé á upptöku skaltu velja Pause; til að
halda áfram skaltu velja Halda áfram. Hreyfimyndin vistast sjálfkrafa í Myn. & hr.m. í Gallerí. Sjá „Gallerí“ á bls. 30.
Til að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður en þú tekur upp hreyfimynd í myndavélinni skaltu fletta gegnum tækjastikuna. Sjá „Uppsetningarstillingar—stilling lýsingar og lita“ á bls. 28 og „Myndumhverfi“ á bls. 29.
Til að súmma inn eða út (samfellt 3x á linsu og allt að 20x stafrænt), skaltu snúa súmmtakkanum á hlið tækisins.
Myndavél
23
Hreyfimyndaglugginn sýnir eftirfarandi:
• Stöðuvísa (1) fyrir slökkt á
Myndavél
hljóði, stillt á stöðuga hreyfimynd, ljósastillingu og virka tökustillingu.
• Tækjastikuna (2) sem þú getur skrunað gegnum fyrir upptöku til að velja myndumhverfi, ljósgjafa og litáferð (tækjastikan sést ekki meðan tekið er upp).
• Heildartíma upptöku (3). Við upptöku sýnir lengdarvísirinn einnig tímann sem er liðinn og tímann sem eftir er.
• Vísa (4) fyrir minni tækisins ( ) og minniskortið ( ) sem sýna hvar hreyfimyndir eru vistaðar.
• Vísi fyrir myndgæði (5) sem sýnir hvort gæðin eru stillt á Sjónvarp (há), Sjónvarp (venjuleg), Símtæki (há),
Símtæki (venjuleg) eða Samnýting.
• Skráargerðina (6).
Ábending! Veldu Valkostir > Kveikja á táknum
til að allir vísar myndgluggans birtist eða Slökkva
á táknum til að aðeins stöðuvísar fyrir myndavél
birtist.
Slökkva
Valkostir
Eftir upptöku skaltu velja eftirfarandi af tækjastikunni:
• Til að spila hreyfimyndina strax eftir upptöku skaltu
velja Spila.
• Ef þú vilt ekki vista hreyfimyndina skaltu velja Eyða.
• Til að senda myndina sem margmiðlunarboð, í tölvupósti eða um Bluetooth eða innrauða tengingu skaltu ýta á eða velja Senda. Nánari upplýsingar er að finna í „Skilaboð“ á bls. 44 og „Bluetooth-tenging“ á bls. 83. Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan á símtali stendur. Ekki er hægt að senda hreyfimyndir sem eru vistaðar á .mp4-sniði sem margmiðlunarboð.
• Til að taka upp nýja hreyfimynd skaltu velja
hreyfimynd.
Ábending! Gerðu sniðið Ótengdur virkt til að tryggja
að upptakan verði ekki trufluð af innhringingum.

Stillingar fyrir hreyfimyndir

Í myndupptöku er hægt að velja á milli tveggja stillinga:
Uppsetning hreyfimyn. og aðalstillinga. Til að stilla Uppsetning hreyfimyn., sjá „Uppsetningarstillingar—
stilling lýsingar og lita“ á bls. 28. Stillingar á uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja
Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi: Hljóðupptaka—Veldu Slökkt ef þú vilt ekki taka upp hljóð.
24
Gæði hreyfimynda—Stilltu gæði hreyfimyndarinnar á Sjónvarp (há) (mestu gæði fyrir langtímanotkun og spilun
á samhæfu sjónvarpi, tölvu eða símtæki), Sjónvarp
(venjuleg), Símtæki (há), Símtæki (venjuleg) eða Samnýting (stærð hreyfimyndar er takmörkuð til að hægt
sé að senda hana sem margmiðlunarboð (MMS)). Ef þú vilt skoða hreyfimyndina í samhæfu sjónvarpi eða í tölvu skaltu velja Sjónvarp (há) með VGA upplausn (640x480) og á .mp4-sniði. Til að senda hreyfimyndina sem margmiðlunarboð skaltu velja Samnýting (QCIF upplausn, .3gp-skráarsnið). Stærð hreyfimynda sem tekin er upp með
Samnýting takmarkast við 300 KB (u.þ.b. 20 sekúndur að
lengd) svo hægt sé að senda þær sem margmiðlunarboð í samhæf tæki.
Stöðug hreyfimynd—Veldu Kveikt til að draga úr
myndavélartitringi við upptöku.
Setja inn í albúm—Veldu hvort þú vilt setja myndinnskotið
í tiltekið albúm í Gallerí. Veldu til að opna lista yfir albúmin sem standa til boða.
Sýna upptekna hreyfim.—Veldu hvort fyrsti rammi
hreyfimyndarinnar sést á skjánum eftir að upptökunni lýkur. Veldu Spila á tækjastikunni (aðalmyndavél) eða
Valkostir > Spila (aukamyndvél) til að skoða
hreyfimyndina.
Ákjósanleg stækkun við upptöku—Veldu Kveikt eða Slökkt. Veldu Slökkt til að ekki heyrist neitt hljóð þegar
súmmað er með linsunni við upptöku.
Minni í notkun—Veldu sjálfgefið geymsluminni:
minni tækisins eða minniskort (ef það er til staðar).

Myndataka

Kveiktu á aðalmyndavélinni með því að snúa skjánum í myndatökustöðu. Ef myndavélin er í hreyfimyndastöðu skaldu nota myndavélartakkann eða velja Valkostir >
Skipta yfir í myndatöku til að skipta yfir í
kyrrmyndastillingu. Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að festa
fókusinn á myndefnið (aðeins á aðalmyndavél). Á skjánum birtist grænn fókusvísir. Hafi fókusinn ekki verið festur birtist rauður fókusvísir. Slepptu myndatökutakkanum og ýttu honum aftur niður til hálfs. Hægt er að taka mynd án þess að fókusinn hafi verið festur.
Mynd er tekin með aðalmyndavélinni með því að ýta á myndatökutakkann. Ekki hreyfa tækið fyrr en myndin hefur verið vistuð.
Til að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður en þú tekur upp mynd í kyrrmyndastillingu skaltu fletta gegnum tækjastikuna. Sjá „Uppsetningarstillingar—stilling lýsingar og lita“ á bls. 28.
Myndavél
25
Ef stillingum fyrir súmm, lýsingu eða liti er breytt getur tekið lengri tíma að vista myndir.
Myndglugginn sýnir eftirfarandi:
• Stöðuvísa (1) fyrir
Myndavél
stillingu á myndröð, sjálfvirka myndatöku;
Sjálfvirkt (), Kveikt () eða Slökkt () flass
og virka tökustillingu.
• Tækjastikan (2) sem þú getur skrunað gegnum áður en mynd er tekin til að velja myndumhverfi, ljósgjafa og litáferð (tækjastikan sést ekki meðan fókusinn er stilltur og mynd tekin).
• Vísinn fyrir myndupplausn (3) sem sýnir hvort gæði myndarinnar eru Prentun 3M - Stór (2048x1536 upplausn), Prentun 2M - Miðlungs (1600x1200 upplausn), Prentun 1,3M - Lítil (1280x960 upplausn) eða MMS 0,3M (640x480 upplausn).
• Teljarann (4) sem sýnir hve margar myndir hægt er að taka með þeirri stillingu fyrir myndgæði sem er virk og því minni sem er í notkun (teljarinn sést ekki meðan fókusinn er stilltur og mynd tekin).
Slökkva
Valkostir
• Vísa (5) fyrir minni tækisins ( ) og minniskortið ( ) sem sýna hvar myndir eru vistaðar.
Ábending! Veldu Valkostir > Kveikja á táknum
til að allir vísar myndgluggans birtist eða Slökkva
á táknum til að aðeins stöðuvísar fyrir myndavél
birtist.
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
• Notaðu báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.
• Myndgæðin minnka þegar súmmið er notað.
• Myndavélin hálfslekkur á sér til að spara orku ef ekki hefur verið ýtt á neinn takka í tiltekinn tíma. Ýtt er á
takkann til að halda áfram að taka myndir.
Eftir myndatöku skaltu velja eftirfarandi af tækjastikunni:
• Ef þú vilt ekki vista myndina skaltu velja Eyða.
• Til að senda hreyfimyndina sem margmiðlunarboð, í tölvupósti eða um Bluetooth eða innrauða tengingu skaltu ýta á eða velja Senda.
• Til að taka nýja mynd skaltu velja Ný mynd.
• Til að prenta mynd skaltu velja Prentun. Sjá „Myndprentun“ á bls. 42.

Stillingar fyrir kyrrmyndir

Hægt er að velja á milli tveggja stillinga fyrir kyrrmyndir:
Uppsetning mynda og aðalstillinga. Til að stilla Uppsetning mynda, sjá „Uppsetningarstillingar—stilling
lýsingar og lita“ á bls. 28. Stillingar á uppsetningu breytast
26
aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja
Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi: MyndgæðiPrentun 3M - Stór (2048x1536 upplausn),
Prentun 2M - Miðlungs (1600x1200 upplausn), Prentun 1,3M - Lítil (1280x960 upplausn) eða MMS 0,3M
(640x480 upplausn). Því meiri sem gæðin eru, þeim mun meira minni tekur myndin. Ef þú vilt prenta myndina skaltu velja Prentun 3M - Stór, Prentun 2M - Miðlungs eða
Prentun 1,3M - Lítil. Ef þú vilt senda hana í tölvupósti
skaltu velja Prentun 1,3M - Lítil. Til að senda myndina sem margmiðlunarboð skaltu velja MMS 0,3M.
Þessar upplausnir er aðeins að finna í aðalmyndavélinni.
Setja inn í albúm—Veldu hvort vista á myndina í tilteknu
albúmi í galleríinu. Ef þú velur birtist listi yfir albúmin sem hægt er að velja.
Sýna teknar myndir—Veldu ef þú vilt skoða mynd eftir
að hún er tekin, eða Nei ef þú vilt strax halda áfram að taka myndir.
Aukin stækkun (aðeins í aðalmyndavél)—Veldu Kveikt (samfelld) til að stighækkandi súmm sé samfellt milli
stafrænnar og aukinnar stafrænnar stillingar eða Kveikt
(í bið) til að hlé verði á súmmaukningu milli stafrænnar
og aukinnar stafrænnar stillingar. Ef þú vilt takmarka
stækkunina þannig að myndgæðin minnki ekki skaltu velja
Slökkt. Afturköllun á flökti—Veldu 50Hz eða 60Hz. Lokarahljóð—Veldu tóninn sem heyrist þegar myndir
eru teknar.
Minni í notkun—Veldu hvar myndir eru vistaðar.

Nokkrar myndir teknar í röð

Aðeins er hægt að velja Myndaröð í aðalmyndavélinni. Til að stilla myndavélina þannig að hún taki allt að sex
myndir í röð (ef nægilegt minni er til staðar) skaltu velja
Valkostir > Myndaröð.
Ýttu á myndatökutakkann til að taka myndir. Eftir að myndirnar hafa verið teknar eru þær birtar í töflu
á skjánum. Mynd er skoðuð með því að ýta á til að opna hana.
Einnig er hægt að taka nokkrar myndir í röð með sjálfvirkri myndatöku.
Ýttu á myndatökutakkann til að fara aftur í myndgluggann með myndaröðinni.
Myndavél
27

Þú með á myndinni—sjálfvirk myndataka

Aðeins er hægt að stilla á sjálfvirka myndatöku
Myndavél
í aðalmyndavélinni. Notaðu sjálfvirka myndatöku til að seinka myndatökunni
svo þú getir verið með á myndinni. Til að stilla tíma sjálfvirkrar myndatöku skaltu velja Valkostir > Sjálfvirk
myndataka > 2 sekúndur, 10 sekúndur eða 20 sekúndur. Veldu Virkja til að kveikja á sjálfvirku
myndatökunni. Vísirinn fyrir sjálfvirka myndatöku ( ) blikkar og tækið gefur frá sér hljóðmerki meðan tíminn líður. Myndavélin tekur myndina eftir að tíminn er liðinn.
Einnig er hægt að nota sjálfvirka myndatöku fyrir myndaraðir.
Ábending! Veldu Valkostir > Sjálfvirk myndataka >
2 sekúndur til að minnka líkurnar á því að myndin
verði hreyfð.

Flass

Aðeins er hægt að stilla á flass í aðalmyndavélinni. Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má
nota flassið á fólk eða dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.
Myndavélin notar ljósdíóðu-flass þegar lýsing er lítil. Hægt er að velja eftirfarandi stillingar fyrir flassið: Sjálfvirkt (), Kveikt ( ) og Slökkt ().
Til að skipta milli stillinga skaltu ýta á flasstakkann.

Uppsetningarstillingar—stilling lýsingar og lita

Til að gera myndavélinni kleift að greina betur liti og lýsingu eða til að bæta inn áhrifum í myndir eða hreyfimyndir skaltu fletta gegnum tækjastikuna og velja úr eftirfarandi valkostum:
Myndumhverfi—Veldu myndumhverfi sem hentar þeim
stað þar sem þú tekur myndir. Fyrir hvert myndumhverfi eru ákveðnar stillingar fyrir lýsingu sem hæfa því.
Ljósgafi—Veldu birtuskilyrði af listanum. Þetta gerir
myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.
Leiðrétting á lýsingu (aðeins fyrir myndir)—Stilltu
leiðréttingu á lýsingu myndavélarinnar.
Litáferð—Veldu áferðina af listanum.
Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar og sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða hreyfimyndarinnar verður.
Hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða myndavél hefur verið valin.
28
Uppsetningarstillingarnar eiga aðeins við um aðalmyndavélina. Aðrar stillingar gilda um kyrrmynda- og hreyfimyndastöðu og haldast óbreyttar þótt skipt sé um stöðu.

Myndumhverfi

Myndumhverfi hjálpa þér við að finna réttu stillingarnar fyrir liti og lýsingu. Veldu rétt myndumhverfi af listanum fyrir myndir eða hreyfimyndir. Stillingarnar fyrir hvert myndumhverfi henta því sérstaklega.
Myndumhverfi er aðeins að finna í aðalmyndavélinni. Flettu gegnum tækjastikuna og veldu myndumhverfi fyrir
hreyfi- eða kyrrmyndir. Sjálfgefna stillingin fyrir myndumhverfi er Sjálfvirkt. Til að búa til þitt eigið myndumhverfi fyrir tilteknar
aðstæður skaltu velja Notandi tilgreinir > Valkostir >
Breyta. Í myndumhverfi sem notandi skilgreinir er hægt að
velja mismunandi stillingar fyrir lýsingu og liti. Hægt er að afrita stillingar úr öðru myndumhverfi með því að velja
Byggt á myndumhverfi og svo stillinguna.
Myndavél
29

Gallerí

30
Gallerí
Til að vista og vinna með myndir, hreyfimyndir, hljóðskrár, spilunarlista og straumspilunartengla, eða til að deila skrám með öðrum samhæfum UPnP-tækjum (Universal Plug and Play) á þráðlausu staðarneti, skaltu ýta á og velja Gallerí. Til að opna galleríið í forritinu Myndavél skaltu velja Valkostir > Opna Gallerí. Í Myndavél er aðeins hægt að opna möppuna Myn. & hr.m..
Ábending! Til að skipta frá Gallerí yfir í myndavélina skaltu í Myn. & hr.m. möppunni ýta á myndatökutakkann eða myndavélartakkann, eða velja Valkostir > Ræsa
myndavél.
Veldu Myn. & hr.m. , Lög , Hljóðinnskot ,
Straumtenglar , Kynningar , Allar skrár
eða Heimanet og ýttu á til að ræsa það. Myndinnskot, .ram-skrár og straumspilunartenglar eru
opnaðir og spilaðir í forritinu RealPlayer. Sjá „RealPlayer“ á bls. 78. Þú getur líka búið til albúm, og merkt hluti og bætt þeim við albúmin. Sjá „Albúm“ á bls. 35.
Skrá er opnuð með því að ýta á . Hreyfimyndir opnast í RealPlayer og tónlist og hljóðinnskot í Tónlistarsp.. Sjá „Myndir og hreyfimyndir skoðaðar“ á bls. 31.
Til að afrita eða flytja skrár yfir á samhæft minniskort (ef slíkt kort er í tækinu) eða minni tækisins skaltu velja
skrá og síðan Valkostir > Afrita og færa. Veldu Afrita á
minniskort eða Færa á minniskort. Veldu Afrita í minni síma eða Færa í minni síma.
Skrár sem eru vistaðar á minniskortinu (ef það er í tækinu) eru táknaðar með . Skrár sem eru geymdar í minni tækisins eru táknaðar með .
Til að minnka myndir sem þú hefur afritað á annan stað, t.d. á samhæfa tölvu, skaltu velja Valkostir > Flutningur
og minni > Smækka. Til að minnka upplausn myndar niður
í í 640x480 skaltu velja Smækka. Til að auka minnið þegar þú ert búinn að afrita hluti á annan stað eða annað tæki skaltu velja skrá og Valkostir > Flutningur og minni >
Laust minni. Sjá „Öryggisskrár“ á bls. 42.
Til að hlaða niður skrám í Gallerí í eina af helstu möppunum með vafranum skaltu velja Sækja myndir,
Sækja hreyfim., Sækja lög eða Sækja hljóð. Vafrinn
opnast og þú getur valið bókamerki fyrir síðuna sem þú vilt hlaða niður af.
Til að deila skrám sem eru vistaðar í Gallerí með samhæfum UPnP-tækjum á staðarneti þarf fyrst að búa til og stilla internetaðgagnsstað fyrir staðarnetið og svo að stilla forritið Heimanet. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 17.
Ekki er hægt að velja valkosti fyrir Heimanet í Gallerí fyrr en stillingar fyrir Heimanet hafa verið tilgreindar.

Myndir og hreyfimyndir skoðaðar

Kyrrmyndir og hreyfimyndir sem teknar eru með myndavélinni eru vistaðar í Myn. & hr.m. í Gallerí. Einnig er hægt að taka við myndum og myndskrám sem margmiðlunarboðum, tölvupóstviðhengjum, um Bluetooth og innrautt tengi. Nauðsynlegt er að vista móttekna mynd eða hreyfimynd í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti (ef það er í tækinu) til að geta skoðað skrána í galleríinu eða spilaranum.
Opnaðu Myn. & hr.m. í Gallerí. Myndirnar og hreyfimyndirnar eru í lykkju og þeim er raðað eftir dagsetningu. Fjöldi skránna er sýndur. Skrunaðu til hægri eða vinstri til að skoða skrárnar, eina af annarri. Hægt er að skoða skrár í hópi með því að skruna upp eða niður.
Mynd eða hreyfimynd er breytt með því að velja
Valkostir > Breyta. Myndvinnslan opnast. Sjá
„Hreyfimyndum breytt“ á bls. 31. Sjá „Myndum breytt“ á bls. 33.
Til að bæta mynd eða myndinnskoti við albúm í galleríinu skaltu velja Valkostir > Albúm > Setja inn í albúm. Sjá „Albúm“ á bls. 35.
Til að búa til sérsniðin myndinnskot skaltu velja myndinnskot, eða nokkur innskot í galleríinu og síðan
Valkostir > Breyta. Sjá „Hreyfimyndum breytt“ á bls. 31.
Til að prenta út myndirnar á samhæfum prentara eða vista þær á minniskortinu (ef það er í tækinu) til prentunar skaltu velja Valkostir > Prentun. Sjá „Myndprentun“ á bls. 42.
Til að senda margmiðlunarboð til þjónustuveitunnar sem gerir kleift að hlaða upp skrám (sérþjónusta), skaltu ýta á og velja Hlaða upp (ef það er til staðar). Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Til að skoða mynd skal skruna að henni og ýta á . Til að súmma mynd sem hefur verið opnuð skaltu velja
Valkostir > Stækka eða Minnka. Efst á skjánum sést
hversu mikið er súmmað. Súmmhlutfallið er ekki vistað. Til að nota myndina sem bakgrunnsmynd skaltu velja hana
og síðan Valkostir > Tengja > Nota sem veggfóður. Mynd eða hreyfimynd er eytt með því að ýta á .

Hreyfimyndum breytt

Til að breyta hreyfimyndum í Gallerí og búa til sérsniðnar hreyfimyndir skaltu fletta að hreyfimynd og velja
Valkostir > Breyta. Sjá „Gallerí“ á bls. 30. Hægt er að búa
til sérsniðnar hreyfimyndir með því að sameina og klippa
Gallerí
31
til hreyfimyndir og bæta við myndum, hljóðinnskotum, umbreytingum og áhrifum. Umbreyting felst í sjónrænum áhrifum sem hægt er að bæta við í upphafi og við lok
Gallerí
hreyfimyndarinnar eða á milli myndinnskota. Einnig er hægt að nota Leikstjóri til að búa til sérsniðnar
hreyfimyndir. Veldu myndinnskot og myndir sem þú vilt nota til að búa til muvee og veldu Valkostir > Breyta >
Búa til muvee. Sjá „Leikstjóri“ á bls. 81.
Í myndvinnslunni sjást tvær tímalínur: tímalína myndinnskotsins og tímalína hljóðinnskotsins. Ef þú bætir myndum, texta eða umbreytingum við hreyfimyndir sjást þessi atriði á tímalínu þeirra. Til að skipta á milli tímalína er skrunað upp eða niður.

Hreyfimynd, hljóði, mynd, texta og umbreytingum breytt

Til að búa til sérsniðnar hreyfimyndir skaltu merkja og velja eitt eða fleiri myndinnskot og velja Valkostir >
Breyta > Breyta.
Veldu eftirfarandi valkosti til að breyta hreyfimyndinni:
Breyta myndskeiði—Til að klippa, setja inn litáhrif, nota
hæga spilun, taka af eða setja á hljóð, færa, fjarlægja eða afrita myndskeiðið.
Breyta texta (kemur aðeins fram ef texta hefur verið bætt
við)—Til að færa, fjarlægja eða afrita texta; breyta lit eða
lögun textans; ákvarða hversu lengi hann á að vera á skjánum og bæta áhrifum við hann.
Breyta mynd (sést aðeins ef myndum hefur verið bætt
við)—Til að færa, fjarlægja eða afrita mynd; tilgreina hversu lengi hún á að vera á skjánum og bæta við bakgrunni eða litaáhrifum.
Breyta hljóðskrá (sést aðeins ef hljóðskeiði hefur verið
bætt við)—Til að klippa eða færa hljóðskeið, stilla lengdina eða fjarlægja eða afrita hljóðið.
Breyta umbreytingu—Um þrjár gerðir umbreytinga er
að ræða: í upphafi hreyfimyndar, við lok hennar og á milli myndinnskota. Hægt er að velja upphafsbreytingu þegar fyrsta umbreyting hreyfimyndarinnar er virk.
Setja inn—Veldu Myndskeið, Mynd, Texta, Hljóðskrá
eða Ný hljóðskrá.
Kvikmynd—Til að skoða kvikmyndina á öllum skjánum eða
sem smámynd, vista hana eða senda, eða klippa hana niður í þá stærð sem hentar fyrir margmiðlunarboð.
Til að taka einn ramma út úr myndinni skaltu opna klippiskjáinn og velja Valkostir > Taka skjámynd. Á smámyndaskjánum skaltu ýta á og velja Taka
skjámynd.
Hreyfimynd er vistuð með því að velja Valkostir >
Kvikmynd > Vista. Til að tilgreina Minni í notkun skaltu
32
velja Valkostir > Stillingar. Minni tækisins er sjálfkrafa valið.
Á skjánum Stillingar er einnig hægt að tilgreina Sjálfg.
heiti myndskeiðs, Sjálfgefið heiti, Upplausn og Minni í notkun.
Hægt er að senda hreyfimyndina með því að velja Senda >
Með margmiðlun, Með tölvupósti, Með Bluetooth eða Með IR. Upplýsingar um það hversu stór margmiðlunarboð
er hægt að senda fást hjá þjónustuveitunni.
Ábending! Ef þú vilt senda hreyfimynd sem er yfir
þeirri hámarksstærð sem þjónustuveitan leyfir geturðu sent hana um Bluetooth. Sjá „Gögn send“ á bls. 85. Einnig er hægt að flytja hreyfimyndir þráðlaust með Bluetooth yfir í samhæfa tölvu eða með því að nota samhæfan minniskortalesara.

Myndum breytt

Til að breyta myndum eftir að þær hafa verið teknar, eða myndum sem eru þegar vistaðar í Gallerí skaltu velja Valkostir > Breyta.
Veldu Nota áhrif til að klippa myndina og snúa henni, laga birtustigið, litinn, birtuskilin og upplausn; og bæta sjónrænum áhrifum, texta, skreytingum eða ramma við myndina.
Mynd er klippt með því að velja Valkostir > Nota áhrif >
Skurður. Mynd er klippt handvirkt með því að velja Handvirkt eða tiltekið hlutfall af listanum. Ef þú velur Handvirkt birtist kross efst í vinstra horni myndarinnar.
Færðu skruntakkann til að velja svæðið sem á að klippa og veldu svo Festa. Annar kross birtist neðst í hægra horninu. Veldu aftur svæðið sem á að klippa. Til að stilla aftur fyrsta svæðið skaltu velja Til baka. Þau svæði sem eru valin mynda ferhyrning utan um þá mynd sem kemur út úr klippingunni.
Ef þú velur hlutfall skaltu velja efra hornið til vinstri þar sem á að klippa. Notaðu skruntakkann til að stilla auðkennda svæðið. Hægt er að frysta valið svæði með því að ýta á . Hægt er að færa til svæðið með skruntakkanum. Ýttu á til að velja svæðið sem á að klippa.
Hægt er að minnka rauðan lit í augum á myndum með því að velja Valkostir > Nota áhrif > Laga rauð augu. Færðu krossinn að auganu og ýttu á . Lykkja birtist á skjánum. Notaðu skruntakkann til að breyta stærð lykkjunnar svo hún passi við augað. Ýttu á til að minnka rauða litinn.
Flýtivísar í myndvinnslu:
• Ýttu á til að skoða mynd á öllum skjánum. Til að fara aftur í venjulegan skjá er ýtt aftur á .
• Ýttu á eða til að snúa mynd réttsælis eða rangsælis.
• Ýttu á eða til að súmma inn eða út.
Gallerí
33
• Flett er um súmmaða mynd með því að ýta á , , eða .
Gallerí

Skyggnusýning

Veldu Valkostir > Skyggnusýning > Byrja til að skoða myndir og hreyfimyndir á öllum skjánum. Skyggnusýningin hefst í skránni sem er valin. Veldu úr eftirfarandi:
Spila—til að opna RealPlayer-forritið og spila valda
hreyfimyndaskrá.
Gera hlé—til að gera hlé á skyggnusýningunni. Halda áfram—til að halda skyggnusýningunni áfram. Loka—til að hætta skyggnusýningunni.
Flett er á milli mynda með því að ýta á (fyrri mynd) eða (næsta mynd).
Hraði skyggnusýningar er stilltur áður en hún er ræst með því að velja Valkostir > Skyggnusýning > Stillingar>
Tími milli skyggna.
Hljóði er bætt við skyggnusýningu með því að velja
Valkostir > Skyggnusýning > Stillingar og svo úr
eftirfarandi:
Tónlist—Veldu Kveikt eða Slökkt. Lag—Veldu tónlistarskrá af listanum.
Hljóðstyrkurinn er stilltur með og tökkunum meðan á skyggnusýningunni stendur.

TV-út stilling

Hægt er að skoða hreyfimyndir og myndir sem vistaðar eru í tækinu í samhæfu sjónvarpi. Tengdu samhæfu Nokia Video-tengisnúruna við myndbandsinnstunguna í samhæfu sjónvarpi. Í öllum forritum nema Myn. & hr.m. í Gallerí og RealPlayer sýnir sjónvarpsskjárinn það sama og birtist á skjá tækisins.
Þegar þú opnar mynd á smámyndaskjánum á meðan hún er skoðuð í sjónvarpinu er valkosturinn Stækka ekki í boði. Ef mynd er ekki súmmuð birtist hún í fullri skjástærð í sjónvarpinu.
Hægt er að skoða hreyfimyndir og myndir í skyggnusýningu. Allt innihald albúms eða merktar hreyfimyndir og myndir birtast í fullri skjástærð í sjónvarpinu við undirleik tónlistar sem valin hefur verið.
Þegar þú opnar auðkennt myndskeið fer RealPlayer að spila myndskeiðið á skjá tækisins og á sjónvarpsskjánum. Sjá „RealPlayer“ á bls. 78.
Öllu hljóði, þar á meðal víðóma hljóði hreyfimyndarinnar, hringitónum og takkatónum, er beint til sjónvarpsins þegar Nokia Video-út snúran er tengd við tækið. Hægt er að nota hljóðnema tækisins.
34
Velja þarf TV-út stillingar fyrir sjónvarpskerfið og skjáhlutfall. Sjá „Sjónvarpsstilling“ á bls. 113.

Kynningar

Með kynningum er hægt að skoða .svg-skrár, t.d. teiknimyndir og kort. Þessar myndir halda einkennum sínum þegar þær eru prentaðar út eða skoðaðar í annarri skjástærð eða upplausn. .svg-skrár eru skoðaðar með því að velja möppuna Kynningar, skruna að mynd og velja
Valkostir > Spila.
Ýtt er á til að súmma inn. Ýtt er á til að súmma út. Skipt er á milli alls skjásins og venjulegs skjás með því að
ýta á *.

Albúm

Með albúmum er hægt að raða myndum og hreyfimyndum eftir hentugleika. Hægt er að skoða listann yfir albúm í möppunni Myn. & hr.m. með því að velja Valkostir >
Albúm > Skoða albúm.
Til að bæta mynd eða hreyfimynd við albúm í gallerí skaltu skruna að viðkomandi mynd eða hreyfimynd og velja
Valkostir > Albúm > Setja inn í albúm. Þá opnast listi yfir
albúm. Veldu albúmið sem þú vilt setja myndina eða hreyfimyndina í og ýttu á .
Ýttu á til að fjarlægja skrá úr albúmi. Skránni er ekki eytt úr möppunni Myn. & hr.m. í Gallerí.
Gallerí

Netprentun

Með forritinu Netprentun er hægt að prenta út myndir með nettengingu og panta ýmsar vörur með tiltekinni mynd, svo sem krúsir eða músarmottur. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða vörur eru í boði.
Til að geta notað Netprentun þarf að vera í áskrift að þjónustunni hjá þjónustuveitu sem annast slíka prentþjónustu og vera með a.m.k. eina samskipunarskrá fyrir prentþjónustu uppsetta. Hægt er að fá skrárnar hjá prentþjónustuveitum sem styðja Netprentun.
Aðeins er hægt að prenta myndir sem eru á jpeg-sniði.
1 Ýttu á og veldu Gallerí > Myn. & hr.m.. Veldu
mynd eða myndir og síðan Valkostir > Prenta > Panta
framköllun.
2 Veldu þjónustuveitu af listanum. 3 Veldu Valkostir og síðan úr eftirtöldum valkostum:
Opna—til að koma á tengingu við þjónustuveituna. Fjarlægja—til að fjarlægja þjónustuveituna af
listanum. Ef síðasta þjónustuveitan er fjarlægð af listanum er valkosturinn Panta framköllun ekki í boði fyrr en a.m.k. ein stillingaskrá hefur verið sett upp.
35
Notkunarskrá—til að skoða upplýsingar um fyrri
pantanir: heiti þjónustuveitunnar, heildarupphæð
Gallerí
og stöðu pöntunarinnar. Þegar þú ert tengdur við miðlara þjónustuveitunnar opnast forskoðunargluggi myndanna og þar birtast myndirnar sem þú valdir í Gallerí.
4 Veldu Valkostir og síðan úr eftirtöldum valkostum:
Forskoða—til að skoða myndina áður en útprentun af
henni er pöntuð. Skrunaðu upp eða niður til að skoða myndirnar.
Panta núna—til að senda pöntunina. Breyta pöntun—til að lagfæra upplýsingar um vöru og
fjölda eintaka af tiltekinni mynd. Á pöntunarskjánum geturðu valið hvaða vöru og hvaða tegund þú vilt panta. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða valkostir og vörur eru í boði. Skrunaðu til vinstri eða hægri til að skoða og breyta upplýsingum um aðrar myndir í pöntuninni.
Breyta viðsk.vin.uppl.—til að breyta upplýsingum um
viðskiptavin og pöntun. Hægt er að afrita upplýsingar um viðskiptavin úr tengiliðum.
Bæta við mynd—til að bæta fleiri myndum við
pöntunina.
Fjarlægja mynd—til að fjarlægja myndir úr
pöntuninni.
Notkunarskrá—til að skoða upplýsingar um fyrri
pantanir. Þegar pöntunin hefur verið send birtist Pöntun send.

Online sharing

Til athugunar: Framboð þessarar þjónustu
er mismunandi eftir löndum eða svæðum.
Með forritinu Samnýting er hægt að samnýta myndir og myndinnskot í nettengdum albúmum, bloggsíðum eða í annarri samnýtingarþjónustu á netinu. Hægt er að hlaða upp efni, vista færslur í vinnslu sem drög og halda áfram síðar, og skoða innihald albúmsins. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða tegundir efnis eru studdar.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.

Fyrstu skrefin

Til að geta notað Samnýting verður þú að vera áskrifandi að þjónustunni hjá þjónustuveitu sem annast slíka þjónustu. Venjulega er hægt að gerast áskrifandi að þjónustunni á vefsíðu þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um áskrift að þjónustunni. Nánari upplýsingar um samhæfar þjónustuveitur er að finna á
www.nokia.com/support
Þegar þú opnar þessa þjónustu í fyrsta sinn í forritinu
Samnýting er beðið um notandanafn og lykilorð. Hægt
er að fara inn í stillingarnar síðar í Valkostir > Stillingar í
.
36
forritinu Samnýting. Sjá „Stillingar fyrir samnýtingu á netinu“ á bls. 37.

Skrám hlaðið upp

Ýttu á og veldu Gallerí > Myn. & hr.m., skrárnar sem þú vilt hlaða upp og síðan Valkostir > Senda > Hlaða upp
á vef. Einnig er hægt að opna Samnýting-forritið í
aðalmyndavélinni. Glugginn Velja þjónustu opnast. Til að skrá nýjan
áskrifanda að þjónustunni skaltu velja Valkostir >
áskrift eða þjónustutáknið með textanum Stofna nýja á
þjónustulistanum. Hafi nýr áskrifandi verið skráður án tengingar eða áskrift eða þjónustustillingum breytt með netvafra á samhæfri tölvu skaltu velja Valkostir > Sækja
blogglista til að uppfæra þjónustulistann í tækinu þínu.
Styddu á skruntakkann til að velja þjónustu. Þegar þjónustan er valin eru myndirnar og hreyfimyndirnar
sem valdar hafa verið birtar á ritfærslustiginu. Hægt er að opna og skoða skrárnar, endurraða þeim, setja texta inn í þær eða bæta við nýjum skrám.
Til að hætta við að hlaða efni upp á netið og vista sendinguna sem drög skaltu velja Til baka > Vista sem
drög. Ef þegar er byrjað að hlaða upp efni skaltu velja Hætta við > Vista sem drög.
Til að tengjast þjónustunni og hlaða skránum upp á netið skaltu velja Valkostir > Hlaða upp eða styðja á .

Netþjónusta opnuð

Til að skoða myndir og hreyfimyndir, sem hlaðið hefur verið upp, í netþjónustunni, og drög og sendar færslur í möppunni Myn. & hr.m. í tækinu skaltu velja Valkostir >
Opna þjónustu. Einnig er hægt að búa til og breyta
áskriftum án tengingar. Hafi nýr áskrifandi verið skráður án tengingar eða áskrift eða þjónustustillingum breytt með netvafra og uppfæra eigi þjónustulistann í tækinu skaltu velja Valkostir > Sækja blogglista. Veldu þjónustu af listanum.
Þegar þjónusta hefur verið valin skal velja úr eftirfarandi:
Opna í vafra—til að tengjast valinni þjónustu og skoða
albúm sem hlaðið hefur verið upp eða eru geymd sem drög í netvafranum. Það fer eftir þjónustuveitunni hvað hægt er að skoða.
Drög—til að skoða og breyta drögunum og hlaða þeim
upp á netið.
Sendar—til að skoða 20 nýjustu færslurnar sem búnar
voru til í tækinu þínu.
Ný færsla—til að búa til nýja færslu. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða kostir eru í boði.

Stillingar fyrir samnýtingu á netinu

Til að breyta stillingum fyrir Samnýting í forritinu
Samnýting skaltu velja Valkostir > Stillingar.
Gallerí
37
Skráningarnar mínar
Í Skráningarnar mínar er hægt að búa til nýjar áskriftir eða breyta áskriftum. Til að búa til nýja áskrift skaltu velja
Gallerí
Valkostir > Ný áskrift. Til að breyta áskrift skaltu velja
hana og síðan Valkostir > Breyta. Veldu úr eftirfarandi:
Heiti áskriftar—til að slá inn nafn áskrifanda. Þjónustuveita—til að velja tiltekna þjónustuveitu. Ekki er
hægt að skipta um þjónustuveitu áskriftar, búa verður til nýja áskrift ef nota á nýja þjónustuveitu. Ef áskrift er eytt í Skráningarnar mínar er þjónustunni sem tengist henni einnig eytt úr tækinu, þar á meðal sendingum sem tengjast þjónustunni.
Notandanafn og Lykilorð—til að slá inn notandanafnið
og lykilorðið sem þú bjóst til fyrir áskriftina þegar þú skráðir þig í netþjónustuna.
Myndast. við uppfærslu—til að velja í hvaða stærð
myndum er hlaðið upp á netið.
Stillingar forrits
Myndastærð á skjá—til að velja í hvaða stærð myndir eru
sýndar á skjá tækisins. Þessi stilling hefur ekki áhrif á stærð mynda sem hlaðið er upp.
Textastærð á skjá—til að velja leturstærð fyrir texta í
drögum og sendum færslum eða viðbætum eða breytingum á nýjum færslum.
Frekari stillingar
Þjónustuveitur—til að skoða eða breyta stillingum
þjónustuveitu, bæta við nýrri þjónustuveitu eða skoða upplýsingar um þjónustuveitu. Ef skipt er um þjónustuveitu glatast allar upplýsingar um Skráningarnar mínar hjá fyrri þjónustuveitunni. Ekki er hægt að breyta stillingum fyrirfram valinna þjónustuveitna.
Sjálfg. aðgangsstaður—til að breyta aðgangsstaðnum
sem notaður er til að tengjast netþjónustunni skaltu velja þann sem þú vilt.
38

Miðlunarforrit

Tónlistarspilari

Ýttu á og veldu Tónlistarsp.. Með tónlistarspilaranum er hægt að spila tónlistarskrár og búa til og hlusta á lagalista.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum
hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.

Tónlist bætt við

Þegar tónlistarspilarinn er opnaður í fyrsta skiptið leitar hann að tónlistarskrám í minni tækisins sem hann safnar svo saman í tónlistarsafn.
Eftir að tónlistarskrár hafa verið settar inn á tækið eða eytt úr því ætti að uppfæra tónlistarsafnið. Veldu Valkostir >
Tónlistarsafn > Valkostir > Uppfæra Tónlistarsafn.
Ábending! Hægt er að flytja tónlistarskrár úr tækinu
yfir á samhæft minniskort með Nokia Music Manager í Nokia PC Suite.

Spilun tónlistar

Þegar tónlistarspilarinn er opnaður birtist það lag eða sá spilunarlisti sem síðast var notaður. Tónlistarsafnið er skoðað með því að velja eða Valkostir >
Tónlistarsafn og svo lagalistann. Til að byrja að spila
lögin skaltu velja Valkostir > Spila. Þegar lag er spilað er hægt að setja það í bið og halda
spilun þess áfram með því að ýta á eða . Spilun lags er stöðvuð með því að ýta á . Spólað er
fram og til baka með því að halda inni eða . Skipt er yfir í fyrra eða næsta lag með því að ýta á eða .
Hægt er að opna þann lagalista sem verið er að spila með því að velja eða Valkostir > Opna „Í spilun“. Til að vista lagalista sem spilunarlista skaltu velja Valkostir >
Bæta á lagalista og búa til nýjan spilunarlista eða velja
vistaðan spilunarlista. Hljóðstyrkurinn er valinn með því að ýta á eða . Til að breyta tóni í lagi skaltu velja Valkostir > Tónjafnari. Skipt er á milli handahófskenndrar spilunar og venjulegrar
spilunar með því að velja Valkostir > Spilun af
handahófi. Hægt er að spila spilunarlista aftur frá upphafi
Miðlunarforrit
39
þegar hann hefur allur verið spilaður með því að velja
Valkostir > Endurtaka.
Bókamerki fyrir niðurhal tónlistar eru opnuð með því að velja Valkostir > Sækja lög.
Til að fara í biðstöðu og hafa áfram kveikt á FM-útvarpinu skaltu velja Valkostir > Spila í bakgrunni.
Miðlunarforrit
Tónlistarsafn
Tónlistarsafnið er opnað með því að velja Valkostir >
Tónlistarsafn. Öll lög valkosturinn birtir öll lög. Til að
skoða flokkuð lög skaltu velja Plötur, Flytjendur, Stefnur eða Höfundar. Tækið safnar upplýsingum um plötuna, flytjandann og lagahöfundinn af ID3- eða M4A-hlutum laganna, ef þeir eru til staðar.
Til að bæta lagi, plötu, flytjendum, stefnum eða lagahöfundum við listann skaltu velja hlutina og svo
Valkostir > Bæta á lagalista. Þú getur búið til nýjan
spilunarlista eða bætt lögum við lista sem þegar er til. Spilunarlistar eru skoðaðir með því að velja Lagalistar.
Nýr spilunarlisti er búinn til með því að velja Valkostir >
Nýr lagalisti. Fleiri lögum er bætt við spilunarlista með
því að velja Valkostir > Bæta við lögum. Spilunarlista er eytt með því að ýta á . Þegar
spilunarlista er eytt er tónlistarskránum á honum ekki eytt.

Tónlist flutt

Hægt er að flytja tónlist frá samhæfri tölvu eða öðru samhæfu tæki með samhæfri USB-snúru eða um Bluetooth-tengingu. Nánari upplýsingar, sjá „Bluetooth-tenging“ á bls. 83.
Til að uppfæra safnið þegar lögin í tækinu hafa verið uppfærð skaltu velja Valkostir > Uppfæra Tónlistarsafn
Tölvan þarf að uppfylla eftirfarandi til að hægt sé að flytja tónlist:
• Microsoft Windows XP stýrikerfi (eða nýrra)
• Samhæf útgáfa af Windows Media Player forritinu. Hægt er að fá nánari upplýsingar um samhæfni Windows Media Player í Nokia N93 kaflanum á vefsetri Nokia.
• Nokia PC Suite 6.7 eða nýrri útgáfa
Tónlist flutt úr tölvu
Hægt er að beita þrem mismunandi aðferðum við flutning úr tölvu:
• Til að sjá tækið á tölvunni sem ytri harðan disk sem hægt er að flytja allar gagnaskrár í skaltu koma á tengingu með samhæfri USB-snúru eða um Bluetooth. Ef notuð er USB-snúra skaltu velja Gagnaflutningur til að tengjast. Setja þarf samhæft minniskort í tækið.
• Til að samstilla tónlistina við Windows Media Player skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja
40
Miðlunarspilari sem tengingaraðferð. Setja þarf
samhæft minniskort í tækið.
• Til að nota Nokia Music Manager í Nokia PC Suite, skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja
PC Suite sem tengingaraðferð.
Til að breyta sjálfgefinni stillingu USB-tengingar skaltu ýta á og velja Tenging > Gagnasn. > Still. f. gagnasnúru.
Bæði Windows Media Player og Nokia Music Manager í Nokia PC Suite eru til þess gerðir að flytja tónlistarskrár eins og best verður á kosið. Upplýsingar um hvernig flytja á tónlist með Nokia Music Manager, sjá leiðarvísirinn meðNokia PC Suite.
Tónlist flutt með Windows Media Player
Samstilling tónlistar getur verið mismunandi eftir því hvaða útgáfa af Windows Media Player forriti er notuð. Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi handbókum og hjálparforritum sem fylgja Windows Media Player.
Handvirk samstilling
Þegar tækið hefur verið tengt við samhæfa tölvu velur Windows Media Player handvirka samstillingu ef ekki er nægilegt minni í tækinu. Með handvirkri samstillingu er hægt að velja lög og spilunarlista sem á að flytja, afrita eða eyða.
Í fyrsta skipti sem tækið er tengt þarf að slá inn nafn sem nota skal sem nafn tækisins í Windows Media Player.
Til að flytja handvirkt val:
1 Þegar búið er að tengja tækið við Windows Media
Player skaltu velja tækið í upplýsingaglugganum, ef fleiri en eitt tæki eru tengd.
2 Dragðu lögin eða plöturnar yfir í listagluggann til
samstillingar. Til að eyða lögum eða plötum skaltu velja hlut á listanum og smella á Remove from list.
3 Gættu þess að listaglugginn innihaldi skrár sem þú vilt
samstilla og að nægilegt minni sé í tækinu. Smelltu á
Start Sync. til að hefja samstillinguna.
Sjálfvirk samstilling
Til að breyta sjálfgefna skráarflutningskostinum í Windows Media Player skaltu smella á örina undir Sync, velja tækið og smella á Set up Sync.. Hreinsaðu eða veldu reitinn Sync this device automatically.
Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og tækið tengt uppfærist tónlistarsafnið sjálfvirkt með þeim spilunarlistum sem valdir voru í Windows Media Player.
Ef engir spilunarlistar hafa verið valdir er allt tónlistarsafn tölvunnar valið til samstillingar. Hafa skal í huga að tölvusafnið getur innihaldið fleiri skrár en komast fyrir í minni tækisins og á samhæfa minniskorti tækisins. Sjá nánari upplýsingar í hjálparforriti Windows Media Player.
Spilunarlistarnir í tækinu eru ekki samstilltir við spilunarlistana í Windows Media Player.
Miðlunarforrit
41

Myndprentun

Notaðu Myndprentun til að prenta myndir og notaðu samhæfa gagnasnúru, þráðlaust staðarnet, Bluetooth­tengingu eða samhæft minniskort (ef slíkt er fyrir hendi).
Aðeins er hægt að prenta myndir sem eru á jpeg-sniði. Myndirnar sem teknar eru með myndavélinni eru
Miðlunarforrit
sjálfkrafa vistaðar á jpeg-sniði. Myndir eru prentaðar með því að velja myndina sem á
að prenta og svo valkostinn Myndprentun í galleríinu, myndavélinni, myndvinnslunni eða myndskjánum.
Áður en hægt er að prenta út á prentara sem er samhæfur
Myndprentun þarf að tengja gagnasnúruna.

Val á prentara

Þegar Myndprentun er notað í fyrsta sinn birtist listi yfir tiltæka prentara þegar myndin hefur verið valin. Veldu prentara. Prentarinn er svo stilltur sem sjálfvalinn prentari.
Ef tækið er tengt með Nokia CA-53-snúrunni við samhæfan Myndprentun prentara birtist sá prentari sjálfkrafa.
Ef sjálfvalinn prentari er ekki til staðar birtist listi yfir þá prentara sem er hægt að velja.
Skipt er um sjálfvalinn prentara með því að velja
Valkostir > Prentstillingar > Sjálfgefinn prentari.

Forskoðun prentunar

Forskoðun prentunar opnast aðeins þegar þú byrjar að prenta mynd í galleríinu.
Þær myndir sem hafa verið valdar birtast líkt og þær eru prentaðar út. Hægt er að velja annað umbrot fyrir prentarann með því að ýta á eða . Ýttu á eða
til að sjá fleiri síður, ef þú hefur valið fleiri myndir en
passa á eina síðu.

Prentstillingar

Valkostirnir sem eru í boði fara eftir því hvaða prentari er valinn.
Sjálfgefinn prentari er valinn með Valkostir > Sjálfgefinn
prentari.
Pappírsstærðin er valin með því að velja Pappírsstærð, svo pappírsstærðina af listanum og loks Í lagi. Hægt er að bakka um einn skjá með því að velja Hætta við.

Öryggisskrár

Hægt er að flytja skrár úr tækinu yfir í tölvu um þráðlaust staðarnet (og búa þannig til öryggisafrit af þeim) með því
42
að velja Valkostir > Flutningur og minni > Sjálfvirkur
flutningur. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 17.
Tækið byrjar að leita að öðrum tækjum. Veldu tækið og möppuna sem á að flytja skrárnar yfir í. Veldu Í lagi.
Hægt er að breyta stillingum á Geymslutæki eða
Geymslumappa með því að velja Valkostir > Stillingar.
Miðlunarforrit
43

Skilaboð

Skilaboð
44
Ýttu á takkann og veldu Skilaboð. Í Skilaboð getur þú búið til, sent, tekið á móti, skoðað, breytt og skipulagt textaskilaboð, margmiðlunarboð, tölvupóstskeyti og sérstök textaskilaboð sem innihalda gögn. Þú getur einnig tekið við skilaboðum og gögnum um Bluetooth eða innrauða tengingu, tekið við vefþjónustuboðum, skilaboðum frá endurvarpa og sent þjónustuskipanir.
Til athugunar: Tækið kann að staðfesta að skilaboð
hafi verið send á númer skilaboðamiðstöðvar sem hefur verið vistað í tækinu. Ekki er víst að tækið staðfesti að skilaboðin hafi borist viðtakanda. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um skilaboðaþjónustu.
Skilaboð eru búin til með því að velja Ný skilaboð. Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti
og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Skilaboð inniheldur eftirfarandi möppur:
Innhólf—Inniheldur móttekin skilaboð, fyrir utan
tölvupóstskeyti og skilaboð frá endurvarpa. Tölvupóstskeyti eru vistuð í Pósthólf.
Mínar möppur—Til að skipuleggja skilaboð í möppur.
Ábending! Hægt er að nota textana í
skjalasniðsmöppunni til að komast hjá því að endurskrifa skilaboð sem eru send oft.
Pósthólf—Hér er hægt að tengjast við ytra pósthólf
til að sækja nýjan tölvupóst og skoða eldri tölvupóst án tengingar. Sjá „Tölvupóstur“ á bls. 54.
Uppköst—Inniheldur drög að skilaboðum sem hafa
ekki verið send.
Sendir hlutir—Inniheldur síðustu 20 skilaboðin sem
voru send, fyrir utan þau sem hafa verið send um Bluetooth eða innrauða tengingu. Upplýsingar um hvernig á að breyta fjölda vistaðra skilaboða er að finna í „Annað stillingar“ á bls. 56.
Úthólf—Inniheldur skilaboð sem bíða sendingar.
Dæmi: Skilaboð eru t.d. sett í úthólfið þegar tækið
er utan þjónustusvæðis. Þú getur einnig beðið um að tölvupóstskeyti verði send næst þegar þú tengist við ytra pósthólf.
Tilkynningar—Hægt er að biðja símkerfið að senda
skilatilkynningar fyrir send texta- og margmiðlunarboð (sérþjónusta). Ekki er víst að hægt sé að fá skilatilkynningar fyrir margmiðlunarboð sem eru send á tölvupóstfang.
Ábending! Þegar þú opnar einhverja af sjálfgefnu
möppunum geturðu ýtt á eða til að skipta á milli mappa.
Til að slá inn og senda þjónustubeiðnir (einnig þekktar sem USSD-skipanir) til þjónustuveitunnar, t.d. skipanir um að virkja sérþjónustu, skaltu velja Valkostir > Þjónustuskipun í aðalskjá valmöguleikans Skilaboð.
Með Upplýs. frá endurvarpa (sérþjónusta) getur þú fengið skilaboð frá þjónustuveitunni um mismunandi efni, t.d. veður og umferð. Upplýsingar um hvaða efni eru í boði og efnisnúmer fást hjá þjónustuveitunni. Í aðalskjá valmöguleikans Skilaboð skaltu velja Valkostir > Upplýs.
frá endurvarpa. Í aðalskjánum sést staða efnis, númer
þess, heiti og hvort það hefur verið merkt sem ( ) til að fylgja því eftir.
Ekki er hægt að fá upplýsingar frá endurvarpa í UMTS­símkerfum. Pakkagagnatenging getur valdið því að upplýsingar frá endurvarpa berist ekki.

Textaritun

ABC, abc, and Abc tákna hvaða stafsetur er valið. 123 merkir tölur.

Hefðbundin textaritun

sést þegar hefðbundinn innsláttur er notaður.
• Styddu endurtekið á takka ( ) þar til bókstafurinn sem þú vilt nota birtist. Hver takki inniheldur fleiri stafi en þá sem eru prentaðir á hann.
• Ef næsti stafur er á sama takka og stafurinn sem þú varst að slá inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist (eða ýta á til að geta slegið stafinn strax inn) og slá svo inn stafinn.
• Ýttu á til að setja inn bil. Ýttu þrisvar sinnum á ef þú vilt færa bendilinn í næstu línu.

Flýtiritun

Hægt er að slá inn hvaða staf sem er með því að ýta aðeins einu sinni á takka hans. Flýtiritun byggist á innbyggðri orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum við. birtist þegar flýtiritun er notuð.
1 Kveikt er á flýtirituninni með því að ýta á og velja
Kveikja á flýtiritun. Þá er flýtiritunin virk í öllum
ritlum tækisins.
2 Ýttu á takka til
að slá inn orðið. Ýttu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Ýttu t.d. á fyrir N, fyrir o, fyrir k, fyrir i og fyrir a til að skrifa
Skilaboð
45
„Nokia“ þegar enska orðabókin hefur verið valin. Tillagan að orðinu breytist í hvert skipti sem ýtt er á takka.
3 Þegar þú klárar að skrifa orðið og það er rétt skaltu ýta
Skilaboð
á til að staðfesta það, eða á til að setja inn bil. Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á til að skoða önnur orð sem orðabókin fann, eða styðja á og velja Flýtiritun > Finna svipað. Ef ? birtist á eftir orði inniheldur orðabókin ekki orðið. Orði er bætt við orðabókina með því að velja Stafa, slá inn orðið á venjulegan hátt og velja síðan Í lagi. Þá hefur orðið bæst við orðabókina. Þegar orðabókin er full, kemur nýja orðið í staðinn fyrir elsta orðinu sem var bætt við.
4 Byrjaðu að skrifa næsta orð.
Ritun samsettra orða
Sláðu inn fyrri hluta samsetts orðs og staðfestu það með því að ýta á . Sláðu inn seinni hluta orðsins. Ýttu á til að setja inn bil og klára þannig orðið.
Slökkt á flýtiritun
Slökkt er á flýtiritun fyrir alla ritla tækisins með því að ýta á og velja Flýtiritun > Óvirk.
Ábending! Hægt er að kveikja eða slökkva á
flýtirituninni með því að ýta tvisvar sinnum snöggt á takkann.

Ábendingar um flýtiritun

Hægt er að slá inn tölustaf með því að halda viðkomandi takka inni.
Skipt er á milli tölu- og bókstafa með því að halda inni . Ýttu á til að skipta á milli stafagerða (samsetningar
há- og lágstafa). Staf er eytt með því að ýta á . Hægt er að eyða fleiri
en einum staf með því að halda takkanum inni. Til að nota algengustu greinarmerki skaltu ýta á . Listi yfir sérstafi er opnaður með því að halda inni .
Ábending! Hægt er að slá inn nokkra sérstafi á sama
tíma með því að ýta á þegar hver stafur er valinn.

Ritun og sending skilaboða

Útlit margmiðlunarboða (MMS) getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Til að geta búið til margmiðlunarboð eða skrifað tölvupóst verða réttar tengistillingar að vera fyrir hendi. Sjá „Móttaka stillinga fyrir MMS- og tölvupóst“ á bls. 48 og „Tölvupóstur“ á bls. 54.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS­skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með MMS.
46
1 Veldu Ný skilaboð og svo úr eftirfarandi:
SMS—til að senda textaskilaboð (SMS). Margmiðlunarboð—til að senda
margmiðlunarboð (MMS)
Tölvupóst—til að senda tölvupóst
Ef þú hefur ekki sett upp tölvupóstfang er beðið um að þú gerir það. Til að velja póststillingar með leiðbeiningum skaltu velja Byrja.
2 Í reitnum Viðtak. skaltu
ýta á til að velja viðtakendur eða hópa úr tengiliðum, eða slá inn símanúmer eða tölvu­póstföng viðtakendanna. Semíkomma (;) sem skilur að viðtakendur er sett inn með því að ýta á . Einnig er hægt að afrita og líma númer eða tölvupóstföng af klemmuspjaldinu.
3 Efni (titill) skilaboða eða tölvupóst er slegið inn í Efni
reitinn. Hægt er að breyta því hvaða reitir eru sýnilegir með því að velja Valkostir > Sýnilegir hausar.
4 Skilaboðin eru skrifuð í skilaboðareitinn. Sniðmát er
sett inn með því að velja Valkostir > Bæta í eða Setja
inn hlut > Sniðmát.
5 Til að setja inn hlut (skrá) sem hluta af
margmiðlunarboðum skaltu velja Valkostir > Setja
inn hlut > Mynd, Hljóðskrá eða Myndskeið.
táknið birtist þegar hljóði er bætt við. Upplýsingar um hvernig á að breyta því á hvaða sniði hreyfimyndir eru vistaðar er að finna í „Stillingar fyrir hreyfimyndir“ á bls. 24.
6 Til að taka nýja mynd eða taka upp hljóð eða
hreyfimynd fyrir margmiðlunarboð skaltu velja Setja
inn nýja > Mynd, Hljóðskrá eða Myndskeið. Veldu Skyggnu til að bæta nýrri skyggnu við skilaboðin.
Hægt er að skoða hvernig margmiðlunarboð líta út með því að velja Valkostir > Forskoða.
7 Til að senda viðhengi með tölvupósti skaltu velja
Valkostir > Bæta í > Mynd, Hljóðskrá, Myndskeið
eða Minnismiða. Tölvupóstviðhengi eru auðkennd með .
Ábending! Til að senda aðrar skrár sem viðhengi
skaltu opna viðkomandi forrit og velja Senda >
Með tölvupósti ef sá valkostur er til staðar.
8 Skilaboð eru send með því að velja Valkostir > Senda
eða ýta á .
Tækið styður sendingu textaskilaboða sem eru lengri en sem nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn
Skilaboð
47
ásamt stöfum sumra tungumála, taka meira pláss og takmarka þannig þann fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Tölvupóstur er sjálfkrafa færður yfir í Úthólf áður en hann
Skilaboð
er sendur. Ef sending mistekst er tölvupósturinn áfram í
Úthólf þar sem hann er merktur sem Mistókst.
Ábending! Þú getur sameinað myndir, hreyfimyndir,
hljóð og texta í kynningu og sent hana sem margmiðlunarboð. Byrjaðu að búa til margmiðlunarboðin og veldu Valkostir > Búa til
kynningu. Valkosturinn sést aðeins ef MMS-gerð
er stillt á Með viðvörunum eða Allt. Sjá „Margmiðlunarboð“ á bls. 53.

Móttaka stillinga fyrir MMS- og tölvupóst

Hægt er að fá stillingarnar í skilaboðum frá þjónustuveitunni. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 49.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um þá gagnaþjónustu sem er í boði og áskriftina. Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar.
MMS-stillingar færðar inn handvirkt
1 Ýttu á , veldu Verkfæri > Stillingar > Samband >
Aðgangsstaðir og tilgreindu stillingarnar fyrir
aðgangsstað margmiðlunarboða. Sjá „Tenging“ á bls. 106.
2 Ýttu á , og veldu Skilaboð > Valkostir >
Stillingar > MMS > Aðg.staður í notkun og þann
aðgangsstað sem þú bjóst til sem aðaltengingu. Sjá einnig „Margmiðlunarboð“ á bls. 53.
Áður en þú getur sent, tekið á móti, sótt, svarað og framsent tölvupóst verðurðu að gera eftirfarandi:
• Samstilla internetaðgangsstað (IAP) á réttan hátt. Sjá „Tenging“ á bls. 106.
• Tilgreina tölvupóstsstillingarnar á réttan hátt. Ef þú velur Pósthólf á aðalskjá Skilaboð og hefur ekki sett upp tölvupóstsreikning, er beðið um að þú gerir það. Til að velja póststillingar með leiðbeiningum skaltu velja
Byrja. Sjá einnig „Tölvupóstur“ á bls. 54.
Þú verður að vera með tölvupóstsreikning. Fylgdu leiðbeiningunum frá ytra pósthólfinu þínu og internetþjónustuveitunni (ISP).

Innhólf—skilaboð móttekin

Í Innhólf-möppunni táknar ólesin textaskilaboð,
ólesin margmiðlunarboð, gögn sem hafa verið móttekin um innrautt tengi og gögn sem hafa verið móttekin um Bluetooth.
48
Þegar skilaboð eru móttekin birtast og 1 ný skilaboð í biðstöðu. Skilaboðin eru opnuð með því að velja Sýna. Til að opna skilaboð í Innhólf skaltu ýta á .
Mótteknum skilaboðum er svarað með því að velja
Valkostir > Svara.
Hægt er að prenta út texta eða margmiðlunarboð á prentara með BPP-snið (Basic Print Profile) um Bluetooth tengingu (t.d. HP Deskjet 450 Mobile Printer eða HP Photosmart 8150) með því að velja Valkostir > Prenta.

Margmiðlunarboð

Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru
opnuð. Hlutir í margmiðlunarboðum geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Þú getur fengið tilkynningu um að margmiðlunarboð bíði þín í margmiðlunarboðamiðstöðinni. Til að koma á pakkagagnatengingu og sækja skilaboð skaltu velja
Valkostir > Sækja.
Þegar margmiðlunarboð eru opnuð ( ) sést mynd og texti. sést ef skilaboðin innihalda hljóð og ef þau innihalda hreyfimynd. Hljóð og hreyfimynd eru spiluð með því að velja vísana.
Til að skoða hvaða hluti margmiðlunarboð innihalda skaltu velja Valkostir > Hlutir.
vísirinn birtist þegar skilaboð innihalda kynningu.
Kynningin er spiluð með því að velja vísinn.

Gögn og stillingar

Tækið getur tekið við ýmiss konar skilaboðum sem innihalda gögn ( ):
Stillingaboð—Þú getur fengið stillingar frá þjónustuveitu
eða upplýsingadeild fyrirtækis sem stillingaboð. Stillingarnar eru vistaðar með því að velja Valkostir >
Vista alla. Nafnspjald—Til að vista upplýsingarnar í Tengiliðir skaltu
velja Valkostir > Vista nafnspjald. Vottorð og hljóðskrár sem fylgja með nafnspjöldum eru ekki vistaðar.
Hringitónn—Hringitónn er vistaður með því að velja Valkostir > Vista.
Skját. símaf.—Hægt er að birta táknið á skjánum í
biðstöðu í stað skjátákns símafyrirtækisins með því að velja Valkostir > Vista.
Dagb.atriði—Til að vista boðið skaltu velja Valkostir > Vista í dagbók.
Vefskilaboð—Til að vista bókamerki í bókamerkjunum
þínum í Vef skaltu velja Valkostir > Bæta við bókamerki. Ef skilaboðin innihalda bæði stillingar fyrir aðgangsstað og bókamerki skaltu velja Valkostir > Vista alla til að vista gögnin.
Skilaboð
49
Tilkynning um tölvupóst—Tilkynningin sýnir hversu
margir nýir tölvupóstar eru í ytra pósthólfinu. Ítarlegri tilkynning kann að innihalda nákvæmari upplýsingar.
Skilaboð

Vefþjónustuboð

Vefþjónustuboð, ( ), eru tilkynningar (t.d. fréttafyrirsagnir) sem geta innihaldið texta eða tengil. Nánari upplýsingar um framboð og áskrift fást hjá þjónustuveitu.

Pósthólf

Ef þú velur Pósthólf og hefur ekki sett upp tölvupóstsreikning er beðið um að þú gerir það. Til að velja póststillingar með leiðbeiningum skaltu velja Byrja. Sjá einnig „Tölvupóstur“ á bls. 54.
Þegar þú býrð til nýtt pósthólf kemur heitið sem þú gefur því í stað Pósthólf í aðalvalmynd Skilaboð. Hægt er að hafa allt að sex pósthólf.

Pósthólfið opnað

Þegar þú opnar pósthólfið spyr forritið hvort þú viljir tengjast við ytra pósthólfið (Tengjast pósthólfi?).
Veldu til að tengjast við ytra pósthólfið og sækja fyrirsagnir eða skeyti. Þegar þú skoðar tölvupóst meðan á tengingu stendur ertu stöðugt í sambandi við ytra pósthólfið með gagnapakkatengingu. Sjá einnig „Tenging“ á bls. 106.
Veldu Nei ef þú vilt skoða tölvupóst sem þú hefur áður sótt án þess að tengjast. Þegar þú skoðar tölvupóst án tengingar er tækið ekki tengt við ytra pósthólfið.

Tölvupóstur sóttur

Tengst er við ytra pósthólf með því að velja Valkostir >
Tengja.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstboð geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
1 Þegar tengst hefur verið við ytra pósthólfið er hægt
að velja Valkostir > Sækja tölvupóst og eitt af eftirfarandi:
Nýjan—til að sækja öll ný tölvupóstskeyti. Valinn—til að sækja aðeins þau tölvupóstskeyti sem
hafa verið merkt.
Allan—til að sækja öll tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
Hægt er að hætta við að sækja tölvupóst með því að velja Hætta við.
2 Þegar þú hefur sótt tölvupóst geturðu skoðað hann
án þess að loka tengingunni, eða valið Valkostir >
50
Aftengja til að loka tengingunni áður en þú skoðar
tölvupóstinn. Stöðutákn fyir tölvupóst eru eftirfarandi:
Nýi tölvupósturinn (með eða án tengingar)
hefur ekki verið fluttur í tækið.
Nýi pósturinn hefur verið fluttur í tækið.
Tölvupósturinn hefur verið lesinn án þess
að honum hafi verið hlaðið niður.
Tölvupósturinn hefur verið lesinn.
Tölvupóstfyrirsögn hefur verið lesin og efni
tölvupóstsins verið eytt úr tækinu.
3 Ýttu á til að opna tölvupóst. Ef tölvupóstskeyti
hefur ekki verið sótt og tengingin er ekki virk er spurt hvort þú viljir sækja tölvupóstinn.
Viðhengi eru skoðuð með því að opna tölvupóst með vísinum og velja Valkostir > Viðhengi. Ef táknið er dekkt hefur viðhengið ekki verið flutt í tækið. Til að flytja það í tækið skaltu velja Valkostir > Sækja.
Einnig er hægt að fá fundarboð í pósthólfið. Sjá „Fundarboð“ á bls. 75 og „Dagbókaratriði búin til“ á bls. 74.
Hægt er að prenta út tölvupóst á prentara með BPP-sniði um Bluetooth-tengingu (t.d. á HP Deskjet 450 Mobile Printer eða HP Photosmart 8150) með því að velja
Valkostir > Prenta.
Tölvupóstur sóttur sjálfkrafa
Til að skilaboð séu sótt sjálfkrafa skaltu velja Valkostir >
Stillingar tölvupósts > Sjálfvirk tenging > Síðuhausar sóttir > Alltaf kveikt eða Bara á heimakerfi og tilgreina
hvenær og hve oft skilaboð eru sótt. Það að stilla tækið á að sækja tölvupóst sjálfkrafa
getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.

Tölvupósti eytt

Til að eyða tölvupósti úr tækinu án þess að eyða honum af ytri miðlaranum skaltu velja Valkostir > Eyða. Í Eyða
sk.b. úr: skaltu velja Síma eingöngu.
Tækið speglar tölvupóstfyrirsagnirnar í ytra pósthólfinu. Það merkir að þótt efni tölvupósts sé eytt er fyrirsögn hans áfram í tækinu. Ef þú vilt einnig eyða fyrirsögnum þarftu fyrst að eyða tölvupóstinum úr ytra pósthólfinu og síðan að koma aftur á tengingu milli tækisins og ytra pósthólfsins til að uppfæra stöðuna.
Til að eyða tölvupósti bæði úr tækinu og úr ytra pósthólfi skaltu velja Valkostir > Eyða. Í Eyða sk.b. úr: skaltu velja
Síma og miðlara.
Skilaboð
51
Ef tengingin er ekki virk er tölvupóstinum fyrst eytt úr tækinu. Honum er svo sjálfkrafa eytt úr ytra pósthólfinu næst þegar þú tengist við það. Ef þú notar POP3­samskiptareglur er tölvupóstur sem er merktur til eyðingar
Skilaboð
ekki fjarlægður fyrr en tengingunni við pósthólfið er lokað.
Til að hætta við að eyða tölvupósti úr tækinu og af miðlara skaltu velja tölvupóstinn sem hefur verið merktur til eyðingar við næstu tengingu ( ) og velja Valkostir >
Afturkalla.

Tenging við pósthólf rofin

Tengingu við ytra pósthólf er slitið með því að velja
Valkostir > Aftengja.

Skilaboð á SIM-korti skoðuð

Áður en hægt er að skoða skilaboð á SIM-korti þarf að afrita þau í möppu í tækinu.
1 Á aðalsvalmynd Skilaboð skaltu velja Valkostir >
SIM-skilaboð.
2 Póstur er merktur með því að velja Valkostir >
Merkja/afmerkja > Merkja eða Merkja allt.
3 Veldu Valkostir > Afrita. Þá opnast listi yfir möppur. 4 Afritunin er ræst með því að velja möppu og svo Í lagi.
Skilaboðin eru skoðuð með því að opna möppuna.

Stillingar skilaboða

Fylltu út alla reiti sem eru merktir með Þarf að skilgr. eða rauðri stjörnu. Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar. Þú getur einnig fengið stillingar frá þjónustuveitunni í stillingaboðum.
Sumar eða allar skilaboðmiðstöðvar eða aðgangsstaðir gætu verið forstilltir fyrir tækið af þjónustuveitunni og því er ekki víst að hægt sé að breyta þeim, búa til eða fjarlægja.

Textaskilaboð

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
SMS og úr eftirfarandi: Skilaboðamiðstöðvar—Birtir lista yfir allar
textaskilaboðamiðstöðvar sem hafa verið tilgreindar.
Umritun stafa—Til að breyta stöfum sjálfkrafa þegar sá
valkostur er til staðar skaltu velja Minni stuðningur.
Skb.miðstöð í notkun—Veldu hvaða skilaboðmiðstöð
þú vilt nota til að senda textaskilaboð.
Fá tilkynningu—Veldu hvort símkerfið sendir
skilatilkynningar fyrir skilaboðin þín (sérþjónusta).
Gildistími skilaboða—Veldu hversu lengi
skilaboðamiðstöðin reynir að senda skilaboðin þín ef fyrsta sending þeirra mistekst (sérþjónusta). Ef ekki tekst að ná í
52
viðtakanda skilaboða innan frestsins er skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.
Skilaboð send sem—Ekki breyta þessum valkosti nema
vera viss um að skilaboðamiðstöðin geti umbreytt textaskilaboðum í það snið sem þú vilt velja. Hafðu samband við þjónustuveituna.
Æskileg tenging—Veldu hvaða tenging er notuð til að
senda textaskilaboð: GSM-símkerfi eða pakkagagnatengingu ef kerfið styður slíkt. Sjá „Tenging“ á bls. 106.
Svar um sömu miðst.—Veldu hvort þú vilt að
svarskilaboðin séu send um sama númer textaskilaboðamiðstöðvar (sérþjónusta).

Margmiðlunarboð

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Margmiðlunarboð og úr eftirfarandi: Stærð myndar—Veldu myndastærðina í
margmiðlunarboðum: Upprunaleg (sést aðeins þegar
MMS-gerð er stillt á Með viðvörunum eða Allt), Lítil
eða Stór.
MMS-gerð—Ef þú velur Með viðvörunum lætur tækið
þig vita ef þú reynir að senda skilaboð sem ekki er víst að móttökutæki styðji. Veldu Takmörkuð til að láta tækið hindra sendingu óstuddra skilaboða.
Aðg.staður í notkun—Veldu hvaða aðgangsstaður er
notaður sem aðaltenging fyrir skilaboðamiðstöð margmiðlunarboða.
Móttaka margmiðl.—Veldu hvernig þú vilt taka á móti
margmiðlunarboðum. Veldu Sjálfvirk í heimakerfi til að taka sjálfkrafa á móti margmiðlunarboðum á heimasímkerfi. Utan heimasímkerfisins mun tilkynning berast um að þú hafir móttekið margmiðlunarboð sem hafa verið vistuð í margmiðlunarboðamiðstöðinni.
Utan símkerfisins þíns getur sending og móttaka margmiðlunarboða kostað þig meira.
Ef þú velur Móttaka margmiðl. > Alltaf sjálfvirk kemur tækið þitt sjálfkrafa á pakkagagnatengingu til að sækja skilaboðin bæði innan og utan heimasímkerfisins þíns.
Leyfa nafnl. skilaboð—Veldu hvort þú vilt hafna
skilaboðum frá óþekktum sendanda eða ekki.
Fá auglýsingar—Veldu hvort þú vilt taka á móti
auglýsingum í margmiðlunarboðum eða ekki.
Tilkynning um skil—Veldu hvort þú vilt að staða sendra
skilaboða sjáist í notkunarskránni (sérþjónusta). Ekki er víst að hægt sé að fá skilatilkynningar fyrir margmiðlunarboð sem eru send á tölvupóstfang.
Neita sendingu tilk.—Veldu hvort þú vilt loka fyrir
sendingu skilatilkynninga úr tækinu fyrir móttekin margmiðlunarboð.
Skilaboð
53
Gildistími skilaboða—Veldu hversu lengi
skilaboðamiðstöðin reynir að senda skilaboðin þín ef fyrsta sending þeirra mistekst (sérþjónusta). Ef ekki tekst að ná í viðtakanda skilaboða innan frestsins er
Skilaboð
skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.

Tölvupóstur

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Tölvupóstur og úr eftirfarandi: Pósthólf—Veldu pósthólf til að breyta eftirfarandi
stillingum: Tengistillingar, Notandastillingar,
Móttökustillingar og Sjálfvirk tenging. Pósthólf í notkun—Veldu hvaða pósthólf þú vilt nota
til að senda tölvupóst. Nýtt pósthólf er búið til með því að velja Valkostir >
Nýtt pósthólf í aðalskjá pósthólfa.
Tengistillingar
Stillingum fyrir móttekinn tölvupóst er breytt með því að velja Móttekinn póstur og úr eftirfarandi:
Notandanafn—Sláðu inn notandanafn þitt sem
þjónustuveitan þín lætur þér í té.
Lykilorð—Sláðu inn lykilorðið. Ef þú fyllir ekki út þennan
reit verður beðið um lykilorðið þegar þú reynir að tengjast við ytra pósthólfið.
Miðlari fyrir innpóst—Sláðu inn IP-tölu eða heiti
hýsimiðlarans sem tekur við tölvupóstinum.
Aðg.staður í notkun—Veldu aðgangsstað. Sjá „Tenging“
á bls. 106.
Nafn pósthólfs—Sláðu inn heiti fyrir pósthólfið. Tegund pósthólfs—Tilgreinir samskiptareglur tölvupósts
sem þjónustuveita ytra pósthólfsins mælir með. Valkostirnir eru POP3 og IMAP4. Þessa stillingu er aðeins hægt að velja einu sinni og þú getur ekki breytt henni eftir að þú hefur vistað eða farið út úr stillingum pósthólfs. Ef þú notar POP3-samskiptareglur eru skilaboðin ekki uppfærð sjálfkrafa þegar tengingin er virk. Til að sjá nýjasta tölvupóstinn þarftu að aftengjast pósthólfinu og tengjast því svo aftur.
Öryggi (gáttir)—Veldu öryggisvalkostinn sem er notaður
til að tryggja öryggi tengingarinnar við ytra pósthólfið.
Gátt—Tilgreindu gátt fyrir tenginguna. Örugg APOP-innskr. (aðeins fyrir POP3)—Notaðu þetta
með POP3-samskiptareglunum til að dulkóða sendingu lykilorða á ytri tölvupóstmiðlarann þegar tengst er við pósthólfið.
Stillingum fyrir sendan tölvupóst er breytt með því að velja
Sendur póstur og úr eftirfarandi:
54
Tölvupóstfangið mitt—Sláðu inn tölvupóstfangið sem
þjónustuveitan lét þér í té. Öll svör við skeytunum þínum eru send á það tölvupóstfang.
Miðlari fyrir útpóst—Sláðu inn IP-tölu eða heiti
hýsimiðlarans sem tekur við tölvupóstinum. Verið getur að þú getir eingöngu notað útmiðlara þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Aðg.staður í notkun—Veldu aðgangsstað. Sjá „Tenging“
á bls. 106. Stillingarnar fyrir Notandanafn, Lykilorð, Öryggi (gáttir)
og Gátt líkjast þeim sem er að finna í Móttekinn póstur.
Notandastillingar
Mitt nafn—Sláðu inn nafn þitt. Nafnið birtist í stað
tölvupóstfangsins þíns í tæki viðtakandans ef tækið styður það.
Senda tölvupóst—Tilgreindu hvernig tölvupóstur er sendur
úr tækinu. Veldu Strax svo tækið tengist pósthólfinu þegar þú velur Senda tölvupóst. Ef þú velur Ínæstu tengingu er tölvupóstur sendur þegar tengst hefur verið við ytra pósthólfið.
Afrit til sendanda—Veldu hvort þú vilt vista afrit af
tölvupóstinum á ytra pósthólfi og á tölvupóstfanginu sem er tilgreint í Tölvupóstfangið mitt.
Nota undirskrift—Veldu hvort pósturinn þinn eigi að
innihalda undirskrift þína.
Tilkynning um tölvup.—Veldu hvort þú vilt sjá
tilkynningar um nýjan tölvupóst, tón og texta, þegar pósthólfið móttekur hann.
Sjálfgefin kóðun—Veldu aðra stafakóðun út frá
tungumálinu þínu.
Móttökustillingar
Sótt tölvupóstskeyti—Tilgreindu hvaða hlutar tölvupósts
eru sóttir: Aðeins hausar, Stærðartakmörk eða Sk.boð &
viðhengi. Sótt magn—Veldu hversu mörg tölvupóstskeyti eru sótt
í einu.
IMAP4 möppuslóð (aðeins fyrir IMAP4)—Tilgreindu
slóðirnar á möppur í áskrift.
Áskrift að möppum (aðeins fyrir IMAP4)—Hægt er að
gerast áskrifandi að öðrum möppum í ytra pósthólfinu og sækja efni þeirra.
Sjálfvirk tenging
Síðuhausar sóttir—Veldu hvort tækið eigi að sækja
tölvupóst sjálfkrafa. Þú getur tilgreint hvenær og hversu oft skeytin eru sótt.
Það að stilla tækið á að sækja tölvupóst sjálfkrafa getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Skilaboð
55

Vefþjónustuboð

Ýttu á og veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >
Þjónustusk.boð. Veldu hvort þú vilt taka við
Skilaboð
þjónustuboðum. Veldu Hlaða niður skilab. > Sjálfvirk ef þú vilt að tækið opni vafrann sjálfkrafa og komi á tengingu við símkerfið til að sækja efni þegar þú færð ný þjónustuboð.

Skilaboð frá endurvarpa

Upplýsingar um tiltækt efni og efnisnúmer fást hjá þjónustuveitunni. Ýttu á , veldu Skilaboð >
Valkostir > Stillingar > Uppl. frá endurvarpa og svo úr
eftirfarandi:
Móttaka—Veldu hvort þú vilt taka við endurvarpsboðum. Tungumál—Veldu tungumálin sem þú vilt taka við
skilaboðum á: Öll, Valin eða Önnur.
Greina nýtt efni—Veldu hvort tækið leiti sjálfkrafa að
nýjum efnisnúmerum og visti þau án heitis á efnislista.
Annað stillingar
Ýttu á , veldu Skilaboð > Valkostir > Stillingar >

Annað og úr eftirfarandi:

Vista send skilaboð—Veldu hvort þú vilt vista afrit af
textaskilaboðum, margmiðlunarskilaboðum eða tölvupósti sem þú sendir í Sendir hlutir möppunni.
Fj. vistaðra skilab.—Tilgreindu hversu mörg send skilaboð
eru vistuð í Sendir hlutir möppunni í einu. Sjálfgefinn fjöldi er 20. Þegar þeim mörkum er náð er elstu skilaboðunum eytt.
Minni í notkun—Ef samhæft minniskort er í tækinu skaltu
velja Minni símans eða Minniskort til að vista skilaboðin.
56

Hringt úr tækinu

Venjuleg símtöl

Ábending! Ýttu á eða til að auka eða
minnka hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur. Þegar hljóðstyrkurinn er stilltur á Hljóðnemi af er áfram hægt að stilla hann með eða tökkunum.
Hægt er að tala í símann í opinni stöðu og skjástöðu. Sjá „Staða tækisins“, á bls. 11.
1 Til að hefja símtal þegar síminn er opinn skaltu slá inn
símanúmerið í biðham, ásamt svæðisnúmerinu. Tölu er eytt með því að ýta á . Ýttu tvisvar sinnum á til að fá fram + merkið ef þú vilt hringja til útlanda (kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo símanúmerið.
2 Ýttu á til að hringja í númerið. 3 Ýttu á eða lokaðu símanum til að leggja á
(eða hætta við að hringja).
Símtali er alltaf slitið þegar stutt er á , jafnvel þótt annað forrit sé í gangi.
Til að hringja úr Tengiliðir skaltu ýta á og velja
Tengiliðir. Veldu nafnið eða sláðu fyrstu stafi þess inn
í leitarreitinn. Listi yfir þá tengiliði sem passa við það
sem þú slærð inn birtist. Ýttu á til að hringja. Veldu
Símtal.
Afrita verður tengiliðina af SIM-kortinu yfir í Tengiliðir áður en hægt er að hringja með þessum hætti. Sjá „Tengiliðir afritaðir“ á bls. 68.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) skaltu halda inni takkanum í biðstöðu. Sjá einnig „Símtalsflutningur“ á bls. 112.
Ábending! Til að breyta símanúmeri talhólfsins
skaltu ýta á og velja Verkfæri > Talhólf >
Valkostir > Breyta númeri. Sláðu inn númerið
(fáanlegt hjá þjónustuveitunni) og veldu Í lagi.
Til að hringja aftur í númer sem nýlega hefur verið hringt í skaltu ýta á í biðstöðu. Veldu númerið sem þú vilt hringja í og ýttu á .

Símafundur

1 Hringdu í fyrsta þátttakandann. 2 Hringdu í annan þátttakanda með því að velja
Valkostir > Ný hringing. Fyrra símtalið er sjálfkrafa
sett í bið.
Hringt úr tækinu
57
3 Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn
þegar annar þátttakandinn svarar skaltu velja
Valkostir > Símafundur.
Endurtaktu skref 2 ef þú vilt bæta nýjum þátttakanda við símtalið og veldu Valkostir > Símafundur > Bæta
í símafund. Hægt er að halda símafundi með allt að
sex þátttakendum.
Hringt úr tækinu
Til að tala einslega við einn þátttakandann skaltu velja
Valkostir > Símafundur > Einkamál. Veldu
þátttakanda og síðan Einkamál. Símafundurinn er settur í bið í tækinu þínu. Aðrir þátttakendur geta haldið fundinum áfram. Þegar einkasamtalinu lýkur skaltu velja Valkostir > Bæta í símafund til að taka aftur þátt í símafundinum. Lagt er á þátttakanda með því að velja Valkostir >
Símafundur > Sleppa þátttakanda, velja
þátttakandann og svo Sleppa.
4 Símafundi er lokið með því að ýta á .

Símanúmer valið með hraðvali

Kveikt er á hraðvalinu með því að ýta á og velja
Verkfæri > Stillingar > Hringing > Hraðval > Virkt.
Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum ( ) skaltu ýta á og velja Verkfæri > Hraðval. Veldu takkann sem þú vilt tengja símanúmerið við og síðan Valkostir > Á númer. -takkinn er frátekinn fyrir talhólfið.
Hringt er úr biðstöðu með því að ýta á hraðvalstakkann og síðan á .

Raddstýrð hringing

Tækið þitt styður raddskipanir. Raddskipanir velta ekki á rödd notandans þannig að hann þarf ekki að taka upp raddmerki áður en hann notar þær. Þess í stað býr tækið til raddmerki fyrir færslur í tengiliðum og ber það raddmerki sem notandinn segir saman við þær. Raddkennslin í tækinu laga sig að rödd aðalnotandans til að líklegra sé að tækið beri kennsl á raddskipunina.
Raddmerki fyrir tengilið er nafnið eða gælunafnið sem er vistað á tengiliðarspjaldinu. Til að hlusta á tilbúna raddmerkið skaltu opna tengiliðarspjald og velja Valkostir > Spila raddmerki.
Hringt með raddmerki
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið
í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Þegar þú notar raddstýrða hringingu er hátalarinn í notkun. Haltu tækinu nálægt þér þegar þú berð fram raddmerkið.
1 Haltu inni takkanum í biðstöðu til að hefja
raddstýrða hringingu. Ef þú notar samhæft höfuðtól
58
með höfuðtólstakka skaltu halda honum inni til að hefja raddstýrða hringingu.
2 Stuttur tónn heyrist og textinn Tala nú birtist á
skjánum. Berðu skýrt fram nafnið eða gælunafnið sem er vistað á tengiliðarspjaldinu.
3 Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn á því
tungumáli sem er valið og birtir nafnið og símanúmerið. Eftir 2,5 sekúndur hringir tækið í númerið. Ef tækið valdi rangan tengilið skaltu velja Næsta til að skoða aðrar niðurstöður á lista eða Hætta til að hætta við raddstýrða hringingu.
Ef nokkur númer eru vistuð undir nafninu velur tækið sjálfgefna númerið, hafi það verið tilgreint. Annars velur tækið fyrsta númerið í eftirfarandi röð: Farsími, Farsími
(heima), Farsími (vinna), Sími, Sími (heima) og Sími (vinna).

Myndsímtöl

Myndsímtöl geta farið fram í opinni stöðu og skjástöðu. Sjá „Staða tækisins“ á bls. 11.
Nota skal skjástöðuna þegar handfrjáls myndsímtöl eiga að fara fram.
Í myndsímtali geta þú og viðmælandi þinn séð rauntímahreyfimynd hvor af öðrum. Viðmælandi þinn sér þá hreyfimyndina sem myndavélin þín tekur.
Til að geta hringt myndsímtal þarftu USIM-kort og að vera innan þjónustusvæðis UMTS-símkerfis. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um þá myndsímtalaþjónustu sem er í boði og áskriftina. Aðeins er hægt að koma á myndsímtali við einn aðila í einu. Hægt er að koma á myndsímtali við samhæfan farsíma eða ISDN-tengd tæki. Ekki er hægt að koma á myndsímtölum þegar annað símtal, myndsímtal eða gagnasímtal er virkt.
Tákn:
Tækið þitt er ekki að taka við hreyfimynd (annaðhvort sendir viðmælandinn ekki hreyfimyndina eða símkerfið sendir hana ekki).
Þú hefur hafnað myndsendingu úr tækinu þínu. Upplýsingar um hvernig á að senda kyrrmynd í stað hreyfimyndar er að finna í „Símtalsstillingar“ á bls. 105.
1 Til að koma á myndsímtali í opinni stöðu skaltu slá inn
númerið í biðstöðu eða velja Tengiliðir og síðan tengilið.
2 Veldu Valkostir > Myndsímtal.
Ef þú vilt koma á handfrjálsu myndsímtali skaltu ræsa skjástöðuna þegar sá sem hringt er í hefur svarað.
Það getur tekið nokkurn tíma að koma á myndsímtali. Bíð
eftir hreyfimynd birtist. Ef ekki tekst að koma á tengingu,
(t.d. ef símkerfið styður ekki myndsímtöl eða móttökutækið er ekki samhæft), er spurt hvort þú viljir hringja venjulegt símtal eða senda textaskilaboð í staðinn.
Hringt úr tækinu
59
Myndsímtal er í gangi þegar þú getur séð tvær hreyfimyndir og heyrt hljóð úr hátalaranum. Viðmælandinn getur hafnað myndsendingu ( ) og þá heyrir þú aðeins í honum og sérð að auki kyrrmynd eða gráan bakgrunn.
Ábending! Ýttu á eða til að auka eða minnka
hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur.
Hringt úr tækinu
Til að velja hvað sent er skaltu velja Virkja eða Óvirkja >
Hreyfimynd, Hljóð eða Hljóð & hreyfimynd.
Veldu Stækka eða Minnka til að stækka eða minnka myndina af þér. Stækkunar/minnkunarvísirinn sést efst á skjánum.
Hægt er að víxla myndunum sem eru sendar eða mótteknar á skjánum með því að velja Víxla myndum.
Jafnvel þó þú hafnir myndsendingu í myndsímtali er tekið gjald fyrir símtalið sem myndsímtal. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um verð.
Myndsímtalinu er lokið með því að ýta á .

Samnýting hreyfimynda

Valkosturinn Samn. hre.m. (sérþjónusta) er notaður til að senda rauntímahreyfimynd eða myndinnskot úr farsímanum í annað farsímatæki meðan á símtali stendur. Bjóddu einfaldlega viðmælandanum að skoða hreyfimyndina eða myndinnskotið sem þú vilt deila með
60
honum. Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn samþykkir boðið og þú velur myndatökustöðuna. Sjá „Samnýting hreyfimynda“ á bls. 61.

Forsendur fyrir samnýtingu hreyfimynda

Þar sem síminn þarf að vera tengdur við þriðju kynslóðar farsímakerfi (UMTS) til að hægt sé að nota valkostinn
Samn. hre.m. veltur Samn. hre.m. á því hvort slíkt símkerfi
sé til staðar. Upplýsingar um farsímakerfi og gjald fyrir notkun forritsins fást hjá þjónustuveitunni. Til að nota
Samn. hre.m. þarftu að gera eftirfarandi:
• Gakktu úr skugga um að Samn. hre.m. sé sett
upp í Nokia N93 tækinu þínu.
• Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé sett upp fyrir tengingar á milli einstaklinga. Sjá „Stillingar“ á bls.61.
• Gakktu úr skugga um að þú hafir virka UMTS-tengingu og sért innan dreifisvæðis UMTS-símkerfis. Sjá „Stillingar“ á bls. 61. Ef þú byrjar samnýtinguna meðan þú ert innan UMTS-farsímakerfis og skipt er yfir í GSM­farsímakerfi, lýkur samnýtingunni en símtalið heldur áfram.
• Gakktu úr skugga um að bæði sendandinn og viðtakandinn séu skráðir á UMTS-símkerfið. Ef þú býður einhverjum í samnýtingu og viðkomandi hefur slökkt á símanum sínum eða er ekki innan UMTS-svæðisins veit viðkomandi ekki að þú ert að senda boð. Þú færð hins vegar villuboð um að viðtakandinn geti ekki samþykkt boðið.

Stillingar

Stillingar fyrir tengingar á milli einstaklinga
Tenging á milli einstaklinga er einnig þekkt undir heitinu SIP-tenging (Session Initiation Protocol). SIP-sniðstillingar þurfa að hafa verið valdar í tækinu áður en þú getur notað
Samn. hre.m.. Uppsetning SIP-sniðs gerir þér kleift að
koma á rauntímasambandi á milli einstaklinga með samhæfa farsíma. SIP-sniðið verður einnig að geta móttekið samnýtingu.
SIP-stillingarnar fást hjá þjónustuveitunni. Nauðsynlegt er að vista þær í tækinu. Þjónustuveitan getur sent þér stillingarnar.
Ef þú veist SIP-vistfang viðtakandans getur þú slegið það inn á tengiliðarspjald hans. Opnaðu Tengiliðir í aðalvalmyndinni og síðan tengiliðarspjaldið (eða búðu til nýtt spjald ef ekkert spjald hefur verið búið til áður). Veldu Valkostir > Bæta við upplýsing. > SIP. Sláðu inn SIP-vistfangið á forminu sip:notandanafn@vistfang (hægt er að nota IP-tölu í stað vistfangs).
UMTS-tengistillingar
Settu upp UMTS-tenginguna þína á eftirfarandi hátt:
• Hafðu samband við þjónustuveituna þína til að gerast áskrifandi að UMTS-þjónustunni.
• Gakktu úr skugga um að UMTS-aðgangsstaða­stillingarnar hafi verið rétt valdar. Nánari upplýsingar, sjá „Tenging“ á bls. 106.

Samnýting hreyfimynda

Til að geta tekið við myndsendingu verður viðmælandinn að setja upp Samn. hre.m. og velja réttar stillingar í tækinu sínu. Bæði þú og viðmælandinn verðið að skrá ykkur fyrir þjónustunni áður en þið getið byrjað myndsendinguna.
Til þess að geta tekið á móti boðum verður þú að vera skráð/ur fyrir þjónustunni, vera með virka UMTS-tengingu og vera innan UMTS-þjónustusvæðis.
Rauntímahreyfimynd
1 Þegar símtal er í gangi skaltu velja Valkostir >
Samnýta hreyfimynd > Beint.
2 Tækið sendir boðið til SIP-vistfangsins sem þú bættir
við tengiliðarspjald viðtakanda. Ef fleiri en eitt SIP-vistfang eru á tengiliðarspjaldi viðtakandans skaltu velja SIP-vistfangið sem senda á boðið til og síðan Velja til að senda boðið. Ef ekki er hægt að velja SIP-vistfang viðtakanda skaltu slá það inn. Veldu Í lagi til að senda boðið.
3 Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn
samþykkir boðið. Hátalarinn er virkur. Einnig er hægt að nota samhæft höfuðtól til að halda áfram símtali um leið og verið er að senda rauntímahreyfimynd.
4 Veldu Hlé til að gera hlé á myndsendingunni.
Veldu Áfram til að halda sendingunni áfram.
Hringt úr tækinu
61
5 Veldu Stöðva til að ljúka myndsendingunni.
Ýtt er á til að ljúka símtalinu.
Myndinnskot
1 Þegar símtal er í gangi skaltu velja Valkostir >
Samnýta hreyfimynd > Myndskeið.
Þá opnast listi yfir myndinnskot.
2 Veldu myndinnskotið sem þú vilt senda.
Hringt úr tækinu
Forskoðunarskjár opnast. Til að forskoða myndinnskotið skaltu velja Valkostir > Spila.
3 Veldu Valkostir > Bjóða.
Svo hægt sé að senda myndinnskotið gæti þurft að færa það yfir á annað snið. Það verður að umbreyta
skrá til að hægt sé að samnýta hana. Halda áfram?
birtist. Veldu Í lagi. Tækið sendir boðið til SIP-vistfangsins sem þú bættir við tengiliðarspjald viðtakanda. Ef fleiri en eitt SIP-vistfang eru á tengiliðarspjaldi viðtakandans skaltu velja SIP-vistfangið sem senda á boðið til og síðan Velja til að senda boðið. Ef ekki er hægt að velja SIP-vistfang viðtakanda skaltu slá það inn. Veldu Í lagi til að senda boðið.
4 Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn
samþykkir boðið.
5 Veldu Hlé til að gera hlé á myndsendingunni. Veldu
Valkostir > Áfram til að halda sendingunni áfram.
6 Veldu Stöðva til að ljúka myndsendingunni.
Ýtt er á til að ljúka símtalinu.

Boð samþykkt

Þegar þú færð boð um samnýtingu birtist boðið ásamt nafni eða SIP-vistfangi sendandans. Ef tækið þitt er ekki stillt á Án hljóðs hringir það þegar þú færð boð.
Ef einhver sendir þér boð um samnýtingu og þú ert ekki innan UMTS-þjónustusvæðis, færðu ekki að vita að þér hafi verið send boð.
Þegar þú færð boð geturðu valið:
Samþykk.—til að hefja myndsendinguna. Vilji sendandinn
samnýta rauntímahreyfimynd skaltu fara í skjástöðuna.
Hafna—til að hafna boðinu. Sendandinn fær skilaboð um
að þú hafir hafnað boðinu. Þú getur einnig stutt á til að hafna samnýtingunni og leggja á.
Veldu Stöðva til að ljúka myndsendingunni. Ef verið er að samnýta myndinnskot skaltu velja Hætta. Þá birtist
Samnýtingu lokið.

Símtali svarað eða hafnað

Ýttu á þegar síminn er opinn til að svara símtali. Ef
Takkasvar er stillt á Virkt skaltu opna símann ef hann er
í lokaðri stöðu og þá hefst símtalið sjálfkrafa. Að öðrum kosti skaltu opna símann og styðja á .
Til að slökkva á hringitóninum þegar einhver hringir í þig skaltu velja Hljótt.
62
Ábending! Ef samhæft höfuðtól er tengt við tækið er
hægt að svara símtali og leggja á með því að ýta á takka höfuðtólsins.
Ef þú vilt ekki svara hringingu þegar síminn er opinn skaltu styðja á til að hafna símtalinu. Sá sem hringir heyrir þá „á tali“-tón. Ef þú hefur kveikt á valkostinum
Símtalsflutn. > Ef á tali er símtal einnig flutt þegar því er
hafnað. Sjá „Símtalsflutningur“ á bls. 112. Þegar þú hafnar símtali þegar síminn er opinn getur þú
einnig sent textaskilaboð til þess sem hringdi í þig til að láta hann vita hvers vegna þú gast ekki svarað símtalinu. Veldu Valkostir > Senda sk.b.. Þú getur breytt texta skilaboðanna áður en þú sendir þau. Til að setja þennan valkost upp og skrifa stöðluð textaboð, sjá „Símtalsstillingar“, á bls. 105.

Myndsímtali svarað eða hafnað

Þegar myndsímtal er móttekið birtist .
Ábending! Hægt er að velja hringitóna fyrir myndsímtöl. Ýttu á og veldu Verkfæri > Snið, snið og síðan Valkostir > Sérsníða > Hringitónn
myndsímt..
Ýttu á til að svara myndsímtali þegar síminn er opinn. Til að byrja myndsendinguna skaltu velja skjástöðuna
og þá sér viðmælandinn rauntímahreyfimynd, upptekið
myndinnskot eða myndina sem myndavélin tekur. Ef þú vilt senda rauntímahreyfimynd skaltu snúa myndavélarhlutanum að því sem þú vilt taka mynd af. Ef skjástaðan er ekki valin er ekki hægt að senda myndinnskot en þú heyrir í viðmælanda þínum. Grár skjár birtist í staðinn fyrir hreyfimyndina. Upplýsingar um hvernig á að skipta gráa skjánum út fyrir kyrrmynd er að finna í „Símtalsstillingar“, Mynd í myndsímtali á bls. 105.
Jafnvel þó þú hafnir myndsendingu í myndsímtali er tekið gjald fyrir símtalið sem myndsímtal. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um verð.
Ýttu á til að ljúka myndsímtalinu þegar síminn er opinn eða í skjástöðu.
Símtal í bið (sérþjónusta)

Þú getur svarað símtali meðan annað símtal er í gangi ef þú hefur kveikt á Símtal í bið í Verkfæri > Stillingar >

Hringing > Símtal í bið.
Ýttu á til að svara nýju símtali. Fyrra símtalið er sett í bið.
Til að skipta á milli símtalanna tveggja skaltu velja Víxla. Veldu Valkostir > Færa til að tengja saman innhringingu eða símtal í bið við virkt símtal og aftengjast sjálf/ur. Ýttu á til að ljúka virka símtalinu. Til að ljúka báðum símtölunum velurðu Valkostir > Slíta öllum símtölum.
Hringt úr tækinu
63

Valkostir meðan á símtali stendur

Margir þeirra valkosta sem hægt er að nota meðan á símtali stendur flokkast undir sérþjónustu. Veldu
Valkostir meðan á símtali stendur til að nýta þér valkosti
í tækinu, þar á meðal:
Skipta um—Til að ljúka virku símtali og svara símtali í bið. Senda MMS (aðeins í UMTS-símkerfum)—Til að senda
Hringt úr tækinu
mynd eða hreyfimynd með margmiðlunarboðum til annarra þátttakenda símtalsins. Hægt er að breyta skilaboðunum og velja aðra viðtakendur áður en þau eru send. Ýttu á til að senda skrána í samhæft tæki.
Senda DTMF-tóna—Til að senda DTMF-tónastrengi, t.d.
lykilorð. Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum í Tengiliðir. Til að setja inn biðstafinn (w) eða hléstafinn (p) skaltu ýta endurtekið á . Veldu Í lagi til að senda tóninn.
Ábending! Hægt er að bæta DTMF-tónum við reitina
Símanúmer eða DTMF-tónar á tengiliðaspjaldi.

Valkostir meðan á myndsímtali stendur

Veldu Valkostir meðan á myndsímtali stendur til að nota eftirfarandi valkosti:
Virkja eða Óvirkja (hljóð þegar síminn er opinn;
hreyfimynd, hljóð eða bæði þegar síminn er í skjástöðu).
Virkja símtól (ef höfuðtól með Bluetooth-tengingu er
tengt við símann).
Virkja höfuðtól (aðeins þegar síminn er opinn og ef
samhæft Bluetooth-höfuðtól er tengt við hann).
Slíta símtali í gangi Víxla myndum Stækka eða Minnka (aðeins í skjástöðu).

Notkunarskrá

Síðustu símtöl

Til að skoða símanúmer móttekinna, hringdra og ósvaraðra símtala skaltu ýta á og velja Forritin mín >
Notkunarskrá > Síðustu símtöl. Númer móttekinna
símtala og símtala sem ekki er svarað eru aðeins skráð ef símafyrirtækið styður þessar aðgerðir, ef kveikt er á tækinu og það innan þjónustusvæðis.
Ábending! Þegar þú sérð skilaboð í biðstöðu um að
símtölum hafi ekki verið svarað skaltu velja Sýna til að opna lista yfir ósvöruð símtöl. Hægt er að hringja í viðkomandi með því að skruna að nafninu eða númerinu og ýta á .
64
Til að hreinsa lista síðustu símtala skaltu velja Valkostir >
Eyða síðustu símt. í aðalskjá nýlegra símtala. Til að hreinsa
tiltekna símtalaskrá skaltu opna skrána og velja
Valkostir > Hreinsa skrá. Til að eyða einstaka færslu
skaltu opna skrána, velja færsluna og ýta á .

Lengd símtala

Til að sjá áætlaða lengd móttekinna og hringdra símtala skaltu ýta á og velja Forritin mín > Notkunarskrá >
Lengd símtala.
Til að stilla hvernig lengd símtals er birt á meðan símtalið er í gangi skaltu velja Tenging > Notkunarskrá >
Valkostir > Stillingar > Sýna lengd símtala > eða Nei.
Til athugunar: Tíminn sem birtist á reikningum
þjónustuveitunnar fyrir símtöl kann að vera breytilegur eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga og öðru slíku.
Til að hreinsa lengdarteljara símtala skaltu velja
Valkostir > Hreinsa teljara. Fyrir þessa aðgerð þarftu
læsingarnúmerið, sjá „Öryggi“, „Sími og SIM“ á bls. 109.

Pakkagögn

Hægt er að sjá hversu mikið magn gagna hefur verið sent og móttekið meðan pakkagagnatenging var virk með því að ýta á og velja Forritin mín > Notkunarskrá >
Pakkagögn. Gjald fyrir pakkagagnatengingar getur farið
eftir því gagnamagni sem er sent og móttekið.

Allir samskiptaatburðir skoðaðir

Tákn í Notkunarskrá:
Inn Út Samskiptaatburðir sem mistókust
Til að skoða öll símtöl, myndsímtöl, textaskilaboð eða gagnatengingar sem tækið hefur skráð skaltu ýta á , velja Forritin mín >
Notkunarskrá og ýta á til
að opna almennu notkunarskrána. Hægt er að sjá nafn sendanda eða viðtakanda, símanúmer hans, heiti þjónustuveitu eða aðgangsstað fyrir hvern samskiptaatburð. Hægt er að afmarka leit í skránni til að fá aðeins fram eina tegund samskipta og búa til ný tengiliðarspjöld út frá upplýsingum í skránni.
Ábending! Til að sjá lengd símtals á aðalskjánum
meðan á því stendur skaltu velja Valkostir >
Stillingar > Sýna lengd símtala > Já.
Hringt úr tækinu
65
Ábending! Til að skoða lista yfir send skilaboð skaltu
ýta á og velja Skilaboð > Sendir hlutir.
Undiratburðir, t.d. skilaboð sem voru send í fleiri en einum hluta eða pakkagagnatengingar, eru skráðir sem einn samskiptaatburður. Tenging við pósthólfið þitt, skilaboðastöð margmiðlunarboða eða vefsíður eru sýndar sem pakkagagnatengingar.
Hringt úr tækinu
Til að sía skrána skaltu velja Valkostir > Sía og síu. Til að eyða innihaldi notkunarskrárinnar, teljurum nýlegra
símtala og skilatilkynningum skilaboða varanlega skaltu velja Valkostir > Hreinsa notkun.skrá. Veldu til að staðfesta valið. Hægt er að fjarlægja einstaka atburð úr skránni með því að ýta á .
Til að stilla Skráning varir skaltu velja Valkostir >
Stillingar > Skráning varir. Atburðirnir eru áfram í minni
tækisins í tiltekinn fjölda daga en er síðan sjálfkrafa eytt til að losa um minni. Ef þú velur Engin skráning er öllu innihaldi notkunarskrárinnar, teljara nýlegra símtala og skilatilkynningum fyrir skilaboð eytt varanlega.
Til að sjá upplýsingar um samskiptaatburð skaltu velja hann í aðalnotkunarskránni og ýta á .
Ábending! Til að afrita símanúmer yfir á
klemmuspjaldið á upplýsingaskjánum skaltu velja Valkostir > Afrita númer.
Teljari pakkagagna og tímamælir tenginga: Til að sjá hversu mikið magn gagna, í kílóbætum, er flutt og hversu lengi pakkagagnatenging var virk, skaltu velja einhvern viðburð, gefinn til kynna með Pakka og velja Valkostir >
Skoða frekari uppl..
66

Tengiliðir (símaskrá)

Ýttu á og veldu Tengiliðir. Í Tengiliðir er hægt að tengja hringitóna eða smámynd við tengiliðarspjald. Einnig er hægt að búa til tengiliðahópa og þannig senda textaskilaboð eða tölvupóst til margra viðtakenda samtímis. Hægt er að bæta mótteknum tengiliðaupplýsingum (nafnspjöldum) við tengiliði. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 49. Aðeins er hægt að senda upplýsingar um tengiliði á milli samhæfra tækja.

Vistun nafna og númera

1 Veldu Valkostir > Nýr tengiliður. 2 Fylltu út þá reiti sem þú vilt og veldu Lokið.
Tengiliðarspjaldi í Tengiliðir er breytt með því að fletta að því spjaldi sem á að breyta og velja Valkostir > Breyta.
Ábending! Hægt er að prenta út tengiliðarspjöld á prentara með BPP-snið (Basic Print Profile) um Bluetooth-tengingu (t.d. HP Deskjet 450 Mobile Printer eða HP Photosmart 8150) með því að velja Valkostir >
Prenta.
Til að eyða tengiliðarspjaldi í Tengiliðir skaltu velja spjaldið og ýta á . Til að eyða nokkrum
tengiliðarspjöldum á sama tíma skaltu ýta á og til að merkja spjöldin og svo á til að eyða þeim.
Ábending! Notaðu Nokia Contacts Editor sem er í
Nokia PC Suite til að bæta við og breyta tengiliðarspjöldum.
Til að bæta smámynd við tengiliðarspjald skaltu opna spjaldið og velja Valkostir > Breyta > Valkostir > Bæta
við smámynd. Smámyndin birtist þegar tengiliðurinn
hringir í þig.
Ábending! Hraðval er fljótleg leið til að velja númer
sem oft er hringt í. Hægt er að tengja hraðvalsnúmer við átta takka. Sjá „Símanúmer valið með hraðvali“ á bls. 58.
Ábending! Til að senda tengiliðaupplýsingar skaltu
velja spjaldið sem þú vilt senda. Svo er valið
Valkostir > Senda > Sem SMS, Með margmiðlun, Með Bluetooth eða Með IR. Sjá „Skilaboð“ á bls. 44 og
„Gögn send“ á bls. 85.
Hægt er að bæta tengilið í hóp með því að velja
Valkostir > Bæta í hóp: (birtist aðeins ef hópur hefur
verið búinn til). Sjá „Tengiliðahópar búnir til“ á bls. 69.
Tengiliðir (símaskrá)
67
Til að skoða hversu mikið minni tengiliðir og tengiliðahópar taka, sem og hversu mikið minni er laust í Tengiliðir skaltu velja Valkostir > Um tengiliði.

Sjálfgefin númer og tölvupóstföng

Hægt er að stilla (velja) númer eða tölvupóstfang á tengiliðarspjaldi sem sjálfgefið. Ef tengiliður er með mörg númer eða tölvupóstföng er þannig auðveldlega hægt að hringja í ákveðið númer hans eða senda skilaboð á tiltekið
Tengiliðir (símaskrá)
tölvupóstfang. Sjálfgefna númerið er einnig notað í raddstýrðri hringingu.
1 Veldu tengilið í símaskráni og ýttu á . 2 Veldu Valkostir > Sjálfvalin. 3 Veldu sjálfgefinn reit þar sem þú vilt bæta við númeri
eða tölvupóstfangi og veldu Á númer.
4 Veldu númerið eða tölvupóstfangið sem þú vilt nota
sem sjálfgefið.
Sjálfgefna númerið eða tölvupóstfangið er undirstrikað á tengiliðarspjaldinu.

Tengiliðir afritaðir

Til að afrita nöfn og númer af SIM-korti yfir í tækið þitt skaltu ýta á og velja Tengiliðir > Valkostir > SIM-

tengiliðir > SIM-skrá. Veldu nöfnin sem þú vilt afrita

og svo Valkostir > Afrita í Tengiliði.
Til að afrita tengiliði yfir á SIM-kortið skaltu ýta á og velja Tengiliðir. Veldu nöfnin sem þú vilt afrita og
Valkostir > Afrita í SIM-skrá eða Valkostir > Afrita > ÁSIM-skrá. Aðeins þeir reitir á tengiliðarspjaldinu sem
SIM-kortið þitt styður eru afritaðir.
Ábending! Með Nokia PC Suite er hægt að samstilla
tengiliði við samhæfa tölvu.
SIM-skrá og þjónusta
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan eða annar söluaðili.
Ýttu á og veldu Tengiliðir > Valkostir > SIM-
tengiliðir > SIM-skrá til að sjá hvaða nöfn og númer
eru vistuð á SIM-kortinu. Í SIM-skránni getur þú bætt númerum við tengiliði, breytt þeim, afritað og hringt í þau.
Til að skoða listann yfir númer í föstu númeravali skaltu velja Valkostir > SIM-tengiliðir > Í föstu númeravali. Aðeins er hægt að velja þessa stillingu ef SIM-kortið styður hana.
Til að takmarka símtöl úr tækinu við ákveðin símanúmer skaltu velja Valkostir > Virkja fast nr.val. Nýjum númerum er bætt við listann með því að velja Valkostir >
Nýr SIM-tengiliður. Nauðsynlegt er að hafa PIN2-
númerið til að geta valið þennan valkost.
68
Þegar þú notar Fast númeraval geturðu ekki komið á pakkagagnatengingum nema til að senda textaskilaboð. Í því tilviki þarf númer skilaboðamiðstöðvarinnar og númer viðtakandans að vera á lista yfir leyfð númer.
Þegar fast númeraval er virkt kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Hringitónum bætt við tengiliði

Þegar tengiliður eða meðlimur hóps hringir í þig spilar tækið hringitóninn sem hefur verið valinn (ef símanúmer viðkomandi er sent með hringingunni og tækið ber kennsl á það).
1 Ýttu á til að opna tengiliðarspjald eða opnaðu
hóplistann og veldu tengiliðahóp.
2 Veldu Valkostir > Hringitónn. Þá birtist listi yfir
hringitóna.
3 Veldu hringitóninn sem þú vilt nota fyrir tengiliðinn
eða hópinn.
Til að hætta að nota hringitóninn skaltu velja Sjálfvalinn
tónn af hringitónalistanum.

Tengiliðahópar búnir til

1 Í Tengiliðir skaltu ýta á til að opna hópalistann. 2 Veldu Valkostir > Nýr hópur.
3 Sláðu inn heiti fyrir hópinn eða notaðu sjálfgefna
heitið Hópur ... og veldu Í lagi.
4 Opnaðu hópinn og veldu Valkostir > Bæta félögum
við.
5 Veldu tengilið og ýttu á til að merkja hann. Til að
bæta við mörgum félögum á sama tíma skaltu endurtaka þetta fyrir alla tengiliðina sem þú vilt bæta við hópinn.
6 Veldu Í lagi til að bæta tengiliðunum við hópinn.
Heiti hóps er breytt með því að velja Valkostir >
Endurnefna, slá inn nýtt heiti og velja Í lagi.

Meðlimir fjarlægðir úr hópi

1 Í hóplistanum skaltu opna hópinn sem þú vilt breyta. 2 Flettu að tengilið og veldu Valkostir > Fjarlægja úr
hópi.
3 Veldu Já til að fjarlægja tengiliðinn úr hópnum.
Ábending! Hægt er að sjá hvaða hópum tengiliður
tilheyrir með því að fletta að honum og velja
Valkostir > Tilheyrir hópum.
Tengiliðir (símaskrá)
69

Þjónusta

Þjónusta
70
Ýmsar þjónustuveitur halda úti síðum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir farsíma. Á þessum síðum er notað WML (Wireless Markup Language), XHTML (Extensible Hypertext Markup Language) eða HTML (Hypertext Markup Language).
Athuga skal upplýsingar um þjónustu, verðlagningu og gjaldskrá hjá þjónustuveitunni. Þjónustuveitur veita einnig leiðbeiningar um hvernig nota eigi þjónustu þeirra.
Ýttu á og veldu Þjónusta.
Flýtivísir: Tengingu er komið á með því að halda
inni takkanum í biðstöðu.

Vefaðgangsstaður

Vefþjónustustillingar eru nauðsynlegar til að opna vefsíður. Stillingarnar kunna að berast í sérstökum textaskilaboðum frá þjónustuveitunni sem veitir viðkomandi þjónustu. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 49. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Ábending! Stillingar kunna að vera fáanlegar á
vefsetri þjónustuveitunnar.
Stillingar slegnar inn handvirkt
1 Ýttu á , veldu Verkfæri > Stillingar > Samband >
Aðgangsstaðir og tilgreindu stillingar fyrir
aðgangsstað. Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar. Sjá „Tenging“ á bls. 106.
2 Ýttu á og veldu Þjónusta > Valkostir > Stj.
bókamerkja > Bæta við bókamerki. Sláðu inn heiti
fyrir bókamerkið og veffang síðunnar sem opnast fyrir aðgangsstaðinn sem er notaður.
3 Til að nota aðgangsstaðinn sem sjálfgefinn
aðgangsstað skaltu velja Valkostir > Stillingar >
Aðgangsstaður.

Bókamerkjaskjár

Bókamerkjaskjárinn opnast þegar Þjónusta er opnuð. Tækið kann að vera með nokkrum bókamerkjum fyrir setur
sem ekki eru tengd Nokia. Nokia hvorki ábyrgist né hvetur til notkunar þessara vefsetra. Ef valið er að heimsækja þessar vefsíður skal beita sömu öryggisráðstöfunum og fyrir allar aðrar vefsíður.
táknar upphafssíðuna fyrir sjálfgefna aðgangsstaðinn.

Öryggi tenginga

Ef öryggisvísirinn birtist á meðan tenging er virk er gagnasending á milli tækisins og netgáttar eða miðlara dulkóðuð.
Öryggistáknið sýnir ekki að gagnasendingin milli gáttarinnar og efnisþjónsins (eða staðarins þar sem umbeðin tilföng eru geymd) sé örugg. Þjónustuveitan tryggir gagnasendinguna milli gáttarinnar og efnisþjónsins.
Veldu Valkostir > Upplýsingar > Öryggi til að skoða upplýsingar um tenginguna, dulkóðun hennar og upplýsingar um miðlarann og sannvottun notanda.
Öryggisvottorð geta verið nauðsynleg fyrir tiltekna þjónustu, t.d. bankaþjónustu. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar. Sjá einnig „Vottorðastjórnun“ á bls. 110.

Vafrað

Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst
og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Síðu er hlaðið niður með því að velja bókamerki eða slá inn veffang í reitinn ( ).
Á vefsíðu eru nýir tenglar undirstrikaðir með bláu og tenglar sem áður hafa verið skoðaðir með fjólubláu. Jaðar mynda sem gegna hlutverki tengla er blár.
Tenglar eru opnaðir með því að ýta á .
Flýtivísir: Ýttu á til að fara neðst á síðu og
til að fara efst á síðu.
Til að fara til baka um eina síðu þegar þú vafrar skaltu velja
Til baka. Ef Til baka valkosturinn er ekki til staðar skaltu
velja Valkostir > Valm. í leiðarkerfi > Forsaga til að skoða lista í tímaröð yfir þær síður sem þú hefur opnað.
Síða er uppfærð með því að velja Valkostir > Valm. í
leiðarkerfi > Hlaða aftur.
Bókamerki er vistað með því að velja Valkostir > Vista s.
bókamerki.
Ábending! Til að opna bókamerkjaskjáinn á meðan
þú vafrar skaltu halda inni . Farið er aftur í vafrann með því að velja Valkostir > Aftur að síðu.
Til að vista síðu á meðan þú vafrar skaltu velja Valkostir >
Frekari möguleikar > Vista síðu. Hægt er að vista síður í
minni tækisins eða á samhæfu minniskorti (ef minniskort er í tækinu) og þannig skoða þær án þess að tengjast við vefinn. Síðurnar eru opnaðar síðar með því að ýta á í bókamerkjaskjánum. Þá opnast skjárinn Vistaðar síður.
Til að slá inn nýtt veffang skaltu velja Valkostir > Valm.
íleiðarkerfi> Opna vefsíðu.
Þjónusta
71
Hægt er að hlaða niður skrám sem ekki sjást á vefsíðunni, t.d. hringitónum, myndum, táknmyndum símafyrirtækis, þemum og myndinnskotum. Til að hlaða niður hlut skaltu skruna að tenglinum og ýta á .
Þjónusta
Þegar byrjað er að hlaða niður efni birtist listi yfir það sem er í gangi hverju sinni, er í bið og það sem búið er að hlaða niður. Til að skoða listann skaltu velja Valkostir >
Verkfæri > Niðurhal. Þú finnur hluti á listanum og velur Valkostir til að gera hlé, halda áfram, eða hætta við að
hlaða niður, en einnig til að opna, vista eða eyða efni sem búið er að hlaða niður.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit
og annan hugbúnað frá traustum aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með Java Verified™.

Niðurhal og kaup á hlutum

Hægt er að hlaða niður hlutum eins og hringitónum, myndum, skjátáknum símafyrirtækis, þemum og myndinnskotum. Sumir þessara hluta eru ókeypis á meðan aðrir eru til sölu. Hlutir sem hlaðið er niður eru meðhöndlaðir af viðeigandi forritum tækisins. T.d. er ljósmynd sem hlaðið hefur verið niður vistuð í Gallerí.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit
og annan hugbúnað frá traustum aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með Java Verified™.
1 Til að hlaða niður hlut skaltu skruna að tengli hans
og ýta á .
2 Veldu viðeigandi valkost til að kaupa hlutinn
(t.d. „Kaupa“).
3 Lestu vandlega allar upplýsingar.
Veldu Samþykk. til að halda áfram að hlaða honum niður. Veldu Hætta við til að hætta við niðurhalið.

Tenging rofin

Til að slíta tengingu og skoða síðu án tengingar skaltu velja
Valkostir > Frekari möguleikar > Aftengja. Ef þú vilt slíta
tengingunni og loka vafranum skaltu velja Valkostir >
Hætta.

Skyndiminni hreinsað

Upplýsingarnar eða þjónustan sem þú fékkst aðgang að eru vistaðar í skyndiminni tækisins.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef reynt hefur verið að komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast aðgangsorðs skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun.
72
Upplýsingarnar eða þjónustan sem farið var í varðveitist í skyndiminninu. Skyndiminnið er tæmt með því að velja
Valkostir > Frekari möguleikar > Hreinsa skyndiminni.

Vefstillingar

Veldu Valkostir > Stillingar og svo úr eftirfarandi:
Aðgangsstaður—Til að breyta sjálfvöldum aðgangsstað.
Sjá „Tenging“ á bls. 106. Sumir eða allir aðgangsstaðir gætu verið forstilltir fyrir tækið af þjónustuveitunni og því er ekki víst að hægt sé að breyta þeim, búa þá til eða fjarlægja.
Hle. mynda & hljóða—Veldu hvort þú vilt hlaða niður
myndum þegar þú vafrar. Ef þú velur Nei geturðu valið
Valkostir > Sýna myndir til að hlaða niður myndum síðar. Leturstærð—Til að velja leturstærðina. Sjálfvalin kóðun—Til að velja aðra kóðun ef stafir birtast
ekki á réttan hátt (fer eftir tungumáli).
Sjálfvirk bókamerki—Til að kveikja eða slökkva á sjálfvirkri
vistun bókamerkja. Ef þú vilt halda áfram að vista bókamerki sjálfkrafa, en ekki birta möppuna í bókamerkjaskjánum, skaltu velja Fela möppu.
Skjástærð—Til að velja hvað birtist þegar þú vafrar: Bara valda takka eða Allur skjár.
Heimasíða—Til að velja heimasíðuna.
Leitarsíða—Til að velja hvaða síða opnast þegar
þú velur Valm. í leiðarkerfi > Opna leitarsíðu í bókamerkjaskjánum eða þegar þú vafrar.
Hljóðstyrkur—Ef þú vilt að vafrinn spili hljóð af vefsíðum
skaltu velja hljóðstyrkinn.
Sækja—Ef þú vilt að útlit síðunnar birtist eins nákvæmlega
og hægt er í Lítill skjár skaltu velja Út frá gæðum. Ef þú vilt ekki hlaða niður ytri CSS-stílsniðum skaltu velja Út frá
hraða. Fótspor—Til að kveikja eða slökkva á móttöku og sendingu
fótspora (cookies).
Java/ECMA forskrift—Til að leyfa eða leyfa ekki
forskriftir.
Öryggisviðvaranir—Til að fela eða birta öryggisviðvaranir. Staðf. DTMF-send.—Til að velja hvort staðfesta þurfi
sendingu DTMF-tóna meðan á símtali stendur. Sjá einnig „Valkostir meðan á símtali stendur“ á bls. 64.
Þjónusta
73

Dagbók

74
Dagbók
Notaðu Dagbók til að minna þig á fundi og afmæli og fylgjast með verkefnum þínum og öðru sem þú þarft að láta minna þig á.

Dagbókaratriði búin til

Flýtivísir: Ýttu á hvaða takka sem er í dags-, viku-
eða mánaðarskjánum ( ). Fundaratriði opnast og stafirnir sem þú hefur slegið inn birtast í reitnum
Efni. Í verkefnum opnast verkefnafærsla.
1 Ýttu á , veldu
Dagbók > Valkostir > Nýtt atriði og eitt af
eftirfarandi:
Fundur—til að minna þig á
fund með tiltekinni dagsetningu og tíma.
Fundarboð—til að senda
fundarboð í tölvupósti (pósthólf verður að vera tilgreint í tækinu).
Minnisatriði—til að búa til
almenna færslu fyrir dag.
Afmæli—til að minna þig á afmæli og aðra merkisdaga
(sem eru endurteknir á hverju ári).
Verkefni—til að minna þig á verkefni sem þarf að
klára fyrir tiltekinn dag.
2 Fylltu út reitina. Áminning er stillt með því að velja
Viðvörun > Virk og slá inn Tími viðvörunar og Dagur viðvörunar.
Til að bæta inn lýsingu á stefnumóti eða fundi skaltu velja Valkostir > Bæta við lýsingu.
3 Veldu Lokið til að vista atriðið.
Þegar hljóðmerki dagbókar heyrist er slökkt á því með því að velja Hljótt. Textinn er þó áfram á skjánum. Slökkt er á áminningu með því að velja Stöðva. Stillt er á blund með því að velja Blunda.
Ábending! Hægt er að samstilla dagbókina við
samhæfa tölvu með Nokia PC Suite. Velja skal stillingu fyrir valkostinn Samstilling þegar dagbókaratriði er búið til.

Fundarboð

Þegar þú færð fundarboð í pósthólfið í tækinu þínu vistast þau í dagbókinni þegar þú opnar tölvupóstinn.
Hægt er að skoða móttekin fundarboð í pósthólfinu eða dagbókinni. Til að svara fundarboðum með tölvupósti skaltu velja Valkostir > Svara:.

Dagbókarskjáir

Ábending! Veldu Valkostir > Stillingar til að breyta
upphafsdegi vikunnar eða skjánum sem birtist þegar dagbókin er opnuð.
Í mánaðarskjánum eru þeir dagar sem atriðum hefur verið bætt við merktir með litlum þríhyrningi neðst í hægra horninu. Í vikuskjánum birtast minnisatriði og afmæli fyrir klukkan 8 f.h. Skipt er á milli skjáa með því að ýta á .
Veldu Valkostir > Fara á dagsetningu til að opna tiltekinn dag. Ýttu á til að opna daginn í dag.
Minnismiði í dagbók er sendur í samhæft tæki með því að velja Valkostir > Senda.
Hægt er að prenta út dagbókarfærslu á prentara með BPP-sniði (Basic Print Profile) um Bluetooth tengingu (t.d. HP Deskjet 450 Mobile Printer eða HP Photosmart
8150) með því að velja Valkostir > Prenta.

Unnið með dagbókaratriði

Hægt er að auka laust minni í tækinu með því að eyða gömlum atriðum í Dagbók.
Til að eyða fleiri en einu atriði í einu skaltu opna mánaðarskjáinn og velja Valkostir > Eyða atriði >
Eyða fyrir eða Öllum atriðum.
Verkefni er merkt sem lokið með því að fletta að því og velja Valkostir > Merkja sem lokið.

Dagbókarstillingar

Til að breyta Viðv.tónn dagbókar, Sjálfvalinn skjár, Fyrsti
dagur viku og Skilgreining á viku skaltu velja Valkostir > Stillingar.
Dagbók
75

Eigin forrit

Eigin forrit
Hægt er að nota Visual Radio (sérþjónusta) sem venjulegt FM-útvarp til að hlusta og vista stöðvar. Ef útvarpsstöðin býður upp á sjónræna þjónustu (Visual Radio service) er hægt að sjá upplýsingar á skjánum sem tengjast því efni sem hlustað er á. Sjónræn þjónusta byggir á pakkagögnum (sérþjónusta). Hægt er að hlusta á FM-útvarpið á sama tíma og önnur forrit tækisins eru notuð.
Til að nota sjónræna þjónustu verður tækið að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Kveikt verður að vera á því.
• Gilt SIM-kort verður að vera í því.
• Útvarpsstöðin sem hlustað er á, auk símafyrirtækisins
• Nauðsynlegt er að tilgreina internetaðgangsstað til að
• Nauðsynlegt auðkenni verður að vera til staðar fyrir
76

Visual Radio

eða þjónustuveitunnar, verður að styðja þjónustuna.
tengjast við Visual Radio miðlara þjónustuveitunnar. Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls. 106.
Visual Radio og kveikt verður að vera á þjónustunni. Sjá „Vistaðar stöðvar“ á bls. 78.
Ef þú hefur ekki aðgang að Visual Radio þjónustunni er ekki víst að símafyrirtækið eða útvarpsstöðvarnar þar sem þú ert styðji þjónustuna.
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er á þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.
Hægt er að hlusta á útvarpið með innbyggða hátalaranum eða samhæfu höfuðtóli. Þegar hátalarinn er notaður á höfuðtólið að vera tengt við tækið. Höfuðtólasnúran er notuð sem loftnet fyrir útvarpið þannig að hún skal hanga laus.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum
hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Hægt er að hringja eða svara símtali þegar hlustað er á útvarpið. Slökkt er á útvarpinu þegar símtal er í gangi. Þegar símtalinu er lokið fer útvarpið aftur í gang.
Útvarpið velur tíðnisviðið út frá landsupplýsingunum sem það fær frá símkerfinu.
Hægt er að hlusta á útvarpið þegar tækið er lokað. Hægt er að birta upplýsingar um stöðvar á ytri skjánum. Styddu á til að taka af eða setja hljóð í útvarpið.

Hlustað á útvarpið

Athugaðu að móttökugæði útvarpsins fara eftir sendistyrk útvarpsstöðvarinnar á svæðinu.
Tengdu samhæft höfuðtól við tækið. Höfuðtólasnúran er notuð sem loftnet fyrir útvarpið þannig að hún skal hanga laus. Ýttu á og veldu Forritin mín > Radio.
Leitað er að útvarpsstöðvum með því að velja eða . Leitinni lýkur þegar tækið finnur útvarpsstöð. Tíðninni er breytt handvirkt með því að velja Valkostir >
Handvirk leit.
Ef útvarpsstöðvar hafa verið vistaðar skaltu velja eða til að stilla á næstu eða fyrri stöð. Til að velja stöðinni stað skaltu styðja á tiltekinn takka fyrir hana.
Hljóðstyrkurinn er valinn með því að ýta á eða . Hlustað er á útvarpið í hátalaranum með því að velja
Valkostir > Virkja hátalara.
Til að skoða þær útvarpsstöðvar sem hægt er að velja á tilteknum stað skaltu velja Valkostir > Stöðvaskrá (sérþjónusta).
Til að vista þá stöð sem valin er á útvarpsstöðvalistanum skaltu velja Valkostir > Vista
stöð. Til að opna listann með
vistuðum stöðvum þínum skaltu velja Valkostir >
Stöðvar. Sjá „Vistaðar
stöðvar“ á bls. 78. Til að fara í biðstöðu og
hafa áfram kveikt á útvarpinu skaltu velja
Valkostir > Spila í bakgrunni eða styðja á .

Skoðun sjónræns efnis

Þjónustuveitan þín gefa upplýsingar um framboð, kostnað og áskrift.
Til að skoða sjónrænt efni þeirrar útvarpsstöðvar sem stillt er á skaltu velja eða fara í stöðvagluggann og velja
Valkostir > Stöð > Opna sjónr. þjónustu. Ef auðkennið
hefur ekki verið vistað fyrir stöðina skaltu slá það inn eða velja Sækja til að leita að því á stöðvalistanum (sérþjónusta).
Þegar tengingu hefur verið komið á við sjónræna þjónustu sést efni þjónustuveitunnar á skjánum.
Eigin forrit
77
Til að breyta stillingum fyrir skjá sjónræns efnis skaltu velja Valkostir > Skjástillingar > Lýsing eða Sparnaður
hefst eftir.

Vistaðar stöðvar

Eigin forrit
Hægt er að vista allt að 20 útvarpsstöðvar í Visual Radio. Stöðvalistinn er opnaður með því að velja Valkostir >
Stöðvar.
Hlustað er á vistaða stöð með því að velja Valkostir >
Stöð > Hlusta. Sjónrænt efni útvarpsstöðvar er skoðað
með því að velja Valkostir > Stöð > Opna sjónr. þjónustu. Stöðvaupplýsingum er breytt með því að velja Valkostir >
Stöð > Breyta.

Stillingar

Veldu Valkostir > Stillingar og svo úr eftirfarandi:
Opnunartónn—Til að velja hvort tækið gefi frá sér tón
þegar forritið er ræst.
Sjálfvirk þjónusta—Veldu ef þú vilt ræsa sjónrænu
þjónustuna sjálfkrafa þegar þú velur útvarpsstöð sem býður upp á sjónrænt efni.
Aðgangsstaður—Veldu aðgangsstaðinn fyrir
gagnatenginguna. Ekki er nauðsynlegt að velja aðgangsstað til að nota útvarpið sem venjulegt FM útvarp.

RealPlayer

Styddu á og veldu Forritin mín > RealPlayer. Með RealPlayer, er hægt að spila hreyfimyndir eða straumspila skrár. Hægt er að velja straumspilunartengla þegar vefsíður eru skoðaðar, sem og vista þá í minni tækisins eða á samhæfu minniskorti.
Ábending! Einnig er hægt að skoða hreyfimyndaskrár
eða straumspilunartengla tækisins í öðrum UPnP­tækjum, líkt og í sjónvarpi eða tölvu um þráðlaust staðarnet. Sjá „Skrár skoðaðar“ á bls. 89.
Í RealPlayer er hægt að spila skrár með endingunni .3gp, .mp4 eða .rm. Þó er ekki víst að RealPlayer styðji öll skrársnið eða öll afbrigði skráarsniða. Til dæmis reynir
RealPlayer að opna allar .mp4 skrár, jafnvel þær sem
innihalda efni sem er ósamhæft við 3GPP-staðalinn og er þannig ekki hægt að spila.

Spila myndinnskot

1 Til að spila skrá sem er vistuð í minni tækisins eða á
samhæfu minniskorti (ef það er í tækinu) skaltu velja
Valkostir > Opna og úr eftirfarandi: Nýjustu skrár—til að spila eina af þeim sex skrám sem
voru síðast spilaðar í RealPlayer
Vistaða skrá—til að spila skrá sem er vistuð í Gallerí.
78
Sjá „Gallerí“ á bls. 30.
2 Veldu skrá og ýttu á til að spila hana.
Ábending! Til að birta myndinnskot á öllum skjánum
skaltu ýta á . Ýttu aftur á takkann til að fara aftur í venjulegan skjá.
Flýtivísar meðan á spilun stendur:
• Haltu inni takkanum til að spóla áfram.
• Haltu inni takkanum til að spóla til baka.
• Til að taka hljóðið af skaltu halda inni þar til birtist. Hljóðið er sett á með því að halda inni þar til birtist.

Straumspilun efnis

Margar þjónustuveitur fara fram á að internetaðgangsstaður (IAP) sé notaður sem sjálfgefinn aðgangsstaður. Aðrar þjónustuveitur leyfa notkun WAP-aðgangsstaða.
Hægt er að stilla aðgangsstaðina þegar tækið er ræst ífyrsta skipti.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar. Í RealPlayer getur þú aðeins opnað vefföng sem byrja
á rtsp://. RealPlayer ber þó einnig kennsl á http tengil í.ramskrá.
Til að straumspila efni skaltu velja straumspilunartengil sem er vistaður í Gallerí eða á vefsíðu, eða sem þú fékkst
sendan í texta- eða margmiðlunarboðum. Áður en straumspilun hefst tengist tækið þitt við síðuna og byrjar að hlaða efninu. Efnið er ekki vistað í tækinu.

Móttaka RealPlayer-stillinga

Hægt er að fá RealPlayer stillingar í sérstökum textaskilaboðum frá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 49. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
RealPlayer-stillingum breytt
Veldu Valkostir > Stillingar og svo úr eftirfarandi:
Hreyfimynd—til að RealPlayer endurtaki myndinnskot
sjálfkrafa eftir að spilun þeirra lýkur.
Tenging—til að nota proxy-miðlara skaltu breyta
sjálfgefna aðgangsstaðnum og stilla gáttamörkin sem eru notuð þegar tengingu er komið á. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar stillingar.
Proxy-still.: Nota proxy—Veldu til að nota proxy-miðlara. Veff. proxy-miðlara—Sláðu inn IP-tölu proxy-miðlarans. Númer proxy-gáttar—Sláðu inn gáttarnúmer
proxy-miðlarans.
Eigin forrit
79
Útskýring: Proxy-miðlarar eru millistig milli
efnismiðlara og notenda. Sumar þjónustuveitur nota þá til að geta boðið upp á aukið öryggi og hraðari aðgang að vefsíðum sem innihalda hljóð- eða
Eigin forrit
myndinnskot.
Still. símk.:
Sjálfg. aðgangsst.—Veldu aðgangsstaðinn sem þú vilt
nota til að tengjast internetinu og styddu á .
Tengitími—Stilltu tímann sem á að líða þar til
RealPlayer aftengist við kerfið þegar hlé hefur verið
gert á spilun efnis um nettengil. Veldu Notandi skilgr. og ýttu á . Sláðu inn tímann og veldu Í lagi.
Lægsta UDP gátt—Sláðu inn neðri mörkin á
gáttarsviði miðlarans. Lágmarksgildið er 1024.
Hæsta UDP gátt—Sláðu inn efri mörkin á gáttarsviði
miðlarans. Hámarksgildið er 65535.
Veldu Valkostir > Frekari stillingar til að breyta bandvíddargildum fyrir mismunandi kerfi.

Flash-spilari

Með Flash-spilara er hægt að skoða, spila og hafa samskipti við flash-skrár sem gerðar eru fyrir farsímatæki.

Flash-skrár skipulagðar

Ýttu á og veldu Forritin mín > Flash-spil.. Til að opna möppu eða spila flassskrá skaltu skruna
að henni og ýta á . Til að senda flassskrá í samhæfa tölvu skaltu skruna
að henni og ýta á . Til að afrita flassskrá í aðra möppu skaltu velja
Skipuleggja > Afrita í möppu.
Til að flytja flassskrá í aðra möppu skaltu velja
Skipuleggja > Færa í möppu.
Til að búa til möppu fyrir flassskrárnar skaltu velja
Skipuleggja > Ný mappa.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði. Til að eyða flassskrá velurðu hana og styður á .

Flash-skrár spilaðar

Ýttu á og veldu Forritin mín > Flash-spil.. Skrunaðu að flash-skránni og ýttu á .
Veldu Valkostir og síðan úr eftirtöldum valkostum:
Hlé—Til að gera hlé á spilun. Stöðva—Til að stöðva spilun.
80
Hljóðstyrkur—Til að stilla hljóðstyrkinn. Til að auka eða
minnka hljóðstyrkinn skaltu skruna til vinstri eða hægri.
Gæði—Til að velja gæði spilunar. Ef spilun reynist ójöfn eða
hæg skaltu breyta stillingunni Gæði í Venjuleg eða Lág.
Allur skjárinn—Til að nota allan skjáinn þegar skráin er
spiluð. Veldu Venjulegur skjár t il a ð f á ven ju legan sk já up p aftur. Þó að takkarnir sjáist ekki þegar allur skjárinn er notaður geta þeir þó virkað þegar stutt er á þá neðan við skjáinn.
Passa á skjá—Til að spila skrána í upprunalegri stærð eftir
að hafa súmmað hana.
Kveikt á skruni—Til að skruna um skjáinn með
skruntakkanum þegar súmmað hefur verið inn. Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.

Leikstjóri

Ýttu á og veldu Forritin mín > Leikstjóri eða farðu í gallerí og settu í gang þar. muvees eru stílfærð myndinnskot sem geta innihaldið hreyfimyndir, kyrrmyndir, tónlist og texta. Stíllinn ákvarðar þær umbreytingar, sjónrænu áhrif, grafík, tónlist og texta sem notaður er í muvee.

Búa til muvees

1 Á aðalskjá Leikstjóri skaltu velja hreyfimyndir og
kyrrmyndir sem nota skal til að búa til muvee og velja
Valkostir > Búa til muvee eða opna Myn. & hr.m. í Gallerí. Veldu myndskeið og kyrrmyndir sem þú vilt
nota til að búa til muvee og veldu Valkostir >
Breyta > Búa til muvee.
2 Veldu stíl úr listanum. Leikstjóri notar tónlist og
texta sem tengjast þeim stíl sem hefur verið valinn.
3 Veldu Búa til muvee.
Muvee er sjálfkrafa búin til og skjámyndin Forskoða birtist. Hægt er að velja Vista til að vista muvee í gallerí,
Endurgera til að stokka upp skrárnar og búa til nýja
muvee, eða ýta á Til baka til að velja annan stíl fyrir muvee. Einnig er hægt að velja Sérsníða til að breyta stillingum fyrir muvee og búa til sérsniðna muvee sem hægt er að bæta myndum við eða tónlist og texta.

Sérsniðnar muvees búnar til

1 Á aðalskjá Leikstjóri skaltu velja hreyfimyndir og
kyrrmyndir sem nota skal til að búa til muvee og velja
Valkostir > Búa til muvee eða velja Myn. & hr.m.
í Gallerí. Veldu þær hreyfimyndir og kyrrmyndir sem þú vilt nota til að búa til muvee og veldu Valkostir >
Breyta > Búa til muvee.
Eigin forrit
81
2 Veldu stíl úr listanum. Á stílskjánum skaltu velja
Valkostir > Sérsníða og úr eftirfarandi: Hreyfi- og kyrrm.—Veldu úr eftirfarandi:
Bæta við/fjarlægja—Til að bæta við eða fjarlægja
Eigin forrit
myndskeið og kyrrmyndir eða Bæta við/fjarlægja >
Taka mynd til að opna myndavélarforritið og taka
ný myndskeið og kyrrmyndir.
Færa—Til að endurraða myndskeiðum og
kyrrmyndum í sérsniðinni muvee.
Veldu hluta—Til að velja þá kafla hreyfimyndarinnar
sem þú vilt hafa með eða vilt ekki hafa með í muvee.
Lengd—til að tilgreina hve löng muvee á að vera skaltu
velja Notandi skilgreinir. Veldu Margmiðlunarboð,
Sama og tónlist eða Sjálfvirkt val. Ef tónlistin tekur
lengri tíma en muvee er muvee endurtekið þar til það nær sömu lengd. Ef muvee tekur lengri tíma en tónlistin er tónlistin endurtekin þar til hún nær sömu lengd.
Tónlist—til að velja tónlistarinnskot af listanum. Skilaboð—Til að breyta Upphafsskilaboð og Lokaskilaboð. Stillingar—Til að breyta stillingum fyrir framleiðslu á
muvee. Veldu úr eftirfarandi:
Minni í notkun—Veldu hvar muvees eru vistaðar.
Upplausn—Veldu upplausn fyrir muvees.
Sjálfgefið heiti muvee—Tilgreindu sjálfgefið heiti
fyrir muvees.
3 Veldu Búa til muvee.
Muvee er sjálfkrafa búin til og Forskoða birtist á skjánum. Hægt er að velja Vista til að vista muvee í gallerí,
Endurgera til að stokka upp skrárnar og búa til nýja muvee
eða Sérsníða til að velja aftur muvee-stillingarnar.

Leikir

Ýttu á , veldu Forritin mín og svo leik. Upplýsingar um hvernig á að leika leik fást með því að velja Valkostir >
Hjálp.
82

Tengingar

Tölvutengingar

Tengja þarf tækið við samhæfa tölvu til að gera eftirfarandi:
• Flytja upplýsingar milli Nokia PC Suite forrita og tækisins. Svo sem til að samstilla dagbókaratriðið eða flytja myndir.
• Nota tækið sem mótald til að tengjast netþjónustu, t.d. internetinu.
Hægt er að tengja tækið við samhæfa tölvu með samhæfri USB-snúru eða snúru fyrir raðtengi, eða um innrauða tengingu eða Bluetooth.
Nákvæmar uppsetningarleiðbeiningar er að finna í notendahandbókinni með Nokia PC Suite.
Ábending! Þegar þú notar Nokia PC Suite í fyrsta
skipti skaltu nota Get Connected forritið í Nokia PC Suite til að tengjast við tölvuna þína.

Gagnasnúra

Ýttu á og veldu Tenging > Gagnasn. >
Miðlunarspilari, PC Suite, Gagnaflutningur eða
Myndprentun. Hægt er að láta tækið spyrja um markmið
með tengingu í hvert skipti sem gagnasnúra er tengd við það með því að velja Spyrja við tengingu.

Bluetooth-tenging

Hægt er að tengjast þráðlaust við samhæf tæki með Bluetooth. Samhæf tæki eru m.a. farsímar, tölvur og aukabúnaður eins og höfuðtól og bílbúnaður. Hægt er að nota Bluetooth til að senda myndir, hreyfimyndir, tónlist, hljóðskrár og minnismiða og tengjast þráðlaust við samhæfar tölvur (t.d. til að flytja skrár) eða til að tengjast við samhæfan prentara til að prenta myndir með
Myndprentun. Sjá „Myndprentun“ á bls. 42.
Þar sem tæki með Bluetooth nota útvarpsbylgjur til samskipta þarf tækið ekki að vera í beinni sjónlínu við hitt tækið. Nóg er að tækin séu í innan við 10 metra (33 feta) fjarlægð hvort frá öðru. Truflanir geta þó orðið á tengingunni vegna hindrana eins og veggja eða annarra raftækja.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2,0 sem styður eftirfarandi snið: Basic Printing Profile,
Tengingar
83
Generic Access Profile, Serial Port Profile, Dial-up Networking Profile, Headset Profile, Hands-Free Profile, Generic Object Exchange Profile, Object Push Profile, File Transfer Profile, Basic Imaging Profile, SIM Access Profile og Human Interface Device Profile. Til að tryggja
Tengingar
samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
Útskýring: Snið tengist þjónustu eða virkni og
skilgreinir hvernig mismunandi tæki tengjast. Til dæmis er handfrjálsa sniðið notað til að tengja handfrjálst tæki og símann. Til að tæki séu samhæf þurfa þau að styðja sömu snið.
Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.
Ekki er hægt að nota Bluetooth þegar tækið er læst. Nánari upplýsingar um læsingu tækisins er að finna í „Öryggi“ á bls. 109.

Stillingar

Ýttu á og veldu Tenging > Bluetooth. Þegar þú opnar forritið í fyrsta skipti er beðið um að þú gefir tækinu þínu heiti. Eftir að þú hefur kveikt á Bluetooth og breytt
Sýnileiki síma míns í Sýnilegur öllum geta önnur
Bluetooth-tæki séð tækið og heiti þess. Veldu úr eftirfarandi:
Bluetooth—Veldu Kveikt eða Slökkt. Til að tengjast
þráðlaust við samhæft tæki skaltu stilla Bluetooth á
Kveikt og koma síðan á tengingu. Sýnileiki síma míns—Til að leyfa öðrum tækjum með
Bluetooth að finna tækið þitt skaltu velja Sýnilegur öllum. Til að fela tækið þitt skaltu velja Falinn.
Nafn síma míns—Veldu heiti fyrir tækið þitt. Ytra SIM—Til að leyfa öðru tæki, t.d. samhæfum bílbúnaði,
að nota SIM-kort tækisins til að tengjast við símkerfið skaltu velja Kveikt.
Ytri SIM-stilling
Til að nota ytri SIM-stillingu með samhæfum bílbúnaði skaltu kveikja á Bluetooth og svo á ytri SIM-stillingu í tækinu. Áður en hægt er að velja þetta verða tækin að vera pöruð saman og kveikja þarf á pöruninni í hinu tækinu. Við pörun skal nota 16 stafa aðgangskóða og stilla hitt tækið
84
á leyfilegt. Sjá „Pörun tækja“ á bls. 86. Kveiktu á ytri SIM-stillingu í hinu tækinu.
Þegar kveikt er á ytri SIM-stillingu í Nokia N93 tækinu birtist Ytra SIM í biðstöðu. Slökkt er á tengingunni við þráðlausa símkerfið, og það gefið til kynna með í sendistyrksvísinum. Þá er ekki hægt að nota þjónustu SIM-kortsins eða valkosti þar sem tenging við símkerfið er nauðsynleg. Hins vegar er tækið áfram tengt við þráðlaust staðarnet, hafi tengingunni verið komið á.
Viðvörun: Í ytri SIM-stillingunni er hvorki hægt
að hringja né taka á móti símtölum í tækinu. Áfram er hægt að hringja í ákveðin neyðarnúmer en engar aðrar aðgerðir, þar sem tenging við símkerfið er nauðsynleg, eru mögulegar. Til að geta hringt þarf fyrst að taka ytri SIM-stillinguna af. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið.
Slökkt er á ytri SIM-stillingunni með því að ýta á og velja Loka ytri SIM.
Öryggi
Þegar þú ert ekki að nota Bluetooth skaltu velja
Bluetooth > Slökkt eða Sýnileiki síma míns > Falinn.
Þannig hefurðu stjórn á því hver getur fundið tækið þitt með Bluetooth-tækni og tengst því.
Ekki parast við tæki eða samþykkja beiðnir um tengingu frá tækjum sem þú þekkir ekki. Þannig áttu auðveldara með að verja tækið fyrir skaðlegu efni.

Gögn send

Hægt er að hafa nokkrar Bluetooth-tengingar virkar í einu. Til dæmis er samtímis hægt að vera með höfuðtól tengt og senda skrár til annars samhæfs tækis.
Tengivísar Bluetooth
• Þegar sést í biðstöðu er kveikt á Bluetooth.
• Þegar blikkar er tækið að reyna að tengjast öðru tæki.
• Þegar er stöðugt er verið að flytja gögn um Bluetooth.
1 Opnaðu forritið sem geymir hlutinn sem þú vilt senda.
Opnaðu t.d. Gallerí til að senda mynd til samhæfs tækis.
2 Veldu hlutinn og svo Valkostir > Senda > Með
Bluetooth. Bluetooth-tæki sem eru innan
sendisvæðisins birtast á skjánum. Tákn fyrir tæki: tölva, sími, hljóð- eða hreyfimyndatæki og önnur gerð. Leitin er stöðvuð með því að velja Hætta leit.
3 Veldu tækið sem þú vilt tengjast við. 4 Ef hitt tækið krefst pörunar áður en hægt er að senda
gögn heyrist hljóðmerki og þú ert beðin/n um að slá inn lykilorð. Sjá „Pörun tækja“ á bls. 86.
Tengingar
85
5 Þegar tengingu hefur verið komið á birtist textinn
Sendi gögn.
Skilaboð sem eru send um Bluetooth eru ekki vistuð í möppunni Sendir hlutir í Skilaboð.
Tengingar
Ábending! Þegar leitað er að tækjum kann að vera
að sum tæki sýni einungis auðkennisnúmer sín (eingild vistföng). Til að finna eingilt auðkennisnúmer tækisins þíns skaltu slá inn kóðann *#2820# í biðstöðu.

Pörun tækja

Til að opna skjáinn yfir pöruð tæki ( ) á aðalskjá
Bluetooth skaltu ýta á .
Fyrir pörun skaltu búa til þitt eigið lykilorð (1–16 tölustafir) og biðja eiganda hins tækisins um að nota sama lykilorð. Tæki sem ekki eru með notandaviðmót eru með fast lykilorð. Lykilorðið er aðeins notað einu sinni.
Parast er við tæki með því að velja Valkostir > Nýtt parað
tæki. Bluetooth-tæki sem eru innan sendisvæðisins
birtast á skjánum. Veldu tækið og sláðu inn lykilorðið. Slá verður sama lykilorð inn í hitt tækið. Eftir pörunina vistast tækið á skjá paraðra tækja.
Pöruð tæki eru auðkennd með í tækjaleitinni. Til að tilgreina tæki sem heimilt eða óheimilt skaltu
fletta að því og velja svo úr eftirfarandi valkostum:
Stilla sem heimilað—Hægt er að koma á tengingu milli
tækisins þíns og þessa tækis án þinnar vitneskju. Til þess
þarf hvorki samþykkt né leyfi. Notaðu þessa stillingu fyrir þín eigin tæki, s.s. samhæft höfuðtól eða tölvu, eða tæki þeirra sem þú treystir. táknar samþykkt tæki í skjá paraðra tækja.
Stilla sem óheimilað—Alltaf þarf að samþykkja beiðni
um tengingu frá tækinu. Til að hætta við pörun skaltu velja tækið og síðan
Valkostir > Eyða. Ef þú vilt hætta við allar paranir
skaltu velja Valkostir > Eyða öllum.
Ábending! Ef notandi er tengdur við tæki og eyðir
pöruninni við það er hún fjarlægð strax og slökkt er á tengingunni.

Gögn móttekin

Þegar gögn berast um Bluetooth heyrist tónn og spurt er hvort taka eigi á móti skilaboðunum. Ef þú samþykkir það birtist og hluturinn er settur í Innhólf möppuna í Skilaboð. Skilaboð sem berast með Bluetooth eru auðkennd með . Sjá „Innhólf—skilaboð móttekin“ á bls. 48.

Slökkt á Bluetooth

Slökkt er á Bluetooth með því að velja Bluetooth > Slökkt.
86

Innrauð tenging

Hægt er að flytja gögn eins og nafnspjöld, dagbókaratriði og skrár milli samhæfra tækja um innrauða tengingu.
Ekki má beina innrauðum (IR) geisla að augum eða láta hann trufla önnur innrauð tæki. Þetta tæki er leysitæki í flokki 1 (Class 1 laser product).
Sending og móttaka gagna um innrautt tengi
1 Tryggja þarf að innrauðu tengi tækjanna sem eru notuð
til að senda og taka á móti gögnum vísi hvort að öðru og að engar hindranir séu á milli þeirra. Æskileg fjarlægð milli tækjanna er að hámarki einn metri (3 fet).
2 Notandi viðtökutækisins kveikir á innrauða tenginu.
Kveikt er á innrauðu tengi tækisins með því að ýta á og velja Tenging > Innrauð.
3 Notandi senditækisins velur að hefja gagnaflutninginn.
Til að senda gögn um innrautt tengi skaltu velja skrá í forriti eða stjórnanda forrita og velja Valkostir >
Senda > Með IR.
Ef gagnasending hefst ekki innan mínútu eftir að kveikt hefur verið á innrauða tenginu er slökkt á tengingunni.
Allir mótteknir hlutir eru settir í möppuna Innhólf í
Skilaboð. Ný innrauð skilaboð eru auðkennd með .
Þegar blikkar er tækið að reyna að koma á tengingu eða þá að tenging hefur rofnað.
Þegar er viðvarandi á skjánum er innrauða tengingin virk og tækið reiðubúið til að senda gögn og taka á móti þeim um innrauða tengið.

Heimanet

Tækið þitt er UpnP-samhæft. Með því að nota aðgangsstaðatæki eða beini (router) fyrir þráðlaust staðarnet geturðu búið til heimanet og tengt samhæf UPnP-tæki við það, t.d. Nokia-tækið, samhæfa tölvu, samhæfan prentara, samhæft hljóðkerfi eða sjónvarp, eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er búið samhæfum móttakara fyrir þráðlaus kerfi.
Til að geta notað þráðlausa staðarnetsvalkostinn í Nokia N93 á heimaneti þarf þráðlaus staðarnetstenging að vera sett upp í heimahúsi og önnur UPnP-heimatæki að vera tengd við það.
Heimanetið notar öryggisstillingar þráðlausu staðarnetstengingarinnar. Notaðu heimanetið á þráðlausu staðarneti (grunnkerfi) með aðgangsstaðatæki og með kveikt á dulkóðun.
Hægt er að deila (samnýta) skrám sem eru vistaðar í
Gallerí með öðrum UPnP-tækjum á heimaneti. Stillingar
Tengingar
87
fyrir Heimanet eru valdar með því að ýta á og velja
Tenging > Heimanet. Einnig er hægt að nota heimanetið
til að skoða, spila, afrita og prenta samhæfar skrár í
Gallerí. Sjá „Skrár skoðaðar“ á bls. 89.
Tengingar
Mikilvægt: Alltaf skal nota eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar og minnka hættuna á að einhver fái aðgang að gögnum í heimildarleysi.
Tækið er aðeins tengt heimanetinu ef þú samþykkir beiðni um tengingu frá öðru tæki eða velur í Gallerí þann kost að spila, prenta eða afrita skrár í Nokia-tækinu eða leitar að öðrum tækjum í möppunni Heimanet.

Mikilvægar öryggisupplýsingar

Þegar þú stillir þráðlaust staðarnet í heimahúsi skaltu kveikja á dulkóðuninni, fyrst í aðgangsstaðatækinu og svo í hinum tækjunum sem eru tengd við það. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiskjölum tækjanna. Halda skal öllum númerum leyndum og geyma þau á öruggum stað fjarri tækjunum.
Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta stillingunum fyrir netaðgangsstað í Nokia-tækinu er að finna í „Aðgangsstaðir“ á bls. 106.
Ef þú notar sértæka stillingu til að búa til heimanet með samhæfu tæki skaltu nota eina af dulkóðunaraðferðunum í
Öryggi þráðl. staðarnets þegar þú stillir
netaðgangsstaðinn. Þetta minnkar líkurnar á að óviðkomandi komist inn á kerfið.
Tækið lætur þig vita ef annað tæki reynir að tengjast við það og heimanetið. Ekki samþykkja beiðnir um tengingu frá tækjum sem þú þekkir ekki.
Ef þú notar þráðlaust staðarnet í kerfum sem án dulkóðunar skaltu slökkva á samnýtingu Nokia N93 skráa með öðrum tækjum, eða velja að samnýta ekki einkaskrár. Til að breyta stillingum, sjá „Stillingar heimanets“ á bls. 88.

UpnP-hjálp

Þegar þú færð aðgang að heimanetinu í fyrsta skipti opnast uppsetningarhjálpin og leiðbeinir þér við að tilgreina heimanetsstillingarnar í tækinu. Ef uppsetningarhjálpin er notuð seinna skaltu velja Valkostir >
Keyra hjálp á aðalskjámynd heimanetsins og fara eftir
leiðbeiningunum á skjánum. Til að hægt sé að tengja samhæfa tölvu við heimanet
þarf fyrst að setja upp Home Media Server hugbúnaðinn á DVD-diskinum sem fylgir með tækinu.

Stillingar heimanets

Til að deila skrám sem eru vistaðar í Gallerí með samhæfum UPnP-tækjum á þráðlausu staðarneti þarf fyrst að búa til og
88
stilla internetaðgangsstað fyrir staðarnetið og svo að stilla
Heimanet. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 17.
Ekki er hægt að velja valkosti fyrir Heimanet í Gallerí fyrr en stillingar fyrir Heimanet hafa verið tilgreindar.
Stillingar
Til að stilla Heimanet skaltu velja Tenging > Heimanet >
Stillingar og síðan úr eftirtöldum valkostum: Heimaaðgangsstaður—Veldu Spyrja alltaf ef þú vilt að
tækið spyrji um aðgangsstaðinn í hvert sinn sem það er tengt við heimanetið, Notandi tilgreinir til að velja internetaðgangsstað sem notaður er sjálfkrafa þegar
Heimanet er notað, eða veldu Enginn. Ef ekki er kveikt
á neinum öryggisstillingum fyrir þráðlausa staðarnetið birtist viðvörun. Þú getur haldið áfram og kveikt á örygginu síðar, sem og hætt við að tilgreina aðgangsstaðinn og byrjað á því að kveikja á öryggi kerfisins. Sjá Þráðlaust staðarnet í „Aðgangsstaðir“ á bls. 106.
Heiti tækisins— Sláðu inn nafn fyrir tækið sem birtist
í samhæfum tækjum á heimkerfinu.
Stillt á samnýtingu og efni tilgreint
Veldu Tenging > Heimanet > Samnýta efni.
Samnýting efnis—Til að leyfa eða leyfa ekki samnýtingu
skráa á samhæfum tækjum.
Mikilvægt: Ekki velja Samnýting efnis fyrr en allar
aðrar stillingar hafa verið valdar. Ef stillt er á Samnýting
efnis geta önnur UPnP-tæki á heimanetinu skoðað og
afritað skrárnar sem þú hefur valið að deila í möppunum
Myndir & hreyfimyndir og Tónlist.
Til að velja skrár til samnýtingar með öðrum tækjum úr möppunum Myndir & hreyfimyndir og Tónlist eða skoða samnýtingarstöðuna í Myndir & hreyfimyndir eða Tónlist skaltu velja Samnýta efni.

Skrár skoðaðar

Til að hægt sé að tengjast við samhæfa tölvu um heimanet þarf fyrst að setja upp hugbúnaðinn á DVD-diskinum sem fylgir með Nokia-tækinu.
Ef kveikt er á Samnýting efnis í tækinu geta önnur UPnP-tæki á heimanetinu skoðað og afritað skrárnar sem þú hefur valið til samnýtingar í Samnýta efni. Ef þú vilt ekki að önnur tæki hafi aðgang að skránum þínum skaltu slökkva á Samnýting efnis. Þó svo að slökkt sé á
Samnýting efnis í tækinu geturðu ennþá skoðað og
afritað skrár sem eru vistaðar í öðru tæki á kerfinu ef opnað hefur verið fyrir aðgang þess.
Skrár sem vistaðar eru í tækinu
Til að velja myndir, hreyfimyndir og hljóðskrár sem eru vistaðar í tækinu og sýna þær í öðru tæki sem er tengt
Tengingar
89
við heimanet, til dæmis í samhæfu sjónvarpi, skaltu gera eftirfarandi:
1 Veldu mynd, hreyfimynd eða hljóðskrá í Gallerí. 2 Veldu Valkostir > Sýna á heimaneti 3 Veldu samhæft tæki sem á að birta skrána í. Myndir
Tengingar
sjást bæði í tækinu þínu og í hinu tækinu á meðan hreyfimyndir og hljóðskrár eru aðeins spilaðar í hinu tækinu.
Skrár sem vistaðar eru í öðru tæki
Til að velja skrár sem eru vistaðar í öðru tæki sem er tengt við heimanet og sýna þær í tækinu þínu, eða í samhæfu sjónvarpi, skaltu gera eftirfarandi:
1 Í Gallerí skaltu velja Heimanet. Tækið þitt leitar að
samhæfum tækjum. Nöfn tækjanna birtast á skjánum.
2 Veldu tæki af listanum. 3 Veldu efnið í hinu tækinu sem þú vilt skoða. Það fer
eftir hinu tækinu hvaða skráargerðir er hægt að velja .
4 Veldu mynd, hreyfimynd eða hljóðskrá sem þú vilt
skoða, og veldu svo Valkostir > Sýna á heimaneti (myndir og hreyfimyndir) eða Spila á heimaneti (tónlist).
5 Veldu tækið sem á að birta skrána í.
Slökkt er á samnýtingu skráar með því að velja Valkostir >
Stöðva sýningu.
Hægt er að prenta út myndir í Gallerí um Heimanet á samhæfum UPnP-prentara með því að velja
prentvalkostinn í Gallerí. Sjá „Myndprentun“ á bls. 42. Ekki þarf að vera kveikt á Samnýting efnis.
Til að leita að skrá út frá öðrum leitarskilyrðum skaltu velja
Valkostir > Leita. Hægt er að flokka þær skrár sem finnast
með Valkostir > Raða eftir.

Afritun skráa

Til að afrita eða flytja skrár úr tækinu yfir í samhæft tæki, eins og t.d. samhæfa UPnP-tölvu, skaltu velja skrá í Gallerí og Valkostir > Skipuleggja > Afrita á heimanet eða Færa
á heimanet. Ekki þarf að vera kveikt á Samnýting efnis.
Til að afrita eða flytja skrár úr öðru tæki yfir í tækið þitt skaltu velja skrána í hinu tækinu og svo Valkostir > Afrita
í minni síma eða Afrita á minniskort (heiti samhæfs
minniskorts ef það er til staðar). Ekki þarf að vera kveikt á Samnýting efnis.

Samstilling

Ýttu á og veldu Tenging > Samstilling. Samstilling gerir þér kleift að samstilla minnismiðana þína, dagbókina, tengiliði og tölvupóst við ýmis dagbókar- og símaskrárforrit í samhæfri tölvu eða á internetinu. Einnig er hægt að búa til og breyta samstillingum.
90
Samstillingarforritið notar SyncML-tækni við samstillingu. Söluaðili forritanna sem samstilla á tækið við veitir frekari upplýsingar um samhæfni SyncML.
Hægt er að fá samstillingar í sérstökum textaskilaboðum. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 49.

Samstilling gagna

Á aðalskjá valmöguleikans Samstilling er hægt að skoða mismunandi samstillingarsnið.
1 Veldu samstillingarsnið og svo Valkostir > Samstilla.
Staða samstillingarinnar sést á skjánum. Hætt er við samstillingu áður en henni er lokið með því að velja Hætta við.
2 Tilkynning birtist þegar samstillingu er lokið. Veldu
til að skoða notkunarskrána með upplýsingum um það hversu mörgum færslum var bætt við, uppfærðar, eytt eða fleygt (ekki samstilltar) í tækinu og á miðlaranum.
staðarnetum innan svæðisins með því að velja Staðarnet
í boði.

Gagnatengingar

Í tengiglugganum má sjá hvaða gagnatengingar eru virkar: gagnasímtöl ( ), pakkagagnatengingar ( eða ) og þráðlausar staðarnetstengingar ( ).
Til athugunar: Tíminn sem birtist á reikningum
þjónustuveitunnar fyrir símtöl kann að vera breytilegur eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga og öðru slíku.
Tengingu er slitið með því að velja Valkostir > Aftengja. Öllum opnum tengingum er slitið með því að velja
Valkostir > Aftengja allar.
Hægt er að skoða upplýsingar um tengingu með því að velja Valkostir > Upplýsingar. Upplýsingarnar sem birtast velta á gerð tengingarinnar.
Tengingar

Stjórnandi tenginga

Ýttu á og veldu Tenging > Stj. teng.. Til að skoða stöðu gagnatenginga eða slíta tengingum í GSM- og UMTS-símkerfunum og á þráðlausu staðarneti skaltu velja
Virkar gagnatengingar. Leitað er að fleiri þráðlausum
Þráðlaust staðarnet
Gluggi þráðlausra staðarneta sýnir þráðlaus staðarnet á svæðinu, stillingar þeirra (Grunnnet eða Sértækt) og sendistyrksvísi. birtist þegar um er að ræða dulkóðuð netkerfi og þegar tækið hefur verið tengt við netkerfið.
91
Hægt er að skoða upplýsingar um netkerfi með því að velja Valkostir > Upplýsingar.
Netaðgangsstaður búinn til
1 Ýttu á og veldu Tenging > Stj. teng. > Staðarnet
Tengingar
í boði.
2 Tækið leitar að þráðlausum staðarnetum á svæðinu.
Flettu að netkerfinu sem þú vilt búa til netaðgangsstað fyrir og veldu Valkostir > Tilgreina aðgangsst..
3 Tækið býr til netaðgangsstað með sjálfgefnum
stillingum. Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta þessum stillingum er að finna í „Aðgangsstaðir“ á bls. 106.

Stjórnandi tækis

Ýttu á og veldu Tenging > Stj. tækis. Þú getur fengið miðlarasnið og mismunandi stillingar frá þjónustuveitu eða upplýsingadeild. Þessar stillingar geta verið fyrir aðgangsstaði gagnatenginga sem og mismunandi forrit í tækinu.
Til að tengjast við miðlara og fá stillingar fyrir tækið þitt skaltu velja snið og svo Valkostir > Hefja stillingu.
Til að leyfa eða hafna móttöku stillinga frá þjónustuveitu skaltu velja Valkostir > Opna fyrir stillingar eða Loka
fyrir stillingar.

Stillingar miðlarasniðs

Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar stillingar.
Nafn miðlara—Sláðu inn heiti stillingamiðlarans. Auðkenn.nr. netþjóns—Sláðu inn einkvæma númerið
til að auðkenna stillingamiðlarann.
Lykilorð miðlara—Sláðu inn lykilorð til að miðlarinn
beri kennsl á tækið þitt.
Tegund tengingar—Veldu hvaða gerð tengingar á að nota
til að tengjast miðlaranum: Bluetooth eða Internet.
Aðgangsstaður—Veldu aðgangsstað sem á að nota
þegar tengst er við miðlarann.
Heimaveffang—Sláðu inn veffang miðlarans. Gátt—Sláðu inn gáttartölu miðlarans. Notandanafn og Lykilorð—Sláðu inn notandanafn þitt og
lykilorð.
Leyfa stillingar—Veldu til að taka við stillingum frá
miðlaranum.
Samþ. allar sjálfkrafa—Ef þú vilt að tækið biðji um
staðfestingu áður en það tekur við stillingum frá miðlaranum skaltu velja Nei.
Sannvottun símkerfis—Veldu hvort nota skal sannvottun
símkerfis.
92

Mótald

Ýttu á og veldu Tenging > Mótald. Til að tengja tækið við samhæfa tölvu um innrauða tengingu til að nota það sem mótald skaltu ýta á . Upplýsingar um hvernig tengja á tækin, sjá „Innrauð tenging“ á bls. 87
Tengingar
93

Vinnuforrit

Vinnuforrit
Raddminnismiðar eru teknir upp með því að ýta á og velja Vinnuforrit > Upptaka. Símtal er tekið upp með því að opna Upptaka meðan á því stendur. Báðir aðilar heyra tón á 5 sekúndna fresti meðan á upptökunni stendur.
Til að umreikna mælieiningar frá einni einingu til annarrar skaltu ýta á og velja Vinnuforrit > Umreikn..
Áreiðanleiki forritsins Umreikn. er ekki fullkominn og námundunarvillur eru mögulegar.
1 Í Gerð reitnum skaltu velja mælieininguna sem þú
2 Veldu gildið sem þú vilt umreikna úr í fyrri Eining-
3 Sláðu inn gildið sem þú vilt umreikna í fyrri Magn-
94

Upptaka

Umreiknari

vilt nota.
reitnum. Í næsta Eining-reit skaltu velja gildið sem þú vilt umreikna í.
reitinn. Hinn Magn-reiturinn breytist sjálfkrafa og sýnir umreiknaða gildið.

Grunngjaldmiðill og gengi

Veldu Gerð > Gjaldmiðill > Valkostir > Gengisskráning. Áður en hægt er að umreikna gjaldmiðil þarf að velja grunngjaldmiðil og gengi. Gengi grunngjaldmiðilsins er alltaf 1.
Til athugunar: Þegar grunngjaldmiðli er breytt
verður að velja nýtt gengi þar sem allar fyrri gengistölur eru núllstilltar.

Reiknivél

Til að leggja saman, draga frá, margfalda, deila, reikna kvaðratrót og prósentu skaltu ýta á og velja
Vinnuforrit > Reiknivél.
Til athugunar: Nákvæmni reiknivélarinnar er
takmörkuð og hún er ætluð til einfaldra útreikninga.

Minnismiðar

Til að skrifa minnismiða skaltu ýta á og velja
Vinnuforrit > Minnism.. Hægt er að senda minnismiða til
samhæfra tækja og vista einfaldar textaskrár (á .txt-sniði) í forritinu Minnism..
Hægt er að prenta út minnismiða á prentara með BPP-snið (Basic Print Profile) um Bluetooth tengingu (t.d. HP Deskjet 450 Mobile Printer eða HP Photosmart 8150) með því að velja
Valkostir > Prenta.

Zip-forrit

Notaðu ZIP-forritið til að þjappa skrám. Þjappaðar skrár nota minna minni og þægilegra er að senda þær í tölvupósti.
Til að opna Zip-forritið skaltu ýta á og velja
Vinnuforrit > Zip.
Zip-forritið má nota á eftirfarandi hátt:
• Búa til nýtt skjalasafn—Búa til nýja skrá fyrir skjalasafn þar sem geyma má þjappaðar ZIP-skrár.
• Uppfæra skjalasafn—Setja ein- eða margþjappaðar skrár í skjalasafn sem er fyrir hendi.
• Eyða skrám—Eyða skrám úr skjalasafni.
• Lykilorð skjalasafns—Stilla, hreinsa eða breyta lykilorði skjalasafn vegna varinna skjala.
• Stillingar Zip-forrits —Breyta eftirfarandi stillingum:
Compession level og Include subfolders.
Hægt er að geyma skjalaskrár í tækinu eða á samhæfu minniskorti.
Quickoffice forritið er opnað með því að ýta á og velja Vinnuforrit > Quickoffice. Listi yfir skrár tækisins á .doc-, .xls-, .ppt- og .txt-sniði opnast.
Skrá er opnuð í réttu forriti með því að ýta á . Skrár eru flokkaðar með því að velja Valkostir > Flokka skrár.
Til að opna Quickword, Quicksheet eða Quickpoint skaltu ýta á .

Quickoffice

Quickword

Með
Quickword
Quickword Quickword styður skjöl á .doc-sniði í Microsoft Word 97
eða nýrri útgáfum. Forritið styður ekki öll sérkenni eða valkosti í áðurnefndum skráasniðum.
Sjá einnig „Frekari upplýsingar“ á bls. 97.
er hægt að lesa Microsoft Word skjöl í tækinu.
styður liti, feitletrun, skáletrun og undirstrikun.
Vinnuforrit
95
Word-skjöl skoðuð
Skruntakkinn er notaður til að færa sig til innan skjals. Leitað er að texta í skjölum með því að velja
Valkostir > Finna.
Vinnuforrit
Þú getur einnig valið Valkostir og úr eftirfarandi:
Fara—til að fara fremst í skjalið, aftast í það, eða á
valinn stað.
Stækka/minnka—til að stækka eða minnka. Ræsa sjálfvirkt skrun—til að kveikja á sjálfvirkri flettingu
í skjalinu. Hún er stöðvuð með því að ýta á .

Quicksheet

Með Quicksheet er hægt að lesa Microsoft Excel skrár í tækinu.
Quicksheet styður töflureiknisskrár á .xls-sniði í
Microsoft Excel 97 eða nýrri útgáfu. Forritið styður ekki öll sérkenni eða valkosti í áðurnefndum skráasniðum.
Sjá einnig „Frekari upplýsingar“ á bls. 97.
Töflureiknar skoðaðir
Skruntakkinn er notaður til að færa sig til innan skjals. Skipt er á milli vinnublaða (arka) með því að velja
Valkostir > Vinnublað.
Leitað er að texta innan gildisreits eða formúlu í töflureiknisskjali með því að velja Valkostir > Finna.
Til að breyta hvernig skráin birtist velurðu Valkostir og úr eftirfarandi valkostum:
Fletta—til að fletta milli bálka í skjali. Bálkur inniheldur
dálka og raðir sem birtast á skjá. Til að sjá dálka og raðir skaltu velja bálk og síðan Í lagi.
Stækka/minnka—til að stækka eða minnka. Festa rúður—til að halda auðkenndri röð, dálki eða báðum
sjáanlegum (festa þau) meðan unnið er í skjalinu.
Breyta stærð—til að stilla stærð dálka eða raða.

Quickpoint

Með Quickpoint er hægt að skoða Microsoft PowerPoint kynningar í tækinu.
Quickpoint styður kynningar á .ppt-sniði í Microsoft
PowerPoint 97 eða nýrri útgáfum. Forritið styður ekki öll sérkenni eða valkosti í áðurnefndum skráasniðum.
Sjá einnig „Frekari upplýsingar“ á bls. 97.
Kynningar skoðaðar
Fletta er á milli skyggna, útlína og meginmáls með því að ýta á eða .
96
Flett er fram og til baka um eina skyggnu með því að ýta á eða .
Kynning er skoðuð á öllum skjánum með því að velja
Valkostir > Allur skjárinn.
Útlínur kynningarinnar eru stækkaðar eða dregnar saman með því að velja Valkostir > Víkka.

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um Quickword, Quicksheet, or
Quickpoint og aðstoð tengda forritunum er að finna á
www.quickoffice.com. Einnig er hægt að fá aðstoð með því að senda fyrirspurnir á supportS60@quickoffice.com.

Adobe reader

Með Adobe Reader er hægt að lesa PDF-skjöl á skjá tækisins.
Þetta forrit er sniðið að innihaldi PDF-skjala í símum og öðrum þráðlausum tækjum, og býður því aðeins upp á takmarkaða valmöguleika í samanburði útgáfur fyrir tölvur.
Til að opna skjöl:
• Ýttu á og veldu Vinnuforrit > Adobe PDF. Veldu
Valkostir > Leita að skrá til að skoða og opna skjöl
sem geymd eru í minni tækisins sem og á samhæfu minniskorti.
• Opnaðu viðhengi í mótteknum tölvupósti (sérþjónusta).
• Sendu skjal í gegnum Bluetooth-tengingu í Innhólf í
Skilaboð.
•Notaðu Skr.stj. til að skoða og opna skjöl sem geymd eru í minni tækisins sem og á minniskortinu.
• Vefsíður skoðaðar. Tryggðu að tækið sé með uppsettan netaðgangsstað áður en þú ferð á vefinn. Nánari upplýsingar um aðgangsstaði er að finna í notendahandbók tækisins.

Haldið utan um PDF-skrár

Til að leita að og halda utan um PDF-skrár styðurðu á og velur Vinnuforrit > Adobe PDF. Nýjustu skrárnar þínar birtast á skráaskjánum. Til að opna skjal skrunarðu að því og styður á .
Þú getur einnig valið Valkostir og úr eftirfarandi:
Leita að skrá—til að leita að PDF-skrám í minni tækisins
eða á samhæfu minniskorti.
Stillingar—til að breyta sjálfgefnu súmmstigi
og birtingarstillingum PDF-skjala.
Vinnuforrit
97

PDF-skrár skoðaðar

Þegar PDF-skrá er opin velurðu Valkostir og eitt af eftirfarandi:
Stækka/minnka—til að súmma inn, út eða á
Vinnuforrit
valda prósentu. Þú getur einnig aðlagað skjalið að skjábreiddinni eða birt heila PDF-síðu á skjánum.
Finna—til að leita að texta í skjalinu. Skoða—til að sjá skjalið í fullri skjástærð. Þú getur einnig
snúið PDF-skjalinu um 90° í hvora áttina sem er.
Fletta á—til að fara á valda síðu, næstu síðu, síðuna á
undan, fyrstu síðuna eða síðustu síðuna.
Vista—til að vista skrá í minni tækisins eða á samhæfu
minniskorti.
Stillingar—til að breyta sjálfgefnu súmmstigi og
sjálfgefnum birtingarstillingum.
Upplýsingar—til að birta eiginleika PDF-skjalsins.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar er að finna á www.adobe.com. Til að deila spurningum, tillögum og upplýsingum
um forritið með öðrum skaltu fara á spjallrásina Adobe Reader for Symbian OS á slóðinni
http://adobe.com/support/forums/main.html

Strikamerki

Notaðu forritið Strikamerki til að lesa úr ýmsum gerðum kóða (til dæmis strikamerkjum og kóðum í tímaritum). Kóðarnir geta innihaldið upplýsingar á borð við veftengla, netföng og símanúmer.
Til að skanna og lesa úr strikamerkjum skaltu styðja á og velja Vinnuforrit > Strikamerki.
Til að skanna kóða skaltu velja Skanna strikam.. Settu kóðann milli rauðu línanna á skjánum. Strikamerki skannar og les úr kóðanum og upplýsingarnar birtast áskjánum.
Til að vista upplýsingarnar skaltu velja Valkostir > Vista. Upplýsingarnar eru vistaðir á .bcr-sniði.
Til að skoða upplýsingar sem lesið hefur verið úr á aðalskjánum skaltu velja Vistuð gögn. Til að opna kóða skaltu styðja á .
Þegar upplýsingarnar eru skoðaðar eru hinir ýmsu tenglar, vefföng, símanúmer og netföng, merktir með tákni efst á skjánum í þeirri röð sem þeir birtast þar.
Veldu Vistuð gögn > Valkostir og úr eftirfarandi:
Skanna nýtt str.merki—til að skanna nýjan kóða.
.
Opna tengil—til að opna veffang.
98
Bæta við bókamerki—til að vista veffang í bókamerkjum
í Vefur.
Búa til skilaboð—til að senda textaskilaboð eða tölvupóst
til símanúmers eða netfangs.
Bæta við Tengiliði—til að setja símanúmer, netföng eða
vefföng í Tengiliðir.
Hringja—til að hringja í símanúmer.
Valkostir geta verið mismunandi og fara eftir því hvaða tengill er auðkenndur.
Tækið fer í biðham til að spara rafhlöðuna ef ekki er hægt að ræsa Strikamerki eða ekki er stutt á neinn takka í eina mínútu. Til að halda áfram að skanna eða skoða vistaðar upplýsingar skaltu styðja á .
Vinnuforrit
99

Tækið sérstillt

Tækið sérstillt
100
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið þitt gæti líka hafa verið sett upp með sérstökum stillingum frá þjónustuveitu. Þessi samskipan kann að fela í sér breytingar á valmyndarheitum, röð valmynda og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
• Upplýsingar um hvernig á að nota biðskjáinn til að opna mest notuðu forritin á fljótlegan hátt er að finna í „Virkur biðskjár“ á bls. 102.
• Upplýsingar um hvernig á að breyta bakgrunnsmyndinni á biðskjánum eða skjávaranum er að finna í „Útliti tækisins breytt“ á bls. 101..
• Upplýsingar um hvernig á að velja og breyta hringitónum er að finna í„Snið—val tóna“ á bls. 100 og „Hringitónum bætt við tengiliði“ á bls. 69.
• Upplýsingar um hvernig á að breyta flýtivísunum á , og í biðstöðu, sjá „Biðhamur“ á bls. 104.
• Til að breyta útliti klukkunnar sem sést í biðstöðu skaltu
ýta á og velja Klukka > Valkostir > Stillingar >
Útlit klukku > Með vísum eða Stafræn.
• Til að breyta opnunarkveðjunni í mynd eða hreyfimynd
skaltu ýta á og velja Verkfæri > Stillingar > Sími >
Almennar > Opnun.kv. eða táknm..
• Útliti aðalvalmyndarinnar er breytt með því að velja
Valkostir > Breyta útliti > Tafla eða Listi.
• Aðalvalmyndinni er endurraðað með því að að velja
Valkostir > Færa, Færa í möppu eða Ný mappa. Þú
getur fært þau forrit sem þú notar sjaldan í möppur og sett forrit sem þú notar oft á aðalvalmyndina.
Snið—val tóna

Til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum tónum fyrir mismunandi aðstæður, umhverfi eða hópa skaltu ýta á og velja Verkfæri > Snið.

Ýttu á í biðstöðu til að velja annað snið. Veldu sniðið sem þú vilt nota og svo Í lagi.
Sniði er breytt með því að ýta á og velja Verkfæri >
Snið. Flettu að sniðinu og veldu Valkostir > Sérsníða.
Veldu stillinguna sem þú vilt breyta og ýttu á til að
Loading...