LEYFISYFIRLÝSING
Hér með lýsir, NOKIA CORPORATION,
yfir því að RM-55 er í samræmi við
eru í tilskipun 1999/5/EC. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á
slóðinni http://www.nokia.com/phones/declaration_of_conformity/.
Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu táknar að innan
Evrópusambandsins verði að fara með vöruna á sérstaka staði til
förgunar að líftíma hennar liðnum. Þetta á við um tækið þitt en einnig
um þá aukahluti sem merktir eru á þennan hátt. Hendið þessum vörum
ekki með heimilisúrgangi. Nánari upplýsingar er að finna í
vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er vörumerki
Nokia corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta
verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða
skjalsins alls er óheimil nema að fyrir fram fengnu skriflegu samþykki Nokia.
This product is licensed under the MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) for
personal and noncommercial use in connection with information which has been
encoded in compliance with the MPEG-4 Visual Standard by a consumer engaged
in a personal and noncommercial activity and (ii) for use in connection with
MPEG-4 video provided by a licensed video provider. No license is granted or shall
be implied for any other use. Additional information, including that relating to
promotional, internal, and commercial uses may be obtained from MPEG LA, LLC.
See <http://www.mpegla.com>.
This product includes software licensed from Symbian
Software Ltd (c) 1998-2006. Symbian and Symbian OS
are trademarks of Symbian Ltd.
Java™ and all Java-based marks are trademarks or registered
trademarks of Sun Microsystems, Inc.
grunnkröfur og aðrar kröfur, sem gerðar
Þessi vara er háð leyfinu MPEG-4 Visual Patent Portfolio License (i) til
einkanotkunar og án viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar sem hafa
verið kótaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í
persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við
MPEG4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er
veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar, svo sem
notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá
<http://www.mpegla.com>.
Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til
að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í þessu skjali án
undangenginnar tilkynningar.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA, STARFSMENN ÞESS EÐA
SAMSTARFSAÐILAR UNDIR ENGUM KRIN GUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ
VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU,
TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ,
ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM EÐA
UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS, Á ÞAÐ
MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ
VARAN HENTL TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA
SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TILBAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR
TILKYNNINGAR.
Birgðir á tilteknum vörum og forritum og þjónusta fyrir þessar vörur getur
verið breytileg eftir svæðum. Kannaðu það, ásamt tungumálavalkostum, hjá
Nokia söluaðila þínum.
Útflutningstakmarkanir
Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur
útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
YFIRLÝSING FCC/INDUSTRY CANADA
Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar sími
er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada gætu krafist þess að
þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú
þarft aðstoð skaltu hafa sambandi við þjónustuaðila í nágrenni við þig. Þetta tæki
er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur
skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum truflunum; og (2) Tækið verður að
taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið
óæskilegri virkni þess. Sérhverjar breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt geta
ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Þau forrit frá þriðju aðilum sem finna má í tækinu kunna að hafa verið búin
til og vera í eigu aðila eða fyrirtækja sem ekki tengjast Nokia. Nokia á ekki
höfundarréttindi eða hugverkaréttindi að þessum forritum þriðju aðila.
Nokia tekur því hvorki ábyrgð á aðstoð við notendur, virkni þessara forrita
eða þeim upplýsingum sem fylgja forritunum eða efninu. Nokia veitir enga
ábyrgð á þessum forritum þriðju aðila.
MEÐ NOTKUN SINNI VIÐURKENNIR NOTANDINN AÐ FORRITIN ERU AFHENT EINS
OG ÞAU KOMA FYRIR ÁN ÞESS AÐ NOKKUR ÁBYRGÐ SÉ VEITT, BERUM ORÐUM
EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER Í VIÐKOMANDI LÖGUM. NOTANDINN
VIÐURKENNIR JAFNFRAMT AÐ HVORKI NOKIA NÉ TENGD FÉLÖG VEITA NOKKURS
KONAR FYRIRSVAR EÐA ÁBYRGÐ, BERUM ORÐUM EÐA ÓBEINT, ÞAR Á MEÐAL EN
EKKI EINGÖNGU ÁBYRGÐ Á EIGNARRÉTTI, SÖLUHÆFNI EÐA HÆFNI TIL
TILTEKINNAR NOTKUNAR, EÐA ÞVÍ AÐ FORRITIN BRJÓTI EKKI GEGN EINKARÉTTI,
HÖFUNDARRÉTTI, VÖRUMERKJARÉTTI EÐA ÖÐRUM RÉTTINDUM ÞRIÐJA AÐILA.
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur
það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla
notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU. Ekki
má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra
síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda
truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR. Fara
skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal
hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við
akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN. Öll þráðlaus tæki geta verið næm
fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á
SJÚKRASTOFNUNUM. Virða skal allar
takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt
lækningabúnaði.
HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í
FLUGVÉLUM. Virða skal allar takmarkanir.
Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í
flugvélum.
SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN
ELDSNEYTI ER TEKIÐ Ekki nota tækið nærri
eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við
eldsneyti eða sterk efni.
SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM
VERIÐ ER AÐ SPRENGJA Virða skal allar
takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið
er að sprengja.
NOTIST AF SKYNSEMI Notist aðeins
í hefðbundinni stöðu eins og lýst er í
leiðbeiningum með vörunni. Forðast
skal óþarfa snertingu við loftnetið.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA Aðeins viðurkennt
starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR Aðeins
má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður.
Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
VATNSHELDNI Tækið er ekki vatnshelt.
Halda skal því þurru.
ÖRYGGISAFRIT Muna skal að taka
öryggisafrit eða halda skrá yfir allar
mikilvægar upplýsingar sem geymdar
eru í tækinu.
7
TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI Þegar tækið
er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók
með því vandlega, einkum upplýsingar um
öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
NEYÐARSÍMTÖL Tryggja skal að kveikt sé
á símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar.
Takkaborðið er aðeins virkt þegar flipinn er uppi.
Ýta skal á endatakkann eins oft og þarf til að
hreinsa skjáinn og fara aftur í biðstöðu. Sláðu
inn neyðarnúmerið og ýttu á hringitakkann.
Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta
símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt
til notkunar í EGSM 900, 1800, 1900 og UMTS 2100
símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar
um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða
staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra,
þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að
afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t.
hringitóna) og annað efni.
Tækið styður internettengingar og aðrar tengiaðferðir.
Líkt og með tölvur geta vírusar, skaðleg skilaboð og forrit,
ásamt öðru skaðlegu efni haft áhrif á tækið. Gæta skal
varúðar og aðeins opna skilaboð, samþykkja tengibeiðnir,
hlaða niður efni og samþykkja uppsetningar frá traustum
aðilum. Til að auka öryggi tækisins ættir þú að hugleiða að
setja upp vírusvarnarbúnað með uppfærsluþjónustu og
nota eldvegg.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki
skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja
getur valdið truflun eða hættu.
Þetta tæki styður helstu aðgerðir Microsoft Word,
PowerPoint og Excel (Microsoft Office 97, 2000, XP
og 2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum
skráargerðum.
Þegar tækið er í notkun, t.d. þegar verið er að samnýta
hreyfimyndir eða háhraðatenging er virk, getur það hitnað.
Slíkt er yfirleitt eðlilegt. Ef grunur leikur á að tækið vinni
ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda
þjónustuaðila.
Tækið kann að innihalda bókamerki eða tengla sem
veita aðgang að síðum þriðju aðila sem tengjast ekki
Nokia. Nokia hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þessum
síðum. Ef valið er að heimsækja þessar vefsíður skal beita
sömu öryggisráðstöfunum og fyrir allar aðrar vefsíður.
8
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að
þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi.
Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu.
Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum.
Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á
sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Leiðbeiningar
ásamt upplýsingum um gjald fyrir þjónustuna fást hjá
þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir
sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu.
Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og
þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar
aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í
tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið
kann einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og
táknum valmynda að hafa verið breytt. Þjónustuveitan
gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL)
sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Fyrir sumar aðgerðir
í tækinu, eins og MMS, netskoðun, tölvupóst og niðurhal
efnis um vafra eða með MMS, þarf símkerfisstuðning við
viðkomandi tækni.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá
seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan
eða annar söluaðili.
Aukahlutir, rafhlöður
og hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður
en rafhlaðan er fjarlægð.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru
notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar
þegar það er hlaðið orku frá DC-4, AC-3, og AC-4
hleðslutækjum og AC-1, ACP-7, ACP-8, ACP-9, ACP-12,
LCH-8, LCH-9, eða LCH-12 hleðslutækjum þegar þau eru
notuð með millistykkinu CA-44.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BP-6M rafhlöðu.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki
og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með
þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir
gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri
notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti
sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er
tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
9
Tengimöguleikar
Hægt er að nota tækið í annarrar og þriðju kynslóðar
farsímakerfi. Sjá „Nokia N93 tækið“ á bls. 11.
Tengimöguleikar
10
Notaðu Bluetooth-tækni, t.d. til að flytja skrár og tengjast
samhæfum aukahlutum. Sjá „Bluetooth-tenging“ á bls. 83.
Notaðu innrauða tengingu, t.d. til að flytja og samstilla
gögn milli samhæfra tækja. Sjá „Innrauð tenging“ á bls. 87.
Notaðu þráðlaust staðarnet til að tengjast internetinu
og tækjum sem tengd eru staðarnetinu. Sjá „Þráðlaust
staðarnet“ á bls. 91.
Notaðu Nokia -tengisnúruna CA-53 til að tengjast samhæfum
tækjum, svo sem prenturum og tölvum. Sjá
83
. Notaðu Nokia Video-snúruna CA-64U til að tengjast
bls.
samhæfu sjónvarpi. Sjá
Notaðu samhæft microSD-kort, t.d. til að flytja gögn eða
taka afrit af upplýsingum. Sjá „Verkfæri fyrir minniskort“ á
bls. 20.
„Sjónvarpsstilling“
„Gagnasnúra“
á bls.
113
.
á
Nokia N93 tækið
Gerð: Nokia N93-1
Hér eftir kallað Nokia N93.
Staða tækisins
Tækið er hægt að nota í fjórum mismunandi stöðum, eftir
því hvernig ætlunin er að nota það: lokuð staða til að bera
tækið á sér, opin staða til venjulegrar farsímanotkunar,
myndataka til að taka upp hreyfimyndir og taka
kyrrmyndir, og skjár til að skoða kyrrmyndir og
hreyfimyndir. Skipt er um stöðu með því að snúa flipanum
og skjánum á öxli sínum. Þegar skipt er um stöðu líður
stuttur tími þar til hægt er að nota tækið í þeirri stöðu.
Lokuð staða
Þegar flipanum er lokað slokknar á
aðalskjánum og kviknar á ljósum ytri
skjásins. Öllum símtölum er slitið, nema ef
kveikt er á hátalaranum eða samhæft
höfuðtól tengt. Til að breyta stillingunum,
sjá „Ytri skjár“ á bls. 104. Ef spilarinn er í
gangi er ekki slökkt á honum.
Þegar tækið er lokað sýnir ytri skjárinn upplýsingar um
tíma og stöðu. Á biðskjánum kunna að birtast upplýsingar
um sendistyrkinn og stöðu rafhlöðunnar, tíminn,
stöðuvísar og heiti þess sniðs sem hefur verið valið (ef það
er annað en Almennt sniðið). Ef verið er að nota
tónlistarspilarann til að hlusta á hljóðinnskot sést
hljóðstyrkurinn ásamt upplýsingum um lagið. Notaðu
hliðarskruntakkana til að spila, gera hlé, spila næsta eða
fyrra hljóðinnskot og hækka eða lækka hljóðstyrkinn.
Ef þú notar Visual Radio í lokaðri stöðu birtist sjónræna
efnið ekki á ytri skjánum. Hægt er að vista nokkrar fyrir
fram stilltar stöðvar með upplýsingum um nafn, tíðni og
staðsetningu. Þessar upplýsingar birtast á ytri skjánum. Til
að kveikja og slökkva á hljóði, skipta um stöð og leita að
nýjum stöðvum skaltu nota skruntakkana á hlið tækisins.
Einnig sjást hringingar dagbókarinnar og
vekjaraklukkunnar auk tilkynninga um ósvöruð símtöl og
móttekin skilaboð. Til að skoða móttekin textaskilaboð og
texta og myndir í margmiðlunarboðum skaltu opna
flipann og skoða skilaboðin á aðalskjánum.
Þegar hringt er í símann heyrist hringitónn og tilkynning
birtist á skjánum. Í stillingum ytri skjásins skaltu velja
Svara við opnun flipa til að svara hringingu þegar þú
opnar flipann. Ef samhæft höfuðtól er tengt við tækið
Nokia N93 tækið
11
skaltu ýta á svartakka þess til að svara símtali. Til að
breyta stillingunum, sjá „Ytri skjár“ á bls. 104.
Opnaðu flipann til að hringja eða nota valmyndina.
Til að nota flassið sem vasaljós skaltu styðja á
flass-takkann á hlið tækisins. Notkun flassins:
• Styddu einu sinni stuttlega á flasstakkann. Ljósið lýsir í
Nokia N93 tækið
1,5 sekúndur.
• Styddu tvisvar sinnum stuttlega á flasstakkann.
Ljósið lýsir í 3 mínútur eða þangað til þú styður
aftur á flasstakkann.
• Haltu flasstakkanum inni. Ljósið lýsir svo lengi sem þú
heldur takkanum inni eða þar til 3 mínútur eru liðnar.
Opin staða
Þegar flipinn er opnaður
breytast stillingar tækisins
sjálfkrafa; aðalskjárinn lýsist
upp og hægt er að nota
takkaborðið og opna
valmyndina. Flettu
valmyndinni.
Þessar stillingar verða virkar
þrátt fyrir að tækið sé ekki
opnað til fulls. Hægt er að opna flipann um 160 gráður,
líkt og sýnt er á myndinni. Ekki skal reyna að opna flipann
meira en það.
Myndataka
Þegar þú opnar flipann um
90 gráður, heldur tækinu
til hliðar og snýrð flipanum
niður þannig að
aðalskjárinn snúi að þér,
er myndatökustaðan virk.
Aðalmyndavélin er virk og
myndin sem hægt er að
taka birtist á skjánum.
Í myndatökustöðu geturðu
tekið upp hreyfimyndir og tekið kyrrmyndir. Sjá „Myndavél“
á bls. 23.
Í myndatökustöðu er ekki hægt að nota takkaborðið.
Hægt er að nota myndatökutakkann, súmmtakkann,
hliðarskruntakkann, myndartökutakkann og flasstakkann
(allir á hlið tækisins), rofann og landslagsvaltakkana næst
aðalskjánum.
Skjástaða
Þegar flipinn er lokaður og þú lyftir upp skjánum
á öxli sínum er skjástaðan virk.
12
Í skjástöðu er hægt að
gera eftirfarandi:
• Skoða myndir.
• Gera kyrrmyndir og
hreyfimyndir í gallerí
virkar og horfa á
skyggnusýningu.
• Koma á handfrjálsum
myndsímtölum
og senda rauntímahreyfimynd meðan talað er.
Stilltu skjáinn til að ná fram sem bestu sjónarhorni
aukamyndavélarinnar.
Flýtivísar
Notaðu flýtivísa til að ná sem mestu út úr tækinu á
skömmum tíma. Nánari upplýsingar um aðgerðir er að
finna í viðkomandi köflum þessarar notendahandbókar.
Biðhamur
Skipt er á milli opinna forrita með því að halda inni
takkanum og velja forritið. Ef minnið er orðið lítið er
hugsanlegt að tækið loki einhverjum forritum. Tækið
vistar öll óvistuð gögn áður en það lokar forriti.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku
og minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Til að ræsa myndavélina skaltu styðja fast á
myndatökutakkann í myndatökustöðu.
Hringt er í talhólfið (sérþjónusta) með því að halda
inni.
Margmiðlunarforrit eru opnuð með því að halda inni .
Sjá „Margmiðlunartakki“ á bls. 103.
Ýttu á til að velja nýtt snið.
Skipt er á milli Almennt and Án hljóðs með því að halda
inni . Ef þú notar tvær símalínur notarðu þessa aðgerð
til að skipta á milli þeirra.
Listi yfir númerin sem hringt var í síðast er opnaður með
því að ýta á .
Haltu inni takkanum til að nota raddskipanir.
Til að koma á tengingu við Þjónusta skaltu halda inni.
Sjá „Þjónusta“ á bls. 70.
Upplýsingar um aðra flýtivísa sem hægt er að velja
í biðstöðu er að finna í „Virkur biðskjár“ á bls. 102.
Texta og listum breytt
Til að merkja atriði á lista skaltu velja það og ýta samtímis
á og .
Til að merkja mörg atriði á lista skaltu halda inni um
leið og þú styður á eða . Ljúktu valinu með því að
sleppa fyrst og síðan .
Nokia N93 tækið
13
Haltu inni til að velja stafi og orð. Um leið skaltu ýta
á eða til að auðkenna texta. Til að afrita texta
meðan þú heldur enn inni skaltu velja Afrita. Til að
setja textann inn í skjal skaltu halda inni takkanum
og velja Líma.
Stillingar
Nokia N93 tækið
Í Nokia-tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS,
straumspilun og internet yfirleitt valdar sjálfkrafa,
samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur
að þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í
tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar í sérstökum
textaskilaboðum.
Efni flutt úr öðru tæki
Hægt er að afrita efni eins og tengiliði og dagbókarfærslur
úr samhæfu Nokia-tæki yfir í Nokia-tækið þitt með
Bluetooth eða innrauðu tengi. Það fer eftir gerð símans
hvaða efni er hægt að afrita.
Þú getur notað SIM-kortið þitt í hinu tækinu. Ótengda
sniðið er sjálfkrafa valið þegar kveikt er á Nokia-tækinu án
þess að SIM-kort sé í því.
Flutningur efnis
1 Ýttu á og veldu Verkfæri > Flutningur.
2 Veldu Halda áfram í upplýsingaglugganum.
3 Veldu hvort þú vilt flytja gögnin um Bluetooth eða
innrautt tengi. Bæði tækin verða að styðja gerðina.
4 Ef þú velur Bluetooth þá skaltu velja Halda áfram til að
Nokia-tækið leiti að tækjum með Bluetooth-tengingu.
Veldu hitt tækið af listanum. Nokia-tækið biður þig að
slá inn kóða. Sláðu inn kóða (1-16 tölustafi að lengd)
og veldu Í lagi. Sláðu inn sama kóða í hitt tækið og
velduÍ lagi. Þá eru tækin pöruð. Sjá „Pörun tækja“ á
bls. 86.
Tækið kann að senda Flutningur í sum tæki í
skilaboðum. Flutningur er sett upp í hinu tækinu
með því að opna skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum
á skjánum.
Ef þú hefur valið innrauða tengingu skaltu tengja tækin
saman. Sjá „Innrauð tenging“ á bls. 87.
5 Í Nokia-tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt afrita
úr hinu tækinu.
Efnið er afritað úr minni og af samhæfu minniskorti (sé það
til staðar) hins tækisins á samsvarandi stað í Nokia-tækinu
og á minniskort þess (sé það til staðar). Afritunartíminn fer
eftir því gagnamagni sem á að flytja á milli tækjanna. Hægt
er að hætta við afritunina og halda henni áfram síðar.
Til að sjá skráarupplýsingar um fyrri flutning skaltu velja
Flutningsskrá á aðalskjánum.
Til að sjá úr hvaða tækjum þú hefur afritað eða flutt gögn
skaltu velja Símar á aðalskjánum.
14
Mikilvægir vísar
Tækið er notað í GSM-símkerfi.
Verið er að nota tækið á UMTS-símkerfi (sérþjónusta).
Það eru eitt eða fleiri ólesin skilaboð í möppunni
Innhólf í Skilaboð.
Tölvupóstur bíður þín í ytra pósthólfinu.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf.
Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað.
Birtist ef Gerð hringingar er stillt á Án hljóðs og
Viðv.tónn skilaboða, Viðv.tónn spjalls og Viðv.tónn
tölvupósts eru stilltir á Óvirkt.
Takkaborðið er læst.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll móttekin símtöl eru flutt í annað símanúmer.
Ef þú hefur tvær símalínur (sérþjónusta) er vísirinn fyrir
fyrri línuna og fyrir þá síðari .
Samhæft höfuðtól er tengt við tækið.
Samhæfur hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Samhæfur textasími er tengdur við tækið.
Gagnasímtal er virkt.
Hægt er að koma á GPRS- eða
EDGE-pakkagagnatengingu.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er virk.
GPRS- eða EDGE-pakkagagnatenging er í bið.
Hægt er að koma á UMTS-pakkagagnatengingu.
UMTS-pakkagagnatenging er virk.
UMTS-pakkagagnatenging er í bið.
Hægt er að tengjast við þráðlaust staðarnet (eftir að
þú hefur stillt tækið þannig að það leiti að þráðlausum
staðarnetum). Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á bls. 109.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar
dulkóðun.
Þráðlaus staðarnetstenging er virk á kerfi sem notar
ekki dulkóðun.
Kveikt er á Bluetooth.
Verið er að flytja gögn um Bluetooth.
USB-tenging er virk.
Innrauð tenging er virk. Ef vísirinn blikkar er tækið
þitt að reyna ná sambandi við hitt tækið, eða þá að
tengingin hefur rofnað.
Nokia N93 tækið
15
Takkalás (takkavari)
Notaðu takkalásinn til að koma í veg fyrir að óvart
sé stutt á takkana.
Ýttu á til að kveikja á skjálýsingunni þegar
takkaborðið er læst.
• Ýttu á til að læsa og síðan . Þegar takkarnir
Nokia N93 tækið
eru læstir birtist vísirinn á skjánum.
• Til að taka læsingu af þegar tækið er opið skaltu ýta
á og síðan .
• Til að taka læsingu af takkaborðinu þegar tækið er
lokað skaltu halda myndavélartakkanum inni.
Þegar takkarnir eru læstir kann að vera hægt að hringja
í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Stillingar hljóðstyrks og hátalara
Til að auka eða minnka
hljóðstyrkinn þegar símtal er
í gangi eða þú ert að hlusta
á hljóð, skaltu ýta áeða.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og
hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð
án þess að þurfa að halda á tækinu við eyrað.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið
mjög mikill.
Þegar verið er að tala í símann er kveikt á hátalaranum
með því að velja Valkostir > Virkja hátalara.
Slökkt er á hátalaranum með því að velja Valkostir >
Virkja símtól.
Klukka
Veldu Klukka. Vekjaraklukkan er stillt með því að velja
Valkostir > Stilla vekjara. vísirinn sést á skjánum
þegar vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Slökkt er á vekjaraklukkunni með því að velja Stöðva.
Einnig er hægt að slökkva á tóninum í 5 mínútur með
því að velja Blunda.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp
á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir.
Ef valið er Stöðva er spurt hvort opna eigi tækið fyrir
símtölum. Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða Já til
að hringja og svara símtölum. Ekki velja Já þegar notkun
þráðlausra síma getur valdið truflun eða hættu.
Slökkt er á vekjaraklukkunni (áður en hún hringir) með
því að velja Klukka > Valkostir > Slökkva á vekjara.
16
Stillingar klukku
Stillingum klukkunnar er breytt í Klukka > Valkostir >
Stillingar.
Veldu Tími eða Dagsetning til að breyta tímanum eða
dagsetningunni.
Veldu Útlit klukku > Með vísum or Stafræn til að breyta
gerð (útliti) klukkunnar sem sést í biðstöðu.
Veldu Sjálfv. tímauppfærsla > Sjálfvirk uppfærsla til
að láta farsímakerfið uppfæra tímann, dagsetninguna
og tímabelti tækisins (sérþjónusta).
Tónn vekjaraklukkunnar er valinn í Tónn viðvörunar.
Heimsklukka
Heimsklukkan er opnuð með því að opna Klukka og
ýta á. Í skjá heimsklukkunnar getur þú séð tímann
í hinum ýmsu borgum.
Borgum er bætt á listann með því að velja Valkostir >
Bæta við borg. Það er að hámarki hægt að bæta
15 borgum við listann.
Til að velja borgina sem þú ert staddur/stödd í skaltu velja
borg og síðan Valkostir > Núverandi borg mín. Borgin
birtist í aðalskjá klukkunnar og tíma tækisins er breytt í
samræmi við borgina. Gakktu úr skugga um að tíminn
sé réttur og að hann passi við tímabeltið.
Höfuðtól
Hægt er að tengja
samhæft höfuðtól við
TM
Pop-Port
höfuðtólið er notað getur
það skert heyrn á
umhverfishljóðum. Ekki
skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
tengi tækisins.
Viðvörun: Þegar
Úlnliðs- og linsuloksbönd
Böndin eru
þrædd líkt og
sýnt er og svo
er hert að.
Þráðlaust staðarnet
Tækið getur tengst við þráðlaus staðarnet (þráðlaus LAN).
Á þráðlausu staðarneti er hægt að tengjast við internetið
og önnur tæki sem eru tengd við kerfið. Nánari
upplýsingar um notkun tækisins á heimakerfi er að finna í
„Heimakerfi“ á bls. 19.
Nokia N93 tækið
17
Til að hægt sé að nota þráðlaust staðarnet verður slíkt
staðarnet að vera tiltækt á staðnum og tækið verður að
vera tengt því.
Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir
á notkun þráðlausra staðarneta. Frekari upplýsingar má fá
hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa
Nokia N93 tækið
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar
aðgerðir eru notaðar krefjast aukins rafmagns og draga
úr endingu rafhlöðunnar.
Tækið styður eftirfarandi fyrir þráðlaust staðarnet:
• IEEE 802.11b/g staðla
• 2,4 GHz tíðni
• WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy)
með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn (WPA)
og 802.1x dulkóðunaraðferðir. Aðeins er hægt að nota
þessa valkosti ef símkerfið styður þá.
Þráðlausar staðarnetstengingar
Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa til
netaðgangsstað (IAP) fyrir þráðlaust staðarnet. Notaðu
aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar við
internetið. Sjá „Aðgangsstaðir fyrir þráðlaust staðarnet“ í
notendahandbókinni sem fylgir viðbótarforritum.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum
þínum án heimildar.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú
býrð til gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað.
Þráðlausa staðarnetstengingin er rofin þegar þú lokar
gagnatengingunni. Upplýsingar um hvernig á að loka
tengingunni er að finna í „Stjórnandi tenginga“ á bls. 91.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali
stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt
að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet
í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sömu
tenginguna.
Hægt er að koma á þráðlausri staðarnetstengingu þrátt
fyrir að Ótengdur-sniðið hafi verið valið. Mundu að fara
að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og
notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending! Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir
tækið þitt skaltu slá inn *#62209526# í biðstöðu.
Upplýsingar um hjálp við þráðlaust staðarnet,
sjá „WLAN-hjálp“ í notendahandbókinni sem
fylgir viðbótarforritum.
18
Heimakerfi
Tækið þitt er UpnP-samhæft. Með tæki sem er með
aðgangsstað í þráðlausu staðarneti geturðu búið til
heimakerfi og tengt samhæf UPnP-tæki við það, til dæmis
Nokia-tæki, samhæfa tölvu, samhæfan prentara, samhæft
hljóðkerfi eða sjónvarp - eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er
búið samhæfum móttakara fyrir þráðlaus kerfi.
Eftir að heimakerfið hefur verið stillt er hægt að afrita,
skoða eða spila samhæfar skrár og prenta út myndir í
Gallerí á öðrum tækjum sem eru tengd við það. Þannig er
t.d. hægt að skoða myndir sem eru vistaðar í Nokia-tækinu
í samhæfu sjónvarpi. Sjá „Heimanet“ á bls. 87 og
„Myndprentun“ á bls. 42.
Til að setja upp heimakerfi á þráðlausu staðarneti skaltu
fyrst búa til og stilla netaðgangsstaðinn fyrir þráðlausa
staðarnetið, og svo stilla tækin. Setja skal upp stillingar
í Nokia-tækinu í Heimanet. Til að hægt sé að tengja
samhæfa tölvu við heimakerfi þarf fyrst að setja upp Home
Media Server hugbúnaðinn á DVD-diskinum sem fylgir með
Nokia-tækinu.
Þegar allar nauðsynlegar stillingar hafa verið valdar í
öllum tækjunum sem eru tengd við það geturðu notað
Heimanet til að samnýta skrárnar þínar. Sjá „Skrár
skoðaðar“ á bls. 89.
Netvafri
Ýmsar þjónustuveitur halda úti síðum sem eru sérstaklega
hannaðar fyrir farsíma. Á þessum síðum er notað WML
(Wireless Markup Language), XHTML (Extensible
Hypertext Markup Language) eða HTML (Hypertext
Markup Language).
Athuga skal upplýsingar um þjónustu, verðlagningu
og gjaldskrá hjá þjónustuveitunni. Þjónustuveitur veita
einnig leiðbeiningar um hvernig nota eigi þjónustu þeirra.
Ýttu á og veldu Internet > Vefur.
Með þessum viðbótarvafra geturðu skoðað venjulegar
vefsíður, súmmað inn og út á síðu (Mini Map), skoðað
vefsíður sem innihalda texta í afmörkuðu formi þannig
að textinn verpist, og lesið færslur og blogg.
Til að slökkva eða kveikja á Mini Map á viðkomandi síðu
skaltu styðja á. Þegar kveikt er á Mini Map birtist
síðan í heild sinni þegar skrunað er um hana.
Sjá einnig „Vefaðgangsstaður“ á bls. 70.
Nokia N93 tækið
19
Minniskort
Hægt er að auka geymslugetu með
miniSD-korti og spara þannig minni
tækisins. Einnig er hægt að taka afrit af
upplýsingunum í tækinu og vista þær á
minniskortinu.
Aðeins skal nota samhæf miniSD-kort með þessu tæki.
Nokia N93 tækið
Önnur minniskort, svo sem Reduced Size MultiMedia-kort,
passa ekki í raufina fyrir minniskortið og eru ekki samhæf
þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt
minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á
ósamhæfa kortinu geta skaddast.
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Minniskorti komið fyrir
1 Til að opna lokið á
minniskortsraufinni
skaltu snúa því
rangsælis upp.
2 Settu minniskortið í
raufina. Gættu þess að
snertifletirnir á
kortinu snúi upp.
3 Ýttu kortinu inn. Smellur heyrist
þegar kortið fellur á sinn stað.
4 Lokaðu raufinni.
Minniskort fjarlægt
1 Áður en minniskortið er fjarlægt
skaltu ýta á og velja Fjarl.
minniskort. Öllum forritum er
lokað.
2 Þegar Fjarlægðu minniskort og styddu á 'Í lagi'
birtist skaltu opna lokið fyrir raufinni.
3 Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni.
4 Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja Í lagi þegar beðið er um það til staðfestingar.
Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á
aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í
miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu
og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta
skemmst.
Verkfæri fyrir minniskort
Ýttu á og veldu Verkfæri > Minni. Hægt er að auka
minnið með því að nota samhæft miniSD-kort og setja
öryggisafrit á kortið.
20
Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og
setja það á minniskort skaltu velja Valkostir > Afrita
minni símans.
Til að setja upplýsingarnar aftur í minni tækisins skaltu
velja Valkostir > Endurh. frá korti.
Minniskort forsniðið
Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því
varanlega.
Sum minniskort eru forsniðin af framleiðanda og önnur
þarf að forsníða. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðilanum um
hvort forsníða þurfi minniskortið fyrir notkun.
Minniskort er forsniðið með því að velja Valkostir >
Forsníða minniskort. Veldu Já til að staðfesta valið.
Ábending! Til að allt virki sem best skaltu nota
Nokia-tækið til að forsníða öll ný miniSD-kort.
Skráastjóri
Margar aðgerðir/forrit tækisins vista gögn á minninu og
minnkar það minnisgetuna. Þessi forrit eru m.a. tengiliðir,
skilaboð, myndir, hreyfimyndir, hringitónar,
dagbókaratriði, skjöl og forrit sem hefur verið hlaðið niður
í tækið. Það hversu mikið minni er laust fer eftir því
gagnamagni sem hefur verið vistað í minni tækisins.
Hægt er að auka minnið með því að nota samhæft
miniSD-kort. Minniskort eru endurskrifanleg og því er
hægt að eyða eldri upplýsingum og vista ný gögn á þeim.
Til að skoða skrár og möppur í minni tækisins eða á
minniskorti (ef það er notað) skaltu ýta á og velja
Ýttu á til að opna skjá minniskortsins () (ef hann
er til staðar).
Til að færa eða afrita skrár yfir í möppu skaltu ýta
samtímis á og til að merkja skrá og velja
svo Valkostir > Færa í möppu eða Afrita í möppu.
Til að finna skrá skaltu velja Valkostir > Finna, minnið
sem á að leita í og slá svo inn leitartextann (allt heiti
skrárinnar eða hluta af því).
Minnisnotkun athuguð
Til að skoða hvaða gerð gagna er í tækinu og hversu
mikið minni mismunandi gerðir gagna taka skaltu velja
Valkostir > Minnisupplýsingar. Valkosturinn Laust minni
sýnir hversu mikið minni er laust.
Minni á þrotum—losa minni
Tækið lætur þig vita ef það er lítið minni eftir í því eða á
minniskortinu.
Nokia N93 tækið
21
Hægt er að losa um minni með því að flytja gögn yfir á
samhæft minniskort. Merktu þær skrár sem á að flytja,
veldu Færa í möppu > Minniskort og svo möppu.
Einnig er hægt að flytja skrár yfir í önnur tæki, til dæmis
tölvur, með flutningsvalkostinum í Gallerí. Sjá
„Öryggisskrár“ á bls. 42.
Nokia N93 tækið
Ábending! Notaðu Nokia Phone Browser
í Nokia PC Suite til að skoða minni tækisins
og flytja gögn.
Þú getur notað Skr.stj. til að fjarlægja gögn og þannig
losa um minni eða opnað viðkomandi forrit. Þú getur t.d.
fjarlægt:
• Skilaboðum úr möppunum Innhólf, Uppköst og Sendir
hlutir í Skilaboð.
• Móttekinn tölvupóst úr minni tækisins
• Vistaðar vefsíður
• Vistaðar kyrrmyndir, hreyfimyndir og hljóðskrár
• Tengiliðaupplýsingar
• Minnismiða í dagbók
• Forrit sem hlaðið hefur verið niður. Sjá einnig
„Stjórnandi forrita“ á bls. 114.
• Öll önnur gögn sem þú þarft ekki lengur á að halda
Uppsetningarskrár (.sis) eru áfram í minni tækisins eftir
að forrit þeirra hafa verið sett upp á samhæfu minniskorti.
Skrárnar geta tekið mikið minni og valdið því að ekki sé
hægt að vista aðrar skrár. Til að losa um minni skaltu nota
Nokia PC Suite til að taka öryggisafrit af
uppsetningarskrám og setja afritið á samhæfa tölvu.
Að því loknu skaltu nota skráastjórann til að eyða
uppsetningarskránum úr minni tækisins. Ef .sis-skráin
hefur verið send sem viðhengi í skilaboðum skal eyða
skilaboðunum úr innhólfinu.
Hjálp
Tækið inniheldur hjálpartexta fyrir valmyndir. Hjálpartexti
fyrir skjá er opnaður með því að velja Valkostir > Hjálp.
Hægt er að skipta á milli opins forrits og hjálpartexta þess
með því að halda inni takkanum.
Hjálparforritið er opnað í aðalvalmyndinni með því að velja
Verkfæri > Hjálp. Svo er forrit valið til að sjá hjálpartexta
þess.
Kennsla
Kennsluforritið gefur þér upplýsingar um suma valkosti
tækisins. Til að opna kennsluforritið skaltu ýta á og
velja Forritin mín > Kennsla og þann hluta sem þú vilt
skoða.
22
Myndavél
Í Nokia N93 eru tvær myndavélar, önnur með hárri
upplausn á hlið tækisins (aðalmyndavélin) og hin með
minni upplausn fyrir ofan aðalskjáinn (aukamyndavélin).
Hægt er að nota báðar myndvélarnar til að taka venjulegar
myndir og hreyfimyndir með andlits- eða landslagsstillingu.
Nokia N93 tækið styður allt að 2048x1536 punkta
myndupplausn í aðalmyndavélinni. Myndupplausnin
í þessum efnum getur virst önnur.
Myndir og hreyfimyndir vistast sjálfkrafa í möppunni
Myn. & hr.m. í Gallerí. Myndir eru teknar á .jpg-sniði.
Myndinnskot eru tekin upp á .mp4-sniði eða 3GPP-sniði
með endingunni .3gp (Samnýting stillingar). Sjá „Stillingar
fyrir hreyfimyndir“ á bls. 24.
Hægt er að senda myndir og hreyfimyndir í
margmiðlunarboðum, sem viðhengi í tölvupósti
eða um Bluetooth-tengingu.
Upptaka hreyfimynda
Kveiktu á aðalmyndavélinni með því að snúa skjánum
í myndatökustöðu. Ef myndavélin er í myndatökustöðu
skaldu nota myndavélartakkann eða velja Valkostir >
Skipta yfir í hreyfimynd til að skipta yfir í
hreyfimyndastillingu.
Ýttu á myndatökutakkann til að hefja upptöku.
Upptökutáknið birtist og það heyrist hljóðmerki.
Kveikt er á upptökutákninu sem sýnir að verið sé að
taka upp hreyfimynd.
1 Hægt er að stöðva upptökuna hvenær sem er með
því að ýta á myndatökutakkann.
2 Til að gera hlé á upptöku skaltu velja Pause; til að
halda áfram skaltu velja Halda áfram.
Hreyfimyndin vistast sjálfkrafa í Myn. & hr.m.
í Gallerí. Sjá „Gallerí“ á bls. 30.
Til að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður en þú
tekur upp hreyfimynd í myndavélinni skaltu fletta gegnum
tækjastikuna. Sjá „Uppsetningarstillingar—stilling lýsingar
og lita“ á bls. 28 og „Myndumhverfi“ á bls. 29.
Til að súmma inn eða út (samfellt 3x á linsu og allt að 20x
stafrænt), skaltu snúa súmmtakkanum á hlið tækisins.
Myndavél
23
Hreyfimyndaglugginn sýnir eftirfarandi:
• Stöðuvísa (1)
fyrir slökkt á
Myndavél
hljóði, stillt á
stöðuga
hreyfimynd,
ljósastillingu og
virka
tökustillingu.
• Tækjastikuna (2)
sem þú getur
skrunað gegnum fyrir upptöku til að velja
myndumhverfi, ljósgjafa og litáferð (tækjastikan sést
ekki meðan tekið er upp).
• Heildartíma upptöku (3). Við upptöku sýnir
lengdarvísirinn einnig tímann sem er liðinn
og tímann sem eftir er.
• Vísa (4) fyrir minni tækisins ( ) og minniskortið ( )
sem sýna hvar hreyfimyndir eru vistaðar.
• Vísi fyrir myndgæði (5) sem sýnir hvort gæðin eru stillt
á Sjónvarp (há), Sjónvarp (venjuleg), Símtæki (há),
Símtæki (venjuleg) eða Samnýting.
• Skráargerðina (6).
Ábending! Veldu Valkostir > Kveikja á táknum
til að allir vísar myndgluggans birtist eða Slökkva
á táknum til að aðeins stöðuvísar fyrir myndavél
birtist.
Slökkva
Valkostir
Eftir upptöku skaltu velja eftirfarandi af tækjastikunni:
• Til að spila hreyfimyndina strax eftir upptöku skaltu
velja Spila.
• Ef þú vilt ekki vista hreyfimyndina skaltu velja Eyða.
• Til að senda myndina sem margmiðlunarboð, í
tölvupósti eða um Bluetooth eða innrauða tengingu
skaltu ýta á eða velja Senda. Nánari upplýsingar er
að finna í „Skilaboð“ á bls. 44 og „Bluetooth-tenging“
á bls. 83. Ekki er hægt að velja þennan valkost meðan
á símtali stendur. Ekki er hægt að senda hreyfimyndir
sem eru vistaðar á .mp4-sniði sem margmiðlunarboð.
• Til að taka upp nýja hreyfimynd skaltu velja Ný
hreyfimynd.
Ábending! Gerðu sniðið Ótengdur virkt til að tryggja
að upptakan verði ekki trufluð af innhringingum.
Stillingar fyrir hreyfimyndir
Í myndupptöku er hægt að velja á milli tveggja stillinga:
Uppsetning hreyfimyn. og aðalstillinga. Til að stilla
Uppsetning hreyfimyn., sjá „Uppsetningarstillingar—
stilling lýsingar og lita“ á bls. 28. Stillingar á uppsetningu
breytast aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni
er lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er
breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja
Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
Hljóðupptaka—Veldu Slökkt ef þú vilt ekki taka upp hljóð.
24
Gæði hreyfimynda—Stilltu gæði hreyfimyndarinnar á
Sjónvarp (há) (mestu gæði fyrir langtímanotkun og spilun
á samhæfu sjónvarpi, tölvu eða símtæki), Sjónvarp
(venjuleg), Símtæki (há), Símtæki (venjuleg) eða
Samnýting (stærð hreyfimyndar er takmörkuð til að hægt
sé að senda hana sem margmiðlunarboð (MMS)). Ef þú
vilt skoða hreyfimyndina í samhæfu sjónvarpi eða í tölvu
skaltu velja Sjónvarp (há) með VGA upplausn (640x480)
og á .mp4-sniði. Til að senda hreyfimyndina sem
margmiðlunarboð skaltu velja Samnýting (QCIF upplausn,
.3gp-skráarsnið). Stærð hreyfimynda sem tekin er upp með
Samnýting takmarkast við 300 KB (u.þ.b. 20 sekúndur að
lengd) svo hægt sé að senda þær sem margmiðlunarboð í
samhæf tæki.
Stöðug hreyfimynd—Veldu Kveikt til að draga úr
myndavélartitringi við upptöku.
Setja inn í albúm—Veldu hvort þú vilt setja myndinnskotið
í tiltekið albúm í Gallerí. Veldu Já til að opna lista yfir
albúmin sem standa til boða.
Sýna upptekna hreyfim.—Veldu hvort fyrsti rammi
hreyfimyndarinnar sést á skjánum eftir að upptökunni
lýkur. Veldu Spila á tækjastikunni (aðalmyndavél) eða
Valkostir > Spila (aukamyndvél) til að skoða
hreyfimyndina.
Ákjósanleg stækkun við upptöku—Veldu Kveikt eða
Slökkt. Veldu Slökkt til að ekki heyrist neitt hljóð þegar
súmmað er með linsunni við upptöku.
Minni í notkun—Veldu sjálfgefið geymsluminni:
minni tækisins eða minniskort (ef það er til staðar).
Myndataka
Kveiktu á aðalmyndavélinni með því að snúa skjánum
í myndatökustöðu. Ef myndavélin er í hreyfimyndastöðu
skaldu nota myndavélartakkann eða velja Valkostir >
Skipta yfir í myndatöku til að skipta yfir í
kyrrmyndastillingu.
Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að festa
fókusinn á myndefnið (aðeins á aðalmyndavél). Á skjánum
birtist grænn fókusvísir. Hafi fókusinn ekki verið festur
birtist rauður fókusvísir. Slepptu myndatökutakkanum og
ýttu honum aftur niður til hálfs. Hægt er að taka mynd án
þess að fókusinn hafi verið festur.
Mynd er tekin með aðalmyndavélinni með því að ýta
á myndatökutakkann. Ekki hreyfa tækið fyrr en myndin
hefur verið vistuð.
Til að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður en þú
tekur upp mynd í kyrrmyndastillingu skaltu fletta gegnum
tækjastikuna. Sjá „Uppsetningarstillingar—stilling lýsingar
og lita“ á bls. 28.
Myndavél
25
Ef stillingum fyrir súmm, lýsingu eða liti er breytt getur
tekið lengri tíma að vista myndir.
Myndglugginn sýnir eftirfarandi:
• Stöðuvísa (1) fyrir
Myndavél
stillingu
á myndröð,
sjálfvirka
myndatöku;
Sjálfvirkt (),
Kveikt () eða
Slökkt () flass
og virka
tökustillingu.
• Tækjastikan (2) sem þú getur skrunað gegnum áður en
mynd er tekin til að velja myndumhverfi, ljósgjafa og
litáferð (tækjastikan sést ekki meðan fókusinn er
stilltur og mynd tekin).
• Vísinn fyrir myndupplausn (3) sem sýnir hvort gæði
myndarinnar eru Prentun 3M - Stór (2048x1536
upplausn), Prentun 2M - Miðlungs (1600x1200
upplausn), Prentun 1,3M - Lítil (1280x960 upplausn)
eða MMS 0,3M (640x480 upplausn).
• Teljarann (4) sem sýnir hve margar myndir hægt er að
taka með þeirri stillingu fyrir myndgæði sem er virk og
því minni sem er í notkun (teljarinn sést ekki meðan
fókusinn er stilltur og mynd tekin).
Slökkva
Valkostir
• Vísa (5) fyrir minni tækisins ( ) og minniskortið ( )
sem sýna hvar myndir eru vistaðar.
Ábending! Veldu Valkostir > Kveikja á táknum
til að allir vísar myndgluggans birtist eða Slökkva
á táknum til að aðeins stöðuvísar fyrir myndavél
birtist.
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
• Notaðu báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.
• Myndgæðin minnka þegar súmmið er notað.
• Myndavélin hálfslekkur á sér til að spara orku ef ekki
hefur verið ýtt á neinn takka í tiltekinn tíma. Ýtt er á
takkann til að halda áfram að taka myndir.
Eftir myndatöku skaltu velja eftirfarandi af tækjastikunni:
• Ef þú vilt ekki vista myndina skaltu velja Eyða.
• Til að senda hreyfimyndina sem margmiðlunarboð,
í tölvupósti eða um Bluetooth eða innrauða
tengingu skaltu ýta á eða velja Senda.
• Til að taka nýja mynd skaltu velja Ný mynd.
• Til að prenta mynd skaltu velja Prentun. Sjá
„Myndprentun“ á bls. 42.
Stillingar fyrir kyrrmyndir
Hægt er að velja á milli tveggja stillinga fyrir kyrrmyndir:
Uppsetning mynda og aðalstillinga. Til að stilla
Uppsetning mynda, sjá „Uppsetningarstillingar—stilling
lýsingar og lita“ á bls. 28. Stillingar á uppsetningu breytast
26
aftur yfir í sjálfvaldar stillingar þegar myndavélinni er
lokað, en aðalstillingarnar eru þær sömu þar til þeim er
breytt aftur. Aðalstillingunum er breytt með því að velja
Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:
Myndgæði—Prentun 3M - Stór (2048x1536 upplausn),
(640x480 upplausn). Því meiri sem gæðin eru, þeim mun
meira minni tekur myndin. Ef þú vilt prenta myndina skaltu
velja Prentun 3M - Stór, Prentun 2M - Miðlungs eða
Prentun 1,3M - Lítil. Ef þú vilt senda hana í tölvupósti
skaltu velja Prentun 1,3M - Lítil. Til að senda myndina
sem margmiðlunarboð skaltu velja MMS 0,3M.
Þessar upplausnir er aðeins að finna í aðalmyndavélinni.
Setja inn í albúm—Veldu hvort vista á myndina í tilteknu
albúmi í galleríinu. Ef þú velur Já birtist listi yfir albúmin
sem hægt er að velja.
Sýna teknar myndir—Veldu Já ef þú vilt skoða mynd eftir
að hún er tekin, eða Nei ef þú vilt strax halda áfram að taka
myndir.
Aukin stækkun (aðeins í aðalmyndavél)—Veldu Kveikt
(samfelld) til að stighækkandi súmm sé samfellt milli
stafrænnar og aukinnar stafrænnar stillingar eða Kveikt
(í bið) til að hlé verði á súmmaukningu milli stafrænnar
og aukinnar stafrænnar stillingar. Ef þú vilt takmarka
stækkunina þannig að myndgæðin minnki ekki skaltu velja
Slökkt.
Afturköllun á flökti—Veldu 50Hz eða 60Hz.
Lokarahljóð—Veldu tóninn sem heyrist þegar myndir
eru teknar.
Minni í notkun—Veldu hvar myndir eru vistaðar.
Nokkrar myndir teknar í röð
Aðeins er hægt að velja Myndaröð í aðalmyndavélinni.
Til að stilla myndavélina þannig að hún taki allt að sex
myndir í röð (ef nægilegt minni er til staðar) skaltu velja
Valkostir > Myndaröð.
Ýttu á myndatökutakkann til að taka myndir.
Eftir að myndirnar hafa verið teknar eru þær birtar í töflu
á skjánum. Mynd er skoðuð með því að ýta á til að
opna hana.
Einnig er hægt að taka nokkrar myndir í röð með sjálfvirkri
myndatöku.
Ýttu á myndatökutakkann til að fara aftur í myndgluggann
með myndaröðinni.
Myndavél
27
Þú með á myndinni—sjálfvirk
myndataka
Aðeins er hægt að stilla á sjálfvirka myndatöku
Myndavél
í aðalmyndavélinni.
Notaðu sjálfvirka myndatöku til að seinka myndatökunni
svo þú getir verið með á myndinni. Til að stilla tíma
sjálfvirkrar myndatöku skaltu velja Valkostir > Sjálfvirk
myndataka > 2 sekúndur, 10 sekúndur eða 20
sekúndur. Veldu Virkja til að kveikja á sjálfvirku
myndatökunni. Vísirinn fyrir sjálfvirka myndatöku ()
blikkar og tækið gefur frá sér hljóðmerki meðan tíminn
líður. Myndavélin tekur myndina eftir að tíminn er liðinn.
Einnig er hægt að nota sjálfvirka myndatöku fyrir
myndaraðir.
Ábending! Veldu Valkostir > Sjálfvirk myndataka >
2 sekúndur til að minnka líkurnar á því að myndin
verði hreyfð.
Flass
Aðeins er hægt að stilla á flass í aðalmyndavélinni.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má
nota flassið á fólk eða dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má
hylja flassið þegar mynd er tekin.
Myndavélin notar ljósdíóðu-flass þegar lýsing er lítil. Hægt
er að velja eftirfarandi stillingar fyrir flassið: Sjálfvirkt
(), Kveikt ( ) og Slökkt ().
Til að skipta milli stillinga skaltu ýta á flasstakkann.
Uppsetningarstillingar—stilling lýsingar
og lita
Til að gera myndavélinni kleift að greina betur liti og
lýsingu eða til að bæta inn áhrifum í myndir eða
hreyfimyndir skaltu fletta gegnum tækjastikuna og velja
úr eftirfarandi valkostum:
Myndumhverfi—Veldu myndumhverfi sem hentar þeim
stað þar sem þú tekur myndir. Fyrir hvert myndumhverfi
eru ákveðnar stillingar fyrir lýsingu sem hæfa því.
Ljósgafi—Veldu birtuskilyrði af listanum. Þetta gerir
myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.
Leiðrétting á lýsingu (aðeins fyrir myndir)—Stilltu
leiðréttingu á lýsingu myndavélarinnar.
Litáferð—Veldu áferðina af listanum.
Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar
og sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða
hreyfimyndarinnar verður.
Hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða myndavél
hefur verið valin.
28
Uppsetningarstillingarnar eiga aðeins við um
aðalmyndavélina. Aðrar stillingar gilda um kyrrmynda- og
hreyfimyndastöðu og haldast óbreyttar þótt skipt sé um
stöðu.
Myndumhverfi
Myndumhverfi hjálpa þér við að finna réttu stillingarnar
fyrir liti og lýsingu. Veldu rétt myndumhverfi af listanum
fyrir myndir eða hreyfimyndir. Stillingarnar fyrir hvert
myndumhverfi henta því sérstaklega.
Myndumhverfi er aðeins að finna í aðalmyndavélinni.
Flettu gegnum tækjastikuna og veldu myndumhverfi fyrir
hreyfi- eða kyrrmyndir.
Sjálfgefna stillingin fyrir myndumhverfi er Sjálfvirkt.
Til að búa til þitt eigið myndumhverfi fyrir tilteknar
aðstæður skaltu velja Notandi tilgreinir > Valkostir >
Breyta. Í myndumhverfi sem notandi skilgreinir er hægt að
velja mismunandi stillingar fyrir lýsingu og liti. Hægt er að
afrita stillingar úr öðru myndumhverfi með því að velja
Byggt á myndumhverfi og svo stillinguna.
Myndavél
29
Gallerí
30
Gallerí
Til að vista og vinna með myndir, hreyfimyndir, hljóðskrár,
spilunarlista og straumspilunartengla, eða til að deila
skrám með öðrum samhæfum UPnP-tækjum (Universal
Plug and Play) á þráðlausu staðarneti, skaltu ýta á og
velja Gallerí. Til að opna galleríið í forritinu Myndavél
skaltu velja Valkostir > Opna Gallerí. Í Myndavél er
aðeins hægt að opna möppuna Myn. & hr.m..
Ábending! Til að skipta frá Gallerí yfir í myndavélina
skaltu í Myn. & hr.m. möppunni ýta á myndatökutakkann
eða myndavélartakkann, eða velja Valkostir > Ræsa
myndavél.
Veldu Myn. & hr.m. , Lög , Hljóðinnskot ,
Straumtenglar , Kynningar , Allar skrár
eða Heimanet og ýttu á til að ræsa það.
Myndinnskot, .ram-skrár og straumspilunartenglar eru
opnaðir og spilaðir í forritinu RealPlayer. Sjá „RealPlayer“
á bls. 78. Þú getur líka búið til albúm, og merkt hluti og
bætt þeim við albúmin. Sjá „Albúm“ á bls. 35.
Skrá er opnuð með því að ýta á . Hreyfimyndir opnast
í RealPlayer og tónlist og hljóðinnskot í Tónlistarsp..
Sjá „Myndir og hreyfimyndir skoðaðar“ á bls. 31.
Til að afrita eða flytja skrár yfir á samhæft minniskort
(ef slíkt kort er í tækinu) eða minni tækisins skaltu velja
skrá og síðan Valkostir > Afrita og færa. Veldu Afrita á
minniskort eða Færa á minniskort. Veldu Afrita í minni
síma eða Færa í minni síma.
Skrár sem eru vistaðar á minniskortinu (ef það er í tækinu)
eru táknaðar með . Skrár sem eru geymdar í minni
tækisins eru táknaðar með .
Til að minnka myndir sem þú hefur afritað á annan stað,
t.d. á samhæfa tölvu, skaltu velja Valkostir > Flutningur
og minni > Smækka. Til að minnka upplausn myndar niður
í í 640x480 skaltu velja Smækka. Til að auka minnið þegar
þú ert búinn að afrita hluti á annan stað eða annað tæki
skaltu velja skrá og Valkostir > Flutningur og minni >
Laust minni. Sjá „Öryggisskrár“ á bls. 42.
Til að hlaða niður skrám í Gallerí í eina af helstu
möppunum með vafranum skaltu velja Sækja myndir,
Sækja hreyfim., Sækja lög eða Sækja hljóð. Vafrinn
opnast og þú getur valið bókamerki fyrir síðuna sem þú
vilt hlaða niður af.
Til að deila skrám sem eru vistaðar í Gallerí með
samhæfum UPnP-tækjum á staðarneti þarf fyrst að búa til
og stilla internetaðgagnsstað fyrir staðarnetið og svo að
stilla forritið Heimanet. Sjá „Þráðlaust staðarnet“ á
bls. 17.
Loading...
+ 101 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.