Nokia, Nokia Connecting People, Eseries, No kia E75 og N-Gage eru vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia Corporation. Nokia tune er tónmerki Nokia
Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda
Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu öllu er óheimil nema að fyrirfram fengnu skriflegu samþykki
Nokia. Nokia framfylgir stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia áskilur sér rétt til að gera breytingar og úrbætur á hvers konar vöru sem getið er
Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir að varan RM-412 er í samræmi við grunnkröfur og aðrar kröfur sem gerðar
eru í tilskipun 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu um samkvæmni er að finna á slóðinni http://www.nokia.com/phones/
declaration_of_conformity/.
kóðaðar samkvæmt staðlinum MPEG-4 Visual Standard af neytanda í persónulegum tilgangi og án viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í tengslum við
MPEG-4 hreyfimynd sem fengin er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar annarrar notkunar.
Viðbótarupplýsingar, sem varða til dæmis notkun í auglýsingum, innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.
AÐ ÞVÍ MARKI SEM VIÐEIGANDI LÖG LEYFA SKAL NOKIA EÐA EINHVERJIR AF LEYFISVEITENDUM ÞESS UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ
VEGNA TAPS Á GÖGNUM, TEKJUTJÓNI EÐA Á NEINU SÉRSTÖKU, TILVILJANAKENNDU, AFLEIDDU EÐA ÓBEINU TJÓNI HVERNIG SEM ÞAÐ VILL TIL.
INNTAK ÞESSA SKJALS ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“. UMFRAM ÞAÐ, ER LÖG ÁSKILJA, ER ENGIN ÁBYRGÐ VEITT, HVORKI BERUM ORÐUM NÉ
UNDIRSKILIN, Á NÁKVÆMNI, ÁREIÐANLEIKA EÐA INNTAKI ÞESSA SKJALS. Á ÞAÐ MEÐAL ANNARS, EN EKKI EINGÖNGU, VIÐ UM SÖLUHÆFNI EÐA ÁBYRGÐ Á AÐ
VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN. NOKIA Á SKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ ENDURSKOÐA SKJALIÐ EÐA DRAGA ÞAÐ TIL BAKA HVENÆR SEM ER ÁN UNDANGENGINNAR
TILKYNNINGAR.
Bakhönnun (e. reverse engineering) hugbúnaðar í tækinu er bönnuð eins og lög segja til um. Að því marki er þessi notendahandbók inniheldur
einhverjar takmarkanir á fyrirsvari, ábyrgðum og skaðabótaskyldu Nokia, auk takmarkana á fjárhæð skaðabóta, skulu þær takmarkanir einnig ná til
sérhvers fyrirsvars, ábyrgða og skaðabótaskyldu leyfisveitanda Nokia, auk takmarkana á fjárhæð skaðabóta.
Framboð á tilteknum vörum, forritum og þjónustu fyrir þessar vörur getur verið breytilegt eftir svæðum. Kannaðu það, ásamt tungumálavalkostum,
hjá Nokia söluaðila. Tæki þetta kann að innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem lýtur útflutningslögum og reglugerðum í Bandaríkjunum og öðrum
löndum. Breytingar á flutningsleiðum sem ekki samræmast lögum eru óheimilar.
TILKYNNING FRÁ FCC/INDUSTRY CANADA
Tækið þitt getur valdið truflunum á sjónvarpi eða útvarpi (til dæmis þegar sími er notaður nálægt viðtökutæki). FCC eða Industry Canada geta krafist
þess að þú hættir að nota símann ef ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar truflanir. Ef þú þarft aðstoð skaltu hafa samband við þjónustuaðila í nágrenni
við þig. Þetta tæki er í samræmi við 15. hluta af reglum FCC. Notkun þess er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) Tækið má ekki valda skaðlegum
truflunum; og (2) tækið verður að taka við öllum truflunum sem það verður fyrir, þ.m.t. truflunum sem geta valdið óæskilegri virkni þess. Sérhverjar
breytingar sem Nokia hefur ekki samþykkt berum orðum geta ógilt heimild notandans til notkunar búnaðarins.
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt
getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal
alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.
ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU
Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun
þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún
kann að valda truflunum eða hættu.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum.
Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra
ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal
ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir
truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM
SVÆÐUM
Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á
tækinu um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum,
efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem
verið er að sprengja.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp
eða gera við þessa vöru.
AUKABÚNAÐUR OG RAFHLÖÐUR
Aðeins má nota samþykktan aukabúnað og
rafhlöður. Ekki má tengja saman ósamhæf
tæki.
VATNSHELDNI
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er
samþykkt til notkunar í (E)GSM 850, 900, 1800 og 1900
símkerfi og UMTS 900/1900/2100 HSDPA símkerfi.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Tækið styður nokkrar tengingaraðferðir og eins og við
á um tölvur gæti það verið berskjaldað fyrir vírusum og
öðru skaðlegu efni. Fara skal með gát við meðhöndlun
skilaboða, tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal.
Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og hugbúnað
frá áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlegt
öryggi og vörn, líkt og Symbian Signed hugbúnað eða
hugbúnað sem hefur staðist Java Verified™ prófun. Þú
ættir að íhuga að setja vírusvarnarhugbúnað og annan
öryggishugbúnað upp í tækinu og tölvum sem tengjast
við það.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á
netsíður þriðju aðila sem gætu gert þér kleift að
nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia
Öryggi
7
leggur hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á
þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu huga að öryggi og
efni.
Öryggi
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,
annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki
skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja
getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða
staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi
annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna
höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða
flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar
upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa
notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar
um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en
á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í
notendahandbókinni.
Office-forrit
Office-forritin styðja helstu eiginleika Microsoft Word,
PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP, 2003
og 2007). Ekki eru öll snið studd.
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera
áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt
að nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir
suma eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á
sérstaka skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta
felur í sér sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá
þjónustuveitu þinni um gjöld á heimaneti þínu og
þegar reiki er notað á öðrum netum. Þú getur fengið
upplýsingar um gjöld hjá þjónustuveitunni. Sum
netkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif
á hvernig hægt er að nota tiltekna eiginleika tækisins
og krefjast netþjónustu á borð við stuðning við tiltekna
tækni eins og WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL)
sem fara eftir TCP/IP samskiptareglum og ýmsum
sérstöfum í tungumálum.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar
aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í
tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í
tækinu gætu atriði einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á
valmyndum, skipanir og tákn.
8
Stuttur leiðarvísir
Nokia E75 er viðskiptatæki sem getur einnig komið að
notum í frítíma.
Lestu fyrstu blaðsíðurnar til að hefjast handa og notaðu
síðan afganginn af handbókinni til að lesa um hvað
nýjar aðgerðir í Nokia E75 geta boðið upp á.
SIM-kort, rafhlaða,
hleðsla, minniskort
Púslaðu hlutunum saman og byrjaðu að nota Nokia
E75.
SIM-korti og rafhlöðu komið
fyrir
1. Láttu bakhlið tækisins snúa að þér, losaðu um
sleppitakkann og lyftu bakhliðinni til að opna
tækið.
Stuttur leiðarvísir
3. Settu inn SIM-kortið. Snertiflötur kortsins þarf að
snúa að tengjum tækisins og skáhornið á SIMkortinu þarf að vísa að efri hlið tækisins.
4. Tryggðu að rafskaut rafhlöðunnar snerti
samsvarandi nema í rafhlöðuhólfinu og settu hana
inn í þá átt sem örin sýnir.
2. Ef rafhlaðan er í tækinu er hún fjarlægð með því að
lyfta henni í áttina sem örin vísar.
5. Settu bakhliðina á.
9
Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef tækið
Stuttur leiðarvísir
sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu
fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við tækið og
síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú
getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef
rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar
til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er
að hringja.
Ábending: Ef þú notar eldri og samhæfa gerð af
10
Nokia-hleðslutæki geturðu notað það með
Nokia E75 tækinu með því að tengja CA-44
millistykkið við hleðslutækið. Millistykkið er
fáanlegt sérstaklega.
USB-hleðsla
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er
ekki til staðar. Það tekur lengri tíma að hlaða tækið
með USB-snúru.
Það er einnig hægt að flytja gögn á meðan tækið er
hlaðið þegar USB-snúra er notuð.
1. Tengja samhæft USB-tæki við tækið með samhæfri
USB-snúru.
Það fer eftir tækinu sem notað er til hleðslu hve
langur tími líður þar til hleðslan hefst.
2. Ef kveikt er á tækinu velurðu USB-stillingu.
Minniskorti komið fyrir
Notaðu minniskort til að spara minni tækisins. Einnig
er hægt að taka afrit af upplýsingunum í tækinu og
vista þær á minniskortinu.
Aðeins skal nota samhæf microSD-kort sem Nokia hefur
samþykkt til notkunar í þessu tæki. Nokia notar
minniskort samkvæmt viðurkenndum stöðlum, en ekki
er víst að öll önnur vörumerki séu alveg samhæf þessu
tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og
skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Geyma skal öll minniskort þar sem börn ná
ekki til.
Upplýsingar um samhæfni minniskorta fást
hjá framleiðanda þeirra eða söluaðila.
Samhæft minniskort gæti fylgt með frá
söluaðila. Verið getur að minniskortið hafi þegar verið
sett í tækið. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1. Opnaðu lok minniskortsraufarinnar.
2. Settu minniskortið inn í raufina með snertiflötinn á
undan. Gakktu úr skugga um að snerturnar snúi að
tengjum tækisins.
3. Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
4. Lokaðu minniskortsraufinni.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar
verið er að nota það í aðgerð. Það gæti skaðað kortið
og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
1. Ýttu stutt á rofann og veldu Fjarlægja
minniskort.
2. Opnaðu lok minniskortsraufarinnar.
3. Ýttu á enda minniskortsins til losa það úr raufinni
og taktu það úr.
4. Lokaðu minniskortsraufinni.
Kveikt á tækinu í
fyrsta skipti
1. Haltu rofanum inni þar til þú
finnur tækið titra.
2. Ef beðið er um það skaltu slá
inn PIN-númerið eða
læsingarnúmerið og velja Í lagi.
3. Ef beðið er um það skaltu slá inn borgina þar sem
þú ert staddur/stödd ásamt tímanum og
dagsetningunni. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni
landsins til að velja það. Mikilvægt er að velja rétt
land þar sem tímasett dagbókaratriði geta breyst
ef þú breytir landi síðar meir og nýja landið er í öðru
tímabelti.
4. Forritið Uppsetning síma opnast. Veldu valkost eða
veldu Nei til að loka forritinu. Til að opna forritið
Uppsetning síma síðar velurðu Valmynd >
Hjálp > Upps. síma.
Til að setja upp spjall og netsímtöl notarðu
uppsetningarhjálpina á heimaskjánum.
Notaðu hjálparforritin sem eru tiltæk á heimaskjánum
og stillingarforritið til að velja stillingar tækisins. Þegar
kveikt er á tækinu kann það að bera kennsl á
símafyrirtæki SIM-kortsins og velja einhverjar stillingar
sjálfkrafa. Þú getur einnig fengið réttar stillingar hjá
þjónustuveitunni þinni.
Hægt er að kveikja á tækinu án þess að SIM-kort sé í
tækinu. Tækið ræsir sig í sniði án tengingar og ekki er
hægt að nota símaaðgerðir sem krefjast tengingar við
símkerfi.
Stuttur leiðarvísir
11
Slökkt er á tækinu með því að halda inni rofanum.
Takkar og hlutar
Takkar og hlutar
Stuttur leiðarvísir
1 — Ljósnemi
2 — Eyrnatól
3 — Navi™ takki (hér eftir kallaður skruntakki). Ýttu á
skruntakkann til að velja, fletta til vinstri, hægri, upp
eða niður á skjánum. Haltu skruntakkanum inni til að
fletta hraðar.
4 — Heimatakki
5 — Valtakki. Ýttu á valtakkann til að framkvæma
aðgerðina sem er sýnd fyrir ofan hann.
6 — Hringitakki
12
7 — Dagbókartakki
8 — Tengi fyrir hleðslutæki
9 — Tölvupósttakki
10 — Rofi/hætta-takki Haltu takkanum inni til að
kveikja og slökkva á tækinu. Ýttu á hætta-takkann til
að hafna símtali eða ljúka símtali og símtölum í bið eða
haltu honum niðri til að ljúka gagnatengingum.
11 — Valtakki
12 — Backspace-takki. Ýttu á takkann til að eyða
heimaskjáinn úr
opnu forriti.
Opnaðu
valmyndina
þegar þú ert á
heimaskjánum.
Opna
dagbókarforritið
. Opnaðu
heimaskjáinn
þegar þú ert í
dagbókarforritin
u.
Opna sjálfgefið
pósthólf.
Opnaðu
heimaskjáinn
þegar þú ert í
sjálfgefnu
pósthólfi.
inni
Skoða lista yfir
virk forrit.
Búa til nýtt
fundaratriði.
Býr til nýjan
tölvupóst.
Stuttur leiðarvísir
13
Lyklaborð
Tækið þitt er með lyklaborð. Renndu
lyklaborðinu út til að opna það. Í
öllum forritum snýst skjárinn
sjálfkrafa úr andlitsmynd í
landslagsmynd þegar lyklaborðinu
er rennt út.
Stuttur leiðarvísir
1 — Virknitakki. Til að setja inn tölur eða stafi sem eru
prentaðir efst á takkana, heldurðu virknitakkanum inni
og ýtir á viðkomandi takka eða heldur aðeins
viðkomandi takka inni. Til að slá aðeins inn stafina sem
eru prentaðir efst á takkana, ýtirðu tvisvar á
virknitakkann. Til að skipta aftur yfir í venjulega
stillingu ýtirðu aftur á virknitakkann.
2 — Skiptitakki. Ýttu á skiptitakkann til að skipta á milli
há- og lágstafa. Ýttu tvisvar í röð á skiptitakkann til að
slá aðeins inn há- eða lágstafi.
3 — Chr-takki. Þegar þú skrifar texta skaltu halda chr-
takkanum inni til að setja inn stafi sem eru ekki á
lyklaborðinu.
4 — Biltakki
5 — Ctrl-takki. Til að nota flýtivísanir ctrl-takkans, t.d.
ctrl + C.
14
6 — Bakktakki
Til að opna stillingar fyrir opnun og lokun símans
velurðu Valmynd > Stjórnborð > Stillingar og
Almennar > Opnun og lokun síma.
Tökkunum læst
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt
að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í
tækið.
Takkaborðið læsist sjálfkrafa til að koma í veg fyrir að
eitthvað gerist þegar ýtt er óvart á takkana. Til að
breyta tímanum sem líður þar til takkaborðið læsist
velurðu Valmynd > Stjórnborð > Stillingar og
Þegar heimaskjárinn er opinn er
tökkunum læst handvirkt með
því að ýta á vinstri valtakkann og
svo á *.
Takkarnir eru opnaðir aftur með
því að ýta á vinstri valtakkann og
svo á *.
Aukabúnaður
Hægt er að tengja tækið við ýmsan samhæfan
aukabúnað. Leitaðu upplýsinga um samþykktan
aukabúnað hjá söluaðila símans.
Höfuðtólið tengt
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur það
skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota
höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Tengdu samhæfa höfuðtólið við höfuðtólstengi
símans.
Úlnliðsband fest
Þræddu úlnliðsbandið og hertu
að.
Heimaskjár
Á heimaskjánum geturðu opnað þau forrit sem þú
notar mest og séð hvort þú hafir misst af símtölum eða
fengið ný skilaboð.
Þegar þú sérð táknið
lista yfir tiltækar aðgerðir. Listanum er lokað með því
að fletta til vinstri.
Heimaskjárinn
inniheldur
eftirfarandi:
1. Flýtivísar forrita.
Veldu flýtivísun
forrits til að
opna það.
2.
Upplýsingasvæði. Til að athuga hlut sem birtist á
upplýsingasvæðinu velurðu hann.
3. Tilkynningasvæði. Til að skoða tilkynningar skaltu
fletta að hólfi. Hólfin eru aðeins sýnileg ef atriði eru
í þeim.
flettirðu til hægri til að nálgast
Stuttur leiðarvísir
15
Þú getur tilgreint tvo mismunandi heimaskjái fyrir
mismunandi tilgang, til dæmis einn skjá til að sýna
vinnutengdan tölvupóst og tilkynningar og annan sem
sýnir einkatölvupóstinn þinn. Með þessum hætti þarftu
ekki að skoða vinnutengdan tölvupóst utan vinnutíma.
Til að skipta á milli heimaskjáanna skaltu velja
Til að tilgreina hvaða atriði og flýtivísa þú vilt hafa á
heimaskjánum og til að stilla útlit heimaskjásins
velurðu Valmynd > Stjórnborð og Stöður.
Stuttur leiðarvísir
Nokia-símaflutningur
Flutningur efnis
Hægt er að nota forritið Símaflutningur til að afrita
gögn eins og símanúmer, heimilisföng,
dagbókarfærslur og myndir úr gamla Nokia-tækinu yfir
í það nýja.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að flytja
úr því. Ef tækið styður samstillingu er einnig hægt að
samstilla gögn milli tækja. Tækið gerir viðvart ef hitt
tækið er ekki samhæft.
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-kort
sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Þegar kveikt
er á tækinu án SIM-korts er ótengda sniðið sjálfkrafa
valið og flutningur getur farið fram.
16
Efni flutt í fyrsta skipti
1. Til að sækja gögn af hinu tækinu í fyrsta skipti
skaltu velja Símaflutn. í símauppsetningunni eða
velja Valmynd > Stjórnborð > Símaflutn..
2. Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja
.
gögn. Bæði tækin verða að styðja tengigerðina.
3. Ef þú hefur valið Bluetooth sem tengiaðferð skaltu
tengja tækin saman. Veldu Áfram til að láta tækið
leita að tækjum með Bluetooth-tengingu. Veldu
tækið sem þú vilt flytja efni úr. Beðið er um að þú
sláir inn kóða í tækið þitt. Sláðu inn kóða (1-16
tölustafi að lengd) og veldu Í lagi. Sláðu inn sama
kóða í hitt tækið og veldu Í lagi. Þá eru tækin pöruð.
Ekki er víst að sumar eldri útgáfur Nokia-tækja séu
með Símaflutningsforritið. Þá er forritið sent í hitt
tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er sett
upp í hinu tækinu með því að opna skilaboðin og
fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
4. Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr
hinu tækinu.
Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á
samsvarandi stað í tækinu þínu. Flutningstíminn veltur
á því gagnamagni sem er afritað.
Efni samstillt, sótt eða sent
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Símaflutn..
Eftir fyrsta flutninginn skaltu velja úr eftirfarandi til að
hefja nýjan flutning (veltur á gerð tækisins):
til að samstilla efni milli tækisins og hins tækisins,
ef hitt tækið styður samstillingu. Samstillt er í báðar
áttir. Ef efni er eytt í öðru tækinu eyðist það í báðum
tækjunum. Ekki er hægt að endurheimta eydda hluti
með samstillingu.
til að sækja gögn úr hinu tækinu og setja í tækið
þitt. Þegar efni er sótt eru það flutt úr hinu tækinu í
tækið þitt. Það kann að vera beðið um að upphaflega
efnið verði geymt eða því eytt, allt eftir því af hvaða
gerð hitt tækið er.
til að senda gögn úr þínu tæki í hitt tækið.
Ef ekki er hægt að senda hlut er hægt að setja hann í
Nokia möppuna í C:\Nokia eða E:\Nokia á tækinu (fer
eftir gerð tækisins). Þegar þú velur möppu til flutnings
eru hlutir í samsvarandi möppu hins tækisins
samstilltir og öfugt.
Notkun flýtivísa við að endurtaka flutning
Þegar gagnflutningi er lokið er hægt að vista flýtivísi í
flutningsstillingarnar á aðalskjánum til að endurtaka
sama flutning síðar.
Til að breyta flýtivísinum velurðu Valkostir >
Stillingar flýtivísis. Til dæmis er hægt að búa til eða
breyta heiti flýtivísis.
Flutningsskrá birtist eftir hvern flutning. Hægt er að sjá
skrá síðasta flutnings með því að velja flýtivísun á
aðalskjánum og Valkostir > Skoða notkunarskrá.
Meðhöndlun flutningsárekstra
Ef hlut sem á að flytja hefur verið breytt í báðum
tækjum reynir þetta tæki sjálfkrafa að sameina
breytingarnar. Ef það er ekki hægt kallast það
flutningsárekstur. Veldu Skoða hvern fyrir sig, Forg.
í þennan síma eða Forg. í hinn símann til að leysa
áreksturinn.
Uppsetning á
tölvupósti
Nokia Eseries tækið vinnur á sama tíma og þú og á
sama hraða. Samstilltu tölvupóstinn, tengiliði og
dagbók - hratt og auðveldlega með háhraðatengingu.
Þegar þú setur upp pósthólfið gæti verið beðið um
eftirfarandi upplýsingar: Notandanafn, gerð
tölvupósts, miðlara móttekins pósts, gátt miðlara fyrir
móttekinn póst, miðlara fyrir sendan póst , gátt miðlara
fyrir sendan póst, lykilorð og aðgangsstað.
Með póstuppsetningunni er hægt að setja upp
fyrirtækjapósthólf, t.d. Microsoft Exchange eða
netpóstreikning á borð við Gmail. Uppsetningin styður
POP/IMAP og ActiveSync samskiptareglur.
Ef þú ert að setja upp fyrirtækispóst skaltu hafa
samband við tölvudeild fyrirtækisins til að fá frekari
upplýsingar áður en þú byrjar á uppsetningunni. Ef þú
ert að setja upp tölvupóstinn skaltu fara á vefsíðu
tölvupóstveitunnar þinnar til að fá frekari upplýsingar.
Opnaðu póstuppsetninguna með því að gera
eftirfarandi:
1. Veldu póstuppsetninguna á heimaskjánum.
2. Færðu inn tölvupóstfangið þitt og lykilorð. Ef
uppsetningin getur ekki stillt tölvupóstinn
sjálfkrafa þarftu að velja gerð tölvupósthólfsins og
færa inn tengdar pósthólfsstillingar.
Stuttur leiðarvísir
17
Ábending: Ef þú hefur ekki stillt pósthólfið
skaltu ýta á tölvupóststakkann til að ræsa
tölvupóstsuppsetninguna.
Ef tækið inniheldur aðra tölvupóstbiðlara, eru þeir
boðnir þér þegar þú ræsir póstuppsetninguna.
Loftnet
Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal
óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda
Stuttur leiðarvísir
eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á
sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku
og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
Nokia PC Suite
Nokia PC Suite inniheldur ýmis forrit sem hægt er að
setja upp á samhæfri tölvu. Nokia PC Suite setur öll
tiltæk forrit í sérstakan glugga þar sem hægt er að
keyra þau. Hægt er að setja Nokia PC Suite upp af
minniskorti tækisins.
Hægt er að nota Nokia PC Suite til að samstilla tengilið i,
dagbók, verkefni og aðra minnismiða milli tækisins og
18
samhæfs tölvuforrits, svo sem Microsoft Outlook eða
Lotus Notes. Einnig er hægt að nota Nokia PC Suite til
að samstilla bókamerki milli tækisins og samhæfra
vafra og flytja myndir og myndskeið milli tækisins og
samhæfrar tölvu.
Til athugunar: Skoðaðu stillingar samstillingar.
Þær stillingar sem eru valdar stjórna því hvort
gagnaeyðing er hluti af hefðbundinni samstillingu.
Til að nota Nokia PC Suite þarf tölvu sem keyrir á
Microsoft Windows XP (SP1 eða SP2) eða Windows Vista
og er með USB-tengi eða Bluetooth-tengingu.
Nokia PC Suite virkar ekki með Macintosh.
Nánari upplýsingar um Nokia PC Suite eru í
hjálparhlutanum eða heimasíðu Nokia.
Uppsetning Nokia PC Suite:
1. Gakktu úr skugga um að minniskortið sé í Nokia
E75 .
2. Tengdu USB-snúruna. Tölvan finnur nýja tækið og
setur upp nauðsynlega rekla. Þetta getur tekið
nokkrar mínútur.
3. Veldu Gagnaflutningur sem USB-tengiaðferð í
tækinu. Tækið er merkt sem Removable Disk (laus
diskur) í möppuglugga Windows.
4. Opnaðu rót minniskortsins í möppuglugga
Windows og veldu uppsetninguna á PC Suite.
5. Þá hefst uppsetningin. Fylgdu leiðbeiningunum
sem birtast.
Ábending: Ef þú vilt uppfæra Nokia PC Suite eða
ef vandræði eru í uppsetningu Nokia PC Suite af
minniskortinu skaltu afrita uppsetningarskrána
yfir á tölvuna og ræsa hana þaðan.
Ábendingar um
hagkvæma notkun
Skipt er um snið með því að ýta á rofann í stutta stund.
Til að fara aftur í sniðið Án hljóðs heldurðu takkanum
# inni.
Ef þú vilt leita að hlutum í tækinu eða á netinu
(sérþjónusta) skaltu velja Valmynd > Forrit > Leit.
Þegar vafrað er um vefsíður með vafranum eða um kort
í kortaforritinu skaltu ýta á * til að auka aðdrátt og #
til að minnka hann.
Stuttur leiðarvísir
19
Finna hjálp
Þjónusta
Finna hjálp
Ef þú vilt læra meira um hvernig nota á vöruna eða þú
ert ekki viss um hvernig tækið virkar geturðu fundið
nánari upplýsingar á slóðinni www.nseries.com/
support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu,
www.nokia.mobi/support (í farsíma) í hjálparforriti
tækisins eða notendahandbókinni.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af
eftirfarandi:
• Endurræstu tækið: slökktu á tækinu og taktu
rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja
rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
• Settu aftur upp upprunalegu stillingarnar eins og
lýst er í notendahandbókinni. Skjölum og skrám
verður eytt við endurstillingu og því skaltu taka afrit
fyrst.
• Uppfærðu hugbúnað tækisins reglulega eins og
útskýrt er í notandahandbókinni til að fá bestu
afköst og nýja eiginleika.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við
Nokia. Sjá www.nokia.com/repair. Ávallt skal taka
öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í
viðgerð.
20
Fjarstillingar
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Sími > Stj. tækis.
Með stjórnanda tækis er hægt að stjórna stillingum,
gögnum og hugbúnaði í tækinu úr fjarlægð.
Þú getur tengst miðlara og fengið sendar stillingar fyrir
tækið þitt. Þú getur fengið miðlarasnið og mismunandi
stillingar frá þjónustuveitunni þinni eða
upplýsingadeild. Stillingarnar kunna að innihalda
tengistillingar og aðrar stillingar fyrir mismunandi
forrit í tækinu. Mismunandi getur verið hvaða valkostir
eru í boði.
Fjarstillingartengingin er venjulega ræst af
miðlaranum þegar uppfæra þarf stillingar tækisins.
Til að búa til nýtt miðlarasnið skaltu velja Valkostir >
Miðlarasnið > Valkostir > Nýtt miðlarasnið.
Þú færð e.t.v. þessar stillingar frá þjónustuveitanda
þínum í stillingarboðum. Ef ekki skaltu skilgreina
eftirfarandi:
• Nafn miðlara — Færðu inn heiti stillingamiðlarans.
• Auðkenn.nr. netþjóns — Færðu inn auðkenni
stillingamiðlarans.
• Lykilorð miðlara — Sláðu inn lykilorð til að
miðlarinn beri kennsl á tækið þitt.
• Aðgangsstaður — Veldu aðgangsstað sem nota á
með tengingunni, eða búðu til nýjan aðgangsstað.
Þú getur einnig valið að beðið sé um aðgangsstað í
hvert sinn sem þú tengist. Þessi stilling er aðeins í
boði ef þú hefur valið Internet sem gerð
flutningsmáta.
• Heimaveffang — Færðu inn veffang
stillingamiðlarans.
• Gátt — Færðu inn gáttarnúmer miðlarans.
• Notandanafn og Lykilorð — Sláðu inn
notandanafnið og aðgangsorðið að
stillingamiðlaranum.
• Leyfa stillingar — Veldu Já til að leyfa miðlaranum
að hefja stillingalotu.
• Samþ. allar sjálfkrafa — Veldu Já ef þ ú vilt ekki að
miðlarinn biðji þig um staðfestingu þegar hann
hefur stillingalotu.
• Sannvottun símkerfis — Veldu hvort nota á http-
sannvottun.
• Notandanafn símkerfis og Lykilorð
símkerfis — Sláðu inn notandanafn og aðgangsorð
fyrir http-sannvottun. Þessi stilling er aðeins í boði
ef þú hefur valið að nota Sannvottun símkerfis.
Til að tengjast miðlaranum og taka við stillingum fyrir
tækið þitt velurðu Valkostir > Hefja stillingu.
Til að skoða stillingaskrá valins sniðs velurðu
Valkostir > Skoða notk.skrá.
Til að uppfæra hugbúnað tækisins með ljósvakaboðum
velurðu Valkostir > Leita að uppfærslum.
Uppfærslan eyðir ekki stillingum þínum. Þegar þú
móttekur uppfærslupakkann í tækinu skaltu fylgja
leiðbeiningunum á skjánum. Tækið er endurræst þegar
uppsetningunni er lokið. Það að hlaða
hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar
gagnasendingar (sérþjónusta). Gættu að því að
rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu
hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.
Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið meðan á
hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að
hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að
uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið
endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður en
uppfærsla er samþykkt.
Uppfærsla
hugbúnaðar með
tölvu
Hugbúnaðaruppfærslur geta falið í sér nýja eiginleika
og bættar aðgerðir sem ekki voru fáanlegar þegar
tækið var keypt. Uppfærsla á hugbúnaði getur einnig
bætt afköst tækisins.
Nokia Software Updater er tölvuforrit sem gerir þér
kleift að uppfæra hugbúnaðinn í tækinu. Til að uppfæra
hugbúnaðinn í tækinu þarf samhæfa tölvu, háhraða
internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að
tengja tækið við tölvuna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar, skoða athugasemdir
fyrir nýjustu hugbúnaðarútgáfur og sækja Nokia
Software Updater forritið er að finna á
www.nokia.com/softwareupdate eða vefsvæði Nokia í
þínu landi.
Gerðu eftirfarandi til að uppfæra hugbúnað tækisins:
1. Sæktu Nokia Software Updater forritið í tölvuna og
settu það upp.
Finna hjálp
21
2. Tengdu tækið við tölvuna með USB-gagnasnúru og
opnaðu Nokia Software Updater forritið. Nokia
Software Updater forritið leiðbeinir þér við að taka
öryggisafrit af skránum þínum, uppfæra
hugbúnaðinn og endurheimta skrárnar.
Finna hjálp
Hjálpartexti tækisins
Önnur forrit
Í tækinu eru forrit frá Nokia, sem og frá öðrum
hugbúnaðarframleiðendum, sem tryggja að þú fáir
meira út úr tækinu. Þessum forritum er lýst í
bæklingunum sem tiltækir eru á þjónustusíðunum á
www.nokia.com/support eða vefsvæði Nokia í
heimalandi þínu.
Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin
sem fylgja því.
Til að opna hjálpartexta í aðalvalmyndinni velurðu
Valmynd > Hjálp > Hjálp og forritið sem þú vilt fá
leiðbeiningar um.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til
að skoða viðkomandi hjálpartexta.
Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að
lesa leiðbeiningarnar velurðu Valkostir > Minnka
leturstærð eða Auka leturstærð.
Í lok hvers hjálpartexta eru tenglar að svipuðu efni. Ef
þú velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring.
Hjálpartextar nota eftirfarandi vísa:
tengdu efni.
Þegar þú lest fyrirmælin geturðu skipt á milli
hjálpartexta og forrits sem er opið í bakgrunni með því
að velja Valkostir > Sýna opin forrit og viðeigandi
forrit.
Tengill að forritinu sem fjallað er um.
22
Tengill að
Stillingar
Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og
internet yfirleitt valdar sjálfkrafa samkvæmt
upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur að
þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í
tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar eða biðja
um þær í sérstökum textaskilaboðum.
Hægt er að breyta almennum stillingum tækisins, svo
sem tungumáli, biðstöðu, skjástillingum og læsingu á
takkaborði.
Laust minni
Veldu Valmynd > Skrifstofa > Skr.stj. til að sjá hve
mikið minni er laust fyrir ólíkar gagnagerðir.
Margar aðgerðir tækisins vista gögn og taka þannig
upp minni. Tækið lætur þig vita ef lítið pláss er eftir í
minninu.
Til að losa um minni, flytja gögn í annað minni (ef það
er tiltækt) eða samhæfa tölvu.
Notaðu skráastjórann eða viðeigandi forrit til að eyða
óþörfum gögnum. Hægt er að fjarlægja eftirfarandi:
• Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin
tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
• Vistaðar vefsíður
• Tengiliðaupplýsingar
• Minnismiðar í dagbók
• Forrit sem birtast í stjórnanda forrita og ekki er
lengur þörf fyrir
• Uppsetningarskrár (með endingunni .sis eða sisx)
uppsettra forrita. Taka öryggisafrit af
uppsetningarskrám og vista á samhæfri tölvu.
• Myndir og myndskeið í galleríi. Taka öryggisafrit af
uppsetningarskrám og vistaðu á samhæfa tölvu
með Nokia PC Suite.
Finna hjálp
23
Nokia E75 - Helstu aðgerðir
Uppsetning síma
Þegar þú kveikir á símanum í fyrsta sinn opnast forritið
Uppsetning síma.
Til að opna forritið Uppsetning síma síðar velurðu
Valmynd > Hjálp > Upps. síma.
Til að setja upp tengingar tækisins velurðu
Stillingahjálp.
Gögn eru flutt í tækið þitt frá samhæfu Nokia tæki með
því að velja Símaflutningur.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Nokia E75 - Helstu aðgerðir
Stillingahjálp
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Still.hjálp.
Notaðu stillingahjálpina til að tilgreina tölvupóst- og
tengistillingar. Framboð stillinga í stillingahjálpinni
veltur á eiginleikum tækisins, SIM-kortinu,
símafyrirtækinu og þeim gögnum sem eru í
gagnagrunni stillingahjálparinnar.
Til að ræsa hjálparforritið skaltu velja Ræsa.
Best er að hafa SIM-kortið í tækinu meðan á notkun
stillingahjálparinnar stendur. Ef SIM-kort er ekki í
símanum skaltu fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Veldu úr eftirfarandi:
24
• Símafyrirtæki — Tilgreindu stillingar sem eru
bundnar símkerfinu eins og MMS, internet, WAP og
straumspilunarstillingar.
• Póstuppsetning — Stilla POP, IMAP eða Mail for
Exchange reikning.
• Kallkerfi — Kallkerfisstillingar valdar.
• Samn. hreyfim. — Velja stillingar fyrir samnýtingu
hreyfimynda.
Mismunandi getur verið hvaða stillingar eru í boði.
Valmynd
Veldu Valmynd.
Valmyndin er upphafsstaður
þar sem þú getur opnað öll
forrit í tækinu eða á
minniskorti.
Valmyndin inniheldur forrit
og möppur, þar sem er að
finna forrit af svipaðri gerð.
Öll forrit sem þú setur upp í
tækinu eru sjálfkrafa vistuð í
möppunni Forrit.
Forrit er opnað með því að
velja það, þ.e. fletta að því
og ýta á skruntakkann.
Hægt er að skipta á milli opinna forrita með því að
halda inni heimatakkanum og velja forrit. Keyrsla
forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og
minnkar líftíma rafhlöðunnar.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
• Skipta um útlit — Skoða forrit í lista eða töflu.
• Um minni — Sjá hversu mikið minni mismunandi
forrit og gögn taka í innra minni tækisins eða á
minniskorti og hversu mikið minni er laust.
• Ný mappa — Búa til nýja möppu.
• Endurnefna — Breyta heiti nýrrar möppu.
• Færa — Endurraða í möppu. Flettu að forritinu sem
þú vilt færa og veldu Færa. Merki er sett til hliðar við
forritið. Flettu að nýju staðsetningunni og veldu Í
lagi.
• Færa í möppu — Færa forrit í aðra möppu. Flettu
að forritinu sem þú vilt færa og veldu Færa í
möppu, nýju möppuna og Í lagi.
• Sækja forrit — Sækja forrit á netinu.
Vísar á skjá
Tækið er notað í UMTS-símkerfi (sérþjónusta).
Hleðsla rafhlöðunnar. Því hærri sem stikan er,
því meiri er hleðsla rafhlöðunnar.
Ein eða fleiri skilaboð eru ólesin í möppunni
Innhólf í Skilaboð.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf í
Skilaboðum.
Einu eða fleiri símtölum var ekki svarað.
Takkar tækisins eru læstir.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Sniðið Án hljóðs hefur verið valið sem þýðir að
tækið hringir ekki þegar hringt er í þig eða þú
færð skilaboð.
Bluetooth-tenging er virk.
Bluetooth-tengingu hefur verið komið á. Þegar
vísirinn blikkar er tækið að reyna að tengjast
við annað tæki.
Hægt er að koma á GPRS-pakkagagnatengingu
(sérþjónusta). Ef táknið er
Ef táknið er
Hægt er að koma á EGPRSpakkagagnatengingu (sérþjónusta). Ef táknið
er tengingin virk. Ef táknið er er
er
tengingin í bið.
er tengingin í bið.
er tengingin virk.
Nokia E75 - Helstu aðgerðir
Nýr tölvupóstur hefur borist í ytra pósthólfið.
Hægt er að koma á UMTS-pakkagagnatengingu
(sérþjónusta). Ef táknið er
Ef táknið er
er tengingin í bið.
er tengingin virk.
25
Háhraða pakkagagnatenging (HSDPA) er studd
og til staðar (sérþjónusta). Táknin kunna að
vera mismunandi eftir svæðum. Ef táknið er
er tengingin virk. Ef táknið er er tengingin
í bið.
Tækið hefur verið stillt á að leita að
þráðlausum staðarnetum (WLAN) og er nú
hægt að koma á tengingu við slíkt net.
Tækið er tengt við ódulkóðað WLAN.
Tækið er tengt við dulkóðað WLAN.
Tækið er tengt við tölvu um USB-gagnasnúru.
Nokia E75 - Helstu aðgerðir
Símalína 2 er í notkun (sérþjónusta).
Öll símtöl eru flutt í annað númer. Ef notaðar
eru tvær símalínur sýnir númer hvaða lína er í
notkun.
Höfuðtól er tengt við tækið.
Handfrjáls bílbúnaður er tengdur við tækið.
Hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Textasími er tengdur við tækið.
26
Samstilling er í gangi í tækinu.
Kveikt er á kallkerfistengingu.
Kallkerfistenging er stillt á 'Truflið ekki' vegna
þess að gerð hringingar er stillt á Pípa einu
sinni eða Án hljóðs, eða þá að símtal er í
gangi. Ekki er hægt að hringja kallkerfissímtöl
þegar þessi stilling er valin.
Textaritun
Innsláttaraðferðir tækisins kunna að vera mismunandi
eftir markaðssvæðum.
Skrifa texta með
lyklaborðinu
Tækið þitt er með lyklaborð.
Ýttu á viðeigandi takka eða samsetningu takka til að
setja inn greinarmerki.
Ýttu á skiptitakkann til að skipta á milli há- og lágstafa.
Til að setja inn stafi sem eru prentaðir efst á takkana
heldurðu viðkomandi takka inni eða heldur
virknitakkanum inni og ýtir á viðkomandi takka.
Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu
bakktakkanum inni til að eyða mörgum stöfum.
Ýttu á chr-takkann til að setja inn stafi sem eru ekki á
lyklaborðinu.
Texti er afritaður með því að halda skiptitakkanum inni
og fletta til að auðkenna orðið, setninguna eða
textalínuna sem þú vilt afrita. Ýttu á Ctrl + C. Farðu á
réttan stað og ýttu á Ctrl + V til að setja texta inn í
skjalið.
Til að breyta tungumáli textans eða kveikja á flýtiritun
skaltu velja Valkostir > Innsláttarkostir og valkost.
Flýtiritun
Til að kveikja á flýtiritun velurðu Valkostir >
Innsláttarkostir > Kveikja á flýtiritun. Vísirinn
birtist. Þegar þú byrjar að skrifa orð stingur
tækið upp á orðum. Þegar rétt orð kemur upp, flettirðu
til hægri til að staðfesta það. Þegar þú skrifar geturðu
einnig flett niður til að nálgast lista yfir orð sem stungið
var upp á. Ef orðið sem þú vilt skrifa er á listanum skaltu
velja það. Ef orðið, sem þú ert að skrifa, er ekki í
orðabók tækisins stingur tækið upp á orði og orðið,
sem þú varst að skrifa, birtist fyrir ofan orðið, sem
stungið er upp á. Flettu upp til að velja orðið. Orðinu er
bætt við orðabókina þegar þú byrjar að skrifa næsta
orð.
Til að slökkva á flýtiritun velurðu Valkostir >
Valkostir innsláttar > Slökkva á flýtiritun.
Til að tilgreina stillingarnar fyrir innsláttinn velurðu
Valkostir > Innsláttarkostir > Stillingar.
Veldu Valkostir > Innsláttarkostir > Tungumál
texta til að breyta innsláttartungumálinu.
Leit
Um Leit
Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Með Leit er hægt að nota ýmiss konar leitarþjónustu á
internetinu, til dæmis til að finna vefsíður og myndir.
Mismunandi er hvaða efni og valkostir eru í boði.
Leitarstillingar
Veldu Valmynd > Forrit > Leit.
Til að breyta stillingum leitarforritsins velurðu
Valkostir > Stillingar og svo úr eftirfarandi:
• Land eða svæði — Til að velja landið eða svæðið
sem þú vilt leita á.
• Tenging — Til að velja aðgangsstaðinn og leyfa eða
banna nettengingar.
• Leitarþjónustur — Til að velja hvort
þjónustuveitur og leitarflokkar eru birtir.
• Almennt — Til að gera ábendingar virkar eða
óvirkar og eyða leitarsögu.
Algengar aðgerðir í
ýmsum forritum
Eftirfarandi aðgerðir er að finna í ýmsum forritum:
Til að breyta um snið, slökkva á tækinu eða læsa því
skaltu ýta snöggt á rofann.
Nokia E75 - Helstu aðgerðir
27
Ef margir flipar (sjá
mynd) eru í forriti er
flett til hægri eða
vinstri til að opna
flipa.
Til að vista
breytingar á
stillingum í forriti
velurðu Til baka.
Til að vista skrá
velurðu Valkostir > Vista. Vistunarmöguleikar fara
eftir því hvaða forrit er verið að nota.
Til að senda skrá velurðu Valkostir > Senda. Hægt er
að senda skrár í tölvupósti, með
margmiðlunarskilaboðum eða ýmsum tengiaðferðum.
Nokia E75 - Helstu aðgerðir
Texti er afritaður með því að halda skiptitakkanum inni
og velja textann með skruntakkanum. Haltu
skiptitakkanum inni og veldu Afrita. Til að líma skaltu
fletta að staðnum þar sem líma á textann inn, halda
skiptitakkanum inni og velja Líma. Ekki er víst að hægt
sé að nota þessa aðferð í forritum þar sem eru sérstakar
skipanir til að afrita og líma.
Til að velja mismunandi atriði, til dæmis skilaboð, skrár
eða tengiliði, skaltu fletta að atriðinu sem á að velja.
Veldu Valkostir > Merkja/Afmerkja > Merkja til að
velja eitt atriði, eða Valkostir > Merkja/Afmerkja >
Merkja allt til að velja öll atriðin.
Ábending: Til að velja nánast öll atriðin skaltu
fyrst velja Valkostir > Merkja/Afmerkja >
Merkja allt, velja svo atriðin sem þú vilt ekki og
28
Valkostir > Merkja/Afmerkja > Afmerkja.
Til að velja hlut (til dæmis viðhengi í skjali) skaltu fletta
að hlutnum þannig að ferhyrnd merki birtist sitt hvoru
megin við hlutinn.
Stilling hljóðstyrks
Þegar verið er að tala í símann eða hlusta á eitthvað er
hljóðstyrkurinn í hlust stilltur með
hljóðstyrkstökkunum.
Sérstillingar
Hægt er að sérstilla tækið, m.a. með því að stilla
mismunandi tóna, velja bakgrunnsmynd og skjávara.
Snið
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Snið.
Þú getur stillt og sérsniðið hringitóna, viðvörunartóna
og aðra tóna tækisins fyrir mismunandi viðburði,
umhverfi og viðmælendahópa. Sniðið sem er í notkun
sést efst á heimaskjánum. Ef sniðið Almennt er í notkun
birtist aðeins dagsetningin.
Til að búa til nýtt snið skaltu velja Valkostir > Búa til
nýtt og tilgreina stillingarnar.
Til að laga snið að þínum þörfum velurðu sniðið og svo
Valkostir > Sérsníða.
Til að breyta sniði velurðu sniðið og svo Valkostir >
Gera virkt. Ótengda sniðið hindrar þig í að kveikja
óvart á tækinu, senda eða taka á móti skilaboðum, nota
þráðlaust staðarnet, Bluetooth-tengingu, GPS eða FMútvarp. Það lokar einnig öllum þeim
internettengingum sem eru virkar þegar sniðið er
valið. Ótengda sniðið kemur ekki í veg fyrir að nýjum
þráðlausum staðarnetstengingum eða Bluetoothtengingum sé komið á seinna eða að GPS eða FM-útvarp
sé endurræst. Fylgdu því viðeigandi
öryggisráðstöfunum þegar þú notar þessa möguleika.
Til að stilla sniðið þannig að það sé virkt í allt að 24
tíma skaltu fletta að sniðinu, velja Valkostir >
Tímastillt og svo tímann. Þegar tíminn er liðinn verður
fyrra sniðið sem var ekki tímastillt virkt aftur. Þegar
snið er tímastillt birtist
hægt að stilla ótengda sniðið á tíma.
Til að eyða sniði sem þú hefur búið til velurðu
Valkostir > Eyða sniði. Þú getur ekki eytt forstilltu
sniðunum.
á heimaskjánum. Ekki er
Hringitónar valdir
Veldu Valkostir > Sérsníða > Hringitónn til að velja
hringitón fyrir snið. Veldu hringitón af listanum eða
veldu Sækja tóna til að opna bókamerkjamöppu með
lista yfir bókamerki til að hlaða niður hringitónum með
vafranum. Sóttir tónar eru vistaðir í Gallerí.
Til að spila hringitóninn aðeins fyrir valinn
tengiliðahóp velurðu Valkostir > Sérsníða > Gera
viðvart um og svo hópinn. Enginn hringitónn heyrist
ef fólk utan þess hóps hringir.
Til að breyta skilaboðatóninum velurðu Valkostir >
Sérsníða > Skilaboðatónn.
Sérsníða snið
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Snið.
Sérstillingar
29
Flettu að sniði og veldu Valkostir > Sérsníða og svo
úr eftirfarandi:
• Hringitónn — Velja hringitón af listanum eða velja
Sækja tóna til að opna bókamerkjamöppu með
lista yfir bókamerki til að hlaða niður hringitónum
með vafranum. Ef þú ert með tvær símalínur getur
þú notað mismunandi hringitón fyrir hvora línu.
Sérstillingar
• Hringitónn myndsímtala — Veldu hringitón fyrir
myndsímtöl.
• Segja nafn hringjanda — Ef þetta er valið og
einhver á tengiliðalistanum hringir í þig heyrist
hringitónn í símanum sem er sambland af upplestri
á nafni tengiliðarins og hringitóninum sem þú
valdir.
• Gerð hringingar — Velja gerð hringingar.
• Hljóðstyrkur hringingar — Stilla hljóðstyrk
hringitónsins.
• Skilaboðatónn — Veldu tón fyrir móttekin
textaskilaboð.
• Tölvupósttónn — Veldu tón fyrir móttekin
tölvupóstskeyti.
• Varar við með titringi — Láta tækið titra þegar
hringt er í þig.
• Takkatónar — Stilla hljóðstyrk takkatónanna.
• Aðvörunartónar — Kveikja eða slökkva á
viðvörunartónum. Þessi stilling hefur einnig áhrif á
tóna einhverra leikja og Java™-forrita.
• Gera viðvart um — Stilla tækið þannig að það
hringi aðeins þegar um er að ræða símanúmer í
ákveðnum viðmælendahópi. Enginn hringitónn
heyrist ef fólk utan þess hóps hringir.
• Hringitónn Kallkerfis — Velja hringitón fyrir
30
kallkerfissímtöl.
• Staða Kallkerfis — Velja kallkerfisstöðu fyrir hvert
snið.
• Opnunarhljóð — Velja tón sem heyrist þegar
rennilokan er opnuð.
• Lokunarhljóð — Velja tón sem heyrist þegar
rennilokunni er lokað.
• Nafn sniðs — Slá inn heiti á nýju sniði eða
endurnefna snið sem þegar er til. Sniðunum
Almennt og Ótengt er ekki hægt að gefa annað heiti.
Heimaskjárinn
sérsniðinn
Veldu Valmynd > Stjórnborð > Stöður.
Til að breyta heiti núverandi heimaskjás velurðu
Valkostir > Endurnefna stillingu.
Til að velja forritin og tilkynningarnar sem þú vilt sjá á
heimaskjánum velurðu Forrit heimaskjás.
Til að breyta þema heimaskjásins sem er í notkun
velurðu Almennt þema.
Til að breyta bakgrunnsmynd heimaskjásins sem er í
notkun velurðu Veggfóður.
Skipt er á milli heimaskjáa með því að fletta að
Núverandi stilling og velja Valkostir > Breyta.
Loading...
+ 153 hidden pages
You need points to download manuals.
1 point = 1 manual.
You can buy points or you can get point for every manual you upload.