Takkar og hlutar6
SIM-korti og rafhlöðum komið fyrir7
Minniskorti komið fyrir9
Minniskort fjarlægt10
Hleðsla rafhlöðunnar11
Slökktu eða kveiktu á símanum12
Uppsetning tækis12
Stillingahjálp13
Tengiliðir eða myndir afrituð frá eldra
tæki13
Tökkum og snertiskjá læst14
Höfuðtól14
Stillingar hljóðstyrks og hátalara15
Staðsetning loftneta15
Úlnliðsband fest16
Grunnnotkun16
Skjávísar16
Heimaskjár17
Valmyndin opnuð18
Aðgerðir á snertiskjá18
Hringitóni breytt20
Tengiliðastika20
Snið án tengingar20
Flýtivísar21
Stillingar fyrir skynjara og
skjásnúningur21
Ytri símalæsing22
Nokia-þjónusta22
Um Ovi-verslunina22
Hringt úr tækinu23
Símtöl 23
Í símtali23
Talhólf24
Símhringingu svarað eða hafnað24
Símafundi komið á25
Hringt á fljótlegan hátt í símanúmer
(hraðval)26
Hringt á fljótlegan hátt í símanúmer
(hraðval)26
Símtal í bið26
Raddstýrð hringing27
Notkunarskrá 27
Textaritun29
Sýndarlyklaborð29
Rithönd30
Texti sleginn inn með
skjátakkaborðinu31
Stillingar fyrir snertiinnslátt33
Tengiliðir33
Vista símanúmer og tölvupóstföng33
Vinna með nöfn og númer34
Sjálfgefin númer og netföng valin34
Hringitónar, myndir og texti fyrir
tengiliði35
Afrita tengiliði35
SIM-þjónusta36
Skilaboð 37
Aðalskjár Skilaboða37
Ritun og sending skilaboða37
Tekið á móti skilaboðum38
Margmiðlunarskilaboð39
Dagsetning, stillingar og
vefþjónustuboð40
Setja upp tölvupóst40
Pósthólf40
Mail for Exchange43
Skilaboð á SIM-korti skoðuð43
Þjónustuskipanir44
Stillingar skilaboða44
Stillingar tækisins sérsniðnar46
Útliti tækisins breytt46
Snið46
Efnisyfirlit3
Tónlistarmappa47
Tónlistarspilari 47
Ovi-tónlist49
Nokia Podcasting49
Útvarp 51
Myndavél52
Kveikt á myndavélinni52
Myndataka52
Upptaka myndskeiða54
Gallerí55
Að skoða og flokka skrár55
Myndir og myndskeið skoðuð56
Myndir og hreyfimyndir flokkaðar56
Samnýting á internetinu57
Um Samnýtingu á netinu57
Áskrift að samnýtingarþjónustu á
netinu stofnuð57
Umsjón með áskriftum57
Póstur búinn til58
Skrár úr Galleríinu sendar 58
Nokia Myndefnisþjónusta58
Hreyfimyndir skoðaðar og þeim hlaðið
niður59
Myndstraumar60
Myndskeiðin mín60
Afritun myndskeiða milli símans og
tölvu61
Stillingar Kvikmyndabanka61
Internet62
Um vafrann62
Vafrað á vefnum62
Bókamerki bætt við62
Áskrift að vefstraumum63
Staðsetning (GPS)63
Um GPS63
Um A-GPS (Assisted GPS)64
Halda skal rétt á tækinu64
Góð ráð við að koma á GPS-tengingu 65
Staðsetningarbeiðnir66
Leiðarmerki 66
GPS-gögn67
Staðsetningarstillingar67
Kort68
Yfirlit korta68
Skoðaðu staðsetninguna þína á
kortinu68
Kortaskjár70
Breyta útliti kortsins70
Kort sótt og uppfærð71
Um staðsetningaraðferðir71
Finna staðsetningu72
Upplýsingar um staðsetningu
skoðaðar73
Staður eða leið vistuð eða skoðuð73
Sendu vini þínum stað74
Innskráning74
Samstilla Uppáhalds75
Fá raddleiðsögn76
Ekið á áfangastað76
Leiðsöguskjár77
Fáðu umferðar- og
öryggisupplýsingar77
Gengið á áfangastað78
Leiðaráætlun79
Tengimöguleikar80
Gagnatengingar og aðgangsstaðir80
Stillingar símkerfis80
Þráðlaust staðarnet 81
Aðgangsstaðir83
Skoðaðu virkar gagnatengingar þínar 86
Samstilling86
Samstilling gagna með Ovisamstillingu87
Bluetooth-tengingar 87
Flytja gögn með USB-snúru91
Tölvutengingar91
Hjálpartexti tækisins108
Þjónusta109
Síminn notaður til að uppfæra
hugbúnað og forrit símans109
Uppfærsla símahugbúnaðar í tölvu 110
Stillingar110
Lykilorð110
Aukin ending rafhlöðu111
Auka minni til staðar111
Umhverfisvernd112
Orkusparnaður112
Endurvinnsla112
Vöru- og öryggisupplýsingar113
Atriðaskrá119
Öryggi5
Öryggi
Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða
varðað við lög. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.
SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM
Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún
kann að valda truflunum eða hættu, til dæmis um borð í flugvélum, á
sjúkrahúsum eða nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum,
efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja. Farðu eftir
leiðbeiningum á afmörkuðum svæðum.
UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að
stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
TRUFLUN
Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.
RAFHLÖÐUR, HLEÐSLUTÆKI OG ANNAR AUKABÚNAÐUR
Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og annan aukabúnað sem Nokia hefur
samþykkt til nota með þessu tæki. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU
Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.
VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA
Hlusta skal á höfuðtól á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri
eyranu þegar kveikt er á hátölurunum.
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í
þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun
micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á
minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
SIM-korti hefur ef til vill þegar verið komið fyrir í símanum. Ef ekki skaltu gera
eftirfarandi:
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.
3 Ýttu á SIM-kortsfestinguna til að taka hana úr lás.
8Tækið tekið í notkun
4 Taktu SIM-kortsfestinguna upp.
5 Gakktu úr skugga um að snertiflötur SIM-kortsins snúi að símanum og renndu SIM-
kortinu í SIM-kortahölduna.
6 Settu SIM-kortsfestinguna á sinn stað. Renndu SIM-kortsfestinguna til svo að hún
læsist.
7 Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í.
Tækið tekið í notkun9
8 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efri lásunum að raufunum og ýta
svo niður þar til hún smellur á sinn stað.
Ef SIM-kortið er ekki tryggilega á sínum stað er aðeins hægt að nota ótengda sniðið.
Minniskorti komið fyrir
Aðeins skal nota samhæf minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki.
Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á
kortinu.
1 Fjarlægðu bakhliðina.
10 Tækið tekið í notkun
2 Gakktu úr skugga um að snertiflötur samhæfa minniskortsins snúi niður og settu
kortið í minniskortaraufina.
3 Ýttu kortinu inn þar til það læsist á sínum stað.
4 Settu bakhlið símans aftur á sinn stað.
Minniskort fjarlægt
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það kann
að skemma minniskortið og tækið og spilla gögnum sem vistuð eru á kortinu.
1 Áður en þú fjarlægir kortið, þegar kveikt er á tækinu, skaltu ýta á rofann og velja
Fjarlægja minniskort.
2Þegar Fjarlægja minniskort? Einhverjum forritum verður lokað. birtist skaltu
velja Já.
Tækið tekið í notkun 11
3Þegar Fjarlægðu minniskort og ýttu á 'Í lagi' birtist tekurðu bakhliðina af tækinu
og ýtir kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
4 Taktu minniskortið út og settu bakhliðina aftur á tækið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja Í lagi.
Hleðsla rafhlöðunnar
Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda, en ef til vill þarf að endurhlaða
hana áður en hægt er að kveikja á símanum í fyrsta skipti. Ef síminn sýnir að rafhlaðan
sé að tæmast skaltu gera eftirfarandi:
Hleðsla úr innstungu
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við símann.
3 Þegar rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við símann
og síðan úr innstungunni.
Ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma kann að vera nauðsynlegt að tengja
hleðslutækið, aftengja það síðan og tengja það aftur til að hægt sé að hefja hleðsluna.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað símann á meðan
hann er í hleðslu.
Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist eða
þar til hægt er að hringja.
Ábending: Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það er
ekki í notkun. Hleðslutæki sem er tengt við innstungu eyðir rafmagni, jafnvel þegar það
er ekki tengt við símann.
12 Tækið tekið í notkun
Hleðsla úr USB-tæki
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er ekki til staðar. Hægt er að flytja
gögn meðan tækið er í hleðslu. Afkastageta USB-hleðsluorku er mjög mismunandi og
það getur liðið langur tími þar til hleðsla hefst og tækið verður nothæft.
1 Notaðu samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja símann við samhæft USB-tæki líkt
og tölvu.
Það fer eftir tækinu sem notað er til hleðslu hve langur tími líður þar til hleðslan
hefst.
2 Ef kveikt er á símanum skaltu velja viðeigandi USB-stillingu.
Slökktu eða kveiktu á símanum
Kveikt
Haltu rofanum
inni þar til síminn titrar.
Slökkt
Haltu rofanum inni
.
Uppsetning tækis
Forritið Uppsetning síma býður til dæmis upp á eftirfarandi:
•Val á svæðisstillingum, svo sem tungumáli tækisins.
•Flutning gagna frá gamla tækinu.
•Að stillingar tækisins séu sérsniðnar.
•Uppsetningu tölvupósts.
Tækið tekið í notkun 13
•Skráðu þig hjá My Nokia-þjónustunni til að fá ókeypis ábendingar og stuðning fyrir
Nokia-tækið. Þú færð einnig sendar tilkynningar þegar nýjar uppfærslur á
hugbúnaði eru tilbúnar fyrir tækið.
•Ovi-þjónusta ræst.
Þegar þú kveikir á tækinu í fyrsta sinn opnast forritið Uppsetning síma. Til að opna
forritið síðar velurðu Valmynd > Forrit > Verkfæri > Upps. síma.
Stillingahjálp
Með stillingahjálpinni er hægt að velja tölvupósts- og tengistillingar. Framboð stillinga
í stillingahjálpinni veltur á eiginleikum tækisins, SIM-kortinu, símafyrirtækinu og þeim
gögnum sem eru í gagnagrunni stillingahjálparinnar.
Veldu Valmynd > Forrit > Verkfæri > Still.hjálp.
Best er að hafa SIM-kortið í tækinu meðan á notkun stillingahjálparinnar stendur. Ef SIMkort er ekki í símanum skaltu fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Veldu úr eftirfarandi:
Símafyrirtæki — Tilgreindu stillingar sem eru bundnar símkerfinu eins og MMS,
internet, WAP og straumspilunarstillingar.
Póstuppsetning — Settu upp POP, IMAP eða Mail for Exchange áskrift.
Mismunandi getur verið hvaða stillingar eru í boði.
Tengiliðir eða myndir afrituð frá eldra tæki
Viltu afrita mikilvægar upplýsingar frá eldra samhæfu Nokia-tæki og byrja að nota nýja
tækið þitt fljótt? Notaðu forritið Símaflutningur til að afrita á nýja tækið ókeypis, til
dæmis tengiliði, dagbókarfærslur og myndir.
Gamla Nokia-tækið þitt verður að styðja Bluetooth.
Ef gamla Nokia-tækið þitt er ekki með forritið Símaflutningur sendir nýja tækið þitt það
sem skilaboð um Bluetooth. Opnaðu skilaboðin í gamla tækinu til að setja forritið upp.
1 Veldu tækið sem þú vilt tengjast við og paraðu tækin. Virkja þarf Bluetooth.
2 Sláðu inn lykilorð ef hitt tækið krefst þess. Lykilorðið, sem þú getur valið sjálf/ur,
þarf að slá inn í bæði tækin. Lykilorð er fyrirfram skilgreint í sumum tækjum. Nánari
upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.
Lykilorðið er aðeins gilt fyrir þá tengingu sem er virk.
3 Veldu efnið og Í lagi.
Tökkum og snertiskjá læst
Til að læsa snertiskjánum og tökkunum ýtirðu á læsingartakkann á hlið tækisins.
Til að taka lásinn af ýtirðu á læsingartakkann á hlið tækisins og velur opnunartáknið á
skjánum.
Þegar snertiskjárinn og takkarnir eru læstir er slökkt á snertiskjánum og takkarnir virka
ekki.
Skjárinn og takkarnir kunna að læsast sjálfkrafa ef hvorugt er notað í tiltekinn tíma.
Til að breyta stillingum á sjálfkrafa skjá- og takkalæsingu velurðu Valmynd > Stillingar
og Sími > Símastjórnun > Sjálfv. takkavari > Læsingartími takka.
Höfuðtól
Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf heyrnartól við símann.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt tækið. Ekki
skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið. Ef ytra tæki eða höfuðtól önnur
en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia AV-tengið
skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Tækið tekið í notkun 15
Stillingar hljóðstyrks og hátalara
Stilla hljóðstyrk símtals eða hljóðskrár.
Notaðu hljóðstyrkstakana.
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn
segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda tækinu við eyrað.
Kveikja á hátalara í símtali
Veldu Kveikja á hátalara.
Slökkva á hátalaranum
Veldu Hljóð í símtól.
Staðsetning loftneta
Forðast skal snertingu við loftnetssvæðið þegar loftnetið er í notkun. Snerting við loftnet
hefur áhrif á sendigæði og kann að minnka líftíma rafhlöðu tækisins þar sem orkuþörf
tækisins eykst þegar það er í notkun.
Loftnetssvæðið er auðkennt.
16 Grunnnotkun
Úlnliðsband fest
Grunnnotkun
Skjávísar
Almennir vísar
Takkar og snertiskjár símans eru læstir.
Þegar hringt er í símann eða skilaboð berast gerir síminn viðvart án hljóðs.
Vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Þú ert að nota tímastillt snið.
Símtalsvísar
Einhver reyndi að hringja í þig.
Þú ert að nota aðra símalínu (sérþjónusta).
Þú hefur stillt símann á að flytja öll móttekin símtöl í annað símanúmer
(sérþjónusta). Ef notaðar eru tvær símalínur sýnir númer hvaða lína er í notkun.
Hægt er að nota símann fyrir netsímtöl.
Þú ert með gagnasímtal í gangi (sérþjónusta).
Skilaboðavísar
Þú átt ólesin skilaboð. Ef vísirinn blikkar kann SIM-kortið fyrir skilaboð að vera
fullt.
Það eru ósend skilaboð í úthólfsmöppunni.
Netkerfisvísar
Síminn er tengdur við GSM-símkerfið (sérþjónusta).
GPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og
að verið sé að koma á tengingu.
Grunnnotkun 17
EGPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið
að verið sé að koma á tengingu.
og
HSDPA-háhraðatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og
að verið sé að koma á tengingu.
Tenging við þráðlaust staðarnet er til staðar (sérþjónusta). gefur til kynna
að tengingin sé dulkóðuð en
Tengingarvísar
Kveikt er á Bluetooth. mer kir a ð sím inn s é að s en da g ögn . E f ví sir in n bl ikk ar
er síminn að reyna að tengjast við annað tæki.
Þú hefur tengt USB-snúru við símann.
GPS er virkt.
Samstilling er í gangi.
Þú hefur tengt samhæft höfuðtól við símann.
Þú hefur tengt samhæfan textasíma við símann.
Heimaskjár
Heimaskjárinn er upphafsstaðurinn þinn og þangað geturðu safnað saman öllum
mikilvægum tengiliðum eða flýtivísum fyrir forrit.
Gagnvirkar skjáeiningar
að tengingin sé ekki dulkóðuð.
Til að opna klukkuforritið smellirðu á klukkuna (1).
Til að opna dagbókina eða breyta sniðum á heimaskjánum smellirðu á dagsetninguna
eða heiti sniðsins (2).
18 Grunnnotkun
Til að skoða eða breyta tengistillingum (), til að sjá tiltæk þráðlaus staðarnet ef
staðarnetsleit er virk, eða sjá símtöl sem ekki var svarað smellirðu efst í hægra hornið
(3).
Til að hringja velurðu
Til að opna tengiliði velurðu
Til að opna aðalvalmyndina ýtirðu á valmyndartakkann (6).
Tengiliðastika tekin í notkun
Til að setja tengilið á tengiliðstikuna velurðu á heimaskjánum, og síðan tengilið, og
fylgir leiðbeiningunum á skjánum.
Vista skal tengiliði í minni símans.
Til að bæta nýjum tengilið á tengiliðalistann velurðu
tengiliður, og fylgir leiðbeiningunum á skjánum.
Tengiliðir sem bætt er á tengiliðastikuna eru alltaf vistaðir í minni símans.
Þema heimaskjásins breytt
Hægt er að breyta þema heimaskjásins eða flýtivísunum með því að velja Valmynd >
Stillingar og Eigin stillingar > Heimaskjár.
Valmyndin opnuð
Ýttu á valmyndartakkann til að opna valmyndina.
Til að opna forrit eða möppu í valmyndinni velurðu viðkomandi hlut.
Aðgerðir á snertiskjá
Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu
Smelltu einu sinni á forritið eða eininguna.
Til að sjá tiltæka valkosti fyrir opna hlutinn velurðu Valkostir eða tákn af tækjastiku, ef
það er í boði.
(4), eða velur Sími ef tengiliðastikan er virk.
(5), eða velur Tengiliðir ef tengiliðastikan er virk.
> Valkostir > Nýr
Grunnnotkun 19
Aðgerðir opnaðar á fljótlegan hátt
Smelltu á atriðið og haltu því inni. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem eru í boði.
Til að senda til dæmis mynd smellirðu á hana og heldur henni inni, og velur síðan
viðeigandi valkost á skyndivalmyndinni.
Ábending: Til að sjá tiltæka valkosti fyrir hlut sem er opinn, svo sem mynd eða
myndskeið, smellirðu á skjáinn.
Veldu
Í þessum notendaleiðbeiningum er opnun forrita eða atriða með því að smella á þau
kallað að "velja". Ef velja þarf nokkra hluti í röð eru valmyndaratriðin sem velja á aðskilin
með örvum.
Til að velja til dæmis Valkostir > Hjálp, smellirðu á Valkostir og síðan Hjálp.
Togað í hlut
Smelltu á hlutinn, haltu honum inni og renndu fingrinum yfir skjáinn. Hluturinn eltir
fingurinn.
Til að fletta upp eða niður á vefsíðu togarðu í síðuna til með fingrinum.
Strokið
Settu fingur á skjáinn og renndu fingrinum ákveðið í tiltekna átt.
Þegar mynd er skoðuð er hægt að skoða næstu eða fyrri mynd með því að strjúka
myndinni til vinstri eða hægri.
Flett
Til að fletta upp eða niður á lista sem er með flettistiku dregurðu til sleða flettistikunnar.
Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður á skjánum og slepptu svo.
Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut af
flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.
20 Grunnnotkun
Ábending: Til að skoða stutta lýsingu á tákni seturðu fingurinn á táknið. Ekki eru til
lýsingar á öllum táknum.
Baklýsing snertiskjás
Ef skjárinn er ekki notaður í tiltekinn tíma slokknar á bakljósi hans. Til að kveikja á
bakljósinu smellirðu á skjáinn.
Ef snertiskjárinn og takkarnir eru læstir kviknar ekki á ljósinu þótt smellt sé á skjáinn.
Hringitóni breytt
Veldu Valmynd > Stillingar og Eigin stillingar > Snið.
Hægt er að nota snið til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum
tónum fyrir ýmis atriði, umhverfi eða viðmælendahópa.
Til að sérstilla snið skaltu fara að sniðinu og velja Sérstillingar.
Tengiliðastika
Til að bæta tengilið við heimaskjáinn velurðu
heimaskjánum og fylgir leiðbeiningunum.
Til að hafa samband við tengilið velurðu hann og síðan úr eftirfarandi:
— Hringja í tengiliðinn.
— Senda skilaboð til tengiliðar.
— Til að endurnýja strauma tengiliðar.
Til að sjá fyrri samskipti við tengilið velurðu hann. Til að sjá upplýsingar um samskipti
velurðu þau.
Til að loka skjánum velurðu
Snið án tengingar
Ótengt snið gerir þér kleift að nota tækið án þess að tengjast við farsímakerfið. Þegar
ótengda sniðið er valið er hægt að nota tækið án SIM-korts.
Virkja ótengt snið
Ýttu stutt á rofann og veldu Án tengingar.
.
> Valkostir > Nýr tengiliðurá
Grunnnotkun 21
Þegar þú virkjar ótengt snið lokast tengingin við farsímakerfið. Lokað er á allar
sendingar útvarpsmerkja til og frá tækinu til farsímakerfisins. Ef þú reynir að senda
skilaboð um farsímakerfið er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem þau eru send síðar.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja, svara símtölum eða nota aðra
valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Hugsanlega er hægt að hringja í
það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að skipta
um snið.
Þegar þú hefur valið ótengda sniðið geturðu áfram notað þráðlaust staðarnet, t.d. til
þess að lesa tölvupóst eða vafra á internetinu. Einnig er hægt að nota Bluetoothtengingu í ótengda sniðinu. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar
þú kemur á þráðlausri staðarnetstengingu eða Bluetooth-tengingu.
Flýtivísar
Skipt er á milli opinna forrita með því að halda valmyndartakkanum inni.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma
rafhlöðunnar.
Skipt er um snið með því að ýta á rofann og velja nýtt snið.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) heldurðu 1 inni í númeravalinu.
Ýttu á hringitakkann á heimaskjánum til að opna lista yfir númer sem hringt hefur verið
í nýlega.
Haltu hringitakkanum inni á heimaskjánum til að nota raddskipanir.
Stillingar fyrir skynjara og skjásnúningur
Þegar skynjarar tækisins eru ræstir er hægt að stjórna tilteknum aðgerðum með því að
snúa tækinu.
Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Skynjarastill..
Veldu úr eftirfarandi:
Skynjarar — Til að ræsa skynjarana.
Snúningsstjórnun — Veldu Slökkva á hringingum og Kveikja á blundi til að taka
hljóð af símhringingum eða láta vekjarann blunda með því að snúa tækinu þannig að
skjárinn vísi niður. Veldu Sjálfvirk snún. skjás til að snúa því sem birt er á skjánum
sjálfvirkt þegar tækinu er snúið til vinstri eða til baka í lóðrétta stöðu. Ekki er víst öll
forrit og aðgerðir símans styðji snúning á því sem birt er á skjánum.
22 Grunnnotkun
Ytri símalæsing
Þú getur fjarlæst tækinu þínu með því að nota forskilgreind skilaboð. Þú getur líka
fjarlæst minniskotinu.
Heimila fjarlæsingu
1Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Símastjórnun > Öryggi > Sími og SIM-
kort > Ytri símalæsing > Kveikt.
2 Sláðu inn skilaboðin (5 til -20 stafi), staðfestu þau og sláðu inn læsingarnúmerið.
Fjarlæstu tækinu þínu
Skrifaðu forskráð skilaboð og sendu þau í tækið þitt. Til að opna tækið á ný þarftu
læsingarnúmerið.
Nokia-þjónusta
Með Nokia-þjónustunni geturðu fundið nýja staði og þjónustu og verið í sambandi við
vini þína. Þú getur til dæmis gert eftirfarandi:
•Hlaðið niður forritum, leikjum, myndskeiðum og hringitónum í símann.
•Fengið ókeypis Nokia-pósthólf í boði Yahoo!
Sumir hlutir eru ókeypis en þú gætir þurft að borga fyrir aðra.
Mismunandi getur verið eftir löndum eða svæðum hvaða þjónusta er í boði og ekki eru
öll tungumál studd.
Þú þarft að vera með Nokia-áskrift til að geta notað Nokia-þjónustu. Þegar þú opnar
þjónustu í símanum er beðið um að þú stofnir áskrift.
Nánari upplýsingar er að finna á www.nokia.com/support.
Um Ovi-verslunina
Í Ovi-versluninni geturðu hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum, myndum,
þemum og hringitónum í tækið þitt. Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra þarftu að kaupa
og greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á símareikninginn. Það fer eftir
búsetulandi þínu og símafyrirtæki hvaða greiðsluaðferðir eru tiltækar. Ovi-verslunin
býður upp á efni sem er samhæft við tækið þitt og hæfir bæði smekk þínum og
staðsetningu.
Hringt úr tækinu 23
Hringt úr tækinu
Símtöl
1 Á heimaskjánum velurðu Sími til að opna númeravalið og slærð inn svæðis- og
símanúmerið. Tölu er eytt með því að velja
Ýttu tvisvar sinnum á * til að fá fram + merkið ef þú vilt hringja til útlanda (kemur
í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án
0, ef með þarf) og svo símanúmerið.
2 Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið.
3 Ýttu á hætta-takkann til að slíta símtali (eða hætta við að hringja).
Það að ýta á hættatakkann lýkur alltaf símtali, jafnvel þó svo að annað forrit sé opið.
Til að hringja úr Tengiliðum skaltu velja Valmynd > Tengiliðir.
Flettu að nafninu. Eða veldu leitarreitinn til að slá inn fyrstu stafi nafnsins og flettu að
nafninu.
Ýttu á hringitakkann til að hringja í tengiliðinn. Ef þú hefur vistað nokkur númer fyrir
tengilið skaltu velja tiltekna númerið af listanum og ýta á hringitakkann.
Í símtali
Til að hægt sé að nota eftirfarandi valkosti þarf fyrst að ýta á læsingartakkann til að taka
tækið úr lás.
Slökkt eða kveikt á hljóðnemanum
Veldu
Símtal sett í bið
Veldu
eða .
eða .
.
Kveikt á hátalaranum
Veldu
yfir í höfuðtólið velurðu Valkostir > Virkja BT-höfuðtól.
Skipt aftur yfir í símann
Veldu
Símtali slitið
Veldu
. Ef samhæft Bluetooth-höfuðtól er tengt við tækið og þú vilt beina hljóðinu
.
.
24 Hringt úr tækinu
Skipt milli símtals og símtals í bið
Veldu Valkostir > Víxla.
Ábending: Til að setja símtal í bið ýtirðu á hringitakkann. Haldið er áfram með símtal
í bið með því að ýta aftur á hringitakkann.
DTMF-tónastrengir sendir
1Veldu Valkostir > Senda DTMF-tóna.
2 Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum á tengiliðalistanum.
3 Til að slá inn biðstafinn (w) eða hléstafinn (p) skaltu ýta endurtekið á *.
4 Sendu tóninn með því að velja hann. Hægt er að bæta DTMF-tónum við símanúmer
eða DTMF-reitinn í upplýsingum um tengiliði.
Símtali slitið og öðru símtali svarað
Veldu Valkostir > Skipta um.
Slíta öllum símtölum
Veldu Valkostir > Slíta öllum símtölum.
Margir þeirra valkosta sem hægt er að velja meðan á símtali stendur flokkast undir
sérþjónustu.
Talhólf
Til að hringja í raddtalhólfið (sérþjónusta) velurðu Sími og heldur inni 1 á
heimaskjánum.
1 Til að breyta símanúmeri talhólfs velurðu Valmynd > Stillingar og
Hringistillingar > Talhólf, og talhólf. Veldu og haltu númerinu inni.
2 Sláðu inn númerið (fáanlegt hjá þjónustuveitunni) og veldu Í lagi.
Símhringingu svarað eða hafnað
Símtali svarað
Ýttu á hringitakkann.
Slökkt á hringingu
Veldu
.
Hringt úr tækinu 25
Senda textaskilaboð um höfnun símtals
Veldu Senda sk.b., breyttu textaskilaboðunum og ýttu á hringitakkann. Þú getur
tilkynnt þeim sem hringir með svarskilaboðum að þú getir ekki svarað símtalinu.
Símtali hafnað
Ýttu á hætta-takkann. Ef valkostirnir eru virkir Símtalsflutn. > Símtöl > Ef á tali í
símastillingum er símtal einnig flutt þegar því er hafnað.
Virkja textaskilaboð til að hafna símtali
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Hafna símtali með
skilab. > Já.
Skrifaðu hefðbundin textaskilaboð um höfnun símtals
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Texti skilaboða og
skrifaðu skilaboðin.
Símafundi komið á
Hægt er að halda símafundi með allt að sex þátttakendum.
Símafundir eru sérþjónusta.
1 Hringdu í fyrsta þátttakandann.
2 Hringdu í annan þátttakandann með því að velja Valkostir > Ný hringing. Fyrra
símtalið er sett í bið.
3 Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn þegar annar þátttakandinn
svarar skaltu velja
Bæta við nýjum þátttakanda í símafundi
Hringja í annan þátttakanda og bæta því símtali við símafundinn.
Hefja einkasamtal við einn þátttakanda í símafundi
Veldu
Flettu að þátttakanda og veldu
þátttakendur halda símafundinum áfram.
Til að taka þátt í símafundinum á ný velurðu
Þátttakanda sleppt úr símtali
Veldu
Bindur enda á símafund
Ýttu á hætta-takkann.
.
. Símafundurinn er settur í bið í tækinu þínu. Aðrir
.
, flettu að þátttakanda og veldu .
26 Hringt úr tækinu
Hringt á fljótlegan hátt í símanúmer (hraðval)
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Hraðval til að gera
hraðval virkt.
Til að tengja símanúmer við einhvern talnatakka velurðu:
1Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Hraðval.
2 Flettu að takkanum sem tengja á símanúmerið við og veldu Valkostir > Tengja..
1 og 2 eru fráteknir fyrir radd- og myndskeiðahólf ef netkerfið styður slíka virkni.
Til að hringja á heimaskjánum þegar hraðval er virkt velurðu
og heldur tengda takkanum inni.
Hringt á fljótlegan hátt í símanúmer (hraðval)
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Hraðval til að gera
hraðval virkt.
1 Til að tengja símanúmer við einhvern talnatakka velurðu Valmynd > Stillingar og
Hringistillingar > Hraðval.
2 Veldu og haltu inni takkanum sem á að hýsa símanúmerið, og af skyndivalmyndinni
velurðu Tengja og viðkomandi númer af tengiliðalistanum.
1 er frátekinn fyrir talhólfið.
Til að hringja á heimaskjánum velurðu Sími og tengda takkann og ýtir svo á
hringitakkann.
Til að hringja á heimaskjánum þegar hraðval er virkt velurðu Sími og heldur tengda
takkanum inni.
Símtal í bið
Þegar símtal er í bið (sérþjónusta) geturðu svarað hringingu á meðan þú ert í öðru
símtali.
Virkjaðu símtal í bið
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Símtal í bið.
Svaraðu símtali í bið
Ýttu á hringitakkann. Fyrsta símtalið er sett í bið.
Skipta á milli símtals í gangi og símtals í bið
Veldu Valkostir > Víxla.
til að opna númeravalið
Hringt úr tækinu 27
Bindur enda á símtal
Ýttu á hætta-takkann.
Enda bæði símtöl
Veldu Valkostir > Slíta öllum símtölum.
Raddstýrð hringing
Tækið býr sjálfkrafa til raddmerki fyrir tengiliðina.
Hlusta á raddmerki tengiliðar
1 Veldu tengilið og Valkostir > Um raddmerki.
2 Flettu að upplýsingum um tengilið og veldu Valkostir > Spila raddmerki.
Hringt með raddmerki
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu umhverfi eða í
neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Þegar þú notar raddstýrða hringingu er hátalarinn í notkun. Haltu tækinu nálægt þér
þegar þú berð fram raddmerkið.
1 Til virkja raddstýrða hringingu á heimaskjánum skaltu ýta á og halda inni
hringitakkanum Ef samhæft höfuðtól með höfuðtólstakka er notað skaltu halda
takkanum inni til að hefja raddstýrða hringingu.
2 Stutt hljóðmerki heyrist og textinn Tala nú birtist. Berðu nafnið sem er vistað hjá
tengiliðnum skýrt fram.
3 Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn á því tungumáli sem er valið og birtir
nafnið og símanúmerið. Til að hætta við raddstýrða hringingu velurðu Hætta.
Ef nokkur númer eru vistuð hjá nafni er einnig hægt að bera fram nafnið og gerð
númersins, svo sem farsími eða heimasími.
Notkunarskrá
Notkunarskráin geymir upplýsingar um samskiptasögu tækisins. Síminn skráir aðeins
ósvöruð og svöruð símtöl ef símkerfið styður það, ef kveikt er á tækinu og það er innan
þjónustusvæðis.
Síðustu símtöl
Hægt er að skoða upplýsingar um nýleg símtöl.
Veldu Valmynd > Forrit > Notk.skrá og Síðustu símtöl.
28 Hringt úr tækinu
Skoðaðu ósvöruð, móttekin og hringd símtöl
Veldu Ósvöruð símtöl, Móttekin símtöl eða Hringd símtöl.
Ábending: Til að opna lista á heimaskjánum yfir númer sem hringt hefur verið í skaltu
ýta á hringitakkann.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Hreinsa lista — Hreinsa lista yfir nýleg símtöl.
Stillingar — Veldu Líftími skrár og hve lengi upplýsingar samskipti eru vistuð í skránni.
Ef Engin notkunarskrá er valið vistast engar upplýsingar í skránni.
Ábending: Til að vista símanúmer af lista yfir síðustu símtöl á tengiliðalistanum
heldurðu fingri á símanúmerinu og velur Vista í Tengiliðumí sprettivalmyndinni.
Pakkagögn
Veldu Valmynd > Forrit > Notk.skrá.
Gjald fyrir pakkagagnatengingar getur farið eftir því gagnamagni sem er sent og
móttekið.
Kannaðu magn móttekinna og sendra gagna meðan pakkagagnatenging var virk
Veldu Gagnateljari > Öll gögn send eða Öll gögn fengin.
Hreinsaðu bæði sendar og mótteknar upplýsingar
Veldu Gagnateljari > Valkostir > Núllstilla teljara. Lásnúmer er nauðsynlegt til að
geta eytt upplýsingunum.
Lengd símtals
Til að sjá áætlaða lengd síðustu símtala, móttekinna og hringdra, velurðu .
Veldu Valmynd > Forrit > Notk.skrá og Lengd símtala.
Öll samskipti skoðuð
Í almennu notkunarskránni geturðu skoðað upplýsingar um samskipti, svo sem símtöl,
textaskilaboð, eða gagnatengingar og þráðlausar staðarnetstengingar sem síminn þitt
hefur skráð.
Velja skal Valmynd > Forrit > Notk.skrá.
Notkunarskrá opnuð
Opnaðu flipann fyrir almennu notkunarskrána
.
Textaritun 29
Undiratburðir, líkt og skilaboð sem voru send í fleiri en einum hluta eða
pakkagagnatengingar, eru skráðir sem einn samskiptaatburður. Tenging við pósthólfið
þitt, skilaboðastöð margmiðlunarskilaboða eða vefsíður eru sýndar sem
pakkagagnatengingar.
Skoða upplýsingar um tengingar pakkagagna
Flettu upp á pakkagagnatengingu fyrir innpóst eða útpóst sem sýnd er með GPRS, og
veldu tenginguna.
Afritun númera úr notkunarskrá
Veldu númerið og síðan Velja númer > Afritaí sprettivalmyndinni. Þú getur t.d. límt
símanúmer í textaskeyti.
Skráin síuð
Veldu Valkostir > Sía og síu.
Tilgreina tímalengd notkunarskrár
Velja skal Valkostir > Stillingar > Líftími skrár. Ef þú velur Engin notkunarskrá er
öllu innihaldi notkunarskrárinnar, teljara nýlegra símtala og skilatilkynningum fyrir
skilaboð eytt varanlega.
Textaritun
Takkaborð á skjánum gerir þér kleift að slá inn stafi með því að pikka á þá með
fingrunum.
Hægt er að smella á einhvern innsláttarreit til að slá inn bókstafi, tölustafi og sértákn.
Tækið getur lokið við að slá inn orð með innbyggðu orðabókinni sem fylgir tu ngumálinu
sem valið er. Tækið lærir líka ný orð sem slegin eru inn.
Sýndarlyklaborð
Þú getur notað sýndarlyklaborðið á skjánum í landslagsstillingu.
Sýndarlyklaborðið er gert virkt með því að velja
Þegar sýndarlyklaborðið er notað á öllum skjánum er hægt að velja takkana með
fingrunum.
> QWERTY á öllum skjánum.
30 Textaritun
1 Loka - Loka sýndarlyklaborðinu.
2 Innsláttarvalmynd - Opna valmynd með valkostum fyrir snertiinnslátt og skipanir
eins og Tungumál texta.
3 Sýndarlyklaborð
4 Shift og hástafalás - Til að slá inn hástaf þegar skrifað er með lágstöfum, eða öfugt,
skaltu velja takkann áður en stafurinn er sleginn inn. Til að stilla á hástafalás skaltu
velja takkann tvisvar. Strik undir takkanum sýnir að hástafalás sé virkur.
5 Stafir
6 Tölustafir og sérstafir
7 Kommur yfir stöfum
8 Bilslá
9 Færa - Færa bendilinn.
10 Bakktakki
11 Færslutakki - Til að færa bendilinn yfir í næstu línu eða innsláttarreit.
Viðbótaraðgerðir fara eftir því hvað verið er að gera (t.d. er hann notaður til að opna
í veffangsreit vafrans).
12 Innsláttaraðferð - Velja innsláttaraðferð. Þegar smellt er á aðferð lokast
innsláttarskjárinn sem var upp og sá sem valinn var opnast.
Rithönd
Misjafnt getur verið hvaða innsláttaraðferðir og tungumál eru í boði fyrir
rithandarkennsl, allt eftir svæðum og tungumálum.
Til að ræsa handskriftarstillingu velurðu og
Skrifaðu læsilega, beina stafi í innsláttarreitinn og hafðu bil á milli stafanna.
Til að kenna tækinu á skriftina þína velurðu
er ekki tiltækur á öllum tungumálum.
Til að slá inn stafi og tölur (sjálfgefin stilling), skaltu skrifa orðin eins og venjulega. Veldu
til að velja tölustafastillingu. Til að slá inn aðra stafi en rómanska stafi velurðu
viðeigandi tákn, ef það er tiltækt.
> Handskrift.
> Handskriftaræfing. Þessi valkostur
Textaritun 31
Sláðu inn sérstafi eins og venjulega eða veldu og staf.
Til að eyða stöfum eða færa bendilinn til baka skaltu strjúka aftur á bak (sjá mynd 1).
Til að setja inn bil skaltu strjúka áfram (sjá mynd 2).
Texti sleginn inn með skjátakkaborðinu
Sýndartakkaborð
Hægt er að nota sýndartakkaborðið (Bók- og tölustafatakkab.) til að slá inn stafi eins
og á venjulegum síma sem er með tölustafi á tökkunum.
Skjátakkaborðið getur verið mismunandi eftir því hvaða tungumál er notað.
32 Textaritun
1 Loka - Loka sýndarlyklaborðinu (Bók- og tölustafatakkab.).
2 Innsláttarvalmynd - Til að opna snertiinnsláttarvalmyndina sem er með skipunum
eins og Kveikja á flýtiritun og Tungumál texta. Til að setja inn broskarl velurðu
Setja inn broskarl .
3 Vísir fyrir textainnslátt - Opna sprettiglugga þar sem hægt er að kveikja og slökkva
á sjálfvirkri textaritun, skipta milli há- og lágstafa eða skipta milli bókstafa og
tölustafa.
4 Innsláttaraðferð - Opna sprettiglugga þar sem hægt er að velja á milli
innsláttaraðferða. Þegar pikkað er á aðferð lokast innsláttarskjárinn og sá sem var
valinn opnast. Tiltækar innsláttaraðferðir eru breytilegar eftir því hvort sjálfvirkur
innsláttur (skynjarastillingar) er virkur eða ekki.
5 Örvatakkar - Flettu til vinstri eða hægri.
6 Bakktakki
7 Númer
8 Stjarna - Til að opna töflu með sértáknum.
9 Skiptitakki - Skipta milli hástafa og lágstafa, kveikja og slökkva á sjálfvirkri
textaritun og skipta milli bókstafa og tölustafa.
Hefðbundinn innsláttur texta
Ýttu endurtekið á takka (1-9) þar til bókstafurinn sem þú vilt nota birtist. Hver takki
inniheldur fleiri stafi en þá sem eru prentaðir á hann.
Ef næsti stafur er á sama takka og stafurinn sem þú varst að slá inn skaltu bíða þar til
bendillinn birtist (eða færa bendilinn áfram til að geta slegið stafinn strax inn) og slá
svo inn stafinn.
Til að setja inn bil skaltu smella á 0 . Smelltu þrisvar sinnum á 0 til að færa bendilinn í
næstu línu.
Flýtiritun
Þegar orð er slegið inn í flýtiritun er einn talnatakki valinn fyrir hvern staf í orðinu. Í
flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í. Flýtiritun
er ekki í boði fyrir öll tungumál.
1 Kveikt er á flýtiritun fyrir alla ritla tækisins með því að velja
flýtiritun.
2 Skrifaðu orð. Veldu t.d. 6 fyrir N, 6 fyrir o, 5 fyrir k, 4 fyrir i og 2 fyrir a til að skrifa
„Nokia“ þegar enska orðabókin er valin.
Orðið sem stungið er upp á breytist eftir hvern staf sem er valinn.
> Kveikja á
Tengiliðir33
3 Ef ekki kemur upp rétt orð velurðu * endurtekið þar til rétt niðurstaða birtist. Ef
orðið er ekki í orðabókinni velurðu Stafa, slærð orðið inn á venjulegan hátt og velur
síðan Í lagi.
Ef ? birtist fyrir aftan orðið er það ekki að finna í orðabókinni. Orði er bætt inn í
orðabókina með því að velja *, slá orðið inn á venjulegan hátt og velja síðan Í
lagi.
4 Til að slá inn punkt velurðu *.
5 Til að setja inn bil velurðu 0.
Stillingar fyrir snertiinnslátt
Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Snertiskjár.
Innsláttarstillingum fyrir snertiskjá er breytt með því að velja úr eftirfarandi:
Handskriftaræfing — Opna forritið fyrir handskriftaræfingu. Það þjálfar tækið í að
bera kennsl á rithönd þína. Þessi valkostur er ekki tiltækur á öllum tungumálum.
Tungumál texta — Skilgreina hvaða handskrifuðu sérstafi kennsl eru borin á og
hvernig sýndarlyklaborðið á skjánum lítur út.
Skrifhraði — Velja skrifhraða.
Leiðbeiningarlína — Sýna eða fela leiðbeiningarlínuna á ritunarsvæðinu. Með
leiðbeiningarlínunni er auðveldara að skrifa beint og hún auðveldar einnig tækinu að
bera kennsl á skriftina.
Breidd penna — Velja breidd texta sem er skrifaður með skjápenna.
Leturlitur — Velja lit skjápennaskriftarinnar.
Stillanleg leit — Kveikja á stillanlegri leit.
Kvörðun snertiskjás — Kvarða snertiskjáinn.
Tengiliðir
Hægt er að vista og uppfæra upplýsingar um tengiliði, svo sem símanúmer, heimilisföng
eða netföng þeirra. Hægt er að tengja sérsniðinn hringitón eða smámynd við tengilið.
Einnig er hægt að búa til tengiliðahópa og senda textaskilaboð eða tölvupóst til margra
viðtakenda samtímis.
Til að opna tengiliðalistann á heimaskjánum velurðu Tengiliðir eða
heimaskjásins.
Vista símanúmer og tölvupóstföng
Þú getur vistað símanúmer vina þinna, tölvupóstföng og aðrar upplýsingar á
tengiliðalistann þinn.
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
, allt eftir þema
34 Tengiliðir
Bæta nýjum tengilið við tengiliðalistann
1Veldu Valkostir > Nýr tengiliður.
2 Veldu reit og sláðu inn texta. Til að loka innslættinum velurðu
Breyta upplýsingum um tengiliði
Veldu tengilið og Valkostir > Breyta.
Bæta við upplýsingum um tengilið
Veldu tengilið og Valkostir > Breyta > Valkostir > Bæta við upplýsingum.
Vinna með nöfn og númer
Til að afrita eða eyða tengilið, eða til að senda tengilið í nafnspjaldi í annað tæki,
heldurðu fingri á tengiliðnum og velur Merkja í sprettivalmyndinni. Veldu tengiliðinn
og Eyða, Afrita eða Senda sem nafnspjald.
Til að breyta tengilið heldurðu fingri á honum og velur Merkja > Valkostir > Breyta í
sprettivalmyndinni.
Til að hlusta á raddmerki tengiliðar velurðu tengiliðinn og Valkostir > Um
raddmerki > Valkostir > Spila raddmerki.
Þegar tengiliðum er bætt við eða raddskipunum er brey tt sk al ekk i ge fa þe im mjö g stu tt
eða áþekk nöfn.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu umhverfi eða í
neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Sjálfgefin númer og netföng valin
Ef tengiliður er með nokkur númer eða netföng gerir sjálfgefið númer eða netfang þér
auðveldara að hringja eða senda skilaboð til hans. Sjálfgefna númerið er einnig notað
í raddstýrðri hringingu.
1Veldu Valmynd > Tengiliðir.
2 Veldu tengilið og Valkostir > Sjálfvalin.
3 Veldu númerið eða netfangið sem þú vilt nota sem sjálfgefið.
4 Veldu númerið eða netfangið sem þú vilt nota sem sjálfgefið.
5 Til að fara af sjálfgefna skjánum og vista breytingarnar skaltu smellta utan skjásins.
.
Tengiliðir35
Hringitónar, myndir og texti fyrir tengiliði
Hægt er að tilgreina hringitón fyrir tengilið eða hóp, og mynd og texta fyrir tengilið.
Þegar tengiliðurinn hringir í þig spilar tækið tiltekna hringitóninn og birtir textann eða
myndina (ef tækið ber kennsl á símanúmerið sem er sent með hringingunni).
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Bæta við fleiri reitum fyrir upplýsingar um tengilið
Veldu tengiliðinn og Valkostir > Breyta > Valkostir > Bæta við upplýsingum.
Veldu hringitón fyrir tengilið eða tengiliðahóp
Veldu tengilið eða tengiliðahóp og Valkostir > Hringitónn, og veldu hringitónx.
Fjarlægðu hringitóninn frá tengilið
Veldu Sjálfgefinn tónn af listanum yfir hringitóna.
Mynd sett inn á tengiliðaspjald
Veldu tengilið sem er vistaður í minni tækisins og Valkostir > Bæta við mynd, og mynd
úr Gallerí.
Veldu hringitexta fyrir tengilið
Veldu tengiliðinn og Valkostir > Bæta við texta hringitóns. Sláðu inn texta símtala
og veldu
Skoðaðu, breyttu eða fjarlægðu mynd tengiliðar
Veldu tengilið og Valkostir > Mynd, og viðeigandi valkost.
Afrita tengiliði
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Þegar þú opnar tengiliðalistann í fyrsta sinn spyr tækið hvort afrita skuli nöfn og númer
af SIM-kortinu yfir í tækið.
Hefja afritun
Veldu Í lagi.
Hætta við afritun
Veldu Hætta við.
Tækið spyr hvort þú viljir sjá SIM-tengiliðina á tengiliðalistanum. Til að sjá tengiliðina
velurðu Í lagi. Tengiliðalistinn opnast og nöfnin sem vistuð eru á SIM-kortinu eru sýnd
með
.
.
36 Tengiliðir
SIM-þjónusta
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta
getur verið þjónustuveitan eða annar söluaðili.
SIM-tengiliðir
Fjöldi tengiliða sem hægt er að vista á SIM-korti er takmarkaður.
Birta tengiliði sem vistaðir eru á SIM-kortinu á tengliðalistanum
Veldu Valkostir > Stillingar > Tengiliðir sem birtast > SIM-minni.
Ekki er víst að númerin sem eru vistuð á tengiliðalistanum séu sjálfkrafa vistuð á SIMkortinu.
Afrita tengiliði á SIM-kortið
Flettu að tengilið og veldu Valkostir > Afrita > SIM-minni.
Veldu sjálfgefið minni sem á að vista nýja tengiliði í
Veldu Valkostir > Stillingar > Sjálfgefið minni vistunar > Minni símans eða SIM-
minni.
Tengiliðir sem eru vistaðir í minni tækisins geta innihaldið fleiri en eitt símanúmer auk
myndar.
Fast númeraval
Með föstu númeravali er hægt að takmarka símtöl úr tækinu þannig að aðeins sé hægt
að hringja í ákveðin símanúmer. Það styðja ekki öll SIM-kort fast númeraval. Nánari
upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.
Veldu Valmynd > Tengiliðir og Valkostir > SIM-númer > Tengil. í föstu nr.vali.
Nauðsynlegt er að hafa PIN2-númer til að kveikja og slökkva á föstu númeravali og
breyta tengiliðum í föstu númeravali. Þú færð PIN2-númerið hjá þjónustuveitunni.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Virkja fast númeraval eða Slökkva á föstu nr.vali — Gera læst skammval virkt eða
óvirkt.
Nýr SIM-tengiliður — Sláðu inn símanúmer og nafn tengiliðar sem leyfilegt er að
hringja í.
Bæta við úr Tengiliðum — Til að afrita tengilið af tengiliðalistanum á listann yfir fast
númeraval.
Til að geta sent textaskilaboð til SIM-tengiliða í föstu númeravali þarftu einnig að bæta
númeri skilaboðamiðstöðvarinnar við listann.
Skilaboð 37
Skilaboð
Aðalskjár Skilaboða
Veldu Valmynd > Skilaboð (sérþjónusta).
Búa til skilaboð
Veldu Ný skilaboð.
Ábending: Til að komast hjá því að endurrita skilaboð sem oft eru send skaltu nota
textana í möppunni Sniðmát í Möppurnar mínar. Einnig geturðu búið til og vistað þín
eigin sniðmát.
Skilaboð inniheldur eftirfarandi möppur:
Innhólf — Móttekin skilaboð önnur en tölvupóstur og skilaboð frá endurvarpa.
Mínar möppur — Raðaðu skilaboðum í möppur.
Pósthólf — Hægt er að tengjast við ytra pósthólf til að sækja nýjan tölvupóst og
skoða eldri tölvupóst án tengingar.
Drög — Drög að ósendum skilaboðum.
Sendir hlutir — Síðustu skilaboðin sem voru send, fyrir utan þau sem voru send
um Bluetooth, eru vistuð hér. Þú getur tilgreint fjölda skilaboða sem hægt er að vista í
þessari möppu.
Úthólf — Skilaboð sem bíða þess að verða send eru vistuð tímabundið í úthólfinu,
t.d. þegar tækið er utan þjónustusvæðis.
Skilatilkynningar — Biðja símkerfið um að senda skilatilkynningar fyrir send texta-
og margmiðlunarskilaboð (sérþjónusta).
Ritun og sending skilaboða
Veldu Valmynd > Skilaboð.
Til að geta búið til margmiðlunarskilaboð eða skrifað tölvupóst verða réttar
tengistillingar að vera fyrir hendi.
Ef hluturinn sem settur er í margmiðlunarskilaboð er of stór fyrir símkerfið getur tækið
minnkað hann sjálfkrafa.
Aðeins samhæf tæki geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Skilaboð geta litið
mismunandi út eftir tækjum.
Athugaðu stærðartakmörk tölvupóstskeyta hjá þjónustuveitunni. Ef þú reynir að senda
tölvupóst sem er yfir mörkum tölvupóstmiðlarans eru skilaboðin áfram í möppunni
38 Skilaboð
Úthólf og tækið reynir reglulega að senda þau. Gagnatenging er nauðsynleg til að hægt
sé að senda tölvupóst og þjónustuveitan kann að innheimta gjald fyrir endurteknar
tilraunir til að senda tölvupóst. Hægt er að eyða slíkum skilaboðum í möppunni Úthólf
eða færa þau yfir í möppuna Drög.
Það þarf netþjónustu til að geta sent skilaboð.
Senda texta- eða margmiðlunarskilaboð
Veldu Ný skilaboð.
Senda hljóð- eða póstskilaboð
VelduValkostir > Búa til skilaboð og viðeigandi valmöguleika.
Velja viðtakendur eða hópa af tengiliðalistanum
á tækjastikunni.
Veldu
Sláðu inn númer eða netfang handvirkt
Veldu Til efnisreitinn.
Sláðu inn titil tölvupósts- eða margmiðlunarskilaboða
Sláðu hann inn í reitinn Efni. Ef reiturinn Efni sést ekki velurðu Valkostir >
Skilaboðahausar til að breyta reitunum sem sjást.
Skrifaðu skilaboðin
Veldu skilaboðareitinn.
Bættu hlut við skilaboð eða póst
Veldu
Tegund skilaboða kann að breytast í margmiðlunarskilaboð eftir því hvert efnið er.
Senda skilaboðin eða póstinn
Veldu
og viðeigandi tegund af efni.
, eða ýttu á hringitakkann.
Hægt er að senda textaskilaboð sem eru lengri en stafafjöldi í einum skilaboðum leyfir.
Lengri skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega
gjald í samræmi við það.
Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða valkosti sumra tungumála taka meira pláss og
takmarka þann stafafjölda sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Tekið á móti skilaboðum
Veldu Valmynd > Skilaboð og Innhólf.
Ólesin textaboð
Ólesin margmiðlunarskilaboð
Ólesin hljóðskilaboð
Gögn móttekin um Bluetooth-tengingu.
Skilaboð 39
Þegar þú færð skilaboð birtist
Opna skilaboð frá heimaskjánum
Veldu Sýna.
Opna skilaboð í innhólfsmöppunni
Veldu skeyti.
Mótteknum skilaboðum svarað
Veldu Valkostir > Svara.
Margmiðlunarskilaboð
Velja skal Valmynd > Skilaboð.
Margmiðlunarskilaboð sótt
Velja skal Valkostir > Sækja. Pakkagagnatenging er opin til að taka við skilaboðum í
símann þinn. Þú getur fengið tilkynningu um að margmiðlunarskilaboð bíði þín í
skilaboðastöð margmiðlunarskilaboða.
Þegar þú opnar margmiðlunarskilaboð (
gefur til kynna að hljóðskrá fylgi. gefur til kynna að myndskeið fylgi.
Ábending: Margmiðlunarskilaboðin eru sótt sjálfkrafa ef Móttaka margmiðlunar er
stillt á Alltaf sjálfvirk.
Spila hljóð eða myndskeið
Veldu vísinn.
Skoða miðlunarhlutina sem felast í margmiðlunarskilaboðunum
Velja skal Valkostir > Hlutir.
og 1 ný skilaboð á heimaskjánum.
) má vera að þú sjáir mynd og skilaboð.
Ef skilaboðunum fylgir margmiðlunarkynning birtist
Spila kynningu
Veldu vísinn.
.
40 Skilaboð
Dagsetning, stillingar og vefþjónustuboð
Tækið getur tekið við margs konar skilaboðum sem innihalda gögn, svo sem nafnspjöld,
hringitóna, skjátákn símafyrirtækis, dagbókarfærslur og tölvupóst. Þú getur einnig
fengið stillingar frá þjónustuveitunni þinni í stillingaboðum.
Vista gögnin í skeyti
Veldu Valkostir og viðeigandi kost.
Vefþjónustuboð eru tilkynningar (t.d. nýjar fréttafyrirsagnir) sem geta innihaldið texta
eða tengil. Nánari upplýsingar um framboð og áskrift fást hjá þjónustuveitu.
Setja upp tölvupóst
Tölvupóstsþjónustan í Nokia símanum færir sjálfkrafa tölvupóst úr netfanginu þínu yfir
í símann. Hægt er að lesa, svara og skipuleggja tölvupóstinn á ferðinni. Hægt er að nota
þessa þjónustu hjá ýmsum netþjónustuveitum sem oft eru notaðar þegar um
persónulegan tölvupóst er að ræða.
Veldu Valmynd > Skilaboð og Pósthólf.
Þú getur sett upp nokkra tölvupóstreikninga, til dæmis tölvupóstreikning til eigin nota
og fyrir vinnupóst.
Ábending: Til að setja upp tölvupóst á heimskjánum velurðu viðeigandi viðbót.
Þú getur einnig notað stillingahjálpina.
Settu upp tölvupóst með stillingahjálpinni
1Velja skal Valmynd > Forrit > Verkfæri > Still.hjálp.
2 Þegar stillingahjálpin er opnuð í fyrsta skipti er beðið um póststillingarnar á eftir
stillingum þjónustuveitunnar. Ef þú hefur notað stillingarhjálpina áður velurðu
Póstuppsetning.
3 Samþykktu skilmála og skilyrði.
Nánari upplýsingar er að finna á www.nokia.com/support.
Ef til vill þarf að greiða gagnakostnað fyrir þessa þjónustu. Upplýsingar um hugsanlegan
kostnað fást hjá þjónustuveitunni.
Pósthólf
Stillingar fyrir tölvupóst
Veldu Valmynd > Skilaboð og Pósthólf.
Til að geta notað tölvupóstinn þarftu að hafa valið gildan internetaðgangsstað (IAP) í
tækinu og sett inn réttar tölvupóstsstillingar.
Skilaboð 41
Þú verður að vera með pósthólf. Fylgdu leiðbeiningunum frá ytra pósthólfinu þínu og
internetþjónustuveitunni.
Ef þú veldur Skilaboð > Pósthólf, og hefur ekki sett upp pósthólf, er beðið um að þú
gerir það. Til að velja tölvupóstsstillingar með leiðbeiningunum skaltu velja Byrja.
Þegar þú býrð til nýtt pósthólf kemur heitið sem þú gefur því í stað pósthólfsins á
aðalvalmynd skilaboða. Hægt er að vera með allt að sex pósthólf.
Pósthólfið opnað
Veldu Valmynd > Skilaboð og pósthólf.
Þegar þú opnar pósthólfið er spurt hvort þú viljir tengjast pósthólfinu.
Til að tengjast pósthólfinu og sækja nýjar tölvupóstfyrirsagnir eða skilaboð
skaltu velja
Veldu Já. Þegar þú skoðar tölvupóst meðan á tengingu stendur ertu stöðugt í sambandi
við ytra pósthólfið með gagnatengingu.
Skoða póst sem fyrir er án þess að tengjast
Veldu Nei.
Búa til nýjan tölvupóst
Veldu Valkostir > Búa til skilaboð > Tölvupóst.
Loka gagntengingunni við ytra pósthólfið
Veldu Valkostir > Aftengja.
Tölvupóstur sóttur
Veldu Valmynd > Skilaboð og pósthólf.
Til að tengjast við ytra pósthólf skaltu velja Valkostir > Tengja.
Sækja skeyti þegar þú hefur opna tengingu við ytra pósthólf
Veldu Valkostir > Sækja tölvupóst > Nýjan til að sækja öll ný skilaboð, Valinn til að
sækja aðeins valin skilaboð, Allan til að sækja öll skilaboð úr pósthólfinu.
Hægt er að hætta við að sækja tölvupóst með því að velja Hætta við.
Loka tengingunni og skoða tölvupóstsskeytin án tengingar
Veldu Valkostir > Aftengja.
42 Skilaboð
Opna tölvupóstsskeyti án tengingar
Til að opna tölvupóst skaltu velja hann. Ef tölvupóstur hefur ekki verið sóttur og
tengingin er ekki virk er spurt hvort þú viljir sækja hann.
Viðhengi skoðuð
Opna skeyti og velja viðhengisreit sem vísað er á með
sótt í tækið velurðu Valkostir > Vista.
Ef tækið er stillt þannig að það sæki tölvupóst sjálfvirkt getur slíkt falið í sér stórar
gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld
fást hjá þjónustuveitum.
Tölvupósti eytt
Veldu Valmynd > Skilaboð og pósthólf.
Tölvupósti aðeins eytt úr tækinu
Veldu tölvupóstinn og haltu honum inni, og veldu Eyða > Síma eingöngu af
sprettivalmyndinni. Tölvupóstinum er ekki eytt úr ytra pósthólfinu.
Tækið birtir tölvupóstfyrirsagnirnar í ytra pósthólfinu. Það merkir að þótt efni tölvupósts
sé eytt er fyrirsögnin áfram í tækinu. Viljir þú líka eyða fyrirsögninni verður þú að vera
tengdur við miðlarann þegar skilaboðunum er eytt úr tækinu og ytra pósthólfinu. Ef
engin tenging er við miðlarann er fyrirsögninni eytt þegar þú kemur á tengingu úr
tækinu við ytra pósthólfið á ný til að uppfæra stöðuna.
Tölvupósti eytt úr tækinu og ytra pósthólfinu
Veldu tölvupóstinn og haltu honum inni, og veldu Eyða > Síma og miðlara af
sprettivalmyndinni.
Hætt við að eyða merktum tölvupósti úr tækinu og af miðlara
Veldu Valkostir > Afturkalla.
. Ef viðhengið hefur ekki verið
Tenging við pósthólf rofin
Tengingu við ytra pósthólf er slitið með því að velja Valkostir > Aftengja.
Skilaboð 43
Mail for Exchange
Með Mail for Exchange geturðu fengið vinnupóstinn þinn sendan í tækið. Þú getur lesið
og svarað tölvupóstinum, skoðað og breytt samhæfum viðhengjum, séð
dagbókarupplýsingar, móttekið og svarað fundarboðum, tímasett fundi og skoðað, sett
inn og breytt upplýsingum um tengiliði.
Notkun Mail for Exchange takmarkast við samstillingu með OTA-tækni á PIMupplýsingum milli Nokia-tækisins og viðurkennda Microsoft Exchange miðlarans.
Mail for Exchange er einungis hægt að setja upp ef fyrirtæki þitt er með Microsoft
Exchange Server. Auk þess verður kerfisstjóri fyrirtækisins að virkja Mail for Exchange
fyrir reikninginn þinn.
Áður en hafist er handa við uppsetningu á Mail for Exchange skaltu tryggja að þú sért
með eftirfarandi:
•Auðkenni fyrir fyrirtækistölvupóst
•Notandanafn þitt á fyrirtækisnetinu
•Lykilorð þitt á fyrirtækisnetinu
•Lénsheiti netsins (hafðu samband við tölvudeild fyrirtækisins)
•Miðlaraheiti þitt fyrir Mail for Exchange (hafðu samband við tölvudeild fyrirtækisins)
Þú þarft hugsanlega að færa inn aðrar upplýsingar til viðbótar þeim sem áður er lýst,
allt eftir uppsetningu Mail for Exchange-miðlara fyrirtækisins. Ef þú veist ekki réttar
upplýsingar skaltu hafa samband við tölvudeild fyrirtækisins.
Hugsanlega er nauðsynlegt að nota læsingarkóðann með Mail for Exchange. Sjálfgefinn
læsingarkóði tækisins er 12345, en hugsanlega hefur tæknistjóri fyrirtækisins breytt
honum fyrir þig.
Til að opna og breyta sniði og stillingum Mail for Exchange velurðu Valmynd >
Þú getur skoðað skilaboð sem eru vistuð á SIM-kortinu.
Veldu Valmynd > Skilaboð og Valkostir > SIM-skilaboð.
Áður en hægt er að skoða skilaboð á SIM-korti þarf að afrita þau í möppu í tækinu.
1Merkja skilaboð. Veldu Valkostir > Merkja/afmerkja > Merkja eða Merkja allt.
2 Opnar lista yfir möppur. Veldu Valkostir > Afrita.
3 Velja möppu til að afrita.
4 Til að skoða skilaboðin skaltu opna möppuna.
44 Skilaboð
Þjónustuskipanir
Með þjónustuskipunum (sérþjónusta) er hægt að slá inn og senda þjónustubeiðnir
(einnig þekktar sem USSD-skipanir), svo sem skipanir um að gera sérþjónustu virka, til
þjónustuveitunnar. Þessi þjónusta er hugsanlega ekki í boði á öllum svæðum.
Veldu Valmynd > Skilaboð og Valkostir > Þjónustuskipanir.
Stillingar skilaboða
Stillingarnar kunna að hafa verið í tækinu þegar þú fékkst það, að öðrum kosti færðu
skilaboð um þær. Til að setja inn stillingar handvirkt skaltu fylla út alla reiti sem eru
merktir með Verður að tilgreina eða stjörnu.
Þjónustuveitan kann að hafa forstillt sumar eða allar skilaboðamiðstöðvar eða
a ðg an gs s ta ði í t æ ki nu og þ ví er ek k i v ís t a ð hæ gt sé a ð b re yt a þe im , b ú a t il eð a fj ar læ g ja .
Stillingar textaskilaboða
Veldu Valmynd > Skilaboð og Valkostir > Stillingar > Textaskilaboð.
Veldu úr eftirfarandi:
Skilaboðamiðstöðvar — Birta lista yfir allar textaboðamiðstöðvar sem hafa verið
tilgreindar.
Skilaboðamiðst. í notkun — Velja hvaða skilaboðamiðstöð er notuð til að senda
textaskilaboð.
Umritun stafa — Til að breyta stöfum sjálfkrafa þegar sá valkostur er til staðar skaltu
velja Minni stuðningur.
Tilkynning um skil — Biðja símkerfið um að senda skilatilkynningar fyrir send texta-
og margmiðlunarskilaboð (sérþjónusta).
Gildistími skilaboða — Veldu hve lengi skilaboðamiðstöðin á að reyna að senda
skilaboð frá þér ef fyrsta sending þeirra mistekst (s érþ jón usta) . Ef ekk i er hæ gt a ð se nda
skilaboðin innan tímafrestsins er skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.
Skilaboð send sem — Þjónustuveitan gefur upplýsingar um hvort skilaboðamiðstöðin
getur umbreytt textaskilaboðum í önnur snið.
Æskileg tenging — Veldu þá tengingu sem á að nota.
Svar um sömu miðstöð — Svara skilaboðum og nota númer sömu
skilaboðamiðstöðvar (sérþjónusta).
Stillingar margmiðlunarskilaboða
Veldu Valmynd > Skilaboð og Valkostir > Stillingar > Margmiðlunarskilaboð.
Veldu úr eftirfarandi:
Stærð myndar — Tilgreina skal stærð myndar í margmiðlunarskilaboðum.
Skilaboð 45
MMS-gerð — Ef þú velur Með viðvörunum lætur tækið þig vita ef þú reynir að senda
skilaboð sem ekki er víst að móttökutæki styðji. Ef þú velur Takmörkuð kemur tækið
veg fyrir að þú sendir óstudd skilaboð. Til að geta sett efni inn í skilaboð án tilkynninga
velurðu Laust.
Aðgangsstaður í notkun — Veldu hvaða aðgangsstaður er notaður sem ákjósanleg
tenging.
Móttaka margmiðlunar — Veldu hvernig þú vilt taka á móti skilaboðum, ef sú
þjónusta er í boði. Til að taka sjálfkrafa á móti skilaboðum í heimasímkerfinu skaltu
velja Sjálfv. í heimakerfi. Utan heimasímkerfisins mun tilkynning berast um að það
séu ósótt skilaboð í skilaboðamiðstöðinni. Ef þú velur Alltaf sjálfvirk mun tækið
sjálfkrafa koma á virkri pakkagagnatengingu til að sækja skilaboðin bæði innan og utan
heimasímkerfisins. Veldu Handvirkt val til að sækja margmiðlunarskilaboð alltaf
handvirkt eða Óvirk til að loka fyrir móttöku margmiðlunarskilaboða. Ekki er víst að
sjálfvirk móttaka sé í boði á öllum svæðum.
Leyfa nafnlaus skilaboð — Hafna skilaboðum frá nafnlausum sendendum.
Fá auglýsingar — Taka á móti auglýsingum í formi margmiðlunarskilaboða
(sérþjónusta).
Fá tilkynningar — Sýna stöðu sendra skilaboða í notkunarskrá (sérþjónusta).
Neita sendingu tilk. — Loka fyrir að tækið sendi skilatilkynningar fyrir móttekin
skilaboð.
Gildistími skilaboða — Veldu hve lengi skilaboðamiðstöðin á að reyna að senda
skilaboð frá þér ef fyrsta sending þeirra mistekst (sérþjónusta). Ef ekk i er hæ gt a ð se nda
skilaboðin innan tímafrestsins er skilaboðunum eytt úr skilaboðamiðstöðinni.
Símkerfisstuðningur þarf að vera fyrir hendi til a ð hæg t sé að fá st aðfestingu á því hvort
send skilaboð hafa verið móttekin eða lesin. Allt eftir símkerfinu og öðrum aðstæðum
hverju sinni getur verið að þessar upplýsingar séu ekki alltaf áreiðanlegar.
Pósthólfum stjórnað
Veldu Valmynd > Skilaboð og Valkostir > Stillingar > Tölvupóstur.
Pósthólf sem nota skal þegar tölvupóstur er sendur og móttekinn valið
Veldu Pósthólf í notkun og pósthólf.
Pósthólfi og skilaboðum eytt úr tækinu
1Veldu Pósthólf.
2 Veldu viðkomandi pósthólf og haltu því inni og veldu Eyða á sprettivalmyndinni.
46 Stillingar tækisins sérsniðnar
Nýtt pósthólf búið til
Veldu Pósthólf > Valkostir > Nýtt pósthólf. Heitið sem þú gefur nýja pósthólfinu
kemur í stað pósthólfsins á aðalvalmynd skilaboða. Hægt er að vera með allt að sex
pósthólf.
Tengistillingum, notandastillingum, móttökustillingum og sjálfvirkum
móttökustillingum breytt
Veldu Pósthólf og pósthólf.
Stillingar tækisins sérsniðnar
Hægt er að sérsníða tækið með því að breyta heimaskjá, tónum og þemum.
Útliti tækisins breytt
Hægt er að nota þemu til að breyta skjámyndinni, svo sem mynd í bakgrunni og
útliti aðalvalmyndar.
Veldu Valmynd > Stillingar og Eigin stillingar > Þemu.
Þema ræst
Veldu Almennt og þemað og bíddu í nokkrar sekúndur.
Útliti aðalvalmyndarinnar breytt
Veldu Valmynd.
Útliti heimaskjásins breytt
Veldu Heimaskjásþema.
Veldu mynd eða skyggnusýningu sem bakgrunn á heimaskjánum.
Veldu Veggfóður > Mynd eða Skyggnusýning.
Skipt um mynd sem birtist á heimaskjánum þegar innhringing berst
Veldu Myndhringing.
Snið
Hægt er að nota snið til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum
tónum fyrir ýmis atriði, umhverfi eða viðmælendahópa. Virka sniðið birtist á
heimaskjánum. Ef almenna sniðið er í notkun sést aðeins dagsetningin.
Veldu Valmynd > Stillingar og Eigin stillingar > Snið.
Tónlistarmappa 47
Tónlistarmappa
Tónlistarspilari
Tónlistaspilarinn styður skráarsnið eins og AAC, AAC+, eAAC+, MP3 og WMA.
Tónlistarspilarinn styður þó ekki öll skráarsnið eða öll afbrigði skráarsniða.
Einnig er hægt að nota tónlistarspilarann til að hlusta á netvarp. Netvarp er aðferð við
að flytja hljóð- eða myndefni á internetinu með RSS eða Atom-tækni í farsíma og tölvur.
Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur
skaðað heyrn.
tónlist spiluð
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistarsp..
Leita í lögum
Veldu viðeigandi skjá. Þú getur leitað að lögum eftir flytjanda, plötu, tónlistarstefnu eða
lagahöfundi.
Lag spilað
Veldu lag.
Ábending: Til að hlusta á lög af handahófi velurðu Valkostir > Spilun af handahófi.
Gera hlé á eða halda áfram með spilun
Til að gera hlé á spilun velurðu
Spólað áfram eða til baka í lagi
Haltu inni
eða .
; til að halda spilun áfram velurðu .
48 Tónlistarmappa
Ábending: Þegar hlustað er á tónlist er hægt að fara aftur á heimaskjáinn og láta forritið
Tónlistarsp. halda áfram spilun í bakgrunni.
Spilunarlisti búinn til
Viltu geta hlustað á mismunandi tónlist á mismunandi stundum? Með því að nota
spilunarlista geturðu búið til safn laga sem spiluð eru í ákveðinni röð.
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistarsp..
1Veldu Spilunarlistar.
2Veldu Valkostir > Nýr spilunarlisti.
3 Sláðu inn heiti fyrir spilunarlistann og veldu Í lagi.
4 Veldu lög til að setja á spilunarlistann, í þeirri röð sem á að spila þau.
Ef samhæft minniskort er í tækinu vistast spilunarlistinn á minniskortinu.
Lagi bætt við spilunarlista
Veldu lagið og haltu því inni og veldu Bæta á spilunarlista á sprettivalmyndinni.
Lög fjarlægð af spilunarlista
Á spilunarlistaskjánum velurðu lagið og heldur því inni og velur svo Fjarlægja á
sprettivalmyndinni.
Laginu er ekki eytt úr tækinu heldur aðeins af spilunarlistanum.
Spilunarlisti spilaður
Veldu Spilunarlistar og spilunarlistann.
Ábending: Forritið Tónlistarsp. býr sjálfkrafa til spilunarlista með mest spiluðu
lögunum, nýlega spiluðum lögum og lögunum sem síðast var bætt við.
Netvarp
Veldu Valmynd > Tónlist > Tónlistarsp. og Netvörp.
Á netvarpsþáttum eru þrjár stillingar: aldrei spilaður, hálfspilaður, allur spilaður. Ef
þáttur er hálfspilaður hefst spilun þar sem frá var horfið næst þegar spilun hefst. Ef
þáttur hefur aldrei verið spilaður eða spilaður í heild hefst spilun hans frá upphafi.
Nokia Ovi Player
Með Nokia Ovi Player er hægt að hlaða niður tónlist frá Ovi Music, flytja tónlist í tækið
úr tölvunni og skipuleggja og flokka tónlistarskrár. Til að hlaða niður Nokia Ovi Player
ferðu á www.ovi.com.
Nettenging er nauðsynleg til að hlaða niður tónlist.
Tónlistarmappa 49
Tónlist hlaðið niður og hún flutt milli tölvunnar og farsímans
1 Opnaðu Nokia Ovi Player í tölvunni. Stofnaðu áskrift eða skráðu þig inn ef þú vilt
hlaða niður tónlist.
2 Tengdu tækið við tölvu með samhæfðri USB-snúru.
3Veldu Efnisflutningur til að velja tengisnið fyrir tækið.
Ovi-tónlist
Með Ovi-tónlist er hægt að leita að, skoða og kaupa tónlist til að hlaða niður í tækið.
Ovi-tónlistarþjónustan mun að lokum koma í stað Tónlistarverslunarinnar.
Veldu Valmynd > Tónlist > Ovi-tónlist.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir þjónustunni áður en hægt er að hlaða niður tónlist.
Það að hlaða tónlist getur falið í sér stórar gagnasendingar (sérþjónusta). Hafðu
samband við netþjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Nauðsynlegt er að hafa gildan netaðgangsstað í tækinu til að geta opnað Ovi-tónlist.
Þú verður e.t.v. beðinn um að velja þann aðgangsstað sem á að nota þegar tengingu
við Ovi-tónlist er komið á.
Veldu aðgangsstaðinn
Veldu Sjálfg. aðgangsstaður.
Mismunandi er hvaða stillingar eru í boði fyrir Ovi-tónlist og hvernig þær líta út. Stillingar
kunna að vera forskilgreindar og ekki hægt að breyta þeim. Þegar þú vafrar um Ovitónlist geturðu hugsanlega breytt stillingunum.
Stillingum Ovi-tónlistar breytt
Veldu Valkostir > Stillingar.
Ovi-tónlist er ekki í boði í öllum löndum eða svæðum.
Nokia Podcasting
Með Nokia Podcasting (sérþjónusta) er hægt að leita, finna, fá áskrift að og nálgast
netvörp yfir netið, sem og spila, stjórna og samnýta hljóð- og hreyfimyndanetvörp í
tækinu.
Netvarpsstillingar
Veldu Valmynd > Tónlist > Podcasting.
Veldu tengi- og niðurhalsstillingar áður en þú notar Podcasting.
50 Tónlistarmappa
Tengistillingar
Veldu Valkostir > Stillingar > Tenging og svo úr eftirfarandi:Sjálfgef. aðgangsstaður — Velja aðgangsstaðinn sem er notaður til að tengjast við
internetið.
Slóð leitarþjónustu — Tilgreina veffang leitarþjónustu netvarpsins, til að nota við leit
fyrir netvarpið.
Stillingar fyrir niðurhal
Veldu Valkostir > Stillingar > Niðurhal og svo úr eftirfarandi:
Vista á — Veldu hvar netvörpin eru vistuð.
Uppfærslutími — Tilgreindu hversu oft netvörp eru uppfærð.
Næsti uppfærslutími — Til að tilgreina tíma fyrir næstu sjálfvirku uppfærslu.
Sjálfvirkar uppfærslur eiga sér bara stað ef ákveðinn sjálfgefinn aðgangsstaður er valinn
og Podcasting er í gangi.
Takmörk niðurhals (%) — Til að tilgreina hlutfall minnis sem er ætlað fyrir niðurhal
á netvörpum.
Ef efni fer yfir takmörk — Tilgreindu hvað gera skal ef farið er fram úr takmörkunum
á niðurhali.
Það að stilla forritið á að sækja podcast sjálfkrafa getur falið í sér stórar gagnasendingar
um farsímakerfi þjónustuveitu. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá frekari
upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Velja frumstillingar
Veldu Valkostir > Upprunalegar stillingar.
Niðurhal netvarpa
Þegar þú hefur gerst áskrifandi að netvarpi geturðu stjórnað, hlaðið niður og spilað
þætti.
Veldu Valmynd > Tónlist > Podcasting.
Skoða lista af netvörpum sem þú ert áskrifandi að
Veldu Podcasts.
Skoða titla einstakra þátta
Velja netvarpstitil.
Þáttur er viðkomandi efnisskrá netvarps.
Tónlistarmappa 51
Byrja niðurhal
Velja netvarpstitil.
Hægt er að hlaða niður mörgum þáttum á sama tíma.
Byrja að spila netvarp áður en niðurhali er lokið
Flettu að netvarpi og veldu Valkostir > Spila sýnishorn.
Netvörp sem tókst að hlaða niður eru vistuð í Netvörp möppunni, en ekki er víst að hægt
sé að birta þau undir eins.
Útvarp
Hlustað á útvarpið
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Þegar forritið er opnað í fyrsta sinn er hægt að velja að hafa stillt sjálfvirkt á nálægar
stöðvar.
Til að hlusta á næstu/fyrri stöð velurðu
Til að taka hljóðið af útvarpinu velurðu
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Stöðvar — Til að sjá vistaðar útvarpsstöðvar.
Stilla stöðvar — Til að leita að útvarpsstöðvum.
Vista — Til að vista útvarpsstöð.
Kveikja á hátalara eða Slökkva á hátalara — Til að kveikja eða slökkva á hátalaranum.
Aðrar tíðnir — Til að velja hvort útvarpið á að leita sjálfvirkt að betri RDS-tíðni fyrir
stöðina ef styrkur er lítill.
Spila í bakgrunni — Til að fara aftur á heimaskjáinn og hafa kveikt á útvarpinu í
bakgrunninum.
Útvarpsstöðvum stjórnað
Veldu Valmynd > Tónlist > Útvarp.
Til að hlusta á vistaðar stöðvar velurðu Valkostir > Stöðvar og velur stöð af listanum.
Til að fjarlægja eða endurnefna stöð velurðu hana og heldur henni niðri, og velur síðan
Eyða eða Endurnefna í sprettiglugganum.
eða .
.
52 Myndavél
Til að stilla handvirkt á tiltekna tíðni velurðu Valkostir > Stilla stöðvar > Valkostir >
Handvirk stilling.
Myndavél
Þetta tæki styður 2592x1944 pixlar myndupplausn. Myndupplausnin í þessari handbók
getur virst önnur.
Kveikt á myndavélinni
Til að kveikja á myndavélinni velurðu Valmynd > Forrit > Myndavél.
Myndataka
Myndataka
Veldu Valmynd > Forrit > Myndavél.
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
•Nota skal báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.
•Myndgæðin minnka þegar aðdráttur er notaður.
•Myndavélin fer í orkusparnaðarstöðu hafi hún ekki verið notuð í u.þ.b. eina mínútu.
Til að skipta úr myndupptöku í myndatöku, ef þörf krefur, velurðu
Aðdráttur minnkaður eða aukinn þegar mynd er tekin
Notaðu aðdráttarstikuna.
Að myndatöku lokinni
Að myndatöku lokinni skaltu velja úr eftirfarandi valkostum (aðeins í boði ef þú hefur
valið Valkostir > Stillingar > Sýna teknar myndir > Já):
— Til að senda mynd í margmiðlunarskilaboðum, tölvupósti eða með
tengiaðferðum, svo sem Bluetooth-tengingu.
— Hlaða myndinni upp í samhæft netalbúm.
Eyða — Til að eyða myndinni.
Mynd notuð sem veggfóður á heimaskjánum
Veldu Valkostir > Nota mynd > Sem veggfóður.
> .
Myndavél 53
Mynd gerð að sjálfgefinni hringimynd
Veldu Valkostir > Nota mynd > Sem myndhringingu.
Mynd tengd við tengilið
Veldu Valkostir > Nota mynd > Setja við tengilið.
Farið aftur í myndgluggann til að taka nýja mynd
Veldu Til baka.
Umhverfi
Umhverfi hjálpar þér til að finna réttar stillingar fyrir lit og lýsingu miðað við aðstæður.
Stillingarnar fyrir hvert umhverfi henta því sérstaklega.
Sjálfgefna umhverfið í kyrrmynda- og hreyfimyndastöðu er sýnt með
Skipt um umhverfi
Veldu
og umhverfi.
Eigin stilling búin til fyrir tiltekið umhverfi
1Velja skal Notandi tilgreinir > Breyta.
2Veldu Byggt á myndumhverfi og viðeigandi umhverfi.
3 Breyttu mismunandi birtu- og litastillingum.
4 Til að vista breytingarnar og fara aftur á umhverfislistann velurðu Til baka.
Eigið umhverfi ræst
Velja skal Notandi tilgreinir > Velja.
(Sjálfvirkt).
Upplýsingar um staðsetningu
Hægt er að bæta upplýsingum um hvar mynd er tekin sjálfkrafa við aðrar upplýsingar
um hana.
Veldu Valmynd > Forrit > Myndavél.
Til að setja inn upplýsingar um tökustað allra mynda velurðu Valkostir > Stillingar >
Sýna GPS-upplýsingar > Kveikt.
Það getur tekið nokkrar mínútur að fá staðsetningarhnitin. Staðsetning, byggingar,
náttúrulegar hindranir, auk veðurskilyrða, kunna að hafa áhrif á móttöku og gæði GPSmerkja. Ef skrá sem inniheldur upplýsingar um staðsetningu er samnýtt eru einnig
staðsetningarupplýsingarnar samnýttar og þriðji aðili sem sér skrána kann að sjá
54 Myndavél
staðsetninguna. Tækið þarf netþjónustu til að að geta fengið upplýsingar um
staðsetningu.
Upplýsingar um staðsetningu:
— Upplýsingar um staðsetningu eru ekki tiltækar. GPS er áfram virkt í bakgrunninum
í nokkrar mínútur. Ef gervihnattartenging næst og vísirinn breytist í
mínútum eru allar myndirnar og hreyfimyndirnar sem þá eru teknar merktar samkvæmt
upplýsingum um GPS-staðsetningu.
— Upplýsingar um staðsetningu eru tiltækar. Upplýsingum um staðsetningu er bætt
við aðrar skráarupplýsingar.
Hægt er að bæta staðsetningarupplýsingum við mynd eða myndskeið ef hnit finnast í
gegnum símkerfinu. Það getur tekið nokkrar mínútur að taka við hnitum. Best er að
vera á opnu svæði, fjarri háum byggingum.
Ef þú samnýtir mynd eða myndskeið með staðsetningarupplýsingum eru þær
upplýsingar einnig samnýttar og staðsetning þín kann því að vera sýnileg þriðju aðilum
sem geta skoðað myndina eða myndskeiðið.
Hægt er að slökkva á hnitamerkingu í stillingum myndavélarinnar.
Sjálfvirk myndataka
Notaðu sjálfvirka myndatöku til að seinka myndatökunni þannig að þú getir verið með
á myndinni.
Stillt á sjálfvirka myndatöku
Veldu
Sjálfvirk myndataka ræst
Veldu Ræsa. Skeiðklukkutáknið á skjánum blikkar og sá tími sem eftir er birtist þegar
teljarinn er virkur. Myndavélin tekur myndina þegar tíminn er útrunninn.
Slökkt á sjálfvirkri myndatöku
Veldu
> og tímafrestinn þar til myndin er tekin.
> .
á þessum
Ábending: Til að minnka líkurnar á því að myndin verði hreyfð skaltu stilla á
tímafrestinn 2 sekúndur.
Upptaka myndskeiða
Upptaka myndskeiða
Veldu Valmynd > Forrit > Myndavél.
Gallerí 55
1 Til að skipta úr kyrrmyndastillingu yfir í hreyfimyndastillingu, ef þörf krefur, velurðu
> .
2Veldu Hlé til að setja upptöku í bið. Til að halda upptöku áfram velurðu Áfram. Ef
þú gerir hlé á upptöku og ýtir ekki á neinn takka innan einnar mínútu stöðvast
upptakan.
Notaðu aðdráttartakkana til að auka eða minnka aðdrátt.
3 Upptakan er stöðvuð með því að velja Stöðva. Myndskeiðið vistast sjálfkrafa í
Gallerí.
Að hreyfimyndatöku lokinni
Að hreyfimyndatöku lokinni skaltu velja úr eftirfarandi (aðeins hægt ef þú hefur valið
Valkostir > Stillingar > Sýna myndskeið > Já):
Spila — Spila myndskeiðið sem þú varst að taka upp.
— Hlaða myndinni upp í samhæft netalbúm.
Eyða — Eyða myndskeiðinu.
Veldu Til baka til að fara aftur í myndgluggann og taka upp nýtt myndskeið.
Gallerí
Til að geyma og raða myndum, myndskeiðum, hljóðinnskotum og
straumspilunartenglum velurðu Valmynd > Gallerí.
Að skoða og flokka skrár
Veldu Valmynd > Gallerí.
Veldu úr eftirfarandi:
Myndir/myndsk. — Til að skoða myndir á myndskjánum og myndskeið í
Kvikmyndabankanum.
Lög — Til að opna Tónlistarspilarann.
Hljóðskrár — Til að hlusta á hljóðskrá.
Aðrar skrár — Til að skoða kynningar.
gefur til kynna skrár sem vistaðar eru á samhæfa minniskortinu (ef það er í).
Opna skrá
Veldu skrá af listanum. Myndskeið og skrár á .ram sniði er hægt að opna og spila í
Kvikmyndabankanum og tónlistar- og hljóðskrár í Tónlistarspilaranum.
56 Gallerí
Afritaðu eða færðu skrá
Til að afrita eða færa skrá yfir á minniskortið (ef það er í) eða á minni símans skaltu
halda fingri á skránni og velja Afritaeða Færaí sprettivalmyndinni og síðan viðeigandi
valkost.
Myndir og myndskeið skoðuð
Veldu Valmynd > Gallerí og Myndir/myndsk..
Sjálfgefið er að myndum, myndskeiðum og möppum sé raðað eftir dagsetningu og tíma.
Til að opna skrá velurðu hana af listanum. Notaðu hljóðstyrkstakkann til að stækka
mynd.
Til að breyta mynd heldurðu fingri á henni og velur Breytaí sprettivalmyndinni.
Til að breyta myndskeiði heldurðu fingri á því og velur Klippaí sprettivalmyndinni.
Haltu inni mynd í stutta stund og veldu úr eftirfarandi í sprettivalmyndinni:
Sem veggfóður — Nota myndina sem veggfóður á heimaskjánum.
Sem myndhringingu — Gera mynd að sjálfgefinni hringimynd.
Setja við tengilið — Gera mynd að hringimynd tengiliðar.
Haltu inni myndskeiði í stutta stund og veldu úr eftirfarandi í sprettivalmyndinni:
Setja við tengilið — Velja myndskeiðið sem hringitón fyrir tengilið.
Sem hringitón — Nota myndskeiðið sem hringitón.
Tækjastikan auðveldar þér að velja algengar aðgerðir með myndum, myndskeiðum og
möppum.
Hægt er að velja úr eftirfarandi atriðum á tækjastikunni:
Senda — Senda mynd eða myndskeið.
Eyða — Eyða mynd eða myndskeiði.
Myndir og hreyfimyndir flokkaðar
Veldu Valmynd > Gallerí.
Ný mappa búin til
Velja skal Myndir/myndsk. > Valkostir > Möppuvalkostir > Ný mappa.
Færa skrá
Haltu fingri á skránni og veldu Færa í möppu í sprettivalmyndinni.
Samnýting á internetinu 57
Samnýting á internetinu
Um Samnýtingu á netinu
Veldu Valmynd > Forrit > Samn. á neti.
Með Samnýtingu á netinu (sérþjónusta) er hægt að senda myndir, myndskeið og
hljóðinnskot frá tækinu til samhæfrar samnýtingarþjónustu á netinu, svo sem albúm
og blogg. Einnig er hægt að skoða og senda athugasemdir til póstlista þjónustunnar og
hlaða niður efni í samhæfa Nokia-tækið.
Studdar efnisgerðir og framboð á þjónustunni Samnýting á netinu geta verið
mismunandi.
Áskrift að samnýtingarþjónustu á netinu stofnuð
Veldu Valmynd > Forrit > Samn. á neti.
1 Farðu á heimasíðu þjónustuveitunnar og gakktu úr skugga um að Nokia-tækið þitt
samhæfist þjónustunni.
2 Þar eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að gerast áskrifandi. Þú færð nota ndanafn
og lykilorð til að geta sett áskriftina upp í tækinu.
Þjónusta ræst
1 Veldu þjónustuna og haltu henni inni og veldu síðan Virkja á sprettivalmyndinni.
2 Gefðu tækinu tíma til að koma á nettengingu. Ef beðið er um internetaðgangsstað
velurðu hann af listanum.
3 Skráðu þig í áskriftina eins og kveðið er á um á heimasíðu þjónustuveitunnar.
Þjónustuveitan eða viðkomandi þriðji aðili gefa upplýsingar um hvort þjónusta þriðja
aðila sé tiltæk og hvað sú þjónusta og gagnaflutningur kosta.
Umsjón með áskriftum
Til að skoða áskriftirnar þínar velurðu Valkostir > Stillingar > Áskriftir mínar.
Til að búa til nýja áskrift velurðu Valkostir > Ný áskrift.
Til að breyta notandanafni og lykilorði áskriftar velurðu áskriftina og heldur henni inni,
og velur Breyta á skyndivalmyndinni.
Til að stilla áskrift sem sjálfgefna þegar efni er sent úr tækinu velurðu heiti áskriftarinnar
og heldur því inni, og velur Velja sem sjálfgefið á skyndivalmyndinni.
58 Nokia Myndefnisþjónusta
Til að eyða áskrift velurðu heiti áskriftarinnar og heldur því inni, og velur Eyða á
skyndivalmyndinni.
Póstur búinn til
Veldu Valmynd > Forrit > Samn. á neti.
Til að senda myndir eða myndskeið til þjónustuveitu velurðu hana og heldur henni inni,
og velur Ný sending á skyndivalmyndinni. Ef samnýtingarþjónustuveitan býður upp á
rásir til að senda skrár velurðu rásina sem þú vilt nota.
Til að bæta mynd, myndskeiði eða hljóðinnskoti við póstinn velurðu Valkostir > Bæta
við.
Veldu titil eða lýsingu fyrir póstinn, ef slíkt er í boði.
Til að bæta merkjum við póstinn velurðu Merki:.
Til að velja hvort staðsetningarupplýsingar skráar skuli sendar velurðu Staður:.
Til að senda póstinn til þjónustunnar velurðu Valkostir > Senda.
Skrár úr Galleríinu sendar
Hægt er að senda myndir og myndskeið frá Gallerí til samnýtingarþjónustu á netinu.
1Veldu Valmynd > Gallerí og myndir og myndskeið til sendingar.
2Veldu Valkostir > Senda > Birta og veldu viðeigandi áskrift.
3 Breyttu sendingunni ef þörf krefur.
4Veldu Valkostir > Senda.
Nokia Myndefnisþjónusta
Með Nokia Myndefnisþjónustunni (sérþjónusta) er hægt að hlaða niður og straumspila
myndskeið úr samhæfri hreyfimyndaþjónustu á netinu með því að nota
pakkagagnatengingu eða þráðlausa staðarnetstengingu. Einnig er hægt að flytja
myndskeið úr samhæfri tölvu í tækið og skoða þau í Myndefnisþjónustunni.
Það getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar að nota
aðgangsstaði fyrir pakkagögn til að hlaða niður hreyfimyndum. Upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Tækinu getur fylgt fyrirfram valin þjónusta.
Nokia Myndefnisþjónusta 59
Þjónustuveitur bjóða ýmist upp á ókeypis efni eða taka gjald fyrir. Kannaðu verðið hjá
þjónustunni eða þjónustuveitunni.
Hreyfimyndir skoðaðar og þeim hlaðið niður
Veldu Valmynd > Forrit > Kvikm.banki.
Tenging við kvikmyndaveitu
Til að tengjast þjónustu eða setja upp myndefnisþjónustu velurðu Bæta við nýrri
þjónustu og myndefnisþjónustu af vörulistanum.
Myndskeið skoðað
Til að skoða efnið sem þjónustan býður upp á skaltu velja Myndstraumar.
Efni sumra myndefnisþjónusta er raðað í flokka. Veldu flokk til að skoða myndskeið.
Hægt er að leita að myndskeiðum í þjónustunni með því að velja Leita að
myndskeiðum. Ekki er víst að allar þjónustur bjóði upp á leit.
Hægt er að straumspila sum myndskeið á meðan hlaða þarf öðrum í símann. Veldu
Valkostir > Sækja til að hlaða niður hreyfimynd. Ef fa rið er út úr forritinu heldur myndin
áfram að hlaðast niður í bakgrunninum. Myndskeið sem hlaðið er niður eru vistuð í
Myndskeiðin mín.
Til að straumspila myndskeið eða horfa á myndskeið sem þú hefur hlaðið niður skaltu
halda fingri á myndskeiðinu og velja Spila í sprettivalmyndinni.
Hægt er að stjórna spilaranum með því að smella á stýritakkana á skjánum meðan
myndskeið er spilað.
Notaðu á hljóðstyrkstakkann til að stilla hljóðstyrkinn.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Halda niðurhali áfram — Halda niðurhali áfram sem hlé hefur verið gert á eða sem
hefur mistekist.
Hætta við niðurhal — Hætta við niðurhal.
Sýnishorn — Forskoða myndskeið. Þessi valkostur er í boði ef þjónustuveitan styður
hann.
Um hreyfimynd — Skoða upplýsingar um myndskeið.
Uppfæra lista — Uppfæra lista yfir myndskeið.
Opna tengil í vafra — Opna tengil í vafranum.
60 Nokia Myndefnisþjónusta
Niðurhal tímasett
Ef forritið er stillt þannig að það sæki myndskeið sjálfkrafa getur slíkt falið í sér stórar
gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar. Hafðu samband við
þjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Hægt er að tímasetja sjálfvirkt niðurhal myndskeiða í þjónustu með því að velja
Valkostir > Áætluð niðurhöl.
Video centre hleður daglega niður nýjum myndskeiðum sjálfvirkt á þeim tíma sem þú
tilgreinir.
Til að hætta við tímasett niðurhal skaltu velja Handvirkt niðurhal.
Myndstraumar
Veldu Valmynd > Forrit > Kvikm.banki.
Efni þjónustunnar, sem hefur verið sett upp, er dreift með því að nota RSS-strauma. Til
að skoða og stjórna straumum velurðu Myndstraumar.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Áskriftir að straumum — Kanna núverandi áskriftir að straumum.
Um straum — Skoða upplýsingar um myndskeið.
Bæta við straumi — Gerast áskrifandi að nýjum straumum Veldu Um myndefnisskrá
til að velja straum úr þjónustu í myndefnisskránni.
Uppfæra strauma — Uppfæra efni allra strauma.
Sýsla með áskriftir — Stjórnaðu valmöguleikum fyrir tiltekinn straum, ef mögulegt
er.
Til að skoða myndskeið sem hægt er að straumspila velurðu straum af listanum.
Myndskeiðin mín
Myndskeiðin mín er geymslustaður fyrir öll myndskeið í myndveituforritinu. Hægt er að
flokka myndskeið sem hefur verið hlaðið niður og myndskeið sem tekin hafa verið með
myndavél símans í sérstökum skjágluggum.
1 Til að opna möppu og skila myndskeið velurðu möppuna. Hægt er að stjórna
spilaranum með því að smella á stýritakkana á skjánum meðan myndskeið er spilað.
2 Hljóðstyrknum er breytt með því að ýta á hljóðstyrkstakkann.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Leita — Leita að myndskeiði. Sláðu inn leitarorð sem samsvarar skráarheitinu.
Nokia Myndefnisþjónusta 61
Minnisstaða — Til að sjá hversu mikið minni er laust og hversu mikið er í notkun.
Raða eftir — Raða myndskeiðum. Veldu viðeigandi flokk.
Haltu inni myndskeiði í stutta stund og veldu úr eftirfarandi í sprettivalmyndinni:
Halda niðurhali áfram — Halda niðurhali áfram sem hlé hefur verið gert á eða sem
hefur mistekist.
Hætta við niðurhal — Hætta við niðurhal.
Um hreyfimynd — Skoða upplýsingar um myndskeið.
Færa og afrita — Færa eða afrita myndskeið. Veldu Afrita eða Færa og staðsetningu.
Afritun myndskeiða milli símans og tölvu
Hefurðu tekið upp myndskeið með símanum sem þú vilt horfa á í tölvu? Eða viltu afrita
myndskeiðin úr símanum yfir í tölvu? Notaðu samhæfa USB-gagnasnúru til að afrita
myndskeið milli símans og tölvu.
1 Notaðu samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja símann við tölvu.
Ef þú afritar á milli minniskorts í símanum og tölvu skaltu ganga úr skugga um að
minniskortið sé í símanum.
2 Opnaðu Nokia Ovi Suite í tölvunni og fylgdu leiðbeiningunum sem birtast.
Stillingar Kvikmyndabanka
Á aðalskjá Kvikmyndabankans skaltu velja Valkostir > Stillingar og úr eftirfarandi:Valskjár þjónustu — Til að velja þær myndefnisþjónustur sem þú vilt að birtist í
Kvikmyndabankanum. Einnig er hægt að bæta við,færa, breyta og skoða upplýsingar
um myndefnisþjónustu. Ekki er hægt að breyta myndefnisþjónustu sem fylgt hefur
tækinu.
Tengistillingar — Til að velja stað fyrir nettenginguna velurðu Nettenging. Til að velja
tengingu handvirkt í hvert sinn sem Kvikmyndabankinn kemur á nettengingu velurðu
Spyrja alltaf.
Til að kveikja eða slökkva á GPRS-tengingu velurðu Staðfesta GPRS-notkun.
Til að kveikja og slökkva á reiki velurðu Staðfesta reiki.
Barnalæsing — Til að stilla á aldurstakmark. Lykilorðið er það sama og læsingarkóði
tækisins. Upphaflega númerið fyrir læsingu er 12345. Í kvikmyndaveitum eru
myndskeið falin sem hafa sama eða hærra aldurstakmark en þú hefur stillt á.
Forgangsminni — Til að velja hvort kvikmyndir sem hlaðið er niður eru vistaðar í minni
tækisins eða á samhæfu minniskorti.
Smámyndir — Veldu hvort hlaða á niður og skoða smámyndir í kvikmyndastraumum.
62 Internet
Internet
Um vafrann
Veldu Valmynd > Vefur.
Fylgstu með fréttunum og skoðaðu uppáhaldsvefsíðurnar þínar. Notaðu netvafra
símans til að skoða vefsíður á netinu.
Nauðsynlegt er að tengjast við internetið til að hægt sé að leita á netinu.
Vafrað á vefnum
Veldu Valmynd > Vefur.
Ábending: Ef þú hefur ekki áskrift með föstu mánaðargjaldi hjá þjónustuveitunni þinni
geturðu notað þráðlaust staðarnet (WLAN) til að tengjast netinu og sparað þannig
gagnakostnað á símreikningnum þínum.
Opna vefsvæði
Veldu veffangastikuna, sláðu inn veffang og veldu
Ábending: Til að leita á netinu velurðu veffangastikuna, slærð inn leitarorð og velur
tengilinn fyrir neðan veffangastikuna.
Stækka eða minnka.
Tvísmelltu á skjáinn.
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef opnaðar hafa
verið eða reynt hefur verið að opna trúnaðarupplýsingar eða öryggisþjónustu, þar sem
aðgangsorða er krafist, skal tæma skyndiminnið eftir hverja notkun.
Skyndiminni hreinsað
Veldu
> > Gagnaleynd > Eyða vefgögnum > Skyndiminni.
.
Bókamerki bætt við
Ef þú ferð alltaf á sömu vefsíðurnar skaltu bæta þeim við bókamerkjaskjáinn svo þú hafir
auðveldan aðgang að þeim.
Veldu Valmynd > Vefur.
Veldu
> á meðan þú vafrar.
Staðsetning (GPS)63
Farðu á bókmerkta vefsíðu á meðan þú vafrar
Veldu
Áskrift að vefstraumum
Þú þarft ekki að fara reglulega á upphaldsvefsíðurnar þínar til að vita hvað er nýtt á
þeim. Þú getur orðið áskrifandi að vefstraumum og fengið sjálfkrafa tengla að nýjasta
efninu.
Veldu Valmynd > Vefur.
> og bókmerki.
Vefstraumar á vefsíðum eru vanalega auðkenndir með
samnýta til dæmis nýjustu fréttafyrirsagnirnar eða bloggfærslurnar.
Farðu á bloggsíðu eða vefsvæði sem inniheldur vefstraum og veldu
sem þú kýst.
Uppfæra straum
Þú velur og heldur inni straumnum í vefstraumavalmyndinni og velur Uppfæra í
sprettivalmyndinni.
Setja sjálfvirka uppfærslu á strauma
Á spilunarlistaskjánum velurðu lagið og heldur því inni og velur svo Breyta >
Sjálfvirkar uppfærsluraf sprettivalmyndinni.
. Þeir eru notaðir til að
> strauminn
Staðsetning (GPS)
Hægt er að nota forrit á borð við GPS-gögn til að reikna út staðsetningu eða mæla
fjarlægðir. Þessi forrit krefjast GPS-tengingar.
Um GPS
Framboð og gæði GPS-merkja kann að verða fyrir áhrifum af staðsetningu þinni,
staðsetningu gervihnatta, byggingum, náttúrulegum hindrunum, veðurskilyrðum og
breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn. Ekki er víst að GPSmerki náist inni í byggingum eða neðanjarðar.
Ekki skal nota GPS við nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn frá GPS og farsímakerfum.
Hnitin í GPS-tækinu eru gefin upp samkvæmt alþjóðlega WGS-84 hnitakerfinu. Það er
mismunandi eftir svæðum hvort hnit séu í boði.
64 Staðsetning (GPS)
Um A-GPS (Assisted GPS)
Tækið styður A-GPS (Assisted GPS) (sérþjónusta). Þegar þú kveikir á A-GPS tekur tækið á
móti gervihnattarupplýsingum frá hjálpargagnamiðlara um farsímakerfið. Tækið getur
verið fljótara að ná GPS-staðsetningu ef hjálpargögn eru notuð.
Tækið er forstillt þannig að það noti Nokia A-GPS þjónustuna, ef engar sérstakar A-GPS
stillingar frá þjónustuveitunni eru í boði. Hjálpargögnin eru aðeins sótt frá Nokia A-GPS
þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.
Það verður að vera internetaðgangsstaður í tækinu til að hægt sé að sækja hjálpargögn
frá Nokia A-GPS þjónustunni um pakkagagnatengingu.
Aðgangsstaður fyrir A-GPS valinn
Veldu Valmynd > Forrit > Staðsetning og Staðarákvörðun > Miðlari fyrir
staðarákv. > Aðgangsstaður. Aðeins er hægt að nota internetaðgangsstað fyrir
pakkagögn í þessari þjónustu. Tækið biður um internetaðgangsstað þegar GPS er notað
í fyrsta skipti.
Halda skal rétt á tækinu
Við notkun GPS-móttökutækisins skaltu ganga úr skugga um að halda ekki fyrir
loftnetið.
Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í nokkrar mínútur að koma á GPStengingu. Það getur tekið lengri tíma að koma á GPS-tengingu í bíl.
GPS-móttakarinn notar orku rafhlöðunnar. Notkun hans getur tæmt rafhlöðuna fyrr en
ella.
Ef tækið hefur fundið gervitungl birtist stika fyrir hvert þeirra á upplýsingaskjá
gervitungla. Því lengri sem stikan er, þeim mun meiri er styrkurinn. Stikan skiptir litum
þegar tækið hefur fengið nægar upplýsingar úr merkinu frá gervitunglinu til að geta
reiknað út staðsetningu þína.
Tækið verður í upphafi að fá merki frá a.m.k. fjórum gervitunglum til að geta reiknað
út staðsetningu þína. Þegar frumútreikningur hefur farið fram kann það að vera
mögulegt að reikna út staðsetningu þína með þremur gervitunglum. Hins vegar er
útreikningurinn nákvæmari þegar fleiri gervitungl finnast.
Til að sjá stöðu gervihnattanna velurðu Breyt. útliti.
Ef ekkert merki frá gervitungli finnst skal athuga eftirfarandi:
•Sértu innanhúss skaltu fara út til að ná betra merki.
•Sértu úti skaltu fara á opnara svæði.
•Slæm veðurskilyrði geta haft áhrif á merkisstyrkinn.
•Sum farartæki eru með skyggðum rúðum og ekki er víst að gervihnattamerki berist
í gegnum þær.
Gakktu úr skugga um að þú sért ekki að byrgja loftnetið með hendinni.
66 Staðsetning (GPS)
Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í nokkrar mínútur að koma á GPStengingu. Það getur tekið lengri tíma að koma á GPS-tengingu í bíl.
GPS-móttakarinn notar orku rafhlöðunnar. Notkun hans getur tæmt rafhlöðuna fyrr en
ella.
Staðsetningarbeiðnir
Þjónustuveita kann að biðja þig um upplýsingar um staðsetningu þína. Þú gætir fengið
sendar upplýsingar um staðbundið efni, svo sem fréttir af veðri eða umferð, eftir því
hvar tækið er staðsett.
Þegar fyrirspurn um staðsetningu berst birtast skilaboð sem sýna hvaða þjónustuveita
sendir hana út. Veldu Samþykkja til að leyfa að upplýsingar um staðsetningu séu sendar
eða Hafna til að hafna beiðninni.
Leiðarmerki
Með Leiðarmerkjum er hægt að vista í tækinu upplýsingar um staðsetningu
tiltekinna staða. Hægt er að flokka vistaðar staðsetningar í nokkra flokka, svo sem
viðskipti, og bæta þar við öðrum upplýsingum. Hægt er að nota vistuð leiðarmerki í
samhæfum forritum.
Veldu Valmynd > Forrit > Staðsetning og Leiðarmerki.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Nýtt leiðarmerki — Búa til nýtt leiðarmerki. Hægt er að biðja um
staðsetningarupplýsingar þess staðar sem þú ert staddur á með því að velja Núv.
staðsetning. Til að færa upplýsingar um staðsetningu inn handvirkt skaltu velja Slá
inn.
Breyta — Breyta upplýsingum um vistað leiðarmerki (til dæmis bæta við götuheiti).
Staðsetning (GPS)67
Bæta við flokk — Bæta leiðarmerki við flokk. Veldu þá flokka sem þú vilt bæta
leiðarmerkinu við.
Senda — Senda eitt eða fleiri leiðarmerki í samhæfa tölvu.
Nýr flokkur fyrir leiðarmerki búinn til
Veldu af tækjastikunni Valkostir > Breyta flokkum.
GPS-gögn
GPS-gögn eru hönnuð til að gefa leiðarlýsingu til tiltekins staðar og ferðaupplýsingar,
t.d. áætlaða fjarlægð til áfangastaðar og áætlaðan ferðatíma þangað. Þú getur einnig
skoðað upplýsingar um núverandi staðsetningu þína.
Veldu Valmynd > Forrit > Staðsetning og GPS-gögn.
Staðsetningarstillingar
Staðsetningarstillingar tilgreina aðferðirnar, netþjóninn og auðkennisstillingarnar sem
notaðar eru við staðsetninguna.
Veldu Valmynd > Forrit > Staðsetning og Staðarákvörðun.
Tilgreina staðsetningaraðferðir
Notaðu eingöngu GPS-móttökutækið sem er innbyggt í tækið þitt
Veldu Innbyggt GPS.
Nota skal A-GPS (Assisted GPS) til að taka á móti hjálpargögnum frá
hjálpargagnamiðlara.
Veldu GPS með stuðningi.
Nota skal upplýsingar frá símkerfinu (sérþjónusta).
Veldu Samkvæmt símkerfi.
Tilgreindu staðsetningarmiðlara
Tilgreindu aðgangsstað og staðsetningarmiðlara fyrir staðsetningu með aðstoð
símkerfis.
Veldu Miðlari fyrir staðarákv..
This is used GPS staðsetningu með aðstoð símkerfis eða um símkerfi. Þjónustuveitan
kann að hafa forstillt staðsetningarmiðlarann og ekki er víst að þú getir breytt
stillingunum.
68 Kort
Tilgreina auðkennisstillingar
Veldu mælikerfið sem nota á yfir hraða og fjarlægðir
Veldu Mælikerfi > Metrakerfi eða Breskt.
Tilgreindu á hvaða sniði hnitaupplýsingar birtast í tækinu þínu
Veldu Hnitasnið og viðeigandi tengingu.
Kort
Yfirlit korta
Veldu Valmynd > Kort.
Velkomin í Kortaforritið.
Kortin sýna þér staði í grenndinni, hjálpa þér að finna leiðina þangað og vísa þér til
vegar.
•Leitaðu uppi borgir, götur og þjónustu.
•Rataðu rétta leið með nákvæmri leiðsögn.
•Skoðaðu veðurspána og aðrar tiltækar upplýsingar um staðinn.
Ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar í öllum löndum og þær kunna að vera
eingöngu í boði á völdum tungumálum. Þjónusturnar kunna að vera háðar netkerfi.
Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.
Efni stafrænna korta kann stundum að vera ónákvæmt og ófullnægjandi. Aldrei skal
treysta eingöngu á efnið eða þjónustuna fyrir bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í
bráðatilvikum.
Sumt efni er framleitt af þriðju aðilum en ekki Nokia. Efnið kann að vera ónákvæmt og
veltur á framboði.
Skoðaðu staðsetninguna þína á kortinu
Sjáðu núverandi staðsetningu þína á kortinu og flettu milli borga og landa á kortum.
Veldu Valmynd > Kort og Kort.
sýnir hvar þú ert staddur þá stundina, ef slíkt er í boði. Þegar leitað er að
staðsetningunni blikkar
staðsetninguna þína.
. Ef staðsetningin þín er ekki tiltæk sýnir síðustu þekktu
Kort 69
Ef nákvæm staðsetning er ekki tiltæk sýnir rauður baugur í kringum staðsetningartáknið
svæðið sem þú gætir verið á. Á þéttbýlum svæðum er staðsetningarmatið nákvæmara
og rauði baugurinn er minni þar en á strjálbýlum svæðum.
Kortinu flett
Dragðu kortið með fingri. Kortið snýr sjálfgefið í norður.
Núverandi eða síðasti þekkti staður skoðaður
Veldu
Ef þú leitar að eða velur staðsetningu og notar þjónustu til að skoða upplýsingar um
hana, líkt og Veður, birtast upplýsingar um staðsetninguna sem þú skoðar. Til að fara
aftur á staðsetningu þína, eða til að skoða upplýsingar um hana, velurðu táknið
Stækka eða minnka.
Veldu + eða -.
Ábending: Einnig er hægt að setja tvo fingur á kortið og auka eða minnka aðdráttinn
með því að renna þeim í sundur eða saman. Það styðja ekki allir símar þennan valkost.
Ef þú velur svæði utan þeirra götukorta sem eru vistuð í símanum, og gagnatenging er
í gangi, er nýjum götukortum hlaðið sjálfkrafa niður.
Komið í veg fyrir að nýjum götukortum sé sjálfvirkt hlaðið niður
Á aðalskjánum velurðu
Nýjum götukortum er hlaðið niður þegar kortaforritið er uppfært. Þegar þú notar Kort
í fyrsta skipti eftir uppfærslu skaltu velja Nota Ovi-kort á netinu. Þú þarft virka
gagnatengingu.
Umfang korta er mismunandi eftir löndum og svæðum.
Skoðaðu kortið í mismunandi stililingum svo þú getir auðveldlega áttað þig á því hvar
þú ert.
Veldu Valmynd > Kort og Kort.
Veldu
og úr eftirfarandi:
Kortaskjár — Á stöðluðum kortaskjá er auðvelt að lesa upplýsingar á borð við
staðarnöfn eða akveganúmer.
Gervitunglamynd — Notaðu gervihnattamyndir til að skoða nánar.
Landslag — Sjáðu í fljótu bragði gerð jarðvegar þegar þú ferðast utan vega.
Þrívídd — Til að fá raunsærri mynd skaltu breyta sjónarhorni kortsins.
Leiðarmerki — Birta mikilvægar byggingar og merkilega staði á kortinu.
Næturstilling — Dimma kortaliti. Þegar ferðast er að nóttu til er auðveldara að lesa á
kortið í þessari stillingu.
Kort 71
Viðkomustaðir — Sjáðu valda samgönguþjónustu, svo sem leiðarkerfi
neðanjarðarlesta og sporvagna.
Mismunandi er eftir svæðum hvort tilteknir valkostir og aðgerðir eru í boði. Valkostir
sem ekki eru í boði eru dökkir:
Kort sótt og uppfærð
Vistaðu ný götukort í símanum þínum áður en þú leggur af stað þannig að þú getir
skoðað kortin án nettengingar þegar þú ert á ferðinni.
Þú þarft að hafa þráðlausa staðarnetstengingu til að hlaða niður og uppfæra kort í
símanum.
Veldu Valmynd > Kort.
Kort sótt
1Veldu Uppfæra > Bæta við nýjum kortum.
2 Veldu heimsálfu og land, og veldu síðan Hlaða niður.
Til að ljúka niðurhali síðar velurðu Gera hlé eða Hætta v. niðurh..
Ábending: Þú getur einnig notað Nokia Ovi Suite tölvuforritið til að hlaða niður nýjustu
götukortunum og raddleiðsagnarskrám og afrita þær yfir í símann. Til að hlaða niður
og setja upp Nokia Ovi Suite skaltu opna www.nokia.com/software.
Þegar þú setur upp nýrri útgáfu af kortaforritinu í símanum er kortum af löndum og
svæðum eytt. Áður en þú notar Nokia Ovi Suite til að hlaða niður nýjum kortum af
löndum eða svæðum skaltu opna og loka kortaforritinu og ganga úr skugga um að
nýjasta útgáfan af Nokia Ovi Suite sé uppsett í tölvunni.
Kort uppfærð
Veldu Uppfæra > Leita að uppfærslum.
Um staðsetningaraðferðir
Kortaforritið sýnir hvar þú ert staddur á kortinu með GPS, A-GPS, þráðlausu staðarneti
eða staðsetningu byggðri á dreifikerfi (auðkenni endurvarpa).
GPS (Global Positioning System) er leiðsögukerfi sem byggir á móttöku
staðsetningarupplýsinga frá gervitunglum til að reikna út staðsetningu þína. A-GPS
(Assisted GPS) er sérþjónusta sem sendir þér GPS-gögn, sem eykur hraða og nákvæmni
staðsetningarinnar.
Staðsetning með þráðlausu staðarneti (WLAN) eykur nákvæmni staðsetningar þegar
GPS-merki nást ekki, sérstaklega ef þú ert innandyra eða milli hárra bygginga.
72 Kort
Með staðsetningu byggðri á dreifikerfi (auðkenni endurvarpa) er staðan ákvörðuð
gegnum loftnetskerfið sem tækið er tengt við.
Viljirðu komast hjá því að greiða fyrir netþjónustu geturðu stillt tækið þannig að A-GPS,
þráðlaust staðarnet og staðsetning um dreifikerfi (auðkenni endurvarpa) verði óvirk,
en þá getur tekið mun lengri tíma en ella að reikna út staðsetninguna. Nánari
upplýsingar um staðsetningarstillingar er að finna í notendahandbók tækisins.
Framboð og gæði GPS-merkja kann að verða fyrir áhrifum af staðsetningu þinni,
staðsetningu gervihnatta, byggingum, náttúrulegum hindrunum, veðurskilyrðum og
breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn. Ekki er víst að GPSmerki náist inni í byggingum eða neðanjarðar.
Ekki skal nota GPS við nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn frá GPS og farsímakerfum.
Það fer eftir GPS-tengingunni og gæðum hennar hve nákvæmur áfangamælirinn er.
Til athugunar: Verið getur að hömlur séu á notkun þráðlausra staðarneta í sumum
löndum. Í Frakklandi er til dæmis aðeins heimilt að nota þráðlaust staðarnet innanhúss.
Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.
Nákvæmni staðarákvörðunar getur verið allt frá nokkrum metrum og upp í nokkra
kílómetra, allt eftir því hvaða aðferð er notuð.
Finna staðsetningu
Kortaforritið hjálpar þér að finna tilteknar staðsetningar og fyrirtæki.
Veldu Valmynd > Kort og Kort > Leita.
1 Sláðu inn leitarorð, svo sem götuheiti eða nafn staðar.
2 Veldu hlut úr niðurstöðulistanum sem birtist.
Staðurinn er sýndur á kortinu.
Farið aftur í niðurstöðulistann sem birtist
Veldu Leita.
Ábending: Á leitarskjánum er einnig hægt að velja af lista yfir eldri leitarorð.
Leitað að mismunandi gerðum nálægra staða
Veldu Flokkar og flokk, svo sem verslanir, gistingu og ferðamáta.
Ef ekkert finnst skaltu ganga úr skugga um að þú hafir stafað leitarorðin rétt. Léleg
internettenging getur einnig haft áhrif á árangur þegar leitað er á netinu.
Kort 73
Ef kort af svæðinu eru vistuð í símanum er einnig hægt að leita á þeim til að spara
gagnakostnað við leit á internetinu. Leitarniðurstöðurnar kunna hins vegar að vera
takmarkaðar.
Upplýsingar um staðsetningu skoðaðar
Leitaðu frekari upplýsingar um tiltekna staðsetningu eða stað, svo sem hótel eða
veitingastað, ef þær eru í boði.
Veldu Valmynd > Kort og Kort > Leita.
Mismunandi er eftir svæðum hvaða valkostir eru í boði. Virk nettenging er nauðsynleg
til að hægt sé að sjá allar tiltækar upplýsingar um stað.
Upplýsingar um stað skoðaðar
Leitaðu að stað. Veldu staðinn og upplýsingasvæði hans.
Gefa stað einkunn
Leitaðu að stað. Veldu staðinn, upplýsingasvæði hans, Gefa einkunn og einkunnina.
Veldu til dæmis þriðju stjörnuna til að gefa stað þrjár stjörnur af fimm.
Þegar þú finnur stað sem er ekki til eða inniheldur óviðeigandi upplýsingar eða rangar
upplýsingar, svo sem rangar samskiptaupplýsingar eða stað, er mælt með að þú
tilkynnir Nokia um það.
Tilkynnt um rangar upplýsingar um stað
Veldu staðinn, upplýsingasvæði hans, Tilkynna og viðeigandi valkost.
Staður eða leið vistuð eða skoðuð
Vista heimilisfang, áhugaverðan stað eða leið svo að fljótlegt sé að nota upplýsingarnar
síðar.
Veldu Valmynd > Kort.
Vista stað
1Veldu Kort.
2 Bankaðu í staðsetninguna. Til að leita að heimilisfangi eða stað skaltu velja Leita.
3 Smelltu á upplýsingasvæði staðsetningarinnar.
4Veldu Vista.
Vista leið
1Veldu Kort.
2 Bankaðu í staðsetninguna. Til að leita að heimilisfangi eða stað skaltu velja Leita.
74 Kort
3 Smelltu á upplýsingasvæði staðsetningarinnar.
4 Til að bæta við öðrum leiðarpunkti skaltu velja Leiðbeina > Bæta við leið.
5Veldu Nýr leiðarpunktur og svo viðeigandi valkost.
6Veldu Sýna leið > Valkostir > Vista leið.
Vistaður staður skoðaður
Á aðalskjánum velurðu Uppáhalds > Staðir, staðinn og Sýna á korti.
Vistuð leið skoðuð
Á aðalskjánum velurðu Uppáhalds > Leiðir og leiðina.
Sendu vini þínum stað
Þegar þú vilt sýna vinum þínum hvar einhver staður er á kortinu geturðu sent þeim
staðinn.
Veldu Valmynd > Kort og Kort.
Vinir þínir þurfa ekki að vera með Nokia-síma til að geta skoðað staðinn á kortinu, en
þeir þurfa að vera tengdir við internetið.
1 Veldu stað og upplýsingasvæði hans.
2Veldu Samnýta > Samnýta með SMS eða Samnýta með tölvupósti.
Tengill með staðsetningunni á kortinu er sendur til vinar í tölvupósti eða með
textaskilaboðum. Nettenging verður að vera til staðar til að hægt sé að opna tengilinn.
Innskráning
Með innskráningu geturðu haldið einkaskrá yfir staði sem þú hefur heimsótt. Láttu vini
þína í netsamfélögum vita hvað þú ert að gera og sýndu staðsetningu þína í uppáhalds
netsamfélögunum þínum.
Veldu Valmynd > Kort og Skráning.
Til að skrá þig inn þarftu Nokia-áskrift. Þú þarft einnig að hafa skráð þig í netsamfélag
til að geta sýnt staðsetningu þína. Mismunandi getur verið eftir löndum eða svæðum
hvaða netsamfélagaþjónusta er studd.
1 Skráðu þig inn eða stofnaðu Nokia-áskrift, ef þú ert ekki þegar í áskrift.
2 Mögulega er hægt að sýna staðsetningu þína í netsamfélögum sem þú notar. Þegar
innskráning er notuð í fyrsta sinn, er hægt að setja inn skráningarupplýsingarnar
fyrir netsamfélagsþjónustuna sem þú notar. Til að gerast áskriftina síðar velurðu
táknið
3 Veldu núverandi staðsetningu.
.
Kort 75
4 Skrifaðu stöðuuppfærslu.
Þú getur aðeins birt færslur hjá þjónustu sem þú hefur sett upp. Til að útiloka
þjónustu velurðu tákn hennar. Til að útiloka alla þjónustu, fela staðsetningu þína
og stöðuuppfærslur skaltu hreinsa og birta á gátreitinn.
5Veldu Skráning.
Í sumum netsamfélögum er hægt að hengja mynd við færslur.
Skoða innskráningarsögu
Veldu táknið
Þú þarft að hafa internettengingu bæði til að geta sýnt staðsetningu þína og skrá þig
inn. Slíkt kann að fela í sér mikinn gagnaflutning og kostnað tengdan því.
Mikilvægt: Áður en staðsetning er samnýtt skal ávallt athuga vel hverjir fá aðgang
að upplýsingunum.
Samstilla Uppáhalds
Skipuleggðu ferð í tölvunni þinni á vefsíðu Nokia-korta, samstilltu vistaða staði og leiðir
með símanum þínum, og hafðu þannig aðgang að áætluninni þegar þú ert á ferðinni.
Til að samstilla staði eða leiðir milli símans þíns og internetþjónustu Nokia-korta þarftu
að skrá þig inn í Nokia-áskriftina þína.
Veldu Valmynd > Kort.
Samstilltu vistaða staði og leiðir.
Veldu Uppáhalds > Samstilla við Ovi. Ef þú ert ekki með Nokia-reikning er farið fram
á að þú búir hann til.
.
Þú getur stillt símann þannig að hann samstilli uppáhaldsefnið þitt sjálfvirkt þegar þú
opnar eða lokar kortaforritinu.
Samstilltu uppáhaldsefni sjálfvirkt
Veldu
Samstilling krefst virkrar internettengingar og getur falið í sér miklar gagnasendingar
um símkerfi þjónustuveitunnar. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá frekari
upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Til að nota netþjónustu Nokia-korta opnarðu www.nokia.com/maps.
> Samstilling > Þegar kveikt og slökkt .
76 Kort
Fá raddleiðsögn
Ef raddleiðsögn er tiltæk á þínu tungumáli hjálpar hún þér að finna leiðina að áfangastað
og þú getur notið ferðarinnar.
Veldu Valmynd > Kort og Akstur eða Ganga.
Þegar leiðsögnin er notuð í fyrsta skipti er beðið um að þú veljir tungumál
raddstýringarinnar og hlaðir niður viðkomandi skrám.
Ef tungumál er valið með textanum „með götuheitum“ verða götuheiti lesin upp.
Breyta tungumáli raddleiðsagnar
Á aðalskjánum velurðu táknið
og viðeigandi valkost.
Afvirkja raddleiðsögn
Á aðalskjánum velurðu táknið
og velurEkkert.
Endurtaka raddleiðsögn fyrir leiðsögn í bíl
Á aðalskjánum velurðu Valkostir > Endurtaka.
Breyta hljóðstyrk raddleiðsagnar fyrir akstur
Á aðalskjánum velurðu Valkostir > Hljóðstyrkur.
Ekið á áfangastað
Þegar þú þarft leiðbeiningar skref fyrir skref í akstri geta kortin hjálpað þér að komast
á áfangastað.
Veldu Valmynd > Kort og Akstur.
Ekið á áfangastað
Veldu Áfangastaður og svo viðeigandi valkost.
Ekið heim
Veldu Keyra heim.
> Leiðsögn > Akstursleiðsögn eða Gönguleiðsögn
> Leiðsögn > Akstursleiðsögn eða Gönguleiðsögn
Þú getur byrjað að aka án þess að hafa valið áfangastað. Kortið fylgir staðsetningu þinni
og umferðarupplýsingar birtast sjálfkrafa ef þær eru fyrir hendi. Veldu Áfangastaður
til að velja áfangastað síðar.
Kortið snýst sjálfkrafa í þá átt sem þú ekur.
Kort 77
Snúðu kortinu í norður
Veldu táknið
Beðið er um að þú tilgreinir staðsetningu heimilis þíns þegar þú velur Keyra heim eða
Ganga heim í fyrsta skiptið.
Breyta staðsetningu heimilis
1 Á aðalskjánum skaltu velja táknið
2Veldu Leiðsögn > Heimastaðsetning > Endurstilla.
3 Veldu viðeigandi valkost.
Breyta skjám á meðan á leiðsögn stendur
Strjúktu til vinstri til að velja Tvívíður skjár, Þrívíður skjár, Örvaskjár eða Yfirlit
leiðar.
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra
ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.
Leiðsöguskjár
. Veldu táknið til að snúa kortinu aftur að akstursstefnu þinni.
.
1 Leið
2 Staðsetning og stefna
3 Upplýsingastika (hraði, fjarlægð, tími)
Fáðu umferðar- og öryggisupplýsingar
Auktu akstursupplifun þína með upplýsingum í rauntíma um umferðartafir,
akreinaaðstoð og viðvaranir um hámarkshraða, ef þær eru í boði í þínu landi eða svæði.
Veldu Valmynd > Kort og Akstur.
78 Kort
Skoða umferðartafir á kortinu
Meðan á akstursleiðsögn stendur skaltu velja Valkostir > Umferðaruppl.. Tafirnar eru
sýndar með þríhyrningum og strikum.
Þegar þú skipuleggur leið er hægt að stilla símann þannig að hann forðist t.a.m.
umferðarteppur eða vegaframkvæmdir.
Komist hjá umferðartöfum
Á aðalskjánum skaltu velja táknið
Hægt er að sýna staðsetningu hraðamyndavéla á meðan leiðsögn fer fram, ef sá
eiginleiki er gerður virkur. Í sumum lögsögum er notkun upplýsinga um staðsetningu
hraðamyndavéla bönnuð eða takmörkuð. Nokia er ekki ábyrgt fyrir nákvæmni eða
afleiðingum af notkun upplýsinga um staðsetningu hraðamyndavéla.
Gengið á áfangastað
Þegar þú þarft leiðbeiningar til að fylgja gönguleið leiða kortin þig yfir torg, í gegnum
garða, göngusvæði og jafnvel verslunarmiðstöðar.
Veldu Valmynd > Kort og Ganga.
Gengið á áfangastað
Veldu Áfangastaður og svo viðeigandi valkost.
Gengið heim
Veldu Ganga heim.
> Leiðsögn > Velja aðra leið v. umferð..
Þú þarft ekki að velja áfangastað áður en þú ferð af stað.
Sjálfgefið er að kortið snúi í norður.
Snúa kortinu í þá átt sem þú gengur
Veldu táknið
Beðið er um að þú tilgreinir staðsetningu heimilis þíns þegar þú velur Keyra heim eða
Ganga heim í fyrsta skiptið.
Breyta staðsetningu heimilis
1 Á aðalskjánum skaltu velja táknið
. Veldu táknið til að snúa kortinu aftur í norður.
Skipuleggðu ferðina þína og búðu til leiðina og skoðaðu hana á kortinu áður en þú
leggur af stað.
Veldu Valmynd > Kort og Kort.
Leið búin til
1 Bankaðu í staðsetningu upphafspunktsins. Til að leita að heimilisfangi eða stað
skaltu velja Leita.
2 Smelltu á upplýsingasvæði staðsetningarinnar.
3Veldu Leiðbeina > Bæta við leið.
4 Ef þú vilt bæta við öðrum leiðarpunkti skaltu velja Nýr leiðarpunktur og viðeigandi
valkost.
Breyta röð leiðarpunkta
1 Velja leiðarpunkt.
2Veldu Færa.
3 Bankaðu á staðinn sem þú vilt færa leiðarpunktinn á.
Breyta staðsetningu leiðarpunkts
Bankaðu í leiðarpunktinn og veldu Breyta og viðeigandi valkost.
Skoða leiðina á kortinu
Veldu Sýna leið.
Leiðsögn til áfangastaðar
Veldu Sýna leið > Valkostir > Keyra af stað eða Byrja að ganga.
Leiðarstillingar hafa áhrif á leiðsögn og það hvernig leiðin er birt á kortinu.
Stillingum fyrir leið breytt
1 Í leiðaráætlunarskjá skaltu opna flipann Stillingar. Til að komast á
leiðaráætlunarskjáinn frá leiðsagnarskjánum skaltu velja Valkostir > Leiðarp. eða
Leiðarpunktalisti.
2 Stilltu ferðamátann á Aka eða Ganga. Ef þú velur Ganga er litið á einstefnugötur
sem venjulegar götur og hægt er að nota göngustíga og leiðir í gegnum til dæmis
garða og verslunarmiðstöðvar.
3 Veldu valkostinn sem þú vilt.
80 Tengimöguleikar
Veldu göngusnið
Opnaðu flipann Stillingar, stilltu ferðamátann á Ganga, og veldu Kjörleið > Götur eða
Bein lína. Bein lína er gagnleg utan vega þar sem hún tilgreinir gönguáttina.
Nota fljótlegri eða styttri ökuleið
Opnaðu flipann Stillingar, stilltu ferðamátann á Aka, og veldu Leiðarval > Fljótlegri
leið eða Styttri leið.
Notaðu fínstillta ökuleið
Opnaðu flipann Stillingar, stilltu ferðamátann á Aka, og veldu Leiðarval > Fínstillt.
Fínstillta ökuleiðin sameinar kosti bæði styttri og fljótlegri leiðar.
Einnig er hægt að leyfa eða forðast þjóðvegi, göng, ferjur og gjaldskylda vegi.
Tengimöguleikar
Tækið býður upp á ýmsa valkosti við að tengjast internetinu eða öðru samhæfu tæki
eða tölvu.
Gagnatengingar og aðgangsstaðir
Tækið styður pakkagagnatengingar (sérþjónusta), líkt og GPRS í GSM-símkerfi.
Einnig er hægt að koma á gagnatengingu við þráðlaus staðarnet. Aðeins er hægt að
tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu, en nokkur forrit geta hins
vegar notað sama aðgangsstaðinn.
Til að koma á gagnatengingu verður aðgangsstaður að hafa verið valinn. Hægt er að
tilgreina mismunandi gerðir aðgangsstaða, líkt og:
•MMS-aðgangsstað til að senda og taka við margmiðlunarskilaboðum,
•Internetaðgangsstað (IAP) til að senda og taka við tölvupósti og tengjast við
internetið
Upplýsingar um hvaða gerð aðgangsstaðar þarf að nota fyrir tiltekna þjónustu fást hjá
þjónustuveitu. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um pakkagagnaþjónustu og áskrift að
henni.
Stillingar símkerfis
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Símkerfi.
Veldu úr eftirfarandi:
Tengimöguleikar 81
Val á símafyrirtæki — Veldu Sjálfvirkt til að stilla tækið þannig að það leiti að og velji
eitt af þeim símkerfum sem eru í boði, eða Handvirkt til að velja símkerfi af lista. Ef
tengingin rofnar við símkerfið, sem valið var handvirkt, gefur tækið frá sér hljóðmerki
og biður um að símkerfi sé valið aftur. Símkerfið sem er valið verður að vera með
reikisamning við heimakerfið þitt.
Um endurvarpa — Láttu tækið gefa til kynna þegar það er notað í farsímakerfi sem
byggir á örbylgjutækni (MCN) og til að virkja móttöku upplýsinga frá endurvarpa.
Þráðlaust staðarnet
Tækið getur fundið og tengst þráðlausum staðarnetum. Á þráðlausu staðarneti er hægt
að tengjast við internetið og önnur tæki sem eru tengd við kerfið.
Um þráðlaust staðarnet
Til að geta notað þráðlaust staðarnet verður slíkt net að vera til staðar og tækið að vera
tengt þráðlausu staðarneti. Sum þráðlaus staðarnet eru varin og það þarf að fá
aðgangsorð hjá þjónustuveitunni til að geta tengst þeim.
Til athugunar: Verið getur að hömlur séu á notkun þráðlausra staðarneta í sumum
löndum. Í Frakklandi er til dæmis aðeins heimilt að nota þráðlaust staðarnet innanhúss.
Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem byggjast á þráðlausu staðarneti eða mega keyra í bakgrunni á meðan
aðrar aðgerðir eru notaðar ganga á rafhlöðu tækisins og draga úr endingu hennar.
Tækið þitt styður eftirtalda möguleika í þráðlausu staðarneti:
•IEEE 802.11b/g og WAPI staðla
•Notkun á tíðninni 2,4 GHz
•WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy) með allt að 128 bita lyklum,
Wi-Fi staðalinn (WPA) og 802.1x sannvottunaraðferðir. Aðeins er hægt að nota
þessa valkosti ef símkerfið styður þá.
Mikilvægt: Nota skal dulkóðun til að auka öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar.
Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum
þínum.
Þráðlausar staðarnetstengingar
Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa til netaðgangsstað fyrir þráðlaust
staðarnet. Notaðu aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar við internetið.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því að
nota netaðgangsstað. Þráðlausa staðarnetstengin er rofin þegar þú lokar
gagnatengingunni.
82 Tengimöguleikar
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða pakkagagnatenging
er virk. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu,
en nokkur forrit geta hins vegar notað sama aðgangsstaðinn.
Hægt er að nota þráðlausa staðarnetstengingu þrátt fyrir að tækið sé í ótengdu sniði
(ef það er í boði). Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á
og notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending: Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir tækið þitt skaltu opna númeravalið
og slá inn *#62209526#.
Leiðsagnarforrit fyrir þráðlaust staðarnet
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Þráðl. staðarnet.
Leiðsagnarforritið hjálpar þér að koma á tengingu við þráðslaust staðarnet og vinna
með þráðlausar staðarnetstengingar.
Ef þráðlaus staðarnet finnast við leit, þá þarftu að velja tengingu og Ræsa vefskoðun
á skyndivalmyndinni til að geta búið til internetaðgangsstað og ræst vafrann sem notar
þennan aðgangsstað.
Ef þú velur öruggt, þráðlaust staðarnet er beðið um að þú sláir inn viðeigandi
aðgangsorð. Til að tengjast földu símkerfi þarftu að slá inn SSID-heiti þess.
Ef netvafrinn er kominn í gang með þráðlausu staðarnetstengingunni sem er virk
velurðu Halda vefskoðun áfram til að halda áfram að vafra.
Veldu tenginguna og haltu henni inni til að rjúfa hana, og veldu Aftengjast við
staðarnet á sprettivalmyndinni.
WLAN-netaðgangsstaðir
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Þráðl. staðarnet.
Þráðlaus staðarnet á listanum yfir fundin net síuð út
Veldu Valkostir > Sía þráðlaus staðarnet. Völdu netkerfin birtast ekki næst þegar
hjálparforritið leitar að þráðlausum staðarnetum.
Upplýsingar um netkerfi skoðaðar
Veldu símkerfið, og veldu Upplýsingar á sprettivalmyndinni. Ef þú velur virka tengingu
birtast upplýsingar um hana.
Stillingar
Í þráðlausu staðarneti er um tvær stillingar að ræða: grunnnet eða sértæk (ad hoc).
Tengimöguleikar 83
Grunnnetið býður upp á tvenns konar samskipti: Þráðlaus tæki eru annaðhvort tengd
hvert öðru um þráðlaust aðgangsstaðatæki, eða þá að þau eru tengd við staðarnet með
snúru um þráðlaust aðgangsstaðatæki.
Með sértækri stillingu geta tæki sent og tekið við gögnum beint frá hvort öðru.
Stillingar fyrir þráðlaust staðarnet
Í stillingum fyrir þráðlaust staðarnet (WLAN) er hægt að velja hvort WLAN-vísirinn birtist
þegar netkerfi er tiltækt og hversu oft leitað er að netkerfi. Einnig er hægt að velja hvort
og hvernig nettengingarpróf fer fram og skoða frekari WLAN-stillingar.
Stilla hve oft tækið leitar að þráðlausu staðarneti
Veldu Sýna vísi staðarneta > Já og Leit að staðarnetum.
Velja stillingar fyrir prófun á nettengingu
Veldu Prófun á nettengingu og hvort keyra skuli prófið sjálfvirkt eða eftir staðfestingu,
eða hvort það skuli aldrei keyrt. Ef tengiprófið heppnast vel er aðgangsstaðurinn
vistaður á listanum yfir nettengingarstaði.
Frekari stillingar skoðaðar
Veldu Valkostir > Frekari stillingar.
Mælt er með því að frekari stillingum fyrir þráðlaust staðarnet sé ekki breytt.
Aðgangsstaðir
Búa til nýjan aðgangsstað
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Nettengileiðir.
Hægt er að fá aðgangsstaðastillingar í skilaboðum frá þjónustuveitu. Sumir eða allir
aðgangsstaðir gætu verið forstilltir fyrir tækið af þjónustuveitunni og því er ekki víst að
hægt sé að breyta þeim, búa þá til eða fjarlægja.
1Veldu
2 Tækið vill leita að tiltækum tengingum. Þegar leitinni er lokið birtast tengingar sem
eru tiltækar og hægt er að samnýta með nýjum aðgangsstað. Ef þessu skrefi er
sleppt ertu beðinn um að velja tengingaraðferð og tilgreina nauðsynlegar stillingar.
Til að skoða aðgangsstaði sem vistaðir eru í tækinu þínu skaltu velja aðgangsstaðahóp.
Mismunandi aðgangsstaðahópar eru eftirfarandi:
Aðgangsstaður.
84 Tengimöguleikar
Netaðgangsstaðir
Aðgangsstaðir fyrir margmiðlun
WAP-aðgangsstaðir
Óflokkaðir aðgangsstaðir
Mismunandi aðgangsstaðahópar eru eftirfarandi:
Verndaður aðgangsstaður
Aðgangsstaður pakkagagna
Aðgangsstaður fyrir þráðlaus staðarnet
Aðgangsstaðahópar búnir til
Til að velja ekki einungis einn aðgangsstað í hvert sinn sem tækið tengist netinu er hægt
að búa til hóp sem inniheldur ýmsa aðgangsstaði til að tengjast netinu og tilgreina í
hvaða röð á að nota aðgangsstaðina. Til dæmis er hægt að bæta aðgangsstöðum fyrir
þráðlaust staðarnet og pakkagögn við aðgangsstaðahópinn og nota hópinn til að vafra
á netinu. Ef þráðlaust staðarnet er látið hafa forgang tengist tækið netinu um þráðlausa
staðarnetið, ef það er tiltækt, en um pakkagagnatengingu að öðrum kosti.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Nettengileiðir.
Búa til nýjan aðgangsstaðahóp
Veldu Valkostir > Ný nettengileið.
Bæta aðgangsstöðum við aðgangsstaðahóp
Veldu hópinn og Valkostir > Nýr aðgangsstaður.
Afrita aðgangsstað frá öðrum hópi
Veldu hópinn, og veldu og haltu inni aðgangsstaðnum sem afrita skal, og veldu Afrita
á annan stað á sprettivalmyndinni.
Breyta forgangi aðgangsstaðar innan hóps
Veldu aðgangsstaðinn og haltu honum inni, og veldu Breyta forgangi á
sprettivalmyndinni.
Aðgangsst. pakkagagna
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Nettengileiðir > Aðgangsstaður og
fylgdu leiðbeiningunum.
Aðgangsstað fyrir pakkagögn breytt
Veldu aðgangsstaðahóp og aðgangsstað sem merktur er með
leiðbeiningum þjónustuveitunnar.
. Fylgdu
Tengimöguleikar 85
Veldu úr eftirfarandi:
Nafn aðgangsstaðar — Þjónustuveitan leggur fram nafn aðgangsstaðarins.
Notandanafn — Notandanafn getur verið nauðsynlegt til að koma á gagnatengingu
og það fæst yfirleitt hjá þjónustuveitunni.
Biðja um lykilorð — Ef þú þarft að slá inn lykilorðið í hvert skipti sem þú tengist við
miðlara eða ef þú vilt ekki vista lykilorðið í tækinu skaltu velja Já.
Lykilorð — Það getur verið nauðsynlegt að nota lykilorð til að koma á gagnatengingu
og það fæst yfirleitt hjá þjónustuveitunni.
Sannvottun — Til að senda aðgangsorðið alltaf dulkóðað skaltu velja Örugg. Til að
senda lykilorðið dulkóðað þegar það er hægt skaltu velja Venjuleg.
Heimasíða — Sláðu inn veffangið eða númer skilaboðamiðstöðvar
margmiðlunarskilaboða, eftir því hvaða aðgangsstað þú vilt setja upp.
Nota aðgangsstað — Stilltu tækið þannig að það komi á tengingu með þessum
aðgangsstað, annaðhvort sjálfvirkt eða eftir staðfestingu.
Breyta frekari aðgangsst. pakkagagna
Veldu Valkostir > Frekari stillingar.
Veldu úr eftirfarandi:
Gerð símkerfis — Veldu hvaða internetsamskiptareglur á að nota þegar gögn eru flutt
úr eða í tækið. Aðrar stillingar velta á því hvaða gerð af símkerfi þú velur.
IP-tala símans (aðeins fyrir IPv4) — Sláðu inn IP-tölu tækisins þíns.
Nafnaþjónustur — Sláðu inn IP-tölu aðal- og aukanafnamiðlara ef þjónustuveitan
biður um það. Hafðu samband við internetþjónustuveituna til að fá þessar tölur.
Slóð staðgengilsmiðlara — Sláðu inn veffang proxy-miðlarans.
Númer staðgengilsgáttar — Slá inn gáttartölu proxy-miðlarans.
Þráðlaust staðarnet stillingar aðgangsstaðar
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Nettengileiðir > Aðgangsstaður og
fylgdu leiðbeiningunum.
Breyta aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet (WLAN)
Veldu aðgangsstaðahóp og aðgangsstað sem merktur er með
þjónustuveitunnar.
Veldu úr eftirfarandi:
Heiti þráðl. staðarnets — Vel du Slá inn eða Leit að staðarnetum. Ef þú velur netkerfi
sem er til staðar þá er netstilling og öryggisstilling ákveðin út frá stillingum
aðgangsstaðartækisins.
. Fylgdu leiðbeiningum
86 Tengimöguleikar
Staða þráðlausa netsins — Veldu hvort heiti kerfisins birtist.
Þráðl. staðarnetsstilling — Veldu Beintenging til að koma á sértækum tengingum
og leyfa tækjum að senda og taka við gögnum beint. Ekki þarf að nota þráðlaust
aðgangsstaðatæki. Með sértækum tengingum verða öll tæki að nota sama heitið fyrir
þráðlausa staðarnetið.
Öryggi þráðl. staðarnets — Veldu dulkóðunina: WEP, 802.1x eða WPA/WPA2 (802.1x
og WPA/WPA2 eru ekki tiltækar fyrir sértækar tengingar). Ef þú velur Opið netkerfi er
engin dulkóðun notuð. Aðeins er hægt að nota WEP, 802.1x og WPA ef netkerfið styður
það.
Heimasíða — Sláðu inn veffang upphafssíðunnar.
Nota aðgangsstað — Stilltu tækið þannig að það komi á tengingu með þessum
aðgangsstað, annaðhvort sjálfvirkt eða eftir staðfestingu.
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Skoðaðu virkar gagnatengingar þínar
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Tengistjórnun.
Hægt er að sjá hvaða gagnatengingar eru opnar í tengiglugganum:
gagnasímtöl
pakkagagnatengingar
WLAN-tengingar
Loka tengingu
Haltu fingri á tengingu og veldu Aftengja í sprettivalmyndinni.
Lokaðu öllum virkum tengingum
Veldu Valkostir > Aftengja allar.
Upplýsingar um kerfi skoðaðar
Veldu Valkostir > Upplýsingar.
Samstilling
Með samstillingarforritinu geturðu samstillt minnismiða, skilaboð, tengiliði og aðrar
upplýsingar við ytri miðlara.
Þú getur fengið samstillingar sendar sem stillingaboð frá þjónustuveitunni.
Samstillingarsnið inniheldur nauðsynlegar stillingar til að samstilla upplýsingar. Þegar
forritið er opnað birtist sjálfgefna eða áður notaða samstillingarsniðið.
Þegar þú ræsir forritið í fyrsta skipti hjálpar samstillingarhjálpin þér að skilgreina
stillingar og velja efni til að samstilla.
Veldu úr eftirfarandi:
Samstillingar — Tilgreina stillingar fyrir samstillingu.
Sækja öryggisafrit — Endurheimta tengiliði, dagbókaratriði og minnismiða í tækið
frá Ovi. Uppfærslur sem gerðar hafa verið síðan samstilling fór síðast fram eru vistaðar.
Afskrá Ovi-samstillingu — Slökkva á Ovi-samstill..
Mismunandi getur verið hvaða valkostir eru í boði.
Bluetooth-tengingar
Um Bluetooth-tengingar
Með Bluetooth-tækni er hægt að koma á þráðlausri tengingu við önnur samhæf tæki,
svo sem farsíma, tölvur, höfuðtól og bílbúnað.
Þú getur notað tenginguna til að senda hluti frá tækinu þínu, flytja skrár frá samhæfri
pc-tölvu, og prenta skrárnar með samhæfðum prentara.
Veldu
Þar sem tæki með Bluetooth-tækni nota útvarpsbylgjur til samskipta þurfa tækin ekki
að vera í beinni sjónlínu hvert við annað. Hin vegar þurfa þau að vera í innan við 10
metra (33 feta) fjarlægð hvort frá öðru. Truflanir geta þó orðið á tengingunni vegna
hindrana eins og veggja eða annarra raftækja.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 + EDR sem styður eftirfarandi snið:
generic access, network access, control, hands-free, headset, object push, file transfer,
og Valmynd > StillingarTengingar > Bluetooth.
88 Tengimöguleikar
dial-up networking, SIM access og serial port. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja
sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukabúnað sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir
þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi
þeirra við þetta tæki.
Þegar tækið er læst er aðeins hægt að tengja það við leyfð tæki.
Bluetooth-stillingar
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Bluetooth.
Veldu úr eftirfarandi:
Bluetooth — Virkja Bluetooth-tengingu.
Sýnileiki síma míns — Til að leyfa tækinu þínu að vera sýnilegt öðrum Bluetooth-
tækjum, veldu Sýnilegur öllum. Sá tími sem á að líða þar til sýnileiki tækis rennur út
(tækið er falið) er stilltur með því að velja Velja tíma sýnileika. Til að fela tækið þitt
skaltu velja Falinn.
Nafn síma míns — Breyttu heiti tækisins. Heitið birtist öðrum Bluetooth-tækjum.
Ytra SIM — Leyfa öðru tæki, t.d. samhæfum bílbúnaði, að tengjast við símkerfið með
SIM-korti tækisins þíns.
Ábendingar um öryggi
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Bluetooth.
Ef þú ert ekki að nota Bluetooth-tengingu til að stýra því hver getur fundið tækið og
tengst því velurðu Bluetooth > Slökkt eða Sýnileiki síma míns > Falinn. Að óvirkja
Bluetooth hefur ekki áhrif á aðra virkni í tækinu þínu.
Ekki skal parast við eða samþykkja beiðnir um tengingu frá tækjum sem þú þekkir ekki.
Þannig verndarðu tækið gegn skaðlegu efni. Öruggara er að nota tækið í falinni stillingu
til að forðast skaðlegan hugbúnað.
Gögn send um Bluetooth
Hægt er að hafa nokkrar Bluetooth-tengingar virkar í einu. Til dæmis er hægt að flytja
skrár úr tækinu þó svo það sé tengt við höfuðtól.
1 Opnaðu forritið sem geymir hlutinn sem þú vilt senda.
2 Veldu atriðið og haltu því inni og veldu Senda > Með Bluetooth á
sprettivalmyndinni.
Bluetooth-tæki sem eru innan svæðiðsins eru birtast. Tákn tækja eru eftirfarandi:
í tölvu
á símanum
Tengimöguleikar 89
hljóm- eða myndbandstæki
önnur tæki
Leitin er stöðvuð með því að velja Hætta við.
3 Veldu tækið sem þú vilt tengjast við.
4 Ef hitt tækið fer fram á pörun áður en hægt er að senda gögn heyrist hljóðmerki og
beðið er um lykilorð. Slá verður sama lykilorð inn í símann og tækið.
Þegar takkarnir eru læstir birtist Sendi gögn.
Ábending: Þegar leitað er að tækjum kann að vera að sum tæki sýni einungis
auðkennisnúmer sín (eingild vistföng). Til að finna einkvæmt vistfang símans skaltu slá
inn *#2820# í númeravalinu.
Pörun tækja
Þú getur parað tækið þitt við samhæft tæki til að gera Bluetooth-tengingar milli
tækjanna hraðari. Fyrir pörun skaltu búa til þitt eigið lykilorð (1 til 16 tölustafir) og biðja
eiganda hins tækisins um að nota sama lykilorð. Tæki sem ekki eru með notandaviðmót
eru með fast lykilorð. Lykilorðið er aðeins notað einu sinni.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Bluetooth.
1 Opnaðu Pöruð tæki flipann.
2Veldu Valkostir > Nýtt parað tæki. Tæki sem eru á sendisvæðinu birtast.
3 Veldu tækið.
4 Sláðu inn lykilorðið í bæði tækin.
vísar á parað tæki á tækjaleitarskjánum.
Tengjast aukabúnaði eftir pörun
Veldu hljóðtækið og veldu Tengjast við hljóðtæki á sprettivalmyndinni. Nokkrir
hljóðaukahlutir tengjast tækinu sjálfvirkt eftir pörun.
Stilla tæki samkvæmt heimild
Veldu Stilla sem heimilað. Hægt er að koma á tengingum milli þíns tækis og heimilaðs
tækis án þinnar vitundar. Notaðu þessa stillingu fyrir þín eigin tæki, s.s. samhæft
höfuðtól eða tölvu, eða tæki þeirra sem þú treystir.
paraðra tækja.
Hætta við að para tæki
Veldu tækið og veldu Eyða á sprettivalmyndinni.
Hætta við allar paranir
Veldu Valkostir > Eyða öllum.
táknar samþykkt tæki í skjá
90 Tengimöguleikar
Móttaka gagna um Bluetooth
Þegar gögn berast um Bluetooth-tengingu heyrist tónn og spurt er hvort taka eigi á
móti skilaboðunum. Við samþykki birtist
send í innhólfsmöppuna undir Skilaboð. Skilaboð sem berast um Bluetooth-tengingu
eru auðkennd með
Loka á tæki
Hægt er að koma í veg fyrir að önnur tæki geti komið á Bluetooth-tengingu við símann
þinn.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Bluetooth.
Opnaðu Pöruð tæki flipann, veldu tækið sem þú vilt loka á og veldu síðan Loka fyrir í
sprettivalmyndinni.
Tæki fjarlægt af lista yfir útilokuð tæki
Opnaðu Útilokuð tæki flipann, veldu tækið sem þú vilt fjarlægja af listanum og veldu
síðan Eyða í sprettivalmyndinni.
Ef þú hafnar beiðni um pörun frá öðru tæki er spurt hvort þú viljir setja tækið á listann
yfir útilokuð tæki.
Ytri SIM-stilling
Með ytri SIM-stillingu geturðu notað samhæfðan bílbúnað sem aukabúnað. Áður en
hægt er að velja ytri SIM-stillingu verða tækin að vera pöruð saman og kveikja þarf á
pöruninni í hinu tækinu. Við pörun skal nota 16 stafa aðgangskóða og stilla hitt tækið
á leyfilegt.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Bluetooth.
Þegar ytri SIM-stilling er virkjuð, Ytra SIM birtist á heimaskjá. Tenging við þráðlaust
netkerfi er lokuð og þú getur ekki notað SIM-korta þjónustur eða möguleika sem krefjast
tengingar við farsímaskerfi.
Þegar tækið þitt er í ytri SIM-stillingarham geturðu aðeins hringt eða svarað símtölum
með því að nota tengdan aukabúnað. Tækið þitt getur aðeins hringt í neyðarnúmer sem
eru forrituð í tækið þitt.
.
á skjánum og skilaboð um gögnin eru
Óvirkja ytri SIM-ham
Ýttu á rofann og veldu Loka ytri SIM.
Flytja gögn með USB-snúru
Tengimöguleikar 91
Veldu
Veldur USB-stillinguna í hvert skipti sem samhæf gagnasnúra er tengd
Veldu Spyrja við tengingu > Já.
Ef Spyrja við tengingu valkosturinn er ekki virkur eða þú vilt breyta USB-stillingunni á
meðan tenging er virk, veldu USB-tengistilling og úr eftirfarandi:
Nokia Ovi Suite — Til að nota Nokia-tölvuforrit, t.d. Nokia Ovi Suite eða Nokia Software
Updater.
Gagnaflutningur — Til að flytja gögn milli tækisins og samhæfrar tölvu.
Myndflutningur — Til að prenta myndir á samhæfum prentara.
Efnisflutningur — Til að samstilla tónlist við Nokia Music Player eða Windows Media
Player.
Tölvutengingar
Hægt er að nota tækið með ýmsum samhæfum tölvutengi- og gagnaflutningsforritum.
Með Nokia Ovi Suite er t.d. hægt að flytja skrár og myndir á milli tækisins og samhæfrar
tölvu.
Til að nota Ovi Suite með USB-tengingu velurðu Nokia Ovi Suite.
Nánari upplýsingar um Ovi Suite er að finna á www.ovi.com.
Stjórnstillingar
Tengitími fyrir gagnasímtalstengingu stilltur
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Stjórnandastill. > Gagnasímtal.
Gagnasímtalsstillingarnar hafa áhrif á alla aðgangsstaði sem nota GSM-gagnasímtal.
og Valmynd > StillingarTengingar > USB-snúra.
92 Tengimöguleikar
Stillingar pakkagagna
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Stjórnandastill. > Pakkagögn.
Pakkagagnastillingarnar hafa áhrif á alla aðgangsstaði sem nota pakkagagnatengingar.
Opna tengingu pakkagagna hvenær sem netkerfi er til staðar
Veldu Pakkagagnatenging > Ef samband næst.
Það er t.d. fljótlegra að senda tölvupóst ef tengingin er alltaf opin. Ef ekkert
pakkagagnasamband er til staðar reynir tækið reglulega að koma á
pakkagagnatengingu.
Pakkagagnatenging aðeins opin þegar þörf krefur
Veldu Pakkagagnatenging > Ef með þarf.
Til dæmis í hvert sinn sem þú sendir tölvupóst verður að opna tenginguna áður.
Þú getur notað tæki þitt sem mótald fyrir tölvuna þína til að komast á netið í gegnum
pakkagagnatengingu.
Tilgreina aðgangsstað sem nota á þegar þú notar tækið þitt sem mótald
Veldu Aðgangsstaður.
SIP-stillingar
SIP-stillingar (Session Initiation Protocol) eru nauðsynlegar fyrir suma sérþjónustu. Þú
getur fengið stillingarnar í sérstökum textaskilaboðum frá þjónustuveitunni. Þú getur
skoðað, eytt eða búið þessar sniðstillinga til í SIP-stillingum.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Stjórnandastill. > SIP-stillingar.
Nafnastýring aðgangsstaða
Með nafnastýringu aðgangsstaða er hægt að takmarka pakkagagnatengingar tækisins
við tiltekna aðgangsstaði.
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Stjórnandastill. > APN-stjórnun.
Þessi stilling er aðeins tiltæk ef SIM-kortið styður aðgangsstaðarþjónustuna.
Virkjaðu þjónustuna eða stilltu leyfilega aðgangsstaði
Veldu Valkostir og svo viðeigandi valkost.
Þú þarft PIN2-númerið þitt til að breyta stillingunum. Þjónustuveitan lætur lykilorðið í
té.
Leit 93
Leit
Um Leit
Veldu Valmynd > Forrit > Leita.
Með Leit er hægt að finna fólk, skilaboð, tónlist og annað efni í tækinu, eða leita á
internetinu (sérþjónusta). Mismunandi er hvaða efni og valkostir eru í boði.
Ný leit hafin
Veldu Valmynd > Forrit > Leita.
Til að leita að efni í tækinu skaltu slá inn leitarorð í leitarreitinn eða skoða efnisflokkana.
Þegar þú slærð inn leitarorðin er niðurstöðunum raðað í flokka. Niðurstöður sem síðast
voru opnaðar birtast efst á listanum ef þær samræmast leitarorðunum.
Til að leita að vefsíðum á netinu velurðu Leita á internetinu og leitarþjónustu og slærð
svo leitarorðin inn í leitarreitinn. Leitarþjónustan sem þú valdir verður þá framvegis
sjálfgefin þjónustuveita við leit á netinu.
Ef sjálfgefin leitarþjónusta er þegar til staðar skaltu velja hana til að hefja leit eða velja
Fleiri leitarþjónustur ef þú vilt nota aðra leitarþjónustu.
Til að skipta um sjálfgefna þjónustuveitu velurðu Valkostir > Stillingar >
Leitarþjónustur.
Til að breyta lands- eða svæðisstillingum og finna fleiri leitarþjónustur velurðu
Valkostir > Stillingar > Land eða svæði.
Önnur forrit
Klukka
Stilling tíma og dagsetningar
Veldu Valmynd > Forrit > Klukka.
Veldu Valkostir > Stillingar og svo úr eftirfarandi:
1Veldu Nýr vekjari.
2 Til að stilla hringitímann.
3Veldu Endurtaka til að stilla hvort og hvenær hringingin er endurtekin.
4Veldu Lokið.
Hringitímar skoðaðir
Veldu Vekjarar.
Hringitíma eytt
Veldu Vekjarar og hringitímann, og af sprettivalmyndinni velurðu Slökkva á vekjara.
Slökkt á vekjaraklukkunni
Veldu Slökkva. Ef slökkt er á tækinu þegar hringitíminn rennur upp kveikir það á sér og
hringir.
Hringitími stilltur á blund
Veldu Blunda.
Stillt á blund
Veldu Valkostir > Stillingar > Tími blunds.
Hringitón breytt
Veldu Valkostir > Stillingar > Vekjaratónn.
Heimsklukka
Með heimsklukkunni er hægt að sjá hvað klukkan er á ýmsum stöðum.
Veldu Valmynd > Forrit > Klukka.
Sjáðu hvað klukkan er
Veldu Heimsklukka.
Stöðum bætt á lista
Veldu Valkostir > Bæta við staðsetningu.
Velja núverandi staðsetningu
Veldu staðinn og veldu Velja sem staðsetningu á sprettivalmyndinni. Tímasetningu
tækisins er breytt í samræmi við þann stað. Gakktu úr skugga um að tíminn sé réttur
og að hann passi við tímabeltið.
sýnir virkan hringitíma. sýnir endurtekna hringingu.
Önnur forrit 95
Dagbók
Til að opna dagbókina velurðu Valmynd > Dagbók.
Dagbókarskjáir
Til að skipta milli skjáa (mánaðar-, viku-, dags- eða verkefnayfirlits) velurðu Valkostir >
Breyta útliti og viðeigandi skjá.
Til að breyta upphafsdegi vikunnar, skjánum sem birtist þegar dagbókin er opnuð eða
stillingum dagbókartónsins velurðu Valkostir > Stillingar.
Til að opna tiltekinn dag skaltu velja Valkostir > Fara á dagsetningu.
Tækjastika dagbókar
Veldu Valmynd > Dagbók.
Hægt er að velja úr eftirfarandi atriðum á tækjastikunni:
Næsti skjár — Til að velja mánaðarskjáinn.
Næsti skjár — Til að velja vikuskjáinn.
Næsti skjár — Til að velja dagskjáinn.
Næsti skjár — Til að velja verkefnaskjáinn.
Nýr fundur — Til að setja inn nýja fundaráminningu.
Nýtt verkefni — Til að setja inn nýjan minnispunkt.
Hægt er að fletta um, vinna með og opna skrár í símanum. Einnig er hægt að skoða og
vinna með skrár á samhæfu minniskorti.
Skrár flokkaðar
Þú getur notað forritið Skráastjórn til að eyða, færa, afrita eða búa til nýjar skrár og
möppur. Ef þú flokkar skrárnar þínar í sínar eigin möppur gæti það hjálpað þér að finna
skrárnar síðar.
Veldu minniskortið, Valkostir > Valkostir minniskorts, og viðeigandi valkost.
Verndaðu minniskortið með lykilorði.
Veldu minniskortið og Valkostir > Lykilorð minniskorts.
Þessi valkostur er aðeins tiltækur þegar samhæft minniskort er í tækinu.
Öryggisafritun skráa
Velja skal Valmynd > Forrit > Skrifstofa > Skráastjórn.
Mælt er með því að taka reglulega öryggisafrit af gögnum í minni símans og vista á
minniskort eða samhæfa tölvu.
Taka öryggisafrit af gögnum í síma og vista á minniskorti
Velja skal Valkostir > Taka öryggisafrit núna.
Enduruppsetja gögn af minniskorti yfir á minni símans
Velja skal Valkostir > Enduruppsetja af m.korti.
Einnig er hægt að tengja símann við samhæfa tölvu og nota Nokia Ovi Suite til að taka
öryggisafrit af gögnum.
Adobe Reader
Velja skal Valmynd > Forrit > Skrifstofa > Adobe PDF.
Önnur forrit 97
Með Adobe Reader er hægt að lesa PDF-skjöl í tækinu; leita að texta í skjölunum, breyta
stillingum, svo sem aðdrætti og útliti á síðu, og senda PDF-skrár í tölvupósti.
Forritastjórnun
Um Forritastjórnun
Veldu Valmynd > Stillingar og Forritastjórnun.
Með Forritastjórnun er hægt að skoða upplýsingar um uppsett forrit, fjarlægja forrit og
tilgreina uppsetningarstillingar.
Hægt er að setja upp eftirfarandi gerðir forrita í tækinu:
•J2ME-forrit byggð á Java™-tækni með endingunni .jad eða .jar
•Forrit samhæf Symbian-stýrikerfinu með endingunni .jad eða .jar
•Græjur með skráarendinguna .wgz
Settu aðeins upp forrit sem eru samhæf tækinu.
Uppsetning forrita
Hægt er að flytja uppsetningarskrár í tækið úr samhæfðri tölvu, hlaða þeim niður þegar
vafrað er eða fá þær sendar sem margmiðlunarboð, sem tölvupóstsviðhengi eða nota
aðrar tengiaðferðir, svo sem Bluetooth.
Hægt er að nota Nokia Application Installer í Nokia Ovi Suite til að setja upp forrit í
tækinu.
Veldu Valmynd > Stillingar og Forritastjórnun.
Uppsetningarskrárnar eru í möppunni Uppsetn.skrár, og uppsettu forritin í möppunni
Uppsett forrit.
Tákn sýna eftirfarandi:
SIS- eða SISX-forrit
Java-forrit
Smáforrit
Forrit sett upp á minniskortinu
Áður en forrit er sett upp skal gæta að eftirfarandi atriðum:
•Athuga skal gerð forritsins, útgáfunúmer og seljanda eða framleiðanda forritsins.
Veldu forrit.
98 Önnur forrit
•Skoða skal upplýsingar um öryggisvottorð forritsins. Veldu Vottorð: > Skoða
upplýsingar.
Ef sett er upp skrá með uppfærslu eða lagfæringu á forriti er aðeins hægt að
endurheimta upphaflega forritið ef fyrir hendi er upphaflega uppsetningarskráin eða
fullkomið afrit af hugbúnaðarpakkanum sem var fjarlægður. Til að endurheimta
upphaflega forritið skaltu fyrst fjarlægja forritið og setja það svo upp aftur með því að
nota upphaflegu uppsetningarskrána eða öryggisafritið.
Nauðsynlegt er að hafa JAR-skrá til að setja upp Java-forrit. Ef skrána vantar getur tækið
beðið þig um að hlaða henni niður. Ef enginn aðgangsstaður er tilgreindur fyrir forritið
biður tækið þig um að velja aðgangsstað.
Uppsetning forrits
1 Staðsetja skal uppsetningarskrá í möppunni fyrir uppsetningarskrár í
forritastjórnun eða leita að henni í skráastjórnun eða í innhólfi skilaboða.
2 Í forritastjórnun velurðu forritið sem á að setja upp og heldur því inni, og af
sprettivalmyndinni velurðu Setja upp. Í öðrum forritum velurðu
uppsetningarskrána til að hefja uppsetninguna.
Meðan á uppsetningu stendur birtir tækið upplýsingar um stöðu uppsetningarinnar.
Ef þú setur upp forrit án rafrænnar undirskriftar eða vottorðs birtir tækið viðvörun.
Þú skalt aðeins halda áfram að setja upp forritið ef þú ert viss um uppruna þess og
innihald.
Uppsett forrit opnað
Veldu forritið á valmyndinni. Ef forritið er ekki með sjálfgefna möppu skilgreinda er það
sett upp í möppunni Uppsett forrit á aðalvalmyndinni.
Sjáðu hvaða hugbúnaðarpakkar hafa verið settir upp eða fjarlægðir
Veldu Valkostir > Skoða notkunarskrá.
Fjarlægja forrit út tækinu
Þú getur fjarlægt uppsett forrit sem þú þarft ekki lengur að nota, til að auka minni.
Veldu Valmynd > Stillingar og Forritastjórnun.
1Veldu Uppsett forrit.
2 Veldu forritið og haltu því til að fjarlægja, og veldu Fjarlægja í sprettivalmyndinni.
Ef forrit er fjarlægt er aðeins hægt að setja það upp aftur ef upphaflegi
hugbúnaðarpakkinn eða fullkomið afrit af forritinu sem var fjarlægt er til staðar. Ekki
er víst að þú getir opnað skrár sem búnar voru til með forriti sem var fjarlægt.
Önnur forrit 99
Ef uppsett forrit styðst við forrit sem er fjarlægt kann uppsetta forritið að hætta að virka.
Nánari upplýsingar er að finna í notendaleiðbeiningum uppsetta forritsins.
Stillingar Forritastjórnunar
Veldu Valmynd > Stillingar og Forritastjórnun.
Veldu Uppsetningarstillingar og úr eftirfarandi:
Uppsetning hugbúnaðar — Leyfa eða hafna uppsetningu Symbian-hugbúnaðar sem
ekki hefur sannvottaða stafræna undirritun.
Könnun vottorði á netinu — Kanna vottorð á netinu áður en forritið er sett upp.
Sjálfgefið veffang — Veldu sjálfgefið veffang sem nota skal þegar vottorð á netinu eru
skoðuð.
RealPlayer
MeðRealPlayer geturðu spilað myndskeið eða straumspilað skrár án þess að vista þær
fyrst í tækinu.
Ekki er víst að RealPlayer styðji öll skrársnið eða afbrigði þeirra.
Veldu Valmynd > Forrit > RealPlayer.
Tækjastika fyrir RealPlayer
Veldu Valmynd > Forrit > RealPlayer.
Eftirfarandi tákn kunna að vera á tækjastikunni í Myndskeiðum, Straumspilunartenglum
og Nýlega spilaðar skrár:
Senda — Til að senda myndskeið eða straumspilunartengil.
Spila — Spila myndskeið eða myndstraum.
Eyða — Eyða myndskeiði eða straumspilunartengli.
Fjarlægja — Til að fjarlægja skrá af nýlega spiluðum lista.
Myndskeið spilað
Veldu Valmynd > Forrit > RealPlayer.
Myndskeið spilað
Veldu Myndskeið og svo myndskeið.
Listi yfir nýlega spilaðar skrár
Á aðalskjánum velurðu Nýlega spilað
Flettu að myndskeiði og veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
100 Önnur forrit
Nota myndskeið — Tengdu myndskeið við tengilið eða stilltu það sem hringitón.
Merkja/afmerkja — Merktu eða afmerktu hlut til að senda eða eyða mörgum hlutum
á sama tíma.
Skoða upplýsingar — Skoða upplýsingar, t.d. snið, upplausn og tímalengd.
Stillingar — Til að breyta stillingum fyrir hreyfimyndaspilun og straumspilun.
Straumspilun efnis
Veldu Valmynd > Forrit > RealPlayer.
Straumspilun efnis er sérþjónusta. Veldu Straumsp.tengl. og tengilið. Einnig er hægt
að fá straumspilunartengil sendan í texta- eða margmiðlunarskilaboðum, eða opna
tengil á vefsíðu.
Áður en straumspilun beinnar útsendingar hefst tengist tækið vefsvæðinu og byrjar að
hlaða niður efninu. Efnið er ekki vistað í tækinu.
Aðeins er hægt að opna RTSP-tengil í RealPlayer. En RealPlayer mun spila RAM-skrá ef
þú opnar HTTP-tengil sem tengist henni í vafranum.
Upptökutæki
Með upptökutækinu er hægt að taka upp talboð og símtöl. Þú getur líka sent vinum