Nokia C5-03 User's Guide [is]

Notandahandbók Nokia C5–03
Útgáfa 2.0
2 Efnisyfirlit

Efnisyfirlit

Öryggi 5
Rafhlaða fjarlægð 5
Hjálp 6
Hjálpartexti tækisins 6 Þjónusta 6 Hugbúnaður og forrit tækisins uppfærð með tækinu 7 Tölvan notuð til að uppfæra hugbúnað tækisins 7 Stillingar 7 Lykilorð 7 Aukin ending rafhlöðu 8 Auka minni til staðar 9
Tækið tekið í notkun 9
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir 9 Minniskorti komið fyrir 12 Minniskort fjarlægt 13 Hleðsla rafhlöðunnar 13 Takkar og hlutar 15 Kveikt á tækinu 16 Tökkum og snertiskjá læst 16 Heimaskjár 16 Valmyndin opnuð 18 Aðgerðir á snertiskjá 18 Hringitóni breytt 19 Ovi by Nokia 19 Um Ovi-verslunina 20
Tækið þitt 20
Uppsetning tækis 20 Stillingahjálp 20 Efni flutt í fyrsta skipti 21 Vísar á skjá 21 Tengiliðastika 23 Staðsetning loftneta 23 Snið án tengingar 24 Flýtivísar 24
Stillingar hljóðstyrks og hátalara 24 Stillingar fyrir skynjara og skjásnúningur 25 Ytri símalæsing 25 Höfuðtól 26 Úlnliðsbandi komið fyrir 27
Hringt úr tækinu 27
Símtöl 27 Í símtali 27 Talhólf 28 Símhringingu svarað eða hafnað 29 Símafundi komið á 29 Hringt á fljótlegan hátt í símanúmer (hraðval) 30 Símtal í bið 30 Raddstýrð hringing 31 Notkunarskrá 31
Textaritun 33
Sýndarlyklaborð 33 Rithönd 34 Texti sleginn inn með skjátakkaborðinu 35 Stillingar fyrir snertiinnslátt 36
Tengiliðir 37
Vista símanúmer og tölvupóstföng 37 Stjórna nöfnum og númerum 38 Sjálfgefin númer og netföng valin 38 Hringitónar, myndir og texti fyrir tengiliði 38 Afrita tengiliði 39 SIM-þjónusta 39
Skilaboð 40
Aðalskjár Skilaboða 40 Ritun og sending skilaboða 41 Innhólf skilaboða 42 Setja upp tölvupóst 44 Tölvupóstur 44 Pósthólf 44
Efnisyfirlit 3
Mail for Exchange 47 Skilaboð á SIM-korti skoðuð 47 Þjónustuskipanir 48 Stillingar skilaboða 48
Stillingar tækisins sérsniðnar 50
Útliti tækisins breytt 50 Snið 50
Tónlistarmappa 51
Tónlistarspilari 51 Ovi-tónlist 53 Nokia Podcasting 53 Útvarp 55
Myndavél 56
Kveikt á myndavélinni 56 Myndataka 56 Upptaka myndskeiða 59
Gallerí 59
Að skoða og flokka skrár 59 Myndir og myndskeið skoðuð 60 Skoða myndir og myndskeið 60
Samnýting á internetinu 61
Um Samnýtingu á netinu 61 Áskrift að þjónustu 61 Umsjón með áskriftum 61 Póstur búinn til 62 Skrár úr Galleríinu sendar 62
Nokia Myndefnisþjónusta 62
Skoðun og niðurhal myndskeiða 63 Myndstraumar 64 Myndskeiðin mín 64 Mynskeið flutt úr tölvu 65 Stillingar Kvikmyndabanka 65
Netvafri 66
Vafrað á netinu 66 Bókamerki bætt við 66
Áskrift að vefstraumum 67
Staðsetning (GPS) 67
Um GPS 67 Um A-GPS (Assisted GPS) 68 Halda skal rétt á tækinu 68 Góð ráð við að koma á GPS-tengingu 69 Staðsetningarbeiðnir 70 Leiðarmerki 70 GPS-gögn 70 Staðsetningarstillingar 71
Kort 71
Kortayfirlit 71 Staðsetning og kort skoðuð 72 Kortaskjár 73 Útliti kortsins breytt 73 Kort sótt og uppfærð 74 Um staðsetningaraðferðir 74 Staðsetning fundin 75 Upplýsingar um staðsetningu skoðaðar 76 Staður eða leið vistuð eða skoðuð 76 Sendu vini þínum stað 77 Innritun 77 Samstilla Uppáhalds 78 Fá raddleiðsögn 79 Notkun áttavitans 80 Ekið á áfangastað 80 Leiðsöguskjár 81 Fáðu umferðar- og öryggisupplýsingar 82 Gengið á áfangastað 82 Leiðaráætlun 83
Tengimöguleikar 84
Gagnatengingar og aðgangsstaðir 84 Stillingar símkerfis 85 Þráðlaust staðarnet 85 Aðgangsstaðir 88 Loka tengingu við símkerfi 90 Samstilling 91
4 Efnisyfirlit
Bluetooth-tengingar 91 Flytja gögn með USB-snúru 95 Tölvutengingar 96 Stjórnstillingar 96
Leit 97
Um Leit 97 Ný leit hafin 97
Önnur forrit 98
Klukka 98 Dagbók 99 Skráastjórnun 100 Forritastjórnun 101 RealPlayer 104 Upptökutæki 105 Minnismiði skrifaður 105 Útreikningur 106 Umreiknari 106 Orðabók 106
Stillingar 106
Símastillingar 106 Símtalsstillingar 112
Umhverfisvernd 114
Orkusparnaður 114 Endurvinnsla 114
Vöru- og öryggisupplýsingar 114
Öryggi 5

Öryggi

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu, til dæmis um borð í flugvélum, nærri lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem verið er að sprengja.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni þeirra.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.

VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA

Hlusta skal á höfuðtól á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er á hátalaranum.

Rafhlaða fjarlægð

Slökkva skal á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
6Hjálp

Hjálp

Hjálpartexti tækisins

Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin sem fylgja því.
Til að opna hjálpartexta í aðalvalmyndinni velurðu Valmynd > Forrit > Hjálp og forritið sem þú vilt fá leiðbeiningar um.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að skoða viðkomandi hjálpartexta.
Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að lesa leiðbeiningarnar velurðu
Valkostir > Minnka leturstærð eða Auka leturstærð.
Í lok hvers hjálpartexta eru tenglar að svipuðu efni. Ef þú velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring.
Hjálpartextar nota eftirfarandi vísa:
Tengill að tengdu efni. Tengill að forritinu sem fjallað er um.
Þegar þú lest fyrirmælin geturðu skipt á milli hjálpartexta og forrits sem er opið í bakgrunni með því að velja Valkostir > Sýna opin forrit og viðeigandi forrit.

Þjónusta

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um notkun vörunnar eða ert ekki viss um hvernig síminn á að virka skaltu lesa notendahandbókina í símanum. Veldu Valmynd > Forrit >
Hjálp.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eitt af eftirfarandi:
Endurræstu símann. Slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á símanum.
Uppfærðu hugbúnað símans
Núllstilltu tækið
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Farðu á www.nokia.com/ repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í símanum áður en hann er sendur í viðgerð.
Hjálp 7

Hugbúnaður og forrit tækisins uppfærð með tækinu

Þú getur kannað hvort uppfærslur séu fáanlegar fyrir forrit í tækinu eða fyrir einstakan hugbúnað, og síðan hlaðið þeim niður og sett upp í tækinu (sérþjónusta). Þú getur einnig stillt tækið þannig að það leiti sjálfkrafa að uppfærslum og láti þig vita þegar mikilvægar eða ráðlagðar uppfærslur eru tiltækar.
Veldu Valmynd > Forrit > Verkfæri > Hugb.uppf..
Ef uppfærslur eru tiltækar skaltu velja hvaða uppfærslu þú vilt hlaða niður og setja upp og velja svo
Tækið stillt á að leita sjálfkrafa að uppfærslum
Veldu Valkostir > Stillingar > Sjálfvirk uppfærsluleit.

Tölvan notuð til að uppfæra hugbúnað tækisins

Hægt er að nota Nokia Ovi Suite tölvuforritið til að uppfæra hugbúnað tækisins. Þú þarft samhæfa tölvu, háhraða-internettengingu og samhæfa USB-gagnasnúru til að geta tengt tækið við tölvuna.
Til að fá nánari upplýsingar og hlaða niður Nokia Ovi Suite forritinu skaltu fara á www.ovi.com/suite.

Stillingar

Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og internet yfirleitt valdar sjálfkrafa samkvæmt upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur að þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar eða biðja um þær í sérstökum textaskilaboðum.

Lykilorð

PIN-númer — Númerið hindrar að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4-8 tölustafir) fylgir yfirleitt SIM-kortinu.
PIN2-númer — Númerið (4 - 8 tölustafir) fylgir sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta notað suma valkosti tækisins.
Ef þú gleymir aðgangsnúmerinu skaltu hafa samband við netþjónustuna sem SIM-kortið í tækinu kemur frá. Ef PIN- eða PIN2-númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er númerinu lokað og þarf þá að slá inn PUK- eða PUK2-númerið til að opna það.
PUK- og PUK2-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til að breyta PIN­númeri eða PIN2-númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna sem lét þig fá SIM-kortið.
.
8Hjálp
IMEI-númer — Þetta númer (15 tölustafir) er notað til að auðkenna gild tæki á GSM­símkerfinu. Hægt er að útiloka tæki, til dæmis stolin, frá aðgangi að netinu. IMEI-tölu tækisins er að finna undir rafhlöðunni.
Læsingarkóði (einnig kallaður öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að tækið sé notað í leyfisleysi. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Haltu nýja númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila. Því getur fylgt aukakostnaður og öll gögn í tækinu þínu gætu eyðst. Þú getur fengið nánari upplýsinga r hjá Nokia Care þjónustuaðila eða söluaðila tækisins.

Aukin ending rafhlöðu

Ýmsar aðgerðir tækisins ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu hennar. Til að spara rafhlöðuna skaltu hafa eftirfarandi í huga:
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tengingu eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru í notkun krefjast aukinnar rafhlöðuorku. Slökktu á Bluetooth þegar þú þarft ekki að nota það.
Eiginleikar sem nota þráðlaus staðarnet (WLAN) eða leyfa slíkum eiginleikum að keyra í bakgrunni meðan aðrir eiginleikar eru í notkun eyða meira af rafhlöðunni. Slökkt er á þráðlausu staðarneti þegar ekki er verið að reyna að tengjast, engin tenging er við aðgangsstað eða ekki er verið að leita að tiltæku netkerfi. Til að spara rafhlöðuna enn frekar er hægt að stilla tækið þannig að það leiti ekki eða leiti sjaldnar að tiltækum netkerfum í bakgrunninum.
Ef þú hefur valið Pakkagagnatenging > Ef samband næst í tengingarstillingunum og ef það er engin pakkagagnatenging (GPRS) reynir síminn reglulega að koma á pakkagagnatengingu. Til að lengja starfhæfan tíma tækisins velurðu Pakkagagnatenging > Ef með þarf.
Kortaforritið hleður niður nýjum kortaupplýsingum þegar þú ferð á ný svæði á kortinu en það eykur á orkuþörfina. Hægt er að koma í veg fyrir sjálfvirkt niðurhal á nýjum kortum.
Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur á þínu svæði verður tækið reglulega að leita að tiltækum símkerfum. Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í símkerfisstillingum leitar tækið að 3G­símkerfinu. Til að láta símann nota einungis GSM-símkerfið velurðu Valmynd >
Stillingar og Tengingar > Símkerfi > Símkerfi > GSM.
Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Í skjástillingunum getur þú stillt birtustig og breytt tímanum sem þú vilt að líði þar til slökkt er á baklýsingunni. Veldu Valmynd >
Stillingar og Sími > Skjár > Birtustig eða Tímamörk ljósa.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku. Til að velja forrit sem ekki eru í notkun heldurðu valmyndartakkanum inni og velur forrit.
Tækið tekið í notkun 9

Auka minni til staðar

Þarftu meira minni í tæki fyrir ný forrit og nýtt efni?
Sjá hve mikið pláss er laust fyrir ýmsar tegundir gagna
Veldu Valmynd > Forrit > Skrifstofa > Skráastjórn.
Margar aðgerðir tækisins vista gögn og taka þannig upp minni. Tækið gerir þér viðvart þegar lítið minni er eftir
Auka minni til staðar
Flytja gögn yfir á samhæft minniskort (ef það er notað) eða yfir í samhæfa tölvu.
Til að fjarlægja gögn sem þú notar ekki lengur skaltu nota Skráastjórnun eða opna viðkomandi forrit. Hægt er að fjarlægja eftirfarandi:
Skilaboð í möppunum í Skilaboð og móttekin tölvupóstskeyti úr pósthólfinu
Vistaðar vefsíður
Tengiliðaupplýsingar
Minnispunktur í dagbók
Forrit sem birtast í stjórnanda forrita og ekki er lengur þörf fyrir
Uppsetningarskrár (.sis eða .sisx) forrita sem þú hefur sett upp. Flyttu
uppsetningarskrárnar yfir í samhæfa tölvu.
Myndir og myndskeið í galleríi. Afritaðu skrárnar yfir í samhæfa tölvu.

Tækið tekið í notkun

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Hugsanlega hefur SIM-korti þegar verið komið fyrir í tækinu. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
10 Tækið tekið í notkun
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Ef rafhlaðan er í tækinu skaltu taka hana út.
3 Ýttu á SIM-kortsfestinguna til að taka hana úr lás.
4 Taktu SIM-kortsfestinguna upp.
Tækið tekið í notkun 11
5 Gættu þess að snertiflötur SIM-kortsins snúi að tækinu og renndu SIM-kortinu í SIM-
kortsfestinguna.
6 Settu SIM-kortsfestinguna á sinn stað. Renndu SIM-kortsfestinguna til svo að hún
læsist.
7 Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í.
8 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efri lásunum að raufunum og ýta
svo niður þar til hún smellur á sinn stað.
12 Tækið tekið í notkun
Ef SIM-kortið er ekki á sínum stað er aðeins hægt að nota tækið í ótengdu sniði.

Minniskorti komið fyrir

1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Gættu þess að snertiflötur samhæfs minniskorts snúi niður og komdu kortinu fyrir
í raufinni.
3 Ýttu kortinu inn þangað til þú heyrir smell.
Tækið tekið í notkun 13
4 Settu bakhliðina aftur á sinn stað.

Minniskort fjarlægt

Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í aðgerð. Það
gæti skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á því.
1 Áður en þú fjarlægir kortið, þegar kveikt er á tækinu, skaltu ýta á rofann og velja
Fjarlægja minniskort.
2Þegar Fjarlægja minniskort? Einhverjum forritum verður lokað. birtist skaltu
velja .
3Þegar Fjarlægðu minniskort og ýttu á 'Í lagi' birtist tekurðu bakhliðina af tækinu
og ýtir kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
4 Taktu minniskortið út og settu bakhliðina aftur á tækið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja Í lagi.

Hleðsla rafhlöðunnar

Rafhlaðan hefur verið hlaðin að hluta í verksmiðjunni en e.t.v. þarftu að endurhlaða hana áður en þú getur kveikt á tækinu í fyrsta sinn. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi:
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu. 2 Tengdu hleðslutækið við tækið.
14 Tækið tekið í notkun
3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr
sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ábending: Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það er ekki í notkun. Hleðslutæki sem er í sambandi við innstungu eyðir rafmagni þótt það sé ekki tengt við tækið.
USB-hleðsla
Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er ekki til staðar. Hægt er að flytja gögn á meðan tækið er í hleðslu. Mjög misjafnt er hvernig USB-hleðsla virkar og langur tími kann að líða þar til hleðslan hefst og tækið verður starfhæft.
1 Notaðu samhæfa USB-gagnasnúru til að tengja tækið við samhæft USB-tæki.
Það fer eftir tækinu sem notað er til hleðslu hve langur tími líður þar til hleðslan hefst.
2 Ef kveikt er á tækinu skaltu velurðu USB-stillingu.
Aðeins má tengja tækið við vörur með vörumerkinu USB-IF.

Takkar og hlutar

1 Festing fyrir úlnliðsband 2 Nokia AV-tengi (3,5 mm) 3 Micro USB-tengi 4 Hljóðstyrks/aðdráttartakki 5 Læsingartakki 6 Hlust 7 Snertiskjár 8 Hringitakki 9 Valmyndartakki 10 Hætta-takki/rofi 11 Myndavélarlinsa 12 Hátalari 13 Tengi fyrir hleðslutæki 14 Hljóðnemi
Tækið tekið í notkun 15
16 Tækið tekið í notkun

Kveikt á tækinu

1 Ýttu á rofann og haltu honum inni. 2 Ef tækið biður um PIN-númer eða læsingarnúmer skaltu slá það inn og velja Í lagi.
Til að eyða númeri velurðu
. Upphaflega númerið fyrir læsingu er 12345.
3 Veldu staðinn sem þú ert á. Ef þú velur óvart rangan stað skaltu velja Til baka. 4 Sláðu inn tíma og dagsetningu. Þegar 12-tíma tímasnið er notað velurðu hvaða tölu
sem er til að skipta á milli f.h. og e.h.

Tökkum og snertiskjá læst

Til að læsa snertiskjánum og tökkunum ýtirðu á læsingartakkann á hlið tækisins.
Til að taka lásinn af ýtirðu á læsingartakkann á hlið tækisins og velur opnunartáknið á skjánum.
Þegar snertiskjárinn og takkarnir eru læstir er slökkt á snertiskjánum og takkarnir virka ekki.
Skjárinn og takkarnir kunna að læsast sjálfkrafa ef hvorugt er notað í tiltekinn tíma. Til að breyta stillingum á sjálfkrafa skjá- og takkalæsingu velurðu Valmynd > Stillingar
og Sími > Símastjórnun > Sjálfv. takkavari > Læsingartími takka.

Heimaskjár

Heimaskjárinn er upphafsstaðurinn þinn og þangað geturðu safnað saman öllum mikilvægum tengiliðum eða flýtivísum fyrir forrit.
Tækið tekið í notkun 17
Gagnvirkar skjáeiningar
Til að opna klukkuforritið smellirðu á klukkuna (1).
Til að opna dagbókina eða breyta sniðum á heimaskjánum smellirðu á dagsetninguna eða heiti sniðsins (2).
Til að skoða eða breyta tengistillingum (
), til að sjá tiltæk þráðlaus staðarnet ef staðarnetsleit er virk, eða sjá símtöl sem ekki var svarað smellirðu efst í hægra hornið (3).
Til að hringja velurðu
Til að opna tengiliði velurðu
(4), eða velur Sími ef tengiliðastikan er virk.
(5), eða velur Tengiliðir ef tengiliðastikan er virk.
Til að opna aðalvalmyndina ýtirðu á valmyndartakkann (6).
Tengiliðastika tekin í notkun
Til að setja tengilið á tengiliðstikuna velurðu á heimaskjánum, og síðan tengilið, og fylgir leiðbeiningunum á skjánum.
Vista skal tengiliði í minni símans.
Til að bæta nýjum tengilið á tengiliðalistann velurðu
> Valkostir > Nýr
tengiliður, og fylgir leiðbeiningunum á skjánum.
Tengiliðir sem bætt er á tengiliðastikuna eru alltaf vistaðir í minni símans.
18 Tækið tekið í notkun
Þema heimaskjásins breytt
Hægt er að breyta þema heimaskjásins eða flýtivísunum með því að velja Valmynd >
Stillingar og Eigin stillingar > Heimaskjár.

Valmyndin opnuð

Ýttu á valmyndartakkann til að opna valmyndina.
Til að opna forrit eða möppu í valmyndinni velurðu viðkomandi hlut.

Aðgerðir á snertiskjá

Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu
Smelltu einu sinni á forritið eða eininguna. Til að sjá tiltæka valkosti fyrir opna hlutinn velurðu Valkostir eða tákn af tækjastiku, ef
það er í boði.
Aðgerðir opnaðar á fljótlegan hátt
Smelltu á atriðið og haltu því inni. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem eru í boði. Til að senda til dæmis mynd smellirðu á hana og heldur henni inni, og velur síðan viðeigandi valkost á skyndivalmyndinni.
Ábending: Til að sjá tiltæka valkosti fyrir hlut sem er opinn, svo sem mynd eða myndskeið, smellirðu á skjáinn.
Veldu
Í þessum notendaleiðbeiningum er opnun forrita eða atriða með því að smella á þau kallað að "velja". Ef velja þarf nokkra hluti í röð eru valmyndaratriðin sem velja á aðskilin með örvum.
Til að velja til dæmis Valkostir > Hjálp, smellirðu á Valkostir og síðan Hjálp.
Togað í hlut
Smelltu á hlutinn, haltu honum inni og renndu fingrinum yfir skjáinn. Hluturinn eltir fingurinn.
Til að fletta upp eða niður á vefsíðu togarðu í síðuna til með fingrinum.
Strokið
Settu fingur á skjáinn og renndu fingrinum ákveðið í tiltekna átt.
Tækið tekið í notkun 19
Þegar mynd er skoðuð er hægt að skoða næstu eða fyrri mynd með því að strjúka myndinni til vinstri eða hægri.
Flett
Til að fletta upp eða niður á lista sem er með flettistiku dregurðu til sleða flettistikunnar.
Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður á skjánum og slepptu svo. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.
Ábending: Til að skoða stutta lýsingu á tákni seturðu fingurinn á táknið. Ekki eru til lýsingar á öllum táknum.
Baklýsing snertiskjás
Ef skjárinn er ekki notaður í tiltekinn tíma slokknar á bakljósi hans. Til að kveikja á bakljósinu smellirðu á skjáinn.
Ef snertiskjárinn og takkarnir eru læstir kviknar ekki á ljósinu þótt smellt sé á skjáinn.

Hringitóni breytt

Veldu Valmynd > Stillingar og Eigin stillingar > Snið.
Hægt er að nota snið til að velja og breyta hringitónum, skilaboðatónum og öðrum tónum fyrir ýmis atriði, umhverfi eða viðmælendahópa.
Til að sérstilla snið skaltu fara að sniðinu og velja Sérstillingar.

Ovi by Nokia

Með Ovi by Nokia geturðu fundið nýja staði og þjónustur og haldið sambandi við
vini þína. Þú getur til dæmis gert eftirfarandi:
Hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum og hringitónum í tækið þitt
20 Tækið þitt
Fundið rétta leið með ókeypis leiðsögn fyrir göngu og akstur, skipulagt ferðir og skoðað staðsetningar á korti
Fengið ókeypis Ovi-póstreikning
Keypt tónlist
Sumir hlutir eru ókeypis en þú gætir þurft að borga fyrir aðra.
Mismunandi getur verið eftir löndum eða svæðum hvaða þjónusta er í boði og ekki eru öll tungumál studd.
Til að opna Ovi-þjónustur Nokia ferðu á www.ovi.com og skráir Nokia-áskriftina þína.
Frekari aðstoð og upplýsingar eru á www.ovi.com.

Um Ovi-verslunina

Í Ovi-versluninni geturðu hlaðið niður leikjum, forritum, myndskeiðum, myndum og hringitónum í tækið þitt. Sumir hlutir kosta ekki neitt; aðra þarftu að kaupa og greiða fyrir með kreditkorti eða láta skuldfæra á símareikninginn. Það fer eftir landi og þjónustuveitu hvaða greiðslumáta er boðið upp á. Ovi-verslunin býður upp á efni sem er samhæft við tækið þitt og hæfir bæði smekk þínum og staðsetningu.

Tækið þitt

Uppsetning tækis

Forritið Uppsetning síma býður til dæmis upp á eftirfarandi:
Val á svæðisstillingum, svo sem tungumáli tækisins.
Flutning gagna frá gamla tækinu.
Að stillingar tækisins séu sérsniðnar.
Uppsetningu tölvupósts.
Skráðu þig hjá My Nokia-þjónustunni til að fá ókeypis ábendingar og stuðning fyrir
Nokia-tækið. Þú færð einnig sendar tilkynningar þegar nýjar uppfærslur á hugbúnaði eru tilbúnar fyrir tækið.
Ovi-þjónusta ræst.
Þegar þú kveikir á tækinu í fyrsta sinn opnast forritið Uppsetning síma. Til að opna forritið síðar velurðu Valmynd > Forrit > Verkfæri > Upps. síma.

Stillingahjálp

Með stillingahjálpinni er hægt að velja tölvupósts- og tengistillingar. Framboð stillinga í stillingahjálpinni veltur á eiginleikum tækisins, SIM-kortinu, símafyrirtækinu og þeim gögnum sem eru í gagnagrunni stillingahjálparinnar.
Tækið þitt 21
Veldu Valmynd > Forrit > Verkfæri > Still.hjálp.
Best er að hafa SIM-kortið í tækinu meðan á notkun stillingahjálparinnar stendur. Ef SIM­kort er ekki í símanum skaltu fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Veldu úr eftirfarandi: Símafyrirtæki — Tilgreindu stillingar sem eru bundnar símkerfinu eins og MMS,
internet, WAP og straumspilunarstillingar. Póstuppsetning — Stilla POP, IMAP eða Mail for Exchange reikning.
Mismunandi getur verið hvaða stillingar eru í boði.

Efni flutt í fyrsta skipti

1Veldu Valmynd > Forrit > Verkfæri > Símaflutn.. 2 Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja gögn og tengdu tækið. Bæði tækin
verða að styðja tengigerðina. Ef þú hefur valið Bluetooth sem tengiaðferð gætirðu þurft að para tækin.
3 Í þínu tæki skaltu velja efnið sem þú vilt flytja úr hinu tækinu.
Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum síðar.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á samsvarandi stað í tækinu þínu. Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er afritað.
Vísar á skjá Almennir vísar
Snertiskjár og takkar eru læstir.
Tækið gefur hljóðlega til kynna að einhver hafi hringt eða sent skilaboð.
Vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Þú ert að nota tímastillt snið.
Símtalsvísar
Einhver reyndi að hringja í þig.
Þú hefur stillt tækið þitt á flutning innhringdra símtala á annað númer (sérþjónusta).
22 Tækið þitt
Skilaboðavísar
Netkerfisvísar
Tækið þitt er tilbúið fyrir netsímtal.
Þú ert með gagnasímtal í gangi (sérþjónusta).
Þú átt ólesin skilaboð. Ef vísirinn blikkar kann SIM-kortið fyrir skilaboð að vera fullt.
Þér hefur borist tölvupóstur.
Það eru ósend skilaboð í úthólfsmöppunni.
Tækið er tengt við GSM-símkerfi (sérþjónusta).
Tækið er tengt við 3G-kerfi (sérþjónusta).
HSDPA (high-speed downlink packet access) / HSUPA (high-speed uplink packet access) (sérþjónusta) í 3G-símkerfinu er virkt.
GPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og
EGPRS-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og
3G-pakkagagnatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og
HSDPA-háhraðatenging er virk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé í bið og
Tenging við þráðlaust staðarnet er tiltæk (sérþjónusta). sýnir að tengingin sé dulkóðuð og
að verið sé að koma á tengingu.
að verið sé að koma á tengingu.
að verið sé að koma á tengingu.
að verið sé að koma á tengingu.
að tengingin sé ekki dulkóðuð.
Tengingarvísar
Bluetooth er virkt. sýnir að tækið er að senda gögn. Þegar vísirinn blikkar er tækið að reyna að tengjast við annað tæki.
Þú hefur tengt USB-snúru við tækið.
GPS er virkt.

Tengiliðastika

Tækið þitt 23
Tækið er að samstillast.
Þú hefur tengt samhæft höfuðtól við tækið.
Þú hefur tengt samhæfan textasíma við tækið.
Til að bæta tengilið við heimaskjáinn velurðu
> Valkostir > Nýr tengiliður og fylgir
leiðbeiningunum.
Til að hafa samband við tengilið velurðu hann og svo úr eftirfarandi:
— Hringja í tengiliðinn.
— Sendu skilaboð til tengiliðar.
— Til að endurnýja strauma tengiliðar.
Til að sjá fyrri samskipti við tengilið velurðu hann. Upplýsingar um samskiptaatburð eru skoðaðar með því að velja atburðinn.
Til að loka skjánum velurðu Valkostir > Hætta.

Staðsetning loftneta

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar verið er að senda eða taka á móti. Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti meiri orku og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
GPS-loftnet Loftnet fyrir Bluetooth og
Farsímaloftnet
þráðlaust staðarnet
24 Tækið þitt

Snið án tengingar

Ótengt snið gerir þér kleift að nota tækið án þess að tengjast við farsímakerfið. Þegar ótengda sniðið er valið er hægt að nota tækið án SIM-korts.
Virkja ótengt snið
Ýttu stutt á rofann og veldu Án tengingar.
Þegar þú virkjar ótengt snið lokast tengingin við farsímakerfið. Lokað er á allar sendingar útvarpsmerkja til og frá tækinu til farsímakerfisins. Ef þú reynir að senda skilaboð um farsímakerfið er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem þau eru send síðar.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja, svara símtölum eða not a aðra
valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt að hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst skal slá inn lykilnúmerið.
Þegar þú hefur valið ótengda sniðið geturðu áfram notað þráðlaust staðarnet, t.d. til þess að lesa tölvupóst eða vafra á internetinu. Einnig er hægt að nota Bluetooth­tengingu í ótengda sniðinu. Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á þráðlausri staðarnetstengingu eða Bluetooth-tengingu.

Flýtivísar

Skipt er á milli opinna forrita með því að halda valmyndartakkanum inni. Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma
rafhlöðunnar.
Skipt er um snið með því að ýta á rofann og velja nýtt snið.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) heldurðu 1 inni í númeravalinu.
Ýttu á hringitakkann á heimaskjánum til að opna lista yfir númer sem hringt hefur verið í nýlega.
Haltu hringitakkanum inni á heimaskjánum til að nota raddskipanir.

Stillingar hljóðstyrks og hátalara

Stilla hljóðstyrk símtals eða hljóðskrár.
Notaðu hljóðstyrkstakana.
Tækið þitt 25
Innbyggði hátalarinn gerir þér kleift að tala í tækið og hlusta á það sem viðmælandinn segir úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda tækinu við eyrað.
Kveikja á hátalara í símtali
Veldu Kveikja á hátalara.
Slökkva á hátalaranum
Veldu Hljóð í símtól.
Viðvörun:
Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Hlusta skal á tónlist á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er á hátölurunum.

Stillingar fyrir skynjara og skjásnúningur

Þegar skynjarar tækisins eru ræstir er hægt að stjórna tilteknum aðgerðum með því að snúa tækinu.
Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Skynjarastill..
Veldu úr eftirfarandi:
Skynjarar — Til að ræsa skynjarana. Snúningsstjórnun — Veldu Slökkva á hringingum og Kveikja á blundi til að taka
hljóð af símhringingum eða láta vekjarann blunda með því að snúa tækinu þannig að skjárinn vísi niður. Veldu Sjálfvirk snún. skjás til að snúa því sem birt er á skjánum sjálfvirkt þegar tækinu er snúið til vinstri eða til baka í lóðrétta stöðu. Ekki er víst öll forrit og aðgerðir símans styðji snúning á því sem birt er á skjánum.

Ytri símalæsing

Þú getur fjarlæst tækinu þínu með því að nota forskilgreind skilaboð. Þú getur líka fjarlæst minniskotinu.
26 Tækið þitt
Heimila fjarlæsingu
1Veldu Valmynd > Stillingar og Sími > Símastjórnun > Öryggi > Sími og SIM-
kort > Ytri símalæsing > Kveikt.
2 Sláðu inn skilaboðin (5 til -20 stafi), staðfestu þau og sláðu inn læsingarnúmerið.
Fjarlæstu tækinu þínu
Skrifaðu forskráð skilaboð og sendu þau í tækið þitt. Til að opna tækið á ný þarftu læsingarnúmerið.

Höfuðtól

Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf heyrnartól við tækið. Þú gætir þurft að velja snúrustillinguna.
Viðvörun:
Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.
Hringt úr tækinu 27

Úlnliðsbandi komið fyrir

Hringt úr tækinu

Símtöl

1 Á heimaskjánum velurðu Sími til að opna númeravalið og slærð inn svæðis- og
símanúmerið. Tölu er eytt með því að velja . Ýttu tvisvar sinnum á * til að fá fram + merkið ef þú vilt hringja til útlanda (kemur
í stað alþjóðlega svæðisnúmersins) og sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmerið (án
0, ef með þarf) og svo símanúmerið. 2 Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið. 3 Ýttu á hætta-takkann til að slíta símtali (eða hætta við að hringja).
Það að ýta á hættatakkann lýkur alltaf símtali, jafnvel þó svo að annað forrit sé opið.
Til að hringja úr Tengiliðum skaltu velja Valmynd > Tengiliðir.
Flettu að nafninu. Eða veldu leitarreitinn til að slá inn fyrstu stafi nafnsins og flettu að nafninu.
Ýttu á hringitakkann til að hringja í tengiliðinn. Ef þú hefur vistað nokkur númer fyrir tengilið skaltu velja tiltekna númerið af listanum og ýta á hringitakkann.

Í símtali

Til að hægt sé að nota eftirfarandi valkosti þarf fyrst að ýta á læsingartakkann til að taka tækið úr lás.
Slökkt eða kveikt á hljóðnemanum
Veldu
Símtal sett í bið
Veldu
eða .
eða .
28 Hringt úr tækinu
Kveikt á hátalaranum
Veldu yfir í höfuðtólið velurðu Valkostir > Virkja BT-höfuðtól.
Skipt aftur yfir í símann
Veldu
Símtali slitið
Veldu
Skipt milli símtals og símtals í bið
Veldu Valkostir > Víxla.
Ábending: Til að setja símtal í bið ýtirðu á hringitakkann. Haldið er áfram með símtal í bið með því að ýta aftur á hringitakkann.
DTMF-tónastrengir sendir
1Veldu Valkostir > Senda DTMF-tóna. 2 Sláðu inn DTMF-strenginn eða leitaðu að honum á tengiliðalistanum. 3 Til að slá inn biðstafinn (w) eða hléstafinn (p) skaltu ýta endurtekið á *. 4 Sendu tóninn með því að velja hann. Hægt er að bæta DTMF-tónum við símanúmer
Símtali slitið og öðru símtali svarað
Veldu Valkostir > Skipta um.
Slíta öllum símtölum
Veldu Valkostir > Slíta öllum símtölum.
. Ef samhæft Bluetooth-höfuðtól er tengt við tækið og þú vilt beina hljóðinu
.
.
eða DTMF-reitinn í upplýsingum um tengiliði.
Margir þeirra valkosta sem hægt er að velja meðan á símtali stendur flokkast undir sérþjónustu.

Talhólf

Til að hringja í raddtalhólfið (sérþjónusta) velurðu Sími og heldur inni 1 á heimaskjánum.
1 Til að breyta símanúmeri talhólfs velurðu Valmynd > Stillingar og
Hringistillingar > Talhólf, og talhólf. Veldu og haltu númerinu inni.
2 Sláðu inn númerið (fáanlegt hjá þjónustuveitunni) og veldu Í lagi.
Hringt úr tækinu 29

Símhringingu svarað eða hafnað

Símtali svarað
Ýttu á hringitakkann.
Slökkt á hringingu
Veldu
Senda textaskilaboð um höfnun símtals
Veldu Senda sk.b., breyttu textaskilaboðunum og ýttu á hringitakkann. Þú getur tilkynnt þeim sem hringir með svarskilaboðum að þú getir ekki svarað símtalinu.
Símtali hafnað
Ýttu á hætta-takkann. Ef valkostirnir eru virkir Símtalsflutn. > Símtöl > Ef á tali í símastillingum er símtal einnig flutt þegar því er hafnað.
Virkja textaskilaboð til að hafna símtali
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Hafna símtali með
skilab. > Já.
Skrifaðu hefðbundin textaskilaboð um höfnun símtals
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Texti skilaboða og skrifaðu skilaboðin.

Símafundi komið á

Hægt er að halda símafundi með allt að sex þátttakendum.
1 Hringdu í fyrsta þátttakandann. 2 Hringdu í annan þátttakandann með því að velja Valkostir > Ný hringing. Fyrra
3 Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn þegar annar þátttakandinn
Bæta við nýjum þátttakanda í símafundi
Hringja í annan þátttakanda og bæta því símtali við símafundinn.
Hefja einkasamtal við einn þátttakanda í símafundi
Veldu Flettu að þátttakanda og veldu
þátttakendur halda símafundinum áfram. Til að taka þátt í símafundinum á ný velurðu
.
símtalið er sett í bið.
svarar skaltu velja
.
. Símafundurinn er settur í bið í tækinu þínu. Aðrir
.
30 Hringt úr tækinu
Þátttakanda sleppt úr símtali
Veldu
, flettu að þátttakanda og veldu .
Bindur enda á símafund
Ýttu á hætta-takkann.

Hringt á fljótlegan hátt í símanúmer (hraðval)

Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Hraðval til að gera hraðval virkt.
1 Til að tengja símanúmer við einhvern talnatakka velurðu Valmynd > Stillingar og
Hringistillingar > Hraðval.
2 Veldu og haltu inni takkanum sem á að hýsa símanúmerið, og af skyndivalmyndinni
velurðu Tengja og viðkomandi númer af tengiliðalistanum. 1 er frátekinn fyrir talhólfið.
Til að hringja á heimaskjánum velurðu Sími og tengda takkann og ýtir svo á hringitakkann.
Til að hringja á heimaskjánum þegar hraðval er virkt velurðu Sími og heldur tengda takkanum inni.

Símtal í bið

Þegar símtal er í bið (sérþjónusta) geturðu svarað hringingu á meðan þú ert í öðru símtali.
Virkjaðu símtal í bið
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Símtöl > Símtal í bið.
Svaraðu símtali í bið
Ýttu á hringitakkann. Fyrsta símtalið er sett í bið.
Skipta á milli símtals í gangi og símtals í bið
Veldu Valkostir > Víxla.
Tengja símtalið í bið við símtalið sem er í gangi
Veldu Valkostir > Færa. Þú aftengir sjálfa(n) þig úr símtölunum.
Bindur enda á símtal
Ýttu á hætta-takkann.
Loading...
+ 91 hidden pages