Lenovo TAB 2 A7 User Guide [is]

Lenovo TAB 2 A7
Lenovo TAB 2 A7-10F Lenovo TAB 2 A7-20F
notendahandbók V1.0
Vinsamlegast lesið um öryggisráðstafanir og mikilvægar athugasemdir
í meðfylgjandi handbók fyrir notkun.
Lenovo TAB 2 A7 yfirlit
1-1 Útlit
1-2 Hnappar
1-3 Gera skjáinn virkan/óvirkan
1-4 Skjá læst/aflæst
1-5 Ráð varðandi færslur
1-6 Heimaskjár
1-7 Stöðustika
1-8 Nýleg öpp
1-9 Stjórnun hugbúnaðar
1-10 Skrá texta
Ráð
Gerð og útgáfa
Lenovo TAB 2 A7-10F
Lenovo TAB 2 A7-20F
Gerð Útgáfa
Þráðlaust staðarnet (WLAN)
Þráðlaust staðarnet (WLAN)
1.-1 Útlit
Myndir eru aðeins til tilvísunar og geta verið frábrugðnar þinni Lenovo TAB 2 A7.
Athugasemdir: Aðeins Lenovo TAB 2 A7-20F er með myndavél að aftan.
1-2 Hnappar
Á/Af-hnappur
Til að kveikja á spjaldtölvunni er ýtt á þennan hnapp og haldið í um það bil 3 sekúndur og honum síðan sleppt. Ef kveikt er á spjaldtölvunni er ýtt á þennan hnapp til að slökkva á skjánum. Ef slökkt er á skjánum er ýtt á þennan hnapp til að kveikja á skjánum. Til að slökkva á spjaldtölvunni er ýtt á þennan hnapp og haldið í um það bil eina sekúndu, veljið síðan, OK í sprettiglugga Slökkt á til að slökkva á spjaldtölvunni. Til að endurræsa spjaldtölvuna þína, ýttu á og haltu þessum hnappi þar til að lógó Lenovo birtist.
ATH: Þegar tengst er við tölvu með USB snúru, gangið úr skugga um að hleðsla rafhlöðu sé nóg fyrir venjulega notkun; að öðrum kosti, hlaðið með straumbreyti áður en USB-tengingu er komið á.
Stýringar hljóðstyrks
Ýtið á hnapp Hækka hljóð eða Lækka hljóð til að stilla hljóðstyrkinn.
1-3 Gera skjáinn virkann/óvirkann
Gera skjáinn virkann
Ýtið á Af/á hnappinn á spjaldtölvunni þegar skjárinn er óvirkur til að virkja skjáinn. Það kviknar á skjá spjaldtölvunnar, sem gefur til kynna að hann sé virkur.
Skjárinn gerður óvirkur
Ef ekki á að nota spjaldtölvuna tímabundið getur þú ýtt á Á/Af-hnappinn til að gera skjáinn óvirkann. Spjaldtölvan fer þá í biðstöðustillingu til að spara straum.
1-4 Skjá læst/aflæst
Skjálæsing
Sjálfvirk læsing
Það er hægt að stilla tímalokun með því að banka á aðgerðir eiga sér stað innan forstillts biðtíma, þá verður skjárinn sjálfvirkt óvirkur og spjaldtölvan læsist sjálfvirkt.
Handvirk læsing
Ef ekki er þörf á að nota spjaldtölvuna tímabundið getur þú ýtt á Af/á hnappinn í um það bila eina sekúndu til að gera skjáinn óvirkann. Spjaldtölvan læsist og fer í biðstöðustillingu.
Stillingar > Skjár > Svefn. Ef engar
Skjá aflæst
Ýtið á Af/á hnappinn á spjaldtölvunni þegar skjárinn er í biðstöðu til að virkja skjáinn. Síðan er bankað á táknmynd læsingar og henni haldið og rennilokan dregin yfir táknmynd fyrir aflæsingu eins og sýnt er á mynd hér að neðan.
Stilling á mynstri skjálæsingar
Hægt er að stilla mynstur skjálæsingar með því að banka á Stillingar > Öryggi > Skjálæsing > Mynstur. Eftir að þessi aðgerð er virk verður þú að fylgja persónulegu
aflæsingarmynstri til að aflæsa skjánum áður en þú getur notað spjaldtölvuna.
1-5 Ráð varðandi færslur
1 - Til baka 2 - Heim 3 - Nýleg öpp 4 - Ítarleg valmynd
Til baka : Fara til baka í fyrri skjámynd. Heim : Fara til baka í heimaskjámynd. Nýleg öpp : Sýnir nýlega notuð öpp.
Ítarleg valmynd : Sýna flýtileiðir svo sem Bæta við, Þema, Veggfóður, Skjástýring,
Stillingar skjáborðs og Stillingar.
1-6 Heimaskjár
Þessi skjámynd leyfir þér að skoða og opna öll þín forrit . Á heimaskjá getur þú bætt við græjum og breytt þínu veggfóðri.
Til að bæta flýtivísi við heimaskjáinn, bankið á og haldið tákninu á hinum skjánum þar til að það bætist við heimaskjáinn.
Til að breyta þínu veggfóðri, bankið á > Veggfóður til að velja veggfóður úr Staðbundnu veggfóðri.
Til að eyða einhverju á heimaskjá, bankaðu á og haltu völdum hlut í um það bil tvær sekúndur þar til
birtist við hliðina á hlutnum, bankið síðan á svæðið til að fjarlægja hann.
Víxla heimaskjám
Spjaldtölvan þín er með margar skjámyndir.
Flettu í gegn um skjámyndirnar með því að renna fingrinum yfir skjáinn. Hægt er að færa táknmyndir af einum skjá á annan.
1-7 Stöðustika
Kerfisskilaboð, ef til staðar, munu birtast á stöðustiku
Upplýsingar um WLAN-tengingar og móttöku, stig afls, stöðu á hleðslu og aðrar tilkynningar birtast í stöðustikunni.
Fellið niður stöðustikuna til að birta tilkynningasvæði, sem inniheldur rofa fyrir flugstillingu, flýtivísi fyrir WLAN- stillingu, rofa fyrir sjálfvirkan snúning á skjánum, tækjastiku fyrir birtustig og flýtivísi fyrir stillingar o.fl.
1-8 Nýleg öpp
Spjaldtölvan þín man þau öpp sem þú hefur notað nýlega.
Bankaðu á opna það. Bankaðu hægra megin eða vinstra megin á app til að loka því.
til að sýna lista yfir öpp sem þú hefur notað nýlega. Bankaðu á app í listanum til að
1-9 Stjórnun forrita
Renndu fingrinum yfir heimaskjáinn til að opna lista yfir forrit.
Bankaðu á Stillingar > Öpp til að stjórna öllum þínum öppum.
Taka út
1 Bankaðu á appið sem þú vilt taka út undir flipa Niðurhalað. 2 Bankaðu á Taka út efst. 3 Bankaðu á OK.
Stöðva app í gangi
1 Bankaðu á flipa Í gangi. 2 Bankaðu á app í gangi sem þú vilt stöðva. 3 bankaðu á Stopp. 4 Bankaðu á OK.
1-10 Skrá texta
Þú getur auðveldlega skráð inn texta frá sýndarhnappaborði beint á snertiskjánum, eins og þegar verið er að bæta við upplýsingum um tengiliði í tengiliðaforritinu. Þú getur skráð enska stafi og tákn tölugilda beint á snertiskjánum.
Loading...
+ 21 hidden pages