Stjórnandahandbók Áttunda útgáfa • Fyrsta prentun
Skoðanir
42 Z®-51/30J Hlutanr. 1305352ISGT
Prófa stýringuna
26 Stígðu á fótrofann.
27 Ýttu þumalveltirofanum ofan á
akstursstýringarhandfanginu í þá átt sem blái
þríhyrningurinn á stjórnborðinu vísar í EÐA
færðu stýringarhandfangið hægt í þá átt sem
blái þríhyrningurinn vísar í.
Niðurstaða: Stýrishjólin ættu að beygja í þá átt
sem blái þríhyrningurinn á undirvagninum
bendir á.
28 Ýttu þumalveltirofanum ofan á
akstursstýringarhandfanginu í þá átt sem guli
þríhyrningurinn á stjórnborðinu vísar í EÐA
færðu stýringarhandfangið hægt í þá átt sem
guli þríhyrningurinn vísar í.
Niðurstaða: Stýrishjólin ættu að beygja í þá átt
sem guli þríhyrningurinn á undirvagninum
bendir á.
Prófa akstur og hemlun
29 Stígðu á fótrofann.
30 Færðu akstursstýrihandfangið hægt í þá átt
sem bláa örin í stjórnborðinu gefur til kynna
þar til vélin byrjar að hreyfast, þá skaltu láta
handfangið snúa aftur í miðstöðuna.
Niðurstaða: Vélin ætti að hreyfast í þá átt sem
bláa örin á undirvagninum bendir í, síðan
stöðvast skyndilega.
31 Færðu akstursstýrihandfangið hægt í þá átt
sem gula örin í stjórnborðinu gefur til kynna
þar til vélin byrjar að hreyfast, þá skaltu láta
handfangið snúa aftur í miðstöðuna.
Niðurstaða: Vélin ætti að hreyfast í þá átt sem
gula örin á undirvagninum bendir í, síðan
stöðvast skyndilega.
Ath.: Hemlarnir verða að geta haldið vélinni í öllum
halla sem hún getur ekið upp.
Prófa akstursvirkjunarkerfið
32 Stígðu á fótrofann og dragðu aðalbómuna inn í
frágengna stöðu.
33 Snúðu snúanlega hlutanum þar til aðalbóman
hreyfist fram hjá öðru fasta hjólinu.
34 Hreyfðu akstursstýringarhandfangið út frá
miðjunni.
Niðurstaða: Akstursaðgerðin ætti ekki að virka.
35 Til að aka skal halda akstursvirkjunarrofa til
annarrar hvorrar hliðar og færa
akstursstýringarhandfangið hægt út frá
miðjunni.
Niðurstaða: Akstursaðgerðin ætti að virka.
Ath.: Þegar akstursvirkjunarkerfið er í notkun kann
vélin að aka í gagnstæða átt við hvernig akstursog stýringarhandfangið er hreyft.