Genie Z®-40/23N / Z®-40/23N RJ Operator's Manual [is]

Page 1

Stjórnandahandbók

Z-40/23N Z-40/23N RJ

СЕ

með viðhaldsupplýsingum

Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum Second Edition Second Printing Part No. 1258834IS

Page 2
Mikilvægt

Lestu, skildu og fylgdu þessum öryggisreglum og notkunarleiðbeiningum áður en vélin er notuð. Aðeins því starfsólki sem hlotið hefur viðeigandi þjálfun og hefur tilskilin réttindi er heimilt að nota þessa vél. Líta ætti á handbók þessa sem varanlegan hluta af vélinni og hún ætti alltaf að fylgja henni. Ef einhverjar spurningar vakna skal hringja í Genie.

Efnisyfirlit
DI5.
Inngangur 1
Tákn og hættumerkingar 3
Almennt öryggi 5
Öryggi manna 7
Öryggi á vinnusvæði 8
Skýring 14
Stjórntæki 15
Skoðun 21
Notkunarleiðbeiningar
Leiðbeiningar um flutning og lyftingu
Viðhald
Tæknilýsing 41
Hafa samband:

Veffang: www.genielift.com Tölvupóstur: awp.techpub@terex.com

Höfundarréttur © 2006 Terex Corporation

Önnur útgáfa: Önnur prentun, janúar 2015

"Genie" er skrásett vörumerki Terex South Dakota, Inc. í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum. "Z" er vörumerki Terex South Dakota, Inc.

Þessi vél er í samræmi við EN 60204-1 með tilliti til takmarkana á hitastigi andrúmslofts í umhverfi og hámarks notkunarhæðar.

Prentað á endurunninn pappír L

Prentað í Bandaríkjunum

Page 3
Inngangur

Eigendur, notendur og stjórnendur:

Við hjá Genie erum þakklát fyrir að vél okkar hafi orðið fyrir valinu. Öryggi notenda nýtur forgangs hjá okkur og því náum við best í samvinnu við þá. Við teljum að notendur og stjórnendur búnaðar frá okkur tryggi helst öryggi með því að:

  • 1 Hlíta reglum vinnuveitanda, vinnustaðar og vfirvalda.
  • 2 Lesa, skilja og fara eftir leiðbeiningunum í þessari handbók og öðrum sem fylgja þessari vél.
  • 3 Beita góðum og öruggum starfsvenjum af almennri skynsemi.
  • 4 Láta aðeins starfsmenn með þjálfun/réttindi, undir stjórn einstaklinga með viðeigandi kunnáttu og þekkingu stjórna vélinni.

Vinsamlegast hafið samband ef eitthvað í þessari handbók er ekki skýrt, eða ef í hana vantar nauðsynlegar upplýsingar.

Veffang: www.genielift.com

Tölvupóstur: techpub@genieind.com

Hætta

Sé öryggisleiðbeiningum í þessari handbók ekki fylgt getur það leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla.

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari notendahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.

Þekktu og skildu öryggisreglurnar áður en farið er í næsta hluta.

  • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
  • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
  • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
  • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.
  • Notandi lesi, skilji og hlýði leiðbeiningum framleiðanda og öryggisreglum — öryggis- og stjórnandahandbókum og merkingum á vélinni.
  • ☑ Notandi lesi, skilji og fylgi öryggisreglum vinnuveitanda og reglum vinnusvæðisins.
  • ☑ Notandi kynni sér vel og fylgi öllum lögum og reglum sem eiga við.
  • Notandi hafi hlotið viðeigandi þjálfun í öruggri notkun vélarinnar.
Page 4
Inngangur
Hættuflokkun

Genie notar tákn litamerkingar og viðvörunarorð til að auðkenna eftirfarandi.

Öryggisviðvörunartákn — notað til að vara starfsfólk við hugsanlegri hættu á líkamsmeiðslum. Evladu öllum öryggisboðum með þessu merki til að koma í veg fyrir möguleg slvs eða dauða

Gefur til kynna hættulegar aðstæður sem geta valdið dauða eða alvarlegum meiðslum ef ekki er brugðist við hættunni.

AÐVÖRUN Gefur til kynna hættulegar aðstæður sem geta valdið dauða Appelsínugulur eða alvarlegum meiðslum ef ekki er brugðist við hættunni.

A VARÍ IÐ Gulur

Gefur til kvnna hættulegar aðstæður sem geta valdið minniháttar meiðslum

Blár

Gefur til kynna hættuástand sem kann að leiða til eignatións ef ekkert er að gert.

Ætluð not

Þessi vél er aðeins ætluð til að lyfta starfsfólki ásamt verkfærum þess og efni, að vinnusvæði yfir iörðu.

Viðhald öryggismerkinga

Endurnýjaðu strax skemmdar eða glataðar öryggismerkingar. Hafðu ávallt öryggi notanda í huga. Notaðu milda sápu og vatn til að hreinsa öryggismerkingar. Ekki má nota leysiefni til hreinsunar þar sem þau geta skemmt örvagismerkingarnar.

Page 5
Tákn og hættumerkingar
Hætta á að
kremjast
Hætta á raflosti Eldhætta E →
Sprengihætta
Hætta á bruna
Fallhætta Hætta á að
kremjast
Opinn eldur
bannaður
Veltihætta Reykingar
bannaðar
Spenna á
rafmagni að palli
Þrýstingur á
loftleiðslu að palli
Hætta á raflosti Hámarkshandafl Hámarksvindhraði
Haltu þér frá
þessu yfirborði.
Viðhaltu tilgreindri
fríhæð.
Haltu þér frá braut
palls á hreyfingu.
Aðeins þjálfað
viðhaldsstarfsfólk
ætti að opna hólf.
Verklag ef hallaaðvö
pallurinn er uppi.
i
brun heyrist þegar
Lestu
notendahand-
bókina.
Pallur upp í mót:
1 Láttu aðalbómuna
síga
2 Láttu
aukabómuna síga
3 Dragðu inn
aðalbómuna
  • Pallur niður á við:
  • 1 Dragðu inn
    aðalbómuna
  • 2 Láttu
    aukabómuna síga
  • 3 Láttu aðalbómuna
    síga
Leiðbeiningar
fyrir festingar palls
Leiðbeiningar
fyrir festingar
undirvagns
Page 6
Merkingar tákna og hættumerkja

Page 7
Almennt öryggi

Page 8
Almennt öryggi
Öryggismerkingar og staðsetning

Page 9
Öryggi manna
Varnir gegn falli

Þörf er á persónuhlífum til að verjast falli (PFPE) þegar þessi vél er notuð.

Starfsmenn á palli verða að vera með öryggisbelti eða -ólar og fylgja viðeigandi opinberum reglugerðum. Festu dragreipi við akkerið sem fylgir á pallinum.

Stjórnendur verða að fylgja reglum atvinnurekanda, vinnusvæðis og hins opinbera hvað varðar notkun persónuhlífa.

Allar persónuhlífar til að verjast falli verða að uppfylla opinberar reglur og þær verður að kanna og nota í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

Page 10
A Hætta á raflosti

Þessi vél er ekki einangruð frá rafmagni og veitir ekki vörn gegn snertingu eða nálægð við rafstraum

Viðhaltu tilgreindri fríhæð frá raflínum og raftækjum í samræmi við gildandi reglur og eftirfarandi töflu.

Tilgreind fríhæð línuspennu
0 til 50 kV 3,0 m
50 til 200 kV 4,6 m
200 til 350 kV 6,1 m
350 til 500 kV 7,6 m
500 til 750 kV 10,6 m
750 til 1.000 kV 13,7 m

Gerðu ráð fyrir hreyfingu pallsins, sveiflum eða sigi á raflínum og varastu sterkan vind eða vindhviður.

Farðu ekki nærri vélinni ef hún kemst í snertingu við raflínur undir spennu. Starfsmenn á jörðu niðri eða á palli mega hvorki snerta né nota vélina fyrr en straumur hefur verið tekinn af raflínunum.

Ekki nota vélina í stormi eða eldingum.

Ekki nota vélina sem jarðtengingu við rafsuðu.

A Hætta á veltu

Starfsfólk, tækjabúnaður og efni skal ekki fara umfram hámarksgetu pallsins.

Hámarksburðargeta palls 227 kg
Hámarksfjöldi farþega 2

Þyngd valkosta og aukabúnaðar, svo sem röragrinda, töflugrinda og rafsuðuvéla mun lækka hámarksburðargetu pallsins og því þarf að reikna það inn í heildarálag á pall. Sjá merkingar á valbúnaði og aukabúnaði.

Ef aukabúnaður er notaður skal lesa, skilja og hlýða límmiðum og leiðbeiningum aukabúnaðarins.

Ekki aftengja eða breyta markarofum.

Ekki lyfta eða setja út bómuna nema vélin sé á traustu, láréttu undirlagi.

Ekki nota hallaaðvörunina sem hallamál. Hallaaðvörunin hljómar eingöngu á pallinum þegar vélin er í miklum halla.

Page 11

Ef hallaaðvörunin hljómar á meðan bóman er niðri: Ekki setja út, snúa eða lyfta bómunni upp fyrir lárétt. Færðu vélina á traust, lárétt yfirborð áður en pallinum er lyft.

Ef hallaaðvörunin hljómar á meðan pallurinn er uppi skal gæta ýtrustu varúðar. Vísiljós um að vélin sé ekki lárétt kviknar og akstursaðgerðir, í aðra hvora áttina eða báðar, verða óvirkar. Kannaðu ástand bómunnar í brekkunni eins og sýnt er að neðan. Fylgdu skrefunum til að lækka bómuna áður en vélin er færð á traust, lárétt yfirborð. Ekki snúa bómunni á meðan hún er lækkuð.

Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn upp í móti:

  • 1 Láttu aðalbómuna síga.
  • 2 Láttu aukabómuna síga.
  • 3 Dragðu inn aðalbómuna.

Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn niður í móti:

  • 1 Dragðu inn aðalbómuna.
  • 2 Láttu aukabómuna síga.
  • 3 Láttu aðalbómuna síga.

Hækkaðu ekki bómuna ef vindhraði getur farið yfir 12,5 m/s. Ef vindhraði fer yfir 12,5 m/s þegar bóman er uppi skal lækka hana og hætta notkun á vélinni.

Ekki nota vélina í sterkum vindi eða vindhviðum. Ekki stækka yfirborð pallsins eða hleðslu hans. Ef svæðið er aukið og það er berskjaldað fyrir vindi minnkar það stöðugleika vélarinnar.

Gættu sérstakrar varúðar og dragðu úr hraða þegar vélin er keyrð í frágenginni stöðu yfir ójafnt undirlag, rusl, óstöðugt eða hált yfirborð og nærri holum og þverhnípi.

Ekki keyra vélina á eða nálægt ójöfnu landslagi, óstöðugu yfirborði eða öðrum hættulegum aðstæðum með bómuna á lofti eða útdregna.

Ekki ýta frá eða draga í átt að neinum hlut utan pallsins.

Leyfilegt hámarkshandafl 400 N

Ekki breyta eða aftengja íhluti vélarinnar sem kunna að hafa áhrif á öryggi og stöðugleika hennar.

Ekki skipta út íhlutum sem hafa áhrif á stöðugleika vélarinnar með hlutum af annarri þyngd eða gerð.

Ekki breyta loftvinnupallinum án fyrirfram skriflegs leyfis frá framleiðandanum. Ef viðbætur til að halda verkfærum eða öðru efni eru festar á pallinn, fóthvílur eða handrið getur það aukið þyngd pallsins og yfirborð pallsins eða hleðslu hans.

Page 12

Ekki setja eða festa yfirhangandi byrðar við neinn hluta þessarar vélar.

Ekki setja tröppur eða vinnupalla á pallinn eða upp við neinn hluta þessarar vélar.

Ekki flytja verkfæri og efni nema þeim sé jafnt dreift og einstaklingur/-ar á pallinum geti meðhöndlað þau á öruggan hátt.

Ekki nota vélina á yfirborði eða farartæki sem er hreyfanlegt eða á hreyfingu.

Gættu þess að öll dekk séu í góðu ásigkomulagi og að felgurær séu almennilega hertar.

Ekki nota stjórntæki pallsins til að losa pall sem er fastur, kræktur eða á annan hátt hindraður frá eðlilegri hreyfingu af aðliggjandi mannvirki. Allt starfsfólk verður að fara af pallinum áður en reynt er að losa hann með stjórntækjunum á jörðu niðri.

Ekki nota rafgeyma sem eru léttari en upprunalegu rafgeymarnir. Rafgeymar eru notaðir sem mótvægi og eru nauðsynlegir til að viðhalda stöðugleika vélarinnar. Hver geymir á að vega að lágmarki 47,6 kg. Hvert rafgeymahólf með rafgeymum á að vega minnst 240,4 kg.

Notið ekki vélina sem krana.

Ekki ýta vélinni eða öðrum hlutum með bómunni.

Ekki snerta aðliggjandi mannvirki með bómunni.

Ekki binda bómuna eða pallinn við aðliggjandi mannvirki.

Ekki koma hleðslu fyrir utan við pallinn.

A Hætta við notkun í brekkum

Ekki aka vélinni í brekku sem fer umfram hámarksmálgildi vélarinnar hvað varðar brekkur upp í móti, niður í móti eða til hliðar. Málgildi halla á einungis við um vélar í frágenginni stöðu.

Hámarks tilgreindur halli, geymslustaða
Pallur niður á við 30% (17°)
Pallur upp í mót 20% (11°)
Hliðarhalli 25% (14°)

Ath.: Tilgreindur halli er háður aðstæðum á jörðu niðri og nægilegu gripi. Sjá Akstur í halla í kafla með notkunarleiðbeiningum.

Page 13
A Fallhætta

Starfsmenn á palli verða að vera með öryggisbelti eða -ólar og fylgja viðeigandi opinberum reglugerðum. Festu dragreipi við akkerið sem fylgir á pallinum.

Ekki sitja á, standa á eða klifra í handriði pallsins. Haltu alltaf góðri fótfestu á gólfi pallsins.

Ekki klifra niður af pallinum þegar hann er uppi.

Gættu þess að laust efni liggi ekki á pallinum.

Láttu miðteininn í hliði pallsins síga eða lokaðu inngangshliðinu fyrir notkun.

Ekki fara upp á eða af pallinum nema vélin sé í frágenginni stöðu og pallurinn við jörðu.

A Árekstrarhætta

Gættu að takmörkuðu útsýni og blindum blettum þegar vélinni er ekið eða hún notuð.

Gættu að stöðu bómu þegar snúanlega hlutanum er snúið.

Stjórnendur verða að fylgja reglum

atvinnurekanda, vinnusvæðis og hins opinbera hvað varðar notkun persónuhlífa.

Aðgætið hvort hindranir eða önnur hugsanleg hætta sé í lofti.

Gættu að hættunni á því að klemmast þegar gripið er um handrið pallsins.

Fylgdu og notaðu litakóðuðu stefnuörvarnar á stjórntækjum pallsins og undirvagninum við aksturs- og stýringaraðgerðir.

Ekki láta bómuna síga nema ekkert starfsfólk og engar fyrirstöður séu á svæðinu fyrir neðan.

Takmarkið aksturshraða í samræmi við aðstæður á jörðu niðri, umferð, halla, staðsetningu starfsmanna og aðra þætti sem geta valdið árekstri.

Page 14

Ekki nota bómuna í slóð neins krana nema stjórntækjum kranans hafi verið læst og/eða gripið til varúðaraðgerða til að koma í veg fyrir hugsanlegan árekstur.

Ekki aka óvarlega eða fíflast á meðan vélin er notuð.

A Hætta á líkamstjóni

Ekki nota vélina ef um er að ræða leka á glussa eða lofti. Leki á lofti eða glussa getur farið í gegnum og/eða brennt húðina.

Röng snerting við íhluti undir hvaða hlíf sem er veldur alvarlegum meiðslum. Hólf skulu aðeins opnuð af starfsfólki með þjálfun í viðhaldi. Aðeins er mælt með að stjórnandi opni hólf á meðan hann kannar vélina fyrir notkun. Öll hólf verða að vera lokuð og læst meðan á notkun stendur.

A Sprengihætta og eldhætta

Aðeins skal hlaða rafgeyminn í opnu, vel loftræstu rými fjarri neistum, logum og logandi tóbaki.

Ekki nota vélina eða hlaða rafgeyma hennar við hættulegar aðstæður eða þar sem eldfimar eða sprengifimar lofttegundir eða agnir kunna að vera til staðar.

A Hætta vegna skemmdrar vélar

Ekki nota skemmda eða bilaða vél.

Framkvæmdu vandlega skoðun á vélinni fyrir notkun og prófaðu allar aðgerðir fyrir hver vaktaskipti. Merktu samstundis skemmda eða bilaða vél og taktu hana úr notkun.

Vertu viss um að allt viðhald hafi verið framkvæmt eins og tiltekið er í þessari handbók og viðeigandi þjónustuhandbók fyrir Genie.

Gakktu úr skugga um að allar merkingar séu læsilegar og á sínum stað.

Vertu viss um að stjórnanda-, öryggis- og ábyrgðarhandbækur séu heilar, læsilegar og í geymsluílátinu sem staðsett er á pallinum.

A Hætta vegna skemmda á íhlutum

Ekki nota vélina sem jarðtengingu við rafsuðu.

Frágangur eftir hverja notkun

  • Veldu örugga staðsetningu til að leggja vélinni — traustan, láréttan flöt, lausan við fyrirstöður og umferð.
  • 2 Dragðu bómuna inn og láttu hana síga í frágengna stöðu.
  • 3 Snúðu snúanlega hlutanum þannig að bóman sé milli föstu hjólanna.
  • 4 Snúðu lykilrofanum í af-stöðu og fjarlægðu lykilinn til að fyrirbyggja óheimila notkun.
Page 15
A Öryggi rafgeymis
Brunahætta

Rafgeymar innihalda sýru. Alltaf skal vera í hlífðarfatnaði og með augnhlífar þegar unnið er við rafgevma.

Forðastu að hella niður eða snerta rafgeymasýru. Hlutleystu rafgeymasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.

Rafgeymapakkinn verður að haldast í uppréttri stöðu.

Ekki hafa rafgeyma eða hleðslutæki berskjölduð gagnvart vatni eða rigningu.

Sprengihætta

Haltu neistum, logum og logandi tóbaki frá rafgeymum. Rafgeymar losa frá sér sprengifimt gas.

Hlífin á rafgeymapakkanum má ekki vera á meðan á hleðsluferlinu stendur.

Ekki snerta skaut rafgeymisins eða klemmur kapalsins með áhöldum sem geta myndað neista.

Hætta vegna skemmdra íhluta

Ekki nota neitt hleðslutæki stærra en 48 V til að hlaða rafgeymana.

Hlaða verður báða rafgeymapakka saman.

Aftengdu tengið á rafgeymapakkanum áður en pakkinn er fjarlægður.

Hætta á raflosti

Tengdu hleðslutæki rafgeymis aðeins við jarðtengdar, 3-þátta innstungur.

Gáðu daglega að skemmdum snúrum, köplum og vírum. Skiptu um skemmda hluti fyrir notkun.

Forðastu raflost vegna snertingar við rafgeymaskaut. Fjarlægðu alla hringi, úr og aðra skartgripi.

Veltihætta

Ekki nota rafgeyma sem eru léttari en upprunalegu rafgeymarnir. Rafgeymar eru notaðir sem mótvægi og eru nauðsynlegir til að viðhalda stöðugleika vélarinnar. Hver geymir á að vega að lágmarki 47,6 kg. Hvert rafgeymahólf með rafgeymum á að vega minnst 240.4 kg.

Lyftihætta

Notaðu gaffallyftara til að fjarlægja eða setja upp rafgeymapakkana.

Page 16
Skýring

  • 3 Miðteinn sem rennur til
  • 4 Festipunktur fyrir dragreipi
  • 5 Pallur
  • 6 Stjórntæki palls
  • 7 Klýfurbóma

  • 10 Stjórntæki á jörðu niðri
  • 11 Rafmagn til hleðslutækis (milli stýridekkjanna)
  • 12 Stýridekk
  • 13 Rafgeymahólf
  • 14 Föst dekk
Genie.
Page 17

Stjórnborð á jörðu niðri

  • 1 Snúningsrofi palls
  • 2 Jafnvægisrofi palls
  • 3 Snúningsrofi snúanlega hlutans
  • 4 Rofi fyrir klýfurbómu upp/niður
  • 5 Rofi til að setja út/draga inn aðalbómu
  • 6 Rofi fyrir aðalbómu upp/niður
  • 7 Notað fyrir valbúnað
  • 8 Vararafmagnsrofi

  • 9 Gaumljós fyrir ofhleðslu palls
  • 10 Lykilrofi fyrir valið pallur/af/jörð
  • 11 Rauður neyðarstöðvunarhnappur
  • 12 Klukkustundamælir
  • 13 Z-40/23N RJ: Snúningsrofi klýfurbómu
  • 14 Rofi fyrir aukabómu upp/niður
  • 15 Rofi til að virkja aðgerð
  • 16 15 A útsláttarrofi (48 V)
  • 17 15 A útsláttarrofi (24 V)
Page 18
Stjórnborð á jörðu niðri

1 Snúningsrofi palls

Færðu snúningsrofa palls til hægri og pallurinn snýst til hægri. Færðu snúningsrofa palls til vinstri og pallurinn snýst til vinstri.

2 Jafnvægisrofi palls

Færðu jafnvægisrofa pallsins upp og pallurinn hækkar. Færðu jafnvægisrofa pallsins niður og pallurinn lækkar.

3 Snúningsrofi snúanlega hlutans

Færðu rofann til hægri og snúanlegi hlutinn snýst til hægri. Færðu rofann til vinstri og snúanlegi hlutinn snýst til vinstri.

4 Rofi fyrir klýfurbómu upp/niður

Færðu rofann upp og klýfurbóman lyftist. Færðu rofann niður og klýfurbóman lækkar.

5 Rofi til að setja út/draga inn aðalbómu

Færðu rofann til vinstri og bóman dregst út. Færðu rofann til hægri og bóman dregst inn.

6 Rofi fyrir aðalbómu upp/niður

Færðu rofann upp og aðalbóman lyftist. Færðu rofann upp og aðalbóman lækkar.

  • 7 Notað fyrir valbúnað
  • 8 Vararafmagnsrofi með hlíf

Notaðu vararafmagn ef aðalaflgjafinn bilar. Haltu um leið vararafmagnsrofanum inni og virkjaðu óskaða aðgerð.

9 Gaumljós fyrir ofhleðslu palls

Leiftrandi ljós gefur til kynna að pallurinn sé ofhlaðinn og engar aðgerðir virka. Fjarlægðu hluti af pallinum þar til ljósið slokknar.

10 Lykilrofi fyrir valið pallur/af/jörð

Snúðu lyklinum í pallstöðu til að virkja stjórntæki á palli. Snúðu lyklinum í af-stöðu til að slökkva á vélinni. Snúðu lyklinum í jarðstöðu til að virkja stjórntæki á jörðu niðri.

11 Rauður neyðarstöðvunarhnappur

Ýttu rauða neyðarstöðvunarhnappnum í af-stöðu til að stöðva vélina. Togaðu út rauða neyðarstöðvunarhnappinn í á-stöðuna til að nota vélina.

Page 19
12 Klukkustundamælir

Klukkustundamælirinn sýnir fjölda vinnustunda sem vélin hefur verið í notkun.

13 Z-40/23N RJ: Snúningsrofi klýfurbómu

Færðu snúningsrofa klýfurbómunnar til hægri og klýfurbóman færist til hægri. Færðu snúningsrofa klýfurbómunnar til vinstri og klýfurbóman færist til vinstri.

14 Rofi fyrir aukabómu upp/niður

Færðu rofann upp og aukabóman lyftist. Færðu rofann niður og aukabóman lækkar.

15 Rofi til að virkia aðgerð

Færðu aðgerðarofann til annarrar hvorrar hliðar til að virkja aðgerðir svo aðgerðir á stjórnborði á jörðu niðri virki.

16 15 A útsláttarrofi (48 V)

17 15 A útsláttarrofi (24 V)

Page 20

Stjórnborð palls

  • 1 Flautuhnappur
  • 2 Notað fyrir valbúnað
  • 3 Rofi fyrir aukabómu upp/niður
  • 4 Jafnvægisrofi palls
  • 5 Rofi fyrir klýfurbómu upp/niður
  • 6 Snúningsrofi palls
  • 7 Z-40/23N RJ: Snúningsrofi klýfurbómu
  • 8 Vararafmagnsrofi
  • 9 Gaumljós fyrir ofhleðslu palls
  • 10 Vísiljós þegar vél er ekki lárétt

  • 11 Rauður neyðarstöðvunarhnappur
  • 12 Hutfallsstýringarhandfang fyrir akstursaðgerð og þumalveltirofi fyrir stýringaraðgerð
  • 13 Hraðastýring bómuaðgerðar
  • 14 Vísiljós fyrir akstursvirkjun
  • 15 LCD-skjár
  • 16 Akstursvirkjunarrofi
  • 17 Þumalveltirofi til að ýta út/draga inn aðalbómu
  • 18 Virkni tvíöxla hlutfallsstýringarhandfangs fyrir aðalbómu upp/niður og til að snúa snúningshluta til vinstri/hægri
Page 21
Stjórnborð palls

1 Flautuhnappur

Ýttu á flautuhnappinn til að flauta. Slepptu flautuhnappinum til að hætta að flauta.

  • 2 Notað fyrir valbúnað
  • 3 Rofi fyrir aukabómu upp/niður

Færðu rofann upp og aukabóman lyftist. Færðu rofann niður og aukabóman lækkar.

4 Jafnvægisrofi palls

Færðu jafnvægisrofa pallsins upp og pallurinn hækkar. Færðu jafnvægisrofa pallsins niður og pallurinn lækkar.

  • 5 Rofi fyrir klýfurbómu upp/niður

Færðu rofann upp og klýfurbóman lyftist. Færðu rofann niður og klýfurbóman lækkar.

6 Snúningsrofi palls

Færðu snúningsrofa palls til hægri og pallurinn snýst til hægri. Færðu snúningsrofa palls til vinstri og pallurinn snýst til vinstri.

7 Z-40/23N RJ: Snúningsrofi klýfurbómu

Færðu snúningsrofa klýfurbómunnar til hægri og klýfurbóman færist til hægri. Færðu snúningsrofa klýfurbómunnar til vinstri og klýfurbóman færist til vinstri.

8 Vararafmagnsrofi með hlíf

Notaðu vararafmagn ef aðalaflgjafinn bilar. Haltu um leið vararafmagnsrofanum inni og virkjaðu óskaða aðgerð.

9 Gaumljós fyrir ofhleðslu palls

Leiftrandi ljós gefur til kynna að pallurinn sé ofhlaðinn og engar aðgerðir virka. Fjarlægðu hluti af pallinum þar til ljósið slokknar.

10 Vísiljós þegar vél er ekki lárétt

Ljósið blikkar þegar pallurinn er uppi og vélin er í miklum halla. Akstursaðgerð í aðra hvora áttina eða báðar verður óvirk.

11 Rauður neyðarstöðvunarhnappur

Ýttu rauða neyðarstöðvunarhnappnum í af-stöðu til að stöðva vélina. Togaðu út rauða neyðarstöðvunarhnappinn í on-stöðuna til að nota vélina.

12 Hutfallsstýringarhandfang fyrir akstursaðgerð og þumalveltirofi fyrir stýringaraðgerð

Færðu stýringarhandfangið í áttina sem bláa örin á stjórnborðinu vísar og vélin ekur áfram. Færðu stýringarhandfangið í áttina sem gula örin vísar og vélin ekur aftur á bak.

Ýttu á vinstri hlið þumalveltirofans svo vélin beygi til vinstri. Ýttu á hægri hlið bumalveltirofans svo vélin bevgi til hægri.

13 Hraðastýring bómuaðgerðar

Snúðu skífunni til að auka eða draga úr hraða aðgerða vélarinnar.

14 Vísiljós fyrir akstursvirkjun

Logandi ljós gefur til kynna að bóman hafi hreyfst framhjá öðru hvoru fasta hjólinu og akstursaðgerðin hafi verið stöðvuð.

Page 22
15 LCD-skjár

Skjár fyrir bilunarupplýsingar kerfis og hleðslustöðu rafgeymis.

16 Akstursvirkjunarrofi

Til að aka þegar akstursvirkjunarljósið er á skal halda akstursvirkjunarrofanum til annarrar hvorrar hliðar og færa akstursstýringarhandfangið hægt frá miðju. Athugaðu að vélin kann að hreyfast í öfuga átt við þá sem stjórntæki aksturs og stýringar eru hreyfð í.

17 Þumalveltirofi til að ýta út/draga inn aðalbómu

Ýttu neðst á veltirofann til að draga aðalbómuna út. Ýttu neðst á þumalveltirofann til að draga aðalbómuna inn.

18 Virkni tvíöxla

hlutfallsstýringarhandfangs fyrir aðalbómu upp/niður og til að snúa snúningshluta til vinstri/hægri

Færðu stýringarhandfangið upp og aðalbóman lyftist. Færðu stýringarhandfangið niður og aðalbóman lækkar.

Færðu stýringarhandfangið til hægri og snúningshlutinn færist til hægri. Færðu stýringarhandfangið til vinstri og snúningshlutinn færist til vinstri.

Page 23

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari notendahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.

Kynntu þér skoðun fyrir notkun áður en farið er í næsta kafla.

  • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
  • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
  • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.
Grunnatriði skoðunar fyrir notkun

Það er á ábyrgð stjórnanda að framkvæma skoðun fyrir notkun og hefðbundið viðhald.

Skoðun fyrir notkun er sjónræn skoðun, framkvæmd af stjórnandanum fyrir hver vaktaskipti. Skoðunin er hönnuð til að greina hvort eitthvað gæti verið að vélinni áður en notandinn gerir virkniprófanir á henni.

Skoðun fyrir notkun þjónar einnig þeim tilgangi að ákvarða hvort þörf sé á hefðbundnu viðhaldsferli. Stjórnandi getur aðeins framkvæmt hefðbundna viðhaldsþætti sem tilgreindir eru í þessari handbók.

Skoðaðu listann á næstu síðu og merktu við hvert atriði.

Ef skemmdir eða önnur óheimil frávik frá verksmiðjuafhentu ástandi uppgötvast verður að merkja vélina og taka hana úr notkun.

Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknilýsingu framleiðanda. Eftir að viðgerð er lokið verður stjórnandinn að framkvæma skoðun fyrir notkun aftur áður en hann fer í virkniprófin.

Tæknimenn með tilskilin réttindi skulu sinna reglubundinni viðhaldsskoðun, eins og tilgreint er af framleiðanda og í samræmi við kröfur sem tilgreindar eru í ábyrgðarhandbókinni.

Page 24
Skoðun fyrir notkun

  • Gakktu úr skugga um að stjórnanda-, öryggisog ábyrgðarhandbækur séu heilar, læsilegar og í geymsluílátinu sem staðsett er á pallinum.
  • Gakktu úr skugga um að allir límmiðar séu læsilegir og á sínum stað. Sjá kafla um skoðanir.
  • Kannaðu hvort vökvi leki og hvort olía sé næg. Bættu olíu á ef þarf. Sjá kafla um viðhald.
  • Kannaðu hvort rafgeymavökvi leki og hvort hann sé nægur. Bættu eimuðu vatni við ef þarf. Sjá kafla um viðhald.

Kannið hvort eftirfarandi íhlutir eða svæði eru skemmd, rangt sett í eða hvort hluti vantar eða óheimilar brevtingar hafi verið gerðar:

  • Rafmagnsíhlutir, vírar og rafmagnssnúrur
  • Glussaslöngur, festingar, tjakkar og greinar
  • Glussagevmir
  • Aksturs- og snúningsmótorar og drifnafir
  • Slitpúðar bómu
  • Dekk og felgur
  • Takmarkarofar og flauta
  • Viðvaranir og ljós (ef til staðar)
  • □ Rær, boltar og aðrar festingar
  • Miðteinn eða hlið palls
  • Festipunktar fyrir dragreipi

Athugið alla vélina og leitið að:

  • Galaxie Sprungum í suðum eða burðareiningum
  • Dældum eða skemmdum á vél
  • Óhóflegu ryði, tæringu eða oxun
  • Gættu þess að allir íhlutir samsetningar og aðrir mikilvægir íhlutir séu til staðar og allar tengdar festingar og pinnar séu á sínum stað og rétt hertir.
  • Gakktu úr skugga um að rafgeymarnir séu á sínum stað og almennilega tengdir.
  • Eftir að skoðun lýkur skal gæta þess að allar hlífar fyrir hólfum séu á sínum stað og kræktar.
Page 25

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari notendahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
    • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
    • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.

Þekktu og skildu virkniprófin áður en farið er í næsta hluta.

  • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
  • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.
Grunnatriði virkniprófana

Virkniprófin eru hönnuð til að greina bilanir áður en vélin er notuð. Stjórnandinn verður að fylgja leiðbeiningunum skref fyrir skref til að prófa alla virkni vélarinnar.

Aldrei má nota bilaða vél. Ef bilanir uppgötvast verður að merkja vélina og taka hana úr notkun. Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknilýsingu framleiðanda.

Þegar viðgerðum er lokið verður notandi að sinna skoðun fyrir notkun og gera virknipróf að nýju áður en vélin er tekin í notkun.

1 Veldu prófunarsvæði sem er traust, lárétt og laust við hindranir.

Stjórntæki á jörðu niðri

  • 2 Snúðu lykilrofanum á stjórntæki á jörðu niðri.
  • 3 Togaðu rauða neyðarstöðvunarhnappinn út í á-stöðuna.
  • Niðurstaða: Snúningsljósið (ef til staðar) ætti að leiftra.
Prófaðu neyðarstöðvun

  • 4 Ýttu inn rauða neyðarstöðvunarhnappinum í af-stöðuna.
  • Niðurstaða: Allar bómuaðgerðir ættu að virka.
  • 5 Togaðu rauða neyðarstöðvunarhnappinn út í á-stöðuna.
Page 26
Prófaðu aðgerðir vélar og viðvörun um lækkun

  • 6 Ekki halda aðgerðavirkjunarrofanum til annarrar hvorrar hliðar. Reyndu að virkja hvern veltirofa fyrir aðgerðir bómu og palls.
  • Niðurstaða: Engar bómu- og pallaðgerðir ættu að virka.
  • 7 Haltu aðgerðarvirkjunarrofa til hvorrar hliðar og virkjaðu hvern veltirofa fyrir aðgerðir bómu og palls.

Niðurstaða: Allar aðgerðir bómu og palls ættu að virka heila hringrás. Lækkunaraðvörunin ætti að hljóma á meðan bóman er látin síga.

Prófaðu hallaskynjarann

  • 8 Togaðu út rauða neyðarstöðvunarhnappinn á pallinum í á-stöðuna. Snúið lykilrofanum á stjórntæki pallsins.
  • 9 Opnaðu hlíf snúanlega hlutans á hliðinni gagnstætt stjórntækjunum á jörðu niðri og finndu hallaskynjarann.
  • 10 Ýttu niður annarri hlið hallaskynjarans.
  • Niðurstaða: Aðvörunin sem staðsett er í pallinum ætti að hljóma.

Við stjórntæki á palli

  • 11 Snúðu lykilrofanum á stjórntæki á palli.
  • 12 Togaðu út rauða neyðarstöðvunarhnappinn í á-stöðuna.
  • Niðurstaða: SYSTEM READY (kerfi tilbúið) birtist á LCD-skjánum.
Prófaðuðu neyðarstöðvun

  • 13 Ýttu rauða neyðarstöðvunarhnappinum á pallinum í af-stöðu.
  • ⊙ Niðurstaða: LCD-skjárinn verður auður.
  • 14 Prófaðu allar aðgerðir vélarinnar.
  • Niðurstaða: Allar bómuaðgerðir ættu að virka.
  • 15 Togaðu rauða neyðarstöðvunarhnappinn út.
Prófaðu flautuna

  • 16 Ýttu á flautuhnappinn.
  • Niðurstaða: Flautan ætti að hljóma.
Prófaðu fótrofann

  • 17 Ekki stíga á fótrofann. Prófaðu allar aðgerðir vélarinnar.
  • Niðurstaða: Aðgerðir vélarinnar ættu ekki að virka.
Prófaðu aðgerðir vélar og viðvörun um lækkun

18 Stígðu á fótrofann.

  • 19 Virkjaðu hvern veltirofa eða stýrihandfang fyrir aðgerðir vélarinnar.
  • Niðurstaða: Allar aðgerðir bómu og palls ættu að virka heila hringrás. Lækkunaraðvörunin ætti að hljóma á meðan bóman er látin síga.
Page 27
Prófaðu stýringu

20 Stígðu á fótrofann.

  • 21 Þrýstu niður þumaveltirofanum ofan á aksturstýrihandfanginu í þá átt sem blái þríhyrningurinn í stjórnborðinu bendir á.
  • Niðurstaða: Stýrishjólin ættu að beygja í þá átt sem blái þríhyrningurinn á undirvagninum bendir á.
  • 22 Ýttu þumalveltirofanum í þá átt sem guli þríhyrningurinn á stjórnborðinu sýnir.
  • Niðurstaða: Stýrishjólin ættu að beygja í þá átt sem guli þríhyrningurinn á undirvagninum bendir á.
Prófun á akstri og bremsum

23 Stígðu á fótrofann.

  • 24 Færðu akstursstýrihandfangið hægt í þá átt sem bláa örin í stjórnborðinu vísar þar til vélin byrjar að hreyfast, þá skaltu láta handfangið snúa aftur í miðstöðuna.
  • Niðurstaða: Vélin ætti að hreyfast í þá átt sem bláa örin á undirvagninum bendir í, síðan stöðvast skyndilega.
  • 25 Færðu akstursstýrihandfangið hægt í þá átt sem gula örin í stjórnborðinu vísar þar til vélin byrjar að hreyfast, þá skaltu láta handfangið snúa aftur í miðstöðuna.
  • Niðurstaða: Vélin ætti að hreyfast í þá átt sem gula örin á undirvagninum bendir í, síðan stöðvast skyndilega.

Ath.: Hemlarnir verða að geta haldið vélinni í öllum halla sem hún getur ekið upp.

Prófaðu akstursvirkjunarkerfið

  • 26 Stígðu á fótrofann og dragðu aðalbómuna inn í frágengna stöðu.
  • 27 Snúðu snúanlega hlutanum þar til bóman hreyfist framhjá öðru fasta hjólinu.
  • Niðurstaða: Vísiljós fyrir akstursvirkjun ætti að kvikna og haldast logandi á meðan bóman er einhvers staðar á því sviði sem sýnt er.
  • 28 Hreyfðu akstursstýringarhandfangið út frá miðjunni.
  • Niðurstaða: Akstursaðgerðin ætti ekki að virka.
  • 29 Til að aka skal halda akstursvirkjunarrofa til annarrar hvorrar hliðar og færa akstursstýringarhandfangið hægt út frá miðjunni.
  • Niðurstaða: Akstursaðgerðin ætti að virka.

Ath.: Þegar akstursvirkjunarkerfið er í notkun kann vélin að aka í gagnstæða átt við það hvernig aksturs- og stýringarhandfangið er hreyft.

Notaðu litakóðuðu stefnuörvarnar á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að bera kennsl á akstursátt.

Page 28
Prófaðu takmarkaðan aksturshraða

  • 30 Stígðu á fótrofann.
  • 31 Lyftu aðalbómunni u.þ.b. 91 cm.
  • 32 Færðu akstursstýrihandfangið hægt í fulla akstursstöðu.
  • Niðurstaða: Hámarksaksturshraði sem hægt er að ná með aðalbómuna á lofti ætti ekki að fara yfir 30 cm á sekúndu.
  • 33 Láttu aðalbómuna síga í frágengna stöðu.
  • 34 Lyftu aukabómunni u.þ.b. 91 cm.
  • 35 Færðu akstursstýrihandfangið hægt í fulla akstursstöðu.
  • Niðurstaða: Hámarksaksturshraði sem hægt er að ná með aukabómuna á lofti ætti ekki að fara yfir 30 cm á sekúndu.
  • 36 Láttu aukabómuna síga í frágengna stöðu.
  • Dragðu aðalbómuna út u.b.b. 60 cm.
  • 37 Færðu akstursstýrihandfangið hægt í fulla akstursstöðu.
  • Niðurstaða: Hámarksaksturshraði sem hægt er að ná með aðalbómuna útdregna ætti ekki að fara yfir 30 cm á sekúndu.
  • 38 Dragðu inn bómuna.

Ef aksturshraði með aðalbómuna á lofti, aukabómuna á lofti eða aðalbómuna útdregna fer yfir 30 cm á sekúndu skal samstundis merkja og taka vélina úr umferð.

Prófaðu valaðgerðina lyfta/aka

  • 39 Stígðu á fótrofann.
  • 40 Færðu akstursstýringarhandfangið út frá miðju og virkjaðu veltirofa bómuaðgerðar.
  • Niðurstaða: Engin bómuaðgerð ætti að virka. Vélin hreyfist í þá átt sem gefin er til kynna á stjórnborðinu.
Page 29

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari notendahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
    • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
    • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
    • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.

Þekktu og skildu skoðun á vinnusvæði áður en þú snýrð þér að næsta hluta.

Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.

Grundvallaratriði

Skoðun vinnustaðar hjálpar stjórnandanum að ákvarða hvort vinnustaðurinn henti fyrir örugga notkun vélarinnar. Stjórnandi ætti alltaf að framkvæma slíka skoðun áður en hann færir vélina inn á vinnustaðinn.

Það er á ábyrgð notandans að greina og leggja á minnið hættur á vinnusvæðinu og fylgjast svo með þeim og forðast þær á meðan hann færir, setur upp og notar vélina.

Skoðun á vinnusvæði

Aðgættu og forðastu eftirfarandi hættulegar aðstæður:

  • brúnir eða holur
  • mishæðir, hindranir eða laust efni á gólfi
  • hallandi yfirborð
  • óstöðugt eða hált yfirborð
  • hindranir í lofti og háspennuleiðslur
  • hættulega staði
  • ófullnægjandi stuðning við yfirborð til að þola þyngd og álag vélarinnar
  • vind- og veðurskilyrði
  • · óheimila umferð starfsfólks
  • aðrar aðstæður þar sem fyllsta öryggis er ekki gætt
Page 30

Skoðun
Skoðun límmiða

Skoðaðu myndirnar á næstu síðu til að staðfesta að límmiðar séu læsilegir og á réttum stað.

Hlutanr. Lýsing límmiða Magn
27204 Ör - Blá 1
27205 Ör - Gul 1
27206 Þríhyrningur - Blár 2
27207 Þríhyrningur - Gulur 2
28174 Merkimiði - Rafmagn til palls, 230 V 2
28235 Merkimiði - Rafmagn til palls, 115 V 2
40434 Merkimiði - Festing fyrir dragreipi 2
43658 Merkimiði - Rafmagn til hleðslutækis, 230 V 1
44980 Merkimiði - Rafmagn til hleðslutækis, 115 V 1
44981 Merkimiði - Loftleiðsla til palls 2
52969 Skreyting - Genie Boom 1
72867 Merkimiði - Ljós (valbúnaður) 1
82472 Merkimiði - Hætta á að kremjast 1
82473 Viðvörun - Hólf opnað 1
82481 Merkimiði - Öryggi rafgeyma 2
82487 Merkimiði - Lestu handbókina 2
82544 Merkimiði - Hætta á raflosti 2
82548 Merkimiði - Snúningur palls 2
Hlutanr. Lýsing límmiða Magn
82601 Merkimiði - Hámarks burðargeta 1
82604 Merkimiði - Hámarkshandafl, 400 N 1
97815 Merkimiði - Lækka miðtein 1
114132 Stjórnborð á jörðu niðri 1
114133 Stjórnborð palls 1
114156 Skreyting - Genie Z-40/23N 1
114165 Skreyting - Genie Z-40/23N RJ 1
114180 Merkimiði - Burður hjóla 4
114247 Merkimiði - Fallhætta 1
114248 Merkimiði - Hallaaðvörun 1
114252 Merkimiði - Hætta á veltu 3
114298 Merkimiði - Akstursvirkjunarbót 1
114334 Merkimiði - Hætta á raflosti,
riðstraumsaflgjafi
1
114343 Merkimiði - Neyðarstöðvun 1
114341 Merkimiði - Skýringarmynd fyrir flutning j 2
114345 Merkimiði - Veltihætta, rafgeymar 2
Page 31

Z-40/23N • Z-40/23N RJ

Page 32

Notkun bönnuð nema:

  • Notandi læri og æfi sig í öruggri notkun vélarinnar eins og lýst er í þessari notendahandbók.
    • 1 Forðastu hættulegar aðstæður.
    • 2 Framkvæmdu alltaf skoðun fyrir notkun.
    • 3 Framkvæmdu alltaf virkniprófanir fyrir notkun.
    • 4 Skoðaðu vinnusvæðið.
    • 5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.
Grundvallaratriði

Hlutinn með notkunarleiðbeiningum veitir leiðbeiningar um öll atriði sem lúta að notkun vélarinnar. Það er á ábyrgð stjórnandans að fylgja öllum öryggisreglum og leiðbeiningum í stjórnanda-, öryggis- og ábyrgðarhandbókunum.

Notkun vélarinnar til annars en að lyfta starfsfólki, ásamt verkfærum þess og efni, að vinnusvæði yfir jörðu er óörugg og hættuleg.

Aðeins sérþjálfað og viðurkennt starfsfólk ætti að fá leyfi til að nota þessa vél. Ef gert er ráð fyrir að fleiri en einn einstaklingur noti vélina á mismunandi tíma á sömu vakt, verða þeir allir að hafa réttindi til að nota vélina og þeir skulu allir fylgja öryggisreglum og leiðbeiningum í notenda-, öryggis og ábyrgðarhandbókum. Það þýðir að allir nýir notendur skulu skoða vélina fyrir notkun, gera á henni virkniprófun og skoða vinnusvæðið áður en þeir nota vélina.

Page 33
Neyðarstöðvun

Ýttu rauða neyðarstöðvunarhnappnum á jörðu eða á palli í af-stöðu til að stöðva alla virkni og slökkva á vélinni.

Gerðu við allar aðgerðir sem virka þegar rauða neyðarstöðvunarhnappinum er ýtt inn.

Val og notkun stjórntækja á jörðu niðri hnekkir rauða neyðarstöðvunarhnappinum á pallinum.

Varastjórntæki

Notaðu vararafmagn ef aðalaflgjafinn bilar.

  • 1 Snúðu lykilrofanum á stjórntæki á jörðu niðri eða palli.
  • 2 Togaðu út rauða neyðarstöðvunarhnappinn í á-stöðuna.
  • 3 Stígðu á fótrofann þegar varastjórntæki eru notuð frá pallinum.
  • 4 Rjúfðu innsiglið og taktu hlífina af.

Ath.: Ef innsiglið er rofið eða ekki til staðar skaltu lesa þér til í viðeigandi Genie-þjónustuhandbók.

5 Haltu um leið vararafmagnsrofanum inni og virkjaðu óskaða aðgerð.

Akstursaðgerðir virka ekki á varaafli.

Notkun frá jörðu

  • 1 Snúðu lykilrofanum á stjórntæki á jörðu niðri.
  • Togaðu út rauða neyðarstöðvunarhnappinn í á-stöðuna.
Til að staðsetja pall

1 Haltu aðgerðavirkjunarrofanum til annarrar hvorrar hliðar.

2 Færðu viðeigandi veltirofa í samræmi við merkingar á stjórnborðinu.

Ekki er hægt að aka eða stýra með stjórntækjum á jörðu niðri.

Notkun frá palli

  • 1 Snúðu lykilrofanum á stjórntæki á palli.
  • 2 Togaðu rauðu neyðarstöðvunarhnappana, bæði á jörðu niðri og á pallinum, út í á-stöðuna.
Til að staðsetja pall

1 Stilltu hraðastýringu aðgerðarhraða bómu á óskaðan hraða.

Ath.: Hraðastýring bómuaðgerðar hefur engin áhrif á aksturs- og stýringaraðgerðir.

  • 2 Stígðu á fótrofann.
  • 3 Færðu viðeigandi veltirofa í samræmi við merkingar á stjórnborðinu.
Til að stýra

  • 1 Stígðu á fótrofann.
  • 2 Snúðu stýrishjólunum með þumalveltirofanum sem staðsettur er ofan á akstursstýrihandfanginu.

Notaðu litakóðuðu stefnuþríhyrningana á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að finna út í hvaða átt hjólin munu snúast.

Page 34
Til að aka

  • 1 Stígðu á fótrofann.
  • 2 Hraði aukinn: Hreyfðu aksturstýrihandfangið hægt út frá miðjunni.

Dregið úr hraða: Hreyfðu aksturstýrihandfangið hægt í átt að miðjunni.

Stöðva: Færðu akstursstýrihandfangið í miðjuna eða slepptu fótrofanum.

Notaðu litakóðuðu stefnuþríhyrningana á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að finna út í hvaða átt vélin muni aka.

Aksturshraði vélar er takmarkaður þegar bómur eru á lofti eða útsettar.

Akstursvirkjun

Logandi ljós gefur til kynna að bóman hafi hreyfst framhjá öðru hvoru fasta hjólinu og akstursaðgerðin hafi verið stöðvuð.

Til að aka skal halda akstursvirkjunarrofa til annarrar hvorrar hliðar og færa akstursstýringarhandfangið hægt út frá miðjunni

Athugaðu að vélin kann að hreyfast í öfuga átt við þá sem stjórntæki aksturs og stýringar eru hreyfð í.

Notaðu alltaf litakóðuðu stefnuþríhyrningana á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að finna út í hvaða átt vélin muni aka.

Akstur í halla

Ákvarðaðu málgildi halla upp í móti, niður í móti og hliðarhalla fyrir vélina og ákvarðaðu halla brekkunnar.

Hámarks málgildi halla, pallur niður í móti: 30% (17°)

Hámarksmálgildi halla, pallur upp í móti: 20% (11°)

Hámarksmálgildi hliðarhalla: 25% (14°)

Ath.: Tilgreindur halli er háður aðstæðum á jörðu niðri og nægilegu gripi. Hugtakið klifurgeta á aðeins við um uppstillingu palls niður í móti.

Gættu þess að bóman sé fyrir neðan lárétt og að pallurinn sé milli föstu hjólanna.

Page 35
Til að ákvarða hallann sem aka á í:

Mældu hallann með stafrænum hallamæli EÐA notið eftirfarandi aðferð.

Það sem barf til:

hallamál

bein spýta, a.m.k. 1 m löng

málband

Leggðu spýtuna í hallann.

Leggðu hallamálið ofan á neðri brún viðarbútsins og lvftu honum bar til hann er láréttur.

Mældu vegalengdina frá neðri brún viðarbútsins til jarðar um leið og honum er haldið láréttum.

Deildu fjarlægðinni (hæð) með lengd viðarbútsins (lengd) og margfaldaðu með 100.

Dæmi:

Viðarbútur = 3,6 m

Lengd = 3,6 m

Hæð = 0,3 m

0,3 m ÷ 3,6 m = 0,083 x 100 = 8,3% halli

Ef brekkan fer umfram hámarksmálgildi fyrir halla upp eða niður eða hliðarhalla, þá verður að draga vélina á spili eða flytja hana upp eða niður brekkuna. Sjá kafla um flutning og lyftingu.

Vísiljós þegar vél er ekki lárétt

Ef hallaaðvörun hljómar á meðan pallurinn er uppi kviknar vísiljós um að vélin sé ekki lárétt, LCDskjárinn á stjórnborði pallsins segir MACHINE IS NOT LEVEL (að vélin sé ekki lárétt), og akstursaðgerðin í aðra eða báðar áttir virkar ekki. Kannaðu ástand bómunnar

í brekkunni eins og sýnt er að neðan. Fylgdu skrefunum til að lækka bómuna áður en vélin er færð á traust, lárétt yfirborð. Ekki snúa bómunni á meðan hún er lækkuð.

Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn upp í móti:

  • 1 Láttu aðalbómuna síga.
  • 2 Láttu aukabómuna síga.
  • 3 Dragðu inn aðalbómuna.

Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn niður í móti:

  • 1 Dragðu inn aðalbómuna.
  • 2 Láttu aukabómuna síga.
  • 3 Láttu aðalbómuna síga

Page 36
Gaumljós fyrir ofhleðslu palls

Leiftrandi ljós gefur til kynna að pallurinn sé ofhlaðinn og engar aðgerðir virka. LCD-skjárinn á stjórnborði pallsins segir að PLATFORM IS OVERLOADED (pallurinn sé ofhlaðinn).

Fjarlægðu hluti af pallinum þar til ljósið slokknar.

Ofhleðsluviðrétting

Ef LCD-skjárinn fyrir stjórntæki pallsins sýnir overLOAD RECOVERY (ofhleðsluviðrétting), var neyðarlækkunarkerfið notað á meðan pallurinn var ofhlaðinn. Frekari upplýsingar um hvernig skal endurstilla þessi skilaboð má finna í viðeigandi þjónustuhandbók Genie.

Page 37

A

Leiðbeiningar fyrir rafgeymi og hleðslutæki.
Athugaðu og fylgdu:

☑ Ekki nota ytri hleðslutæki eða ræsigeyma.

Hladdu rafgeyma á vel loftræstu svæði.

  • ☑ Notaðu rétta spennu fyrir hleðslu eins og tilgreint er á hleðslutækinu.
  • Aðeins má nota rafgeyma og hleðslutæki sem vottuð eru af Genie.
    • Z Ekki nota vélina þegar hleðslutækið er í sambandi.
Hleðsla rafgeyma

  • 1 Gangið úr skugga um að rafgeymarnir séu tengdir áður en hleðsla hefst.
  • 2 Opnaðu rafgeymahólfið. Hólfið þarf að vera opið á meðan hleðslu stendur.
Viðhaldsfríir rafgeymar

  • 1 Tengdu hleðslutækið við jarðtengda AC-rás.
  • 2 Hleðslutækið lætur vita þegar rafgeymirinn er fullhlaðinn.
Staðlaðir rafgeymar

  • 1 Fjarlægðu loftlokur rafgeymisins og athugaðu sýrustig rafgeymisins. Ef þörf krefur skal bæta aðeins því magni af eimuðu vatni á sem þarf til að þekja plöturnar. Ekki yfirfylla fyrir hleðslu.
  • 2 Settu loftlokur rafgeymisins á sinn stað.
  • 3 Tengdu hleðslutækið við jarðtengda AC-rás.
  • 4 Hleðslutækið lætur vita þegar rafgeymirinn er fullhlaðinn.
  • 5 Athugaðu sýrustig rafgeymisins þegar hleðslu er lokið. Bættu eimuðu vatni í botn áfyllingarslöngunnar. Yfirfylltu ekki.
Leiðbeiningar um fyllingu og hleðslu þurrgeymis

  • 1 Fjarlægðu loftlokur rafgeymisins og plastinnsiglið af loftopunum.
  • 2 Fylltu hverja sellu með rafgeymasýru (rafkleyfu efni) þar til flýtur yfir plöturnar.

Ekki fylla að hámarki fyrr en hleðslu er lokið. Yfirfylling getur valdið því að rafgeymasýra leki út meðan á hleðslu stendur. Hlutleystu rafgeymasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.

  • 3 Settu loftlokurnar aftur á.
  • 4 Hladdu rafgeyminn.
  • 5 Athugaðu sýrustig rafgeymisins þegar hleðslu er lokið. Bættu eimuðu vatni í botn áfyllingarslöngunnar. Yfirfylltu ekki.
Page 38
Leiðbeiningar um flutning og lyftingu

Athugaðu og fylgdu:

  • Genie Industries veitir þessar upplýsingar um frágang aðeins til leiðbeiningar. Ökumenn bera alla ábyrgð á að ganga úr skugga um að vélar séu tryggilega festar og að réttur tengivagn sé valinn í samræmi við reglur samgönguyfirvalda, aðrar staðbundnar reglur og verklag fyrirtækis þeirra.
  • Viðskiptavinir Genie sem þurfa að setja lyftu eða aðrar vörur frá Genie í gám skulu velja traustan flutningsaðila með reynslu í undirbúningi, hleðslu og frágangi á byggingarog lyftubúnaði til flutnings milli landa.
  • Aðeins starfsmenn með kranaréttindi skulu lyfta vélinni af eða á flutningabíl.
  • Leggja verður flutningsökutækinu á láréttu yfirborði.
  • Ganga verður tryggilega frá flutningsökutækinu til að koma í veg fyrir að það hreyfist meðan verið er að setja vélina á.
  • Gættu þess að burðargeta ökutækisins, flutningsfletir og keðjur eða ólar nægi til að standast þyngd vélarinnar. Genie lyftur eru mjög þungar miðað við stærð. Sjá upplýsingar um þyngd vélar á skráningarmiða.
  • Gakktu úr skugga um að snúningshluti sé festur með læsingu fyrir snúningshluta áður en vélin er flutt. Gættu þess að taka snúningshlutann úr lás fyrir notkun.
  • Ekki aka vélinni í halla sem er umfram tilgreindan halla fyrir vélina hvort heldur er upp, niður eða til hliðar. Sjá Akstur í halla í kaflanum Notkunarleiðbeiningar.

Ef hallinn á palli flutningsökutækisins fer umfram hámarksmálgildi varðandi halla upp eða niður í móti verður að ferma og afferma vélina með vindu, eins og lýst er. Sjá upplýsingar um málgildi halla í tæknilýsingarkaflanum.

Fríhjólauppstilling fyrir drátt með spili

Skorðaðu hjólin til að koma í veg fyrir að vélin hreyfist.

Losaðu hemlana á föstu hjólunum með því að snúa aftengingarlokum átaksnafanna

Gakktu úr skugga um að dráttartaugin sé tryggilega fest við festipunkta á undirvagni og að brautin sé laus við hindranir.

Beittu verkþáttum í öfugri röð til að festa hemla á ný.

Page 39
Leiðbeiningar um flutning og lyftingu

A Fest á vörubíl eða tengivagn fyrir flutning

Notaðu ávallt láspinna fyrir snúanlega hlutann í hvert sinn sem vélin er flutt. Láspinninn

er staðsettur undir snúanlega hlutanum, þeim megin á vélinni sem glussatankurinn er.

Snúðu lykilrofanum í af-stöðu og fjarlægðu lykilinn fyrir flutning.

Skoðaðu alla vélina og athugaðu hvort einhverjir hlutar séu lausir.

Undirvagninn festur

Notaðu keðjur með nægri burðargetu.

Notaðu að lágmarki 4 keðjur.

Stilltu festingarnar til að koma í veg fyrir skemmdir á keðjunum.

Pallurinn festur

Gakktu úr skugga um að klýfurbóman og pallurinn séu í frágenginni stöðu.

Settu kubb undir brún pallsins fyrir neðan aðgangsstað hans.

Festu pallinn með nælonól sem sett er yfir festingu pallsins nálægt snúningsbúnaði hans (sjá að neðan). Ekki nota óhóflegan niðurkraft þegar bómuhlutinn er festur.

Page 40
Leiðbeiningar um flutning og lyftingu

Athugaðu og fylgdu:

Aðeins viðurkenndir kranamenn ættu að undirbúa og lyfta vélinni.

Gakktu úr skugga um að burðargeta kranans og styrkur burðarsvæðis, óla eða snæra nægi til að þola þyngd vélarinnar. Sjá upplýsingar um þyngd vélar á skráningarmiða.

Lyftuleiðbeiningar

Láttu bómuna síga til fulls og dragðu hana inn. Láttu klýfurbómuna síga til fulls. Fjarlægðu alla lausa hluti af vélinni.

Notaðu læsingu á snúanlega hlutanum til að festa hann.

Ákvarðaðu þyngdarpunkt vélarinnar með aðstoð myndarinnar á þessari síðu.

Festu lyftibúnaðinn aðeins við tilgreinda lyftipunkta á vélinni. Það eru fjórir lyftipunktar á undirvagninum.

Lagfærðu lyftibúnaðinn til að koma í veg fyrir skemmdir á vélinni og til að halda henni láréttri.

X-ás 92,0 cm
Y-ás 1,0 m

Page 41
Viðhald

Athugaðu og fylgdu:

  • ☑ Stiórnandi skal aðeins framkvæma hefðbundin viðhaldsatriði sem tilgreind eru í þessari handhók
  • Tæknimenn með tilskilin réttindi skulu sinna reglubundinni viðhaldsskoðun, eins og tilgreint er af framleiðanda og í samræmi við kröfur sem tilgreindar eru í ábyrgðarhandbókinni.
    • 🗹 Notaðu aðeins varahluti sem Genie hefur viðurkennt.
  • Farqaðu efni í samræmi við opinberar realuaerðir
Glussaolíustaða athuguð

Те

Það er frumskilyrði fyrir notkun vélarinnar að stöðu glussa sé haldið réttri. Röng staða glussa getur skemmt einingar í vökvakerfinu. Dagleg skoðun gerir skoðunarmanni kleift að greina breytingar á magni olíu sem bent geta til bilunar í vökvakerfi vélarinnar

  • 1 Gættu bess að bóman sé í frágenginni stöðu og athugaðu síðan hæðarstöðumælinn á hlið glussatanksins. Bættu olíu á ef þarf.
  • Niðurstaða: Glussastaðan ætti að vera á merkinu Full (fuller) á hlið glussatanksins
Forskrift fyrir vökvaolíu ____
gund glussaolíu Chevron Rykon
jafngildi Premium MV
Skýringartexti tákna

Eftirfarandi tákn hafa verið notuð í þessari handbók til að skýra tilgang leiðbeininganna. Þegar eitt eða fleiri bessara tákna birtast við upphaf viðhaldsaðgerðar gefur það til kynna merkinguna að neðan.

Táknar að verkfæri séu nauðsvnleg við bessa aðgerð.

Táknar að nýir varahlutir séu nauðsynlegir við þessa aðgerð.

Page 42
Viðhald
Athugaðu rafgeymana

Gott ástand rafgevmis er nauðsvnlegt fyrir góða frammistöðu vélar og notkunarörvagi. Rangt magn vökva eða skemmdir kaplar og tengi geta valdið skemmdum á íhlutum og hættuástandi.

A Hætta á raflosti. Snerting við rafrásir sem eru hlaðnar eða undir spennu getur valdið dauða eða alvarlegum meiðslum. Fjarlægðu alla hringi, úr og aðra skartgripi

A Hætta á líkamstjóni. Rafgeymar innihalda sýru. Forðastu að hella niður eða snerta rafgevmasýru. Hlutlevstu rafgevmasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.

  • 1 Farðu í hlífðarfatnað og settu upp augnhlífar.
  • 2 Gakktu úr skugga um að tengingar rafgeymakaplanna séu fastar og lausar við tæringu.
  • 3 Gakktu úr skugga um að festingar á rafgeymum séu á sínum stað og vel fastar.
Staðlaðir rafgevmar

  • 4 Fiarlægðu loftlokurnar af rafgevminum.
  • 5 Athugaðu stöðu rafgeymasýru. Ef þörf er á skal fylla með eimuðu vatni upp að neðri hluta áfyllingarrörs rafgeymisins. Yfirfylltu ekki.
  • 6 Settu loftlokurnar á.

Ath.: Hægt er að koma í veg fyrir tæringu á skautum og köplum rafgevma með bví að nota skautahlífar og tæringarvörn.

Reglubundið viðhald

Viðhald sem sinnt er ársfjórðungslega, árlega og annað hvert ár skal sinnt af einstaklingi sem hlotið hefur biálfun og tilskilin réttindi til að sinna viðhaldi á þessari vél í samræmi við verkferla sem lýst er í , biónustuhandbók vélarinnar.

Vélar sem ekki hafa verið í notkun í meira en briá mánuði verða að gangast undir ársfjórðungslega skoðun áður en þær eru teknar aftur í notkun.

Page 43
Tæknilýsing
Gerð Z-40/23N RJ
Hæð, hámark fyrir vinnu 14,2 m
Mesta hæð palls 12,3 m
Hæð, hámark frágengin 1,9 m
Hámarksseiling, lárétt 6,9 m
Breidd 1,5 m
Lengd, frágengin 6,5 m
Hámarksburðargeta 227 kg
Hámarksvindhraði 12,5 m/s
Hjólhaf 1,9 m
Snúningsgeisli (ytri) 3,2 m
Snúningsgeisli (innri) 89 cm
Snúningur snúanlega hlutans 355°
Endasveifla hringsnúnings 12,7 cm
Snúningur klýfurbómu, lárétt 180°
Snúningur klýfurbómu, lóðrétt 130°
Aflgjafi 8 Group 903, L-16,
6 V 390 AH rafgeymar
Aksturshraði, frágengin 6,0 km/klst
Aksturshraði,
bómur uppi
1 km/klst
12,2 m/45 sek
Hámarkshalli undirvagns sjá raðnúmeramerkimiða
Hávaðamengun í lofti
Hámarkshljóðstyrkur við hefðb
(A-veginn)
73 dB
undnar vinnuaðstæður
Heildartitringur sem hendur og ekki yfir 2,5 m/s² handleggir verða fyrir fer
Hæsta kvaðratmeðaltalsrót ve
líkaminn verður fyrir fer ekki yf
ginnar hröðunar sem allur
ir 0,5 m/s²
Hæð frá jörðu, lágmark 17,7 cm
Stiórntæki 24 V DC hlutfallsleg
Þyngd
(Þyngd vélar er breytileg eftir aukahlutu
vélarþyngd á raðnúmeramiða.)
6.940 kg
ım. Sjá tiltekna
Mál palls, 4 fet
(lengd x breidd) 1,2 m x 76 cm
Jafnvægi palls sjálfstillandi
Snúningur palls 180°
Riðstraumsúttak á palli staðlað
Vökvaþrýstingur, hámark
(bómuaðgerðir)
186 bör
Spenna kerfis 48 V DC
Hjólastærð - stýrihjól 22 x 7 x 17,5
Snúningsátak felguróa (þurrar) 169 Nm
Snúningsátak felguróa (smurðar) 127 Nm
Hjólastærð - föst hjól 26 x 7 x 22
Snúningsátak felguróa (þurrar) 169 Nm
Snúningsátak felguróa (smurðar) 127 Nm
Hámarks tilgreindur halli, geymslust aða
Pallur niður á við 30% (17°)
Pallur upp í mót 20% (11°)
Hliðarhalli 25% (14°)
Ath.: Tilgreindur halli er háður aðstæðu
nægilegu gripi.
m á jörðu niðri og
Upplýsingar um álag á gólf
Þungi á hjól, að hámarki 3.583 kg
Snertiþrýstingur hjóla 14,0 kg/cm 2
1.379 kPa
Gólfþrýstingur með starfsmenn á palli 1.816 kg/m²
17,8 kPa
Ath.: Upplýsingar um álag á gólf eru til
taka ekki tillit til mismunandi aukabúnað
viðmiðunar og
ðar. Þær ætti

Stefna Genie er stöðugar endurbætur á vörum okkar. Tæknilýsing vöru er háð breytingum án fyrirvara eða skuldbindingar.

aðeins að nota með viðeigandi öryggisþáttum.

Page 44
Tæknilýsing
Gerð Z-40/23N
Hæð, hámark fyrir vinnu 14,2 m
Mesta hæð palls 12,3 m
Hæð, hámark frágengin 1,2 m
Hámarksseiling, lárétt 6,9 m
Breidd 1,5 m
Lengd, frágengin 6,6 m
Hámarksburðargeta 227 kg
Hámarksvindhraði 12,5 m/s
Hjólhaf 2,0 m
Snúningsgeisli (ytri) 3,3 m
Snúningsgeisli (innri) 89 cm
Snúningur snúanlega hlutans 355°
Endasveifla hringsnúnings 11,4 cm
Snúningur klýfurbómu, lóðrétt 135°
Aflgjafi 8 Group 903, L-16,
6 V 390 AH rafgeymar
Aksturshraði, frágengin 6,0 km/klst
Aksturshraði,
bómur uppi
1 km/klst
12,2 m/45 sek
Hámarkshalli undirvagns sjá raðnúmeramerkimiða
Hávaðamengun í lofti
Hámarkshljóðstyrkur við hefðb
(A-veginn)
73 dB
undnar vinnuaðstæður
Heildartitringur sem hendur og
ekki yfir 2,5 m/s²
handleggir verða fyrir fer
Hæsta kvaðratmeðaltalsrót ver
líkaminn verður fyrir fer ekki yf
ginnar hröðunar sem allur
ir 0,5 m/s²
Hæð frá jörðu, lágmark 16,5 cm
Stjórntæki 24 V DC hlutfallsleg
Þyngd
(Þyngd vélar er breytileg eftir aukahlutur
vélarþyngd á raðnúmeramiða.)
6.908 kg
n. Sjá tiltekna
Mál palls, 4 fet
(lengd x breidd)
1,2 m x 76 cm
Mál palls, 5 fet
(lengd x breidd)
1,4 m x 76 cm
Jafnvægi palls sjálfstillandi
Snúningur palls 180°
Riðstraumsúttak á palli staðlað
Vökvaþrýstingur, hámark
(bómuaðgerðir)
186 bör
Spenna kerfis 48 V DC
Hjólastærð - stýrihjól
Snúningsátak felguróa (þurrar)
Snúningsátak felguróa (smurðar)
22 x 7 x 17,5
169 Nm
127 Nm
Hjólastærð - föst hjól
Snúningsátak felguróa (þurrar)
Snúningsátak felguróa (smurðar)
26 x 7 x 22
169 Nm
127 Nm
Hámarks tilgreindur halli, geymslusta ða
Pallur niður á við 30% (17°)
Pallur upp í mót 20% (11°)
Hliðarhalli 25% (14°)
Ath.: Tilgreindur halli er háður aðstæðun
nægilegu gripi.
n á jörðu niðri og
Upplýsingar um álag á gólf
Þungi á hjól, að hámarki 3.583 kg
Snertiþrýstingur hjóla 14,0 kg/cm²
1.379 kPa
Gólfþrýstingur með starfsmenn á palli 1.816 kg/m²
17,8 kPa

Ath.: Upplýsingar um álag á gólf eru til viðmiðunar og taka ekki tillit til mismunandi aukabúnaðar. Þær ætti aðeins að nota með viðeigandi öryggisþáttum.

Stefna Genie er stöðugar endurbætur á vörum okkar. Tæknilýsing vöru er háð breytingum án fyrirvara eða skuldbindingar.

Page 45

Hreyfingarsvið - gerðir án snúanlegrar klýfurbómu

Hreyfingarsvið - gerðir með snúanlegri klýfurbómu

Page 46

Dreift af:

www.genielift.com

Loading...