með viðhaldsupplýsingum
Þýðing á upprunalegum leiðbeiningum Sixth Edition First Printing Part No. 1258813IS
Lestu, skildu og fylgdu þessum öryggisreglum og notkunarleiðbeiningum áður en vélin er notuð. Aðeins starfsfólk sem hlotið hefur viðeigandi bjálfun og hefur tilskilin réttindi má nota þessa vél. Líta ætti á handbók bessa sem fastan hluta af vélinni og hún ætti alltaf að fylgia henni. Ef einhveriar spurningar vakna skal hringja í Genie.
BIS. | |
---|---|
Öryggisreglur | 1 |
Stjórntæki | 9 |
Skýringar | 11 |
Skoðun fyrir notkun | 12 |
Viðhald | 14 |
Virknipróf | 16 |
Skoðun á vinnusvæði | 21 |
Notkunarleiðbeiningar | 22 |
Merkingar | 30 |
Leiðbeiningar um flutning og lyftingu | 34 |
Tæknilýsing | 37 |
Internet: http://www.genielift.com Tölvupóstur: awp.techpub@terex.com
Höfundarréttur © 1995 Terex Corporation
Siötta útgáfa: Evrsta prentun, júlí 2014
"Genie" og "Z" eru skrásett vörumerki
Terex South Dakota, Inc. í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum.
Siá EB-samræmisyfirlýsingu
Prentað á endurunninn pappír. I
Prentað í Bandaríkjunum
Sé öryggisleiðbeiningum í þessari handbók ekki fylgt getur það leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla.
Mikilvægt er að þekkja og skilja öryggisreglurnar áður en farið er í næsta hluta.
Þessi vél er ekki einangruð frá rafmagni og veitir ekki vörn gegn snertingu eða nálægð við rafstraum.
Haltu öruggri fjarlægð frá raflínum og raftækjum í samræmi við gildandi reglur og eftirfarandi töflu.
Spenna
fasi til fasa |
Minnsta örugga
fjarlægð í metrum |
---|---|
0 til 300 V | Forðast skal snertingu |
300 V til 50 kV | 3,05 |
50 kV til 200 kV | 4,60 |
200 kV til 350 kV | 6,10 |
350 kV til 500 kV | 7,62 |
500 kV til 750 kV | 10,67 |
750 kV til 1.000 kV | 13,72 |
Gerðu ráð fyrir hreyfingu pallsins, sveiflum og sigi á raflínum og varastu mikinn vind og vindhviður.
Farðu ekki nærri vélinni ef hún kemst í snertingu við raflínur undir spennu. Starfsmenn á jörðu niðri eða á palli mega hvorki snerta né nota vélina fyrr en straumur hefur verið tekinn af raflínunum.
Ekki nota vélina í stormi eða þrumuveðri.
Ekki nota vélina sem jarðtengingu við rafsuðu.
Starfsfólk, tækjabúnaður og efni skal ekki fara umfram hámarksgetu pallsins.
Hámarksburðargeta palls | 227 kg |
---|---|
Hámarksburðargeta palls | |
Vél með varnarbúnaði fyrir flugvélar | 200 kg |
Hámarksfjöldi notenda | 2 |
Þyngd val- og aukabúnaðar, svo sem röragrinda, töflugrinda og rafsuðuvéla, mun lækka
hámarksburðargetu pallsins og því þarf að reikna hana inn í heildarþyngd á palli. Sjá merkingar um valbúnað.
Ekki lyfta eða setja bómuna út nema vélin sé á traustu, láréttu undirlagi.
Ekki nota hallaaðvörunina sem hallamál. Hallaaðvörunin hljómar eingöngu á pallinum þegar vélin er í miklum halla.
Ef hallaaðvörunin hljómar á meðan bóman er niðri: Ekki setja út, snúa eða lyfta bómunni upp fyrir lárétta stöðu. Færðu vélina á trausta jafnsléttu áður en pallurinn er hækkaður.
ANSI-, CSA- og AUS-gerðir: Ef hallaaðvörunin hljómar á meðan pallurinn er uppi: Gættu ýtrustu varúðar. Kannaðu stöðu bómunnar í brekkunni eins og sýnt er að neðan. Fylgdu skrefunum til að lækka bómuna áður en vélin er færð á trausta jafnsléttu. Ekki snúa bómunni á meðan hún er lækkuð.
CE-gerðir: Ef hallaaðvörunin hljómar á meðan pallurinn er uppi skal gæta ýtrustu varúðar. Gaumljós um að vélin sé ekki lárétt kviknar og akstursaðgerðir, í aðra hvora áttina eða báðar, verða óvirkar. Kannaðu stöðu bómunnar í brekkunni eins og sýnt er að neðan. Fylgdu skrefunum til að lækka bómuna áður en vélin er færð á trausta jafnsléttu. Ekki snúa bómunni á meðan hún er lækkuð.
Allar gerðir: Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn upp í móti:
Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn niður í móti:
Ekki aftengja eða breyta markarofum.
Ekki aka hraðar en 1 km/klst. með aðalbómuna á lofti eða dregna út eða aukabómuna á lofti.
Ekki nota stjórntæki pallsins til að losa pall sem er fastur, kræktur eða á annan hátt hindraður frá eðlilegri hreyfingu af aðliggjandi mannvirki. Allt starfsfólk verður að fara af pallinum áður en reynt er að losa hann með stjórntækjunum á jörðu niðri.
Ekki hækka pallinn þegar hætta er á að vindhraði fari yfir 12,5 m/s. Ef vindhraði fer yfir 12,5 m/s þegar bóman er uppi skal lækka hana og hætta notkun á vélinni.
Ekki nota vélina í sterkum vindi eða vindhviðum. Ekki stækka yfirborð pallsins eða hleðslu hans. Ef svæðið sem tekur á sig vind er stækkað dregur bað úr stöðugleika vélarinnar.
Gættu sérstakrar varúðar og dragðu úr hraða þegar vélin er keyrð í frágenginni stöðu yfir ójafnt undirlag, rusl, óstöðugt eða hált yfirborð og nærri holum og þverhnípi.
Ekki keyra vélina á eða nálægt ójöfnu landslagi, óstöðugu yfirborði eða öðrum hættulegum aðstæðum með bómuna á lofti eða útdregna.
Ekki aka vélinni í brekku sem fer umfram hámarksmálgildi vélarinnar hvað varðar brekkur upp í móti, niður í móti eða til hliðar. Málgildi halla á einungis við um vélar í frágenginni stöðu.
Hámarks tilgreindur halli, frágengin | ||
---|---|---|
Pallur upp í mót | 35% | 19° |
Pallur niður á við | 20% | 11° |
Hliðarhalli | 25% | 14° |
Ath.: Tilgreindur halli er háður aðstæðum á jörðu niðri og nægilegu gripi.
Ekki ýta frá eða draga í átt að neinum hlut utan pallsins.
Mesti leyfilegi hliðarkraftur - ANSI & CSA 667 N
Mesta leyfilega handafl - CE 400 N
Ekki breyta eða aftengja íhluti vélarinnar sem kunna að hafa áhrif á öryggi og stöðugleika hennar.
Ekki skipta út íhlutum sem hafa áhrif á stöðugleika vélarinnar með hlutum af annarri þyngd eða gerð.
Ekki breyta loftvinnupallinum án fyrirfram fengins skriflegs leyfis frá framleiðandanum. Ef viðbætur
til að halda verkfærum eða öðru efni eru festar á pallinn, fóthvílur eða handrið getur það aukið þyngd pallsins og yfirborð pallsins eða hleðslu hans.
Ekki setja eða festa yfirhangandi byrðar við neinn hluta þessarar vélar.
Ekki setja tröppur eða vinnupalla á pallinn eða upp við neinn hluta þessarar vélar.
Ekki flytja verkfæri og efni nema þeim sé jafnt dreift og einstaklingur/-ar á pallinum geti meðhöndlað þau á öruggan hátt.
Ekki nota vélina á yfirborði eða farartæki sem er hreyfanlegt eða á hreyfingu.
Gættu þess að öll dekk séu í góðu ásigkomulagi og að felgurær séu almennilega hertar.
Ekki nota rafgeyma sem eru léttari en upprunalegu rafgeymarnir. Rafgeymar eru notaðir sem mótvægi og eru nauðsynlegir til að viðhalda stöðugleika vélarinnar. Hver rafgeymir þarf að vega minnst 47,6 kg. Hvert rafgeymahólf þarf að vega minnst 240,4 kg.
Notið vélina ekki sem krana.
Ekki ýta vélinni eða öðrum hlutum með bómunni.
Ekki snerta aðliggjandi mannvirki með bómunni.
Ekki binda bómuna eða pallinn við aðliggjandi mannvirki.
Ekki koma hleðslu fyrir utan við pallinn.
Starfsmenn á palli verða að vera með öryggisbelti eða -ólar og fylgja viðeigandi opinberum reglugerðum. Tengdu dragreipi við akkerið sem fylgir á pallinum.
Ekki sitja á, standa á eða klifra í handriði pallsins. Haltu alltaf góðri fótfestu á gólfi pallsins.
Ekki klifra niður af pallinum þegar hann er uppi.
Gættu þess að laust efni liggi ekki á pallinum.
Láttu miðteininn í hliði pallsins síga eða lokaðu inngangshliðinu fyrir notkun.
Ekki fara upp á eða af pallinum nema vélin sé í frágenginni stöðu og pallurinn við jörðu.
Gættu að takmörkuðu útsýni og blindum blettum þegar vélinni er ekið eða hún notuð.
Gættu þín á stöðu bómu þegar snúanlega hlutanum er snúið.
Aðgættu hvort hindranir eða önnur hugsanleg hætta sé í lofti.
Gættu að hættunni á því að klemmast þegar gripið er um handrið pallsins.
Stjórnendur verða að fylgja reglum atvinnurekanda, vinnusvæðis og hins opinbera hvað varðar notkun persónuhlífa.
Fylgdu og notaðu litakóðuðu stefnuörvarnar á stjórntækjum pallsins og undirvagninum við aksturs- og stýringaraðgerðir.
Ekki láta bómuna síga nema ekkert starfsfólk og engar fyrirstöður séu á svæðinu fyrir neðan.
Takmarkaðu aksturshraða í samræmi við aðstæður á jörðu niðri, umferð, halla, staðsetningu starfsmanna og aðra þætti sem geta valdið árekstri.
Ekki nota bómuna í slóð krana nema stjórntækjum kranans hafi verið læst og/eða gripið til varúðaraðgerða til að koma í veg fyrir hugsanlegan árekstur.
Ekki aka óvarlega eða fíflast á meðan vélin er notuð.
Ekki nota vélina sem jarðtengingu við rafsuðu.
Ekki nota skemmda eða bilaða vél.
Framkvæmdu vandlega skoðun á vélinni fyrir notkun og prófaðu allar aðgerðir fyrir hver vaktaskipti. Merktu samstundis skemmda eða bilaða vél og taktu hana úr notkun.
Vertu viss um að allt viðhald hafi verið framkvæmt eins og tiltekið er í þessari handbók og Þjónustuhandbók fyrir Genie Z-30/20N.
Gakktu úr skugga um að allar merkingar séu læsilegar og á sínum stað.
Vertu viss um að stjórnanda-, öryggis- og ábyrgðarhandbækur séu heilar, læsilegar og í geymsluhólfinu sem staðsett er á pallinum.
Ekki nota vélina ef um er að ræða leka á glussa eða lofti. Leki á lofti eða glussa getur farið í gegnum og/eða brennt húðina.
Röng snerting við íhluti undir hvaða hlíf sem er veldur alvarlegum meiðslum. Hólf skulu aðeins opnuð af starfsfólki með þjálfun í viðhaldi. Aðeins er mælt með að stjórnandi opni hólf á meðan hann kannar vélina fyrir notkun. Öll hólf verða að vera lokuð og læst meðan á notkun stendur.
Merkingar á Genie-vörum nota tákn, litakóða og áhersluorð til að tilgreina eftirfarandi:
Öryggisviðvörunartákn – notað til að vara starfsfólk við hugsanlegri hættu á líkamsmeiðslum. Fylgdu öllum öryggisboðum með þessu merki til að koma í veg fyrir möguleg slys eða dauða.
A DANGER | |
---|---|
 | ; |
Rauður – notaður til að benda á tilvist yfirvofandi hættuástands sem leiðir til dauða eða alvarlegra meiðsla ef ekki er brugðist við því.
AWARNING | |
---|---|
A | |
Appelsínugulur – notaður til að benda á tilvist hugsanlegs hættuástands sem gæti leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla ef ekki er brugðist við því.
CAUTION |
Gulur með öryggisviðvörunar-
tákni – notaður til að þenda á |
---|---|
A | tilvist hugsanlegs hættuástands |
sem gæti valdið lítilsháttar eða | |
ekki er brugðist við því. |
CAUTION
Gulur án öryggisviðvörunartákns – notaður til að benda á tilvist hugsanlegs hættuástands sem gæti leitt til eignaskemmda ef ekki er brugðist við því.
Grænn – notaður til að benda á notkunar- eða viðhaldsupplýsingar
Rafgeymar innihalda sýru. Alltaf skal vera í hlífðarfatnaði og með augnhlífar þegar unnið er við rafgeyma.
Forðastu að hella niður eða snerta rafgeymasýru. Hlutleystu rafgeymasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.
Rafgeymapakkinn verður að haldast í uppréttri stöðu.
Ekki hafa rafgeyma eða hleðslutæki berskjölduð gagnvart vatni eða rigningu.
Haltu neistum, logum og logandi tóbaki frá rafgeymum.
Rafgeymar losa frá sér sprengifimt gas.
Hlífin á rafgeymapakkanum má ekki vera á meðan á hleðsluferlinu stendur.
Ekki snerta skaut rafgeymisins eða klemmur kapalsins með áhöldum sem geta myndað neista.
Ekki nota hleðslutæki sem er stærra en 48 V til að hlaða rafgeymana.
Hlaða verður báða rafgeymapakka saman.
Aftengdu tengið á rafgeymapakkanum áður en pakkinn er fjarlægður.
Tengdu hleðslutæki rafgeymis aðeins við jarðtengdar, 3-þátta innstungur.
Gáðu daglega að skemmdum snúrum, köplum og vírum. Skiptu um skemmda hluti fyrir notkun.
Forðastu raflost vegna snertingar við rafgeymaskaut. Fjarlægðu alla hringa, úr og aðra skartgripi.
Ekki nota rafgeyma sem eru léttari en upprunalegu rafgeymarnir. Rafgeymar eru notaðir sem mótvægi og eru nauðsynlegir til að viðhalda stöðugleika vélarinnar. Hver rafgeymir þarf að vega minnst 47,6 kg. Hvert rafgeymahólf þarf að vega minnst 240,4 kg.
Notaðu gaffallyftara til að fjarlægja eða setja upp rafgeymapakkana.
Það er á ábyrgð stjórnanda að framkvæma skoðun fyrir notkun og hefðbundið viðhald.
Skoðun fyrir notkun er sjónræn skoðun, framkvæmd af stjórnandanum fyrir hver vaktaskipti. Skoðunin er hönnuð til að greina hvort eitthvað gæti verið að vélinni áður en notandinn gerir virkniprófanir á henni.
Skoðun fyrir notkun þjónar einnig þeim tilgangi að ákvarða hvort þörf sé á hefðbundnu viðhaldsferli. Stjórnandi getur aðeins framkvæmt hefðbundna viðhaldsþætti sem tilgreindir eru í þessari handbók.
Skoðaðu listann á næstu síðu og merktu við hvert atriði.
Ef skemmdir eða önnur óheimil frávik frá verksmiðjuafhentu ástandi uppgötvast verður að merkja vélina og taka hana úr notkun.
Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknilýsingu framleiðanda. Eftir að viðgerð er lokið verður stjórnandinn að framkvæma skoðun fyrir notkun aftur áður en hann fer í virkniprófin.
Tæknimenn með tilskilin réttindi skulu sinna reglubundinni viðhaldsskoðun, eins og tilgreint er af framleiðanda og í samræmi við kröfur sem tilgreindar eru í ábyrgðarhandbókinni.
SKOĐUN FYRIR NOTKUN
Kannið hvort eftirfarandi íhlutir eða svæði eru skemmd, rangt sett í eða hvort hluti vantar eða óheimilar brevtingar hafi verið gerðar:
Athugaðu alla vélina og leitið að:
Eftirfarandi tákn hafa verið notuð í þessari handbók til að skýra tilgang leiðbeininganna. Þegar eitt eða fleiri þessara tákna birtast við upphaf viðhaldsaðgerðar gefur það til kynna merkinguna að neðan.
Táknar að verkfæri séu nauðsynleg við þessa aðgerð.
Táknar að nýir varahlutir séu nauðsynlegir við þessa aðgerð.
Það er frumskilyrði fyrir notkun vélarinnar að stöðu glussa sé haldið réttri. Röng staða glussa getur skemmt einingar í vökvakerfinu. Dagleg skoðun gerir skoðunarmanni kleift að greina breytingar á magni olíu sem bent geta til bilunar í vökvakerfi vélarinnar.
Glussategund
Chevron Rando HD Premium MV jafngildi
VIÐHALD
Gott ástand rafgeymis er nauðsynlegt fyrir góða frammistöðu vélar og notkunaröryggi. Rangt magn vökva eða skemmdir kaplar og tengi geta valdið skemmdum á íhlutum og hættuástandi.
A AÐVÖRUN | Hætta á raflosti/bruna. Snerting |
---|---|
við heitar rafrásir eða rafrásir með | |
spennu gæti leitt til dauða eða | |
alvarlegra meiðsla. Fjarlægðu alla | |
hringa júr og aðra skartgrini |
AÐVÖRUN Hætta á líkamstjóni. Rafgeymar innihalda sýru. Forðastu að hella niður eða snerta rafgeymasýru. Hlutleystu rafgeymasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.
Prófaðu aftur eftir að rafgeymarnir eru fullhlaðnir.
Viðhald sem sinnt er ársfjórðungslega, árlega og annað hvert ár skal sinnt af einstaklingi sem hlotið hefur þjálfun og tilskilin réttindi til að sinna viðhaldi á þessari vél í samræmi við verkferla sem lýst er í bjónustuhandbók vélarinnar.
Vélar sem ekki hafa verið í notkun í meira en þrjá mánuði verða að gangast undir ársfjórðungslega skoðun áður en þær eru teknar aftur í notkun.
TIL ATHUGUNAR
Þekktu og skildu virkniprófin áður en farið er í næsta hluta.
Virkniprófin eru hönnuð til að greina bilanir áður en vélin er notuð. Stjórnandinn verður að fylgja leiðbeiningunum skref fyrir skref til að prófa alla virkni vélarinnar.
Aldrei má nota bilaða vél. Ef bilanir uppgötvast verður að merkja vélina og taka hana úr notkun. Aðeins viðurkenndur þjónustutæknimaður má gera við vélina, í samræmi við tæknilýsingu framleiðanda.
Þegar viðgerðum er lokið verður notandi að sinna skoðun fyrir notkun og gera virknipróf að nýju áður en vélin er tekin í notkun.
1 Veldu prófunarsvæði sem er traust, lárétt og laust við hindranir.
6 Ekki halda aðgerðavirkjunarrofanum til annarrar hvorrar hliðar. Reyndu að virkja hvern veltirofa fyrir aðgerðir bómu og palls.
15 Stígðu á fótrofann.
Ath.: Stjórnaðu hraða bómuaðgerða með því að aðlaga hraðastýringu bómuaðgerðar. Hraðastýring bómuaðgerðar hefur engin áhrif á aksturs- og stýringaraðgerðir.
20 Stígðu á fótrofann.
Ath.: Hemlarnir verða að geta haldið vélinni í öllum halla sem hún getur ekið upp.
Ef aksturshraði með aðalbómuna á lofti eða setta út, eða aukabómuna á lofti fer yfir 30 cm á sekúndu skal samstundis merkja og taka vélina úr umferð.
Ath.: Þegar akstursvirkjunarkerfið er í notkun kann vélin að aka í gagnstæða átt við það hvernig aksturs- og stýringarhandfangið er hrevft.
Notaðu litakóðuðu stefnuörvarnar á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að bera kennsl á akstursátt.
36 Stígðu á fótrofann.
Þekktu og skildu skoðun á vinnusvæði áður en þú snýrð þér að næsta hluta.
5 Notaðu vélina aðeins eins og henni var ætlað.
Skoðun vinnustaðar hjálpar stjórnandanum að ákvarða hvort vinnustaðurinn henti fyrir örugga notkun vélarinnar. Stjórnandi ætti alltaf að framkvæma slíka skoðun áður en hann færir vélina inn á vinnustaðinn.
Það er á ábyrgð notandans að greina og leggja á minnið hættur á vinnusvæðinu og fylgjast svo með þeim og forðast þær á meðan hann færir, setur upp og notar vélina.
Aðgættu og forðastu eftirfarandi hættulegar aðstæður:
Hlutinn með notkunarleiðbeiningum veitir leiðbeiningar um öll atriði sem lúta að notkun vélarinnar. Það er á ábyrgð stjórnandans að fylgja öllum öryggisreglum og leiðbeiningum í stjórnanda-, öryggis- og ábyrgðarhandbókunum.
Notkun vélarinnar til annars en að lyfta starfsfólki, ásamt verkfærum þess og efni, að vinnusvæði yfir jörðu er óörugg og hættuleg.
Aðeins sérþjálfað og viðurkennt starfsfólk ætti að fá leyfi til að nota þessa vél. Ef gert er ráð fyrir að fleiri en einn einstaklingur noti vélina á mismunandi tíma á sömu vakt, verða þeir allir að hafa réttindi til að nota vélina og þeir skulu allir fylgja öryggisreglum og leiðbeiningum í notenda-, öryggis og ábyrgðarhandbókum. Það þýðir að hver nýr notandi ætti að framkvæma skoðun fyrir notkun, virknipróf og könnun vinnustaðar áður en hann notar vélina.
Ýttu inn rauða neyðarstöðvunarhnappinum í afstöðuna á stjórntækjum á jörðu niðri og palli til að stöðva allar aðgerðir vélarinnar.
Gerðu við allar aðgerðir sem virka þegar rauða neyðarstöðvunarhnappinum er ýtt inn.
Val og notkun stjórntækja á jörðu niðri hnekkir rauða neyðarstöðvunarhnappinum á pallinum.
Notaðu vararafmagn ef aðalaflgjafinn bilar.
Ath.: Ef innsiglið er rofið eða ekki til staðar skaltu lesa þér til í viðeigandi Genie-þjónustuhandbók.
6 Haltu um leið vararafmagnsrofanum inni og virkjaðu þá aðgerð sem á að framkvæma.
Bómu-, stýringar- og akstursaðgerðir virka með vararafmagninu.
1 Haltu aðgerðavirkjunarrofanum til annarrar hvorrar hliðar.
2 Færðu viðeigandi veltirofa í samræmi við merkingar á stjórnborðinu.
Ekki er hægt að aka eða stýra með stjórntækjum á jörðu niðri.
Stilltu hraðastýringu aðgerðarhraða bómu á óskaðan hraða.
Ath.: Hraðastýring bómuaðgerðar hefur engin áhrif á aksturs- og stýringaraðgerðir.
Notaðu litakóðuðu stefnuþríhyrningana á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að finna út í hvaða átt hjólin munu snúast.
Dregið úr hraða: Hreyfðu akstursstýringarhandfangið hægt í átt að miðjunni.
Stöðva: Færðu akstursstýringarhandfangið í miðjuna eða slepptu fótrofanum.
Notaðu litakóðuðu stefnuþríhyrningana á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að finna út í hvaða átt vélin muni aka.
Aksturshraði vélar er takmarkaður þegar bómur eru á lofti eða útsettar.
Ástand rafgeymis hefur áhrif á afköst vélar.
Ákvarðaðu málgildi halla upp í móti, niður í móti og hliðarhalla fyrir vélina og ákvarðaðu halla brekkunnar.
Hámarks málgildi halla, mótvægi upp í móti (klifurgeta): 35% (19°)
Hámarks málgildi halla, mótvægi niður í móti: 20% (11°)
Hámarksmálgildi hliðarhalla: 25% (14°)
Ath.: Tilgreindur halli er háður aðstæðum á jörðu niðri og nægilegu gripi. Hugtakið klifurgeta á aðeins við um uppstillingu með mótvægið upp í móti.
Gættu þess að bóman sé fyrir neðan lárétt og að pallurinn sé milli föstu hjólanna.
Mældu hallann með stafrænum hallamæli EÐA notið eftirfarandi aðferð.
Það sem þarf til:
hallamál
bein spýta, a.m.k. 1 m löng
málband
Leggðu spýtuna í hallann.
Leggðu hallamálið ofan á neðri brún spýtunnar og lyftu endanum þar til spýtan er lárétt.
Á meðan spýtunni er haldið láréttri skal mæla fjarlægðina frá neðri enda spýtunnar að jörðu.
Deildu fjarlægðinni (hæð) með lengd viðarbútsins og margfaldaðu með 100.
Dæmi:
Viðarbútur = 3,6 m
Lengd = 3,6 m
Hæð = 0,3 m
0,3 m ÷ 3,6 m = 0,083 x 100 = 8,3% halli
Ef brekkan fer umfram hámarksmálgildi fyrir halla upp eða niður eða hliðarhalla, þá verður að draga vélina á spili eða flytja hana upp eða niður brekkuna. Sjá kaflann Leiðbeiningar um flutning og lvftingu.
Logandi ljós gefur til kynna að bóman hafa hreyfst framhjá öðru hvoru föstu hjóli og akstursaðgerðin hafi verið stöðvuð
Til að aka skaltu halda akstursvirkjunarrofa upp eða niður og færa akstursstýrihandfangið hægt út frá miðjunni.
Athugaðu að vélin kann að hreyfast í öfuga átt við þá sem stjórntæki aksturs og stýringar eru hreyfð í.
Notaðu alltaf litakóðuðu stefnuþríhyrningana á stjórntækjum pallsins og undirvagninum til að finna út í hvaða átt vélin muni aka.
Vélar búnar lágspennuútslætti tapa aðgerðinni bóma-upp á aðal- og aukabómu frá pallinum þegar rafgeymar þarfnast hleðslu.
ANSI-, CSA- og AUS-gerðir: Logandi liós gefur til kynna að vélin
sé ekki lárétt. Hallaaðvörunin hljómar þegar þetta ljós logar. Kannaðu stöðu bómunnar í brekkunni eins og sýnt er að neðan. Fylgdu skrefunum til að lækka bómuna áður en vélin er færð á trausta jafnsléttu. Ekki snúa bómunni á meðan hún er lækkuð.
CE-gerðir: Ef hallaaðvörunin hljómar á meðan pallurinn er uppi kviknar vísiljós um að vélin sé ekki lárétt og akstursaðgerðir, í aðra hvora áttina eða báðar, verða óvirkar. Kannaðu stöðu bómunnar í brekkunni eins og sýnt er að neðan. Fylgdu skrefunum til að lækka bómuna áður en vélin er færð á trausta jafnsléttu. Ekki snúa bómunni á meðan hún er lækkuð.
Allar gerðir: Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn upp í móti:
Ef hallaaðvörunin hljómar með pallinn niður í móti:
Leiftrandi ljós gefur til kynna að pallurinn sé ofhlaðinn og engar aðgerðir virka.
Fjarlægðu hluti af pallinum þar til ljósið slokknar.
Þörf er á persónuhlífum til að verjast falli (PFPE) þegar þessi vél er notuð.
Allar persónuhlífar til að verjast falli verða að uppfylla opinberar reglur og þær verður að kanna og nota í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
Ef stuðarar á grindinni snerta einhverja hluta flugvélarinnar slekkur vélin á sér og allar aðgerðir stöðvast.
☑ Ekki nota ytri hleðslutæki eða ræsigeyma.
Hladdu rafgeyma á vel loftræstu svæði.
Notaðu rétta spennu fyrir hleðslu eins og tilgreint er á hleðslutækinu.
Aðeins má nota rafgeyma og hleðslutæki sem vottuð eru af Genie.
Ekki fylla að hámarki fyrr en hleðslu er lokið. Yfirfylling getur valdið því að rafgeymasýra leki út meðan á hleðslu stendur. Hlutleystu rafgeymasýru sem kann að fara niður með matarsóda og vatni.
Kannaðu hvort merkingar á vélinni beri orð eða tákn. Beittu viðeigandi skoðun til að tryggja að allar merkingar séu læsilegar og til staðar.
Part No. | Decal Description Quan | tity |
---|---|---|
27564 | Danger - Electrocution Hazard | 2 |
28161 | Warning - Crushing Hazard | 3 |
28164 | Notice - Hazardous Materials | 1 |
28165 | Notice - Foot Switch | 1 |
28171 | Label - No Smoking | 1 |
28174 | Label - Power to Platform, 230V | 2 |
28175 | Caution - Compartment Access | 1 |
28176 | Notice - Missing Manuals | 1 |
28177 | Warning - Platform Rotate | 2 |
28181 | Warning - No Step or Ride | 1 |
28235 | Label - Power to Platform, 115V | 2 |
28236 | Warning - Failure To Read | 1 |
28372 | Caution - Component Damage | 2 |
31060 | Danger - Tip-over Hazard, Interlock | 4 |
31508 | Notice - Power to Charger | 1 |
31785 | Notice - Battery Charger Instructions | 2 |
31787 | Danger - Tip-over, Batteries | 2 |
31788 | Danger - Battery/Charger Safety | 2 |
32728 | Label - Inverter Option Patch | 1 |
35542 | Notice - Lug Nuts | 4 |
37052 | Notice - Maximum Load, 500 lbs / 227 kg | 1 |
37053 | Arrow - Blue | 1 |
37054 | Arrow - Yellow | 1 |
37055 | Triangle - Blue | 2 |
37056 | Triangle - Yellow | 2 |
40434 | Label - Lanyard Anchorage | 2 |
Part No. | Decal Description Quan | tity |
---|---|---|
44248 |
Label - Maximum Capacity,
(Aircraft Protection Package) |
1 |
44980 | Label - Power to Charger, EE | 1 |
44981 | Label - Air Line to Platform | 2 |
44986 | Notice - Max Side Force, 90 lbs / 400 N | 1 |
46468 |
Label - Function Override
(Aircraft Protection Package) |
1 |
52947 | Notice - Operating Instructions, Ground | 1 |
52968 | Cosmetic - Genie Boom | 1 |
62928 | Cosmetic - Genie Z-30/20N | 1 |
62929 | Cosmetic - Genie Z-30/20N | 2 |
65171 | Label - Circuit Breaker & Status Light | 1 |
72081 | Platform Control Panel | 1 |
72167 | Cosmetic - Genie Z-30/20N RJ | 1 |
72833 | Label - Open | 2 |
72867 | Label - Work Lights Option Patch | 1 |
72999 | Label - Environ MV46 | 1 |
82161 | Label - UCON Hydrolube, HP-5046 | 1 |
82366 | Label - Chevron Rando | 1 |
82592 | Ground Control Panel | 1 |
97890 | Danger - General Safety | 2 |
97893 | Notice - Max Side Force, 150 lbs / 667 N | 1 |
97894 | Notice - Operating Instructions, Platform | 1 |
114117 | Notice - Battery Connection Diagram | 2 |
114397 | Danger - Tilt-Alarm | 1 |
133286 | Label - Power to Charger, Universal | 1 |
139586 | Label - Wheel Load | 4 |
MERKINGAR
Kannaðu hvort merkingar á vélinni beri orð eða tákn. Beittu viðeigandi skoðun til að tryggja að allar merkingar séu læsilegar og til staðar.
Hlutanr. | Lýsing merkingar | Magn |
---|---|---|
28171 | Merkimiði - Reykingar bannaðar | 1 |
28174 | Merkimiði - Rafmagn til palls, 230 V | 2 |
28235 | Merkimiði - Rafmagn til palls, 115 V | 2 |
32728 | Merkimiði - Valkvæð bót áriðils | 1 |
37053 | Ör - Blá | 1 |
37054 | Ör - Gul | 1 |
37055 | Þríhyrningur - Blár | 2 |
37056 | Þríhyrningur - Gulur | 2 |
40434 | Merkimiði - Festing fyrir dragreipi | 2 |
44981 | Merkimiði - Loftleiðsla til palls | 2 |
46468 |
Merkimiði - Hunsa aðgerð
(Cosmetic Decal) |
1 |
52968 | Skreyting - Genie-bóma | 1 |
62928 | Skreyting - Genie Z-30/20N | 1 |
62929 | Skreyting - Genie Z-30/20N | 2 |
72081 | Stjórnborð palls | 1 |
72167 | Skreyting - Genie Z-30/20N RJ | 1 |
72867 | Merkimiði - Valkvæð bót vinnuljósa | 1 |
82472 | Aðvörun - Hætta á að kremjast | 3 |
Hlutanr. | Lýsing merkingar | Magn |
---|---|---|
82481 | Hætta - Öryggi rafgeymis | 2 |
82487 | Merkimiði - Notkunarleiðbeiningar | 2 |
82544 | Hætta - Hætta á raflosti | 2 |
82548 | Aðvörun - Snúningur palls | 2 |
82592 | Stjórnborð á jörðu niðri | 1 |
82601 | Hætta - Hámarksgeta 227 kg | 1 |
82602 | Hætta - Hámarks hliðarkraftur 667 N | 1 |
82604 | Hætta - Hámarks handvirkur kraftur 400 | )N 1 |
82610 | Merkimiði - Útsláttarrofi og stöðuljós | 1 |
82611 | Merkimiði - Akstursvirkjunarbót | 1 |
82612 |
Merkimiði - Hámarksgeta, 200 kg
(varnarbúnaður fyrir flug) |
1 |
97815 | Merkimiði - Lækka miðtein | 1 |
114343 |
Merkimiði - Leiðbeiningar um
neyðarlækkun |
1 |
133286 | Merkimiði - Rafmagn til hleðslutækis | 1 |
139586 | Merkimiði - Burður hjóla | 4 |
3 Gakktu úr skugga um að dráttartaugin sé tryggilega fest við festipunkta á undirvagni og að brautin sé laus við hindranir.
Eftir að vélin er fermd:
Ekki er mælt með því að draga Genie Z-30/20N. Ef það verður að draga vélina má það ekki vera á meiri hraða en 3,2 km/klst.
Alltaf skal skorða dekk vélarinnar þegar hún er búin undir flutning.
Snúðu lykilrofanum í af-stöðu og fjarlægðu lykilinn fyrir flutning.
Skoðaðu alla vélina og athugaðu hvort einhverjir hlutar séu lausir.
Notaðu tengipunktana á undirvagninum til að festa niður á flutningsflötinn.
Notaðu keðjur eða ólar af nægilegum styrk.
Notaðu að lágmarki 4 keðjur.
Stilltu festingarnar til að koma í veg fyrir skemmdir á keðjunum.
Gakktu úr skugga um að klýfurbóman og pallurinn séu í frágenginni stöðu.
Settu kubb undir brún pallsins fyrir neðan aðgangsstað hans.
Festu pallinn með nælonól sem sett er yfir festingu pallsins nálægt snúningsbúnaði hans (sjá að neðan). Ekki nota of mikinn kraft þegar bómuhlutinn er festur.
Láttu bómuna síga til fulls og dragðu hana inn. Láttu klýfurbómuna síga til fulls. Fjarlægðu alla lausa hluti af vélinni.
Ákvarðaðu þyngdarpunkt vélarinnar með aðstoð töflunnar og myndarinnar á þessari síðu.
Festu lyftibúnaðinn aðeins við tilgreinda lyftipunkta á vélinni. Það eru fjórir lyftipunktar á undirvagninum.
Lagfærðu lyftibúnaðinn til að koma í veg fyrir skemmdir á vélinni og til að halda henni láréttri.
X-ás | 79,2 cm |
---|---|
Y-ás | 87,2 cm |
Z-30/20N án snúanlegrar klýfur | bómu |
---|---|
Hæð, hámark fyrir vinnu | 11 m |
Mesta hæð palls | 9,1 m |
Hæð, hámark frágenginn | 2 m |
Hámarksseiling, lárétt | 6,5 m |
Breidd | 1,2 m |
Lengd, frágengin | 5,1 m |
Hámarksburðargeta | 227 kg |
Hámarksvindhraði | 12,5 m/s |
Hjólhaf | 1,6 m |
Snúningsgeisli (ytri) | 3,2 m |
Snúningsgeisli (innri) | 1,7 m |
Snúningur snúanlega hlutans | 359° |
Endasveifla hringsnúnings | 0° |
Aflgjafi |
8 Group 903, L-16,
6 V 390 AH rafgeymar |
Stjórntæki | 24 V DC hlutfallsleg |
Mál palls
(lengd x breidd) |
1,8 m x 76 cm |
Jafnvægi palls | sjálfstillandi |
Snúningur palls | 180° |
Riðstraumsúttak á palli | staðlað |
Vökvaþrýstingur, hámark
(bómuaðgerðir) |
193 bör |
Spenna kerfis | 48 V |
Dekkjastærð (gegnheilt gúmmí) | 56 x 18 x 45 cm |
Heildartitringur sem hendur og ha | andleggir verða fyrir fer |
Hæsta kvaðratmeðaltalsrót veginnar hröðunar sem allur líkaminn verður fyrir fer ekki vfir 0.5 m/s2
Hæð frá jörðu | 8,9 cm | |||
Þyngd sjá raðnúmeraplötu
(þyngd vélar er breytileg eftir uppstillingu valkosta) |
||||
Aksturshraði | ||||
Aksturshraði, frágengin |
4,8 km/klst
12,2 m/9 sek |
|||
Aksturshraði,
bómur uppi eða útsettar |
1,0 km/klst
12,2 m/40 sek |
|||
Hámarks tilgreindur halli, frágengin | ||||
Pallur upp í mót | 35% | (19°) | ||
Pallur niður á við | 20% | (11°) | ||
Hliðarhalli | 25% | (14°) | ||
Ath.: Tilgreindur halli er háður aðs
nægilegu gripi. |
tæðum á j | örðu niðri og | ||
Hávaðamengun í lofti | ||||
Hljóðþrýstingsstig við vinnustöð á jörðu niðri < 70 dBA | ||||
Hljóðþrýstingsstig við vinnustöð á palli < 70 | < 70 dBA | |||
Upplýsingar um hleðslu á gólfi | ||||
Þungi á hjól, að hámarki | 3.334 kg | |||
Snertiþrýstingur dekkja (hvert dek | k) |
710 kPa
7,24 kg/cm 2 |
||
Gólfþrýstingur með starfsmenn á palli |
25,62 kPa
2.612 kg/m² |
Ath.: Upplýsingar um álag á gólf eru til viðmiðunar og taka ekki tillit til mismunandi aukabúnaðar. Þær ætti aðeins að nota með viðeigandi öryggisþáttum.
Það er stefna Genie að bæta stöðugt framleiðsluvörur okkar. Tæknilýsing vöru er háð breytingum án fyrirvara eða skuldbindingar.
Z-30/20N með snúanlegri klýfurbómu | |||
---|---|---|---|
Hæð, hámark fyrir vinnu | 10,7 m | ||
Mesta hæð palls | 8,8 m | ||
Hæð, hámark frágenginn | 2 m | ||
Hámarksseiling, lóðrétt | 6,4 m | ||
Breidd | 1,2 m | ||
Lengd, frágengin | 5,3 m | ||
Hámarksburðargeta | 227 kg | ||
Hámarksvindhraði | 12,5 m/s | ||
Hjólhaf | 1,6 m | ||
Snúningsgeisli (ytri) | 3,0 m | ||
Snúningsgeisli (innri) | 1,7 m | ||
Snúningur snúanlega hlutans | 359° | ||
Endasveifla hringsnúnings | 0° | ||
Aflgjafi |
8 Group 903, L-16,
6 V 390 AH rafgeymar |
||
Stjórntæki | 24 V DC hlutfallsleg | ||
Mál palls
(lengd x breidd) |
1,8 m x 76 cm | ||
Jafnvægi palls | sjálfstillandi | ||
Snúningur palls | |||
Snúningur bómu | |||
Riðstraumsúttak á palli | staðlað | ||
Vökvaþrýstingur, hámark
(bómuaðgerðir) |
193 bör | ||
Spenna kerfis | 48 V | ||
Dekkjastærð (gegnheilt gúmmí) | 56 x 18 x 45 cm | ||
Heildartitringur sem hendur og ha | andleggir verða fyrir fer |
ekki vfir 2.5 m/s2
Hæsta kvaðratmeðaltalsrót veginnar hröðunar sem allur líkaminn verður fyrir fer ekki yfir 0,5 m/s2
Hæð frá jörðu | 8,9 cm | |||
⊃yngd sjá raðnúmeraplötu
(þyngd vélar er breytileg eftir uppstillingu valkosta) |
||||
Aksturshraði | ||||
Aksturshraði, frágengin | 1 |
4,8 km/klst
2,2 m/9 sek |
||
Aksturshraði,
bómur uppi eða útsettar |
12 |
1,0 km/klst
2,2 m/40 sek |
||
Hámarks tilgreindur halli, frágengin | ||||
Pallur upp í mót | 35% | (19°) | ||
Pallur niður á við | 20% | (11°) | ||
Hliðarhalli | 25% | (14°) | ||
Ath.: Tilgreindur halli er háður a
nægilegu gripi. |
ðstæðum á jö | þrðu niðri og | ||
Hávaðamengun í lofti | ||||
-
Hjóðþrýstingsstig við vinnustöð á jörðu niðri < 70 d |
< 70 dBA | |||
lljóðþrýstingsstig við vinnustöð á palli < 70 dB | < 70 dBA | |||
Upplýsingar um hleðslu á gól | lfi | |||
Þungi á hjól, að hámarki | 3.402 kg | |||
Snertiþrýstingur dekkja (hvert d | ekk) |
710 kPa
7,24 kg/cm² |
||
Gólfþrýstingur með starfsmenn | á palli |
25,71 kPa
2.622 kg/m² |
||
f oru til viðmi | àunar ag |
Ath.: Upplýsingar um álag á gólf eru til viðmiðunar og taka ekki tillit til mismunandi aukabúnaðar. Þær ætti aðeins að nota með viðeigandi öryggisþáttum.
Það er stefna Genie að bæta stöðugt framleiðsluvörur okkar. Tæknilýsing vöru er háð breytingum án fyrirvara eða skuldbindingar.
38
0 m
4,6 m
1,5 m 3 m
Hreyfingarsvið
Sjötta útgáfa • Fyrsta prentun
Stiórnandahandbók
TÆKNILÝSING
www.genielift.com