Genie Supplements Operator's Manual [is]

Viðbót við stjórnandahandbók
Lift Tools™ Expo Installer
Translation of Original Instructions First Edition Fourth Printing Part No. 1286259ISGT
Inngangur
Viðbót við stjórnandahandbók Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Inngangur
2 Lift Tools™ Expo Installer Hlutanr. 1286259ISGT
Manufacturer:
Terex Global GmbH Bleicheplatz 2 Schaffhausen, 8200 Switzerland
EU Authorized representative: Genie Industries B.V.
Boekerman 5 4751 XK OUD GASTEL The Netherlands
UK Authorized representative: Genie UK Limited
The Maltings Wharf Road Grantham NG31 6BH UK
Hafðu samband við okkur:
Internet: www.genielift.com Tölvupóstur: awp.techpub@terex.com
Mikilvægt
Lestu, skildu og hlýddu þessum öryggisreglum og notkunarleiðbeiningum áður en þú notar þessa vél. Aðeins sérþjálfað og viðurkennt starfsfólk hefur leyfi til að nota þessa vél. Líta ætti á handbók þessa sem varanlegan hluta af vélinni þinni og hún ætti alltaf að fylgja vélinni. Ef spurningar vakna skaltu hafa samband við okkur.
Samþykktar gerðir
Z-45/25
S-65
Z-45/25J
S-60HC
Z-45/25 RT
Z-60/34
Z-45/25J RT
Z-60/37DC
Z-51/30
Z-60/37FE
Z-45 XC
Z-62/40
Z-45 DC / Z-45 FE
S-40 XC
S-40
S-45 XC
S-45
S-60 XC
S-60
S-65 XC
S-60X
Ekki setja LTEI-kerfið upp á neinum Genie-bómuvörum öðrum en tilgreindum gerðum.
Höfundarréttur © 2018 Terex Corporation Fyrsta útgáfa: Fjórða prentun, Ágúst 2021 Genie er skrásett vörumerki Terex South Dakota, Inc. í
Bandaríkjunum og fjölda annarra landa. Þessar vélar samræmast
ANSI/SAIA A92.20 CAN/CSA B354.6
Uppfyllir EB tilskipun 2006/42/EB Sjá EB-samræmisyfirlýsingu
(Öryggis)reglur um veitingu á vélbúnaði 2008
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Inngangur
Hlutanr. 1286259ISGT Lift Tools™ Expo Installer 3
Leiðbeiningar fyrir sjálfknúnar Genie-bómuvörur og Lift Tools Expo Installer (LTEI)
Bakgrunnur
Færanlegir og hækkanlegir vinnupallar (Mobile Elevated Work Platforms, MEWP) eru hannaðir til að lyfta starfsfólki sem þarf að vinna í hæð. Stundum er efni einnig lyft í ákveðna hæð til
uppsetningar og sýningar. Lift Tools™ Expo
Installer (LTEI) er hannað til að hífa skilti í stýrðu vinnuumhverfi. Eftir því hvernig vinna er unnin er hægt að nota LTEI á pallinum til að hífa skilti á tilætlaðan stað og gera vinnuna auðveldari og skilvirkari. Í þessu skjali eru leiðbeiningar um notkun LTEI á Genie-vörum.
Í þessu skjali eru leiðbeiningar um notkun á Genie-bómum sem hífingartólum fyrir uppsetningu á sýningarskiltum innandyra.
Skilgreiningar
Hæfur aðili
„Hæfur aðili“ sem hefur, með því að hafa öðlast
viðurkennda gráðu, vottorð eða stöðu innan starfsgreinarinnar, eða með yfirgripsmikilli þekkingu, þjálfun og reynslu, sýnt fram á getu sína til að leysa vandamál sem tengjast viðfangsefninu, vinnunni eða verkefninu.
Nota má sjálfknúnar Genie-bómur til hífingar samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum:
1 Eigandi/vinnuveitandi/notandi/stjórnandi
bómunnar ber ábyrgð á því að fallvarnir séu til staðar fyrir stjórnanda bómunnar.
2 „Hæfur aðili“ sem hefur þekkingu á reglum um
fallvarnir og fallvarnakerfi verður að hanna vinnusvæðið og LTEI-kerfið til að tryggja öryggi starfsfólks.
3 Genie-bómur hafa verið stöðugleikaprófaðar á
jafnsléttu fyrir 240 lbs/108,9 kg skilti þar sem það sem eftir er af burðargetunni er á pallinum. Því má þyngd skiltisins ekki fara yfir 240 lbs/108,9 kg.
4 Samsetning, tenging og notkun á LTEI verður
að vera samþykkt og leyfð af eiganda búnaðarins.
5 Eigandi búnaðarins og/eða verktakinn ber
ábyrgð á því að gera hættugreiningu á hönnun og notkun LTEI, og tryggja að búnaðurinn uppfylli viðeigandi kröfur um heilsuvernd og öryggi á vinnustaðnum, sem og öll almenn og sértæk lög, reglugerðir og staðla varðandi notkun á búnaðinum.
6 Vinnuveitendur og stjórnendur verða að vera
meðvitaðir um og gera ráð fyrir mögulegum hreyfingum pallsins bæði lóðrétt og lárétt á meðan LTEI er notað.
Viðbót við stjórnandahandbók Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Inngangur
4 Lift Tools™ Expo Installer Hlutanr. 1286259ISGT
7 Bóman verður að standa á traustri jafnsléttu
svo að nota megi LTEI.
8 Aðili sem hefur fengið þjálfun í notkun Genie-
bómunnar skal vera á jörðu niðri nálægt stjórntækjunum á undirstöðu vélarinnar til að koma í veg fyrir óheimila notkun og til að koma í veg fyrir að vélinni sé stjórnað meðan á notkun LTEI stendur.
9 Vindhraði innandyra fer ekki yfir
0 mph/0 m/sek.
Kröfur til eiganda/vinnuveitanda/notanda /stjórnanda:
Kröfur til eiganda/vinnuveitanda/notanda /stjórnanda:
1 Stjórnendur verða að hljóta þjálfun í öruggri
notkun á búnaðinum, og kynna sér sérstakar gerðir af Genie-búnaði eins og hér segir:
Kynna sér og fara eftir notkunar- og
öryggishandbókum búnaðarins, límmiðum og viðvörunum.
Skilja allar stjórntækjaaðgerðir. Vera meðvitaðir um og skilja allan
öryggisbúnað fyrir þann búnað sem er notaður.
Fá leiðbeiningar um hvernig eigi að forðast
hættur.
2 Fylgja öllum viðeigandi sértækum og
almennum reglum, reglugerðum og stöðlum varðandi notkun á búnaðinum.
3 Búnaðurinn verður að vera í fullkomnu lagi og
rétt stilltur.
Með tilliti til leiðbeininga Genie í þessu skjali samþykkir eigandi búnaðarins, vinnuveitandinn, notandinn og stjórnandinn hér með að bæta og halda Terex og móðurfyrirtæki þess og tengdum fyrirtækjum skaðlausum gegn sérhverri ábyrgð, kröfum, málsóknum, kostnaði og lögfræðikostnaði sem er af völdum, rís vegna eða er afleiðing vanrækslu eða yfirsjónar í notkun búnaðarins; ef ekki er farið eftir þeim skilyrðum sem sett eru fram í þessari handbók varðandi notkun á bómu með LTEI, öryggisreglum og notkunarleiðbeiningum í stjórnandahandbókinni. Með því að halda áfram
að nota bómu með LTEI samþykkir þú að fylgja þeim kröfum sem hér eru settar fram, þar á meðal varðandi áðurnefnt skaðleysi. Ef þú samþykkir ekki skaltu ekki halda áfram með fyrirhugaða notkun.
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Inngangur
Hlutanr. 1286259ISGT Lift Tools™ Expo Installer 5
Hætta
Misbrestur á að hlýða leiðbeiningunum og öryggisreglunum í þessari handbók mun leiða til dauða eða alvarlegra meiðsla.
Ath.:
Lifting Tools™ Expo Installer (LTEI) er aðeins leyft til notkunar á ANSI, CSA og CE mörkuðunum. Notkun er bönnuð á öllum öðrum mörkuðum.
Aðeins er hægt að nota LTEI á Genie-bómum sem útbúnar eru eftirfarandi 6 ft/1,83 m eða 8 ft/2,44 m pöllum:
Pallar með stöðluðum inngangi sem
framleiddir voru frá janúar 2003.
Pallar með snúningshliði á hlið sem framleiddir
voru frá ágúst 2015.
Notkun á öllum öðrum vélum er bönnuð.
Viðbót við stjórnandahandbók Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Inngangur
6 Lift Tools™ Expo Installer Hlutanr. 1286259ISGT
LTEI skal ekki notað með vélum sem útbúnar eru eftirfarandi:
Töflugrind Festikerfi fyrir fallvarnir á ferð Snúningshliði á miðju pallsins
Palli með þremur inngöngum og þremur
miðhandriðum sem hægt er að renna
Palli með þremur inngöngum og tveimur
miðhandriðum og snúningshliði á miðju pallsins
Ef LTEI er notað með ofangreindum valkostum getur það leitt til dauða eða alvarlegs líkamstjóns.
LTEI öryggi
Lesið, skiljið og fylgið öllum viðvörunum og leiðbeiningum sem fylgja LTEI.
Farið ekki umfram burðargetu pallsins. Þyngd LTEI-samsetningarinnar mun lækka hámarksburðargetu pallsins og því þarf að draga hana frá heildarálagi á pall.
LTEI-samsetningin vegur 84 lbs/38,1 kg Gangið úr skugga um að LTEI sé kirfilega uppsett. Þegar LTEI er tengt við skal líta á handbók þessa
sem fastan hluta af vélinni og hún ætti alltaf að fylgja henni.
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Inngangur
Hlutanr. 1286259ISGT Lift Tools™ Expo Installer 7
Merkingar tákna og hættumerkja
LTEI-kerfið vegur 84 lbs/38,1 kg
Lestu viðbótina, hlutanúmer
1286259.
Hætta á veltu.
Hámarksburðargeta 240 lbs/108,9 kg.
= 240 lbs/108,9 kg
Hámarksvindhraði 0 m/sek. (aðeins innandyra)
Skoðun fyrir notkun
Vertu viss um að stjórnanda-, öryggis- og
ábyrgðarhandbækur og allar nauðsynlegar viðbætur séu heilar, læsilegar og í geymsluílátinu sem staðsett er á pallinum.
Gakktu úr skugga um að allir límmiðar séu til
staðar og læsilegir.
Kannið hvort LTEI sé skemmt eða slitið, rangt sett í eða hvort íhluti vantar eða óheimilar breytingar hafi verið gerðar.
Rær, boltar og aðrar festingar Sprungur í suðu eða íhlutum
samsetningar.
Dældir eða skemmdir á LTEI Gangið úr skugga um að trillan geti hreyfst
hindrunarlaust eftir allri brautinni.
Kannið hvort bremsur séu mjög slitnar. Yfirborð bremsa skal vera hreint og laust
við mengun.
Skoðun límmiða
Skoðið til að tryggja að allir límmiðar séu læsilegir og til staðar. Límmiðar geta verið mismunandi eftir uppstillingu vélarinnar.
Hlutanr. Lýsing límmiða
Magn
1286260 Límmiði – Lift Tool Expo Installer, orð
1
1286260FR Límmiði – Lift Tool Expo Installer, orð FR
1
1286262 Límmiði – Lift Tool Expo Installer, tákn
1
1286393 Límmiði – Skreyting, Lift Tool Expo
Installer
1
Viðbót við stjórnandahandbók Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Inngangur
8 Lift Tools™ Expo Installer Hlutanr. 1286259ISGT
Árleg skoðun
Kannið hvort einhverja íhluti vantar eða séu lausir. Kannið hvort allar festingar séu með réttu átaki.
Upplýsingar um rétt átak er að finna leiðbeiningum um uppsetningu í þessu skjali.
Kannið hvort íhlutir eru skemmdir eða slitnir. Kannið merki um sprungur, beyglur og tæringu.
Kannið hvort suður séu sprungnar. Kannið neðri kragana á brautinni. Ef kragarnir eru
beyglaðir, skemmdir eða slitnir skal skipta um braut.
Gangið úr skugga um að trillan geti hreyfst hindrunarlaust eftir allri brautinni.
Prófið trilluna og gangið úr skugga um að hjólin snúist snurðulaust.
Gangið úr skugga um að endastopparar brautarinnar og járnvörur séu tryggar og til staðar.
Gangið úr skugga um að efni í bremsum sýni ekki merki um slit.
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Notkunarleiðbeiningar
Hlutanr. 1286259ISGT Lift Tools™ Expo Installer 9
Notkunarleiðbeiningar
Athugið og fylgið:
Þetta verkferli skal framkvæmt af einstaklingi
sem hefur heimild til að setja upp Lift Tools™
Expo Installer.
Merkið samstundis skemmda eða bilaða vél
og taktu hana úr notkun.
Gerið við allar skemmdir eða bilanir áður en
vélin er notuð.
Farið ekki umfram burðargetu pallsins.
Samanlögð þyngd LTEI, notenda, verkfæra og annars búnaðar.
Dragið þyngd viðhengds aukabúnaðar frá
burðarþolinu.
Þyngd LTEI og skiltis kann að takmarka
hámarksfjölda einstaklinga á pallinum við einn.
Notið ekki nema hafa hlotið nægilega þjálfun
og að öll hætta sem tengist því að lyfta skiltum sé ljós.
Valdið ekki láréttum krafti vegna skiltis sem
festist eða krækist í einhverju eða hindrar með öðrum hætti eðlilega hreyfingu.Hámarksvindhraði: 0 mph/0 m/sek.
Áður en skilti er híft skal merkja svæðið til að
vara við því að starfsfólk sé við störf.
Flytjið ekki skilti nema þeim sé jafnt dreift og
einstaklingur á pallinum geti meðhöndlað þau á öruggan hátt.
Gangið úr skugga um að leiðin sem skiltið á að
fara sé laus við allar hættur, eins og geymsluhillur, vinnupalla, hindranir í lofti og rafmagnsvíra.
Allar hreyfingar hlassins verða að vera sem
hægastar til að koma í veg fyrir að það sveiflist til.
Notið aðeins festingar sem þola viðbúið álag til
að festa hlassið. Notið ekki slitnar festingar. Fjarlægið ávallt allar festingar áður en hangandi hlass er staðsett.
Aðeins má hífa hlass lóðrétt; ekki má toga í
hlassið lárétt þar sem það gæti valdið því að hlassið sveiflist of mikið til.
Finnið rétta lyftipunkta á hlassinu, og hafið í
huga þyngdarpunkt og stöðugleika hlassins.
Viðbót við stjórnandahandbók Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Notkunarleiðbeiningar
10 Lift Tools™ Expo Installer Hlutanr. 1286259ISGT
Gangið úr skugga um að stjórnandinn haldi
hlassinu lóðréttu undir lyftipunktinum.Breytið ekki lengd hífingareiningarinnar við hreyfingar eða hífingu.
Expo Installer er ekki persónulegt
fallvarnakerfi. Þetta tæki er ekki með lanyard­festipunkt.
Gangið úr skugga um að bremsan sé á þegar
handfanginu er sleppt.
Hætta á veltu. Hlass sem sveiflast eykur mjög hangandi þyngd.
Ath.: Framkvæmið þessa aðgerð á traustu og jöfnu yfirborði með vélina í geymslustöðu.
Hætta vegna hangandi hlass
Öryggi á vinnusvæði Almennt öryggi
Hífið ekki hangandi hlass án þess að skilja fyrst almennar og sértækar reglur, staðla og reglugerðir sem því tengjast. Viðbótarþjálfunar kann að vera þörf.
Lesið, skiljið og fylgið öllum viðvörunum og leiðbeiningum sem fylgja viðhenginu sem er samþykkt fyrir hífingu á hlassi.
Hætta á veltu
Látið hlassið ekki sveiflast til.
Ekki nota þetta verkfæri til að lyfta fólki. Það er aðeins ætlað til að lyfta efni.
Hafið bómuna eins mikið inndregna og mögulegt er.
Lyftið ekki hangandi hlassi þegar vindhraði getur gert aðstæður óöruggar.
Allar hreyfingar hlassins verða að vera sem hægastar til að koma í veg fyrir að það sveiflist til.
Dragið aldrei eða togið hlass til hliðar.
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Notkunarleiðbeiningar
Hlutanr. 1286259ISGT Lift Tools™ Expo Installer 11
Aðeins má hífa hlass lóðrétt; ekki má toga í hlassið lárétt þar sem það gæti valdið því að hlassið sveiflist of mikið til. Þyngd allra festinga (stroffur, hlekkir o.s.frv.) telur sem hluti af þyngd hlassins.
Hætta á veltu . Þyngd LTEI­samsetningarinnar og álagið á LTEI mun minnka burðargetu palls vélarinnar og því þarf að reikna það inn í heildarálag á pall.
Hætta á veltu . Þyngd LTEI­samsetningarinnar og álagið á LTEI kann að takmarka þann fjölda starfsmanna sem pallurinn getur borið.
Finnið rétta lyftipunkta á hlassinu, og hafið í huga þyngdarpunkt og stöðugleika hlassins.
Ekki reyna að færa fast hlass eða hlass sem hindrun er fyrir.
Ekki skilja Genie-bómuna eftir eftirlitslausa með hangandi hlass.
Hafið bómuna og hlassið eins lágt niðri og mögulegt er án þess að það skerði útsýni í þá átt sem farið er.
Hámarksburðargeta LTEI er 240 lbs/108,9 kg. LTEI-samsetningin vegur 84 lbs/38,1 kg Farið ekki yfir gönguhraða (0,7 mph/1,1 km/klst.)
með hangandi hlass. Farið af stað, akið, beygið og stöðvið rólega til að
koma í veg fyrir að hlassið verði óstöðugt eða sveiflist til.
Notið engar stýringar til að breyta staðsetningu hlassins á ferð. Stöðvið ferðina algerlega, hægt og rólega, áður en reynt er að breyta staðsetningu hlassins.
Ekki reyna að fara þvert yfir halla þar sem þyngdarmiðja hlassins mun færast í átt að veltulínunni, og þar með minnka stöðugleika.
Farið afar gætilega upp eða niður halla þar sem þyngdarmiðja hlassins mun færast í átt að veltulínunni, og þar með minnka stöðugleika.
Viðbót við stjórnandahandbók Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Leiðbeiningar um uppsetningu
12 Lift Tools™ Expo Installer Hlutanr. 1286259ISGT
Leiðbeiningar um uppsetningu
Áður en uppsetning er hafin
Lesið, skiljið og fylgið öryggisreglunum og
notkunarleiðbeiningunum í viðeigandi Genie­stjórnandahandbókum og viðbótum.
Gangið úr skugga um að öll nauðsynleg
verkfæri og varahlutir séu tiltækir og tilbúnir til notkunar.
Lesið þetta verkferli vandlega og fylgið
leiðbeiningunum. Það getur skapað hættulegar aðstæður að stytta sér leið.
Athugasemdir:
Mælt er með að nýr festibúnaður sé notaður við
hverja nýja uppsetningu á LTEI, þar á meðal ef LTEI er sett upp að nýju á sömu vél. Hægt er að fá nýjar járnvörur (Genie hlutanr. 1260849) hjá varahlutadeild Genie.
Sjá uppsetningarleiðbeiningar á myndasíðunni.
Innihald setts 1285719
Til notkunar með 6 ft/1,83 m pöllum með límmiðum með orðum.
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(1) Bilskífa
1256481
8
(2) Skrúfa, 3/8-16 x 2,5 **
1256856
8
(3) Kragaró, 3/8-16**
1274322
8
(4) Handbók, viðbót
1286259
1
(5) Innri hanki
1286621
2
Íhlutir *1285720
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(6) Límmiði, hámarksburðargeta LTEI, orð
1286260
1
(7) Límmiði, hámarksvindhraði LTEI, orð
1286261
1
(8) Endastöðurofi
1260892
2
(9) Gúmmístuðari
36388
2
(10) Skrúfa, 1/2-13 x 3,5 ***
1256851
2
(11) Kragaró, 1/2-13 ***
1251997
2
(12) Límmiði, skreyting, Lift Tools™ Expo Installer
1286393
1
(13) Suðulögn
1286620
1
(14) Trilla*
1285721
1
* Neðri íhlutir p/n 1285721
(a) 1289692
Handfang
1
(b) 1289693
Bremsuklossi
1
(c) 1285730
Gormur
2
** Tog að 44 fet-pund/60 Nm *** Herðið vel. Herðið ekki of mikið því þá gæti
brautin skemmst.
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Leiðbeiningar um uppsetningu
Hlutanr. 1286259ISGT Lift Tools™ Expo Installer 13
Innihald setts 1286618
Til notkunar með 6 ft/1,83 m pöllum með límmiðum með táknum.
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(1) Bilskífa
1256481
8
(2) Skrúfa, 3/8-16 x 2,5 **
1256856
8
(3) Kragaró, 3/8-16**
1274322
8
(4) Handbók, viðbót
1286259
1
(5) Innri hanki
1286621
2
Íhlutir *1286619
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(6) Límmiði, hámarksburðargeta LTEI, tákn
1286262
1
(7) Límmiði, hámarksvindhraði LTEI, tákn
1286263
1
(8) Endastöðurofi
1260892
2
(9) Gúmmístuðari
36388
2
(10) Skrúfa, 1/2-13 x 3,5 ***
1256851
2
(11) Kragaró, 1/2-13 ***
1251997
2
(12) Límmiði, skreyting, Lift Tools™
Expo Installer
1286393
1
(13) Suðulögn
1286620
1
(14) Trilla*
1285721
1
* Neðri íhlutir p/n 1285721
(a) 1289692
Handfang
1
(b) 1289693
Bremsuklossi
1
(c) 1285730
Gormur
2
** Tog að 44 fet-pund/60 Nm *** Herðið vel. Herðið ekki of mikið því þá gæti
brautin skemmst.
Innihald setts 1288801
Til notkunar með 8 ft/2,44 m pöllum með límmiðum með orðum.
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(1) Bilskífa
1256481
8
(2) Skrúfa, 3/8-16 x 2,5 **
1256856
8
(3) Kragaró, 3/8-16**
1274322
8
(4) Handbók, viðbót
1286259
1
(5) Innri hanki
1286621
2
Íhlutir *1288802
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(6) Límmiði, hámarksburðargeta LTEI, orð
1286260
1
(7) Límmiði, hámarksvindhraði LTEI, orð
1286261
1
(8) Endastöðurofi
1260892
2
(9) Gúmmístuðari
36388
2
(10) Skrúfa, 1/2-13 x 3,5 ***
1256851
2
(11) Kragaró, 1/2-13 ***
1251997
2
(12) Límmiði, skreyting, Lift Tools™
Expo Installer
1286393
1
(13) Suðulögn
1286620
1
(14) Trilla*
1285721
1
* Neðri íhlutir p/n 1285721
(a) 1289692
Handfang
1
(b) 1289693
Bremsuklossi
1
(c) 1285730
Gormur
2
** Tog að 44 fet-pund/60 Nm *** Herðið vel. Herðið ekki of mikið því þá gæti
brautin skemmst.
Viðbót við stjórnandahandbók Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Leiðbeiningar um uppsetningu
14 Lift Tools™ Expo Installer Hlutanr. 1286259ISGT
Innihald setts 1288803
Til notkunar með 8 ft/2,44 m pöllum með límmiðum með táknum.
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(1) Bilskífa
1256481
8
(2) Skrúfa, 3/8-16 x 2,5 **
1256856
8
(3) Kragaró, 3/8-16**
1274322
8
(4) Handbók, viðbót
1286259
1
(5) Innri hanki
1286621
2
Íhlutir *1288804
Lýsing hlutar
Genie-
hlutanr.
Magn
(6) Límmiði, hámarksburðargeta LTEI, tákn
1286262
1
(7) Límmiði, hámarksvindhraði LTEI, tákn
1286263
1
(8) Endastöðurofi
1260892
2
(9) Gúmmístuðari
36388
2
(10) Skrúfa, 1/2-13 x 3,5 ***
1256851
2
(11) Kragaró, 1/2-13 ***
1251997
2
(12) Límmiði, skreyting, Lift Tools™
Expo Installer
1286393
1
(13) Suðulögn
1286620
1
(14) Trilla*
1285721
1
* Neðri íhlutir p/n 1285721
(a) 1289692
Handfang
1
(b) 1289693
Bremsuklossi
1
(c) 1285730
Gormur
2
** Tog að 44 fet-pund/60 Nm *** Herðið vel. Herðið ekki of mikið því þá gæti
brautin skemmst.
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Leiðbeiningar um uppsetningu
Hlutanr. 1286259ISGT Lift Tools™ Expo Installer 15
Lift Tools™ Expo Installer
Hlutanr. 1286259ISGT
Viðbót við stjórnandahandbók
Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun
Loading...