Fyrsta útgáfa • Fjórða prentun  Viðbót við stjórnandahandbók 
  Notkunarleiðbeiningar 
Hlutanr. 1286259ISGT  Lift Tools™ Expo Installer  9 
Notkunarleiðbeiningar 
Athugið og fylgið: 
 Þetta verkferli skal framkvæmt af einstaklingi 
sem hefur heimild til að setja upp Lift Tools™ 
Expo Installer. 
 Merkið samstundis skemmda eða bilaða vél 
og taktu hana úr notkun. 
 Gerið við allar skemmdir eða bilanir áður en 
vélin er notuð. 
 Farið ekki umfram burðargetu pallsins. 
Samanlögð þyngd LTEI, notenda, verkfæra og 
annars búnaðar. 
 Dragið þyngd viðhengds aukabúnaðar frá 
burðarþolinu. 
 Þyngd LTEI og skiltis kann að takmarka 
hámarksfjölda einstaklinga á pallinum við einn. 
 Notið ekki nema hafa hlotið nægilega þjálfun 
og að öll hætta sem tengist því að lyfta skiltum 
sé ljós. 
 Valdið ekki láréttum krafti vegna skiltis sem 
festist eða krækist í einhverju eða hindrar með 
öðrum hætti eðlilega 
hreyfingu.Hámarksvindhraði: 0 mph/0 m/sek. 
 Áður en skilti er híft skal merkja svæðið til að 
vara við því að starfsfólk sé við störf. 
 Flytjið ekki skilti nema þeim sé jafnt dreift og 
einstaklingur á pallinum geti meðhöndlað þau 
á öruggan hátt. 
 Gangið úr skugga um að leiðin sem skiltið á að 
fara sé laus við allar hættur, eins og 
geymsluhillur, vinnupalla, hindranir í lofti og 
rafmagnsvíra. 
 Allar hreyfingar hlassins verða að vera sem 
hægastar til að koma í veg fyrir að það 
sveiflist til. 
 Notið aðeins festingar sem þola viðbúið álag til 
að festa hlassið. Notið ekki slitnar festingar. 
Fjarlægið ávallt allar festingar áður en 
hangandi hlass er staðsett. 
 Aðeins má hífa hlass lóðrétt; ekki má toga í 
hlassið lárétt þar sem það gæti valdið því að 
hlassið sveiflist of mikið til. 
 Finnið rétta lyftipunkta á hlassinu, og hafið í 
huga þyngdarpunkt og stöðugleika hlassins.