Fyrsta útgáfa • Þriðja prentun Viðbót við stjórnandahandbók
Inngangur
Hlutanr. 1278541ISGT Lift Guard snertiviðvörun 3
Lift Guard snertiviðvörunarkerfi
Lift Guard snertiviðvörunarkerfið er hannað til þess
að láta fólk á jörðu niðri vita ef stjórnandi kemur
óvart við stjórnborðið á pallinum. Bóman stöðvast,
hljóðmerki heyrist og viðvörunarljós blikka.
Kerfið er fyrirferðarlítið, með öryggisvír sem komið
er fyrir ofan við stjórnborðið á pallinum. Þegar
öryggisvírinn verður fyrir hnjaski er hreyfinum kippt
út úr tenginu svo ekki er lengur hægt að aka eða
lyfta. Flautan er þeytt og ljós blikka við pallinn til að
gefa til kynna að þörf kunni að vera á aðstoð.
Þessu linnir ekki fyrr en kerfið er endurræst.
Hætta
Sé öryggisleiðbeiningum í þessari
handbók og stjórnandahandbók
vélarinnar ekki fylgt getur það leitt til
dauða eða alvarlegra meiðsla.
Ath.: Þessar uppsetningarleiðbeiningar eiga
við um neðangreindar Genie-gerðir:
S-bómur: Allar S-40 gerðir, allar S-45 gerðir, allar
S-60 gerðir, allar S-65 gerðir, allar S-80 gerðir,
S-85, S-100, S-105, S-120, S-125, SX-125 XC,
SX-135 XC, SX-150, SX-180
Z-bómur: Z30/20N, Z-33/18, allar Z-34 gerðir,
allar Z-40/23 gerðir, allar Z-45/25 gerðir, Z-45 XC
Z-51, allar Z-60/37 gerðir, Z-62/40, Z-80/60,
ZX-135/70