Danfoss VX tengigrind Fact sheet [is]

Danfoss VX tengigrind Fact sheet

Termix VX tengigrind

Tengigrind fyrir lokuð hitakerfi íbúðarog sumarhúsa

Notkun

Víða á Íslandi eru uppleyst efni í heita vatninu sem nota á til húshitunar og neyslu. Þessi efni valda útfellingum í rörum og stjórnbúnaði. Yfirleitt eru þessi efni talin skaðlaus, en með tímanum fara þau að hafa áhrif á stjórnbúnað hitakerfa og trufla þannig hitastýringu í húsnæðinu. Hægt er að komast hjá þessu með því að nota varmaskipti sem notar “óhreina”heita vatnið til þess að hita upp hreint kalt vatn til notkunar í lokuðu kerfi í húsinu.

VX tengigrindin kemur ekki aðeins í veg fyrir að útfellingar trufli hitastjórnbúnaðinn, heldur minnkar lokað kerfi stórlega líkur á tæringarvandamálum með tilheyrandi vatnstjónum.

VX tengigrindin gerir húseigendum einnig kleift að stilla hitastig heita vatnsins þannig að hætta á brunaslysum minnkar verulega.

Valmöguleikar

VX tengigrindin er til í tveim mismunandi útfærslum. Önnur gerðin (sjá mynd hér að ofan) er með hefðbundnum AVTB hitastýrðum stjórnloka.

Hin gerðin er með ECL stjórnstöð og mótorloka. Þessi útfærsla er heldur dýrari, en með henni fæst mun nákvæm- a r i h i t a s t ý r i n g í húsnæðinu vegna þess að ECL stjórnstöðin stýrir með tilliti til útihitastigs.

Sérstök athygli er vakin á því að Danfoss framleiðir margar aðrar gerðir af tengigrindum, t.d. grindur sem aðeins eru fyrir heitt neysluvatn, og grindur sem eru bæði fyrir húshitun og neysluvatn

Efni

Öll rör í VX tengigrindinni eru úr ryðfríu stáli. Allar röratengingar eru skrúfaðar og með völdum gæðaþéttingum.

Þá er einnig hægt að fá snyrtilegan skáp úr hvítlökkuðu blikki til þess að hylja grindina á veggnum (sjá mynd að ofan).

VX tengigrindin er, eins og allar tengigrindur frá Danfoss, afar auðveld í uppsetningu og notkun.

Helstu eiginleikar

Minni tæringarhætta

Minni hætta á vatnstjónum

Fæst með ECL stjórnstöð

Sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Vönduð vara úr ryðfríu efni

Hentar jafnt íbúðarhúsum sem sumarhúsum

VX Danfoss SEP05

Termix VX tengigrind

Tengimynd - dæmi

 

Hitaveita

Varma-

 

Hitakerfi

 

bakrás

 

bakrás

 

skiptir

 

 

Hitaveita

 

Hitakerfi

 

 

 

 

framrás

 

 

framrás

 

Heitt

 

 

 

 

neysluvatn

 

 

 

Tæknilýsing:

 

Vinnuþrýstingur:

PN 10

Hitastig veituvatns:

Tmax = 120 °C

Lóðefni í varmaskipti:

Kopar

Hlíf:

Hvítlakkað

 

blikk

Þyngd með hlíf:

30 kg

 

(með umb.)

Tengingar:

 

1 Hitaveituvatn (framrás)

 

2 Hitaveituvatn (bakrás)

 

3. Heitt vatn (framrás)

 

4. Heitt vatn (bakrás)

 

Tengirörastærðir:

 

Öll tengirör 3/4"

 

Mál (mm):

Án hlífar:

H 750 x B 500 x D 360

Með hlíf:

H 800 x B 540 x D 430

Valmöguleikar:

*Þrýstiaukadæla

*Öryggisloki og einstefnuloki (10 bar)

*Hitastillt hringrásarkerfi

*Einstefnuloki og þrýstijafnari

Veggur

Málsetning á tengingum séð að ofan

Afkastatafla

 

TEGUND

Afköst

Hlið 1

Hlið 2

Þrýst.

Hlið 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rennsli

 

 

 

 

 

kW

°C

°C

kPa

l/m

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

8

65 / 35

60 / 30

10

3,84

 

 

Danfoss hf

 

VX - 3

10

7 0 /35

63 / 30

10

4,40

 

 

 

 

 

 

 

 

15

75 / 35

65 / 30

10

5,82

 

 

Skútuvogi 6, 104 Reykjavík

 

 

 

 

Sími 510 4100

 

 

14

65 / 35

60 / 30

10

6,60

 

 

 

 

 

 

e-mail: danfoss@danfoss.is

 

VX - 4

18

70 / 35

63 / 30

10

7,80

 

 

 

 

 

www.danfoss.is

 

 

27

75 / 35

65 / 30

10

11,40

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Danfoss hf tekur ekki ábyrgð á hugsanlegum villum í bæklingum eða öðru prentuðu máli. Danfoss áskilur sér allan rétt til breytinga á framleiðslu sinni, án undangenginnar viðvörunar, þar á meðal á vörum sem eru í pöntun, svo framarlega sem það veldur ekki breytingum á umsömdum gildum. Öll vörumerki í tæknilýsingunum tilheyra viðkomandi fyrirtækjum. Danfoss nafnið og Danfoss vörumerkið eru eign Danfoss A/S. Öll réttindi áskilin.

Loading...