Danfoss Termix One tengigrind Fact sheet [is]

Danfoss Termix One tengigrind Fact sheet

Termix One tengigrind

Tengigrind til hitunar á neysluvatni

Notkun

Víða á Íslandi eru uppleyst efni í heita vatninu sem nota á til húshitunar og neyslu. Þessi efni valda útfellingum í rörum og stjórnbúnaði, og einnig veldur brennisteinsvetni hinni alþekktu hveralykt. Yfirleitt eru þessi efni talin skaðlaus, en með tímanum fara þau að hafa áhrif á stjórnbúnað hitakerfa og blöndunartæki, og trufla þannig hitastýringu í húsnæðinu. Hægt er að komast hjá þessu með því að nota varmaskipti sem notar “óhreina”heita vatnið til þess að hita upp hreint kalt vatn til notkunar í kerfum hússins.

Termix One tengigrindin leysir þetta vandmál þar sem hitaveituvavatnið er leitt gegnum varmaskipti sem hitar upp neysluhæft kalt vatn.

Termix One gerir húseigendum einnig kleift að stilla hitastig heita vatnsins þannig að hætta á brunaslysum minnkar stórlega.

Valmöguleikar

Termix One tengigrindin er til í tveim mismunandi útfærslum. Önnur gerðin (sjá mynd hér að ofan) er með AVTQ hitastilli. Þessi tegund er eilítið dýrari en á móti kemur mun nákvæmari og hraðvirkari hitastýring.

Í hinni gerðinni er hitanum stjórnað með AVTB hitastilli og s.k. skynjunarhraðli sem flýtir mjög öllum viðbrögðum AVTB stillisins. Verð á þessari útfærslu er heldur lægra.

AVTB hitastillir og skynjunarhraðall

Efni

Öll rör í Termix One tengigrindinni eru úr ryðfríu stáli. Allar röratengingar eru skrúfaðar og með völdum gæðaþéttingum.

Með grindinni fylgir snyrtilegur skápur úr grálökkuðu ryðfríu stáli til þess að hylja hana á veggnum (sjá mynd að ofan).

Ternix One tengigrindin er, eins og allar tengigrindur frá Danfoss, afar auðveld í uppsetningu og notkun.

Helstu eiginleikar

Stillanlegt hitastig

Stórminnkuð slysahætta

Jafn þrýstingur á heitu og köldu vatni

Enginn kísill á flísum og blöndunartækjum

Lengri líftími blöndunartækja

Lítill viðhaldskostnaður

Auðveld í uppsetningu

Termix One Danfoss NOV05

Termix One tengigrind

Tengimynd - dæmi

Hitaveita

Neysluvatn

Framrás

Heitt

Bakrás

Varmaskiptir

Kalt

Hitaog þrýstistýrður loki

Tæknilýsing:

 

Vinnuþrýstingur:

PN 16

Hitastig veituvatns:

Tmax = 120 °C

Þrýstingur á köldu vatni:

Pmin = 0,5 bar

Lóðefni í varmaskipti:

Kopar

Þyngd með hlíf:

10 - 12 kg

 

(með umb.)

Hlíf:

Grálakkað

 

blikk

Tengingar:

1Kalt neysluvatn

2Heitt neysluvatn

3Hitaveituvatn (framrás)

4Hitaveituvatn (bakrás)

Tengirö rastærðir:

Öll tengirör 3/4"

Mál (mm):

Án hlífar:

H 468 x B 312 x D 155

Með hlíf:

H 470 x B 315 x D 165

Valmöguleikar:

*Þrýstiaukadæla

*Öryggisloki og einstefnuloki (10 bar)

*Hitastillt hringrásarkerfi

*Einstefnuloki og þrýstijafnari

Veggur

Málsetning á tengingum séð að ofan

Neysluvatnsgrind með AVTB eða AVTQ hitastilli

Afköst miðað við upphitun úr 5°C í 55°C

Afköst

Framrás

Bakrás

Flæði

 

kW

°C

°C

l/min

Danfoss hf

 

 

 

 

100

75

19

30

Skútuvogi 6, 104 Reykjavík

 

 

 

 

74

65

23

22

Sími 510 4100

e-mail: danfoss@danfoss.is

 

 

 

 

www.danfoss.is

Danfoss hf tekur ekki ábyrgð á hugsanlegum villum í bæklingum eða öðru prentuðu máli. Danfoss áskilur sér allan rétt til breytinga á framleiðslu sinni, án undangenginnar viðvörunar, þar á meðal á vörum sem eru í pöntun, svo framarlega sem það veldur ekki breytingum á umsömdum gildum. Öll vörumerki í tæknilýsingunum tilheyra við-komandi fyrirtækjum. Danfoss nafnið og Danfoss vörumerkið eru eign Danfoss A/S. Öll réttindi áskilin.

Loading...