AEG Favorit 87004 User Manual

Favorit 87004
Notendaleiðbeiningar Uppþvottavél
Efnisyfirlit
2
Takk fyrir að velja eina af okkar hágæða vörum.
Vinsamlegast lesið notendahandbókina vandlega til að tryggja að heimilistækið vinni stöðugt á hámarksafköstum. Þannig er hægt að glöggva sig fljótt og örugglega á öllum vinnslueiginleikum. Við mælum með að þú geymir handbókina á öruggum stað svo hægt sé að grípa til hennar hvenær sem hentar. Og vinsamlegast látið handbókina fylgja heimilistækinu ef nýr eigandi tekur við því í framtíðinni.
Efnisyfirlit
Leiðbeiningar um notkun 3
Öryggisupplýsingar 3
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
3 Almennt öryggi 3 Notkun 3 Meðferð og þrif 4 Innsetning 4 Frostvarnir 4 Tenging við vatn 4 Tenging við rafmagn 5 Viðgerðarþjónusta 5 Förgun heimilistækisins 5
Vörulýsing 6
Barnalæsing 7
Stjórnborð 8
Hnappurinn Hætta við 9 Kerfisvalhnappar 9 Hnappur fyrir hljóðlátt kerfi 9 Hnappur fyrir samsetta þvottaefnistöflu
9 Tímavalshnappur 9 Skjár 9 Valhnappar 9 Núllstilling 10
Fyrir fyrstu notkun 10 Stillið vatnsmýkingarbúnað 10
Handvirk stilling 11 Rafræn stilling 11
Notkun uppþvottavélarsalts 12 Notkun hreinsiefnis og gljáefnis 12
Notkun þvottaefnis 12 Notkun skolunarlögs 13
Aðlagaðu gljáaskammtinn 13
Stilling fyrir samsetta þvottaefnistöflu 13 Röðun hnífapara og diska 14
Góð ráð 14
Þvottastillingar 14 Velja og hefja þvottaferil 15
Að velja og setja í gang þvottakerfi án tímavals 15 Að velja og setja í gang þvottakerfi með tímavali 16 Þvottakerfi stöðvað 16 Hætt við þvottakerfi eða tímaval 16 Þegar þvottakerfi klárast 16 Tekið úr uppþvottavélinni 17
Meðferð og þrif 17
Síur teknar úr og hreinsaðar 17 Hreinsun vatnsarma 18 Hreinsun á ytra byrði 18
Hvað skal gera ef... 18
Vélin þvær og þurrkar illa 20 Til að gera gljáaskammtarann virkan 20
Tæknilegar upplýsingar 21 Umhverfisábendingar 21
Innsetningarleiðbeiningar 22
Innsetning 22
Gufuvörn 22 Hæð uppþvottavélarinnar stillt 22 Festu vélina undir eldhúsbekkinn eða við nærliggjandi einingar. 23 Hæð uppþvottavélarinnar stillt 23 Vatnsúttakstengi 24
Með fyrirvara á breytingum
Öryggisupplýsingar
Leiðbeiningar um notkun
Öryggisupplýsingar
Fyrir innsetningu og notkun skal lesa þessa handbók vandlega:
• Til að tryggja öryggi þitt og öryggi eigna þinna.
• Af virðingu við umhverfið,
• Til að tryggja rétta notkun vélarinnar. Geymdu ávallt þessar leiðbeiningar með vélinni, einnig ef þú flytur eða selur hana. Framleiðandinn er ekki ábyrgur fyrir tjóni vegna rangrar uppsetningar eða notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
• Látið ekki fólk, þar með talin börn, sem hefur skerta líkamlega skynjun, skert andlegt
atgervi eða sem skortir reynslu og þekkingu, nota vélina. Þau verða að hafa fengið kennslu eða tilsögn í notkun heimilistækisins hjá einstaklingi sem er ábyrgur fyrir öryggi þeirra.
• Haldið öllum umbúðum frá börnum. Hætta er á köfnun eða líkamlegum meiðslum.
• Geymið öll hreinsiefni á öruggum stað. Ekki leyfa börnum að snerta hreinsiefnin.
• Haldið börnum og litlum dýrum í öruggri fjarlægð frá vélinni þegar dyrnar eru opnar.
Almennt öryggi
• Ekki breyta tæknilýsingu fyrir þetta tæki. Það skapar hættu á meiðslum og tjóni á vélinni.
• Fylgið öryggisleiðbeiningum frá framleiðanda hreinsiefnisins til að koma í veg fyrir brun-
asár á augum, munni og hálsi.
• Drekkið ekki vatnið sem kemur úr vélinni. Leifar af hreinsiefni geta setið eftir í vélinni.
• Lokið alltaf dyrunum eftir að raðað er í vélina eða tekið er úr henni til að forðast meiðsli
og að einhver detti á opna hurðina.
• Ekki sitja eða standa á hurðinni þegar hún er opin.
3
Notkun
• Þetta heimilistæki er eingöngu ætlað til heimilisnota. Ekki nota tækið í iðnaðar-, við-
skiptalegum tilgangi eða öðrum tilgangi.
• Ekki nota tækið í öðrum tilgangi en það var hannað fyrir. Þannig má að koma í veg fyrir
meiðsli á fólki og tjón á eignum.
• Notið vélina aðeins til að þvo það leirtau heimilisins sem má þvo í uppþvottavél.
• Setjið ekki eldfim efni eða hluti sem eru blautir með eldfimum efnum í, á tækið eða
nálægt því. Hætta á sprengingu eða eldsvoða.
• Setjið hnífa og alla oddhvassa hluti í hnífaparakörfuna þannig að oddurinn vísi niður.
Annars skal setja þá í lárétta stöðu í efri körfunni eða í hnífakörfuna. (Ekki allar gerðir eru með hnífakörfu).
• Notið aðeins efni sem eru sérstaklega gerð fyrir uppþvottavélar (hreinsiefni, salt, gljáefni).
• Salttegundir sem ekki eru sérstaklega ætlaðar fyrir uppþvottavélar geta skemmt vatns-
mýkingarbúnaðinn.
• Setjið salt á vélina áður en þvottakerfi er sett í gang. Saltkornin og saltvatnið geta valdið
tæringu eða myndað gat á botn tækisins.
• Aldrei setja nein önnur efni í gljáahólfið en gljáefni (t.d. hreinsiefni fyrir uppþvottavélar
eða þvottalög). Það getur valdið skemmdum á tækinu.
Öryggisupplýsingar
4
• Gætið þess að vatnsarmarnir geti hreyfst óhindrað áður en þvottakerfi er sett í gang.
• Forðist að opna dyrnar á meðan tækið er í gangi því heit gufa gæti sloppið út. Hætta er
á húðbruna.
• Ekki fjarlægja leirtau úr tækinu fyrr en þvottakerfið hefur klárast.
Meðferð og þrif
• Áður en viðhald fer fram á tækinu skal slökkva á því og aftengja aðalklóna frá rafmagns-
innstungunni.
• Ekki nota eldfim efni eða efni sem geta orsakað tæringu.
• Ekki nota tækið án síanna. Gætið þess að setja síurnar rétt í. Rangt ísettar síur geta valdið
því að vélin þvær ekki nógu vel og hún getur skemmst.
• Öryggis þíns vegna og til að vernda eigur þína skaltu ekki úða vatni eða gufu til að hreinsa
heimilistækið.
Innsetning
• Gættu þess að tækið hafi ekki skemmst við flutning. Ekki tengja tæki sem hefur skemmst
við rafmagn. Hafið samband við söluaðilann ef þess þarf.
• Fjarlægið allar umbúðir fyrir fyrstu notkun.
• Aðeins sérþjálfað fagfólk má sjá um rafkerfi og pípulagnir, uppsetningu og viðhald tæki-
sins. Það er til þess að ekki skapist hætta á skemmdum eða meiðslum.
• Gætið þess að klóin sé ekki tengd við rafmagnsinnstunguna meðan á uppsetningu
stendur.
• Ekki bora inn í hliðar heimilistækisins, það gæti valdið skemmdum á vökva- og raf-
magnsbúnaði.
• Gæ ti ð þ es s að tæ ki nu sé ko mi ð f yr ir un di r og við hliðina á traustum og stöðugum hlutum.
Frostvarnir
• Ekki koma tækinu fyrir þar sem hitastigið er undir 0°C.
• Framleiðandinn er ekki ábyrgur fyrir frostskemmdum.
Tenging við vatn
• Notið nýjar slöngur til að tengja tækið við vatnsaðföng. Ekki nota notaðar slöngur.
• Ekki tengja tækið við nýjar pípur eða pípur sem ekki hafa verið notaðar lengi. Látið vatnið
renna í nokkrar mínútur áður en inntaksslangan er tengd.
• Gætið þess að kremja hvorki né skemma vatnsslöngurnar þegar tækinu er komið fyrir.
• Gætið þess að vatnstengi séu þétt til að forðast vatnsleka.
• Í fyrsta sinn sem tækið er notað skal gæta þess að enginn vatnsleki sé úr slöngunum.
• Vatnsinntaksslangan er með tvöfaldan vegg, innri lögn og öryggisloka. Vatnsinntak-
sslangan er aðeins undir þrýstingi þegar vatnrennsli er. Ef leki er í vatnsinntaksslöngunni stöðvar öryggislokinn vatnsrennslið.
– Farðu gætilega þegar þú tengir vatnsinntaksslönguna:
– Sökkvið ekki inntaksslöngunni eða lekavörninni í vatn. – Ef inntaksslangan eða lekavörnin skemmast skal strax aftengja klóna frá rafman-
gsinnstungunni.
– Hafðu samband við viðgerðarþjónustuna til þess að láta skipta um inntaksslöngu
með lekavörn.
Öryggisupplýsingar
AÐVÖRUN
Hættuleg rafspenna.
Tenging við rafmagn
• Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
• Gætið þess að rafmagnsupplýsingarnar á tegundarspjaldinu passi við aflgjafann á þínu
heimili.
• Notið alltaf rétt inn setta innstungu sem ekki veldur raflosti.
• Ekki nota fjöltengi, millistykki eða framlengingarsnúrur. Það skapar eldhættu.
• Ekki skipta um eða breyta aðalrafleiðslunni. Hafið samband við viðgerðarþjónustuna.
• Gætið þess að kremja hvorki né skemma klóna eða rafmagnssnúruna á bak við heimil-
istækið.
• Gætið þess að hægt sé að ná til klóarinnar eftir að tækinu er komið fyrir.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr sambandi. Takið alltaf um klóna.
5
Viðgerðarþjónusta
• Aðeins viðgerðarmaður með réttindi má gera við eða vinna við tækið. Hafið samband
við viðgerðarþjónustuna.
• Notið eingöngu upprunalega varahluti.
Förgun heimilistækisins
• Til að koma í veg fyrir hættu á meiðslum eða tjóni skal:
– Aftengja klóna frá rafmagnsinnstungunni. – Klippa rafmagnssnúruna af og fleygja henni. – Fleygja hurðarlokunni. Það kemur í veg fyrir að börn og lítil dýr lokist inni í heimilis-
tækinu. Hætta er á köfnun.
Vörulýsing
6
AÐVÖRUN Hreinsiefni þvottavélarinnar eru hættuleg og geta valdið tæringu !
• Ef slys verður með þessi hreinsiefni, hafið þá umsvifalaust samband við næstu eiturefn-
amiðstöð og kallið á lækni.
• Ef hreinsiefnið kemst í munn, hafið þá umsvifalaust samband við næstu eiturefnamiðstöð
og kallið á lækni.
• Ef hreinsiefnið kemst í augu, hafið þá umsvifalaust samband við lækni og skolið augun
með vatni.
• Geymið hreinsiefni fyrir uppþvottavélar á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.
• Ekki hafa hurðina á heimilistækinu opna þegar hreinsiefni er í skammtaranum.
• Setjið aðeins hreinsiefni í skammtarann áður en þvottakerfi er sett í gang.
Vörulýsing
1
2
11 10
9
3
4
5
1 Efri karfa 2 Vatnsherslustilling 3 Salthólf 4 Þvottaefnishólf 5 Gljáahólf 6 Tegundarspjald 7 Síur 8 Neðri sprautuarmur
9 Efri sprautuarmur 10 Efsti sprautuarmur 11 Barnalæsing
8
7
6
Barnalæsing
Barnalæsingin kemur í veg fyrir að börn opni hurðina á heimilistækinu.
1 Hurðin er ólæst, sveifin (A) er falin (þegar
Barnalæsingin er ekki nauðsynleg). Staða á nýrri vél.
2 Hurðin er ólæst, sveifin (A) er tilbúin til not-
kunar.
3 Hurðin er læst.
Ef þörf er á barnalæsingu:
1. Opnið hurðina.
2. Hreyfið sveifina (A) úr stöðu 1 í stöðu 2.
3. Barnalæsingin er tilbúin til notkunar. Hurðinni læst:
1. Lokið hurðinni.
2. Togið sveifina (A) í stöðu 3.
3. Hurðin er læst. Hurðin tekin úr lás:
1. Ýtiið sveifinni (A) í stöðu 2.
2. Hurðin er ólæst. Ef ekki er þörf á barnalæsingu, færið þá sveifina (A) í stöðu 1.
Vörulýsing
A
A
2
3
7
1
Stjórnborð
8
Stjórnborð
7
1
10
A
B
8
1 Hnappurinn Kveikt /slökkt 2 Hnappurinn Hætta við 3 Kerfisvalhnappar 4 Hnappur fyrir hljóðlátt kerfi 5 Hnappur fyrir samsetta þvottaefnistöflu 6 Tímavalshnappur 7 Skjár 8 Valhnappar 9 Gaumljós
10 Kerfisgaumljós
Gaumljós
Salt
1)
Það kviknar á því þegar þarf að setja salt í salthólfið. Sjá „Notkun uppþvottav­élarsalts“. Eftir að þú setur í hólfið getur verið kveikt á saltgaumljósinu í nokkra klukkutíma. Það truflar ekki virkni heimilistækisins.
5
2
3
9
C
6
4
Skolunarlögur
Stjórnborð
Gaumljós
1)
Kviknar þegar þarf að fylla á gljáhólfið. Sjá „Notkun hreinsiefnis og gljáefnis“.
9
MULTITAB Það kviknar á því þegar þú stillir á samsetta þvottaefnistöflu. Sjá „Stilling fyrir
1) Þegar hólfin fyrir salt og/eða skolunarlög eru tóm, kvikna gaumljósin fyrir þau ekki á meðan þvottakerfi er í gangi.
samsetta þvottaefnistöflu“.
Hnappurinn Hætta við
Með þessu hnappi geturðu hætt við þvottakerfi eða tímaval. Sjá „Velja og hefja þvottaferil“.
Kerfisvalhnappar
Með þessum hnöppum geturðu valið þvottakerfið. Ýttu endurtekið á hnappana þar til gaumljósið fyrir kerfið sem þú þarft kviknar. Í „Þvottastillingar“ er að finna nánari upplýsingar um þvottakerfin.
Hnappur fyrir hljóðlátt kerfi
Þetta er þvottakerfi sem myndar lítinn hávaða þegar það vinnur. Þegar stillt er á hljóðlátt kerfi vinnur dælan á mjög litlum hraða. Það er til þess að minnka hávaðann um 25% miðað við skilgreint kerfi. Vegna þessa tekur þetta kerfi mjög langan tíma. Stillið á þetta þvottakerfi á tímum þegar aflhlutfallið er sem hagkvæmast.
Hnappur fyrir samsetta þvottaefnistöflu
Ýtið á þennan hnapp til að gera stillingu fyrir samsetta þvottaefnistöflu virka/óvirka. Sjá „Stilling fyrir samsetta þvottaefnistöflu“.
Tímavalshnappur
Notið þennan hnapp til að fresta gangsetningu þvottakerfis um 1 til 24 tíma. Sjá „Velja og hefja þvottaferil“.
Skjár
Skjárinn sýnir:
• Rafræna stillingu vatnsmýkingarbúnaðar.
• Hvort gljáaskammtarinn er virkur/óvirkur (aðeins þegar stillt er á samsetta þvottaefnis-
töflu).
• Lengd þvottakerfisins.
• Tími sem eftir er þar til þvottakerfið klárast.
• Þvottakerfi er búið. Skjárinn sýnir núll.
• Tími sem eftir er þar til tímavalið klárast.
• Bilunarkóðar.
Valhnappar
Notið valhnappana fyrir þessar aðgerðir:
• Til að stilla vatnsmýkingarbúnaðinn rafrænt. Sjá „Stillið vatnsmýkingarbúnað“.
• Til að gera gljáaskammtarann óvirkan/virkan þegar stillt er á samsetta þvottaefnistöflu.
Sjá „Hvað skal gera ef...“.
Loading...
+ 19 hidden pages